LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. nóvember 2021. Mál nr. 488/2020 : A ( Bryndís Guðmundsdótti r lögmaður, Guðmundur Sæmundsson lögmaður, 3. prófmál ) gegn Geymsl u Eitt ehf. ( Einar Páll Tamimi lögmaður) og gagnsök Lykilorð Fasteign. Líkamstjón. Varanleg örorka. Varanlegur miski. Skaðabætur. Orsakatengsl. Sönnun. Matsgerð. Gjafsókn. Útdráttur Í málinu krafðist A skaðabóta úr hendi G ehf. vegna líkamstjóns sem A kvaðst hafa orðið fyrir árið 2015 er hún steig ofan í grjótsvelg og féll til jarðar fyrir utan geymsluhúsnæði sem G ehf. leigir út. Í dómi Landsréttar var rakið að af dómaframkvæmd Hæstaréttar leiði að sakarmat sé strangt þegar tekin er afstaða til þess hvort skaðabótaábyrgð hafi stofnast vegna líkamstjóns sem orðið hefur í og fyrir utan verslunar - eða þjónustuhúsnæði sem gera má ráð fyrir að almenningur venji komur sínar í eða er hvattur til að mæta í. Með hliðsjón af þessu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var staðfest sú niðurstaða að meta bæri frágang grjótsvelgsins og a thafnaleysi um úrbætur G ehf. til sakar. Við mat á orsakatengslum á milli slyssins og tjóns A kom meðal annars fram í dómi Landsréttar að G ehf. hefði ekki óskað yfirmats eða á annan hátt leitast við að hnekkja matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lá fyrir í málinu og krafa A byggði á. Var G ehf. ekki talið hafa sýnt fram á að slíkir annmarkar væru á matsgerðinni að líta bæri fram hjá henni og leggja til grundvallar, þvert á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, að slysið hefði engar afleiðingar haft fyrir A. Var k rafa A því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 29. júlí 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 8. júlí 2020 í málinu nr. E - . 2 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum 3.486.560 krónur með 4,5% ársvöxtum af 713.020 krónum frá 2015 til 2016 og af 2.456.047 krónum frá þeim degi til 6. mars 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 3.486.560 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri eig i gjafsóknarmál. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu upphaflega fyrir sitt leyti 15. september 2020. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 30. september 2020 og gagnáfrýjaði hann öðru sinni 14. október 2020. Gagnáfrýjandi krefst þess aðallega að hinn áfrýj aði dómur verði staðfestur um annað en málskostnað og aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Til vara krefst gagnáfrýjandi lækkunar á kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar svo sem greinir í aðalkröfu. 4 Dómen dur gengu á vettvang 8. nóvember 2021. Niðurstaða 5 Í málinu krefur aðaláfrýjandi gagnáfrýjanda um skaðabætur vegna slyss 2015 er hún kvaðst hafa fallið fyrir utan geymsluhúsnæði sem gagnáfrýjandi leigir út. Í hinum áfrýjaða dómi var gagnáfrýjandi talin n hafa sýnt af sér sök með frágangi svonefnds grjótsvelgs, sem aðaláfrýjandi kveðst hafa stigið ofan í, og athafnaleysi um úrbætur í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Gagnáfrýjandi var á hinn bóginn sýknaður af skaðabótakröfunni þar sem orsakatengsl við það tjón sem aðaláfrýjandi kveðst hafa orðið fyrir við slysið voru talin ósönnuð. 6 Af dómaframkvæmd Hæstaréttar er ljóst að þegar um verslunar - eða þjónustuhúsnæði er að ræða, sem gera má ráð fyrir að almenningur venji komur sínar í eða e r hvattur til að mæta í , verður að gera ríkar kröfur til þeirra sem eiga, reka eða koma með öðrum hætti að slíku húsnæði til að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af því. Sakarmat er með öðrum orðum strangt þegar tekin er afstaða til þess hvort skaðabó taábyrgð hafi stofnast vegna líkamstjóns sem orðið hefur inni í slíkum fasteignum eða fyrir utan þær. Samkvæmt þessu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða að meta beri frágang grjótsvelgsins og athafnaley si gagnáfrýjanda honum til sakar. Þá eru engin efni til að takmarka eða fella niður ábyrgð á grundvelli meðábyrgðar aðaláfrýjanda enda ósannað að henni hafi verið eða mátt vera kunnugt um grjótsvelginn áður en hún steig ofan í hann auk þess sem sú háttsemi hennar, að ganga aftur á bak með kassa frá bifreið á svæði þar sem geymslur eru til leigu, verður ekki metin henni til gáleysis. Loks eiga reglur um áhættutöku ekki við um þá háttsemi hennar. 7 Eftir stendur hvort slysið hafi orsakað það tjón sem aðaláfrýja ndi krefst bóta fyrir. Krafan byggir á matsgerð B bæklunarskurðlæknis og C lögmanns sem dómkvaddir voru til þess að meta afleiðingar slyssins. Í matsgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að aðaláfrýjandi hafi hlotið 7 stiga varanlegan miska og 10% varanl ega örorku vegna 3 slyssins. Fyrir liggur jafnframt álitsgerð D læknis þar sem læknisfræðileg örorka aðaláfrýjanda vegna slyssins er metin 8% en þeirrar matsgerðar aflaði aðaláfrýjandi vegna kröfu um greiðslu úr frítímaslysatryggingu sem hún kveður upp gerða. 8 Gagnáfrýjandi hefur gert ýmsar athugasemdir við matsgerð hi nna dómkvöddu matsmanna. Hann hefur á hinn bóginn ekki óskað dómkvaðningar yfirmatsmanna eða á annan hátt leitast við að hnekkja matsgerðinni með nýrri matsgerð. Matsgerð dóm kvadd ra matsmanna hefur að öðru jöfnu ríkt sönnunargildi í skaðabótamálum vegna lí kamstjóns, meðal annars vegna þess að þeir skulu vera óvilhallir og gefa báðum aðilum kost á að gæta hagsmuna sinna við matið, sbr. 3. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Aðili sem ekki vill una slíkri matsgerð hefur að ö ðru jöfnu ekki annan kost en að leita yfirmatsgerðar enda verður hún almennt lögð til grundvallar nema sýnt sé fram á að réttra aðferða hafi ekki verið gætt við framkvæmd hennar eða að hún sé sýnilega reist á röngum forsendum. 9 Í matsgerð hinna dómkvöddu ma tsmanna er að finna nokkrar ritvillur. Þær verða þó engu máli taldar skipta um efni hennar. Gagnáfrýjandi hefur einnig bent á að læknisheimsóknar aðaláfrýjanda 9. nóvember 2010 sé ekki getið í rökstuðningi fyrir niðurstöðu matsmanna. Um þá heimsókn er hins vegar fjallað fyrr í matsgerðinni og í ljósi þess og skýringa matsmanna í skýrslutöku fyrir héraðsdómi verður þetta engu talið breyta um gildi hennar. Í matsgerðinni er fjallað með ítarlegum hætti um fyrirliggjandi læknisfræðileg gögn, þar á meðal misvísa ndi tilvísanir í þeim til hægri og vinstri axlar og um þýðingu upplýsinga um eldri matsgerðir. Á grundvelli þessara og annarra gagna, sem og læknisskoðunar á aðaláfrýjanda, er komist að þeirri niðurstöðu að hún búi við eftirstöðvar tognunar í vinstri öxl v egna slyssins . Áður hafði E heimilislæknir, sem aðaláfrýjandi leitaði til 11 dögum eftir slysið, talið hana hafa tognað á vinstri axlarlið og D læknir talið hana búa við eftirstöðvar tognunaráverka í vinstri öxl. Við mat á miskastigum og örorkustigi í mats gerð hinna dómkvöddu matsmanna er síðan meðal annars litið til einkenna og skertrar starfsgetu sem áfrýjandi bjó við fyrir slysið. Fyrir héraðsdómi gaf hinn dómkvaddi læknir skýringar á því hvernig komist var að niðurstöðu um orsakatengsl. Þá bar F læknir meðal annars að hann teldi að sin í vinstri öxl aðaláfrýjanda hefði orðið fyrir höggi og trosnun sem hafi aukið óþægindi sem aðaláfrýjandi hefði haft vegna kalkmyndunar í öxlinni. Hefur gagnáfrýjandi ekki sýnt fram á slíka annmarka á matsgerðinni að líta b eri fram hjá henni og leggja til grundvallar, þvert á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, að slysið hafi engar afleiðingar haft fyrir aðaláfrýjanda. Samkvæmt þessu verða henni dæmdar bætur fyrir 7 stiga varanlegan miska og 10% varanlega örorku samkvæmt matsge rðinni. 10 Hvorki er ágreiningur um tölulegar forsendur skaðabótakröfunnar né um vexti og dráttarvexti. Verður krafa aðaláfrýjanda því tekin til greina en þó þannig að kostnaður vegna matsgerðar dómkvaddra matsmanna, samtals 1 . 008 . 052 krónur, telst til málsko stnaðar en ekki sjúkrakostnaðar, en af hálfu aðaláfrýjanda var upplýst við 4 aðalmeðferð fyrir Landsrétti að sá kostnaður hefði þegar verið greiddur úr ríkissjóði vegna gjafsóknar. Gagnáfrýjanda verður því gert að greiða aðaláfrýjanda 2.478.508 krónur, sem e r munurinn á stefnufjárhæðinni og fyrrgreindum kostnaði við matsgerðina, með þeim vöxtum sem í dómsorði greinir. 11 Eftir úrslitum málsins verður gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti en til hans telst meðal annars kostna ður vegna matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Þykir málskostnaðurinn hæfilega ákveðinn 3.078.052 krónur og rennur hann til ríkissjóðs, sbr. 4. mgr. 128. gr. og 166. gr. laga nr. 91/1991. 12 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað er staðfest en allur gjaf sóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Geymsla Eitt ehf., greiði aðaláfrýjanda, A , 2.478.508 krónur með 4,5% ársvöxtum af 713.020 krónum frá 2015 til 2016 og af 2.456 .047 krónum frá þeim degi til 6. mars 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 2.478.508 krónum frá þeim degi til greiðsludags . Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað er staðfest. Gagnáfrýjandi greiði 3.078.052 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Bryndísar Guðmundsdót tur, 570.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 8. júlí 2020 Mál þetta var höfðað þann 20. júní 2019 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 11. júní sl. Stefnandi er A , kt. , . Stefndi er Geymslur Eitt ehf., kt. 630604 - 2730, Huldubraut 60, Kópavogi. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 3.486.560 krónur með 4,5% ársvöxtum af 713.020 krónum frá 2015 til 2016, af 2.456.047 krónum frá þeim degi til 6. mars 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 3.486.560 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál, að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. Stefndi krefst þess að verða sýknaður a f kröfu stefnanda, en til vara lækkunar á kröfum. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins, að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. 5 Málsatvik og sönnunarfærsla: Stefndi á og rekur geymsluhúsnæði að Steinhellu 15 í Hafnarfirði, þar sem geymslurý mi er leigt út fyrir ýmsa aðila. Þann 2015 var stefnandi stödd fyrir utan geymslurými nr. 25, sem dóttir hennar hafði á leigu hjá stefnda, og var að færa muni úr bifreið yfir í geymsluna. Stefnandi bar að hafa í umrætt sinn verið að taka stóran kassa ú r aftursæti bifreiðarinnar vinstra megin, stigið afturábak, og vinstri fótur hennar þá lent ofan í opið niðurfall, með þeim afleiðingum að hún féll afturábak og við það slasast á vinstri öxl. Í málinu liggur fyrir staðfesting Landspítala, dags. 2015, um komu stefnanda á bráðamóttöku. Í vottorðinu er skráð að slysið hafi atvikast með þeim hætti að stefnandi hafi stigið með vinstri fót ofan í rör, og dottið aftur fyrir sig á hægri öxl. Væri hún með verki í vinstri fótlegg og hægri öxlinni. Brot eða slit greindist ekki, en mar væri utanvert á vinstri fótlegg. Ekki hafi greinst áverkamerki á öxl. Í læknisvottorði E , heimilislæknis, dags. 2. október 2016, kemur fram að stefnandi hafi komið til hennar 2015, eða 11 dögum síðar, þar sem stefnandi kveðst haf a byrjað að finna til í vinstri öxl daginn eftir fallið, en líðan í vinstri legg og hægri öxl væri mun skárri. Einnig kemur fram að stefnandi hafi leitað til læknisins þann 9. nóvember 2010 vegna verkja, meðal annars í herðum og vinstri öxl. Hafi stefnandi þá borið að hafa lent í umferðaróhappi fyrir mörgum árum, og síðan af og til verið með verki í herðum og vinstri öxl. Stefnandi hafi síðan komið til hennar aftur þann 5. janúar 2016, þá enn slæm af verkjum í vinstri öxl. Var stefnandi send í ómskoðun 27. janúar 2016 þar sem fram hafi komið veruleg bólgubreyting á sin með kölkun, og ákveðið að senda hana til bæklunarskurðlæknis. Í læknisvottorði F bæklunarskurðlæknis, um komu stefnanda til hans þann 10. febrúar 2016, kemur fram að stefnandi kveðst hafa dottið á vinstri öxl þann 2015, en hafi aðeins verið farin að finna til í öxlinni fyrir þann áverka vegna flutninga í byrjun 2015. Í niðurst öðum vottorðsins kemur fram að stefnandi hafi sjálfsagt verið byrjuð að mynda kalk í sinafestingum sem hafi valdið þrengingum fyrir fallið. Í ómskoðun þann 27. janúar 2016 hefði komið fram að trosnun væri á sin innanvert sem gæti hafa gerst við fallið. Fra mkvæmd var aðgerð á vinstri öxl stefnanda þann 8. mars 2016, þar sem fjarlægt var kalk. Í skýrslu sinni fyrir dóminum staðfesti vitnið það sem fram kemur í ályktun hans í framangreindu vottorði, að svona ástand, hreyfiskerðing og verkir, gæti hafa skapast eingöngu út frá kalkmyndum án áverka. Stefnandi tilkynnti um slysið til Varðar tryggingafélags þann 16. júní 2016, þar sem fram kemur að hún hafi stigið með vinstri fæti ofan í niðurfall, sem hafi verið opið, og fallið harkalega á vinstri öxl, þar sem vin stri fótur hafi fest upp við hné. Með bréfi, dags. 14. september 2016, frá lögmanni stefnanda til stefnda, var þess óskað að stefndi upplýsti hvort ábyrgðartrygging hafi verið í gildi á slysdegi. Þá var þess óskað að stefndi tæki afstöðu til skaðabótaskyl du vegna tjóns stefnanda. Með bréfi stefnda, dags. 5. október 2016, var skaðabótaskyldu hafnað á þeim grundvelli að engin gögn væru til um meint tjón, og erfitt að átta sig á umfangi þess. Í álitsgerð D læknis, dags. 10. október 2017, sem stefnandi bað um , kemur fram að stefnandi hafi 2015 fengið áverka á axlir og vinstri legg við fall á geymslusvæði stefnda. Einnig kemur fram að stefnandi hafi á árinu 1987 lent í umferðarslysi, og þá talin vera með varanleg einkenni í hálsi og vinstri öxl, og var meti n til 15% læknisfræðilegrar örorku. Á árinu 1995 hafi stefnandi aftur lent í umferðarslysi og hlotið hálshnykkáverka, og þá verið metin til 4% varanlegrar læknisfræðilegrar örorku. Taldi matsmaður meiri líkur en minni á því að stór hluti óþæginda hennar á vinstra axlarsvæði yrði eingöngu rakinn til afleiðinga slyss þess sem hér um ræðir, einkenni á hægri öxl virðist ekki umtalsverð. Í málinu liggur fyrir örorkumat G , sérfræðings í bæklunarskurðlækningum, dags. 2. mars 1998. Í því mati er vísað til þess að stefnandi hafi 1987 lent í umferðarslysi, aftanákeyrslu, og hlotið tognun á háls og vinstri öxl og hafi haft einkenni þar síðan og verið metin til 15% örorku af þeim sökum. Þá kemur 6 fram að stefnandi hafi aftur lent í umferðarslysi 1995, þegar bifr eið hafi verið ekið aftan á bifreið stefnanda. Hafi nokkur hnykkur komið á hana við áreksturinn. Vísað er til læknisvottorðs H , dags. 23. september 1995, þar sem stefnandi hafi kvartað um óþægindi í hálsi, og viðvarandi óþægindi einkum út í hægri öxl. Nána r segir í vottorði G að stefnandi hafi frá slysinu árið 1997 öðru hvoru haft verki í hálsi og vinstra herðasvæði, sem hafi verið til staðar þegar hún lenti í slysinu 1995. Eftir það slys hafi þau óþægindi versnað, en fram komið ný óþægindi með verkjadreifi ngu niður í hægri öxl. Með beiðni um dómkvaðningu matsmanna, dags. 2. mars 2018, fór stefnandi þess á leit við Héraðsdóm Reykjaness að dómkvaddir yrði tveir óvilhallir og sérfróðir matsmenn til þess að meta tjón það sem stefnandi hefði orðið fyrir þann ] 2015. Til þess að framkvæma matið voru skipaðir þeir C lögmaður og B bæklunarskurðlæknir. Dómkvaddir matsmenn töldu að ekki væri hægt að færa sönnur fyrir því að stefnandi hafi áður haft eymsli í vinstri öxl, fyrir utan skammvinn einkenni frá því í 2 015, og varanlegur miski því metinn 7 stig. Út frá því og frásögn stefnanda var varanleg örorka á vinstri öxl metin 2015. Með bréfi, dags. 6. febrúar 2019, krefst lögmaður stefnanda bóta í samræmi við niðurstöðu mat sgerðarinnar. Fjárhæð miska er tilgreind 713.020 krónur, og fjárhæð örorku tiltekin 1.743.027 krónur. Samtals með vöxtum sé krafist 2.781.851 krónu í bætur, auk lögmannsþóknunar, og heildarfjárhæð kröfu því 4.369.113 krónur. Með tölvupósti, dags. 19. mars 2019, var bótakröfu stefnanda hafnað. Auk framangreindra gagna hefur stefnandi lagt fram beiðni um sjúkraþjálfun, ljósmyndir af vettvangi, og afrit reikninga og skattframtala. Aðilaskýrslu fyrir dómi gaf stefnandi og fyrirsvarsmaður stefnda, Jón Daði Ól afsson. Vitnaskýrslur gáfu matsmenn, C lögmaður og B bæklunarskurðlæknir. Vitnaskýrslu gaf F bæklunarskurðlæknir. Þá gáfu vitnaskýrslur dætur stefnanda, I , J og K . Málsástæður og lagarök stefnanda: Stefnandi byggir á því að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni sem hún varð fyrir í slysinu á grundvelli sakarreglu íslensks skaðabótaréttar. Stefnandi vísar til reglna skaðabótaréttar um skaðabótaábyrgð fasteignareiganda vegna tjóns sem hlýst af ástandi og búnaði fasteignar. Þinglýstur eigandi fasteignarinnar að Steinhellu 15, Hafnarfirði, sé G1 ehf., kt. 591205 - 0990, en skv. hlutafélagaskrá hafi félagið verið afskráð 16. september 2014 vegna samruna við stefnda. Við samrunann hafi stefndi tekið við réttindum og skyldum G1 ehf., og því sé kröfum beint að stefnd a í þessu máli sem eiganda og rekstraraðila fasteignarinnar að Steinhellu 15 í Hafnarfirði. Stefnandi byggir á því að athafnaskylda hafi hvílt á stefnda sem eiganda og rekstraraðila fasteignarinnar að gera ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þeirra sem þar áttu leið um. Enn fremur telur stefnandi að þessi skylda sé ríkari í ljósi þess að stefndi sé fyrirtæki sem sérhæfi sig í útleigu á geymslum og því augljóst að þeir sem þangað eigi erindi séu yfirleitt að bera hluti og því erfiðara að koma auga á hættu r í umhverfinu. Stefnandi byggir á því að frágangur fyrir framan geymsluhúsnæðið hafi verið óforsvaranlegur og saknæmur eins og framlagðar myndir beri með sér. Á miðju planinu og í venjulegri gönguleið að geymslu nr. 25, sem dóttir stefnanda hafi verið með á leigu, sé stórhættulegt og óvarið niðurfall, sem stefnandi hafi stigið ofan í. Í 1. mgr. greinar 12.10.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 komi fram að aðkoma að hverri byggingu, bílastæði og almennu göngusvæði, við og að byggingu, skuli þannig staðsett og frágengin að aðgengi að byggingunni sé auðvelt öllum og ekki skapist slysahætta á svæðinu. Í 4. mgr. sömu greinar sé kveðið á um það að öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem séu aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um, skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. 7 Að mati stefnanda hafi á stefnda hvílt ótvíræð skylda til að ganga frá malarplani fyrir framan geymsluna með forsvaranlegum hætti og í samræmi við ofangreind ákvæði byggingarreglugerðar svo að ekki hlytist tjón af. Orsök slyss stefnanda megi alfarið rekja til framangreinds vanbúnaðar og vanrækslu stefnda á því að bæta úr, og beri hann því skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda. Vegna afleiðinga slyssins kveðst stefnandi glíma við dagleg eymsli fra manvert á vinstri öxl og jafnvel í hvíld. Framangreind einkenni hafi háð tjónþola í störfum sínum og fái hún mikla verki í upphandlegg eftir erfiða vinnutörn. Þá kveðst hún eiga í sérstökum erfiðleikum með allan burð sem fylgir starfi hennar hjá . Varan alegur miski stefnanda hafi verið metinn 7 stig og varanleg örorka 10%, sbr. framlagða matsgerð. Dómkröfur stefnanda séu á því byggðar að stefnandi eigi rétt á skaðabótum úr hendi stefnda vegna líkamstjóns síns. Dómkröfur stefnanda vegna líkamstjónsins sundurliðast á eftirfarandi hátt: Sjúkrakostnaður skv. 1. mgr. 1. gr. skbl. 1.030.513 kr. Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. 713.020 kr. 10.186.000 * 7 Varanleg örorka skv. 5. - 8. gr. skbl. 1.743.027 kr. 3.131.000 * 5,567 * 10% Samtals 3.486.560 kr. Sjúkrakostnaður stefnanda sé vegna komu hennar á bráðamóttöku Landspítalans á slysdegi, og viðtals og skoðunar hjá sérfræðingi, sbr. framlagða reikninga. Einnig teljist kostnaður stefnanda, vegna öflunar matsgerðar áður en málið hafi verið h öfðað, til sjúkrakostnaðar í skilningi 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga. Bætur fyrir varanlegan miska séu reiknaðar á grundvelli 4. gr., sbr. 15. gr., skaðabótalaga. Bætur fyrir varanlega örorku taka mið af lágmarkstekjuviðmiði 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Lá gmarkslaun á stöðugleikapunkti hafi numið 3.131.000 krónum (1.200.000*8.563/3.282) að teknu tilliti til 15. gr., sbr. 29. gr., skaðabótalaga. Í málinu sé jafnframt gerð krafa um greiðslu 4,5% vaxta samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga vegna miska, að fjá rhæð 713.020 krónur, frá tjónsdegi 2015 til stöðugleikapunkts þann 2016 að viðbættri kröfu vegna varanlegrar örorku, samtals að fjárhæð 2.456.047 krónur, frá stöðugleikapunkti til 6. mars 2019. Krafist er dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laga um vexti o g verðtryggingu nr. 38/2001, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, vegna framangreindra bótaliða ásamt sjúkrakostnaði, samtals að fjárhæð 3.486.560 krónur, frá 6. mars 2019 til greiðsludags, en þá hafi mánuður verið liðinn frá því að kröfubréf var sent til stefnd a. Stefnandi vísar til ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, og almennra reglna skaðabótaréttar, þ. á. m. sakarreglu íslensks skaðabótaréttar, reglunnar um ábyrgð vinnuveitanda á saknæmri háttsemi starfsmanna sinna, reglna skaðabótarétta r um skaðabótaábyrgð fasteignareiganda vegna tjóns sem hlýst af ástandi og búnaði fasteignar. Þá er vísað í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Um aðild málsins er vísað til III. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og um varnarþing til ákvæða V. kafl a sömu laga. Varðandi málskostnað vísar stefnandi til ákvæða 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Um vexti og dráttarvexti á dómkröfu stefnanda er vísað til ákvæða 6., 8. og 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Málsástæður og lagrök stefnda: S tefndi bendir á að mál þetta varði kröfu um skaðabætur utan samninga á grundvelli sakarreglu íslensks skaðabótaréttar. Í því felist að stefndi þurfi að hafa haft í frammi saknæma háttsemi, stefnandi að 8 hafa orðið fyrir tjóni, og tjón stefnanda að vera afle iðing hinnar saknæmu háttsemi stefnda. Fyrir öllu framangreindu beri stefnandi óskipta sönnunarbyrði. Að mati stefnda fari því víðs fjarri að stefnandi hafi eða geti mætt þeim sönnunarkröfum. Í því sambandi vísar stefndi til þess að stefnandi hafi hvorki s annað að sá tjónsatburður sem hún byggi á hafi átt sér stað, eða að hann hafi orðið með þeim hætti sem hún lýsi. Lögfull sönnun um tjónsatburð verði aldrei talin fram komin einvörðungu á grundvelli þess aðila sem byggir fjárkröfu á staðhæfingu um slíkan at burð, enda hafi aðilaskýrsla alla jafna ekki sönnunargildi um annað en það sem aðila sjálfum er í óhag, sbr. 50. gr. laga nr. 91/1991. Um almennan grundvöll skaðabótaábyrgðar vísi stefnandi til reglna skaðabótaréttar um skaðabótaábyrgð fasteignareiganda ve gna tjóns sem hljótist af ástandi og búnaði fasteignar, en geti í engu nánar um þær reglur sem fallið geta þarna undir. Þá komi einnig fram í stefnu að stefnandi byggi á því að athafnaskylda hafi hvílt á stefnanda sem eiganda og rekstraraðila fasteignarin nar að Steinhellu 15, Hafnarfirði, til þess að tryggja öryggi þeirra sem þar áttu leið um. Stefnandi telji enn fremur að þessi skylda stefnda sé ríkari í ljósi þess að hann sé fyrirtæki sem sérhæfi sig í útleigu á geymslum, og því augljóst að þeir sem þang að eiga erindi séu yfirleitt að bera hluti og því erfiðara að koma auga á hættur í umhverfinu. Í tengslum við þessa málsástæðu geti stefnandi hins vegar í engu um það hverjar þær athafnir séu sem framangreind athafnaskylda eigi að hafa náð til í tengslum v ið meintan tjónsatburð, þ.e. með nákvæmlega hvaða aðgerðum stefnda bar að tryggja öryggi stefndu og þ.a.l. í hverju sök hans eigi að hafa verið fólgin. Þessar vangaveltur stefnanda séu svo óskýrar að þær verði ekki lagðar til grundvallar sem sjálfstæð máls ástæða. Stefnandi tefli loks fram þeirri málsástæðu um skaðabótaábyrgð stefnda, að frágangur fyrir framan geymsluhúsnæði hans hafi verið óforsvaranlegur og saknæmur. Á miðju planinu og í venjulegri gönguleið að geymslu nr. 25 sé stórhættulegt, óvarið niður fall sem stefnandi hafi gengið ofan í. Segir stefnandi að á stefnda hafi hvílt ótvíræð skylda til að ganga frá malarplani fyrir framan geymsluna með forsvaranlegum hætti og í samræmi við ákvæði 1. og 4. mgr. gr. 12.10.1 í byggingareglugerð nr. 112/2012, ef ni hverrar hann endursegir í stefnunni. Um þennan málatilbúnað stefnanda sé það fyrst að segja að tilvísuð 4. mgr. fjalli aðeins um op málvenju átt við op eða gryfjur sem fólk getur fallið í gegnum eða ofan í. Ákvæðið eigi því eftir eigin orðalagi ekki við um minni háttar gat eða holu sem aðeins börn eða afar smáfætt fólk geti í versta falli stigið ofan í en með engu móti fallið niður um. Ákvæði 4. mgr. geta því aldrei átt við í máli þessu. Hvað 1. mgr. varði sé þar að finna almenna reglu um aðkomu og umferðarleiðir, nefnilega þá að aðkoma að hverri byggingu, bílastæði og almennu göngusvæði við og að byggingu skuli þannig staðsett og frágengin að aðgengi að b yggingunni sé auðvelt öllum og ekki skapist slysahætta á svæðinu. Verði ekki önnur ályktun dregin en sú að það sé gegn þessu almenna ákvæði sem meintur óforsvaranlegur og saknæmur frágangur stefnda á plani sínu eigi að hafa brotið. Stefndi hafnar því að ha fa brotið gegn ákvæðum 1. mgr. Hið svokallaða stórhættulega, óvarða niðurfall hafi þannig hvorki verið niðurfall né hafi það verið stórhættulegt eða óvarið. Um sé að ræða svokallaðan grjótsvelg, sem séu rör sem fyllt séu með grjóti og sé ætlað að leiða vat n, og stundum affall frá rotþróm, niður í jarðveg þar sem ekki sé til að dreifa frárennslisrörum. Grjótinu sé ætlað að sía vökvann sem niður lögnina renni og til þess að koma í veg fyrir að ofan í lögnina fari stærri hlutir sem stífli hana. Þeir grjótsvelg ir, sem sé að finna á athafnasvæði stefnda að Steinhellu 15, gætu þannig breyst í niðurföll ef til þess komi að planið verði malbikað. Malbikun standi hins vegar ekki til þar sem planið yrði mun hættulegra fyrir viðskiptavini væri það gert, en þá drenaðist planið mun verr og hætta yrði á ísingu og flughálku að vetri til. Þeir grjótsvelgir sem finna megi á athafnasvæði stefnda að Steinhellu 15 hafi verið til staðar frá því að stefndi hóf þar starfsemi árið 2005. Sá verktaki sem gengið hafi frá planinu hafi b orið ábyrgð á frágangi þess, m.a. frá steinsvelgjunum og fyllt þá af grjóti. Aðkoma starfsmanna stefnda að 9 grjótsvelgjunum hafi síðan takmarkast við það að bæta steinum í svelgina verði þeir varir við að steinar hafi verið teknir ofan af þeim. Helsta ástæð a þess að grjót vanti sé sú að börnum, sem koma með foreldrum sínum til þess að setja vörur í eða taka vörur úr geymslum, hætti til að leiðast og dunda sér þá við að tína grjótið úr svelgjunum. Þar sem starfsmenn stefnda fari um svæðið flesta daga sé sú st aða aldrei fyrir hendi að steina vanti lengi í svelgina. Stefnandi gæti þannig að því, eins og unnt er, að þeim fyrirmælum 1. mgr., að athafnasvæði hans sé þannig frágengið að ekki skapist slysahætta, sé fylgt. Með engu móti verði sú skylda lesin út úr 1. mgr. að fasteignareiganda beri að bæta úr annmörkum sem þriðji aðili, börn leigutaka, hafa valdið. Fyrirmæli laga - og reglugerða verði ekki skilin þannig að þau leggi einstaklingum eða lögaðilum skyldur á herðar sem ómögulegt sé að uppfylla. Þannig þyrfti stefnandi að sýna fram á að stefndi hafi ekki bætt steinum í grjótsvelginn fyrir framan geymslu nr. 25 svo skjótt sem hann hafði tilefni til. Honum nægi ekki að halda því einu fram að rörið hafi ekki verið fullt þegar meintur tjónsatburður á að hafa átt sé r stað til þess að sanna sök stefnda. Stefndi áréttar að stefnandi hafi engin gögn lagt fram um það að rörið í malarplani fyrir framan geymslu nr. 25 hafi ekki verið fullt af grjóti á þeim tíma sem meintur tjónsatburður átti sér stað. Stefnandi hafi lagt f ram ljósmyndir en engar sannanir fyrir því á hvaða tíma þær voru teknar né að hluti þeirra sé yfirleitt af því röri en ekki einhverju öðru röri á athafnasvæðinu. Stefnanda hafi því fráleitt tekist sönnun um aðstæður á vettvangi á þeim tíma sem máli skiptir fyrir kröfur hans. Stefndi bendir á að þar sem um sé að ræða skaðabótamál vegna líkamstjóns á grundvelli sakarreglunnar, nægi stefnanda ekki að sýna fram á að meint saknæm háttsemi hafi leitt til tjóns, heldur þurfi hann að sanna orsakatengsl á milli hát tseminnar og alls þess tjóns sem byggt sé á að stefnandi hafi orðið fyrir. Þannig þurfi að sanna tengsl á milli tjónsatburðar og allra þeirra afleiðinga eða einkenna sem hann byggir á að af honum leiði, það hafi stefnanda mistekist. Stefnandi hafi ekki sýn t fram á orsakatengsl á milli meintrar saknæmrar háttsemi stefnda og þess varanlega miska og þeirrar varanlegu örorku sem matsgerð í máli þessu slái föstu. Reyndar hafi hann ekki einu sinni gert að því reka í stefnu og matsgerðin rökstyðji slík orsakatengs afleiðinga meints tjónsatburðar búi matsbeiðandi við eftirstöðvar tognunar í vinstri öxl. Matsmenn bæta leggi þannig rökstuðningslaust til grundvallar og haldi því fram að meint fall á hægri öxl hafi verið til þess fallið að valda tognun á vinstri öxl stefnanda. Að mati stefnda sé fyrirliggjandi matsgerð í málinu illa unnin, full af ranghermi um fyrirliggjandi gögn og hagræðing málsatvika með þeim hætti að þau geti réttlætt niðurstöðu matsmannanna. Matsgerðin hafi ekkert sönnunargildi um orsakatengsl meintrar saknæmrar háttsemi stefnda og meints líkamstjóns stefnanda. Megi í þessu sa hafi hlotið 7 stiga varanlegan miska vegna einkenna í vinstri öxl sem rekja má til umferðarslyssins gera lítið úr gögnum um áverka, sjúkdóm eða verki stefnanda á og frá vinstri öxl fyrir 2015 en því meira úr slíku frá þeim degi. Grófasta dæmið sé e.t.v. sá útúrsnúningur sem finna má á bls. 9 í matsgerðinni um líkamsskoðun á öxl samkvæmt bráðamóttökus krá á þeim degi sem meintur tjónsatburður á að hafa átt sér stað. Þar segi að varðandi líkamsskoðun sé ekki tilgreint um hvora öxlina hafi verið að ræða. Þetta leyfa matsmenn sér að fullyrða þrátt fyrir að fram komi að saga stefnanda sé sú að hún hafi fall ið á hægri öxl og sé með verk í hægri öxlinni. Matsmennirnir séu sjálfsagt einu tveir mennirnir í heimi hér sem telja að þegar einhver komi á sjúkrahús, segist hafa fallið á hægri öxl og verkja í þá öxl, séu jafn miklar líkur á því að þegar ákveðið sé að g era líkamsskoðun á öxl verði sú vinstri fyrir valinu eins og sú hægri. Þegar gögn málsins séu skoðuð heildstætt blasi við að ef stefnandi á annað borð bjó við varanlegan miska eða örorku við stöðugleikapunkt hinn 2016, sé það afleiðing atburða og ástan ds frá því fyrir 2015 þegar meintur tjónsatburður átti sér stað. Komi þar við sögu a.m.k. tvö umferðarslys auk kalkmyndunar og beinvaxtar í vinstri öxl stefnanda. Þá liggi fyrir að stefnandi hafi leitað til E , heimilislæknis í , hinn 9. nóvember 201 0 og kvartað m.a. yfir verkjum í vinstri öxl. Jafnframt liggi 10 fyrir að stefnandi leitaði til F bæklunarskurðlæknis í 2015, skömmu fyrir meintan tjónsatburð, og var þá farin að finna fyrir eymslum í vinstri öxl. Þrátt fyrir sögu um verki í vinstri öxl, auk annarra stoðkerfisvandamála, ákvað stefnandi að flytja sjálf ótilgreindan fjölda kassa í geymslu af óljósri þyngd. Það sé með öllu ómögulegt að útiloka að meintur tjónsatburður, en ekki þessi kassaburður og flutningur hennar frá , sé orsök þeirra þá tta sem hafi leitt til mats dómkvaddra matsmanna á varanlegum miska og örorku, en fyrir því hefur stefnandi sönnunarbyrði. Hvað sem líði læknisfræðilegu örorkumati matsmanna sýni gögn málsins, nánar tiltekið samantekt um laun og aðrar greiðslur til stefndu fyrir og eftir meintan tjónsatburð, að hún hafi ekki orðið fyrir neinu fjártjóni vegna þess skaða sem hún byggi á að hún hafi orðið fyrir. Þvert á móti megi sjá á bls. 6 í matsgerðinni að stefnandi hefur haft mun hærri tekjur sl. tvö ár en nokkru sinni fr á árinu 2012. Þannig hafi uppreiknaðar árstekjur hennar fyrir árið 2018 verið u.þ.b. 4,5 milljónir króna, sem væri hærri fjárhæð en árstekjur hennar á nokkru samanburðarári fyrir meintan tjónsatburð. Það sé því með öllu ósannað að stefnandi hafi orðið fyri r fjártjóni í skilningi skaðabótaréttar vegna meints tjónsatburðar. Loks byggir stefndi á því að stefnandi hafi fyrirgert hverjum þeim bótarétti sem hún kann að hafa átt vegna meints tjónsatburðar vegna áhættutöku. Lýsing stefnanda á atvikum í kringum þann meinta atburð bendi til þess að hún hafi ákveðið að taka kassa úr bifreið sinni, ganga afturábak og bera kassann yfir í geymslu nr. 25 á athafnasvæði stefnda að Steinhellu 15, þrátt fyrir að henni hafi ekki getað dulist að á malarplaninu var grjótsvelgur, sem ekki var fullur af steinum, sem hún gat því mögulega hrasað um. Þannig hátti til á planinu við geymslu nr. 25 að ef ekki sé dagsljós lýsi flúorljós geymsluhúsa beggja vegna plansins það upp. Sé búið að opna geymslu nr. 25 berist einnig ljós þaðan og ú t á planið. Planið sé ekki mjög breitt, eða rúmar tvær bílbreiddir. Það verði að telja útilokað að stefnandi hafi ekki séð grjótsvelg, á bilinu 20,5 til 22 cm breiðan, í ljósi þess að hún þurfti annaðhvort að klofa yfir hann til þess að komast aftan að bif reið sinni eða a.m.k. að ganga hárfínt framhjá honum á leið sinni að afturenda bifreiðarinnar. Á þessu tímamarki hafi hún einnig verið búin að ganga minnst einu sinni frá bílnum, að geymslunni og aftur að bílnum, enda ætlaði hún væntanlega ekki að bera kas sann inn í lokaða geymslu. Þrátt fyrir framangreint hafi stefnandi tekið þá ákvörðun að ganga afturábak frá afturenda bifreiðar sinnar, með kassa í fanginu, vitandi af grjótsvelgnum, sem að sögn var ekki fullur af steinum. Hér tók stefnandi glannalega áhæt tu sem henni gat ekki dulist að gæti haft þær afleiðingar að hún félli við eða yrði fyrir hnjaski af einhverjum toga. Um málsástæður stefnda fyrir varakröfu hans er vísað, eftir því sem við á, til málsástæðna fyrir aðalkröfu stefnda. Til stuðnings þrautava rakröfu sinni byggir stefndi á sömu málsástæðum og hann byggir á um áhættutöku stefnanda í umfjöllun um varakröfu hans. Um málsástæður stefnda fyrir þrautavarakröfu hans vísast að öðru leyti, eftir því sem við á, til málsástæðna fyrir aðalkröfu og varakröf u stefnda. Til stuðnings aðal - , vara - og þrautrvarakröfum sínum í máli þessu vísar stefndi til sömu réttarreglna og stefnandi, eftir því sem við getur átt. Málskostnaðarkröfu sína byggir stefndi á XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Forsendur og niðurstaða: Ekki er ágreiningur um tölulegan útreikning varanlegs miska eða varanlegrar örorku í framlagðri matsgerð. Snýr úrlausn málsins einkum að sönnun um málsatvik og hvort sönnuð þyki orsakatengsl. Stefnandi kveðst hafa verið að taka þun gan hlut út úr aftursæti bifreiðar sinnar á geymslusvæði stefnda þann 2015, þegar hún hafi stigið afturábak og vinstri fótur hennar þá lent upp að hné ofan í opið niðurfall. Við það hafi hún fallið á vinstri öxl, með þeim afleiðingum að hún hafi hlotið af varanlegan skaða. Stefndi telur ósannað af gögnum málsins að sá atburður hafi átt sér stað, og þá sé um að ræða 11 svonefndan grjótsvelg sem eigi að vera fullur af grjóti, og ómögulegt að stefnandi hafi getað stigið ofan í hann. Engin gögn eru til staðfes tingar því að stefnandi hafi rætt við starfsmann stefnda eftir meintan atburð með þeim hætti sem hún ber. Mögulegar myndupptökur voru ekki lengur tiltækar þar sem of langt var um liðið frá atburðinum þar til stefnda var formlega tilkynnt um hann, og upptök um hafði þá verið eytt eins og lög gera ráð fyrir. Gegn andmælum stefnda telst ósannað að ódagsettar myndir, sem stefnandi segir að dóttir hennar hafi tekið sama dag og slysið varð og sýna grjótsvelg fyrir framan geymslurýmið án nokkurs grjóts, hafi sýnt r aunverulegt ástand grjótsvelgsins þegar meintur atburður varð. Stefnandi leitaði síðar sama dag 2015 á bráðamóttöku LSH þar sem hún lýsti því að hafa fyrr um daginn dottið eftir að hafa stigið með vinstri fæti ofan í rör fyrir utan geymsluhúsnæði. Sko ðun læknis leiddi í ljós mar á utanverðum vinstri fótlegg. Vottorðið er ekki véfengt af hálfu stefnda, og telst því nægilega sannað að stefnandi hafi fallið á athafnasvæði stefnda þann dag. Stefnandi byggir á því að athafnaskylda hafi hvílt á stefnda, sem eiganda og rekstraraðila geymslusvæðisins, og að frágangur niðurfallsins sé óforsvaranlegur, með vísan til ákvæða 1. og 4. mgr. gr. 12.10.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Beri stefndi skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda á grundvelli sakarreglunnar og reg lna um bótaábyrgð fasteignareigenda. Stefndi upplýsti að nefndir grjótsvelgir séu nánar tiltekið rör sem fyllt séu upp af grjóti og sé ætlað að leiða vatn niður í jarðveg með sama hætti og niðurföll. Stefndi byggir á því að ekki sé um sök hans að ræða þar sem starfsmenn hans gæti að því að bæta grjóti í svelgina, svo sem í þeim tilfellum að börn hafi tínt það upp. Stefndi telur að hvað sem öðru líði geti nefnd ákvæði byggingarreglugerðar ekki átt við um grjótsvelg þann sem stefnandi hafi stigið í. Fyrir up phaf aðalmeðferðar málsins var gengið á vettvang þar sem aðkoma og grjótsvelgur sá sem stefnandi ber að hafa stigið ofan í voru skoðuð. Um aðkomu er það að segja að um er ræða ílangar raðir af geymslurýmum og á milli þeirra er malaraðkeyrsla að geymslum be ggja vegna og eru grjótsvelgir í miðri aðkeyrslunni. Við skoðun var grjót í umræddum svelg en nokkur hæðarmunur var frá yfirborði og niður að grjóti, sennilega vegna nýlegs ofaníburðar í aðkeyrslunni. Óháð því er að mati dómsins ljóst að grjót af ýmsum stæ rðum, sem sett er ofan í plaströr um 20 cm að þvermáli, án þess að rist sé sett þar ofan á, verði aldrei jafnt yfirborði aðkeyrslunnar sjálfrar, enda alltaf einhver hæðarmunur og göt á milli steina. Umræddur grjótsvelgur er jafnframt beint fyrir framan gey mslu nr. 25 og ber stefndi sjálfur að aðkeyrslan sé ekki breið eða rúmar tvær bílbreiddir, og er grjótsvelgurinn því eðli málsins samkvæmt í aðkomu og göngusvæði geymslunnar. Mjög einfalt er að fjarlægja grjót úr svelgnum, enda fram komið hjá stefnda að br ögð séu að því að börn geri sér það að leik og verður hættan þá enn meiri en ella. Er það mat dómsins að slysahætta hljótist af frágangi með þessum hætti á þessum stað, og sé sá frágangur óforsvaranlegur. Einfalt hefði verið að mati dómsins að setja ristar ofan á grjótsvelginn, eins og aðstæður litu út við skoðun, sem börn geta ekki fjarlægt. Er á það fallist með stefnanda að ákvæði 1. og 4. mgr. gr. 12.10.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um varnir gegn slysum á lóð eigi við um aðstæður þær sem eru á vet tvangi. Ekki er fallist á þá málsástæðu stefnda að ákvæðið eigi ekki við þar sem opið sé ekki það stórt að fólk falli ekki að öllu leyti niður um það. Verður framangreindur frágangur, sem er óbreyttur frá slysinu árið 2015, og athafnaleysi stefnda um úrbæt ur í samræmi við nefnd ákvæði byggingarreglugerðar, metinn stefnda til sakar. Kemur þá til skoðunar hvort sönnuð séu orsakatengsl við þær afleiðingar sem stefnandi kveðst hafa orðið fyrir við fallið. Stefnandi bar fyrir dómi að hafa fallið á vinstri öxlina , og vissi ekki hvernig hægri öxlin hefði komið inn í málið. Stefnandi hefur lagt fram matsgerð þeirra B bæklunarskurðlæknis og C lögmanns, um að stefnandi hafi orðið fyrir varanlegum skaða á vinstri öxl vegna fallsins. Í matsgerðinni er gengið út frá þeim forsendum að sannað þyki að stefnandi hafi fallið á vinstri öxlina, og hafi ekki sögu um fyrri eymsli í þeirri öxl, fyrir utan skammvinn einkenni 2015. 12 Eins og fram er komið þá fór stefnandi strax sama dag og slysið varð á bráðamóttöku LSH. Í vottorði þeirra lækna sem skráðir eru á bráðamóttökuskrá kemur fram að stefnandi hafi fallið á hægri öxl, og sé með verki í hægri öxl. B mögulega hefði valdið því að sá læknir sem skoðaði stefnanda hefði ranglega skráð hægri öxl í stað vinstri. skráð á vottorðið um fall stefnanda á hægri öxl, enda voru nefndir læknar ekki leiddir fyrir dóm. Þá þykir af efni vottorðsins sjálfs ósennilegt að læknir hefði getað ruglast á því hvorum megin stefnandi fann til, enda kemur þar fram að engir áverkar hafi verið á öxlinni, en að stefnandi hafi verið aum yfir öxlinni. Upplýsingar um þá verki gátu eingöngu hafa komið frá stefnanda sjálfri. Þá er í gögnum málsins læknisvottorð E heimilislæknis um komu stefnanda til hennar þann 2015, þar sem stefnandi ber a ð hún hafi byrjað að finna til í vinstri öxl daginn eftir óhappið. Ljóst þykir því að stefnandi hafi fundið til í hægri öxlinni við skoðun á bráðamóttöku. Jafnframt kemur fram í vottorðinu, haft eftir stefnanda sjálfri, að líðan hennar í vinstra fæti og hæ gri öxl væri mun skárri. Þykir af framangreindu ósannað að stefnandi hafi fallið á vinstri öxl. Stefnandi var í framhaldi af komu hennar til heimilislæknis send til F bæklunarskurðlæknis. Í vottorði hans, dags. 14. júní 2016, kemur fram að stefnandi hafi v erið byrjuð að finna til í vinstri öxl skömmu fyrir slysið, í tengslum við flutninga eða í 2015. Í fyrrnefndu vottorði E er jafnframt upplýst að stefnandi hafi leitað til hennar í nóvember 2010 vegna verkja, meðal annars í herðum og vinstri öxl. Mats maður, B bar fyrir dómi að sér hefði yfirsést þessi staðreynd um komu stefnanda til læknis í nóvember 2010, en taldi að það hefði ekki afgerandi áhrif á niðurstöðu matsins. Báru matsmenn að að öðru leyti hefði ekki verið hægt að færa sönnur fyrir því að st efnandi hefði áður haft eymsli í vinstri öxl, fyrir utan fyrrgreind einkenni í 2015 sem hafi því verið skammvinn. Þá töldu matsmenn að ekki væri hægt að horfa til matsgerðar vegna umferðarslyss sem stefnandi hefði lent í á árinu 1987, þar sem matsgerði n hefði ekki fundist og lögmaður stefnanda upplýst að ekkert tryggingafélag kannist við að hafa greitt út bætur vegna þess slyss. Í framlögðu örorkumati G bæklunarskurðlæknis, dags. 2. mars 1998, var stefnandi metin til 4% varanlegrar örorku vegna umferðar slyss á árinu 1995, vegna hálstognunar, og óþæginda sem komu fram í hægri öxl. Nánar segir í því mati að um sé að ræða viðbótar hálstognun vegna umferðarslyss sem stefnandi hafi orðið fyrir á árinu 1987 þegar stefnandi hafi verið metin til 15% örorku, vegn a tognunar á hálsi og vinstri öxl. Stefnandi lýsti því fyrir þeim matsmanni að hún hefði öðru hvoru haft verki í hálsi og vinstra herðasvæði, sem hafi verið til staðar þegar hún lenti í slysinu 1995. Eftir það slys hefðu þau óþægindi versnað, en jafnframt komið fram ný óþægindi í hægri öxl. Í málinu er ekkert það fram komið að framangreindar upplýsingar í matsgerð G geti talist rangar. Þykir með því mati sannað að stefnandi hafi verið metin til 15% varanlegrar örorku vegna tognunar á hálsi og vinstri öxl eftir umferðarslys á árinu 1987. Stefnandi hafi eftir það öðru hvoru haft verki í hálsi og vinstri öxl og allt til umferðarslyssins árið 1995 þegar þau einkenni hafi versnað, auk þess að fá verki í hægri öxl. Þá kemur fram í læknisvottorði E heimilislæknis , haft eftir stefnanda í nóvember 2010, að hún hafi orðið fyrir umferðaróhappi fyrir mörgum árum, og síðan þá verið af og til með verki í herðum og vinstri öxl. Af framangreindu þykir ekki hægt að fallast á það með matsmönnum að ekki liggi fyrir sönnun þe ss að stefnandi hafi ekki haft fyrri eymsli í vinstri öxl, og að einungis sé um að ræða skammvinn einkenni frá 2015. Framlögð matsgerð gengur að öðru leyti út frá þeirri forsendu að stefnandi hafi fallið á vinstri öxl, og sömu forsendur eru í læknisvot torði F bæklunarskurðlæknis sem framkvæmdi aðgerð á vinstri öxl stefnanda. Eins og fram er komið þykir að mati dómsins ósannað að stefnandi hafi í umrætt sinn fallið á vinstri öxlina og verði af gögnum málsins, einkum komu hennar á bráðamóttöku og komu hen nar 11 dögum síðar til heimilislæknis, talið sannað hún hafi sjálf borið að hafa fallið á hægri öxl en síðar breytt þeim framburði. Ekki eru bornar brigður á það að stefnandi kann að hafa byrjað að finna til í vinstri öxl degi eftir fallið, en með engum hæ tti er í matsgerðinni eða öðrum gögnum málsins sýnt fram á orsakatengsl 13 þess að stefnandi hafi fallið á hægri öxl og mögulegra afleiðinga á vinstri öxl. Þá liggur fyrir að sennileg afleiðing af þeim eymslum sem stefnandi hafði í vinstri öxl og leiddu til a ðgerðar á þeirri öxl, kunni að eiga sér aðrar skýringar. Má í því sambandi vísa til ályktunar F skoðun og síðan aðgerð voru vægar bólgubreytingar, sinar í lagi en mikið kalk sem er sjálfsagt það sem olli þrengingum og verkjum ... Sjálfsagt hefur hún verið byrjuð að mynda kalk í sinafestum sem hafi valdið þrengingum fyrir fallið en miðað við lýsingu hennar þá hefur ástand eitthvað ýfst og erst við fallið sem leitt hefur til meiri hreyfiskerðingar og verkja. Þó getur svon a ástand eins og hjá henni eingöngu skapast Með vísan til alls framangreinds verður stefndi sýknaður af skaðabótakröfu stefnanda, og koma því ekki til skoðunar málsástæður er snúa að því hvort stefnandi hafi orðið fyrir fjárt jóni vegna þess slyss sem hún varð fyrir. Með hliðsjón af öllum atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Stefnandi hefur gjafsókn í málinu samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins 2. febrúar 2018. Allur gjafsóknarkostnaður hennar, þ ar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Guðmundar Sæmundssonar lögmanns, 1.500.000 krónur greiðist úr ríkissjóði. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari dæmir mál þetta. Dómsorð: Stefndi, Geymsla Eitt ehf., er sýkn af kröfu stefnanda, A . Málskostnaður m illi aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 1.500.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.