LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 11. janúar 2021. Mál nr. 704/2020 : ALC A321 7237 , LLC (Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður ) gegn Skúl a Mogensen ( Reimar Pétursson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Vanreifun. Frávísun frá héraðsdómi staðfest. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi kröfum A, LLC gegn S í gagnsök þar sem þess var krafist að S og I ohf. yrði gert að greiða A, LLC óskipt tilteknar fjárhæðir ásamt tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Í hinum kærða úrskurði, sem L andsréttur staðfesti með vísan til forsendna, var talið að verulega skorti á að málsgrundvöllur A, LLC væri í heild sinni nægilega skýr og væru þeir annmarkar svo verulegir að kæmi niður á möguleikum S til að halda uppi vörnum í málinu. Úrskurður Landsr éttar L andsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Hervör Þorvaldsdóttir og Hildur Briem , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. desember 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 21. desember 202 0 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. nóvember 2020 í málinu nr. E - 1085/2020 þar sem kröfum sóknaraðila í gagnsök gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 1 43 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, ALC A321 7237, LLC, greiði varnaraðila, Skúla Mogensen, 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. nóvember 2020 Mál þetta var tekið til úrskurðar 20. nóvember sl. að loknum munnlegum málfutningi um frávísunarkröfu gagnstefnda, Skúla Mogensen. Í þessum þ ætti málsins krefst gagnstefndi þess að gagnsök sem gagnstefnandi, ALC A321 7237 LLC, höfðaði 12. mars sl. verði vísað frá dómi að því er hann varðar og honum úrskurðaður málskostnaður. Gagnstefnandi krefst þess að frávísunarkröfunni verði hafnað og tekið verði tillit til þessa þáttar málsins við endanlega ákvörðun málskostnaðar. Aðrir aðilar, aðalstefnandi, Isavia ohf. , og stefndi, íslenska ríkið, hafa ekki látið þennan þátt málsins til sín taka. Flugfélagið WOW air hf., leigutaki flugvélarinnar TF - GPA, var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms 28. mars 2019. Við gjaldþrot félagsins og riftunar leigusamningsins leitaðist gagnstefnandi, eigandi og leigusali flugvélarinnar, við að ná umráðum hennar af aðalstefnanda. Af hálfu aðalstefnanda var afhendingu vélarinnar hins vegar hafnað og vísað til þess að honum væri heimilt, til tryggingar greiðslu skulda Wow air hf. við aðalstefnanda, að aftra för vélarinnar með vísan til 1. mgr. 136. gr. loftferðarlaga nr. 60/1998. Um þennan ágreining aðila voru rekin þrjú dómsmál og komu tvö til kasta Hæstaréttar, sbr. dóma réttarins í málum nr. 29/2019 og 43/2019. Í síðargreinda hæstaréttarmálinu hafði héraðsdómur með úrskurði 17. júlí 2019 fallist á kröfu gagnstefnanda um að honum væri heimilt með beinni aðfar argerð að fá flugvélina tekna úr umráðum aðalstefnanda. Þá lá fyrir að vélin hafði verið afhend gagnstefnanda eftir áskorun sýslumanns þar að lútandi degi síðar eða 18. sama mánaðar. Með vísan til þessara atvika var með dómi Hæstaréttar 23. september 2019 staðfestur úrskurður Landsréttar um frávísun málsins. Aðalstefnandi höfðaði aðalsök málsins með stefnu birtri 6. janúar sl. gegn gagnstefnanda og stefnda, íslenska ríkinu, og krafðist þess að þeir greiddu sameiginlega 1.352.495.210 krónur og 5.986.630 evr ur ásamt nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Samkvæmt stefnu er krafan tilkomin vegna fjártjóns sem aðalstefnandi varð fyrir vegna fyrrgreinds úrskurðar héraðsdóms 17. júlí 2019 og aðfarargerðar sýslumannsins á Suðurnesjum degi síðar. Með gagnstefnu birtri 12. mars sl. höfðaði gagnstefnandi gagnsök gegn aðalstefnanda og gagnstefnda og krafðist þess að þeir yrðu sameiginlega dæmdir til greiðslu 1.890.833 bandaríkjadala, 369.504 evra og 55.457.390 króna ásamt nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Með greinargerð gagnstefnda sem lögð var fram 28. apríl sl. var þess krafist að öllum kröfum gagnstefnanda gegn honum yrði vísað frá dómi, svo sem fyrr segir. Sjónarmið aðila í þessum þætti málsins Gagnstefndi vísar til þess að aðalstefnandi hafi engum k röfum beint að sér í aðalsök, en gagnstefnda hafi einungis verið kunnugt um málaferli aðalstefnanda og gagnstefnanda úr fjölmiðlum. Gagnstefndi telur heimild skorta til þess að hann sé gerður aðili málsins í gagnsök, en auk þess beri gagnstefnan ekki með s ér á hvaða grundvelli það sé gert. Gagnstefndi telur að samkvæmt 28. gr. laga nr. 91/1991 sé einungis það hugtak. Sama eigi við um útgáfu framhaldsstef nu samkvæmt 29. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr., laga nr. 91/1991. Þá sé það andstætt 19. gr. laganna að aðili, sem stefnt er í máli, geti aukið við grundvöll málsins svo sem hér sé gert. Úrræði varnaraðila til að auka við aðild máls séu bundin við þann möguleik a að stefna þriðja aðila til réttargæslu ef svo ber undir, sbr. 21. gr. laganna. Að þessu frátöldu telur gagnstefndi að málatilbúnaður gagnstefnanda sé vanreifaður og verulega skortir á rökrétt samhengi í framsetningu hans, einkum að því leyti sem horfi v ið gagnstefnda. Hringlað sé saman umfjöllun um hann og aðalstefnanda án þess að fyrir því séu nokkrar forsendur. Gefið sé til kynna 3 að gagnstefndi beri með einhverjum hætti skaðabótaábyrgð vegna ætlaðra brota á reglum um ríkisaðstoð, vegna ætlaðra brota s em fólust í því að för farþegavélar var aftrað og vegna ætlaðra brota sem hafi falist í því að skuldum var safnað. Gefið sé í skyn að WOW air hf. hafi verið ógjaldfært áður en það var tekið til skipta án þess að forsendur slíkrar staðhæfingar séu studdar, svo sem með vísan til skuldastöðu, skorts á fjármagni til lengri tíma og nákvæmrar tímasetningar. Loks telur gagnstefndi reifun gagnstefnanda á tjóni sínu óskiljanlega, einkum að því leyti sem þær beinist gegn gagnstefnda. Af hálfu gagnstefnanda er því mó tmælt að ekki sé heimilt að hafa uppi kröfur gegn nýjum aðila í gagnsök samkvæmt 28. gr. laga nr. 91/1991. Þvert á móti verði ráðið af dómaframkvæmd að þetta sé heimilt ef skilyrði samaðildar eða samlagsaðildar séu uppfyllt. Áréttar gagnstefnandi að á því sé byggt að aðalstefnandi og gagnstefndi hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi í samráði og samvinnu og beri þeir óskipta skaðabótaábyrgð á tjóni gagnstefnanda. Að því er varðar sjónarmið gagnstefnda um vanreifun málsins er vísað til þess að í gagn stefnu sé þáttur hans sérstaklega reifaður og ítarlega sé rökstutt hvernig hann olli tjóni gagnstefnanda ásamt aðalstefnanda. Svo sem áður greinir hafa aðrir aðilar málsins ekki látið þennan þátt þess til sín taka. Niðurstaða Í gagnsök byggir gagnstefnandi kröfu sína um óskipta skaðabótaábyrgð gagnstefnda og aðalstefnanda á þremur megin málsástæðum. Í fyrsta lagi er á því byggt að aðalstefnanda hafi ekki verið heimilt að aftra brottför loftfarsins frá Keflavíkurflugvelli með st oð í 1. mgr. 136. gr. loftferðalaga nr. 60/1998. Beri gagnstefndi og aðalstefnandi óskipt skaðabótaábyrgð á því tjóni sem gagnstefnandi varð fyrir af þeim sökum, enda hafi þeir sameiginlega komið þeirri ráðstöfun til leiðar. Í málinu er ágreiningslaust að þær ráðstafanir aðalstefnanda, sem hér er vísað til, urðu allar eftir að WOW air hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 28. mars 2019, en fyrir liggur í málinu að flugvélin TF - GPA var á þeim tíma í umráðum aðalstefnanda. Með hliðsjón af þessum óumdeildu atviku m telur dómurinn að brýnt tilefni hafi verið fyrir gagnstefnanda að gera grein fyrir því hvernig gagnstefndi varð valdur að því, ásamt aðalstefnanda, að aftra afhendingu flugvélarinnar til gagnstefnanda þannig að hann beri persónulega skaðabótaábyrgð ásamt aðalstefnanda. Enga slíka umfjöllun er hins vegar að finna í málatilbúnaði gagnstefnanda og er málatilbúnaður hans að því leyti vanreifaður. Í annan stað byggir gagnstefnandi kröfu sína á því gagnstefndi hafi, í samráði við aðalstefnanda, stuðlað að því að WOW air hf. hafi safnað skuldum í skjóli þess að heimta mætti greiðsluna af gagnstefnanda ef illa færi. Að því er varðar gagnstefnda verður að skilja þessa málsástæðu á þá leið að honum, sem forstjóra WOW air hf., hafi verið eða mátt vera ljóst að félag ið væri í reynd ógjaldfært eða yrði það fyrirsjáanlega og þá með þeim afleiðingum að gagnstefnandi yrði fyrir tjóni. Í málatilbúnaði gagnstefnanda er þó ekki rökstutt á hvaða nánara tímamarki gagnstefnda mátti vera ljós fyrirsjáanleg ógjaldfærni WOW air hf . Því síður er í málatilbúnaði gagnstefnanda útskýrt með hvaða hætti gagnstefndi olli eða mátti sjá fyrir atburðarrás viðvíkjandi afhendingu áðurgreinds loftfars eftir gjaldþrot félagsins. Er grundvöllur kröfugerðar gagnstefnanda gegn gagnstefnda því einni g vanreifaður að þessu leyti. Í þriðja lagi grundvallar gagnstefnandi málatibúnað sinn á því að háttsemi aðalstefnanda hafi falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð til WOW air hf. og brot á samkeppnislögum. Í málatilbúnaði aðalstefnanda er þó hvergi rökstutt hve rnig hinn ætlaða ólögmæta ríkisaðstoð og samkeppnisbrot félagsins voru til þess fallin að valda honum, sem eiganda flugvélarinnar TF - GPA, því fjárhagstjóni sem hann krefst bætt úr hendi gagnstefnda. Samkvæmt framangreindu skortir verulega á að málsgrundv öllur gagnstefnanda gagnvart gagnstefnda sé í heild sinni nægilega skýr og eru þeir annmarkar svo verulegir að telja verður að komi niður á möguleikum hans til að halda uppi vörnum í málinu. Af þessum ástæðum verður fallist á kröfu gagnstefnda um frávísun málsins. Er því hvorki þörf á því að fjalla um hvort skilyrðum samlagsaðildar sé fullnægt, þannig heimilt sé að hafa uppi kröfu gegn nýjum aðila í gagnsök, né leysa úr því hvort töluleg útlistun bótakröfu gagnstefnda sé fullnægjandi að því er varðar gagnst efnda sérstaklega. Eftir þessum úrslitum verður gagnstefnandi úrskurðaður til að greiða gagnstefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 496.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 4 Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrs kurðarorð: Kröfum gagnstefnanda, ALC A321 7237 LLC, gegn gagnstefnda, Skúla Mogensen, er vísað frá dómi. Gagnstefnandi greiði gagnstefnda 496.000 krónur í málskostnað.