LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 14. september 2021. Mál nr. 553/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Almar Þór Möller lögmaður) Lykilorð Kærumál. Farbann. Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi. Útdráttur Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta farbanni á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. september 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnu m sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. september 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni til mánudagsins 1. nóvember 2021, klukkan 16. K æruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili kref st þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að hann verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Niðurstaða 4 Sóknaraðili styður kröfu sína um að va rnaraðila verði gert að sæta farbanni við b - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga, þar sem ætla megi að varnaraðili muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsi ngar. Vísar sóknaraðili til þess að varnaraðili hafi í að minnsta kosti 20 ár búið og starfað í . 5 Varnaraðili, sem er íslenskur ríkisborgari, hefur frá árinu 2017 haldið heimili hér á landi ásamt fjölskyldu sinni auk þess sem hann er hér í föstu starfi. Þrátt fyrir langa búsetu hans í á árum áður þykir ekkert það fram komið í málinu sem gefur ástæðu til að ætla að hann muni reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum 2 hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi. Þegar af þessari ástæðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. september 2021 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefst þess að varnaraðila, X , kt. [...] , verði gert að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 1. desember 2021, kl. 16:00. Varnaraðili andmælir kröfu lögreglustjóra og krefst þess að henni verði hafnað. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að hinn 10. 11. 2020 hafi lögreglan fengi ð tilkynningu framkvæmdastjóra lækninga hjá vegna starfa læknisins X , kt. [...] , með vísan til 3. mgr. 10. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Með tilkynningunni hafi fylgt mat tveggja óháðra sérfræðinga vegna málsins, en hluti matsins hafi verið afmáður, þ.e. nöfn og kennitölur fimm sjúklinga af átta. Hafi lögregla ályktað að verið væri að tilkynna mál vegna þriggja sjúklinga af átta. Lögreglustjóri segir að 23. 2. 2021 hafi lögregla fengið kæru frá aðstandendum A á hendur þremur aðilum; X , kt. [...] , vegna brota á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, einkum 1., 3., 4. og 5. mgr. 13. gr., 1. mgr. 19. gr., 21. gr. og 22. gr., allt sbr. 28. gr. og 211. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga; Y , kt. [...] , fyrir brot gegn lögum um heilbrigðissta rfsmenn, einkum 1. og 4. mgr. 13. gr. og 22. gr., allt sbr. 28. gr. og 211. gr., sbr. 22. og 138. gr. almennra hegningarlaga; Z , kt. [...] , fyrir brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn, einkum 1. og 4. mgr. 13. gr. og 22. gr., allt sbr. 28. gr. Álit emb ættis landlæknis í eftirlitsmáli vegna andláts A hafi legið fyrir þann 17. 2. 2021 og lögregla fengið aðgang að álitinu ásamt öðrum gögnum málsins og vegna andláta tveggja annarra sjúklinga, sem embættið hafði undir höndum þann 29. 3. 2021 að undangengnum úrskurði héraðsdóms nr. R - /2021. Þá hafi lögregla ennfremur fengið upplýsingar frá aðstandendum þriggja sjúklinga sem dáið hefðu í kjölfar lífslokameðferðar á á árunum 2018 - 2020, og aðstandendur B , kt. [...] , C , kt. [...] , og D , kt. [...] höfðu ver ið ósáttir við. Lögregla hafi í júlí 2021 óskað eftir öllum gögnum úr sjúkraskrám þeirra, sem embætti landlæknis hafði ekki hafið eftirlitsmál vegna, við , sem afhent hafi gögnin í júlí sl. Í máli þessu liggi fyrir tvö álit óháðra sérfræðinga sem gerð h afi verið að beiðni embættis landlæknis. Annars vegar í máli er varði störf X , í kjölfar athugasemda frá starfsfólki g vegna átta sjúklinga, dags. 27. október 2020 og hins vegar álit óháðs sérfræðings vegna kvörtunar aðstandenda A um meint mistök og/eða vanrækslu í veitingu heilbrigðisþjónustu á , dags. 10. ágúst 2020. Óháðu sérfræðingarnir hafi gert margvíslegar athugasemdir við sjúkdómsgreiningar, ákvarðanir, umönnun og meðferð allra sjúklinganna átta sem þau vörðuðu. Sé niður staða fyrrnefnda álitsins m.a. sú að sérfræðingarnir telja X hafa sýnt alvarlegan brest í faglegri þekkingu sem ógnað hafi öryggi sjúklinga. Í síðarnefnda álitinu hafi niðurstaða sérfræðings orðið sú að vanræksla hafi átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjó nustu á til handa A . Hafi verið látið hjá líða að meta sögu og beita viðeigandi rannsóknum til greiningar á undirliggjandi vanda. Þá hafi mistök og vanræksla átt sér stað við samtal um meðferðarmarkmið og útfærslu hennar í kjölfarið. Ekki hefðu verið f yrir hendi forsendur fyrir lífslokameðferð og hafi ábyrgur læknir sýnt af sér vanrækslu í því að taka ekki tillit til sjónarmiða aðstandenda þegar þær reyndu að koma á framfæri sjónarmiðum A varðandi einstaka þætti meðferðarinnar. Framkoma ábyrgs læknis ha fi verið ótilhlýðileg þegar ættingjar hafi óskað eftir upplýsingum um sjúkdóm sem hafi verið endurtekið skráð ranglega eftir 1. ágúst 2019. Hjúkrun hafi verið ábótavant á tímabili auk 3 þess sem til sérstakra forvarnarráðstafana hefði hátt að grípa til með t illiti til legusára. Þá hafi sérfræðingurinn talið að vanræksla í greiningu á undirliggjandi þáttum endurtekinna yfirliða ásamt því að ranglega gefa fyrirmæli um lífslokameðferð og fylgja þeirri ákvörðun eftir með staðfastri notkun morfíns og slævandi lyfs hafi stuðlað að andláti A fyrr en ella hefði mátt vera. Vísist nánar til gagna málsins. Lögreglustjóri kveðst vísa til 52. gr. laga um meðferð sakamála, 3. mgr. 10. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 og 1. og 5. tl. 1. mgr. 3. gr. laga um dán arvottorð, krufningar o.fl. nr. 61/1998, þess efnis að lögregla rannsaki mannslát. Í málinu sé verið að rannsaka andlát/mannslát sex einstaklinga sem ætla má megi hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Auk þess rannsaki lögregla meðferðir fim m annarra sjúklinga sem rökstuddur grunur sé um að allir hafi verið skráðir í lífslokameðferð á að tilefnislausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógnað. Rannsókn málsins sé í fullum gangi en til rannsóknar séu meint umfangsmikil brot kærða gegn sjúk lingum sínum sem hafi verið í mjög viðkvæmri stöðu og að mati lögreglu séu sakir alvarlegar. Að mati lögreglustjóra sé ljóst á grundvelli fyrirliggjandi gagna að rökstuddur grunur sé uppi um að kærði kunni að hafa með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 211., 213., 215. og 220. gr. sem og ákvæðum laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn. Megi ætla að ef ætluð brot sönnuðust, þá myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Lögreglustjóri segir að kærði hafi búið erlend is árum saman og telji lögregla hættu á að kærði muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum. Af þessum sökum og með vísan til alvarleika málsins telji lögregla að skilyrðum b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamálasé fullnægt í málinu. Það sé mat lögreglustjóra að nauðsynlegt sé, sbr. ofangreint, að tryggja nærveru kærða hér á landi og að honum verði gert að sæt a farbanni, sbr. 1., 2., og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til alls framangreinds, b - liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 1., 2., og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einku m ákvæða 211., 213., 215. og 220. gr. og laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn, telji lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að kærða verði gert að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 1. desember 2021, kl. 16:00. Af hálfu kærða er kröfu lögre glustjóra mótmælt. Hann segir að til að taka megi kröfu lögreglustjóra til greina verði tvö skilyrði að vera uppfyllt, sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Rökstuddur grunur verði að vera uppi um að kærði hafi framið refsivert brot og að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Hvorugt skilyrðið sé uppfyllt. Í málinu sé ekki uppi rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi kærða. Slíkur grunur þurfi að vera studd ur af einhverju sem fram hafi komið við rannsókn lögreglu. Allur grunur sé órannsakaður og gagna hafi verið aflað einhliða og án aðkomu kærða. Slík gögn hafi ekki sönnunargildi. Af hálfu kærða er byggt á því að enginn þeirra einstaklinga sem málið varði ha fi fengið lífslokameðferð, allir hafi fengið líknandi meðferð eða einkennameðferð. Í málinu sé uppi mikill misskilningur en á hafi líknandi meðferð lengi verið skráð sem lífslokameðferð. Í engu þeirra mála sem til rannsóknar séu, sé uppi rökstuddur gru nur. Af hálfu kærða er bent á að hann sé Íslendingur, starfi hér, eigi hér fasteign og fjölskyldu, unnustu, börn og móður. Hann eigi ekki eignir í sem máli skipti og hafi ekki gilt lækningaleyfi annars staðar en hér á landi. Hann hafi engin áform um a ð flýja. Af hans hálfu er vakin athygli á því að talsverður tími 4 sé liðinn frá því málið hafi komið upp og hafi það meðal annars verið rætt talsvert opinberlega, án þess að kærði hafi reynt að komast undan og úr landi. Hann hafi verið yfirheyrður af lögreg lu 18. ágúst og ekki hafi hann flúið eftir það. Hann hafi verið viðstaddur þinghald vegna kröfu lögreglustjóra en ekki farið huldu höfði. Kærði hafi mikil og gróin tengsl við Ísland en engin við útlönd. Sé þannig ekki uppfyllt skilyrði um að ætla megi að h ann muni reyna að koma sér undan. Vegna þeirra sjónarmiða lögreglustjóra, að kærði hafi lengi átt heima og starfað í , er af hálfu kærða byggt á því að ótækt sé, að þeir sem numið hafi og starfað erlendis, eigi eftir heimkomu meiri hættu á því en aðrir að verða gert að sæta farbanni. Kærði hafi búið og starfað í en flutt til Íslands árið 2017 og starfað hér síðan. Svo sem rakið hefur verið hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum til meðferðar mál er embættið telur varða meinta refsiverða háttsemi var naraðila. Kveðst lögreglustjórinn rannsaka málið sem hugsanlegt brot gegn lögum nr. 19/1940, einkum 211., 213., 215. og 220. gr., og hugsanlegt brot gegn lögum nr. 34/2012. Svo sem greinir í kröfu lögreglustjóra aflaði lögreglustjóri álits sem embætti land læknis hafði unnið í eftirlitsmáli vegna andláts sjúklingsins A . Í álitinu segir meðal annars að A hafi hrakað í ellefu vikna langri legu. Hún hafi verið með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verði að telja líklegt að hafi or ðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hafi hlotið. Í niðurstöðum sínum kemst landlæknir meðal annars að þeirri niðurstöðu ekki aðeins hafi orðið misbrestur á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu við sjúklinginn heldur hafi í ákve ðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök kærða, sem borið hafi meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð sjúklingsins. Samkvæmt e lið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir meðal annars það hlutve rk að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og samkvæmt j lið sömu greinar að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Þegar á framanritað er horft verður að telja uppfyllt það skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, að fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi viðhaft háttsemi er fangelsisrefsing er lögð við. Við mat á því hvort uppfyllt sé það skilyrði b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, að ætla megi að sakborningur muni reyna að komast úr land i í því skyni að koma sér undan málsókn, er meðal annars til þess að líta hvernig persónulegar aðstæður hans eru, svo sem búseta, fjölskylda, starf og slíkt. Í þessu máli er kærði Íslendingur, á heima hér og starfar. Hann á hér lögheimili og fjölskyldu. Ek kert hefur komið fram um að hann eigi fjölskyldu annars staðar. Þessi atriði eru til þess fallin að draga úr líkum þess að kærði freisti þess að hverfa úr landi til langframa. Þá er ljóst að nokkuð er liðið frá því málið kom upp, án þess að kærði hafi brug ðið á það ráð að koma sér undan og úr landi. Eins og áður segir er allnokkur tími liðinn frá því málið kom upp. Á því hefur meðal annars orðið sú þróun undanfarið að kærða hefur verið tilnefndur verjandi og lögreglustjóri hefur lagt fram kröfu um dómkvaðn ingu matsmanna til mats á nánar tilgreindum álitamálum. Kærði mun eiga að baki margra ára nám og starf við grein sína í , en hafa flutt til Íslands árið 2017. Þegar á þetta er horft og alvarleika sakargifta verður, þrátt fyrir það sem segir um aðstæður kærða að öðru leyti, að fallast á með með lögreglustjóra að hætta sé á því að varnaraðili muni reyna að komast úr landi eða leynast, ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Þykja því uppfyllt skilyrði b - liðar 1. mgr. 95. gr. , sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 til þess að fallast á kröfu lögreglustjóra, en kröfunni þykir á þessu stigi hæfilega markaður sá tími sem í úrskurðarorði segir. Af hálfu lögreglustjóra gerir kröfuna Alda Hrönn Jóhannsdóttir en Almar Þ. Möller lögm aður er verjandi kærða. Þorsteinn Davíðsson kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðila, X , kt. [...] , er bönnuð för af Íslandi allt til mánudagsins 1. nóvember 2021, kl. 16:00.