LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 22. september 2022. Mál nr. 720/2021 : Ákæruvaldið (Einar Tryggvason saksóknari ) gegn X (Oddgeir Einarsson lögmaður) ( Guðmundur St. Ragnarsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sönnun. Miskabætur. Aðfinnslur. Útdráttur Ákærða voru gefin að sök húsbrot og nauðgun með því að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili A og haft við hana önnur kynferðismök, án hennar samþykkis, þar sem hún lá sofandi í sófa, en ákærði hafi klætt A úr nærbuxum hennar, k áfað á og sleikt kynfæri hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs. Í dómi Landsréttar var lagt til grundvallar að ákærði ætti, vegna ástands síns umrætt sinn, engar minningar um atburði. Ekki var t alið að ákæruvaldinu hefði tekist sönnun þess að ákærði hafi klætt A úr nærbuxunum og káfað á kynfærum hennar. Hins vegar var framburður A um að hafa vaknað við að ákærði væri að sleikja á henni kynfærin metinn trúverðugur. Hann var jafnframt talinn fá sto ð í SMS - skilaboðum sem A sendi vitninu C og öðrum gögnum málsins sem rakin eru í forsendum hins áfrýjaða dóms. Var ákærði sakfelldur fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili brotaþola og, án hennar samþykkis, sleikt á h enni kynfærin og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur um refsingu ákærða og miskabætur til handa A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma lan dsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15. nóvember 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 23. mars 2022. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2021 í málinu nr. S - [...] /2021 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 2 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af ákæru en til vara að honum verði gerð eins væg refsing og lög leyfa. Þá krefst hann þess að miskabótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara sýknu eða verulegrar lækkunar kröfunnar. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. apríl 2018 til 8. mars 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að niðurstaða h ins áfrýjaða dóms um miskabætur verði staðfest. 5 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og mynd upptökur af framburði ákærða og brotaþola í héraði. Ákærði og brotaþoli gáfu jafnframt viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti. Þá gaf vitnið B v iðbótarskýrslu fyrir Landsrétti . V itnið L , sérfræðingur hjá tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu , gaf jafnframt skýrslu vegna DNA - rannsóknar. Niðurstaða 6 Ákærða eru í máli þessu gefin að sök húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn á heimili brotaþola og haft við hana önnur kynferðismök, án hennar samþykkis, þar sem hún lá sofandi í sófa, en ákærði hafi klætt brotaþola úr nærbuxum hennar, káfað á og sleikt kynfæri hennar og notfæ rt sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs. 7 Fyrir Landsrétti voru lögð fram ný gögn um DNA - rannsókn og rannsókn á Snapchat - myndskeiði sem brotaþoli kveðst hafa tekið upp eftir að hún vaknaði með ákærða inni hjá sé r umrætt sinn. Niðurstaða rannsóknar á sýnum úr nærbuxum brotaþola var sú að DNA - snið brotaþola sjálfrar komi þar fram en ekki DNA - snið ákærða. Þá var það niðurstaða rannsóknar á myndskeiðinu að ekki væri hægt að staðfesta hvenær það var tekið upp. Aftur á móti var staðfest að brotaþoli sendi vitninu B myndskeiðið klukkan 1.19 hinn 21. apríl 2018, eða daginn eftir þá atburði sem ákært er fyrir. 8 V ið skýrslutöku af ákærða hjá lögreglu 3. september 2019 var honum kynnt að framangreint Snaphchat - myndskeið hefði verið tekið upp aðfaranótt föstudags ins 20. apríl 2018 klukkan 3.38. Í því felst brot á 3. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en þar segir að spurningar lögreglu skuli vera skýrar og ótvíræðar og að ekki megi rugla skýrslugjafa með ósannind um eða á annan hátt. Óljós svör ákærða við spurningum lögreglu um myndskeiðið eru rakin í forsendum hins áfrýjaða dóms, en ekki verður litið til þeirra við úrlausn málsins. Þ á athugast að í héraðsdómi er ranglega frá því greint að ákærði hafi í héraði sags t hafa farið í íbúð brotaþola fimmtudagskvöldið fyrir atburði þá sem ákært er fyrir. H ið rétta er að ha nn kvaðst í héraði aðeins minnast þess að hafa farið þangað á miðvikudagskvöldið eða aðfaranótt fimmtudagsins. Fyrir Landsrétti kvaðst ákærði vera öruggu r á því að hann hefði ekki komið í íbúð brotaþola aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018. Kvaðst hann hafa verið 3 sofandi þar sem hann hefði verið undir áhrifum svefnlyfja og búinn að drekka mikið. Nánar inntur eftir því hvort hann myndi þá ekki eftir því a ð hafa farið til brotaþola umrætt sinn kvaðst hann einfaldlega ekki hafa getað það í því ástandi sem hann var, en hann væri ósjálfbjarga þegar hann væri jafn drukkinn og raun var umrætt sinn. Að öllu framangreindu gættu verður lagt til grundvallar við úrla usn málsins að ákærði eigi, vegna ástands síns, engar minningar um atburði aðfaranótt 20. apríl 2018. Hann neitar aftur á móti sök og telur útilokað að hann hafi viðhaft þá háttsemi sem í ákæru greinir. 9 Í frumskýrslu lögreglu er greint frá fyrstu skýrslutö ku af brotaþola 20. apríl 2018 en endurrit hennar liggur einnig fyrir í gögnum málsins. Kvaðst brotaþoli hafa vaknað við að verið væri að sleikja á henni kynfærin. Einnig kvaðst hún hafa verið með nærbuxurnar uppi í klofinu. Þá greindi hún svo frá að ákærð i hefði umrætt sinn sagt henni að hann hefði verið að sleikja á henni kynfærin og að hún hefði hleypt honum inn til sín, sem hún kvað ekki vera. Í þessari skýrslutöku hjá lögreglu gat brotaþoli ekki um að ákærði hefði káfað á kynfærum hennar. Hinn 4. júlí 2019 gaf brotaþoli á ný skýrslu hjá lögreglu og greindi þá svo frá að ákærði hefði umrætt sinn klætt hana úr nærbuxunum og að hún hefði bæði fundið fyrir tungu hans og fingri á kynfærunum þegar hún vaknaði. Í héraði kvaðst brotaþoli ekki muna hvort hún hef ði verið í nærbuxunum eða ekki þegar hún vaknaði. Þá nefndi hún ekki að ákærði hefði káfað á kynfærum hennar. Fyrir Landsrétti kvaðst brotaþoli jafnframt ekki muna hvort hún hefði verið í nærbuxum eða ekki þegar hún vaknaði og ekki vita hvort hún hafi muna ð þetta atriði betur er hún gaf skýrslu hjá lögreglu 4. júlí 2019. Ítrekað spurð út í framburð sinn hjá lögreglu og hvort hún myndi eftir fingri ákærða á kynfærum sínum gaf hún óljós svör en kvaðst þó muna eftir fingrum hans á kynfærunum. Að framangreindu gættu verður ákæruvaldinu ekki talin hafa tekist sönnun þess að ákærði hafi klætt brotaþola úr nærbuxunum og káfað á kynfærum hennar umrætt sinn. Framburður brotaþola um að hafa vaknað við að ákærði væri að sleikja á henni kynfærin hefur aftur á móti verið skýr og stöðugur frá upphafi og er að mati dómsins trúverðugur. Þá fær hann stoð í SMS - skilaboðum sem brotaþoli sendi vitninu C vakna við X t fær framburður brotaþola þá stoð í öðrum gögnum málsins sem rakin er í forsendum hins áfrýjaða dóms. 10 Að öllu framangreindu gættu verður ákærði sakfelldur fyrir húsbrot og nauðgun aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 með því að hafa ruðst í heimildarle ysi inn á heimili brotaþola og, án hennar samþykkis, sleikt á henni kynfærin og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs. Eru brot ákærða rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 11 Með vísan til forsendna hins á frýjaða dóms verður hann staðfestur um refsingu ákærða, miskabætur til brotaþola og sakarkostnað í héraði. 4 12 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns br otaþola fyrir Landsrétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, X , greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.765.252 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Oddgeirs Einarssonar lög manns, 1.300.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 400.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2021 Árið 2021, mánudaginn 1. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S - 111/2021: Héraðssaksóknari gegn X en málið var dómtekið 4. f.m. Málið er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 7. janúar 2021, á hendur: X , kennitala [...] , [...] , Reykjavík fyrir húsbrot og nauðgun, með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn á heimili A kt. [...] , að [...] Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök, án hennar samþykkis, þar sem A lá sofandi í sófa í stofu íbúðarinnar en ákærði klæddi A úr nærbuxum hennar, káfaði á og sleikti kynfæri hennar og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svef ndrunga og áhrifa svefnlyfs. Telst brot þetta varða við 231. gr. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. [...] , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 3.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 20. apríl 2018 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryg gingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum vi rðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða hæfilegan kostnað vegna réttargæslu skv. ákvörðun dómsins, sbr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 217. gr. laga nr. 88/2008. Auk þess er krafist virðisaukaskatts af málflutni Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu af refsikröfu og að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa verði lækkuð. Þess er krafist að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greidd samkvæmt tímaskýrslu. 5 Samkvæmt frumskýrslur lögreglu hafði B samband við lögregluna föstudaginn 20 apríl 2018 vegna þess að hún taldi að brotið hefði verið kynferðislega gegn vinkonu sinni, A , á heimili hennar. Fram kemur í skýrslunni að A hafi í byrjun ekki viljað ræða við lögreglu vegna málsins en gerði það síðar og kvað umrætt atvik hafa gerst nóttina áður. Greindi A svo frá samskiptum sínum og ákærða og lýsti því að ákærði hefði verið búinn að vera mjög ölvaður síðustu daga og hefði hann hótað henni eins og lýst er í skýrslunni. Hún kvaðst hafa sofnað í sófa á heimili sínu um klukkan 23:30 á fimmtudagskvöldi eftir að hafa tekið svefnlyf. Hún hefði síðan vaknað við að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hefði ekki séð hver var þarna á ferð enda verið mjög svefndrukkin og sljó. Hún lýsti viðbrögðum sínum í eins konar varnarskyni. Maðurinn hefði þá staðið á fætur og farið fram í eldhús og síðar inn á bað. Hún kvaðst þarna hafa þekkt ákærða. Hún hefði spurt hann hvað hann væri að gera o g hann þá sagt hana hafa boðið sér inn sem ekki var að hennar sögn. Hún hefði beðið ákærða þrisvar sinnum um að fara sem hann sinnti ekki en hann hefði verið mjög drukkinn. Hún hefði þá boðist til að fylgja honum í íbúð hans sem hann þáði og lýsti A því er ákærði sagði henni er þau komu í íbúð hans að hann hefði viðhaft háttsemina sem lýst er í ákærunni og að hún hefði viljað það og hleypt honum inn til sín eins og segir í skýrslunni. A lagði fram kæru á hendur ákærða vegna þessarar háttsemi. Ákærði neita ði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa viðhaft háttsemina sem í ákæru greinir. Nú verður rakinn framburður ákærða fyrir dómi og vitnisburður. Ákærði neitar sök. Hann lýsti góðu sambandi þeirra A en þau hefðu kynnst á árinu 2015 eða 2016. Ákærði kvað þa u A miðvikudeginum eða aðfaranótt fimmtudags hefði hann komið til A um nóttina og hún hefði farið með hann í íbúð hans þar sem hún hefði reykt jónu. Hann kvað A og C hafa verið hjá sér allan daginn áður en ákærði fór í íbúð A á fimmtudagskvöldinu. Hann kvað vinkonu sína hafa hringt í sig um klukkan ellefu þetta kvöld og hann þá verið útúrdrukkinn og varla talandi, eins og ákærði bar, og kvaðst hann ekki muna eftir sím talinu við vinkonuna en þær A og C hefðu verið farnar af heimili hans er símtalið átti sér stað. Hann kvaðst ekki hafa minnst á símtalið við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglunni vegna þess að hann hefði ekki munað eftir því og ekki vitað af því fyrr en eftir að hafa rætt við vinkonu sína síðar. Hann kvað það sem rakið var eina skiptið sem hann hafi farið í íbúð A sér vitandi , eins og hann bar, en hann tók fram að og hann hefði drukkið svolítið stíft, eins og hann bar. A hefði síðan haft orð á því daginn eftir að ákærði ætti að hætta að drekka. Hann neitaði því að hafa haft lykil að íbúð A eins og fjallað væri um í gögnum málsins. Ákærði kvaðst hafa haft lykil að íb úð A á árinu 2016 en skilað honum er ósætti kom upp milli þeirra og lýsti hann þessu. Hann kvaðst ekki hafa drukkið á föstudeginum og neitaði að hafa farið í íbúð A á þeim tíma og hann hefði ekki viðhaft háttsemina sem í ákæru greinir. Spurður um vitnisbur ð A hjá lögreglu um sakarefni málsins kvaðst ákærði ekki hafa komið nálægt henni kynferðislega. Spurður hvort mögulegt væri að hann hefði farið í íbúð A án þess að muna það kvaðst ákærði ekki hafa neina trú á því að hann hefði farið þangað og kvaðst hafa v erið búinn að drekka mikið eða á aðra flösku eins og hann bar. Ákærði kvaðst hafa flutt úr húsnæðinu eftir að þetta atvik kom upp. Hann hefði verið í sambandi við A eftir þetta og hún hefði rætt málið við sig. Ákærði kvaðst hafa sagt henni að hún vissi að málið væri rugl. Ákærði lýsti því er A kom á heimili hans 16. september og reyndi að ná sambandi við hann. Hann lýsti þeim samskiptum og hann hefði reynt að segja henni að fara og ekki ætlað að opna fyrir henni. Hann lýsti samskiptum A við nágranna sína en hann hefði heyrt hana segja að hún væri að heimsækja vin sinn. Hann lýsti tilraunum A B hefðu ruglað hana svo mikið að hún hefði verið farin að trúa a ð þetta hefði gerst eins og ákærði lýsti. Hann hefði þá sagt henni að tala við lögregluna en A hefði sagt að það þýddi ekki. Hún væri búin að því og að draga kæruna til baka en lögreglan hefði sagt að hún fengi ekki að gera það. Borin voru undir ákærða til tekin skilaboð sem bárust í síma hans og kvaðst hann hafa fengið þau. Hann mundi þó ekki hvenær þau bárust en taldi það hafa gerst eftir atvikið sem í ákæru greinir. Hann kvaðst hafa tekið skjáskot til að sýna A hvað hún væri orðin rugluð eins og ákærði ba r. 6 Meðal gagna málsins er upptaka sem A bar hjá lögreglu að hafa tekið upp er ákærði hefði komið í íbúðina aðfaranótt föstudagsins. Myndband var leikið undir aðalmeðferðinni og borið undir ákærða. Hann kvaðst ekki hafa hugmynd um hvort A hafi þarna verið a ð taka upp myndbrot af ákærða þar sem ekkert sjáist á myndbrotinu en hann kvað A stöðugt vera að taka upp. Hann kvað A kalla sig X en fram kemur á myndbandinu að tvisvar sinnum er kallað á X . Meðal gagna málsins er upptaka og vélritað endurrit hennar þar sem ákærði kom með til lögreglu í ágúst 2018. Spurður hvers vegna hann tók þetta upp kvað hann ástæðuna þá að A hefði stöðugt sagt að hún væri búin að draga kæru sína til baka. Fram kom hjá ákærða að A hefði sagt að B og fleiri konur í húsinu hefðu sagt vi ð sig að hún gæti ekki gert þeim það að draga kæruna til baka. Þá hefði komið fram að A hefði hringt í ákærða og beðið hann um að laga rafmagnið hjá sér. Hann kvaðst hafa farið til hennar ið yfir því að ákærði væri fluttur. Hann hefði tekið þetta samtal upp til þess að tryggja sig gegn því að eitthvað kynni að vera borið upp á hann vegna þessara samskipta, eftir því sem skilja mátti ákærða. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvað ákærði að A og C hefðu verið á heimili hans en í síðari skýrslutökunni sagði hann að C hefði verið þarna en ekki A . Fyrir dóminum bar hann að þær hefðu báðar verið á heimili hans kvöldið sem hann lýsti. Spurður um þetta kvaðst hann hafa átt við það að A hefði verið orðin ein með ákærða eftir að C fór. Vitnið A kvaðst hafa kynnst ákærða í lok árs 2014 og fyrir utan atburðinn sem í ákæru greinir bar hún ákærða vel söguna og lýsti samskiptum þeirra og kvað hann í raun hafa verið fjölskyldu sína og sinn nánasta vin. Hún kvað ákærða hafa verið búinn að vera fullan í tíu daga sem hefði verið lengri tími en á heimili ákærða á föstudagskvöldinu ásamt C sem hefði farið snemma að s ofa. Ákærði hefði ekki verið í góðu ástandi. Hún hefði verið að fara að sofa og lýsti hún því að þau ákærði hefðu reykt jónu og tóku bæði svefnlyf og hún taldi ákærða hafa verið að fara að sofa en þá hafi klukkan verið nærri 23:30. Hún hefði farið heim til sín og sofnað klædd hlýrabol og g - streng nærbuxum en vaknað milli klukkan hálffimm og hálfsex en kvaðst ekki viss um tímann en þá var verið að hafa munnmök við hana. Hún mundi ekki hvort hún var klædd í nærbuxurnar er hún vaknaði. Hið eina sem hún man var að nærbuxurnar voru rennandi blautar. Hún hafi ekki vitað hver var þarna á ferð og lýsti því að hún hefði upplifað mun verri atburð en þennan og því ekki skilja hvers vegna þetta hefði svona mikil áhrif á sig. Hún vissi ekki í upphafi að ákærði væri sá se m vakti hana enda kvað hún hann síðasta manninn sem henni gæti komið til hugar að gerði svona nokkuð. Hún kvað ákærða hafa verið sér allt og hún hefði við þennan atburð misst vin og lýsti hún því. Hún kvað munnmökunum hafa verið hætt er hún sneri sér á hli ðina og lýsti hún þessu. Ákærði hefði þá staðið upp og farið fram í eldhús en hún kvaðst hafa merkt, meðal annars á andadrætti hans, að hann var sá sem braut gegn henni. Ákærði hefði laumast fram hjá henni og stoppað í baðherberginu þar sem hann stóð og ho rfði á hana. Hún kvaðst hafa spurt hann hvað hann væri að gera þarna inni og hann þá sagt að hún hefði boðið honum inn. Hún hefði skipað honum út og sagst ætla að klæða sig. Hún kvað einu leiðina til að fá ákærða út hafa verið að fylgja honum upp, sem hún gerði. Hún hefði tekið upp stutt myndband á þeim tíma er hún reyndi að fá ákærð út og liggur myndbandið frammi meðal gagna málsins. Hún hefði tekið þetta upp í því skyni að sýna ákærða þetta daginn eftir því hann trúi aldrei því sem hann hafi gert. Hún kv að ákærða allt annan mann undir áhrifum áfengis og lýsti hún þessu nánar. Hún kvaðst ekki hafa náð ákærða út og hann neitað að fara. Hún kvað líkt ákærða að neita að fara en allir viti hvernig sé að eiga við ölvaða einstaklinga. Henni hafi tekist að sannfæ ra ákærða og sagst fara með honum upp til hans og ætla að fá sér eina jónu með honum sem hún gerði. Hún kvaðst ekki hafa sagt ákærða á leiðinni upp til hans hvað hann hefði gert en hún kvað aðstæður um nóttina, og þar sem ákærði var ölvaður, ekki hafa veri ð réttu aðstæðurnar til að ræða þetta. Ákærði hefði hins vegar á leiðinni upp til sín sagt henni hvað hann hefði gert og hún hefði leitt það hjá sér á þessum tíma og lýsti hún að henni fyndist skrítið hvernig hún brást hrikalega illa við þessum atburðum mi ðað við fortíð sína eins og hún lýsti. Hún kvað ákærða hafa komið inn á heimili hennar þessa nótt í heimildarleysi og viðhaft háttsemina sem í ákæru greinir. Hún viti ekki hvernig ákærði kom inn en tók fram að hún ætti tvö einhverf börn og útidyrnar væru i ðulega 7 ólæstar. Hún kvað ákærða örugglega einhvern tímann hafa haft lykil að heimili hennar enda hefði hann staðið henni nær en hennar eigin foreldrar. Hún var spurð út í framburð ákærða sem kvaðst hafa verið í íbúð A á fimmtudagskvöldi og að hún hefði kom ið með honum upp og reykt eina jónu en ekki á þeim tíma sem í ákæru greinir og kvað hún þá þetta hafa átt sér stað daglega. Spurð um ástand sitt með tilliti til svefndrunga og áhrifa svefnlyfs lýsti hún töku svefnlyfs sem hún tæki að læknisráði. Eftir að h ún fór frá ákærða kvaðst hún hafa sent C skilaboð um að koma niður eða álíka skilaboð. Spurð hvort hún hefði dregið kæru sína til baka kvaðst hún hafa haft samband við þáverandi réttargæslumann og sagt honum að draga kæruna til baka en tók fram að hún viss A staðfesti að hafa ítrekað haft samband við ákærða eftir atburðinn og síðast 16. september og lýsti hún því. Hún kvaðst ekki vita eða geta skýrt erindi sitt til ákærða þann dag en þetta hefði gerst efti r að hún fékk boð um að mæta fyrir dóminn vegna aðalmeðferðar málsins. Eftir það hefði hún farið í ríkið og hún kvaðst ekki kunna að drekka áfengi og eftir einn bjór hefði henni dottið í hug að kíkja á kærða. Fyrir liggur að A fór á neyðarmóttöku 25. aprí l 2018. Spurð hvers vegna hún fór ekki fyrr kvað hún ástæðuna þá að hana minnti að hún hefði verið með yngri son sinn hjá sér og telja að hún hefði ekki komist af þeim sökum. Hún lýsti líðan sinni eftir atburðinn og aðstoð sem hún hefur hlotið vegna þessa. Hún kvað atburðinn hafa haft þau áhrif að hún jók fíkniefnaneyslu sem hún lýsti og kvaðst hafa farið í nokkrar meðferðir síðan og lýsti persónulegum högum sínum. Vitnið C kvaðst hafa fengið skilaboð í síma sinn aðfaranótt eða að morgni föstudagsins um að A hefði vaknað við ákærða fiktandi í klofinu á henni og að hún hefði verið blaut í klofinu. Hún hefði séð skilaboðin er hún vaknaði en tók fram að hún væri ekki viss hvort svo var eða hvort hún sá þau um nóttina er þau bárust. Hún hefði afhent lögreglu síma nn sinn þar sem sjá megi þessi skilaboð. Hún kvaðst hafa rætt þetta við A daginn eftir og hún þá sagt að hún hefði verið blaut í klofinu en ekki rætt málið frekar. Hún hefði einhverju sinni rætt þetta við ákærða sem kvað þetta ekki hafa gerst. Hún kvaðst h afa verið viðstödd fund í húsinu þar sem D prestur kom til að veita áfallahjálp og hefði hann rætt við íbúa í húsinu. Hún taldi prestinn hafa komið áður en lögreglan kom. Hún kvað samband ákærða og A hafa verið vinasamband og tók fram að vinskapur hefði rí kt milli íbúa hússins. Vitnið B kvað A og C hafa haft samband við sig í miklu tilfinningalegu uppnámi og sagt að ákærði hefði farið inn til A og brotið kynferðislega gegn henni en þær hefðu á þessum tíma verið staddar í íbúð A . B kvaðst hafa farið þangað og A þá greint sér frá því sem gerðist og að ákærði hefði komið inn í íbúð hennar um nóttina og hún vaknað við að vera rennandi blaut að neðan og ákærði með hausinn í klofinu á henni, eins og vitnið bar. A hefði liðið illa og veri ð í miklu áfalli, hágrátandi og skjálfandi. Hún kvaðst hafa trúað henni. Hún kvað samband A og ákærða hafa verið mjög náið vinasamband og ákærði eins og reynt að ganga henni í föðurstað eins og vitnið lýsti og A hefði borið mikið traust til hans og lýsti h ún þessu. Hún kvaðst hafa hringt í prest til að fá áfallahjálp og lýsti hún því. Hún kvað A hafa farið í mikla B kvaðst hafa merkt þessa breytingu á henni. Hún kvaðst ekki hafa rætt málið við ákærða. Vitnið E kvaðst hafa kynnst A vorið 2018 og stuttu síðar hafi hún sagt honum frá atburðinum sem um ræðir í ákæru. Hann kvað þetta hafa verið dálítið sjokk þar sem um var að ræða sama mann og áður hefði reynt að drepa vin hans með því a ð skera hann á háls. Þetta hefði gert hann reiðan. A hefði talað um ákærða sem vin sinn og föðurímynd og hann hefði verið búinn að reynast henni mjög vel. Hún hefði sagst hafa vaknað við að ákærði hefði verið að viðhafa háttsemina sem í ákæru greinir. E kv aðst hafa sent skilaboð úr síma A en það hefði hann gert er hann reiddist ákærða og hann langaði til að ná honum og hitta hann og tuska hann vel til eins og vitnið bar. Hann mundi ekki eftir skilaboðunum en kvaðst hafa látist vera A og skoðaði hann skilabo ð sem frammi liggja meðal gagna málsins og ákærða voru send úr síma A . Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa sent þau en útilokaði það ekki en A hefði ekki vitað af þessu. Hann kvað andlega líðan A á þessum tíma ekki hafa verið góða og hún hefði skammast s ín fyrir að sakna ákærða sem vinar og lýsti vitnið þessu og tilraunum til að aðstoða A vegna þessa. 8 Vitnið D sóknarprestur lýsti því að hringt var í hann að hann minnti á laugardegi og hann beðinn sem sálgæsluaðili að koma til fundar við íbúa í [...] vegn a atburðar sem þar átti sér stað. Fram kom á fundinum sem haldinn var í einni íbúð í húsinu að brotið hefði verið á A sem bjó þar. Fram kom á fundinum að maður hefði farið inn í íbúð hennar og brotið gegn henni kynferðislega. A greindi svo frá að hún hefði legið sofandi í rúmi sínu þegar maður kom inn, tók af henni sængina og leitaði á hana. Hann kvað andlegt ástand A hafa verið slæmt. Hún hefði greinilega grátið mikið og átt erfitt með að tala. Hann kvað ástand A eins og hjá fólki sem lent hefur í áföllum og eigi erfitt með að tjá sig. Lögreglumaður númer F lýsti komu sinni að málinu en hann hefði verið rannsóknarlögreglumaður á bakvakt á þessum tíma. Hringt hefði verið í hann vegna kynferðisbrots. Hann hringdi í símanúmer sem hann fékk gefið upp og reynd ist það hjá vinkonu brotaþola og hún hefði viljað að hann ræddi við brotaþola þar sem einhver tregða virtist hjá henni að hafa sjálf samband við lögreglu. Hann fór á heimili A sem ekki átti heimangengt vegna barns á heimilinu. Þar tók hann skýrslu af henni og lýsti hann rannsókn málsins í framhaldinu, handtöku ákærða og fleira, en vitnið kvaðst ekki hafa komið að rannsókninni eftir þetta. Spurður um andlegt ástand A kvað hann það hafa verið mjög dapurt. Hún hefði verið langt niðri og sveiflast tilfinningale ga og lýsti hann því. Hún hefði verið treg til að segja frá því sem gerst hafði. Hann minnti að ástæða þessa hefði verið tengsl eða vinskapur við ákærða. Vitnið kvaðst hafa annast handtöku ákærða sem hann minnti að hafi verið ölvaður. Lögreglumaður núme r G lýsti vinnu sinni við rannsókn málsins og að hún hefði meðal annars tekið skýrslu af A . Hún lýsti skilaboðum sem liggja frammi meðal gagna málsins og bárust frá þáverandi verjanda ákærða og virðast send úr síma A . Í ljós hefði komið að A sendi ekki ski laboðin heldur benti á fyrrum unnusta sem hefði sent ákærða þau úr síma A . Hún lýsti að ákærði hefði komið með upptöku af samtali hans og A og kvað hún illa hafa gengið að hlusta á upptökuna og hún því ekki notuð. Meðal gagna málsins er læknisvottorð A , d agsett 31. október 2019, sem G geðlæknir ritaði. G skýrði og staðfesti vottorðið fyrir dómi. Hún kvaðst hafa hitt A er hún var inniliggjandi á [...] í maí 2018 en hún hefði ekki átt neina sögu á deildinni fyrir þann tíma. Hún hefði verið í miklu áfalli, farið í mjög mikla vímuefnaneyslu eftir að hafa verð meira og minna edrú frá 17 ára aldri. A hefði gefið upp þá sögu að henni hefði verið nauðgað tveimur vikum fyrir komuna á sjúkrahúsið. Hún greindi frá því að hún hefði verið sofandi er brotið var gegn henni og ekki átt von á neinum þar sem synir hennar voru ekki heima. Hún hefði vaknað við að maðurinn var að hafa við hana samfarir, eins og vitnið bar. Ás tæða þess að nauðgunin setti A svona út af laginu hefði verið sú að viðkomandi maður hefði verið vinur hennar sem hún hefði treyst í einu og öllu og maðurinn búið í sama húsi. A hefði verið með mikinn kvíða og endurupplifanir frá nauðguninni. Hún hefði ver ið mjög viðbrigðin og hún algjörlega misst tökin, verið greind með einkenni áfallastreituröskunar og vísað á áfallateymi Landspítala þar sem hún hefði verið orðin eitthvað betri eins og vitnið bar og lýsti meðferð sem A hlaut. Hún kvað A hafa farið í mikla fíkniefnaneyslu í kjölfar brotsins eða tveimur til þremur dögum síðar og neyslan verið ástæða innlagnarinnar en hún hefði verið lögð inn á geðdeild samdægurs eftir að hafa leitað til barnaverndar og látið vita af stöðunni. G kvaðst ekki hafa hitt A frá þv í í maí 2018. Fram kemur í gögnum málsins að A var lögð inn á geðdeild um einu og hálfu ári síðar en vitnið var þá ekki við störf og hitti hana ekki. Þá hafi A verið, eins og við fyrri innlögn, með miklar martraðir og sífellt að hrökkva upp og endurupplifa nauðgun. Vitnið I sálfræðingur kvaðst hafa verið sálfræðingur A er hún var á dagdeildarmeðferð á [...] og lýsti hún þessu. A hefði greint sér frá því að henni hefði verið nauðgað af manni sem var nágranni og góður vinur hennar og sem hún hafði treyst. Ma ðurinn hefði komið inn á hana sofandi en börn hennar hefðu ekki verið heima á þessum tíma. Hún hefði vaknað við að maðurinn var að nauðga henni og hún eftir þetta fallið í mikla neyslu og átt erfitt með að stoppa og hefði haft samband við barnavernd sem gr eip inn í. Vitnið kvað atburðinn greinilega hafa verið áhrifavaldinn varðandi aukna fíkniefnaneyslu A . Hún kvað andlega 9 líðan hennar ekki hafa verið góða. Hún hefði haft áfallastreitueinkenni, martraðir og önnur einkenni sem til stóð að skoða betur en ekki varð úr. Vitnið J , sérfræðingur í klínískri sálfræði, ritaði vottorð A , dagsett 20. janúar 2020, sem hún skýrði og staðfesti fyrir dóminum. Hún kvaðst hafa komið að málinu gegnum sálfræðiþjónustu neyðarmóttökunnar. Hún hefði fyrst talað við A í síma í a príl 2018 en hitt hana í maí sama ár og alls hitt hana í fjögur skipti þetta sumar og síðast í ágúst 2018. Markmiðið með þjónustunni hefði verið að veita A sálrænan stuðning og meta afleiðingar áfallsins, tryggja velferð og draga úr líkum á áfallastreiturö skun. A hefði greint frá því í símtalinu að hún fyndi fyrir skertri matarlyst, væri í miklu uppnámi og hefði lokað sig inni og fleira. Í viðtali 16. maí 2018 kom fram að hún hefði farið í harða fíkniefnaneyslu tveimur dögum eftir áfallið. Vitnið kvað hafa komið skýrt fram að A hefði verið að takast á við mjög alvarlegar afleiðingar eftir áfallið og hún hefði greint frá sjálfsvígshugsunum og lýsti hún þessum erfiðleikum nánar. Hún kvað A hafa uppfyllt viðmið við greiningu á áfallastreituröskunar og lýsti hún því. Hún kvað líðan A hafa farið versnandi er hún hitti hana í síðasta skipti en einkenni sem hún lýsti hefðu verið dæmigerð fyrir þá sem orðið hafa fyrir alvarlegum áföllum svo sem náttúruhamförum, heimilisofbeldi, líkamsárásum og stórslysum og lýsti vit nið þessu nánar. A hefði lýst dæmigerðum áfallastreitueinkennum og í ljós kom að einkennin hefðu haft bein tengsl við þetta tiltekna áfall. Þegar vitnið skildi við A hefði hún verið með alvarleg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg einkenni þunglyndis, kvíða og streitu sem fóru versnandi um sumarið. Fram kemur í gögnum málsins að A á áfallasögu. Vitnið lýsti því að einkennin sem A lýsti hefðu verið tengd við þetta tiltekna áfall en ekki það sem áður hefði komið fyrir og skýrði vitnið þetta nánar. A hefð i verið samstarfsfús og lýsti hún því og ástæðu þess að heppilegra þótti að A sætti dagdeildarmeðferð [...] í framhaldinu. Vitnið K hjúkrunarfræðingur tók á móti A á neyðarmóttöku 25. apríl 2018 og ritaði skýrslu dagsetta sama dag sem hún staðfesti fyrir dóminum. Hún kvað A hafa greint frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir fjórum dögum áður og hún hefði verið að leita aðstoðar eftir það. Hún hefði vaknað upp við það að maður, sem hún taldi vera vin sinn, hefði verið að hafa við hana munnmök. A hefði liti ð á þennan mann sem föðurímynd og þau verið félagar. Þau hefðu spjallað saman um nóttina en synir A hefðu ekki verið heima. A hefði sagt manninum að hún væri þreytt og ætlaði að taka tvær svefntöflur í stað einnar sem hún tæki venjulega. Hún hefði farið að sofa um klukkan ellefu en vaknað um klukkan þrjú eða hálffjögur um nóttina við að verið var að hafa við hana munnmök. Hún hefði ekki vitað strax hver þarna var en síðar heyrt af andardrætti mannsins hver þetta var og kallaði hann X . Hún hefði þá tekið upp síma og tekið myndband og öskrað á hann hvað hann væri að gera. K kvað ekki hafa verið framkvæmda réttarlæknisfræðilega skoðun þar sem A kom fjórum dögum eftir brot og verklag taki mið af því að líkur á að finna lífsýni eftir munnmök fjórum dögum síðar ge ri það að verkum að læknir hafi ekki verið kallaður út. Fram hefði komið hjá A að hún hefði ekki verið viss eftir brotið hvort hún ætlaði að leita sér aðstoðar. K mundi vel eftir samtalinu við A sem hefði greint frá því að hún skyldi ekki hvers vegna hún upplifði svona mikinn kvíða og bjargarleysi vegna þess að hún hefði upplifað verri hluti um ævina sem hún hefði lýst. A hefði verið skýr í frásögn en henni hefði liðið mjög illa. Niðurstaða Ákæ rði neitar sök. Ákærði bar að hafa verið mjög drukkinn aðfaranótt fimmtudagsins 19. apríl 2018, eins og rakið var, og þá nótt hefði hann verð staddur í íbúð A og hún fylgt ákærða í íbúð hans um nóttina. Hann kvað þetta eina skiptið sem hann hafi farið í íb úð A sem hann vissi af, eins og hann bar, og daginn og hann hefði drukkið svolítið stíft, eins og hann bar. Við skýrslutöku hjá lögreglu 21. apríl 2018, d aginn eftir atburðinn sem í ákæru greinir, kvaðst ákærði ekki muna hvort hann hefði komið inn til A um miðja nótt aðfaranótt föstudagsins 20. apríl en fram kom hjá honum að hann hefði verið drukkinn þá nótt. 10 Við skýrslutöku hjá lögreglunni 3. september 20 19 var ákærði enn spurður hvort hann hefði farið inn í íbúð A á þeim tíma sem í ákæru greinir og kvaðst hann ekki eiga minningu um það. Áður neitaði hann að hafa farið í íbúð A um nóttina og tók fram að hefði hann farið þangað hefði honum verið boðið. Við skýrslutökuna 3. september 2019 var ákærða sýnt myndbandið sem A kvaðst hafa tekið nóttina sem um ræðir. Spurður hvort hann hefði verið í íbúð A kl. 03:38 þessa nótt sem er tíminn á upptökunni kvað hann hugsanlegt að A hefði komið upp til hans í sloppnum s ínum og talað við hann en farið niður til sín til þess að sækja drasl og hann þá elt hana niður, það gæti alveg verið. Ítrekað spurður hvort hann gæti hafa verið í íbúð A á þessum tíma kvað hann það geta verið, hann neiti því ekki. Síðar greindi hann svo f rá að hann neitaði að hafa vitað þetta og kvaðst iðulega hafa verið niðri hjá A dauðadrukkinn og þess vegna væri það ekkert nýtt. Hann kvað vel geta verið að rödd hans heyrðist á upptökunni sem um ræðir, hann væri bara ekki öruggur á því. Ráða má af framb urði ákærða fyrir dómi og hjá lögreglu sem rakinn var að hann man atburði frá þessum tíma ekki vel sökum ölvunar að því er helst má ráða af framburðinum og er framburður hans um atburði aðfaranótt 21. apríl 2018 breytilegur og ótrúverðugur og verður hann e kki lagður til grundvallar niðurstöðunni. Vitnið A hefur borið um atvik efnislega á sama veg frá upphafi. Hún bar um töku svefnlyfs og að hafa verið sofnuð á heimili sínu er ákærði kom þar inn óboðinn og hafi hún vaknað við að ákærði viðhafði þá háttsemi sem í ákæru greinir. Þótt ákærði og A séu tvö til frásagnar um það sem gerðist fær vitnisburður A stoð í vitnisburði H geðlæknis, I sálfræðings og J , sérfræðings í klínískri sálfræði, sem allar lýstu sambandi milli atburðarins sem í ákæru greinir og líða n A . Vísað er til vitnisburðarins um þetta. Vitnisburður A fær og stuðning í vitnisburði K hjúkrunarfræðings sem kvað A hafa verið skýra í frásögn en henni hefði liðið mjög illa. Þá fær vitnisburður A stuðning af vitnisburði D sóknarprests sem kvað andlegt ástand A hafa verið slæmt. Hún hefði greinilega grátið mikið og ástand hennar væri líkt og hjá einstaklingum sem lent hefðu í áföllum. Þá fær vitnisburður A stoð í vitnisburði B sem kvað A hafa verið í miklu áfalli hágrátandi og skjálfandi, C og lögreglum anns nr. F sem kvað andlegt ástand A hafa verið mjög dapurt. Þá fær vitnisburður A stoð í upptöku sem hún kvaðst hafa tekið upp um nóttina er ákærði var inni í íbúð hennar. Á upptökunni sést að klukkan var 03:38. Ákærði kvaðst ekki geta útilokað að rödd hans heyrðist á upptökunni en þar heyrist kallað á X sem svarar því kalli en fyrir l iggur að A kallaði ákærða X . Það er mat dómsins, að öllu ofanrituðu og öðrum gögnum málsins virtum, að vitnisburður A sé trúverðugur og fái þann stuðning sem þarf til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni. Er samkvæmt þessu sannað með tr úverðugum vitnisburði A sem fær stuðning af vitnisburði þeirra sem báru um ástand A um nóttina eða daginn eftir atburðinn og vitna sem báru um líðan A sem rakin verður til atburðarins sem í ákæru greinir og af öðrum málsins, gegn neitun ákærða, að hann ha fi gerst sekur um háttsemina sem í ákæru greinir. Brot ákærða eru rétt færð til refsákvæða í ákærunni. Ákærði hlaut fangelsisdóm með dómi Hæstaréttar á árinu 2006 fyrir tilraun til manndráps og hann gekkst undir viðurlagaákvörðun á árinu 2013 fyrir umferð arlagabrot. Refsing ákærða er ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Liðin eru meira en þrjú og hálft ár frá því ákærði framdi brot sín og hann verður ekki sakaður um dráttinn sem orðinn er á málinu. Verður við ákvörðun refsingar að nokkru litið til tafa á málinu en sökum alvarleika brots samkvæmt 2. mgr.194. gr. almennra hegningarlaga þykir hvorki fært að skilorðsbinda refsingu í heild né að hluta. Að öllu ofanrituðu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í 18 mánuði. A á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og þykja miskabæturnar hæfilega ákvarðaðar 2.000.000 króna auk vaxta svo sem í dómsorði greinir en dráttarvextir reiknast frá 8. mars 2021 til greiðsludags en skaðbótakra fan var fyrst birt ákærða við þingfestingu málsins. Ákærði greiði 871,720 króna réttargæsluþóknun og 10.260 króna aksturskostnað Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns A . Ákærði greiði 310.940 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákær uvaldsins. 11 Ákærði greiði 1.920.140 króna málsvarnarlaun Oddgeirs Einarssonar lögmanns og Erlendi Þór Gunnarssyni lögmanni 599.602 króna þóknun vegna vinnu undir rannsókn málsins. Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna . Dröfn Kærnested saksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði greiði A kt. [...] , 2.000.000 króna í miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 20. apríl 2018 til 8. mars 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði 871,720 króna réttargæsluþóknun og 10.260 króna aksturskostnað Guðmundar St. Ragnars sonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns A . Ákærði greiði 310.940 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærði greiði 1.920.140 króna málsvarnarlaun Oddgeirs Einarssonar lögmanns og Erlendi Þór Gunnarssyni lögmanni 599.602 króna þóknun vegna v innu undir rannsókn málsins. Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun þóknunar lögmanna.