LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 7. apríl 2021. Mál nr. 232/2021 : Sóttvarnalæknir (Edda Björk Andradóttir lögmaður ) gegn A (Reimar Pétursson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Sóttvarnalög. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun frá Landsrétti Útdráttur Ágreiningur málsins laut að gildi ákvörðunar S um að A skyldi dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi á grundvelli 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021 þar til niðurstaða úr seinni sýnatöku reyndist neikvæð, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Í úrskurði Lan dsréttar kom fram að S skorti lögvarða hagsmuni af því að Landsréttur leysti úr kröfu hans og var málinu því vísað frá dómi án kröfu. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. apríl 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. apríl 2021 í málinu nr. R - / 2021 þar sem felld var úr gildi ákvörðun sóknaraðila um að varnaraðili skyldi dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi á grundvelli 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID - 19, þar til niðurstað a úr seinni sýnatöku reyndist neikvæð, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Kæruheimild er í 2. mgr. 15. gr. b sóttvarnalaga nr. 19/1997. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og staðfest verði ákvörðun hans um að varnarað ili skuli dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi samkvæmt 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021 þar til niðurstaða úr seinni sýnatöku reynist neikvæð, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og þóknunar til h anda skipuðum talsmanni sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Eitt meginskilyrði fyrir því að dómstólar leysi úr sakarefni er að það skipti máli fyrir stöðu aðila að lögum að fá dóm um það. Þessi regla um nauðsyn lögvarinna hagsmuna 2 by ggist á því að ekki verði lagt fyrir dómstóla að leysa úr málefni sem engu skiptir lagalega fyrir aðilana að fá niðurstöðu um. Kæra sóknaraðila barst Landsrétti í gær klukkan 15:11 en greinargerð varnaraðila í dag klukkan 14:55 og var þá fyrst hægt að úrsk urða í málinu, sbr. 1. mgr. 195. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 5 Fyrir liggur að varnaraðili og fjölskylda hennar yfirgáfu sóttvarnahús eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar, sbr. 2. málslið 2. mgr. 15. gr. b sóttvarnalaga. Samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem birtist á vef Stjórnarráðs Íslands 5. apríl s íðastliðinn hefur sóknaraðili einnig brugðist við hinum kærða úrskurði með þeim hætti að þeim sem dvelja á sóttkvíarhótelum verði gerð grein fyrir því að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Loks liggur fyri r að þeirri dvöl sem ákvörðun sóknaraðila mælti fyrir um hefði þegar verið lokið en foreldrar varnaraðila gengust undir síðari sýnatöku í morgun og reyndist niðurstaðan neikvæð. 6 Samkvæmt þessu skortir lögvarða hagsmuni af því að Landsréttur leysi nú úr kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila. Verður málinu því vísað frá dómi án kröfu. 7 Þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisauka skatti eins og í úrskurðarorði greinir, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila, A , Reimars Péturssonar lögmanns, 150.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaví kur 5. apríl 2021 Málsmeðferð og dómkröfur aðila Krafa sú sem hér er til úrlausnar barst dómnum með tölvuskeyti á páskadag sunnudaginn 4. apríl 2021 R eykjavík. sóttkví í sóttvarnahúsi í húsnæði Fosshótels, Þórunnartúni 1, Reykjavík, þar til niðurstaða úr seinni sýnatöku liggur fyrir, sbr. 2. mgr. 15. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Varnaraðili krefst þess að henni verði umsvifalaust leyft að yfirgefa sóttvarnarhúsið Þórunnartúni án þess að slíkt hafi nokkra eftirmála og að henni ásamt fjölskyldu verði í staðinn leyft að fara í sóttkví í sumarbústað fjö Þá er gerð krafa um að þóknun talsmanns verði greidd úr ríkissjóði. Mál þetta hefur verið rekið samhliða málum um þrjár aðrar kröfur sem bárust dóminum nóttina áður en þetta mál barst um hádegisbil í gær vegna varnaraðila og þriggja annarra fjölskyldumeðlima hennar. Málið var þingfest í gær klukkan 15:00. Við þá fyrirtöku málsins var því lýst yfir af hálfu aðila að gagnaöflun 3 væri lokið og málið tilbúið til munnlegs flutnings. Var málið tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi um kl. 19:30. Málsástæður og lagrök eru tímans vegna teknar að mestu leyti óbreyttar u pp eftir kröfuskjali sóknaraðila og málsástæður og lagarök varnaraðila eru af sömu ástæðu teknar upp orðrétt eins og sjá má að Landsréttur hefur að nokkru látið óátalið í málum sem rekin eru um rannsóknarmál og um þvingunarúrræði eftir lögum um meðferð sak amála nr. 88/2008, en málsmeðferðartími í þessu máli og meðferð þess frá móttöku kröfuskjals og þar til úrskurður var uppkveðinn tók nokkuð mið af þeirri tilhögun. Skipaður talsmaður varnaraðila gerði enda ítarlega grein fyrir sjónarmiðum hennar við umfang smikinn málflutning um kröfurnar sbr. framangreint til stuðnings þeirri kröfu að ákvörðun sóknaraðila yrði felld úr gildi. Málavextir Málavextir eru í grunninn mjög einfaldir og verða að miklu leyti raktir undir umfjöllun um málsástæður og lagarök aðila. sóknaraðila, að fara með hópferðarbifreið til Reykjavíkur í sóttvar narhús á grundvelli nýsettrar reglugerðar heilbrigðisráðherra nr. 355/2021, sem sett var á grundvelli sóttvarnalaga nr. 19/1997. Mótmælti varnaraðili fyrir sína hönd og fjölskyldu sinnar og gerðu kröfur um að fá að dvelja í sumarhúsi sínu eða heimili í Rey kjavík á meðan á sóttkví stæði. Þessu hafnaði sóknaraðili með ákvörðun 4. apríl sl. og bar ákvörðun sína í kjölfarið undir dóminn með tölvuskeyti sama dag sbr. framangreint. Helstu málsástæður sóknaraðila Sóknaraðili bendir á að varnaraðili hafi verið á ferðalagi frá skilgreindu hættusvæði í áhættu m.t.t. smits af alvarlegum smitsjúkdómi sem ógnar lýðheilsu, COVID - 19 af völdum SARS - CoV - 2 veiru, sem falli undir sóttvarnalög nr. 19/1997. COVID - 19 sé smitsjúkdómur af völdum kórónuveirunnar SARS - CoV - 2. Þann 30. janúar 2020 hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna COVID - 19 og 11. mars s.á. lýst yfir heimsfaraldri vegna farsóttarinnar. Fyrsta tilvik sjúkdómsins hafi verið greint á Íslandi þann 28. febrúar 2020, en frá því að faraldurinn hófst hér á landi hafi um 10.000 einstaklingar greinst með sjúkdóminn, um 320 verið lagðir inn á sjúkrahús, 51 lagst inn á gjörgæsludeild, 29 þurft á aðstoð öndunarvéla að halda og 29 manns látist. Auk þess glími margir við langvarandi eftir köst sjúkdómsins. Á heimsvísu hafi faraldurinn verið í uppsveiflu að undanförnu og hafi nú um 130 milljónir greinst og tæplega þrjár milljónir látist, en telja verði að tölurnar séu talsvert hærri í raun vegna vangreininga og vanskráninga víða. Helstu ein kenni COVID - 19 líkjist inflúensusýkingu, þ.e. hósti, hiti, hálssærindi, andþyngsli, bein - og vöðvaverkir og þreyta. Jafnframt hafa margir sjúklingar orðið fyrir tapi á lyktar - og bragðskyni. COVID - 19 getur valdið lífshættulegum veikindum með neðri öndunarf ærasýkingu, lungnabólgu, öndunarbilun, fjölkerfabilun og í mörgum tilvikum dauða. Rannsóknir á mögulegum eftirköstum sjúkdómsins og langtímaáhrifum séu hafnar en niðurstöður slíkra rannsókna liggi ekki endanlega fyrir. Ljóst sé þó að margir einstaklingar g líma við langvarandi eftirköst sjúkdómsins eins og t.d. óeðlilega þreytu, öndunarerfiðleika, hæsi, vöðvaverki, eymsli í liðum og vöðvum, höfuðverk, einbeitingarörðugleika, svefnleysi og sköddun á lungum, hjarta, nýrum eða heila og tapi á lyktar - og bragðsk yni. Sjúkdómurinn sé bráðsmitandi, en smitleiðir milli einstaklinga séu snerti - og dropasmit. Þannig dreifist veiran þegar sýktur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér í návígi við aðra í sama rými og heilbrigðir einstaklingar anda að sér dropum/úða frá hinum sýkta. Veiran geti einnig lifað í einhvern tíma á öðrum snertiflötum þar sem droparnir lenda. Útsettir fyrir smiti séu allir þeir sem hafa umgengist sýktan einstakling eða verið innan við 1 - 2 metra frá sýktum einstaklingi eða snert sameiginlega snertifleti. Einstaklingar geta smitað í 1 - 2 daga áður en einkenni koma fram en sumir eru smitandi þrátt fyrir lítil sjúkdómseinkenni. 4 Á undanförnum mánuðum hafi gengið vel að halda útbreiðslu heimsfaraldursins í skefjum hérlendis en aðhaldsaðgerðum hafi verið beitt innanlands ásamt markvissum skimunum á landamærum. Tvöfaldri skimun á landamærum hafi verið beitt síðan um miðjan ágúst og hafi um 730 einstaklingar verið greindir á landamærum, þar af 530 í fyrri skimun og 200 í seinni skimun. Á sama tíma hafi um 3.500 manns greinst innanlands. Reynslan af baráttunni gegn COVID - 19 hérlendis hafi sýnt að greining smita á landamærum sé lykilatriði til að halda faraldrinum í skefjum. Þau innanlandssmit sem hafi greinst hérlendis hafi langflest verið rakin til nokkurra tuga afbrigða veirunnar sem bor ist hafi til landsins með ferðamönnum, og komist fram hjá þágildandi aðgerðum á landamærum og dreift sér innanlands. Þriðja bylgja faraldursins sem geisað hafi sl. haust hafi verið sem dæmi af völdum einnar undirtegundar veirunnar sem rekja hafi mátt til t veggja ferðamanna, en í þeirri bylgju hafi mörg hundruð einstaklingar sýkst, tæplega 200 voru lagðir inn á sjúkrahús og 19 létust. Þótt líta megi svo á að vel hafi gengið hérlendis hafi faraldurinn verið í miklum vexti í flestum löndum heims, þótt oft sé beitt mun strangari sóttvarnaaðgerðum en hér. Undanfarnar vikur hafi greiningar á landamærunum leitt í ljós nýtt afbrigði af SARS - CoV - 2, breska afbrigðið svokallaða. Það afbrigði hafi reynst vera mun meira smitandi en fyrri afbrigði og valdi auk þess alva rlegri sjúkdómi. Þau smit sem hafi greinst hérlendis megi í flestum tilfellum rekja til ferðamanna, sem séu búsettir á Íslandi og með íslenskar kennitölur, sem komið hafi til landsins í gildistíð þágildandi laga, þegar ferðamönnum hafi verið gert að sæta s óttkví og einangrun, alla jafna í heimahúsi, sem og tvöfaldri skimun við komuna til Íslands. Að mati sóknaraðila hafi því verið ljóst að Ísland væri á viðkvæmum tímapunkti í baráttunni gegn COVID - 19. Aðgerðir á landamærunum hafi ekki verið að skila tilæt luðum árangri við að koma í veg fyrir að smit bærust til landsins. Hefði það leitt til þess að ný og meira smitandi afbrigði veirunnar hefðu verið að greinast með ferðamönnum á meðan útbreiðsla bólusetninga sé ekki nægilega mikil til að skapa víðtækt ónæmi . Hefði reynslan sýnt að nóg væri að missa nokkra smitaða einstaklinga inn í landið til að setja af stað stórar hópsýkingar með alvarlegum afleiðingum. Til að bregðast við þeirri þróun hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að lágmarka dreifingu veirunn ar hérlendis, m.a. með reglugerð nr. 355/2021. Samkvæmt reglugerðinni sé gert ráð fyrir að sýni séu tekin af bæði börnum og fullorðum við komu til landsins, en sýnataka af börnum hafði ekki farið fram til þessa. Einstaklingum með vottorð um fyrri sýkingu a f völdum COVID - 19 og bólusetningu gegn SARS - CoV - 2 hafi verið gert að fara í eina skimun á landamærum, þar sem dæmi hafi verið um einstaklinga sem borið hafi veiruna með sér til landsins þrátt fyrir bólusetningu. Loks hafi verið sett ákvæði í 5. gr. regluge rðarinnar um að einstaklingar sem kæmu frá sérstökum áhættulöndum þar sem tíðni COVID - 19 sé mjög há yrði gert að dvelja í sérstökum sóttvarnahúsum í 5 daga, þar sem unnt sé að hafa eftirlit með því að sóttkví sé fylgt, en dæmi hefðu sýnt að hópsýkingar hef ðu farið af stað með alvarlegum afleiðingum vegna þess að ekki hafi verið unnt að tryggja með fullnægjandi hætti að aðilar búsettir hérlendis fylgdu reglum um sóttkví. Varnaraðili sé vegna ferðalags frá hættusvæði í áhættu m.t.t. smits af alvarlegum smits júkdómi sem ógni lýðheilsu, COVID - 19 af völdum SARS - CoV - 2 veiru, sem falli undir sóttvarnalög nr. 19/1997. Við komu landi, verið skyldaður í 5 daga s óttkví í sóttvarnahúsinu á Fosshótel Reykjavík samkvæmt fyrirmælum 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021, sem sett sé á grundvelli 13. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 m.s.br. meðan gengið yrði úr skugga um smit eða smitleysi, sbr. 4. gr. reglugerðarinnar. Hafi mál ið sætt meðferð skv. 14. gr. laganna og eftir að varnaraðili hafi lýst sig ósáttan með að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi hafi verið tekin stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. málsl. 5. mgr. 14. gr., um að hún skyldi sæta sóttkví í sóttvarnahúsi á grundvelli 4. mgr . 13. gr. og 2., 3. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 19/1997. 5 Af tölvubréfi lögmanns varnaraðila frá 3. apríl, sé ljóst að óskað hafi verið eftir því að ákvörðun sóttvarnalæknis um sóttkví í sóttvarnahúsi yrði borin undir dóm, sbr. 2. mgr. 15. gr. sóttvarnalag a, og krefjist sóttvarnalæknir því þess nú að ákvörðun hans verði staðfest en sóttvarnalæknir er sóknaraðili í málinu, sbr. 3. mgr. 15. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Krafa sóknaraðila um staðfestingu á ákvörðun um að varnaraðili, A , skuli dvelja í sóttk ví í sóttvarnahúsi í samræmi við 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021 þar til niðurstaða úr seinni sýnatöku reynist neikvæð, sbr. 2. mgr. 4. gr. tilvitnaðrar reglugerðar, grundvallist á 15. gr. sóttvarnalaga m.s.br., sbr. einnig 13. gr. laganna, og 5. g r. reglugerðar 355/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID - 19. Í samræmi við 4. gr. reglugerðar nr. 355/2021 skuli framkvæma seinni sýnatöku til greiningar á SARS - CoV - 2 veirunni 5 dögum eftir komu til landsins. Sé miðað v ið að dvöl í sóttvarnahúsi vari ekki í lengri tíma en taki að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku eða 5 daga, en reynist sýni úr seinni sýnatöku neikvætt sé ferðamanni ekki lengur skylt að sæta sóttkví. Reynist ferðamaður hins vegar vera með COVID - 19 skuli ha nn sæta einangrun þar til henni er aflétt, sbr. nánar 5. og 11. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021 skuli ferðamaður, sem kemur frá eða hefur dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er yfir 500 eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir (dökkrauð eða grá svæði samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu), dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Samkvæmt ákvæðinu sé heimilt að miða allt landið við það svæði þar sem nýgengisér hæst. Í fylgiskjali 3 við Ákvæði 5. gr. um almenna skyldu til dvalar í sóttvarnahúsi með þeim hætti sem kröfugerð sóttvarnalæknis lúti að, sæki stoð sína í 13. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, eins og þeim var breytt með lögum nr. 2/2021. Nánar tiltekið geti ráðherra samkvæmt 4. mgr. 13. gr. kveðið á um það í reglugerð, ef vísbendingar eru um að lýðheilsa sé í yfirvofa ndi hættu, að ferðamenn skuli undirgangast ráðstafanir sem varna útbreiðslu sjúkdóma, þ.m.t. einangrun, sóttkví, vöktun og sjúkdómsskimun. Sé jafnframt í 5. mgr. 13. gr. kveðið á um heimild til að beita fleiri en einni ráðstöfun samtímis til að bregðast vi ð tiltekinni hættu eða bráðri ógn við lýðheilsu, óháð því hvort grunur leiki á um að einstaklingur hafi orðið fyrir smiti. Framangreind ákvæði 13. gr. kveði skýrlega á um heimildir til að beita sóttkví og einangrun til þess að bregðast við yfirvofandi hætt u gegn heilsu almennings og fela ráðherra að setja nánari ákvæði í reglugerð, þar sem mælt sé fyrir um tímabundna vistun ferðamanna sem koma frá tilteknum hættusvæðum í sóttvarnahúsi, til þess að varna útbreiðslu COVID - 19 og til að vernda lýðheilsu. Um mál smeðferð fari hins vegar samkvæmt 14. gr. laganna, sbr. lokamálslið 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar. COVID - 19 faraldurinn hafi verið í miklum vexti víða í Evrópu og ný afbrigði veirunnar (m.a. breska afbrigðið) valdið yfirvöldum áhyggjum enda séu þau meir a smitandi, valdi alvarlegum veikindum og séu í einhverjum tilvikum með þeim hætti að bóluefni virki síður á þau og/eða ónæmi vegna fyrri sýkingar. Fyrir setningu reglugerðar nr. 355/2021 hefðu komið upp nokkrar hópsýkingar þar sem einstaklingar hafi grein st með hið svokallaða breska afbrigði SARS - CoV - 2. Mörg smitin hafi verið rakin til ferðamanna, búsettra hérlendis og með íslenskar kennitölur, sem komið hafi til landsins í tíð eldri reglugerða en virðist ekki hafa fylgt þágildandi reglum um sóttkví við k omu til landsins. Fjölgun þessara smita utan sóttkvíar hafi gefið skýra vísbendingu um að lýðheilsa væri í yfirvofandi hættu, sbr. 4. mgr. 13. gr., auk þess sem jafnframt hafi verið um að ræða tiltekna og bráða ógn við lýðheilsu, sbr. 5. mgr. 13. gr. laga nr. 19/1997. Verði því að telja ljóst að ráðherra hafi haft heimild til að kveða á um frekari ráðstafanir til verndar lýðheilsu í reglugerð nr. 355/2021 og til að koma í veg fyrir útbreiðslu nýrra afbrigða SARS - CoV - 2 veirunnar. Að mati sóknaraðila sé til gangur þeirra aðgerða, sem kveðið sé á um í 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021, lögmætur og í samræmi við meðalhóf. Með reglugerðinni sé verið að bregðast við yfirvofandi hættu af nýrri bylgju COVID - 19 faraldursins og þannig vernda lýðheilsu. Þau afbrigði sem hafi greinst nýlega og 6 séu rakin til ferðamanna, séu töluvert meira smitandi en áður og sé því brýnt að bregðast við með skjótum hætti til þess að afstýra nýrri bylgju. Fyrir gildistöku reglugerðar nr. 355/2021 hafi komufarþegar þurft að sæta svokallaðri heimasóttkví, en sóttkví við komuna til landsins sé liður í afkvíun landsins alls, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 19/1997. Heimasóttkví sé vægara úrræði til afkvíunar en t.d. vistun í sóttvarnahúsi sem ráðherra hafi verið heimilt að mæla fyrir um, væri það talið geta komið nægjanlega að notum við sóttvarnir miðað við aðstæður, sbr. athugasemdir við 11. gr. frumvarps til laga nr. 2/2021. Ljóst sé hins vegar að það úrræði hafi ekki borið tilskilinn árangur, þar sem nýleg dæmi sýni að helsta ástæða þess að hóps ýkingar og nýjar smitbylgjur hafa farið af stað innanlands, er fyrst og fremst sú að heimasóttkví hafi ekki þjónað því markmiði að takmarka smitdreifingu viðkomandi. Því hafi reynst nauðsynlegt nú að grípa til strangari ráðstafana og hafi 5. gr. reglugerð ar nr. 355/2021 verið sett til þess að tryggja vernd gegn því að frekari smit bærust frá tilgreindum hættusvæðum. Af þeirri ástæðu, og til að gæta jafnræðis, sé kveðið á um að allir komufarþegar frá tilgreindum hættusvæðum, eins og þau séu nánar skilgreind í 5. gr. reglugerðarinnar, sbr. einnig fylgiskjal 3 með henni, skuli sæta sóttkví í sóttvarnahúsi, óháð þjóðerni. Af lögskýringagögnum með sóttvarnalögum, sbr. breytingarlög nr. 2/2021, verði ráðið að ætlun löggjafans hafi verið að veita ráðherra og sóttv arnalækni tiltekið svigrúm við mat á því hvernig tilhögun sóttkví sé nr. 19/1997 feli ekki í sér tæmandi talningu á þeim tilfellum þar sem yfirv öldum sé heimild að nota sóttvarnahús, eins og jafnframt megi ráða af heildarlestri sóttvarnalaga, sbr. t.d. 5. mgr. 14. gr. laga nr. 19/1997. Þó fallast megi á að aðgerðir skv. 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021 feli í sér frelsisskerðingu telur sóknaraðil i ljóst af framangreindu að um sé að ræða lögmætar aðgerðir, sem byggist á heimild í lögum og fari því ekki í bága við ákvæði 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Séu þær auk þess settar til verndar heilsu almennings gegn hættunni af CO VID - 19 faraldrinum, en vísist í því sambandi til þess að íslenska ríkið beri tilteknar jákvæðar skyldur til að tryggja almannaheill skv. 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, og sé því heimilt að beita lögmætum aðgerðum sem takmarki stjórnarskrárvarin réttin di til þess að verjast ógn gegn almannaheill, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 467/2015. Enn fremur telur sóknaraðili að ákvæði a. - c. liðar 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021, sem takmarki samvistir ferðamanns á meðan dvölin vari, séu nauðsynlegar til þess að tryggja að viðkomandi fylgi sóttkví á tímabilinu og komi í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að mati ráðherra og sóknaraðila gangi umræddar aðgerðir ekki lengra en nauðsynlegt sé til að hefta útbreiðslu COVID - 19 faraldursins og vernda lýðheilsu . Vistunin vari ekki lengur en nauðsynlegt sé til að ljúka sýnatöku af varnaraðila, eða í 5 daga með þeim fyrirvara þó að einangrun taki við reynist viðkomandi vera með COVID - 19. Aðgerðirnar séu að auki ekki of víðtækar, en þær takmarkist skv. 5. gr. reglu gerðar nr. 355/2021 við þau lönd þar sem mikil hætta sé af farsótt erlendis, sbr. fylgiskjal 3 við reglugerð nr. 355/2021. Eðlilegt sé að mati sóknaraðila að miða við það svæði þar sem nýgengi sé hæst í staðinn fyrir að miða við smittíðni í hlutaðeigandi l andshluta, þar sem ógerningur sé að ganga úr skugga um að smit berist ekki milli landshluta í brottfararlandinu. Enn fremur sé í 10. gr. reglugerðarinnar mælt fyrir um heimild sóttvarnalæknis til að veita undanþágu frá sóttkví, s.s. vegna sérstakra aðstæðn a enda sé tryggt að það komi ekki niður á smitvörnum. Varnaraðili hafi ekki sótt um slíka undanþágu. Um gjaldtökuheimild vísar sóknaraðili til 3. mgr. 17. gr. laga nr. 19/1997, en um sé að ræða gjald fyrir heilbrigðisráðstöfun á grundvelli 13. gr. lagan na. Skilyrði fyrir innheimtu slíks gjalds sé að yfirvofandi og bráð ógn sé við lýðheilsu, en með vísan til fyrri umfjöllunar telji sóknaraðili ljóst að svo sé. Með hliðsjón af framanrituðu, gögnum málsins og aðstæðum öllum að öðru leyti verði að telja að sóttkví í sóttvarnahúsi sé nauðsynleg í tilviki varnaraðila til að fyrirbyggja útbreiðslu smitunar sem ógnað geti öðrum einstaklingum og velferð almennings. 7 Málsástæður og rök varnaraðila að yfirgefa sóttvarnarhúsið Þórunnartúni án þess að slíkt hafi nokkra eftirmála (s.s. sektir, ásakanir um brot á s óttvörnum eða annað í þá veru). Við förum fram á að okkur verði í staðinn leyft að fara í sóttkví í Við heitum því við drengskap okkar að hér eftir sem endranær munum við í einu og öllu fara að sóttvarnartilmælum stjórnvalda. Við teljum að dæmin sanni að okkur sé treystandi til að fara í hvívetna að sóttvarnarlögum og fyrirmælum er varða sóttkví. Við höfum áður verið í sóttkví að heimili okkar í Reykjavík síðan kórónaveiran kom til s ögunnar (C í tvígang og B í þrígang) og aldrei hafa nein brot, vandræði eða smit komið upp því tengdu. Dvöl okkar hér að Þórunnartúni er gegn okkar vilja og samþykki. Að okkar mati er þessi ráðstöfun óásættanlegt inngrip í frelsi okkar og fjölskyldulíf og brýtur gegn réttindum barna. Hér má enginn fara út undir bert loft og fjölskyldunni gert að vera í litlu afmörkuðu rými án þess að komast út (við erum í tveimur samliggjandi herbergjum, hvort með pínulitlum rafmagnsglugga). Auk þess höfum við engar hald bærar upplýsingar fengið um hvernig við getum fengið þessari ákvörðun um innilokun í Þórunnartúni hnekkt. Við teljum meðal annars að: Innilokun okkar hér sé ólögmæt og meðalhófs hafi ekki verið gætt; Ákvörðunin um innilokun okkar hér fari út fyrir eðli legar valdheimildir stjórnvalda; Hugsanlega sé brotið á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum réttindum barna með því að taka ekkert tillit til hagsmuna, þarfa og/eða líðan barna með þessari ráðstöfun. Frelsissvipting og/eða innilokun barna á að vera algjör undantekning í skýrum og einstaklingsbundnum neyðartilvikum en ekki sjálfkrafa og kerfisbundin aðgerð eins og í þessu tilfelli (að því er virðist byggt á meðaltali smita í landinu ndir viðmiðunum, eða um 300). Fyrir börn er sóttkví í sumarbústað eða á eigin heimili allt önnur og betri upplifun. Ákvörðunin taki ekkert tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna okkar, hvorki sem einstaklinga (barna sem fullorðinna) né sem fjölskyldu se m á heimili á Íslandi; Markmiðum sóttvarnaraðgerða og sóttkvíar hefði í okkar tilliti auðveldlega verið hægt að ná fullkomlega með mildari aðgerð og með fullu samþykki okkar og samvinnu, þ.e. að við séum í sóttkví og einangrun í sumarbústað á eigin kostnað eða heima hjá okkur. Þá hefur upplýsingagjöf um tilhögun þessa sóttvarnarhúss verið alvarlega ábótavant. Við höfum ekki fengið neitt upplýsingablað í hendur um hvernig við getum fengið þessari ákvörðun hnekkt og komist héðan út. Upplýsingarnar sem við fengum á Keflavíkurflugve lli varðandi þetta atriði voru þær að senda - heimasíðunni. Þegar í Þórunnartún var komið sáum við að sérstaklega er tekið fram á síðunni að þjónustan liggur niðri yfir páskana! Þrátt fyrir það sendum við þangað beiðni um a ð vera sleppt héðan og fylgdum þannig þeim einu leiðbeiningum sem okkur hafa verið gefnar í þessum efnum. Við höfum ítrekað farið fram á að fá frekari upplýsingar frá því að við komum hingað í Þórunnartún í gær og aftur í morgun um hvernig við getum komist héðan út án eftirmála en engin svör verið gefin. Okkur hefur verið sagt frá því í gærkvöldi af mjög svo vinsamlegu starfsfólki Rauða krossins að við eigum von á símtali með frekari upplýsingum en síminn hefur ekki hringt. Að auki við ofangreint teljum v ið að við séum í reynd sett í meiri smithættu hér í sóttvarnarhúsinu (og í rútunni á leiðinni hingað) heldur en ef við værum einangruð uppi í sumarbústað. Við lesum á netmiðlum að í sóttvarnarhúsinu séu staðfest smit. Hér kemur starfsfólk með matarbakka, h ér kom starfsfólk að tékka á klóaklykt í herberginu og fleiru, og hér fer starfsfólk væntanlega á milli fleiri herbergja en okkar. Slík umgengni við annað fólk og slíkir snertifletir við aðra ættu sér ekki stað ef við værum uppi í sumarbústað 8 eða heima hjá okkur. Ef eitt okkar hér verður greint með kórónuveiruna í annarri skimun er ekki útlokað ð erum með lögheimili á Íslandi kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. er varða sóttkví og sóttvarnir afar alvarlega, ekki bara í sínu eigin tilfelli heldur í tilfelli okkar og framan greinir hefur C tvívegis verið í sóttkví að heimili okkar í Reykjavík síðastliðið ár (ásamt börnunum) og B í þrígang (tvívegis á síðasta ári og einu sinni á þessu ári) án nokkurra vandkvæða. Að morgni dags 2. apríl 2021 tókum við lest frá heim för var neikvætt PCR - gærdag og fórum þá öll í annað PCR - próf. Landamæravörðurinn var afar vinsamlegur en tjáði okkur að sóttvarnarhúsið þar sem við gætum einfaldlega farið heim til okkar í sóttkví eins og við hefðum áður gert. Við spurðum hverjar yrðu afleiðingarnar af því að fara ekki í sóttvarnarhúsið og var tjáð að það yrði 250 þúsund króna sekt en á reiki var hvort slíkt yrði á hvern fullorðinn eða á fjölskyldu. Þá var okkur tjáð að einnig mundi vera lögreglueftirlit með okkur og/eða lögregluheimsóknir í sóttkví í heimahús i. Við ítrekuðum að við vildum ekki fara í sóttvarnarhúsið en heldur ekki brjóta gegn fyrirmælum stjórnvalda og eiga á hættu að borga 250 - 500 þúsund. Við ítrekuðum að okkur væri fullkomlega treystandi til að halda uppi sóttvörnum og sóttkví í sumarbústað e ða heima hjá okkur og fara í einu og öllu að tilmælum yfirvalda. Við spurðum hvernig væri hægt að fá þessari ákvörðun hnekkt í okkar tilfelli, hvort ekki væri hægt að gera það þarna strax á staðnum, og ef ekki hvert ætti að leita til að koma í veg fyrir að þurfa að fara í sóttvarnarhúsið ellegar sæta sekt. Okkur var þá eindregið sagt að fara í sóttvarnarhúsið og þegar þangað - heimasíðunni og beðið um úrlausn okkar mála þar. Þetta væri líklegast til árangurs og með þe ssum hætti yrði helst á okkur hlustað. Á þessum tímapunkti voru börnin okkur orðin óörugg og dóttir okkar grátbað okkur um að koma heim auk þess sem landamæravörðurinn benti okkur á að það væri röð á eftir okkur og við yrðum að halda áfram. Okkur var bei nt upp í rútu en áður en við fórum upp í rútuna stöðvaði ég lögreglumann úti við og bað um að því yrði skýrt komið á framfæri að við mótmæltum þessari ráðstöfun eindregið, þetta væri gegn okkar vilja og að við færum fram á að bundinn yrði endir á innilokun okkar í sóttvarnarhúsi hið allra fyrsta. Auk þess spurðum við hvort í það minnsta væri leyfilegt fyrir börnin að fara út undir bert loft í sóttvarnarhúsinu og var tjáð að já það væri búið að finna leiðir til þess ólíkt því sem hefði verið ætlunin í fyrstu . Þá var okkur beint upp í rútu þar sem við vorum saman með öðrum farþegum frá svæðum sem voru skilgreind sem áhættusvæði. Þegar að Þórunnartúni var komið var rútan stoppuð en enginn fékk að fara út strax heldur kom kona upp í rútuna og sagði að það væri s kýr krafa frá stjórnvöldum að enginn mætti fara út af sínu herbergi, ekki heldur börn. Sem fjögurra manna fjölskylda var okkur úthlutað tveimur litlum samliggjandi hótelherbergjum (innangengt á milli). Þegar við komum inn á herbergin var stæk klóaklykt en okkur sagt af afskaplega elskulegum ungum manni í sóttvarnarbúning að það væri etv. ekk i óeðlilegt þar sem herbergin hefðu ekki verið notuð svo lengi. Við létum renna vatn í niðurföllin en nú vitum við ekki hvort lyktin er farin eða hvort við erum orðin henni samdauna. Hér eru ekki svalir en einn lítill rafmagnsgluggi í hvoru herbergi. Við - 28. væði frá kl. 7 á morgnana til kl. 18 á daginn og félagslíf þar af leiðandi mjög takmarkað. Íslenskum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að taka okkar tilteknu 9 aðstæður til greina og sjá í hendi sér að við gætum og mundum uppfylla sóttvarnir og halda sót tkví í sumarbústað eða heima hjá okkur í hvívetna. Þeim hefði einnig verið í lófa lagið að halda í heiðri réttindum barna sérstaklega en þeirra hagsmunir og þarfir skulu ávallt vera í öndvegi í öllum ákvörðunum er þau varða. Slíkt hefur í engu verið sinnt í þessum efnum. Við óskum hér með eftir því að fjölskyldunni sé umsvifalaust sleppt úr þessari óþörfu innilokun. Við munum í hvívetna halda sóttkví í heiðri og framfylgja sóttvörnum og fyrirmælum yfirvalda hér eftir sem Lögmaður varnaraði la gerði sbr. framangreint ítarlega grein fyrir sjónarmiðum henna og annarra fjölskyldumeðlima við munnlegan málflutning í málinu og færði fram lagrök studd hliðsjónargögnum, fyrir því að fella bæri ákvörðun sóknaraðila úr gildi. Niðurstaða Svo sem áður apríl sl. og var þá flutt fljótlega eftir komu, ásamt fjölskyldu sinni, með hópferðabíl á vegum embættis sóttvarnalæknis, til dvalar í sóttvarnahúsi í húsnæði Fosshó tels við Þórunnartún 1, Reykjavík, á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID - 19. Eftir að móðir varnaraðila mótmælti þessari málsmeðferð, þá dveljandi í framangreindu húsnæði í Reykja vík, tók sóknaraðili ákvörðun um að hún ásamt fjölskyldu, skyldi dveljast þar áfram. Eins og málið liggur endanlega fyrir dóminum er einungis deilt um lögmæti þeirrar ákvörðunar sóknaraðila. Þá er samkomulag um að litið skuli svo á að málið sé borið upp fy rir dóminum að kröfu sóknaraðila. Krafa sú sem hér er til úrlausnar barst dómnum aðfaranótt sunnudagsins 4. apríl 2021 klukkan 00:40, en mál þetta er rekið samhliða málum um tvær aðrar kröfur sem bárust dómnum sömu nótt og málum um fjórar kröfur til viðbó tar sem bárust dómnum á hádegi í gær, þar með talin þessi. Málið var þingfest í gær klukkan 15:00. Við þá fyrirtöku málsins var því lýst yfir af hálfu aðila að gagnaöflun væri lokið og málið tilbúið til munnlegs flutnings. Var málið tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi um kl. 19:30. Ágreiningslaust er þannig með aðilum málsins að um málsmeðferð skuli farið eftir sóttvarnarlögum nr. 19/1997 eins og þau birtast eftir nokkuð umfangsmikla breytingu sem gerð var á þeim með lögum nr. 2/2021. Í 2 . mgr. 15. gr. laganna er kveðið á um það efnislega að óski málsaðili eftir því að ákvörðun lík þeirri sem hér er til umfjöllunar verði borin undir dóm skuli sóttvarnalæknir þá svo fljótt sem verða má setja fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi henn ar og afhenda hana dómstjóra héraðsdóms í þinghá þar sem málsaðili dvelst þegar ákvörðun er tekin. Því hefur því verið hreyft í málinu að ákvörðun um dvöl varnaraðila í sóttvarnahúsi hafi í raun verið tekin strax við komu hans til landsins. Sú ákvörðun ha fi byggst á þeim almennu stjórnvaldsfyrirmælum sem birtast í fyrrgreindri reglugerð nr. 355/2021, á þá leið að ferðamenn sem koma til landsins skuli að uppfylltum ákveðnum skilyrðum dveljast í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi, sbr. 5. gr. reglugerðari nnar. Í því sambandi skipti máli að sumir farþegar geti framvísað skilríkjum á landamærunum sem leiða til þess að þeir verða ekki sendir í sóttvarnahús. Fari þannig ákveðin flokkun fram við landamærin af hálfu stjórnvalda. Hvað sem þessu líður verður í til viki varnaraðila að líta svo á að ágreiningur um dvöl hennar í sóttvarnahúsi hafi fyrst komið upp þegar móðir hennar lýsti sig formlega andsnúna dvölinni og krafðist lausnar úr henni, en í framhaldi af því tók sóknaraðili þá ákvörðun sem hér er til úrlausn ar. Samkvæmt þessu verður lagt til grundvallar að málið sé réttilega rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 19/1997. I. 10 Með lögum nr. 19/1997, eins og þeim hefur síðar verið breytt, eru stjórnvöldum veittar rúmar heimildir t il að mæla fyrir um víðtækar ráðstafanir í þjóðfélaginu þegar hætta er á farsóttum innanlands, til eða frá Íslandi, eða hætta telst á útbreiðslu smits frá einstaklingum, sbr. einkum IV. kafla laganna. Lögin eiga sér skírskotun til alþjóðaheilbrigðisregluge rðarinnar sem íslenska ríkið er bundið við að þjóðarétti en með breytingarlögum nr. 43/2007 var gildissvið nr. 19/1997 fært til samræmis við reglugerðina. Löggjöfin endurspeglar þannig einnig þjóðréttarlega skuldbindingu íslenska ríkisins þess efnis að hin dra, vernda gegn og hafa hemil á útbreiðslu sjúkdóma meðal þjóða heims, með sóttvarnaráðstöfunum. Samkvæmt lögunum er ráðgert að til framangreindra ráðstafana sé jafnan gripið á grundvelli tillagna frá sóttvarnalækni, sem ber samkvæmt 2. mgr. 4. gr. lagann a ábyrgð á sóttvörnum í landinu, en embætti landlæknis ber ábyrgð á framkvæmd þeirra mála undir yfirstjórn ráðherra samkvæmt 1. mgr. sömu greinar. Ljóst er að þær ráðstafanir stjórnvalda sem hér er um að ræða eru íþyngjandi. Gildir því um þær sú grunnregla íslenskrar stjórnskipunar að þær verða að eiga sér stoð í lögum og mega ekki ganga gegn lögum, þ. á m. ákvæðum stjórnarskrár. Sömuleiðis gildir um þær sú grunnregla að þær verða að vera til þess fallnar að þjóna markmiðum sínum og mega ekki ganga lengra e n nauðsynlegt er í því tilliti. Þá ber stjórnvöldum, hér sem endranær, að virða skráðar og óskráðar reglur um jafnræði borgaranna. Stjórnarskrá lýðveldisins veitir í VII. kafla, borgurum víðtæka vernd gegn því að frelsi þeirra í víðum skilningi verði sker t, sbr. hér einkum 4. mgr. 66. gr., 67. gr. og 1. og 3. mgr. 75. gr. Þessi réttindi eru einnig vernduð af ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. samnefnd lög nr. 62/1992. Af öllu þessu leiðir að gerðar verða kröfur til þess að lög Alþingis, sem fela í s ér skerðingar á frelsi manna, séu skýr. Af þessu leiðir einnig að gera verður ríkar kröfur til þeirra heimilda sem stjórnvöldum eru fengnar að þessu leyti með almennum lögum. II. Alkunna er að farsótt hefur herjað á heimsbyggðina frá ársbyrjun 2020. Í kröfuskjali sóknaraðila til dómsins er ástandinu lýst með svofelldum hætti: - 19 er smitsjúkdómur af völdum kórónuveirunnar SARS - CoV - 2. Þann 30. janúar 2020 lýsti Alþjóðaheilbr igðismálastofnunin yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna COVID - 19 og 11. mars s.á. lýsti stofnunin yfir heimsfaraldri vegna farsóttarinnar. Fyrsta tilvik sjúkdómsins var greint á Íslandi þann 28. febrúar 2020, en frá því að faraldurinn hófst hér á landi haf a um 10.000 einstaklingar greinst með sjúkdóminn, um 320 verið lagðir inn á sjúkrahús, 51 lagst inn á gjörgæsludeild, 29 þurft á aðstoð öndunarvéla að halda og 29 manns látist. Auk þess glíma margir við langvarandi eftirköst sjúkdómsins. Á heimsvísu hefur faraldurinn verið í uppsveiflu að undanförnu og hafa nú um 130 milljónir greinst og tæplega þrjár milljónir látist, en telja verður Að mati dómsins er hafið yfir vafa að stjór nvöld höfðu brýnt tilefni til að grípa til sóttvarnaráðstafana og hafa það enn. Hins vegar fellur það utan sakarefnis málsins að leggja mat á hvort aðgerðir sóttvarnayfirvalda hafi nú eða fyrr verið réttar og skynsamlegar eða jafnvel of víðtækar almennt sé eins og málatilbúnaður varnaraðila hefur að nokkru byggst á. Kemur því einungis til skoðunar hvort skilyrði séu að lögum til að skylda varnaraðila til fyrrgreindrar dvalar í sóttvarnahúsi. Af hálfu sóknaraðila hefur verið lögð áhersla á að þær aðgerðir s em hér er deilt um séu tilkomnar einkum vegna þess að almenningur hefði í ýmsum tilvikum ekki virt fyrirmæli um sóttkví. Þannig væri úrræðið, þ.e. að skylda fólk til dvalar í svokölluðu sóttvarnahúsi á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021, ráðstöfun sem tryggði betur eftirlit með þeim sem dveldust í sóttkví hverju sinni. Samkvæmt þessu er markmið þeirra aðgerða sem hér um ræðir skýrt, það er að sporna við því að farsóttin nái útbreiðslu hér á landi. Fer ekki á milli mála að það markmið helgast af alma nnahagsmunum og er lögmætt. Brýnir hagsmunir einstaklinga og þá einnig réttindi, sem undir venjulegum kringumstæðum eru varin af 11 stjórnarskrá, verða undir öðrum kringumstæðum að víkja þegar almannahagsmunir krefjast þess, og aðgerðum er ætlað að vernda hei lsu eða réttindi annarra en þeirra, sem verða fyrir því að réttindi þeirra eru skert. Þessi sjónarmið sækja skýra stoð í mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. framangreint. Í þeim efnum verður hér vísað til e - liðar 1. m gr. 5. gr. og 8. gr. samningsins sem og niðurlags 2. gr. í samningsviðauka nr. 4 við samninginn. Þá er heimilt undir vissum kringumstæðum að skerða réttindi einstaklinga sem tryggð eru í EES - samningnum, sbr. lög nr. 2/1993, með opinberum sóttvarnaráðstöfun um. Í þessu sambandi athugast að enginn ágreiningur er í málinu um að varnaraðili skuli sæta sóttkví hér á landi, hvað sem líður umræddum grundvallarréttindum hans. Er því einungis um að ræða mótmæli varnaraðila við því að hann sæti sóttkví í umræddu sótt varnahúsi í stað þess að fá að velja sér sjálfur stað sem uppfylli almenn skilyrði sem sóttvarnalæknir hefur sett í því efni. Þá er ekki ágreiningur með aðilum um að ákvörðun um að gera varnaraðila að dveljast í sóttvarnahúsi er byggð á 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021, sem birt var 31. mars sl. og tók gildi á skírdag 1. apríl sl. Er þar um að ræða ákvæði sem sérstaklega er beint að ferðamönnum sem koma til landsins. Er óhjákvæmilegt að líta svo á að um ferðamenn gildi strangari reglur heldur en um þá sem s annanlega hafa umgengist smitaða einstaklinga, en þeir síðargreindu sæta einungis heimasóttkví samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar. Ferðamönnum er hins vegar, samkvæmt 5. gr., þ.e. ef þeir falla inn í þann hóp sem þar er skilgreindur, skylt að dvelja í sóttkv í eða einangrun og sú dvöl skal vera í sóttvarnahúsi. Ekki er um það deilt að sóttvarnayfirvöld telja dvalarstað varnaraðila, sem er hótel sem stjórnvöld hafa tekið til afnota í þessum tilgangi, vera slíkt sóttvarnahús. III. Í lögum nr. 19/1997, eins og þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur að öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af séð að hann falli undir framangreinda skilgreiningu. Hefur því ekki verið mótmælt að varnaraðili, sem á lögheimili á Ísl andi, hafi sannanlega í hús að venda og sé viljugur til að vera í sóttkví heima hjá sér eða eftir atvikum á öðrum stað sem uppfyllir skilyrði heimasóttkvíar. Það athugast að framangreind skilgreining laganna kom til í meðförum Alþingis á því frumvarpi sem varð að lögum nr. 2/2021. Byggir skilgreiningin þannig á nefndaráliti frá velferðarnefnd þingsins sem lagði hana til, einkum í þágu meðalhófs. Ásamt því að leggja til téða skilgreiningu á sóttvarnahúsi lagði nefndin til að bætt yrði við 5. gr. laganna sérs takri heimild til handa sóknaraðila um að opna sóttvarnahús á vegum stjórnvalda eins og þörf þykir vegna farsótta. Báðar þessar tillögur rötuðu inn í frumvarpið og urðu að núgildandi lögum. Óhjákvæmilegt er að líta svo á að sú heimild sem sóknaraðila var v eitt samkvæmt lögunum sé bundin við sóttvarnahús í umræddum skilningi laganna enda leiða hvorki lögskýringargögn né viðurkennd lögskýringarsjónarmið til annarrar niðurstöðu. Þótt sú frelsisskerðing sem felst í dvöl í sóttvarnahúsi sé að vissu leyti sambærileg þeirri sem felst í heimasóttkví verður af ýmsum, sumpart augljósum, ástæðum að telja dvöl þar þungbærari en dvöl í heimahúsi. Gildir þá einu þótt viðurlög við því að brjó ta gegn sóttkví séu hin sömu hvort sem um heimasóttkví ræðir eða sóttkví í sóttvarnahúsi. Með hliðsjón af kröfum um meðalhóf og fyrrgreindum reglum um jafnræði borgaranna var því brýnt að skýr heimild væri til þeirrar ráðstöfunar sem hér um ræðir í tilviki þeirra sem eiga hér heimili og geta sætt heimasóttkví með sambærilegum hætti og aðrir landsmenn. Til sanns vegar má færa að sjálf ákvörðun sóttvarnalæknis eigi sér stoð í því reglugerðarákvæði sem hún er byggð á eins og það er orðað. Að öllu framangrein du virtu er það hins vegar niðurstaða dómsins að þetta ákvæði reglugerðarinnar sem um ræðir skorti lagastoð og þar með umrædd ákvörðun sóknaraðila sem hafi 12 þá gengið lengra en lögin heimila. Ákvæði 4. mgr. 13. gr., eins og málsgreinin orðast nú, megnar ekk i að hnika þeirri niðurstöðu, þótt ákvæðið sé vissulega afar víðtækt, og heldur ekki grunsemdir sóknaraðila um að einstaklingar virði ekki heimasóttkví. Er því óhjákvæmilegt að fella úr gildi þá ákvörðun sóknaraðila að varnaraðila verði gert skylt að dvelj ast í sóttvarnahúsi samkvæmt reglugerð nr. 355/2021, enda verður talið að hann hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að hann geti sjálfur fullnægt þeirri lagaskyldu sem á honum hvílir þess efnis að sæta sóttkví og ekki er um deilt í málinu. Eru þá ekki e fni til að fjalla um hvort aðilum hafi verið mismunað í svokölluðu sóttvarnahúsi, um aðbúnað þar, eða málsmeðferð sóknaraðila. Það athugist að hvað sem líður þessari niðurstöðu getur sóknaraðili ávallt gripið til aðgerða til bráðabirgða samkvæmt 2. málsl ið, 2. mgr. 12. gr. laga nr. 19/1997, að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í ákvæðinu og leiða af almennum reglum. Þá er með téðri niðurstöðu engin afstaða tekin til eftirlits með væntanlegri heimasóttkví varnaraðila eða skilyrðum til aðstæðna hans þ ar. Einnig verður að líta svo á að undir þeim kringumstæðum sem skapast hér, sé nauðsynlegt að farið verði yfir mál hvers og eins ferðamanns sem dvelst í sóttvarnahúsi, kjósi viðkomandi að freista þess að binda enda á dvöl sína þar. Þannig má vænta þess að kanna þurfi þá hvort viðkomandi búi við þær aðstæður sem greinir í skilgreiningu laganna um sóttvarnahús, sbr. framangreint, eða lýsi sig jafnvel andvígan því að sæta sóttkví, en þá verður ekki séð að hann geti krafist þess að breyting verði á dvalarstað hans eins og sakir standa. IV. Sakarefni málsins einskorðast við gildi áðurgreindrar stjórnvaldsákvörðunar og sætir málið sérstakri meðferð, sbr. 15. gr. a laga nr. 19/1997 eins og þeim var breytt með 13. gr. laga nr. 2/2021. Um aðrar kröfur verður þv í ekki fjallað í máli sem þessu. Málskostnaður skal, samkvæmt 7. mgr. 15. gr. a í lögum nr. 19/1997, greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. talin þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila sem er hæfilega ákveðin 250.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Te kið er tillit til þess að sami talsmaður gætir einnig hagsmuna annarra fjölskyldumeðlima varnaraðila í þremur öðrum samkynja málum sem lokið er í dag. Málið fluttu lögmennirnir Edda Andradóttir fyrir hönd sóknaraðila og Reimar Pétursson fyrir hönd varnara ðila. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Felld er úr gildi ákvörðun sóknaraðila, sóttvarnalæknis, um að varnaraðili, A, skuli dveljast í sóttkví í sóttvarnahúsi samkvæmt 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 355/2021 þar til niðurstaða úr seinni sýnatöku reynist neikvæð, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila, Reimars Péturssonar lögmanns, 250.000 krónur.