LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 29. september 2022. Mál nr. 393/2021 : Frjáls fjölmiðlun ehf. ( Gestur Gunnarsson lögmaður ) gegn Landsprenti ehf. ( Finnur Magnússon lögmaður) Lykilorð Endurgreiðsla ofgreidds fjár. Sönnun. Útdráttur FF ehf. mun hafa tekið við útgáfu vikublaðsins DV í októberbyrjun árið 2017 og mun samkvæmt kaupsamningi um útgáfurétt hafa yfirtekið 22.000.000 króna skuld DV ehf. við L ehf. L ehf. og FF ehf. áttu eftir það í föstu viðskiptasambandi þar sem L ehf. gerði FF ehf. vikulega reikninga fyrir prentun og eftir atvikum einnig fyrir pökkun og dreifingu vikuritsins DV en krafði um fyrirframgreiðslu sem í flestum tilvikum var hærri en fjárhæð útgefinna reikninga. FF ehf. höfðaði mál á hendur L ehf. og krafðist endurgreiðslu 16.207.50 7 króna sem félagið taldi sig eiga inni hjá L ehf. vegna ofgreiðslna á tímabilinu frá október 2017 til september 2019. Að virtu hina fasta viðskiptasambandi aðila og gögnum málsins taldi Landsréttur FF ehf. hafa leitt nægar líkur að því að félagið hefði me ð greiðslum hinna vikulegu reikninga lokið uppgjöri fyrir prentun og eftir atvikum pökkun og dreifingu þess vikurits sem reikningarnir vörðuðu. Með vísan til atvika málsins og málatilbúnaðar L ehf. var L ehf. jafnframt ekki talið hafa sýnt fram á að það æt ti frekari kröfur á hendur FF ehf. Þá var hafnað þeim málsástæðum L ehf. að FF ehf. hefði glatað rétti til endurheimtu hins ofgreidda fjár þar sem félagið hefði ekki gert fyrirvara við greiðslur og sýnt af sér tómlæti um innheimtu kröfu sinnar . Vísaði Land sréttur til þess að L ehf. hefði aldrei haft tilefni til að ætla að vikulegar fyrirframgreiðslur væru endanlegur greiðslur fyrir þjónustu L ehf., auk þess sem L ehf. hefði sent FF ehf. upplýsingar um að inneign væri að safnast upp á viðskiptareikningi hans á meðan aðilar tókust á um uppgjör FF ehf. á skuld DV ehf. við L ehf. og endanlegan prentsamning. Féllst dómurinn því á kröfu FF ehf. um endurgreiðslu 16.207.507 króna vegna ofgreiðslna til L ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir O ddný Mjöll Arnardóttir , Ragnheiður Bragadóttir og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 2 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 14. júní 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. maí 2021 í málinu nr. E - 4305/2020 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 16.207.507 krónur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 110.731 krónu frá 5. október 2017 til 12. október 2017, af 221.822 krónum frá þeim degi til 19. október 2017 , af 330.956 krónum frá þeim degi til 26. október 2017, af 442.153 krónum frá þeim degi til 3. nóvember 2017, af 576.923 krónum frá þeim degi til 9. nóvember 2017, af 700.921 krónu frá þeim degi til 17. nóvember 2017, af 829.952 krónum frá þeim degi til 23. nóvember 2017, af 958.136 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2017, af 1.083.118 krónum frá þeim degi til 7. desember 2017, af 1.221.922 krónum frá þeim degi til 15. desember 2017, af 1.851.573 krónum frá þeim degi til 18. desember 2017 , af 1.359.446 krónum frá þeim degi til 21. desember 2017, af 1.491.803 krónum frá þeim degi til 28. desember 2017, af 1.260.524 krónum frá þeim degi til 4. janúar 2018, af 1.407.483 krónum frá þeim degi til 11. janúar 2018, af 1.546.537 krónum frá þeim de gi til 18. janúar 2018, af 1.648.581 krónu frá þeim degi til 25. janúar 2018, af 1.741.796 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2018, af 1.883.595 krónum frá þeim degi til 8. febrúar 2018, af 2.001.773 krónum frá þeim degi til 15. febrúar 2018, af 2.107.499 krónum frá þeim degi til 22. febrúar 2018, af 2.224.463 krónum frá þeim degi til 1. mars 2018, af 2.238.834 krónum frá þeim degi til 8. mars 2018, af 2.214.079 krónum frá þeim degi til 15. mars 2018, af 2.182.825 krónum frá þeim degi til 21. mars 2018, af 2.126.740 krónum frá þeim degi til 27. mars 2018, af 2.027.624 krónum frá þeim degi til 5. apríl 2018, af 1.940.838 krónum frá þeim degi til 12. apríl 2018, af 1.884.473 krónum frá þeim degi til 18. apríl 2018, af 1.809.215 krónum frá þeim degi til 26. ap ríl 2018, af 1.985.391 krónu frá þeim degi til 3. maí 2018, af 2.167.290 krónum frá þeim degi til 11. maí 2018, af 2.346.009 krónum frá þeim degi til 17. maí 2018, af 2.449.665 krónum frá þeim degi til 24. maí 2018, af 2.548.392 krónum frá þeim degi til 31 . maí 2018, af 2.463.325 krónum frá þeim degi til 7. júní 2018, af 2.619.233 krónum frá þeim degi til 14. júní 2018, af 2.775.034 krónum frá þeim degi til 21. júní 2018, af 2.926.240 krónum frá þeim degi til 28. júní 2018, af 3.073.518 krónum frá þeim degi til 5. júlí 2018, af 3.304.641 krónu frá þeim degi til 12. júlí 2018, af 3.531.586 krónum frá þeim degi til 19. júlí 2018, af 3.784.815 krónum frá þeim degi til 27. júlí 2018, af 4.070.590 krónum frá þeim degi til 2. ágúst 2018, af 4.314.373 krónum frá þe im degi til 9. ágúst 2018, af 4.621.374 krónum frá þeim degi til 16. ágúst 2018, af 4.846.541 krónu frá þeim degi til 23. ágúst 2018, af 5.049.547 krónum frá þeim degi til 30. ágúst 2018, af 5.241.557 krónum frá þeim degi til 6. september 2018, af 5.463.10 5 krónum frá þeim degi til 13. september 2018, af 5.600.544 krónum frá þeim degi til 20. september 2018, af 5.755.089 krónum frá þeim degi til 27. september 2018, af 5.839.403 krónum frá þeim degi til 4. október 2018, af 5.962.639 krónum frá þeim degi til 11. október 2018, af 6.084.111 krónum frá þeim degi til 18. október 2018, af 6.200.142 krónum frá þeim degi til 25. október 2018, af 6.316.145 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2018, af 3 6.385.017 krónum frá þeim degi til 8. nóvember 2018, af 6.521.384 k rónum frá þeim degi til 15. nóvember 2018, af 6.615.110 krónum frá þeim degi til 22. nóvember 2018, af 6.545.079 krónum frá þeim degi til 29. nóvember 2018, af 6.550.332 krónum frá þeim degi til 6. desember 2018, af 6.622.011 krónu m frá þeim degi til 13. d esember 2018, af 6.718.368 krónum frá þeim degi til 20. desember 2018, af 6.838.426 krónum frá þeim degi til 27. desember 2018, af 6.778.760 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2019, af 7.015.562 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2019, af 7.207.402 krónum frá þeim degi til 17. janúar 2019, af 7.428.238 krónum frá þeim degi til 24. janúar 2019, af 7.603.320 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2019, af 8.405.201 krónu frá þeim degi til 7. febrúar 2019, af 9.206.730 krónum frá þeim degi til 14. febrúar 2019, af 10.007.876 krónum frá þeim degi til 21. febrúar 2019, af 10.813.849 krónum frá þeim degi til 28. febrúar 2019, af 9.135.944 krónum frá þeim degi til 7. mars 2019, af 9.100.982 krónum frá þeim degi til 15. mars 2019, af 9.028.751 krónu frá þeim degi til 21. mars 2019, af 8.992.242 krónum frá þeim degi til 28. mars 2019, af 8.955.734 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2019, af 9.548.355 krónum frá þeim degi til 11. apríl 2019, af 10.139.086 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2019, af 10.692.940 krónum frá þ eim degi til 26. apríl 2019 , af 11.246.588 krónum frá þeim degi til 3. maí 2019, af 11.806.212 krónum frá þeim degi til 9. maí 2019, af 11.865.571 krónu frá þeim degi til 16. maí 2019, af 12.140.298 krónum frá þeim degi til 23. maí 2019, af 12.413.911 krón um frá þeim degi til 31. maí 2019, af 12.532.546 krónum frá þeim degi til 6. júní 2019, af 12.882.074 krónum frá þeim degi til 13. júní 2019, af 13.228.652 krónum frá þeim degi til 20. júní 2019, af 13.577.575 krónum frá þeim degi til 27. júní 2019, af 13. 959.430 krónum frá þeim degi til 4. júlí 2019, af 14.313.824 krónum frá þeim degi til 11. júlí 2019, af 14.635.017 krónum frá þeim degi til 18. júlí 2019, af 14.923.360 krónum frá þeim degi til 25. júlí 2019, af 15.274.325 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2019, af 15.629.752 krónum frá þeim degi til 8. ágúst 2019, af 15.985.154 krónum frá þeim degi til 19. ágúst 2019, af 15.740.144 krónum frá þeim degi til 22. ágúst 2019, af 15.929.616 krónum frá þeim degi til 29. ágúst 2019, af 16.083.543 krónum frá þeim degi til 5. september 2019 og af 16.207.507 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum aðra lægri fjárhæð. Í báðum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda vegna meðferð ar málsins í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar úr hendi áfrýjanda vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Atvikum máls og málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Það athug ast að tölvubréf framkvæmdastjóra áfrýjanda 24. apríl 2018, þar sem fram kemur að áfrýjandi hafi greitt meira en honum hafi borið og að óskað sé skýringa, var sendur til fjármálastjóra áfrýjanda, en ekki beint til stefnda. 4 5 Áfrýjandi mun hafa tekið við útgáfu vikuritsins DV í byrjun október 2017. Fyrsti reikningur stefnda á hendur áfrýjanda, að fjárhæð 939.269 krónur, er dagsettur 6. þess mánaðar. Áður, eða hinn 1. sama mánaðar, hafði áfrýjandi greitt stefnda 1.050.000 krónur. Samkvæmt gögnum málsins ger ði stefndi áfrýjanda tilboð í prentun, pökkun og dreifingu vikuritsins 10. sama mánaðar. Í því var kveðið á um að verð fyrir prentun skyldi reiknast út frá blaðsíðufjölda og upplagi vikuritsins auk þess sem kveðið var á um einingaverð vegna pökkunar og dre ifingar. Þá sagði að reikningar skyldu gefnir út var kveðið á um að verð skyldi endurskoðað á þriggja mánaða fresti með hliðsjón af vísitölu, gengi bandaríkjadals og verðþróunar dagblaðapappírs. Loks sagði að gerður skyldi sérstakur samningur á grundvelli tilboðsins. 6 Af gögnum málsins má ráða að reynt hafi verið að funda um framangreint tilboð og prentsamning strax í kjölfar þess að tilboðið ko m fram, en að gert hafi verið ráð fyrir fyrirframgreiðslu að fjárhæð 1.050.000 krónur fyrst um sinn. Eftir þetta áttu stefndi og áfrýjandi í föstu viðskiptasambandi þar sem stefndi gerði vikulega reikninga fyrir prentun og eftir atvikum einnig fyrir pökkun og dreifingu vikuritsins DV. Fjárhæð hvers reiknings var miðuð við blaðsíðufjölda og upplag vikuritsins hvert sinn en við skýrslutöku í héraði greindi fyrirsvarsmaður stefnda svo frá að í því efni hefði verið byggt á framangreindu tilboð i sem stefndi send i áfrýjanda . Verður framburður fyrirsvarsmannsins lagður til grundvallar við úrlausn málsins að þessu leyti, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Vegna hvers vikurits krafði stefndi áfrýjanda um fyrirframgreiðslu sem í flestum tilvik um var hærri en fjárhæð útgefinna reikninga. Í apríl 2018 hækkaði stefndi umkrafða fyrirframgreiðslu í 1.250.000 krónur á þeim forsendum að útgefnir reikningar hefðu farið hækkandi en hún var síðar lækkuð á ný eins og nánar greinir hér á eftir. Vegna framangreinds fyrirkomulags á fyrirframgreiðslum og reikningsgerð safnaðist smám saman upp innstæða á viðskiptareikningi áfrýjanda hjá stefnda, eins og gögn málsins bera með sér. 7 Að virtu hinu fasta viðskiptasambandi aðila og framangreindum gögnum málsins verður áfrýjandi talinn hafa leitt nægar líkur að því að hann hafi með greiðslum hinna vikulegu reikninga lokið uppgjöri fyrir prentun og eftir atvikum pökkun og dreifingu þess vikurits sem reikningarnir vör ð uðu. Að fenginni þeirri niðurstöðu ber stefnda að sýna fram á að hann hafi átt kröfu á áfrýjanda umfram þá fjárhæð sem útgefnir reikningar báru með sér, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 22. mars 2007 í máli nr. 481/2006. 8 Í máli þessu er ó umdeilt að samkvæmt kaupsamningi áfrýjanda við DV ehf. um útg áfurétt að viku ritinu DV skyldi áfrýjandi yfirtaka 22.000.000 króna skuld DV ehf. við stefnda en að skuldin nam í raun hærri fjárhæð . Fyrir liggur minnisblað frá fyrirsvarsmanni áfrýjanda með athugasemdum við framangreint tilboð stefnda þar 5 sem hann býðst meðal annars til að greiða 30.000.000 króna af 32.000.000 króna skuld DV ehf. en tekur jafnframt fram að skuldbinding félagsins taki þó aðeins til þess að greiða 22.000.000 króna. Í málatilbúnaði sínum kveðst stefndi á hinn bóginn aldrei hafa samþykkt að á frýjandi yfirtæki skuld DV ehf. við félagið og mun s tefndi hafa lýst kröfu í þrotabú DV ehf. vegna heildarskuldarinnar. Áfrýjandi mun einnig hafa greitt þrotabúinu 22.000.000 króna þar sem aldrei hafi komið til þess að félagið yfirtæki þann hluta skuldar D V ehf. við stefnda. 9 Óumdeilt er í málinu að aðilar tókust á um að hvaða marki áfrýjandi skyldi greiða framangreinda skuld DV ehf. og að þetta hafi haft áhrif á samningaviðræður um prentsamning. Á því 23 mánaða tímabili sem aðilar áttu í viðskiptum héldust viðskiptakjör því óbreytt og inneign á viðskiptareikningi áfrýjanda hjá stefnda safnaðist upp . Samkvæmt gögnum málsins var báðum aðilum kunnugt um það en stefndi sendi áfrýjanda meðal annars reikningsyfirlit þar sem inneignin kom fram. 10 Við skýrslutöku í h éraði greindi vitnið Elín Þórðardóttir, fjármálastjóri stefnda, svo frá að almennt væri málum þannig háttað að þegar viðskiptavinur hefði greitt fyrirfram hærri upphæð en síðan hefði verið reikningsgerð væri mismunurinn geymdur sem inneign í bókhaldi sem m ræða þar sem áfrýjanda hafi borið að greiða fjárhæð sem svaraði til hinnar umkröfðu fyrirframgreiðslu. Til hefði staðið að gera r eikning fyrir mismuninum þegar gengið yrði frá samningi milli aðila. Fyrirsvarsmaður stefnda bar á sambærilegan veg um að umkrafin fyrirframgreiðsla hefði falið í sér staðgreiðsluviðskipti með jafnaðarverði og að ætlunin hefði verið að gera uppgjörsreiknin g vegna mismunar á milli fyrirframgreiðslna og reikningsfærðrar þjónustu. Inntur sérstaklega eftir því hvort hugsunin hefði verið að láta greiðslur umfram útgefna reikninga ganga upp í skuld gekkst hann þó einnig við því að svo gæti hafa verið, enda hefði eldri skuld vegna vikuritsins DV numið 32.000.000 króna. 11 Framburð fyrirsvarsmanns stefnda og framangreinds vitnis um staðgreiðsluviðskipti með jafnaðarverði verður að meta í ljósi stöðu þeirra og tengsla við stefnda, sbr. 1. mgr. 50. gr. og 59. gr. laga n r. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður hann ekki lagður til grundvallar við úrlausn málsins. 12 Áfrýjandi byggir á því að stefndi hafi í upphafi gefið þá skýringu á umkröfðum fyrirframgreiðslum að þær þyrftu að vera hærri en reikningar almennt væru þar sem s tefndi hefði hvorki upplýsingar um blaðsíðufjölda né upplag vikuritsins fyrr en það væri prentað. Þyrfti því að áætla greiðslurnar fyrirfram. Fyrir liggur að þegar vikuleg fyrirframgreiðsla var hækkuð úr 1.050.000 krónum í 1.250.000 krónur, með tilkynningu frá bókara hjá stefnda 24. apríl 2018, var það gert með vísan til þess að Á þeim tíma höfðu fyrirframgreiðslur um nokkurt skeið verið lægri en útgefnir reikningar. Vegna b reytinga í rekstri stefnda mun áfrýjandi frá marsmánuði 2019 6 einungis hafa greitt stefnda fyrir prentun en ekki fyrir pökkun og dreifingu vikuritsins DV. Tók stefndi þá að greiða 450.000 krónur fyrir prentun hverju sinni, sem reyndist litlu lægri fjárhæð e n útgefnir reikningar kváðu á um. Hinn 7. mars 2019 gerði framkvæmdastjóri áfrýjanda einnig athugasemd við að umfangsmiklar ofgreiðslur hefðu safnast upp miðað við útgefna reikninga og krafðist endurgreiðslu. Erindið var áréttað 29. sama mánaðar . Með tölvu bréfi 3. apríl 2019 tilkynnti framkvæmdastjóri króna en ella yrði ekki hægt að ábyrgj ast prentun vikuritsins. Með tölvubréfi 4. sama mánaðar gerði framkvæmdastjóri áfrýjanda athugasemd við fjárhæð umkrafinnar fyrirframgreiðslu, tók fram að hún hefði verið innt af hendi með fyrirvara um réttmæti og áskildi sér rétt til að krefjast endurgrei ðslu. Í maímánuði 2019 lækkaði umkrafin fyrirframgreiðsla á ný, en hélst þó umtalsvert hærri en útgefnir reikningar, allt til loka viðskiptasambands aðila í september sama ár. Samkvæmt gögnum málsins var það fyrst í drögum að prentsamningi 17. maí 2019 sem fram kom með skýrum hætti að stefndi hygðist gefa út sérstakan reikning vegna greiðslna umfram áður útgefna reikninga. Með bréfi 12. maí 2020 sendi áfrýjandi stefnda lokaáskorun um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Mál þetta var síðan höfðað 29. júní 2020. Í málinu liggur samkvæmt framangreindu ekkert fyrir um að fyrirsvarsmönnum áfrýjanda hafi fyrr en í maímánuði 2019 verið gert ljóst að stefndi hygðist krefjast hærri fjárhæðar fyrir vikulega prentun en samkvæmt útgefnum reikningum, en þá hafði áfrýjandi þega r gert athugasemdir við ofgreiðslur. 13 Samkvæmt öllu framangreindu , og í ljósi þess málatilbúnaðar stefnda að hann hafi aldrei samþykkt skuldskeytingu vegna skuldar DV ehf., verður lagt til grundvallar við úrlausn málsins að frá upphafi viðskiptasambands aði la til maí 2019 hafi fyrirframgreiðslna verið krafist á þeim grundvelli að ekki væri unnt að staðreyna endanlegt verð fyrr en eftir prentun hverju sinni og að stefndi hafi fyrir þann tíma á engan hátt gefið áfrýjanda tilefni til að vænta þeirra óvenjulegu viðskiptakjara að hann yrði að lokum krafinn um greiðslu umfram hina vikulegu reikninga. Þvert á móti sendi stefndi áfrýjanda upplýsingar um að inneign væri að safnast upp á viðskiptareikningi hans. 14 Að öllu framangreindu gættu verður ekki fallist á þá má lsástæðu stefnda að hann hafi átt rétt til frekari greiðslna en samkvæmt hinum vikulega útgefnu reikningum vegna prentunar og eftir atvikum pökkunar og dreifingar vikuritsins DV. 15 Í íslenskum rétti gildir sú meginregla að sá sem greitt hefur umfram skyldu á kröfu um að fá það endurgreitt sem hann hefur ofgreitt, en frá þeirri reglu kunna að vera undantekningar eftir því hver atvik eru að ofgreiðslunni og endurkröfu hennar, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 22. mars 2018 í máli nr. 221/2017. Koma því næst til s koðunar þær málsástæður stefnda að áfrýjandi hafi glatað rétti til endurheimtu hins 7 ofgreidda fjár þar sem hann hafi ekki gert fyrirvara við greiðslur auk þess sem hann hafi sýnt af sér tómlæti um innheimtu kröfu sinnar. 16 Við mat á því hvort kröfuhafi hafi glatað rétti sínum vegna aðgerðaleysis hefur í dómaframkvæmd verið talið rétt að líta til huglægrar afstöðu aðila. Í tilviki kröfu um endurgreiðslu ofgreidds fjár skiptir í þessu sambandi mestu hvort móttakandi fjárins vissi eða mátti vita að greitt væri u mfram skyldu en einnig getur skipt máli hvort greiðanda hafi verið kunnugt um að hann var að ofgreiða. Þá verður að gæta þess að matið leiði til sanngjarnrar niðurstöðu sem ræðst af atvikum máls hverju sinni. 17 Áfrýjandi gerði ekki fyrirvara við fyrirframgre iðslur sínar til stefnda fyrr en 4. apríl 2019 er stefndi hafði hækkað umkrafða greiðslu verulega umfram væntanlegan prentkostnað. Þegar þar var komið sögu hafði áfrýjandi einnig áður formlega krafist endurgreiðslu ofgreidds prentkostnaðar, en það gerði hann fyrst með tölvubréfi 7. mars sama ár. Með vísan til niðurstöðu dómsins um grundvöll fyrirframgreiðslna í viðskiptasambandi aðila hafði stefndi aftur á m óti aldrei tilefni til að ætla að vikulegar fyrirframgreiðslur væru endanlegar greiðslur fyrir prentun og eftir atvikum pökkun og dreifingu í viðkomandi viku . Auk þess athugast að stefndi sendi áfrýjanda upplýsingar um að inneign væri að safnast upp á viðs kiptareikningi hans á meðan aðilar tókust á um uppgjör skuldar DV ehf. við stefnda og endanlegan prentsamning. Að þessu gættu og að virtum atvikum málsins að öðru leyti verður áfrýjandi ekki talinn hafa haft tilefni til að gera fyrirvara við greiðslur eða að aðhafast með öðrum hætti vegna endurkröfu s innar fyrr en gert var. Verður því ekki fallist á framangreindar málsástæðu r stefnda um aðgerðaleysi áfrýjanda . 18 Fjárhæð hins umkrafða mismunar á fyrirframgreiðslum og útgefnum reikningum er óumdeild í málinu. V erður því lagt til grundvallar að áfrýjandi hafi ofgreitt stefnda 16.207.507 krónur vegna prentunar, pökkunar og dreifingar vikuritsins DV og fallist á kröfu áfrýjanda um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar. 19 Áfrýjandi krefst dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. g r. laga nr. 38/2001 frá og með hverri ofgreiðslu á grundvelli þeirrar meginreglu að endurgreiða beri ofgreitt fé. Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu áfrýjanda. Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 er, í þeim tilvikum þegar ekki hefur verið samið um gja lddaga, heimilt að krefjast dráttarvaxta frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Verður því fallist á dráttarvaxtakröfu áfrýjanda frá og með 7. apríl 2019, eins og nánar greinir í dómsorði. 20 Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Stefndi, Landsprent ehf., greiði áfrýjanda, Frjálsri Fjölmið lun ehf., 16.207.507 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 8 9.548.355 krónum frá 7. apríl 2019 til 11. apríl 2019, af 10.139.086 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2019, af 10.692.940 krónum frá þeim degi ti l 26. apríl 2019, af 11.246.588 krónum frá þeim degi til 3. maí 2019, af 11.806.212 krónum frá þeim degi til 9. maí 2019, af 11.865.571 krónu frá þeim degi til 16. maí 2019, af 12.140.298 krónum frá þeim degi til 23. maí 2019, af 12.413.911 krónum frá þeim degi til 31. maí 2019, af 12.532.546 krónum frá þeim degi til 6. júní 2019, af 12.882.074 krónum frá þeim degi til 13. júní 2019, af 13.228.652 krónum frá þeim degi til 20. júní 2019, af 13.577.575 krónum frá þeim degi til 27. júní 2019, af 13.959.430 kró num frá þeim degi til 4. júlí 2019, af 14.313.824 krónum frá þeim degi til 11. júlí 2019, af 14.635.017 krónum frá þeim degi til 18. júlí 2019, af 14.923.360 krónum frá þeim degi til 25. júlí 2019, af 15.274.325 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2019, af 1 5.629.752 krónum frá þeim degi til 8. ágúst 2019, af 15.985.154 krónum frá þeim degi til 19. ágúst 2019, af 15.740.144 krónum frá þeim degi til 22. ágúst 2019, af 15.929.616 krónum frá þeim degi til 29. ágúst 2019, af 16.083.543 krónum frá þeim degi til 5. september 2019 og af 16.207.507 krónum frá þeim degi til greiðsludags . Stefndi greiði áfrýjanda samtals 2.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. maí 2021 Mál þetta sem var höfðað með stefnu birtri 29. júní 2020, var dómtekið 29. apríl 2021. Stefnandi er Frjáls fjölmiðlun ehf., Laugavegi 182, Reykjavík, en stefndi er Landsprent ehf., Hádegismóum 2, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði ger t að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 16.207.507 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 110.731 krónu frá 5. október 2017 til 12. október 2017, af 221.822 krónum frá þeim degi til 19. október 2017 , af 330.956 krónum frá þeim degi til 26. október 2017, af 442.153 krónum frá þeim degi til 3. nóvember 2017, af 576.923 krónum frá þeim degi til 9. nóvember 2017, af 700.921 krónu frá þeim degi til 17. nóvember 2017, af 829.952 krónum frá þeim degi til 23 . nóvember 2017, af 958.136 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2017, af 1.083.118 krónum frá þeim degi til 7. desember 2017, af 1.221.922 krónum frá þeim degi til 15. desember 2017, af 1.851.573 krónum frá þeim degi til 18. desember 2017, af 1.359.446 k rónum frá þeim degi til 21. desember 2017, af 1.491.803 krónum frá þeim degi til 28. desember 2017, af 1.260.524 krónum frá þeim degi til 4. janúar 2018, af 1.407.483 krónum frá þeim degi til 11. janúar 2018, af 1.546.537 krónum frá þeim degi til 18. janúa r 2018, af 1.648.581 krónu frá þeim degi til 25. janúar 2018, af 1.741.796 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2018, af 1.883.595 krónum frá þeim degi til 8. febrúar 2018, af 2.001.773 krónum frá þeim degi til 15. febrúar 2018, af 2.107.499 krónum frá þeim degi til 22. febrúar 2018, af 2.224.463 krónum frá þeim degi til 1. mars 2018, af 2.238.834 krónum frá þeim degi til 8. mars 2018, af 2.214.079 krónum frá þeim degi til 15. mars 2018, af 2.182.825 krónum frá þeim degi til 21. mars 2018, af 2.126.740 krónu m frá þeim degi til 27. mars 2018, af 2.027.624 krónum frá þeim degi til 5. apríl 2018, af 1.940.838 krónum frá þeim degi til 12. apríl 2018, af 1.884.473 krónum frá þeim degi til 18. apríl 2018, af 1.809.215 krónum frá þeim degi til 26. apríl 2018, af 1.9 85.391 krónu frá þeim degi til 3. maí 2018, af 2.167.290 krónum frá þeim degi til 11. maí 2018, af 2.346.009 krónum frá þeim degi til 17. maí 2018, af 2.449.665 krónum frá þeim degi til 24. maí 2018, af 2.548.392 krónum frá þeim degi til 31. maí 2018, af 2 .463.325 krónum frá þeim degi til 7. júní 2018, af 2.619.233 krónum frá þeim degi til 14. júní 2018, af 2.775.034 krónum frá þeim degi til 21. júní 2018, af 2.926.240 krónum frá þeim degi til 28. júní 2018, af 3.073.518 krónum frá þeim degi til 5. júlí 201 8, af 3.304.641 krónu frá 9 þeim degi til 12. júlí 2018, af 3.531.586 krónum frá þeim degi til 19. júlí 2018, af 3.784.815 krónum frá þeim degi til 27. júlí 2018, af 4.070.590 krónum frá þeim degi til 2. ágúst 2018, af 4.314.373 krónum frá þeim degi til 9. á gúst 2018, af 4.621.374 krónum frá þeim degi til 16. ágúst 2018, af 4.846.541 krónu frá þeim degi til 23. ágúst 2018, af 5.049.547 krónum frá þeim degi til 30. ágúst 2018, af 5.241.557 krónum frá þeim degi til 6. september 2018, af 5.463.105 krónum frá þei m degi til 13. september 2018, af 5.600.544 krónum frá þeim degi til 20. september 2018, af 5.755.089 krónum frá þeim degi til 27. september 2018, af 5.839.403 krónum frá þeim degi til 4. október 2018, af 5.962.639 krónum frá þeim degi til 11. október 2018 , af 6.084.111 krónum frá þeim degi til 18. október 2018, af 6.200.142 krónum frá þeim degi til 25. október 2018, af 6.316.145 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2018, af 6.385.017 krónum frá þeim degi til 8.11.2018, af 6.521.384 krónum frá þeim degi til 15.11.2018, af 6.615.110 krónum frá þeim degi til 22. nóvember 2018, af 6.545.079 krónum frá þeim degi til 29. nóvember 2018, af 6.550.332 krónum frá þeim degi til 6. desember 2018, af 6.622.011 krónum frá þeim degi til 13. desember 2018, af 6.718.368 kró num frá þeim degi til 20. desember 2018, af 6.838.426 krónum frá þeim degi til 27. desember 2018, af 6.778.760 krónum frá þeim degi til 3. janúar 2019, af 7.015.562 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2019, af 7.207.402 krónum frá þeim degi til 17. janúar 2019, af 7.428.238 krónum frá þeim degi til 24. janúar 2019, af 7.603.320 krónum frá þeim degi til 31. janúar 2019, af 8.405.201 krónu frá þeim degi til 7. febrúar 2019, af 9.206.730 krónum frá þeim degi til 14. febrúar 2019, af 10.007.876 krónum frá þeim degi til 21. febrúar 2019, af 10.813.849 krónum frá þeim degi til 28. febrúar 2019, af 9.135.944 krónum frá þeim degi til 7. mars 2019, af 9.100.982 krónum frá þeim degi til 15. mars 2019, af 9.028.751 krónum frá þeim degi til 21. mars 2019, af 8.992.242 k rónum frá þeim degi til 28. mars 2019, af 8.955.734 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2019, af 9.548.355 krónum frá þeim degi til 11. apríl 2019, af 10.139.086 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2019, af 10.692.940 krónum frá þeim degi til 26. apríl 2019, af 11.246.588 krónum frá þeim degi til 3. maí 2019, af 11.806.212 krónum frá þeim degi til 9. maí 2019, af 11.865.571 krónu frá þeim degi til 16. maí 2019, af 12.140.298 krónum frá þeim degi til 23. maí 2019, af 12.413.911 krónum frá þeim degi til 31. maí 2019, af 12.532.546 krónum frá þeim degi til 6. júní 2019, af 12.882.074 krónum frá þeim degi til 13. júní 2019, af 13.228.652 krónum frá þeim degi til 20. júní 2019, af 13.577.575 krónum frá þeim degi til 27. júní 2019, af 13.959.430 krónum frá þeim degi til 4. júlí 2019, af 14.313.824 krónum frá þeim degi til 11. júlí 2019, af 14.635.017 krónum frá þeim degi til 18. júlí 2019, af 14.923.360 krónum frá þeim degi til 25. júlí 2019, af 15.274.325 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2019, af 15.629.752 krónum f rá þeim degi til 8. ágúst 2019, af 15.985.154 krónum frá þeim degi til 19. ágúst 2019, af 15.740.144 krónum frá þeim degi til 22. ágúst 2019, af 15.929.616 krónum frá þeim degi til 29. ágúst 2019, af 16.083.543 krónum frá þeim degi til 5. september 2019 og af 16.207.507 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda aðra lægri fjárhæð. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af öllum dómkr öfum stefnanda. Þá krefst stefndi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. I 1 Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um endurgreiðslu skuldar að fjárhæð 16.207.507 krónur sem hann telur sig eiga inni hjá stefnda v egna ofgreiðslna fyrir prentun, pökkun og dreifingu vikublaðsins DV á tímabilinu 5. október 2017 til 6. september 2019 , en stefnandi var útgefandi vikublaðsins DV og stefndi, sem er blaðaprentsmiðja, annaðist prentun, pökkun og dreifingu vikublaðsins fyrir stefnanda. Forsögu málsins má rekja til samnings stefnanda við DV ehf. hinn 5. september 2017, um kaup á tilteknum e ignum DV ehf., þar á meðal útgáfurétti að vikublaðinu DV. Stefnandi tók formlega við útgáfu vikublaðsins DV hinn 1. október 2017. Fram að því hafði DV ehf. verið með samning við stefnda um prentun, en stefnandi óskaði eftir því við stefnda að hann annaðist áframhaldandi prentun, pökkun og dreifingu blaðsins. 2 10 Enginn skriflegur samningur var gerður á milli málsaðila um hina vikulegu prentun, en í gögnum málsins liggur fyrir óundirritað tilboð frá stefnda til stefnanda um prentunina, dags. 10. október 2017 . Fram kemur í gögnum málsins að málsaðilar höfðu leitast við að ná saman til að fara yfir tilboð stefnda, sbr. tölvuskeyti 11. október 2017 frá framkvæmdastjóra stefnanda til stefnda, þar sem hann lýsti því að hann mundi fara yfir tilboðið og tók fram að framkvæmdastjóra stefnanda, í tölvuskeyti framkvæmdastjóra stefnanda til prentsmiðjustjóra 17. nóvember 2017, þar sem hann kveður smátafir á því að hann geti svarað með prentsamninginn en hann verði tilbúinn með svar eftir viku, og tölvuskeyti starfsmanns stefnda til fyrirsvarsmanns stefnda 28. nóvember 2017. Svo fór að enginn samningur var undirri taður og hélst ofangreint fyrirkomulag á milli aðila þar sem stefnandi greiddi vikulega fyrir prentun þá fjárhæð sem krafist var af hálfu stefnda. 3 Í upphafi viðskiptanna fór stefndi fram á að stefnandi staðgreiddi vikulega fyrirfram 1.050.000 krónur fyr ir hverja prentun, pökkun og dreifingu blaðsins og greiddi stefnandi umkrafða fjárhæð án fyrirvara. Í kjölfarið gaf stefndi vikulega út reikninga til stefnanda, en fjárhæð reikninga nam lægri fjárhæð en staðgreiðsla stefnanda. Ástæðan var sú samkvæmt því s em fram kemur í skýrslutökum starfsmanna stefndu fyrir dóminum að ætlunin var að gefa út lokareikning þegar málsaðilar hefðu skrifað undir prentsamning. Með tölvuskeyti 24. apríl 2018 óskaði stefndi eftir því að greiðslur frá stefnanda yrðu hækkaðar í 1. 250.000 krónur. Gaf stefndi þá skýringu á hækkuninni að útgefnir reikningar frá Landsprenti ehf. hefðu verið að hækka og því þyrfti greiðslan frá stefnanda að hækka í samræmi við það. Í svari framkvæmdastjóra stefnanda sama dag er hækkuninni mótmælt og tek ur framkvæmdastjórinn fram að hann líti svo á að stefnandi hafi greitt meira en honum hafi borið að greiða og óskar skýringa. Þá tekur hann fram að reikningar séu ekki hærri en prentuð og dreifð eintök hverju sinni. Samkvæmt gögnum málsins lækkuðu vikuleg ar greiðslur stefnanda til stefnda í 450.000 krónur á tímabilinu 7. mars til 28. mars 2019. Frá þeim tíma og til 3. maí 2019 námu vikulegar greiðslur 1.000.000 króna. Þann 9. maí s.á. greiddi stefnandi 500.000 krónur fyrir prentunina og eftir það námu viku legar greiðslur 750.000 krónum þar til viðskiptum á milli aðila var hætt í byrjun september 2019. 4 Í tölvuskeyti framkvæmdastjóra stefnanda 7. mars 2019 til prentsmiðjustjóra stefnda lýsir framkvæmdastjórinn því að Frjáls fjölmiðlun ehf. hafi greitt stefnda rúmar 7,6 mkr. umfram útgefna reikninga frá því í lok apríl 2018 og að fjárhæðin hafi hækkað. Er vísað til fyrra tölvuskeytis frá 24. apríl 2018 frá s tefnda þar sem stefndi telur ástæðu fyrir hækkun á umkrafinni greiðslu fyrir prentun vera tilkomna vegna hækkunar á reikningum stefnda. Tekur framkvæmdastjóri stefnanda fram að frá því í apríl 2018 hafi stefnandi greitt 1.250.000 krónur vikulega fyrir pren tunina. Í tölvuskeytinu krafðist framkvæmdastjóri stefnanda að stefnanda yrðu endurgreiddar umframgreiðslur sem inntar hefðu verið af hendi til stefnda, ásamt vöxtum, auk þess sem tekið er fram að stefnandi geti ekki greitt prentreikninga fyrr en þeir hafi borist stefnanda og verið samþykktir. Með bréfi framkvæmdastjóra stefnanda 29. mars 2019 var krafist endurgreiðslu á greiddum prentkostnaði frá tímabilinu 1. október 2017 til 1. mars 2019 að fjárhæð 9.135.944 krónur, auk dráttarvaxta sem námu þá 697.025 krónum. Tók stefnandi fram að stefndi hefði ekki gefið út reikninga vegna ofgreiðslnanna, sem auk þess væri ekki að finna stoð í samningum aðila. Í svari prentsmiðjustjóra stefnda 3. apríl 2019 kom fram að nauðsynlegt væri að ganga frá samningi til að hal da áfram með prentun DV þar sem dreifingardeild Morgunblaðsins hefði verið sameinuð Póstdreifingu og því væri engin dreifing lengur á vegum Árvakurs. Þangað til samningur væri gerður á milli aðila, væri nauðsynlegt að halda áfram að greiða fyrir prentun fy rirfram eins og um hefði verið rætt á sínum tíma. Greiðsla hefði verið 1.250.000 krónur en væri nú lækkuð í 1.000.000 króna, sem þyrfti að greiða fyrir kl. 16 á fimmtudögum, þangað til búið væri að semja. 11 Í svari framkvæmdastjóra stefnanda 4. apríl 2019 t ók hann fram að stefnandi hefði aldrei staðið í vegi fyrir því að gerður væri skriflegur samningur um prentun og dreifingu, heldur hefði Landsprent/Árvakur slitið samningaviðræðum fyrir um ári. Landsprent/Árvakur hefði viljað blanda inn í samningana skulda uppgjöri DV ehf. við Landsprent. Þá er tekið fram í póstinum að stefndi hafi krafist þess í mars 2018 að stefnandi legði fram aukagreiðslur fyrir prentun og dreifingu. Engar skýringar hafi borist stefnanda og engir reikningar hafi verið gefnir út fyrir þes sum aukagreiðslum og því hafi greiðsluáskorun nú verið send stefnda. Þá eru gerðar athugasemdir við greiðslukröfuna frá deginum áður og tekið fram að greiðsla í samræmi við hana hafi verið innt af hendi þann morguninn og sé með fyrirvara um réttmæti hennar . Stefnandi greiddi 1.000.000 króna vikulega næstu fjórar vikurnar. Með tölvuskeyti 2. maí 2019 féllst stefndi á lækkun greiðslna í 750.000 krónur og óskaði jafnframt eftir fundi með stefnanda. Stefndi sendi ný samningsdrög til stefnanda 14. júní 2019. Þann 6. september 2019 tilkynnti stefnandi að hann hefði ákveðið að hætta prentun vikublaðsins DV hjá stefnda og að ákvörðunin tæki þegar í stað gildi. Stefnandi sendi svo stefnda lokaáskorun um greiðslu 12. maí 2020. 5 Við aðalmeðferð málsins gáfu sk ýrslu, Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri stefnda, og Elín Þórðardóttir, fjármálastjóri stefnda. Guðbrandur Magnússon tók m.a. fram að ekki hefði reynt á að stefnandi greiddi gamla skuld DV ehf. við stefnda. Reynt hafi verið að ná prentsamningi við s tefnanda, en það hafi ekki gengið eftir, en á meðan prentaði stefndi blaðið fyrir stefnanda. Stefndi hafi óskað eftir því við stefnanda að greitt yrði fyrirfram þar sem ekki hafi verið kominn á prentsamningur og þannig hafi það gengið allan tímann á meðan stefndi prentaði blaðið. Á sama tíma hafi verið rekið á eftir því að stefnandi greiddi gömlu skuldina fyrir DV ehf., þ.e.a.s 32 mkr., en það hafi hins vegar aldrei orðið nein niðurstaða í þeim þætti málsins. Stefndi hafi lagt áherslu á að gerður væri skrif legur prentsamningur. Um mismun á útgefnum reikningum og greiðslum, þá hafi það aldrei verið rætt á milli aðila og það aldrei gefið í skyn að stefnandi ætti rétt á endurgreiðslum á þeim mismun. Þá kvað hann reikninga sem gefnir voru út til stefnanda byggða á upphaflega prenttilboðinu og síðan hefði staðið til að fram færi lokauppgjör með sérstöku reikningsuppgjöri að teknu tilliti til skuldar DV ehf. Lokareikningur hafi átt að vera jafnhár þeim mismun sem var á útgefnum reikningum og þeim greiðslum sem voru inntar af hendi. Þá hafi verðið fyrir prentunina verið hærra en ef gerður hefði verið prentsamningur. Mismunandi fjárhæð fyrir prentunina á því tímabili sem prentun stefnda stóð yfir hafi skýrst af því að verið var að stilla af greiðslur miðað við umfang útgáfunnar. Stundum hafi prentupplag verið hærra og stundum lægra. Fram kom að allan tímann hefði verið beðið eftir því að gerður yrði prentsamningur og að þá yrði allt gert upp og gefinn út lokareikningur til að jafna muninn. Elín Þórðardóttir tók, m.a. fram að samningaviðræður hefðu ekki leitt til þess að stefnandi yfirtæki skuld DV ehf. við stefnda. Þá hefði ekki verið lokið við gerð prentsamnings og þess vegna verið boðið upp á prentun gegn staðgreiðslu. Um greiðslur fyrir meira en næmi fjárhæð reikni nga og rétt til endurgreiðslu fyrir mismuninum tók vitnið fram að slíkt hefði aldrei verið rætt á milli aðila. Um ástæður þess að innborganir stefnanda voru hærri en útgefnir reikningar tók hún fram að þegar lokið hefði verið við samning væri komið eitthve rt verð sem væri þá samkvæmt samningi. Fram að þeim tíma hefði þetta verið verðið á prentuninni. Það hefði átt að gera reikning þegar prentsamningur væri undirritaður. Stefndi hafi gefið út vikulega reikninga í samræmi við væntanlegan prentsamning sem ekki hefði orðið af. Í millitíðinni hafi verið rukkað án samnings fyrir minni viðskipti og það hafi verið verðið um það bil. Það sem rukkað var fyrir hafi verið rétt verð. Þegar samningar næðust yrði gefinn út reikningur fyrir þessum mismun. Gefnir hefðu verið út reikningar í samræmi við samning sem stefnandi hefði upphaflega verið boðinn til að byrja með, en rukkað hefði verið fyrir prentun eins og um staðgreiðsluviðskipti væri að ræða, sem ekki væru til langs tíma. Uppgjörsreikningur hafi aldrei verið gerður enda hafi ekki verið skrifað undir prentsamning. Ef uppgjörsreikningur hefði verið gefinn út 12 þá hefði hann verið fyrir þessum mismun. Staðreyndin hafi verið sú að stefnandi borgaði rétta upphæð allan tímann v egna þess að hann var ekki með samning. Spurð um hvað yrði um þennan mismun þar sem ekki hefði verið gerður samningur kvað vitnið að þá yrði gerður reikningur. Kvaðst vitnið ekki geta fullyrt hvort búið væri að senda reikning fyrir mismuninum. II 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því hann hafi þurft að lúta óvenjulegu samningssambandi allan þann tíma sem hann nýtti sér þjónustu stefnda og að hann hafi ofgreitt stefnda fyrir veitta þjónustu af þeim sökum. Þetta geti ekki ver ið umdeilt vegna þess að stefndi hafi sjálfur gefið út reikninga sem endurspegli hver ofgreiðsla stefnanda hafi verið. Stefndi eigi ekkert tilkall til þessara fjármuna og hafi engar skýringar veitt á því hvers vegna hann hafi ekki endurgreitt hina ofgreidd u fjármuni. Stefndi sé grandsamur um hina ofgreiddu fjárhæð og hafi beinlínis beitt sér fyrir því að stefnandi ofgreiddi fyrir veitta þjónustu. Stöðugar hótanir um að prentun yrði hætt hafi orðið til þess að stefnandi hafi ekki getað annað gert en að láta undan þrýstingi stefnda. Það hafi verið strax í kjölfar þess að stefnandi eignaðist útgáfuréttinn að vikublaðinu DV sem stefndi hafi farið að beita stefnanda óeðlilegum þrýstingi. Stefnandi hafi þurft að staðgreiða alla reikninga fyrirfram vegna prentunar, pökkunar og dreifingar á vikublaðinu, sem sé mjög óvenjulegt í starfsemi sem þessari, enda ekki hægt að vita fyrirfram hver kostnaður yrði þar sem hann ylti bæði á fjölda eintaka og blaðsíðufjölda. Fjöldi eintaka í hverri viku hafi getað sveiflast, bæði v egna sveiflna í fjölda áskrifenda og vegna efnis hvers og eins blaðs. Blaðsíðufjöldi hafi einnig verið misjafn. Hafi stefnanda verið nauðugur einn sá kostur að fara að fyrirmælum stefnda hvað þetta varðaði. Sú greiðsla sem stefndi krafði stefnanda um hafi að jafnaði verið verulega umfram prent - , pökkunar - og dreifikostnað samkvæmt gjaldskrá og ekki í samræmi við reikninga sem gefnir hafi verið út þegar prentun var lokið. Stefnandi hafi vakið máls á þessu í fjölmörg skipti og skorað á stefnda að leiðrétta þe tta, jafna mismuninn reglulega út eða endurgreiða stefnanda það sem ofgreitt hefði verið. Við því hafi stefndi aldrei orðið. Stefnandi byggir á því að hann eigi skýran endurkröfurétt vegna þess sem greitt var umfram veitta þjónustu á tímabilinu 1. október 2017 til 6. september 2019. Stefnandi byggir á því að stefnda beri að endurgreiða allt það sem greitt var umfram útgefna reikninga stefnda og byggist stefnukrafa málsins á mismun á greiðslum sem stefnandi innti af hendi til stefnda og útgefnum reikningum s tefnda vegna þjónustunnar. Stefndi hafi ávallt verið meðvitaður um stöðu þess sem ofgreitt hefði verið og byggir stefnandi því að dráttarvexti beri að reikna frá þeim tíma sem greiðsla hafi verið innt af hendi í hvert og eitt skipti, enda stofnaðist endurg reiðslukrafa vegna þess sem ofgreitt hafði verið um leið og ofgreiðslan hafði átt sér stað. Krafan sé byggð á þeirri meginreglu að sá sem innir af hendi greiðslu án eða umfram skyldu geti endurkrafið móttakanda greiðslunnar um hana. Við mat á endurgreiðsl uskyldu beri að hafa í huga að stefndi hafi verið í yfirburðastöðu og beitt stefnanda ólögmætum þvingunum , í formi hótana um að prenta ekki blaðið og með því að krefjast fyrirframgreiðslna sem hafi numið hærri fjárhæðum en reikningar fyrir veitta þjónustu. Þvinganir stefnda staðfesti jafnframt að stefndi hafi verið fullkomlega meðvitaður um ofgreiðslur stefnanda, en látið þær sér í léttu rúmi liggja og virðist einna helst hafa haft þá ætlun að auðgast með ólögmætum hætti á kostnað stefnanda. Stefnandi hafi aldrei gefið tilefni til að ætla að stefndi ætti nokkurt tilkall til þeirra fjármuna sem greiddir hafi verið umfram útgefna reikninga vegna þvingana stefnda. Þvert á móti hafi stefnandi gert fjölmargar athugasemdir við fyrirkomulagið og krafist endurgreiðs lna eða að inneign yrði notuð til að jafna út síðari reikninga vegna prentunar og dreifingar. Háttsemi stefnda hafi valdið stefnanda stórfelldu tjóni sem stefnda beri að bæta með endurgreiðslu hins ofgreidda fjár, að viðbættum dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6 . gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi byggir jafnframt á því að augljós sanngirnisrök mæli með því að stefndi endurgreiði stefnanda umkrafða fjárhæð enda geti að mati stefnanda ekki undir neinum kringumstæðum talist sanngjarnt og eðlilegt að fyrirtæki sem veit i þjónustu og rukki fyrir hana samkvæmt útgefnum reikningum neiti endurgreiðslu þess sem greitt er umfram hina útgefnu reikninga. Slík niðurstaða fæli í sér augljósa óréttmæta auðgun á kostnað kaupanda þjónustunnar. Stefndi hafi aldrei gefið neinar skýring ar á því hvers 13 vegna hann endurgreiddi ekki umframgreiðsluna, enda hafi stefndi enga heimild til að halda þessum fjármunum og geti engar skýringar gefið. Stefnandi vísi til meginreglna samninga - og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga og um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Þá sé vísað til meginreglna um lausafjár - og þjónustukaup sem finna megi bæði í lögum nr. 50/2000 og 42/2000. Krafa um dráttarvext i sé byggð á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, einkum III. kafla laganna. Krafa um málskostnað sé byggð á 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefn anda. Stefndi hafnar ofgreiðslum stefnanda að fjárhæð 16.207.507 krónur með greiðslu á viku legum reikningum frá stefnda á tímabilinu 1. október 2017 til 6. september 2019. Stefndi telur ljóst af öllum gögnum málsins að aldrei hafi verið um neinar ofgreiðs lur að ræða. Aðilar áttu í vikulegum staðgreiðslu viðskiptum þar sem stefnandi greiddi fasta og umsamda upphæð fyrir prentun, pökkun og dreifingu, en öll gögn málsins styðji framangreindan skilning. Stefnandi hafi sem kaupandi verið bundinn af staðgreiðslu viðskiptum sínum við stefnda, þ.m.t. orðsend ingum um vikulega greiðslu sem hann hafi sjálfur samþykkt og lagt til eftir enn eina frestun á fundi aðila. Hafi sérstök skylda hvílt á stefnanda til að segja til um það ef hann samþykkti ekki uppsett verð fyrir prentun, pökkun og dreifingu, sbr. til hliðsjónar 47. og 49. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Stefnandi byggir á því að það hafi staðið til að endurgreiða meintar ofgreiðslur á einhverjum tímapunkti. Stefndi mótmælir þessari málsástæðu sérstaklega. Stefndi hafi talið að greiðslur stefnanda máls þessa væru fullnaðargreiðslur fyrir prentun, pökkun og dreifingu vikublaðsins DV og hagað lögskiptum sínum í samræmi við það. Ekkert annað liggi fyrir en að stefnandi sjálfur hafi staðið í þeirri trú enda haf i hann án nokkurra athugasemda eða fyrirvara innt af hendi greiðslur vikulega í tæpa 18 mánuði. Stefnandi hafi aldrei áskilið sér rétt til endurgreiðslu fyrr en með tölvupósti 7. mars 2019 og þá með tilvísun til óskiljanlegra ástæðna. Að teknu tilliti til þessa fái afstaða stefnanda um endurgreiðslur ekki stoð í málsgögnum og sé þeirri málsástæðu hafnað sérstaklega. Jafnvel þótt stefnandi hafi á einhverjum tímapunkti átt rétt að lögum til að krefjast endurgreiðslu hafi andmæli hans verið allt of seint fram komin og fallin niður fyrir tómlæti. Stefnanda hafi verið í lófa lagið, ef hann taldi að hann ofgreiddi fyrir þjónustu stefnda eða ef hann taldi að endurgreiðsluskylda hefði stofnast, að inna af hendi greiðslur með fyrirvara um endurgreiðslu. Það hafi ste fnandi ekki gert og beri hann hallann af því. Sé það í samræmi við þá reglu kröfuréttar að greiðandi öðlist ekki rétt til endurgreiðslu ef hann innir af hendi greiðslu án fyrirvara, jafnvel þótt hann hafi með réttu ástæðu til að draga greiðsluskyldu sína í efa. Af stefnu megi ráða að stefnandi hafi talið frá fyrsta degi að um ofgreiðslu væri að ræða. Ef atvik máls hefðu verið með þeim hætti sem stefnandi haldi fram sé óskiljanlegt að hann hafi ekki gert slíkan fyrirvara. Hins vegar sé ljóst af gögnum málsin s, þ.m.t. samskiptum starfsmanna í bókhaldi við aðila málsins, að stefnandi hafi greitt fyrirvaralaust um langt skeið. Því hafi stefndi haft ástæðu til að telja að vikulegar greiðslur væru fullnaðargreiðslur og beri stefnandi hallann af því að hafa ekkert aðhafst í svo langan tíma. Auk þess hafi stefnandi ítrekað dregið lappirnar í viðræðum við stefnda um langtímasamning um prentun, pökkun og dreifingu, þrátt fyrir að slíkur samningur hefði leitt til lægri prentkostnaðar. Séu fullyrðingar stefnanda um að st efndi hefði slitið slíkum viðræðum rangar og með öllu ósannaðar. Stefndi áréttar að fullyrðingar stefnanda um framferði stefnda í viðskiptunum og í samningaviðræðunum, svo sem um að stefndi hafi hótað að prenta ekki blaðið, séu með öllu ósannaðar og beinlí nis rangar. Ekkert liggi fyrir í gögnum málsins sem styðji þessar fullyrðingar stefnanda. Þvert á móti hafi stefndi haft mikla hagsmuni af því að prenta vikublaðið DV en staða á fjölmiðla markaði, þar með talið prentmarkaði, hafi verið mjög erfið um langt skeið. Það sé af þeirri ástæðu að stefndi hafi lagt áherslu á í samningaviðræðum aðila að langtímasamningur yrði gerður um prentun, pökkun og dreifingu vikublaðsins DV. Það hafi hins vegar verið stefnandi sjálfur sem hafi tafið samninga viðræður og stuðlað að því ekki næðust samningar. Þannig hafi það verið stefnandi sjálfur sem hafi hótað í viðræðum aðila að hann myndi 14 hætta að prenta DV í prentsmiðju stefnda. Í minnisblaði stefnanda, frá 2. nóvember 2017, komi fram að stefnandi muni færa DV í prentun og d reifingu annað ef samningar nást ekki. gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem fullnægja þurfi til að fallast á dómkröfur stefnanda að þessu leyti. Þannig sé til dæmis óljóst hvort stefnandi byggir á því að endurgreiðsla sé vegna greiðslu án eða umfram skyldu. eð því að fallist verði á kröfu stefnanda. Í máli þessu liggi fyrir algjört athafnaleysi stefnanda málsins þar sem hann hafi greitt fyrirvaralaust fyrir þjónustu stefnda þar sem vikublað stefnanda hafi verið prentað, pakkað og dreift. Stefndi hafi móttekið umræddar greiðslur og hagað viðskiptum sínum við stefnanda í trausti þess að hver og ein greiðsla fæli í sér fullnaðaruppgjör aðila. Væri afar íþyngjandi og verulega ósanngjarnt ef stefnda væri gert að greiða stefnanda hina umkröfðu stefnufjárhæð, ekki sí st í ljósi aðgerðaleysis og tómlætis stefnanda. Stefndi telur að stefnandi hafi glatað meintum rétti til endurgreiðslu vegna tómlætis. Stefnandi hafi greitt prentkostnað fyrirvaralaust um langt skeið. Enn fremur sé ljóst að stefnanda hafi verið sendir reikningar og starfsmenn stefnanda kallað ítrekað eftir reikningum og fylgigögnum úr bókhaldi frá starfsmönnum stefnda. Af stefnu megi ráða að stefnandi hafi ávallt talið að um ofgreiðslur væri að ræða sem yrðu endur skoðaðar í framtíðinni og af gögnum mál sins verði ráðið að hann hafi fengið grun um slíkt í síðasta lagi í apríl 2018. Hins vegar hafi hann engri kröfu beint að stefnda um endurgreiðslu, eða fyrirvörum um að ekki væri um fullnaðargreiðslur að ræða, fyrr en um það bil einu og hálfu ári eftir að viðskiptin hófust. Hefði stefnandi átt að hafa uppi endurkröfu án ástæðulauss dráttar frá því að hann fékk vitneskju þar að lútandi, sem hann hafi ekki gert. Á þessu tímabili hafi stefndi tekið við fjölmörgum greiðslum og tekið ákvarðanir í góðri trú um að halda greiðslunum. Það geti því ekki verið neinum vafa undirorpið að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til endurgreiðslna vegna tómlætis. Sama gildi þegar áskilnaður hafi verið gerður af hálfu stefnda um hækkun greiðslna í apríl 2018. Telja verði að st efnandi hefði átt að gera athugasemdir þá þegar en það gerði hann ekki heldur greiddi ávallt án nokkurs fyrirvara. Enginn vafi sé þess vegna á því að stefnandi hafi fyrirgert rétti til endurgreiðslna vegna tómlætis. III Í máli þessu er deilt um hvort stefnandi eigi rétt á endurgreiðslum úr hendi stefnda vegna greiðslna af hans hálfu til stefnda á tímabilinu 1. október 2017 til 6. september 2019 fyrir prentun, pökkun og dreifingu vikublaðsins DV. Stefnandi byggir kröfu s ína um endurgreiðslu m.a. á því að vikulegar greiðslur hans til stefnda hafi verið verulega umfram greiðslur samkvæmt gjaldskrá stefnda og auk þess ekki í samræmi við fjárhæð útgefinna reikninga frá stefnda til stefnanda fyrir þjónustuna. Stefndi mótmæli r öllum málsástæðum stefnanda og byggir m.a. á því að samið hafi verið um vikuleg staðgreiðsluviðskipti þar sem stefndi greiddi vikulega í 18 mánuði fasta umsamda upphæð fyrir veitta þjónustu stefnda og án mótmæla. Um fullnaðargreiðslu hafi verið að ræða o g sérhver greiðsla hafi verið greidd án fyrirvara. Í máli þessu liggur fyrir að í september árið 2017 óskaði stefnandi eftir því við stefnda að hann tæki að sér vikulega prentun, pökkun og dreifingu vikublaðsins DV. Enginn skriflegur samningur var gerður á milli málsaðila, en ljóst er að stefndi hafði gert stefnanda skriflegt tilboð í verkið. Ekki var gengið frá málum milli aðila með formlegum samningi. Varð því fyrirkomulagið þannig að stefnandi greiddi vikulega fyrirfram ákveðna upphæð á fimmtudögum og á ður en prentun blaðsins fór fram og stefndi gaf síðan vikulega út reikninga að lokinni sérhverri prentun, en útgefnir reikningar voru fyrir lægri fjárhæð en stefnandi hafði innt af hendi. Í byrjun október 2017, var fjárhæðin 1.050.000 krónur fyrir hverja p rentun, en frá og með 26. apríl 2018 var hún hækkuð í 1.250.000 krónur og var sú fjárhæð greidd vikulega til 28. febrúar 2019. Var þeirri hækkun mótmælt af framkvæmastjóra stefnanda og því lýst yfir að hann liti svo á 15 að stefnandi hefði greitt meira en hon um hefði borið að greiða. Engu að síður hélt stefnandi áfram að greiða fyrir vikulega prentun þá fjárhæð sem stefndi krafði hann um. Það var síðan í mars árið 2019 sem stefnandi krafði stefnda um endurgreiðslu á þeim fjárhæðum sem hann hafði innt af hendi umfram fjárhæð reikninga frá stefnda. Viðbrögð stefnda voru þau að nauðsynlegt væri að málsaðilar gerðu með sér prentsamning og á meðan slíkur samningur hefði ekki verið gerður væri nauðsynlegt að halda áfram að greiða fyrirfram með sama hætti og verið hef ði, en stefndi samþykkti að lækka vikulega greiðslu í 1.000.000 króna, sem þyrfti að greiða fyrir kl. 16 á fimmtudögum, þangað til búið væri að semja. Niðurstaða máls þessa veltur á því um hvað hafi verið samið á milli aðila. Dómurinn telur að leggja ber i til grundvallar við túlkun samkomulagsins að stefndi óskaði þegar í upphafi viðskiptanna eftir því að gerður yrði sérstakur prentsamningur. Er ljóst af gögnum málsins og samskiptum málsaðila sem þar koma fram að á meðan slíkur samningur lægi ekki fyrir, þá yrði stefnandi að greiða vikulega fyrirfram ákveðna fjárhæð sem ákveðin var af stefnda og að sú fjárhæð gæti breyst síðar ef samningar næðust. Af þessu má ráða að samkomulag hafi orðið á milli aðila um að stefnandi greiddi vikulega fyrirfram fyrir prent unina og þá fjárhæð sem stefndi gerði kröfu um og að sú fjárhæð yrði ekki endurskoðuð nema í tengslum við gerð sérstaks prentsamnings. Stefnanda mátti því vera ljóst að til endurskoðunar á fjárhæðum kæmi ekki nema aðilar kæmu saman og gerðu með sér prentsa mning. Verður hér að hafa í huga að stefndi gaf stefnanda ítrekað kost á að ganga frá slíkum samningi án þess að séð verði að stefnandi hafi hafist handa af því tilefni. Þar sem það var ekki gert verður að líta svo á að stefnandi hafi fallist á að greiða s tefnda vikulega greiðslur fyrir tiltekna prentþjónustu og samkvæmt þeim fjárhæðum sem stefndi krafðist fyrirfram. Skiptir því ekki máli fyrir úrlausn málsins hvort sú fjárhæð hafi verið of há að mati stefnanda eða ekki í samræmi við gjaldskrá, enda var ekk i samið um greiðslu samkvæmt gjaldskrá. Er því að mati dómsins ósönnuð sú fullyrðing stefnanda að hann hafi ofgreitt stefnda. Stefnanda bar að gera athugasemdir um leið og hann taldi tilefni til og með sannanlegum hætti ef hann taldi vikulegar greiðslur sí nar til stefnda of háar, sbr. 47. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup. Það gerði hann ekki að því er séð verður, en almenn mótmæli hans í apríl 2018, gegn hækkun á umkröfðum greiðslum fyrir prentkostnaði, nægja ekki. Þá hefur stefnandi ekki lagt fram sö nnunargögn sem sýna fram á að umkrafin vikuleg fjárhæð hafi verið röng með tilliti til fjölda prentaðra eintaka sem stefndi tók að sér að prenta. Niðurstaðan er því sú að stefnandi verði að bera hallann af því að sérstakur prentsamningur var ekki gerður o g þar með að ekki fór fram endurskoðun eða uppgjör á þeim vikulegu staðgreiðslum sem hann innti af hendi til stefnda. Með skírskotun til þess er að framan greinir er stefndi, Landsprent ehf., sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Frjálsrar fjölmiðlunar ehf ., í máli þessu. Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, ber stefnanda að greiða stefnda 900.000 krónur í málskostnað. Af hálfu stefnanda flutti málið Gestur Gunnarsson lögmaður Af hálfu stefnda fl utti málið Finnur Magnússon lögmaður Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Landsprent ehf., er sýknaður af kröfum stefnanda, Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. Stefnanda ber að greiða stefnda 900.000 krónur í málskostnað.