LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 23. nóvember 2021. Mál nr. 618/2021 : A (Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður ) gegn B (Unnar Steinn Bjarndal lögmaður) Lykilorð Kærumál. Fjárslit. Opinber skipti. Óvígð sambúð . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi milli A og B sem reis við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna loka óvígðrar sambúðar. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Landsrétti með vísan til forsendna hans, kom fram að við fjárslitin kæm u í hlut hvors þeirra um sig þær eignir sem þau voru skráð fyrir á viðmiðunardegi skipta, utan nánar tilgreindrar bifreiðar sem skyldi koma að fullu í hlut A og félagsins C ehf. sem skyldi koma að fullu í hlut B. Þá skyldi A greiða B húsaleigu vegna afnota hennar af sameiginlegri fasteign þeirra frá viðmiðunardegi skipta og þar til afnotum hennar lyki. Kröfu B, um að A endurgreiddi honum helming útlagðs kostnaðar vegna tilgreindrar fasteignar, var vísað frá dómi en viðurkenndur endurkröfuréttur hans vegna h elmings þess kostnaðar sem hann kynni að leggja út vegna fasteignarinnar allt til úthlutunar hennar. Jafnframt var kröfu B um að A greiddi honum fyrir afnot nefndrar bifreiðar hafnað. Auk þess var kröfu hans, um að A endurgreiddi honum að fullu útlagðan ko stnað vegna bifreiðarinnar, vísað frá dómi. Loks var endurkröfuréttur B á hendur A viðurkenndur vegna þess kostnaðar sem hann kynni að leggja út vegna bifreiðarinnar allt til úthlutunar hennar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgaso n , Davíð Þór Björgvinsson og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 20. október 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 8 . næsta mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. október 2021 í málinu nr. Q - /2021 þar sem þar sem leyst var úr nánar tilgreindum ágreiningi aðila við opinber skipti til fjárslita vegna slita á óvígðri sambúð. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20 /1991, um skipti á dánarbúum o.fl . 2 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að við opinber skipti til fjárslita milli málsaðila við lok óvígðrar sambúðar þeirra skuli allar eignir þeirra skiptast að jöfnu. Til vara að fasteignin að í Garðabæ og bifreiðin , auk innbús og listaverka sem eru að , komi að óskiptu í hennar hlut við skiptin og varnaraðili greiði henni auk þess 25.000.000 króna til uppgjörs skipta. Þá krefst sóknaraðili þess að öllum kröfum varnaraðila verði hafnað, svo sem um endurgjald fyrir afnot af fyrrgreindri fasteign og endurgreiðslu útlagðs kostnaðar. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði auk kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar þó þannig að sóknaraðila verði gert að greiða varnaraðila málsk ostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, A , greiði varnaraðila, B , 300.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. október 2021 Mál þetta barst dóminum 17. mars 2021 með bréfi skiptastjóra, Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, dagsettu þann sama dag. Málið var þingfest 26. apríl 2021 og tekið til úrskurðar 1. september síðastliðinn. Málskot þetta byggist á 112. gr., sbr. 122. gr., laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili er A til heimilis að [...] í Garðabæ. Varnaraðili er B til heimils að [...] í Garðabæ. Sóknaraðili krefst þess aðallega að við opinber skipti til fjárslita milli málsaðila við lok óvígðrar sambúðar þeirra skuli allar eignir þeirra skiptast að jöfnu. Sóknaraðili krefst þess til vara að fasteignin að [...] í Garðabæ og bifreiðin [...], auk innbús og listaverka sem eru að [...] í Garðabæ, komi að óskiptu í hennar hlut við skiptin og varnaraðili greiði henni auk þess 25.000.000 króna til uppgjörs skipta. Í báðum tilvikum krefst sóknaraðili þess að allar aðrar skuldir aðila skuli vera á ábyrgð þess sem fyrir þeim er skráður sem og að kostnaður af skiptameðferðinni verði greiddur af varnaraðila. Sóknaraðili krefst þess einnig að staðfest verði að viðmiðunardagur skipta skuli vera 18. júlí 2018. Þá krefst sóknara ðili þess að öllum kröfum varnaraðila verði hafnað, svo sem um endurgjald fyrir afnot af áðurgreindri fasteign að [...] og endurgreiðslu útlagðs kostnaðar. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að við opinber skipti til fjárslita milli málsaðila við lok óvígðrar sambúðar þeirra skuli koma í hlut hvors þeirra um sig þær eignir sem þau voru skráð fyrir á viðmiðunardegi skipta, að félaginu C ehf. undanskildu sem varnaraðili krefst að komi að fullu í hans hlut. Var naraðili krefst þess jafnframt að staðfest verði að viðmiðunardagur skipta skuli vera 15. janúar 2017. 3 Enn fremur krefst varnaraðili þess að sóknaraðili greiði honum húsaleigu vegna afnota hennar af fasteiginni að [...] í Garðabæ, 250.000 krónur á mánuði, frá 15. janúar 2017 og allt þar til afnotum sóknaraðila lýkur, en til vara að dómurinn ákvarði hæfilega húsaleigu sem sóknaraðili greiði varnaraðila mánaðarlega frá viðmiðunardegi skipta og allt þar til afnotum sóknaraðila lýkur. Þá krefst varnaraðili þess að sóknaraðili greiði honum 119.900 krónur á mánuði vegna afnota hennar af bifreiðinni [...] allt frá viðmiðunardegi skipta og til úthlutunar bifreiðarinnar, en til vara að dómurinn ákvarði hæfilega greiðslu vegna afnota sem sóknaraðili greiði varnaraðila mánaðarlega frá viðmiðunardegi skipta og til úthlutunar bifreiðarinnar. Varnaraðili krefst þess jafnframt að sóknaraðila verði gert að endurgreiða honum að fullu útlagðan kostnað hans vegna sömu bifreiðar, þar á meðal bifreiðagjöld og tryggingar, allt frá viðmiðunardegi skipta til 14. júní 2021, samtals að fjárhæð 979.144 krónur auk dráttarvaxta frá 29. janúar 2021. Varnaraðili krefst þess og að viðurkenndur verði endurkröfuréttur hans á hendur sóknaraðila vegna bifreiðagjalda og trygginga bifreiðarinnar f rá 14. júní 2021 að telja allt til úthlutunar hennar. Að auki krefst varnaraðili þess að staðfest verði endurgreiðslukrafa hans á hendur sóknaraðila, sem nemur helmingi kostnaðar sem varnaraðili hefur lagt út fyrir vegna fasteignarinnar að [...] í Garðabæ, þar á meðal afborganir fasteignalána, fasteignagjöld, tryggingar og kostnaður vegna framkvæmda og viðhalds, allt frá viðmiðunardegi skipta til 14. júní 2021, samtals að fjárhæð 8.534.613 krónur auk dráttarvaxta frá 29. janúar 2021. Þá krefst varnaraðili þ ess að viðurkenndur verði endurkröfuréttur hans á hendur sóknaraðila vegna rekstrarkostnaðar fasteignarinnar, þar á meðal afborgana fasteignalána, fasteignagjalda og tryggingar, frá 14. júní 2021 að telja allt til úthlutunar fasteignarinnar. Að því er kröf u sóknaraðila um greiðslu skiptakostnaðar varðar krefst varnaraðili þess aðallega að henni verði vísað frá dómi en til vara að henni verði hafnað. Loks krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. I. Helstu málsatvik Málsaðilar hófu sambúð árið 2009 og eiga saman tvö börn. Eldra barn þeirra er fætt árið [...] og yngra barn þeirra árið [...]. Aðilum ber saman um að þau hafi í byrjun árs 2017 afráðið að slíta sambúð sinni en ágreiningur er um hvort sambúð þeirra hafi eignlega verið slitið á sama tí ma eða ekki fyrr en um mitt ár 2018. Sóknaraðili hefur frá slitum sambúðar málsaðila búið í sameiginlegri fasteign þeirra að [...] í Garðabæ ásamt börnum þeirra, hvort sem miðað er við að sambúð þeirra hafi verið slitið í byrjun árs 2017 eða við síðara tím amark. Varnaraðili flutti að [...] í Garðabæ um mitt ár 2018 en lögheimili hans var áfram skráð að [...] þar til máli sem rekið var um forsjá barna þeirra og lögheimili lauk með dómsátt hinn 3. maí 2021. Fyrir liggur að á sambúðartíma málsaðila starfaði só knaraðili lengst af innan heimilis þeirra en varnaraðili utan þess. Þá liggur fyrir að þau bjuggu [...]um að minnsta kosti þriggja ára skeið vegna starfs varnaraðila. Málsaðila greinir á um eignastöðu þeirra við upphaf sambúðar. Sóknaraðili kveður þau bæði hafa verið eignalítil. Þau hafi þó hvort um sig átt bæði íbúð og bíl. Varnaraðili mótmælir því að þau hafi bæði verið eignalítil og kveðst við upphaf sambúðar þeirra hafa átt eignir sem numið hafi að lágmarki samtals 100.000.000 króna. Auk þess hafi hann átt félög sem hann hafi fengið í fyrirframgreiddan arf sem og félagið D ehf. Fyrir liggur að málsaðilar festu kaup á fasteigninni að [...] í Garðabæ á sambúðartímanum. Ágreiningslaust er að umrædd fasteign er eign þeirra að jöfnu og að þau beri jafna ábyr gð á þeim skuldum sem á henni hvíla. Það er enn fremur ágreiningslaust að varnaraðili hefur allt frá sambúðarslitum málsaðila, hvort sem miðað er við að sambúð þeirra hafi verið slitið í byrjun árs 2017 eða við síðara tímamark, staðið einn straum af öllum tilfallandi kostnaði vegna fasteignarinnar, þar með talið innt af hendi allar afborganir áhvílandi lána. 4 Enn fremur liggur fyrir að eftir að málsaðilar tóku ákvörðun um að slíta sambúð sinni í byrjun árs 2017 stóðu þau sameiginlega að stofnun félagsins C e hf. Ágreiningslaust er að umrætt félag var stofnað til að festa kaup á parhúsi að [...] og [...] og að ætlun málsaðila hafi verið að búa hvort í sínum hluta parhússins til framtíðar með það að augnamiði að tryggja samfellu í umsjá barna þeirra. Sóknaraðili er skráð eigandi að 50% eignarhlut í C ehf. og félagið D ehf. er skráður eigandi að 50% eignarhlut í því. Síðastnefnda félagið er líkt og áður er vikið að í eigu varnaraðila. Eftir að C ehf. hafði fest kaup á framangreindu parhúsi komu brestir í samskipti málsaðila og féllu þau frá áformum um að búa til framtíðar hvort í sínum hluta þess. Í ljósi þess seldi C ehf. báða hluta parhússins fyrri hluta árs 2019. Annar hluti þess, [...], var seldur á frjálsum markaði en hinn hluta þess, [...], keypti varnaraðili . Málsaðilar festu aukinheldur kaup á bifreiðinni [...] á sambúðartímanum. Þeim ber hins vegar ekki saman um hvort þeirra hafi verið skráður eigandi umræddrar bifreiðar og framlögð gögn eru misvísandi að því leyti. Ágreiningslaust er hins vegar að sóknara ðili hefur haft umrædda bifreið til fullra afnota frá sambúðarslitum málsaðila, hvort sem miðað er við að sambúð þeirra hafi verið slitið í byrjun árs 2017 eða við síðara tímamark, en varnaraðili einn greitt af henni bifreiðagjöld sem og iðgjöld trygginga hennar. Þá festi varnaraðili kaup á bifreiðinni [...] árið 2017 og er einn skráður eigandi hennar. Ekki var samkomulag milli málsaðila um skiptingu eigna í kjölfar slita á sambúð þeirra. Sóknaraðili fór því fram á það með erindi hinn 28. ágúst 2020 að bú þeirra yrði með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness tekið til opinberra skipta til fjárslita milli þeirra. Úrskurður þar að lútandi var kveðinn upp 22. september 2020 og skiptastjóri skipaður. Undir skiptum reis ágreiningur milli aðila sem skiptastjóra tókst ek ki að jafna og vísaði til úrlausnar dómsins samkvæmt 122. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., sbr. 112. gr. sömu laga. Er sá ágreiningur til úrlausnar í máli þessu. II. Helstu málsástæður sóknaraðila Sóknaraðili byggir á því að aðilar hafi í sameiningu stofnað til eignarréttar yfir þeim eignum sem til staðar hafi verið í búi þeirra á viðmiðunardegi skipta og beri af þeim sökum að skipta þeim að jöfnu milli aðila við sambúðarslitin. Þannig hafi öll eignamyndun verið fjármögnuð sameiginlega og verið á ábyrgð þeirra beggja. Því til stuðnings vísar sóknaraðili einkum til opinberra skráninga félaga málsaðila og fasteigna á þeirra vegum þar sem fram komi að aðilar hafi bæði staðið að stofnun umræddra félaga og hafi annaðhvort í gegnum þau fjárfest í nýjum eignum, svo sem fasteignunum að [...] og , eða beint og þá skráð eignarheimildir að jöfnu, svo sem fasteigninni að [...]. Þannig sýni öll framlögð gögn að þær eignir sem um sé deilt í búi aðila séu sameiginlegar með aðilum og að miða eigi við að þau eigi þær að jöfnu enda liggi engin önnur skráning eignarheimilda fyrir, það er um önnur eignarhlutföll en að jöfnu. Málsaðilar hafi verið með sameiginlegt fjárfélag og rekið sameiginlegt heimili óslitið allan sambúðartímann eða í tæplega níu ár. Því sé ek ki hægt að líta framhjá því að sú eignamyndun og þær eignir sem til hafi orðið á þeim tíma séu sameiginlega í eigu beggja aðila. Sóknaraðili byggir aukinheldur á því að leggja beri til grundvallar opinberar skráningar á eigendum við ákvörðun um skiptingu eigna við sambúðarslit, nema sá sem haldi öðru fram geti með ótvíræðum hætti sannað að hann eigi eða hafi átt að eiga viðkomandi eign eða eignir einn. Eignarréttur að fasteignum búsins hafi skapast við framlag til tilurðar þess eignarréttar sem til staðar hafi verið við sambúðarslit, svo sem greiðslu kaupverðs eða annað framlag. Sóknaraðili hafi lagt hvort tveggja til á sama hátt og varnaraðili, enda hafi hún lagt til fjármuni til greiðslu kaupverðs, bæði í formi eiginfjár og lánsfjár, og innt af hendi vinn uframlag bæði innan og utan heimilis málsaðila á sambúðartímanum. Eignarréttur málsaðila sé jafnframt staðfestur með opinberri skráningu, bæði að fasteignum búsins og félögum, sem hafi að hluta til farið með eignarhald þeirra fasteigna, og því verði að leg gja þá eigendaskráningu til grundvallar við skiptin ef ekki hafi verið færðar ótvíræðar sönnur á annað, svo sem skýrt komi fram í dómafordæmum Hæstaréttar, sbr. t.d. dóma réttarins í málum nr. 321/1997 og 211/2001, og Landsréttar, sbr. dóm réttarins í máli nr. 702/2019. Hvað varði þau félög sem undir skipti á búi málsaðila heyri megi vísa til þess að aðilar séu bæði skráð þar, hvort sem er sem stofnendur, fyrirsvarsmenn eða prókúruhafar. Renni það stoðum undir málsástæður varnaraðila að þau hafi haft samei ginlegt fjárfélag og staðið sameiginlega að eignamyndun á 5 sambúðartímanum, svo sem með stofnun og rekstri félaga sem að hluta hafi verið skráð sem eigendur að þeim eignum sem búinu heyri til. Þar sem umrædd félög séu að fullu í eigu málsaðila falli þau í h eild undir skiptin líkt og fasteignir og aðrar eignir. Framangreindu til viðbótar hafi málsaðilar verið í sambúð til lengri tíma og trúlofað sig á meðan á þeirri sambúð stóð auk þess sem þau hafi eignast tvö börn saman. Fjárhagur þeirra hafi verið sameigi nlegur og því bæði eðlilegt og sanngjarnt að eignir sem til hafi orðið á sambúðartíma þeirra verði taldar sameiginlegar og skiptist jafnt við fjárslit. Varnaraðili hafi á sambúðartíma málsaðila haft hærri tekjur en sóknaraðili, enda hafi hún einkum haldið heimili þeirra og haft með höndum umsjá ungra barna þeirra. Þá hafi þau búið [...]um þriggja ára skeið vegna starfa varnaraðila og sóknaraðila með öllu ómögulegt að starfa utan heimilis þeirra þann tíma. Með hliðsjón af því sé á því byggt að eignir þeirra séu sameiginlegar enda hafi þau fjármagnað eignamyndunina sameiginlega, bæði með fjárframlagi og öðru framlagi á borð við vinnu á heimili. Þá hafi málsaðilar bæði verið eignalítil við upphaf sambúðar og allar eignir þeirra orðið til á sambúðartímanum. Ef e kki verði fallist á að málsaðilar hafi myndað eignarrétt að búinu saman og stofnað í upphafi til þess eignarréttar, sé á því byggt af hálfu sóknaraðila að hún eigi engu að síður rétt á að búið skiptist að jöfnu á milli þeirra á grundvelli meginreglunnar um gagnkvæma hlutdeild í eignamyndun á sambúðartíma. Sóknaraðili hafi með því að reka sameiginlegt fjárfélag með varnaraðila í sambúð þeirra eignast rétt til hlutdeildar í þeim eignum sem til hafi orðið á sambúðartímanum, og allar eignir sem til staðar hafi verið í sambúð aðila við sambúðarslit hafi myndast á þeim tíma. Þannig séu allar eignir og skuldir sem til staðar hafi verið á viðmiðunardegi skipta og tilgreindar séu í dómkröfum sameiginlegar í samræmi við meginregluna um gagnkvæma hlutdeild í eignamyndu n á sambúðartíma. Um viðmiðunardag skipta vísar sóknaraðili til þess að sambúðarslitamál aðila hafi fyrst komið til kasta yfirvalda hinn 20. júlí 2018 þegar varnaraðili hafi beint kröfu til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um ákvörðun forsjár og lögheim ilis barna málsaðila. Í samræmi við 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. beri því að miða við þann dag sem viðmiðunardag skipta. Varakrafa sóknaraðila sé í samræmi við tillögu skiptastjóra um skipti á búi málsaðila og krafa gerð um að hún verði lögð til grundvallar við skiptin verði ekki fallist á aðalkröfu hennar. Um varakröfu sé sérstaklega vísað til skráningar á fasteigninni sem hafi verið að jöfnu á milli aðila allt frá upphafi svo og til annarra eigna sem komi samkvæmt tillög unni í hlut sóknaraðila án þess að nokkurt endurgjald komi fyrir til varnaraðila. Að öðru leyti sé varakrafa sóknaraðila studd sömu málsástæðum og aðalkrafa hennar. Af hálfu sóknaraðila sé að lokum á því byggt að hún hafi auk annars með framlagningu gagna sýnt með ótvíræðum hætti að hún hafi ekki síður en varnaraðili staðið að kaupum á fasteignum og annarri eignamyndun. Þegar af þeirri ástæðu eigi hún eignarrétt að eignum bús þeirra ekki síður en varnaraðili. Um lagarök vísar sóknaraðili til almennra regl na eignarréttar um stofnun slíks réttar, sem meðal annars eigi sér stoð í ákvæðum laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem og almennra reglna fjármuna - og kröfuréttar. Þá vísar sóknaraðili til dómafordæma og óskráðra reglna um skiptingu á eignum sambúðarfólks og reglunnar um gagnkvæma hlutdeild í eignamyndun á sambúðartíma sem og ákvæða þinglýsingarlaga nr. 39/1974, einkum 33. gr. umræddra laga. Um viðmiðunardag skipta vísar sóknaraðili til 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dá narbúum o.fl. Að endingu vísar sóknaraðili um málskostnað til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Helstu málsástæður varnaraðila Varnaraðili byggir á því að meginreglan sé sú að við fjárskipti sambúðaraðila komi í hlut hvors þeirr a um sig þær eignir sem þeim tilheyri. Sú meginregla hafi ítrekað verið staðfest í dómum á öllum dómstigum. Í undantekningartilfellum hafi dómstólar játað sambúðaraðila tilkall til eigna sem skráðar séu eign hins, hafi viðkomandi stuðlað með einhverjum hæt ti að þeirri tilteknu eignamyndun. Sönnunarbyrði um slíkt hvíli á sóknaraðila en í dómaframkvæmd hafi auk annars verið litið til lengdar sambúðar, fjárhagslegrar samstöðu aðila, sameiginlegra nota af eign og til tekna aðila. Á því sé byggt af hálfu varnara ðila að sóknaraðili hafi í engu sýnt fram á tilkall sitt til eigna umfram opinbera skráningu fasteignarinnar að [...] og félagsins C ehf. Ljóst sé hins vegar af þeim gögnum sem fyrir liggi um stofnun, 6 tilgang og stöðu C ehf. að félagið hafi að öllu leyti v erið fjármagnað með skuldum sem fallið hafi á varnaraðila að greiða, þegar söluverðmæti eigna hafi ekki dugað til uppgreiðslu þeirra líkt og framlögð gögn beri vott um. Þá sé jafnframt ljóst að það hafi verið varnaraðili persónulega sem greitt hafi stofnko stnað félagsins. Sóknaraðili hafi í raun hvergi komið að félaginu eftir undirritun hennar á stofnskjöl þess. Því beri að fallast á kröfu varnaraðila um að félagið komi óskipt í hans hlut við skiptin. Að öðru leyti beri að líta til þess að stærsti hluti ei gna varnaraðila sé fyrirframgreiddur arfur sem varnaraðili hafi hlotið árið 2004, um sex árum áður en málsaðilar hófu sambúð sína. Eðli málsins samkvæmt sé útilokað að sóknaraðili hafi með einhverjum hætti geta stuðlað að eignamyndun í formi arfs sem stafa ð hafi frá foreldrum varnaraðila, og það löngu áður en sambúð aðila hófst. Félagið D ehf. sé félag sem varnaraðili hafi átt áður en málsaðilar hófu sambúð en um sé að ræða fjárfestingafélag. Rekstur þess sé enginn og því hafi sóknaraðili ekki lagt neitt ti l hans, þótt hún hafi sannarlega notið góðs af þegar vel gekk. Eignir þess félags á viðmiðunardegi skipta séu að stærstum hluta krafa á áðurnefnt C ehf., sem varnaraðili hafi persónulega yfirtekið, svo og hlutafé í öðru félagi sem skilað hafi tapi umliðin ár og kröfu á það. Raunvirði félagsins sé því lítið sem ekkert. Þá sé fullyrðing sóknaraðila um eignaleysi aðila við upphaf sambúðar beinlínis röng líkt og fjölmörg framlögð gögn beri með sér. Við upphaf sambúðar málsaðila hafi varnaraðili átt eignir sem n umið hafi samtals að lágmarki 100.000.000 króna auk þeirra félaga sem hann hafði þá þegar hlotið í fyrirframgreiddan arf. Þær eignir sem tilheyrt hafi varnaraðila þá og tilheyri honum enn í dag séu þannig bæði D ehf. svo og fyrirframgreiddur arfur í formi félaga og viðskiptakrafna á þau. Af hálfu varnaraðila sé jafnframt á því byggt að jafnvel þótt fallist yrði á helmingaskipti í fjárskiptum málsaðila þá stæði tvennt hið síðastnefnda utan skipta enda um séreign varnaraðila að ræða samkvæmt fyrirmælum í fram lagðri erfðaskrá um fyrirframgreiddan arf. Þær eignir sem myndast hafi á sambúðartíma aðila séu fasteignin að [...] í Garðabæ, sem skráð sé eign þeirra í jöfnum hlutföllum, bifreiðin [...], sem skráð sé eign varnaraðila, og C ehf., sem sé verðlaust og að f ullu fjármagnað með lántöku frá félögum í eigu varnaraðila og aðilum honum tengdum líkt og framlögð gögn beri vott um. Ljóst megi vera af skattframtölum aðila að varnaraðili hafi fjármagnað rekstur heimila aðila svo og ferðalög og lífstíl þeirra að fullu í þau sjö ár sem sambúð þeirra hafi varað. Fjárhagsleg samstaða hafi þannig aldrei myndast aðila á milli en varnaraðili hafi alla tíð haft töluvert hærri tekjur en sóknaraðili. Þá hafi málsaðilar aldrei verið samsköttuð. Þannig hafi sóknaraðili notið góðs a f háum tekjum varnaraðila og sterkri fjárhagslegri stöðu fjölskyldu hans. Þær tekjur sem hún hafi haft á sambúðartímanum hafi ekki á nokkurn hátt runnið til reksturs sameiginlegs heimilis aðila eða annars, sem sjáist best á stöðu sparnaðarreikninga hennar í lok árs 2017 en ljóst sé að inneignir á reikningum hennar í lok þess árs séu tæplega tvöfalt hærri en launatekjur sóknaraðila á sama ári. Varnaraðili byggir og á því að framlög sóknaraðila í formi starfa á sameiginlegum heimilum málsaðila hafi síður en s vo verið meiri en framlög varnaraðila á sama formi. Þrif á heimilum málsaðila hafi til dæmis lengst af verið aðkeypt auk þess sem þau hafi notið aðstoðar foreldra varnaraðila við umönnun barna þeirra. Engu að síður hafi varnaraðili fallist á að virða þingl ýst eignarhlutföll aðila vegna fasteignarinnar að [...] í Garðabæ enda hafi verið sammæli um það frá upphafi auk sameiginlegrar ábyrgðar á greiðslu áhvílandi lána. Þar sem sóknaraðili hafi búið í fasteigninni frá sambúðarslitum málsaðila beri henni hins ve gar að greiða varnaraðila mánaðarlega leigu frá viðmiðunardegi skipta. Um sé að ræða raðhús auk bílskúrs, samtals 331,8 fermetrar að stærð á besta stað í Garðabæ. Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2022 sé 130.250.000 krónur. Varnaraðili hafi leitað álits fasteignasala sem metið hafi hæfilegt leiguverð vegna fasteignarinnar á bilinu 500.000 krónur til 550.000 krónur á mánuði. Varnaraðili geri því kröfu um að sóknaraðili greiði honum 250.000 krónur á mánuði frá viðmiðunardegi skipta vegna afnota sóknaraðila af fasteigninni. Húsaleigukrafa varnaraðila byggist á dómvenju og eigi sér skýra stoð í 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. um að til skipta komi arður, vextir og annars konar tekjur sem hlotist hafi frá viðmiðunardegi skipta af þeim eignum sem þar falli undir. Óumdeilt sé að frá samvistarslitum hafi sóknaraðili ein búið í fasteign sem skráð sé eign aðila að jöfnu, án þess að greiða nokkuð fyrir en ljóst megi vera að nokkrar tekjur hefðu fengist af útleigu fasteignarinnar hefði bú setu sóknaraðila þar ekki verið fyrir að fara. Krafa sóknaraðila að þessu leyti geti ekki talist annað en hófleg. 7 Sóknaraðili hafi frá sambúðarslitum málsaðila sömuleiðis ein haft full afnot af bifreiðinni [...] - bifreið sem hafi verið ný árið 2016. Varnaraðili hafi fengið álit bílaleigu á áætluðu mánaðarlegu leiguverði og muni það vera 119.000 krónur. Byggi varnaraðili kröfu sína um endurgjald vegna afnota umræddrar bifreiðar á sömu rökum og framangreinda húsalei gukröfu. Þá hafi varnaraðili lagt út vegna afborgana áhvílandi lána á fasteigninni að [...] svo og fasteignagjalda hennar auk trygginga og kostnaðar vegna framkvæmda og viðhalds, samtals 17.069.255 krónur. Útlagður kostnaður vegna trygginga bifreiðarinnar [...] nemi 882.046 krónum, og 97.098 krónum vegna bifreiðagjalda. Varnaraðili krefjist þess að sóknaraðili endurgreiði honum sem nemi helmingi útlagðs kostnaðar vegna fasteignarinnar og að fullu kostnað vegna bifreiðarinnar. Samkvæmt 2. mgr. 106. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., sem og hinni almennu auðgunarreglu og almennri óskráðri reglu fjármuna - og kröfuréttar um endurheimt ofgreidds fjár, eigi varnaraðili endurkröfu á hendur sóknaraðila vegna fjárframlaga hans til rekstrar og viðhalds fasteignarinnar að [...] og rekstrar bifreiðarinnar [...]. Önnur niðurstaða sé bersýnilega ósanngjörn í garð varnaraðila. Um dráttarvaxtakröfu varnaraðila vísist til kröfu hans til sóknaraðila hinn 30. desember 2020, sem lögð hafi verið fram á skiptafundi eftir árangurslausar sáttaviðræður. Dráttarvextir reiknist því frá 29. janúar 2021 í samræmi við 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um viðmiðunardag skipta vísar varnaraðili til 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. sem kveði skýrt á um að viðmiðunardag skipta skuli miða við slit óvígðrar sambúðar. Aðilar hafi sannarlega slitið sambúð þegar varnaraðili hafi flutt af heimili þeirra í byrjun árs 2017 og frá 15. janúar 2017 bjó varnaraðili ekki á fyrrverandi sameiginlegu heimili þeirra að [...] í Garðabæ. Önnur tilvik sem nefnd séu í ákvæðinu eigi einungis við um viðmiðunardag skipta þegar um lok hjúskapar er að ræða, enda lúti slíkt öðrum lögmálum. Vísist í því sambandi til dóms Hæstaréttar í máli nr. 811/2015. Væri í hæ sta máta óeðlilegt og andstætt 104. gr. og meginreglum laga nr. 20/1991 að miða skiptin við síðari dagsetningu enda hafi varnaraðili síðar eignast verðmæti, þar á meðal innbú að [...], sem sé sóknaraðila með öllu óviðkomandi. Þá sé kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að greiða skiptakostnað ekki getið í bréfi skiptastjóra til dómsins, sbr. 112. og 122. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., og beri því að vísa henni frá dómi. Til vara sé þess krafist að henni verði hafnað enda skýrt kv eðið á um það í 4. mgr. 101. gr. sömu laga að skiptabeiðandi beri ábyrgð á greiðslu skiptakostnaðar. Skiptabeiðandi sé í máli þessu sóknaraðili. Um lagarök vísar varnaraðili til meginreglna um skipti eigna og skulda við slit óvígðrar sambúðar. Kröfu um hús aleigu og endurgjald vegna afnota bifreiðar byggir varnaraðili á 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. sem og dómvenju. Endurgjaldskröfu byggir varnaraðili aukinheldur á 2. mgr. 106. gr. sömu laga sem og almennum reglum kröfuréttar og hinni almennu auðgunarreglu. Kröfu um dráttarvexti til stuðnings vísar varnaraðili til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 5. og 6. gr. þeirra laga. Kröfu um skiptakostnað byggir varnaraðili á 2. mgr. 41. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Að endingu vísar varnaraðili til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála kröfu um málskostnað til stuðnings. IV. Niðurstaða Málskot þetta er sem fyrr greinir reist á 112., sbr. 122. gr., laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl . Í erindi skiptastjóra til dómsins er tilgreint um hvað ágreiningur aðila standi og hverjar kröfur hafi komið fram í því sambandi, sbr. fyrirmæli 3. töluliðar 1. mgr. 122. gr. Í umræddu erindi er ágreiningi aðila í meginatriðum lýst svo að sóknaraðili kre fjist þess að allar eignir aðila, þar með talið bifreiðarnar [...] og [...], og félögin C ehf. og D ehf. sem og allt innbú og lausafé, þar á meðal verðmæt málverk, teljist sameiginlegar og skiptist að jöfnu. Aðilar hafi verið eignalítil við upphaf sambúðar og bæði lagt til eignamyndunar á sambúðartíma. Varnaraðili krefjist þess aftur á móti að hann haldi þeim eignum sem hann sé skráður fyrir, þ.e. D ehf. og lausafé, auk félagsins C ehf., sem sóknaraðili sé skráð fyrir helmingi hlutfjár í enda hafi hún ekki lagt neitt til félagsins. Hvað eignir sem á hann séu skráðar varði hafi ekki verið fjárhagsleg samstaða með málsaðilum, þau ekki talið saman fram til skatts og hann einn lagt til fé til kaupa 8 á eignum. Ekki sé ágreiningur um að aðilar eigi að jöfnu fasteig nina að [...] en ágreiningur sé um endurgjaldskröfu varnaraðila vegna afnota sóknaraðila af fasteigninni sem og kröfu hans um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna hennar. Þá sé ágreiningur um endurgjaldskröfu varnaraðila vegna afnota sóknaraðila af bifrei ðinni [...] sem og kröfu hans um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna hennar. Loks sé ágreiningur um viðmiðunardag skipta. Líkt og gerð er grein fyrir í lýsingu á helstu málsatvikum hér að framan greinir málsaðila á um eignastöðu þeirra við upphaf sambúða r. Sóknaraðili kveður þau bæði hafa verið eignalítil. Þau hafi þó hvort um sig átt bæði íbúð og bíl. Varnaraðili mótmælir því að þau hafi bæði verið eignalítil og kveðst við upphaf sambúðar þeirra hafa átt eignir sem numið hafi að lágmarki samtals 100.000. 000 króna. Auk þess hafi hann átt félög sem hann hafi fengið í fyrirframgreiddan arf sem og félagið D ehf. Að því er þau félög sem hann hafi fengið í fyrirframgreiddan arf áhrærir sérstaklega vísar varnaraðili til framlagðrar erfðaskrár foreldra sinna dags ettrar 26. mars 2004 og yfirlýsingar þeirra dagsettrar sama dag. Í erfðaskránni kemur fram að arfur eftir þau skuli vera séreign niðja þeirra í hjúskap og utan hjúskapareignar og í yfirlýsingunni kemur fram að foreldrar varnaraðila afhendi honum og bróður hans sem fyrirframgreiddan arf tilgreinda hluta af hlutabréfum þeirra í félögunum E Ltd. og F ehf. Málsaðilum ber saman um að þau hafi tekið upp sambúð árið 2009. Ekki verður með afgerandi hætti ráðið af framlögðum gögnum eða aðilaskýrslum málsaðila fyrir dómi hvenær ársins sambúð þeirra hófst. Á meðal framlagðra gagna málsins eru skattframtöl varnaraðila vegna áranna 2008 og 2009. Samkvæmt þeim átti varnaraðili umtalsverðar eignir bæði í lok árs 2008 og 2009 í formi innstæðna í bönkum og sparisjóðum, verð bréfa, kafna og hlutabréfa. Þá seldi hann fasteign árið 2008 samkvæmt skattframtali 2009 og fasteignin að [...] í Garðabæ er skráð eign hans í árslok 2009 samkvæmt skattframtali 2010 auk þess sem hann er skráður eigandi fleiri en einnar bifreiðar bæði árin . Samkvæmt skattframtali 2009 er eina tilgreinda skuld varnaraðila í lok árs 2008 við Lánasjóð íslenskra námsmanna og samkvæmt skattframtali 2010 eru auk þeirrar skuldar tilgreindar skuldir við Íbúðalánasjóð og Avant. Tilgreindar skuldir eru í báðum tilvik um óverulegar í samanburði við tilgreindar eignir. Skattframtöl sóknaraðila vegna sömu ára hafa ekki verið lögð fram. Í aðilaskýrslu hennar fyrir dómi lýsti hún því hins vegar að hún hefði við upphaf sambúðar aðila ekki átt aðrar eignir en íbúð og bíl. Fyr ir liggur að sóknaraðili seldi umrædda íbúð árið 2009 og er kaupsamningur þar að lútandi á meðal framlagðra gagna málsins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki á það fallist með sóknaraðila að eignastaða málsaðila við upphaf sambúðar þeirra hafi verið sambærileg og að allar eignir sem til staðar hafi verið við slit þeirrar sambúðar hafi orðið til á þeim tíma sem hún varði. Þvert á móti liggur fyrir að varnaraðili átti umtalsverðar eignir við upphaf sambúðar málsaðila umfram sóknaraðila. Ágreiningur mál saðila stendur svo sem áður greinir auk annars um viðmiðunardag skipta. Samkvæmt 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 skulu ef ekki verða sammæli um annað aðeins koma til skipta þær eignir og þau réttindi aðilanna sem verða ekki taldar séreignir annars þeirra og tilheyrðu þeim þegar yfirvald tók fyrst fyrir umsókn um leyfi til skilnaðar, dómsmál var höfðað til skilnaðar eða ógildingar hjúskapar, héraðsdómari tók fyrst fyrir kröfu um opinber skipti til fjárslita milli hjóna án skilnaðar eða ógildingar hjúskapar , eða óvígðri sambúð var slitið. Í athugasemdum við 104. gr. í athugasemdum við frumvarp það sem varð að umræddum lögum kemur fram að meginefni 1. mgr. 104. gr. felist í afmörkun ákvæðisins á því á hverjum tíma eignir eða skuldbindingar þurfi að hafa verið til staðar til að tillit verði tekið til þeirra við opinber skipti. Þannig séu talin upp hver tímamörk séu í þessum efnum varðandi hvert tilefni sem getur orðið til opinberra skipta. Samkvæmt þessu er skýrt að þau tímamörk sem miða skal við þegar um opinb er skipti til fjárslita milli sambúðarfólks er að ræða eru þegar óvígðri sambúð var slitið. Verður því ekki á það fallist með sóknaraðila að miða skuli við þann dag þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók fyrst fyrir mál aðila vegna forsjár barna þeir ra og lögheimilis. Málsaðilum ber saman um að þau hafi í byrjun árs 2017 afráðið að slíta sambúð sinni en ágreiningur er um hvort sambúð þeirra hafi eignlega verið slitið á sama tíma. Sóknaraðili kveður varnaraðila hafa búið áfram á sameiginlegu heimili þeirra allt fram á mi tt ár 2018 þrátt fyrir fyrrgreinda ákvörðun málsaðila um að slíta sambúð sinni. Því mótmælir varnaraðili og kveðst hafa flutt að heimili foreldra sinna um miðjan janúar 2017 en komið snemma morguns að [...] til að sinna börnum þeirra auk 9 þess sem hann hafi dvalið þar þegar sóknaraðili var fjarverandi vegna vinnu. Ágreiningslaust er að varnaraðili flutti að [...] í Garðabæ um mitt ár 2018 en lögheimili hans var áfram skráð að [...] þar til máli sem rekið var um forsjá barna þeirra og lögheimili lauk með dóms átt hinn 3. maí 2021. Samkvæmt framangreindu stendur orð gegn orði um það hvenær sambúð málsaðila var slitið. Málsaðilum ber hins vegar saman um að félagið C ehf. hafi verið stofnað gagngert í tilefni af sambúðarslitum þeirra í því skyni að festa kaup á pa rhúsi að [...] og sem og að ætlun málsaðila hafi verið að búa hvort í sínum hluta parhússins til framtíðar með það að augnamiði að tryggja samfellu í umsjá barna þeirra. Fyrir liggur að umrætt félag var stofnað 21. apríl 2017. Þá hafa verið lögð fram rafr æn samskipti á milli málsaðila frá því í júlí 2017 og janúar 2018 sem að mati dómsins gefa eindregið til kynna að málsaðilar hafi ekki búið saman þegar þau áttu sér stað, þvert á fullyrðingar sóknaraðila um að þau hafi búið saman á sameiginlegu heimili þei rra fram á mitt ár 2018. Að framansögðu virtu þykir að mati dómsins sýnt að sambúð aðila hafi verið eiginlega slitið eigi síðar en 1. júlí 2017 enda ber aðilum saman um að þau hafi afráðið að slíta sambúð sinni í byrjun árs 2017 þó svo að áhöld séu um nákv æma dagsetningu að því leyti. Þykir ekki hafa þýðingu í því sambandi þótt varnaraðili hafi dvalið að einhverju leyti inni á fyrrverandi sameiginlegu heimili þeirra eftir það tímamark, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 25. janúar 2016 í máli nr. 811/2 015, enda höfðu þau allt að einu tekið ákvörðun um að slíta sambúð sinni og gert ráðstafanir um búsetu til framtíðar hvort í sínu lagi þó svo að þær fyrirætlanir sem þá voru ráðgerðar hafi ekki gengið eftir af öðrum sökum. Er það því niðurstaða dómsins að viðmiðunardagur skipta til fjárslita milli málsaðila skuli vera 1. júlí 2017. Í máli þessu gerir sóknaraðili aðallega kröfu um að allar eignir málsaðila skiptist að jöfnu. Þeim eignum sem krafa hennar lýtur að er að öðru leyti ekki lýst nánar og verður hún því ekki skilin á annan veg en að hún taki bæði til eigna sem til staðar voru við upphaf sambúðar málsaðila sem og þeirra eigna sem til urðu á meðan sambúð þeirra varði, að fasteigninni að [...] í Garðabæ undanskilinni sem ágreiningslaust er að skipta sku li að jöfnu. Með umræddri kröfu gerir sóknaraðili því án frekari tilgreiningar tilkall til helmingshlutar í öllum þeim eignum sem skráðar voru eign varnaraðila á viðmiðunardegi skipta óháð því hvort þær voru til staðar við upphaf sambúðar málsaðila eða urð u til á meðan hún varði. Engar lögfestar reglur eru um skipti eigna og skulda við slit óvígðrar sambúðar. Á grundvelli dómvenju hefur myndast sú regla, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar frá 1. júní 2011 í máli nr. 254/2011, 14. desember 2012 í máli nr. 704/2012 og 16. janúar 2018 í máli nr. 791/2017, að við slit sambúðar beri að líta á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga og sú meginregla þá talin gilda að hvor aðili taki sínar eignir og beri ábyrgð á sínum skuldum. Opinber skráning eigna og þinglýstar ei gnarheimildir verða lagðar til grundvallar um eignarráðin nema sá, er gerir tilkall til eignarréttar, sem ekki fær samrýmst opinberri skráningu, leiði annað í ljós. Í samræmi við þetta hvílir á sóknaraðila sönnunarbyrði fyrir því að hún hafi innt af hendi bein og óbein framlög til eignamyndunar á sambúðartímanum og er sönnun í þeim efnum forsenda þess að fallist verði á kröfu hennar um að skipting eigna við sambúðarslit skuli vera á annan veg en eignaskráning ber með sér. Nægir í því sambandi ekki að vísa a lmennt til þess að fjárhagsleg samstaða hafi verið með aðilum á sambúðartíma þeirra og því beri að skipta öllum eignum þeirra jafnt án frekari tilgreiningar enda kunna ólík sjónarmið að gilda um tilkall til hverrar eignar fyrir sig, sbr. t.d. dóma Hæstarét tar frá 1. júní 2011 í máli nr. 245/2011 og 16. janúar 2018 í máli nr. 791/2017. Krafa sóknaraðila er líkt og áður greinir almenn og beinist ekki að tilgreindum eignum varnaraðila heldur tekur samkvæmt efni sínu til þeirra allra sameiginlega, hvort heldur sem þær voru til staðar fyrir upphaf sambúðar málsaðila eða urðu til á sambúðartíma þeirra. Sóknaraðili hefur því ekki á nokkurn hátt rökstutt eignatilkall til einstakra eigna varnaraðila með sundurgreindum hætti en ólík sjónarmið kunna líkt og fyrr greini r að gilda um hverja þeirra fyrir sig, til dæmis með hliðsjón af því hvenær viðkomandi eignar var aflað, hvernig og í hvaða skyni en líkt og áður greinir liggur fyrir að varnaraðili átti umtalsverðar eignir fyrir upphaf sambúðar aðila. Liggur því ekkert fy rir um það á hverju eignatilkall hennar er grundvallað. Þá kunna sjónarmið um sameiginlega eignamyndun á sambúðartíma að hafa þýðingu í þessu sambandi, sem og sjónarmið um framlög hvors málsaðila um sig til sameiginlegs heimilis þeirra, en ekkert liggur fy rir um hvort og þá hvaða eignir urðu til á sambúðartíma málsaðila aðrar en áðurgreind fasteign að [...], bifreiðin [...] og félagið C ehf., og hefur sóknaraðili að öðru leyti engan reka gert að því að sýna fram á 10 hvert framlag hennar til slíkrar eignamyndu nar hafi verið. Með vísan til framangreinds er það mat dómsins að umrædd krafa sóknaraðila sé vanreifuð og því óhjákvæmilegt að vísa henni sjálfkrafa frá dómi. Þá er varakrafa sóknaraðila ekki í samræmi við fyrrgreinda meginreglu íslensks réttar um skiptin gu eigna við lok sambúðar. Krafan virðist öðrum þræði reist á þeirri forsendu, sem varnaraðili hefur mótmælt sem rangri og ósannaðri, að varnaraðili eigi mikla fjármuni á erlendum bankareikningum sem ekki hafi verið upplýst um við skiptin. Auk þess að eiga sér ekki lagastoð er umrædd krafa varnaraðila engum haldbærum gögnum studd og dugir ekki í því sambandi að vísa til þess að skiptastjóri hafi lagt hana til sem sáttatillögu. Í því sambandi er og til þess að líta að með erindi skiptastjóra til dómsins fylg du auk annarra gagna fundargerðir þeirra skiptafunda sem haldnir hafa verið. Af þeim fundargerðum má ráða að enn hafi ekki verið upplýst að fullu hverjar eignir geti komið til skipta eða hvert verðmæti þeirra sé. Verður því ekki á umrædda kröfu sóknaraðila fallist. Sóknaraðili krefst þess að endingu að allur skiptakostnaður verði greiddur af varnaraðila. Samkvæmt 112. gr. laga nr. 20/1991 skal skiptastjóri leitast við að jafna ágreining milli aðila við opinber skipti samkvæmt XIV. kafla laganna um atriði se m 2. mgr. 103. gr. og 104. - 111. gr. þeirra tekur til. Takist það ekki skal skiptastjóri beina málefninu til héraðsdóms eftir ákvæðum 122. gr. Slíkur ágreiningur verður ekki lagður fyrir dómstóla á annan hátt. Í 1. mgr. 122. gr. segir síðan auk annars að ef ágreiningur rís um atriði við opinber skipti sem fyrirmæli laganna kveði sérstaklega á um að skuli beint til héraðsdóms til úrlausnar, svo og ef skiptastjóri telji þörf úrlausnar héraðsdóms um önnur ágreiningsatriði sem komi upp við opinber skipti, skuli skiptastjóri beina skriflegri kröfu um það til þess héraðsdómstóls þar sem hann var skipaður til starfa. Í 3. tölulið 1. mgr. 122. gr. sömu laga er síðan tekið fram að meðal þess sem fram skuli koma í kröfunni til viðkomandi héraðsdómstóls sé um hvað ágrei ningur standi og hverjar kröfur hafi komið fram í því sambandi. Af framangreindum fyrirmælum 112. gr. og 3. töluliðar 1. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991 er ljóst að ekki verður af hálfu dómsins tekin afstaða til annarra ágreiningsefna en þeirra sem koma fra m í erindi skiptastjóra til dómsins dagsettu 17. mars 2021. Í umræddu erindi er ekkert vikið að ágreiningi um greiðslu skiptakostnaðar. Er því kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að greiða hann vísað frá dómi. Varnaraðili gerir líkt og fyrr gre inir þá kröfu að við fjárslit milli málsaðila komi í hlut hvors þeirra um sig þær eignir sem þau voru skráð fyrir á viðmiðunardegi, utan félagsins C ehf. sem varnaraðili krefst að komi að fullu í hans hlut. Umrædd krafa varnaraðila er, að undanskilinni krö fu hans um að félagið C ehf. komi að fullu í hans hlut, í samræmi við fyrrgreinda meginreglu um skiptingu eigna við lok sambúðar að hvor aðili taki þær eignir sem hann kom með inn í sambúðina eða eignaðist meðan á henni stóð. Svo sem að framan greinir hvíl ir sönnunarbyrði um að víkja beri frá þeirri meginreglu við fjárslit á milli málsaðila á þeim sem heldur slíku fram og þarf viðkomandi þá að sýna fram á að hann hafi lagt eitthvað það til eignamyndunar sem réttlæti eignatilkall hans. Eins og mál þetta hef ur verið lagt fyrir dóminn þykir sóknaraðili ekki hafa fært fullnægjandi sönnur á að hún eigi rétt til hlutdeildar í eignum varnaraðila eða hver sú hlutdeild kunni að vera. Í því sambandi er til þess að líta að framlögð gögn bera ekki með sér að málsaðilar hafi staðið sameiginlega straum af kostnaði vegna heimilishalds og framfærslu barna þeirra á sambúðartímanum þó svo að þau hafi haldið sameiginlegt heimili. Þvert á móti benda framlögð gögn til þess að varnaraðili hafi einn staðið straum af öllum kostnaði að því leyti. Sóknaraðili heldur því fram að hún hafi innt af hendi mun meiri vinnu á heimili málsaðila en varnaraðili, meðal annars með umönnun barna þeirra tveggja. Þessu hefur varnaraðili mótmælt og kveður sig síst hafa innt af hendi minni vinnu en sók naraðila að þessu leyti. Þá hafi þau lengst af verið með aðkeypt heimilisþrif. Er því ekki unnt að slá því föstu að framlag sóknaraðila að þessu leyti hafi verið meira en framlag varnaraðila. Að þessu og öðru framansögðu virtu þykir sóknaraðili ekki hafa s ýnt fram á að víkja beri frá þeirri meginreglu íslensk réttar um skiptingu eigna við lok sambúðar að hvor aðili taki þær eignir sem hann kom með inn í sambúðina eða eignaðist meðan á henni stóð. Að því er bifreiðina [...] varðar sérstaklega er til þess að líta að málsaðila greinir á um hvort hún hafi á viðmiðunardegi skipta verið eign sóknaraðila eða varnaraðila og framlögð gögn eru misvísandi að því leyti. Þannig er hún tilgreind á meðal eigna beggja málsaðila í lok árs 2017 og 2018 á framlögðum 11 skattframt ölum þeirra en á framlagðri skýrslu frá Keldunni er varnaraðili einn tilgreindur eigandi hennar. Þá liggur fyrir að sóknaraðili taldi umrædda bifreið vera sína eign og er hún tilgreind sem slík í beiðni hennar til dómsins um opinber skipti. Ágreiningslaust er svo að sóknaraðili hefur haft umrædda bifreið til fullra afnota frá sambúðarslitum málsaðila. Í aðilaskýrslu sóknaraðila fyrir dómi kom fram að hún hefði átt bifreið þegar þau hófu sambúð. Því hefur ekki verið mótmælt af hálfu varnaraðila. Að því gættu er að mati dómsins rétt að sóknaraðili njóti þess vafa sem uppi er um eignarhald umræddrar bifreiðar og að hún komi að fullu í hennar hlut við opinber skipti til fjárslita á milli málsaðila óháð því hvort þeirra er skráður eigandi hennar. Krafa varnaraði la um að félagið C ehf. komi að fullu í hans hlut við fjárslit á milli málsaðila er reist á því að eina aðkoma sóknaraðila að félaginu hafi verið undirritun hennar á stofnskjöl þess og því skuli það koma óskipt í hans hlut. Sóknaraðili er svo sem áður grei nir skráð eigandi að 50% eignarhlut í félaginu og félagið D ehf., sem er að fullu í eigu varnaraðila, er skráð eigandi að 50% eignarhlut í því. Samkvæmt áðurgreindri meginreglu um skiptingu eigna við lok sambúðar ber varnaraðili sönnunarbyrði fyrir tilkall i sínu til eignarréttar sem ekki fær samrýmst hinni opinberu skráningu. Samkvæmt framlögðum gögnum greiddi varnaraðili stofnkostnað vegna C ehf. Þá bera framlögð gögn með sér að kaup C ehf. á áðurnefndu parhúsi að [...] og hafi verið að fullu fjármögnuð m eð lánum, annars vegar frá fjármálafyrirtæki og hins vegar aðilum tengdum varnaraðila. Sem fyrr greinir seldi C ehf. báða hluta parhússins fyrri hluta árs 2019. Annar hluti þess, [...], var seldur á frjálsum markaði en hinn hluta þess, [...], keypti varnar aðili. Samkvæmt framlögðum gögnum dugði söluverð fasteignanna ekki fyrir uppgreiðslu áhvílandi skulda og tók varnaraðili því á sig persónulega ábyrgð á skuld C ehf. við D ehf. að fjárhæð 22.551.583 krónur. Í aðilaskýrslu sóknaraðila fyrir dómi kom fram að hún hefði ekkert fé lagt til félagsins og ekki átt neina aðkomu að rekstri þess. Að framangreindu virtu þykir varnaraðili hafa fært sönnur á að efni standi til að víkja frá skráðu eignarhaldi á eignarhlutum í C ehf. og félagið komi að fullu í hlut hans við fjárslit milli málsaðila enda framlag sóknaraðila til félagsins ekkert, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 16. janúar 2018 í máli nr. 791/2017. Að öllu framansögðu virtu er því fallist á kröfu varnaraðila um að við fjárslit milli málsaðila komi í hl sem skal koma að fullu í hlut sóknaraðila, og félagsins C ehf., sem skal koma að fullu í hlut varnaraðila. Varnaraðili gerir aukinheldur kröfu um að sókn araðili greiði honum húsaleigu vegna afnota hennar af sameiginlegri fasteign málsaðila að [...] í Garðabæ frá viðmiðunardegi skipta og þar til afnotum hennar lýkur. Fjárhæð kröfu varnaraðila að þessu leyti er reist á mati G, löggilts fasteignasala, á hæfil egu leiguverði fasteignarinnar með hliðsjón af stærð hennar og staðsetningu. Er það mat hans að hæfilegt leiguverð fasteignarinnar sé á bilinu 500.000 krónur til 550.000 krónur á mánuði. Krafa varnaraðila er miðuð við lægri mörk þeirrar fjárhæðar og gerir hann kröfu um að sóknaraðili greiði honum leigu sem nemur helmingi þeirrar fjárhæðar eða 250.000 krónur á mánuði frá viðmiðunardegi skipta og þar til afnotum sóknaraðila lýkur. Kröfu sinni til stuðnings vísar varnaraðili til fastmótaðrar dómvenju sem og 2. málsliðar 1. mgr. 104. gr. laga nr. 20/1991 þar sem fram kemur að til skipta skuli koma arður, vextir og annars konar tekjur sem fengist hafi af þeim eignum og réttindum sem til skipta komi frá viðmiðunardegi skipta. Ágreiningslaust er að sóknaraðili hefu r búið í umræddri fasteign málsaðila allt frá slitum sambúðar þeirra. Að því gættu verður að telja, með hliðsjón af fyrrgreindri dómvenju, að varnaraðili eigi rétt á mánaðarlegri greiðslu úr hendi sóknaraðila vegna hagnýtingar hennar á sameiginlegri fastei gn þeirra. Við ákvörðun á fjárhæð þeirrar greiðslu verður fyrrnefnt mat hins vegar ekki lagt óbreytt til grundvallar, enda hefur því verið slegið föstu í dómaframkvæmd, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 3. maí 2016 í máli nr. 195/2016, að við þær aðstæður sem hér eru uppi verði ekki stuðst við leigu á almennum markaði. Að því gættu og að öllum atvikum máls virtum þykir greiðsla sóknaraðila til varnaraðila fyrir afnot af sameiginlegri fasteign málsaðila frá viðmiðunardegi skipta og þar til afnotum hennar lýkur h æfilega ákveðin að álitum 50.000 krónur á mánuði. Þá gerir varnaraðili kröfu um að sóknaraðila verði gert að greiða honum 119.000 krónur á mánuði vegna afnota hennar af bifreiðinni [...] frá viðmiðunardegi skipta og allt til úthlutunar bifreiðarinnar. Svo 12 sem að framan greinir er það niðurstaða dómsins að umrædd bifreið skuli koma að fullu í hlut sóknaraðila við skipti til fjárslita á milli málsaðila. Er umræddri kröfu varnaraðila því hafnað. Varnaraðili gerir enn fremur tvær aðgreindar fjárkröfur á hendur sóknaraðila. Annars vegar um endurgreiðslu á helmingi þess kostnaðar sem hann hefur lagt út vegna áðurgreindrar fasteignar málsaðila að [...] frá viðmiðunardegi skipta til 14. júní 2021 og hins vegar um endurgreiðslu þess kostnaðar sem hann hefur lagt út v egna bifreiðarinnar [...] á sama tímabili. Þá gerir hann kröfu um dráttarvexti af báðum fjárkröfum frá 29. janúar 2021 til greiðsludags. Umræddar fjárkröfur varnaraðila eru ekki sundurliðaðar frekar í greinargerð hans til dómsins. Er því óhægt að taka þær til greina eins og þær eru framsettar enda niðurstaða dómsins um viðmiðunardag skipta ekki í samræmi við kröfu varnaraðila þar að lútandi. Er því óhjákvæmilegt að vísa umræddum kröfum varnaraðila báðum frá dómi. Loks gerir varnaraðili tvær aðgreindar viður kenningarkröfur. Annars vegar um að viðurkenndur verði endurkröfuréttur hans á hendur sóknaraðila vegna greiðslu hans á rekstrarkostnaði fasteignarinnar að [...], þar á meðal afborgana fasteignalána, fasteignagjalda og trygginga, frá 14. júní 2021 og allt til úthlutunar hennar, og hins vegar um að viðurkenndur verði endurkröfuréttur hans á hendur sóknaraðila vegna greiðslu hans á bifreiðagjöldum og iðgjöldum trygginga bifreiðarinnar [...] frá 14. júní 2021 og allt til úthlutunar hennar. Svo sem fram hefur k omið er ágreiningslaust að umrædd fasteign sé eign málsaðila að jöfnu og komi til skipta í samræmi við það. Þá er það niðurstaða dómsins líkt og að framan greinir að umrædd bifreið skuli koma að fullu í hlut sóknaraðila við skipti til fjárslita á milli mál saðila. Að því virtu er fallist á að varnaraðili eigi endurkröfurétt á sóknaraðila vegna helmings þess kostnaðar sem hann kann að leggja út vegna sameiginlegrar fasteignar aðila á umræddum tímabili og vegna alls þess kostnaðar sem hann kann að leggja út ve gna bifreiðarinnar. Verða því báðar umræddar kröfur varnaraðila teknar til greina. Að málsatvikum öllum og málsúrslitum virtum þykir rétt, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúu m o.fl., að hvor málsaðili beri sinn kostnað af málinu. Úrskurð þennan kveður upp Hulda Árnadóttir héraðsdómari. Fyrir uppkvaðningu úrskurðarins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 20/1991. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila um að við opinber skipti til fjárslita milli málsaðila við lok óvígðrar sambúðar þeirra skuli allar eignir þeirra skiptast að jöfnu er vísað frá dómi. Hafnað er varakröfu sóknaraðila um að fasteignin að [...] í Garðabæ og bifreiðin [...] auk innbús og listaverka sem eru að [...] í Garðabæ komi að óskiptu í hennar hlut við skipti til fjárslita milli málsaðila og varnaraðili greiði henni auk þess 25.000.000 króna til uppgjörs skipta. Kröfu sóknaraðila um að kostnaður af skiptameðferðinni ver ði greiddur af varnaraðila er vísað frá dómi. Fallist er á kröfu varnaraðila um að við opinber skipti til fjárslita milli málsaðila skuli koma í hlut hvors þeirra um sig þær eignir sem þau voru skráð fyrir á viðmiðunardegi skipta, utan bifreiðarinnar [... ], sem koma skal að fullu í hlut sóknaraðila, og félagsins C ehf., sem koma skal að fullu í hlut varnaraðila. Fallist er á kröfu varnaraðila um að sóknaraðili greiði honum húsaleigu vegna afnota hennar af fasteiginni að [...] í Garðabæ, 50.000 krónur á mán uði, allt frá viðmiðunardegi skipta og þar til afnotum hennar lýkur. Hafnað er kröfum varnaraðila um að sóknaraðili greiði honum fyrir afnot af bifreiðinni [...] allt frá viðmiðunardegi skipta og til úthlutunar bifreiðarinnar. Kröfu varnaraðila um að sókna raðili endurgreiði honum sem nemur helmingi þess kostnaðar sem hann hefur lagt út fyrir vegna fasteignarinnar að [...] í Garðabæ, allt frá viðmiðunardegi skipta til 14. júní 2021, samtals að fjárhæð 8.534.613 krónur auk dráttarvaxta frá 29. janúar 2021 til greiðsludags, er vísað frá dómi. Kröfu varnaraðila um að sóknaraðili endurgreiði honum að fullu þann kostnað sem hann hefur lagt út fyrir vegna bifreiðarinnar [...], allt frá viðmiðunardegi skipta til 14. júní 2021, samtals að fjárhæð 979.144 krónur auk d ráttarvaxta frá 29. janúar 2021 til greiðsludags, er vísað frá dómi. 13 Viðurkenndur er endurkröfuréttur varnaraðila á hendur sóknaraðila vegna helmings þess kostnaðar sem hann kann að leggja út vegna fasteignarinnar að [...] í Garðabæ, þar á meðal með afborg un fasteignalána, greiðslu fasteignagjalda og iðgjalda tryggingar fasteignarinnar, frá 14. júní 2021 að telja og allt til úthlutunar fasteignarinnar. Viðurkenndur er endurkröfuréttur varnaraðila á hendur sóknaraðila vegna þess kostnaðar sem hann kann að le ggja út vegna bifreiðarinnar [...], þar á meðal með greiðslu bifreiðagjalda og iðgjalda trygginga bifreiðarinnar, frá 14. júní 2021 að telja og allt til úthlutunar bifreiðarinnar. Viðmiðunardagur skipta við fjárslit milli málsaðila skal vera 1. júlí 2017. Málskostnaður fellur niður.