LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 1. desember 2020. Mál nr. 676/2020 : Ákæruvaldið (Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðs saksóknari ) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Þinghald. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að hafna kröfu X um að þinghöld í máli ákæruvaldsins gegn honum yrðu háð fyrir luktum dyrum á meðan X og geðlæknar gæfu skýrslu við aðalmeðferð málsins. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson, Jón Höskuldsson og Kristbjör g Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. nóvember 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 2020 í málinu nr. S - /2020 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að þinghald í málinu yrði lokað. Kæruheimild er í b . lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnar aðili krefst þess að aðalmeðferð málsins fari fram fyrir luktum dyrum þegar ákærði og geðlækn a r gefa skýrslu. Niðurstaða 4 Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, skulu dómþing háð í heyranda hljóði. Frá þv í má þó víkja, meðal annars til að gæta hagsmuna málsaðila, sbr. a. lið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. þeirrar greinar, þar sem dómara er veitt heimild til að ákveða að þinghöld í sakamáli skuli vera lokuð til hlífðar sakborningi. Um er að ræða undantekningu frá fyrrgreindri meginreglu íslensks réttarfars sem ber að skýra þröngt. Að því gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar ber að staðfesta hann. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 2020 Ákærða er gefin að sök brenna, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa fimmtudaginn 25. júní 2020 kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð að [...] í Reykjavík og á tveim stöðum í gólfi í sameigi nlegu rými á sömu hæð, undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins og valdið þeim eldsvoða sem hafi haft í för með sér almannahættu en 13 manns eru talin hafa verið í húsinu þegar ákærði á að hafa kveikt eldinn. Afleiðing háttseminnar er talin vera að tilg reindir einstaklingar sem voru í húsinu létust og aðrir urðu fyrir líkamstjóni. Ákærði neitar sök. Verjandi ákærða hefur krafist þess að þinghöld verði lokuð þegar ákærði gefur skýrslu og þegar geðlæknar sem skoðað hafi ákærða gefa skýrslu. Vísar verjandi til a. liðar 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til stuðnings kröfunni. Sækjandi og réttargæslumaður brotaþola hafa mótmælt kröfunni. Var málið tekið til úrskurðar að loknum málflutningi 12. nóvember sl. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt að dómþing skuli háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Samkvæmt a. lið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 getur dómar i ákveðið að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, til hlífðar sakborningi, brotaþola, vandamanni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar. Ríkar ástæður verða að vera fyrir hendi til að vikið verði frá fyrrgreindri meginreglu stjórnarskrárinnar um að þinghöld í dómsmálum skuli vera opin. Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varðar að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira til að koma svo að það verði gert, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 19. apríl 2002 í máli nr. 179/2002 sem birtur er í dómasafni það ár, bls. 1406. Samkvæmt því er þeirri kröfu hafnað að þinghöld málsins þar sem ákærði eða geðlæknar gefi skýrslu skuli háð fyrir luktum dyrum. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu ákærða um að þinghöld verði lokuð þegar ákærði eða geðlæknar gefi skýrslu.