LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 11. október 2021. Mál nr. 383/2021 : Magnús Pétur Hjaltested (Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður ) gegn dánarbúi Þorstein s Hjaltested ( Gísli G . Hall lögmaður) Lykilorð Kærumál. Dánarbússkipti. Viðurkenningarkrafa. Eignaréttur. Sértökuréttur. Gagnkrafa. Kröfugerð. Skipting sakarefnis. Frávísun frá héraðsdómi. Útdráttur Í málinu var deilt um kröfu sem M lýsti í dánarbú ÞH en farið var með búið samkvæmt ákvæðum laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum og fl. Samkvæmt kröfulýsingu M krafðist hann afhendingar jarðarinnar Vatnsenda, með öllu því sem henni fylgdi og fylgja bæri til ábúðar og hagnýtingar, umráða og afnota samkvæmt þeim réttindum sem honum væru áskilin sem erfingja samkvæmt erfðaskrá. Skiptastjóri vísaði ágreiningi um kröfu M til héraðsdóms og tók fram í beiðni sinni að ágreiningur í málinu lyti meðal annars að því hvort kröfur um eignarnámsbætur vegna eignarnáma á landi úr jörðinni Vatnsenda, se m þegar hefðu farið fram og þar sem ÞH var eignarnámsþoli, tilheyrðu jörðinni í þeim skilningi að kröfurétturinn erfðist til M. Í úrskurði Landsréttar kom fram að deilt væri um það í tveimur almennum einkamálum hverjum ætti að greiða bætur vegna eignarnáms K frá árinu 2007 og að auki hefðu bæði M og þrotabú ÞH í fyrirliggjandi máli uppi kröfu um að viðurkennt yrði með dómsúrskurði að þeim tilheyrði krafa á hendur K um ógreiddar eftirstöðvar eignarnámsbóta vegna eignarnámsins. Þá hefðu þær eignir og réttindi sem um væri deilt í málinu enn ekki verið afhent dánarbúi ÞH og því væri um að ræða umdeild kröfuréttindi á hendur K sem fleiri aðilar teldu til réttar yfir. Eignirnar sem krafist væri afhendar á teldust því ekki til eigna í búinu í skilningi 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991 sem skiptastjóra bæri að afhenda þeim sem teldi sig eiga sértökurétt á þeim eignum. Ágreiningsefni um sértökukröfu M hefði verið vísað til héraðsdóms með vísan til 171. gr., sbr. 120. gr. laga nr. 21/1991, en almennt yrði máli ekki me ð réttu beint að öðrum en þeim sem gæti látið hagsmunina af hendi eða yrði að þola þá. Ágreiningur málsaðila lyti í raun að því hver ætti rétt til þess að innheimta hinar umdeildu kröfur sem annar hvor þeirra kynni að eiga á hendur K. Þar sem þau réttindi sem deilt væri um gætu ekki talist vera í vörslum búsins í skilningi 109. gr. laga nr. 21/1991 hefðu ekki verið skilyrði til að vísa málinu til úrlausnar héraðsdóms á grundvelli 171. gr., sbr. 120. gr. laga 21/1991, líkt og gert hefði verið í beiðni skipta stjóra. Ekki yrði heldur ráðið af málatilbúnaði 2 þrotabús ÞH að krafa þess byggði á öðrum grunni en sértökurétti samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991 og í öllu falli væru slíkar málsástæður svo vanreifaðar að vísa bæri kröfum sem reistar væru á þeim grunni fr á dómi. Þá var ekki séð að skilyrði hefðu verið fyrir þrotabú ÞH að hafa uppi gagnkröfu í málinu um viðurkenningu á rétti þess til bótanna úr hendi K en gagnkrafa yrði einungis höfð uppi að uppfylltum skilyrðum ákvæða 172. og 173. gr. laga 21/1991. Samkvæm t því yrðu kröfur málsaðila ekki sóttar í dómsmáli sem rekið væri eftir ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/1991 og var kröfum þeirra því vísað frá héraðsdómi. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. júní 2021 . Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar fyrir sitt leyti 9. júní 2021. Greinargerð sóknarað ila í gagn sök barst réttinum 29. júní 2021 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. maí 2021 í málinu nr. Q - 1159/2020 . Með hinum kærða úrskurði var viðurkennt að sóknaraðila tilheyrði réttur til ógreiddra eftirstöðva eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð frá 30. janúar 2007, að undanskildum lið 2.2.3 í sáttargerðinni, sem viðurkennt var að tilheyrði varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/199 1 um gjaldþrotaskipti o.fl. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en niðurstöðu hans um lið 2.2.3 í sáttargerðinni frá 30. janúar 2007. Krefst sóknaraðili þess að viðurkennt verði að réttur til eignarnámsbóta samkvæmt þeim lið sát targerðarinnar tilheyri honum. Þá krefst hann kærumálskostnaðar eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað. Einnig er þess krafist að viðurkennt verði að varnaraðila tilheyri réttur til ógreiddra eftirstöðva eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð frá 30. janúar 2007. Til vara krefst hann staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði auk kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Samkvæmt ákvörðun Landsréttar var málið munnlega flutt 21. september 2021. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Með hinum kærða úrsk urði var fallist á að sóknaraðila tilheyrði réttur til hluta af ógreiddum eftirstöðvum eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar úr landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð Kópavogsbæjar og Þorsteins Hjaltested fr á 30. janúar 2007. Nánar tiltekið var um að 3 ræða greiðslur sem tengdust skipulagsvinnu Kópavogsbæjar á landi og lóðum að Vatnsenda. Undanskildar voru hins vegar ógreiddar eignarnámsbætur samkvæmt lið 2.2.3 í sáttargerðinni sem fólust í afhendingu á 11% af öllum bygginga r rétti sem úthlutað verður úr hinu eignarnumda landi og viðurkennt að þær tilheyrðu varnaraðila. 6 Í hinum kærða úrskurði var ekki fallist á þá meginmálsástæðu sóknaraðila sem næsta ábúanda að honum bæri réttur til að fá allar ógreiddar eignar námsbætur afhentar sér á grundvelli 2. mgr. 2. gr. erfðaskrár sem Magnús Einar sson Hjaltested gerði þann 4. janúar 1938 og staðfest var af honum 29. október 1940. Samkvæmt ákvæðinu hefur ábúandi rétt til að krefja og semja um, með lögsókn ef með þarf, alla r bætur fyrir Vísaði héraðsdómur til þess að það hefði þurft að koma skýrlega fram í erfðaskránni ef ógreiddar eignarnámsbætur ættu að fylgja til næsta ábúanda jarðarinnar og þ annig vera undanþegnar skiptum í dánarbúinu. Taldi héraðsdómur að slíkur vilji yrði ekki ráðinn af erfðaskránni. 7 Dánarbú Þorsteins Hjaltested var tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 23. október 2019. Farið er með búið samkvæmt ákvæðum laga nr. 21/1991 , sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili lýsti kröfu í dánarbú Þorsteins 1. nóvember 2019. Samkvæmt kröfulýsingunni krafðist a samkvæmt fyrirmælum 3. gr. erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 1938 og 29. október 1940, jörðina Vatnsenda í Kópavogi landnúmer 116957, með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber til ábúðar og hagnýtingar, umráða og afnota samkvæmt þeim kröfulýsingunni er vísað til þess að um kröfu sértökumanns utan skuldaraðar sé að ræða og að sóknaraðili byggi rétt sinn á fyrrgreindri erfðaskrá sem elsti sonur síðasta erfingja s amkvæmt henni. Fram kemur að eignarréttindi sem fyrrgreind erfðaskrá ráðstafi séu nú á hendi tveggja dánarbúa. Dánarbú Þorsteins Hjaltested hafi með höndum umráða - og afnotarétt yfir jörðinni Vatnsenda og því sem henni fylgir og fylgja ber en dánarbú Sigur ðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested haldi á beinum eignarrétti yfir jörðinni. Þá er í kröfulýsingunni rökstuðningur fyrir því að eftirstöðvar bóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar úr landi Vatnsenda frá árinu 2007 falli með umráða - og afnotarétti jarðarinnar til sóknaraðila. 8 Í kröfuskrá samþykkti skiptastjóri fyrrgreinda kröfu sóknaraðila um afhendingu jarðarinnar Vatnsenda sem sértökukröfu samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991 en ekki að réttur til eignarnámsbóta samkvæmt fyrrgreindri sáttargerð félli þar undir heldur var litið svo á að kröfur um eignarnámsbætur tilheyrðu dánarbúinu. Með bréfi 25. febrúar 2020 mótmælti sóknaraðili þeirri afstöðu skiptastjóra að halda eftir á að só knaraðila væri sem næsta arftaka jarðarinnar bæði rétt og skylt að innheimta bæturnar. Á skiptafundi 26. febrúar 2020 voru mótmæli sóknaraðila bókuð og einnig 4 bókuð mótmæli nokkurra kröfuhafa í bú varnaraðila við afstöðu skiptastjóra til þess að afhenda bæ ri sóknaraðila jörðina Vatnsenda. Á skiptafundi 23. mars 2020 var fjallað um þennan ágreining aðila en ekki tókst að jafna hann. 9 Með bréfi skiptastjóra 26. mars 2020 var framangreindum ágreiningi um kröfu sóknaraðila vísað til Héraðsdóms Reykjaness. Í bré finu kom fram að ágreiningur í málinu lyti meðal annars að því hvort kröfur um eignarnámsbætur vegna eignarnáma á landi úr jörðinni Vatnsenda, sem þegar hefðu farið fram og þar sem Þorsteinn Hjaltested var eignarnámsþoli, tilheyri jörðinni í þeim skilningi að kröfurétturinn erfist til sóknaraðila. Í þinghaldi 4. maí 2020 ákvað héraðsdómari að skipta sakarefninu með heimild í 3. mgr. 30. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 . Skiptingin var gerð þannig að í máli nr . Q - 866/2020 yrði fjallað um kröfur sóknaraðila um afhendingu jarðarinnar Vatnsenda en um ágreining um rétt til eignarnámsbóta yrði fjallað í máli nr. Q - 1159/2020. Niðurstaða 10 Með úrskurði Landsréttar 16. september 2021 í máli nr. 351/2021 var staðfest ni ðurstaða héraðsdóms í máli nr. Q - 866/2020 um að sóknaraðili skyldi fá afhenta frá skiptastjóra varnaraðila jörðina Vatnsenda í Kópavogi, landnúmer 116957 , með öllu því sem henni fylgdi og fylgja bæri til ábúðar, hagnýtingar, umráða og afnota samkvæmt fyrir mælum erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 193 8 og 29. október 1940. 11 Réttur sóknaraðila til afhendingar jarðarinnar varð virkur við andlát föður hans , Þorsteins Hjalt ested , 12. desember 2018 á grundvelli ákvæðis 3. gr. erfðaskrárinnar en þar er mælt fyrir um að jarðeignin gangi að erfðum til elsta sonar ábúanda að honum látnum og að þannig fái ávallt aðeins einn maður allan arfinn . Við úrlausn á kröfu sóknaraðila um rétt hans til ógreiddra eftirstöðva eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð frá 30. sama mánaðar, verður því að miða við réttarstöð una á dánardegi föðu r sóknaraðila. 12 Ríkulega dómaframkvæmd er að finna um gildi og efni erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested svo sem nánar er rakið í dómi Hæstaréttar í máli nr. 751/201 4 . Eins og þar kemur fram var strax með dómi Hæstaréttar , sem kveð inn var upp 5. apríl 1968 í máli nr. 110/1967 , staðfest að einungis elsta syni ábúanda væri áskilin réttur til umráð a og búsetu á jörðinni Vatnsenda samkvæmt erfðaskránni. 13 Af erfðaskránni verður ráðið að ábúandi hverju sinni eigi rétt til að hirða arð sem fellur til af eigninni , hvort sem það er vegna búskapar eða annarra tiltekinna tekna. Þannig er í 1. g r . c sérstaklega mælt fyrir um það að erfingi megi selja á leigu lóðir undir hús, leikvelli eða annað úr óræktuðu landi jarðarinnar gegn afgjaldi sem hæf ilegt þykir á hverjum tíma. Þar er sérstaklega tekið fram að leig a skuli gold in til ábúanda hverju sinni og að ekki megi veðsetja leigugreiðslur fyrr en þær hafi verið greiddar ábúanda. 5 Þá er svo sem áður er rakið kveðið á um það í 2. mgr. 2. gr. að ábúand i skuli eiga og umráða yfir henni sé ríkur samkvæmt ákvæðum erfðaskrárinnar er sá réttur bundin n ýmsum takmörkunum og kvöðum. Þannig er erfingja bannað að ráðstafa jörðinni með löggerningi í lifanda lífi auk þess sem heimild hans til veðsetningar hennar er takmörkuð , sbr. 1. gr. erfðaskrárinnar. Samkvæmt 1. gr. b og 4. gr. hvílir sú skylda á erfingja að hafa búsetu á jörðinni og reka þar búskap. Þá er mælt fyrir um það í 6. gr. erfðaskrárinnar að sérhver erfingi verði að halda öll skilyrði hennar og að vanræksla á því leiði tafarlaust til réttindamissis. Í 7. gr. erfðaskrárinnar er mælt fyrir um það hvernig ráðstafa skuli þeim eignum sem hún tekur til ef sú aðstaða k emur upp að karlleggur Lárusar Hjaltested deyr út. Í ákvæðinu er mælt fyrir um að selja beri eignirnar og stofna Styrktarsjóð Magnúsar Einarssonar Hjaltested sem andvirði eignanna renni í. Tilgangur sjóðsins skal vera að styrkja ungmenni af ættlegg Lárusar Hjaltested til framhaldsmenntunar. Í erfðaskránni er ekki að finna neina ráðagerð um að andvirði eignanna renni til annarra en elstu sona í beinan karllegg eða til styrktarsjóðsins. 14 Því var slegið föstu með áðurgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 751/201 4 að beinn eignarréttur að jörðinni sé ekki á hendi erfingja sem nýtur afnota - og umráðaréttar á jörðinni heldur sk uli ráðstafa þeim rétti til lögerfingja Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem tók fyrstur arf samkvæmt erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested. Hin beinu eigna r réttindi liggja því hjá öðrum aðilum en þeim sem nýtur umráða - og afnotaréttar samkvæmt erfðaskránni. Í beinum eignarrétti felst almenn heimild til að hagnýta eignina og ráðstafa henni með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum og óbeinum eða takmörkuðum eignarréttindum annarra . Um takmarkanir á hinum beina eigna r rétti fer eftir því hvað verð i ráðið af efni erfðaskrárinnar um vilja arflei f anda um hvað nánar felist í hinum óbeina eignar r étti til umráða og afnota jarðarinnar. Það er ekki aðeins meginregla í íslenskum erfðarétti að skýra verði erfðaskrá með tilliti til vilja arflei f anda að því marki sem unnt er að ráð a hann af gögnum heldur ber einnig að skýra hana þannig að hún geti haldið gildi sínu og verði framkvæmd eins og frekast er unnt. 15 Eignarnám Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð frá 30. sama mánaðar, var gerð á grundvelli heimildar umhverfisráðherra samkvæmt 1. mgr. 32. g r. þágildandi skipulagslags - og byggingarlaga nr. 73/1997. Samkvæmt lagagreininni skyldi eignarnámið fara að lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Í 1. mgr. 3. gr. þeirra laga segir að með eignarnámi megi , ef eigi leiðir annað af heimildarlögum, afla eignarréttar að landi og mannvirkjum ásamt því, sem þeim fylgir, skerða um ákveðinn tíma eða fyrir fullt og allt eignarrétt eða takmörkuð eignarréttindi yfir fasteign og stofna eða fella niður afnotaréttindi, ítaksréttindi og önnur takmörkuð eignarréttindi yfir fasteignum. Í 2. mgr. sömu lagagreinar er kveðið á um að þegar eignarréttar er aflað með eignarnámi skuli öll takmörkuð eignarréttindi jafnframt afnumin, nema annað sé sérstaklega 6 ákveðið. Þá segir í 2. mgr. 10. gr. laganna að eigi aðrir rétthafar en eigandi eignarnumins verðmætis rétt til eignarnámsbóta skuli meta og tilgreina sérstaklega þær bætur sem hverjum þeirra ber. Samkvæmt 8. gr. laganna skal e igendu m og öðrum rétt h öfum eignar sem er tekin eignarnámi gefinn kostur á að kynna sér öll gögn er e ignarnámið varða og máli skipta við ákvörðun bótafjárhæðar. Fyrir liggur að eignarnám Kópavogsbæjar á árinu 2007 og sáttarg erðin sem á því var reist gerði eingöngu ráð fyrir að þáverandi ábúandi fengi greiddar bætur vegna eignarnámsins . Á þeim tíma lá ekki fyrir dómur Hæstaréttar um að hinn beini eigna r réttur fylgdi ekki rétti erfingja til afnota og umráð a á jörðinni. 16 Í dómi Hæstaréttar 16. mars 2016 í máli nr. 121/2016 kemur fram að ó bein eignarréttindi á borð við afnotaréttindi veit i rétthafanum eingöngu takmarkaðar heimildir yfir eign þannig að handhafi hins beina eignarréttar njóti allra annarra heimilda sem í eignarrétti fel i st og eigninni fylg i . Af því leiði að sé eignin , eða hluti hennar , tekin eignarnámi á þann hátt að þeir sem hafa á hendi beinan e ignarrétt og óbeinan séu sviptir heimildum sínum fyrir fullt og allt , verð i handhafi hinna takmörkuðu eignarréttinda að sýna fram á, rísi ágreiningur milli hans og handhafa hins beina eignarréttar, hve miklu fjárhagslegu tjóni hann hafi orðið fyrir sökum e ignarnámsins. 17 Fyrir liggur að nú eru rekin tvö dómsmál þar sem gerðar eru kröfur á hendur Kópavogsbæ um greiðslur þeirra eignarnámsbóta sem um er deilt í máli þessu. Fyrra málið var höfðað með stefnu 28. apríl 2014 af erfingjum dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Í málinu voru aðallega gerðar kröfur um að Kópavogsbær grei ddi dánarbúi Sigurðar 74.811.389.955 krónur auk vaxta vegna fjögurra eignarnáma sem Kópavogsbær gerði 8. maí 1992, 13. maí 1998, 1. ágúst 2000 og 23. janúar 2007. Þá var í má linu gerð til vara krafa um að Þorstein i Hjaltested yrði gert að greiða dánarbúinu 2.250.000.000 króna auk vaxta en sú fjárhæð samsvaraði þeirri greiðslu sem Þorst e inn hafði fengið greidda frá Kópavogsbæ samkvæmt sáttargerðinni frá 30. janúar 2007. Við upphaf aðalmeðferðar málsins í héraði var fallið frá kröfu á hendur varastefnda , dánarbúi Þorsteins Hjaltested . Með dómi héraðsdóms Reykjaness í málinu nr. E - 1362/2014 , sem kveðinn var upp 22. desember 2020 , var Kópavogsbæ gert að greiða dánarbúi Sigurðar 968.000.000 króna, auk vaxta. Dómurinn taldi allar kröfur vegna eignarnáma frá árunum 1992, 1998 og 2000 fyrndar en að dánarbúið ætti , á grundvelli beins eigna r réttar á jörðinni Vatnsenda , rétt á greiðslu frá Kópavogsbæ sem næmi 968.000.000 krón a vegna ei gnarnámsins árið 2007 . Í dóminum kemur fram að samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna hefði markaðsvirði landsins sem tekið var eignarnámi 10. janúar 2007 verið 6.948.000.000 krón a . Virði óbeina eignar r éttarins væri 5.980.000.000 krón a en virði beina eigna r rét tarins 968.000.000 krón a . Málinu hefur nú verið áfrýjað til Landsréttar og hefur þar númerið 39/2021. Með ákvörðun Hæstaréttar 9. febrúar 2021 í máli nr. 2021 - 27 var beiðni erfingja dánarbúsins um leyfi til að áfrýja héraðsdómi í máli nu nr. E - 1362/2014 til Hæstaréttar hafnað . 7 18 Síðara dómsmálið var höfðað 28. maí 2018 af Þorsteini Hjaltested á hendur Kópavogsbæ. Eftir andlát Þorsteins tók varnaraðili máls þessa við aðild í málinu. Þar eru aðallega gerðar kröfur um greiðslu á 5.631.000.000 króna í skaðabætur ú r hendi Kópavogsbæjar vegna vanefnda á sáttargerðinni 30. janúar 2007, auk þess sem krafist er viðurkenningar á skaðabótum vegna tapaðra leigugreiðslna á 300 lóðum sem afhenda átti samkvæmt grein 2.2 í sáttargerðinni. Jafnframt var krafist viðurkenningar á skyldu til að afhenda byggingarrétt og sex lóðir, einkaafnotarétt haustbeitar og skyldu til greiðslu kostnaðar við stofnun lóða sem samið var um í sáttargerðinni. Til vara er þess krafist að Kópavogsbær greiði stefnda 14.000.000.000 króna í skaðabætur að frádregnum innborgunum sem greiddar voru samkvæmt 1. gr. sáttargerðarinnar. Við munnlegan flutning þess máls sem hér er til úrlausnar fyrir Landrétti upplýstu lögmenn að málinu hefði verið frestað og beðið yrði niðurstöðu þessa máls. 19 Samkvæmt því sem að fr aman hefur verið rakið er nú deilt um það í tveimur almennum einkamálum hverjum eigi að greiða bætur vegna eignarnám s Kópavogsbæjar frá 10. janúar 2007 . Að auki hafa bæði sóknaraðili og varnaraðili máls þess sem hér er til úrlau s nar uppi kröfu um að viðurk ennt verði með dómsúrskurði að þeim tilheyri krafa á hendur Kópavogsbæ um ógreiddar eftirstöðvar eignarnámsbóta vegna framangreinds eignarnáms og sáttargerðar . 20 Sóknaraðili byggir viðurkenningarkröfu sína í málinu aðallega á því að réttur til eignarnámsbóta tilheyri ábúanda jarðarinnar hverju sinni enda sé skýrlega mælt fyrir um það í 2. mgr. 2. gr. erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 1938 sem sóknaraðili leiði rétt sinn af að ábúandi á rétt til að krefja um bætu r vegna verið fullkomlega um þ að ar eignarnámsbætur nátengdar jörðinni þar sem þær felist í afhendingu á skipulögðum lóðum og byggingar r étti á landi sem tilheyrði jörðinni fyrir eignarnámið , svo og ha ustbeit. Varnaraðili byggir viðurkenningarkröfu sína aðallega á því að samkvæmt 2. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 73. laga nr. 21/1991 eignist bú fjárhagsleg réttindi þrotamanns, önnur en þau sem eru undanþegin fjárnámi. Það skipti grundvallarmáli að Þorsteinn Hj altested hafi verið eignarnámsþoli þegar eignarnámið 10. janúar 2007 og eignarnám s sáttin 30. sama mánaðar hafi verið gerð. Með eignarnámssáttinni hafi hann orðið kröfuhafi bótanna auk þess að hann hafi móttekið hluta bótanna áður en hann lést. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested sé ekkert sem bendi til þess að eignarnámsbætur , sem hafi verið fullkomlega umsamdar en ógreiddar að hluta , ættu að renna til næsta ábúanda við andlát eignarnámsþola. Fyrir liggi að mörg dæmi séu um að eignarnám hafi verið g ert í jörðinni á þeim 80 árum sem liðin séu frá gerð erfðaskrárinnar og hafi bætur vegna þeirra runnið til þess aðila sem var ábúandi hverju sinni . 21 Svo sem áður er rakið var í hinum kærða úrskurði kom ist að þ eirri niðurstöðu að sóknaraðila tilheyrði réttur til hluta af ógreiddum eftirstöðvum eignarnámsbóta sem tengdust skipulagsvinnu Kópavogsbæjar á landi og lóðum Vatnsenda en varnaraðili 8 var hins vegar talinn eiga rétt til þess hluta bótanna sem fólst í afhendingu á 11% af öllum bygginga r rétti . Þá liggur f yrir að Þorsteinn Hjaltested hafi áður fengið greiddar 2.250.000.000 króna samkvæmt 1. gr. sáttargerðarinnar. Ljóst er að niðurstaða hins kærða úrskurðar og niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E - 1362/2014 sem kveðinn var upp 22. desember 2020, sem rakin var að framan, eru ekki að fullu samrýmanlegar þar sem síðarnefndi dómurinn gerir ráð fyrir að eignarnámsbætur skuli að hluta ganga til eiganda beina eignarréttarins. Þá liggur fyrir að í þeim dómi gr. 2. gr. erfðaskrárinnar falli eignarnámsbætur sem ekki hafi verið greiddar, svo sem sóknaraðili byggir á í því máli sem hér er til umfjöllunar. 22 Þá liggur fyrir að krafa sókna r aðila í bú varnaraðila um afhendingu á jörðinni Vatnsenda er sértökukrafa á gr undvelli 109. gr. laga nr. 21/1991. Í rökstuðningi í kröfulýsingu sóknaraðila í dánarbúið er byggt á því að réttur til innheimtu ógreiddra eignarnámsbóta sem um er deilt tilheyri honum sem ábúanda jarðarinnar. Skiptastjóri varnaraðila samþykkti að sóknarað ili fengi afhenta úr dánarbúinu jörðina Vatnsenda en hafnaði sjónarmiðum sóknaraðila um að hann ætti rétt til innheimtu eignarnámsbótanna . Sam kvæmt 1. mgr. 109. gr. laganna skal skiptastjóri afhenda eign eða réttindi í vörslum þrotabús þriðja manni ef hann sannar eignarrétt sinn að þeim. Öðrum rétthöfum skal með sama hætti afhenda eignir eða réttindi sem þrotabúið á ekki tilkall til. Það er því skilyrði fyrir kröfu um afhendi ngu eignar úr dánarbúinu samkvæmt 109. gr. að eign sú sem krafan beinist að sé í vörslu þrotabús, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 20. janúar 2010 í máli nr. 759/2009. 23 Svo sem rakið hefur verið hér að framan telja þrír aðilar sig eiga kröfu á hendur Kóp avogsbæ vegna eignarnámsins 10. janúar 2007 og sáttargerðarinnar 30. sama mánaðar . Greiðslur þær sem um er deilt í þessu máli eru nánar tiltekið réttur til afhendingar á byggingarrétti, afhending á skipulögðum lóðum og réttur til einkaafnota á haustbeit. Þ essar eignir og réttindi hafa enn ekki verið afhent varnaraðila, dánarbúi Þorsteins Hjaltested, og er því um að ræða umdeild kröfuréttindi á hendur Kópavogsbæ sem þrír aðilar telja til réttar yfir. Auk þess eru í máli varnaraðila gegn Kópavogsbæ gerðar krö fur um greiðslu skaðabóta vegna vanefnda á sáttargerðinni. Eignirnar sem afhenda átti samkvæmt sáttargerðinni og kröfuréttindi sem sótt eru í dómsmálinu á hendur Kópavogsbæ teljast því ekki til eigna í búinu í skilningi 1. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991 se m skiptastjóra bæri að afhenda þeim sem telur sig eiga sértökurétt á þeim eignum , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 14. júní 2016 í máli nr. 368/2016. Réttur til innheimtu eignarnámsbótanna og skað a bóta mun ráðast af niðurstöðu þeirra dómsmála sem að fra man er vikið að eða eftir atvikum nýjum dómsmálum sem kunna að verða rekin um slíkar kröfur samkvæmt almennum reglum . 24 Ágreiningsefninu um sértökukröfu sóknaraðila var vísað til héraðsdóms með vísan til 171. gr., sbr. 120. gr. laga nr. 21/1991. Almennt verð ur máli ekki með réttu beint að öðrum en þeim sem getur látið hagsmunina af hendi eða verður að þola þá. Samkvæmt 9 því sem að framan hefur verið rakið lýtur ágreiningur málsaðila í raun að því hver eigi rétt til þess að innheimta hinar umdeildu kröfur sem a nnar hvor þeirra kann að eiga á hendur Kópavogsbæ. Þar sem þau réttindi sem deilt er um geta ekki talist vera í vörslum búsins voru ekki skilyrði til að vísa málinu til úrlausnar héraðsdóms á grundvelli 171. gr., sbr. 120. gr. laga 21/1991 líkt og gert var í beiðni skiptastjóra. E kki verður heldur ráðið af málatilbúnaði sóknaraðila að krafa hans byggi á öðrum grunni en sértökurétti samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991 og í öllu falli eru slíkar málsástæður svo vanreifaðar að vísa bæri kröfum sem reistar eru á þeim grunni frá dóm i. Þá verður ekki séð að skilyrði hafi verið fyrir varnaraðila að hafa uppi gagnkröfu í málinu um viðurkenningu á rétti hans til bótanna úr hendi Kópavogsbæjar en slík krafa verður einungis höfð uppi að uppfylltum skilyrðum ákvæða 172. og 173. gr. laga 21/1991. 25 Samkvæmt framangreindu verða kröfur málsaðila ekki sóttar í dómsmáli sem rekið er eftir ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/199 1 og er því óhjákvæmilegt að vísa kröfum málsaðila frá dómi . 26 Staðfest eru ákvæði hins kærða úrskurðar um máls kostnað og gjafsóknarkostnað. 27 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. 28 Um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fer eftir því sem nánar greinir í úrskurðarorði en þar er málflutningsþóknun tilgreind án virðisaukaskatts í samræmi við dómvenju. Úr skurðarorð: Málinu er vísað frá héraðsdómi. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Kærumáls kostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila , Magnúsar Péturs Hjaltested, fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Sigurbjörns Þorbergssonar, 5 00.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. maí 2021 Mál þetta, sem var þingfest 29. apríl 2020, barst Héraðsdómi Reykjaness með bréfi skiptastjóra í þrotabúi Þorsteins Hjaltested þann 30. mars 2020. Í beiðni er þess krafist að fram fari dómsmeðferð, með vísan til 171. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti, vegna ágreinings sem upp hafi komið í búinu. Munnlegur málflutningur fór fram 28. apríl sl. og málið tekið til úrskurðar sama dag. Sóknaraðili, Magnús Pétur Hjaltested, kt. , gerir þá fullnaðar dómkröfu að viðurkennt verði með dómsúrskurði að krafa á hendur Kópavogsbæ, gerð af Þorsteini Hjaltested um ógreiddar eftirstöðvar 10 eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, og sáttargerð frá 30. janúar 2007, tilheyri sóknaraðila. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins úr hendi varnaraðila eins og málið sé ekki gjafsóknarmál. Varnaraðili, Þrb. Þorsteins Hjaltested, krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað, og er þess krafist að viðurkennt verði með dómsúrskurði að krafa á hendur Kópavogsbæ um ógreiddar eftirstöðvar eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópav ogsbæjar á landi Vatnsenda, samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. einnig sáttargerð frá 30. janúar 2007, tilheyri varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi sóknaraðila að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, en til vara að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir og sönnunarfærsla: Mál þetta á rætur að rekja til erfðaskrár sem Magnús Einarsson Hjaltested gerði þann 4. janúar 1938 og staðfesti á ný þann 29. október 1940. Magnús lést þann 31. október 1940 og tók Sigurður Kristján Lár usson Hjaltested arf samkvæmt erfðaskránni. Sigurður Kristján lést þann 13. nóvember 1966 og var bú hans tekið til opinberra skipta 25. febrúar 1967. Við þau skipti reis ágreiningur um ráðstöfun á jörðinni Vatnsenda. Í máli Hæstaréttar nr. 110/1967 var sta ðfestur úrskurður undirréttar þar sem Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, sem var elstur barna Sigurðar Kristjáns, var einum áskilinn réttur til ábúðar og hagnýtingar á jörðinni Vatnsenda með þeim takmörkunum og skilmálum sem settir eru í arfleiðsluskránni. Ma gnús lést þann 21. desember 1999, og tók þá Þorsteinn Hjaltested við ábúð á Vatnsenda. Þorsteinn Hjaltested lést 12. desember 2018 og var dánarbú hans tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 23. október 2019, og var Gísli Guðni Hall l ögmaður skipaður sem skiptastjóri í dánarbúi hans. Með bréfi, dags. 10. febrúar 2020, til Héraðsdóms Reykjaness, tilkynnti skiptastjóri að ákveðið hefði verið að fara með búið samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 62. g r. laga nr. 20/1991 um dánarbússkipti o.fl. Þann 1. nóvember 2019 lýsti sóknaraðili, sonur Þorsteins Hjaltested, eftirfarandi kröfu í búið: fyrirmælum 3. gr. erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 1938 og 29. október 1940, jörðina Vatnsenda í Kópavogi landnúmer 116957, með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber til ábúðar og hagnýtingar, umráða og afnota samkvæmt þeim réttindum sem honum er á skilinn sem erfingja Í bréfi skiptastjóra 10. febrúar 2020 til lögmanns sóknaraðila, og í kröfuskrá, sama dag, kemur fram að skiptastjóri samþykki kröfu sóknaraðila um afhendingu jarðarinnar, en ekki kröfu hans um eignarnámsbætur, þ.m.t. hvers kyns kröfur á grundvelli sáttargerðar við Kópavogsbæ, enda tilheyrðu þær þrotabúinu. Með sáttargerðinni, sem er frá 30. janúar 2007, voru 864 ha teknir eignarnámi úr landi Vatnsendajarðarinnar. Sem bætur fyrir landið kom peningagreiðsla, sem greiddist að fullu til Þorsteins Hjaltested á árinu 2007. Óumdeilt er að þeir fjármunir hafi að mestu tapast við fall íslensku bankanna haustið 2008. Þá virðist kostnaður vegna tiltekinna málaferla einnig hafa verið greiddur. Aðrar greiðslur samkvæmt sátta rgerðinni eru hins vegar ógreiddar. Er þar um að ræða eftirtaldar greiðslur: Með skipulagi og frágangi að lágmarki 300 lóða í landi jarðarinnar Vatnsenda á 35 ha svæði sem kallað er C og G reitir. Kópavogsbær hannar og leggur og kostar götur, veitur og stí ga og opin svæði, og annast viðhald þeirra til framtíðar. Lóðirnar verða allar seldar á leigu af landeiganda. Með afhendingu á 11% af öllum byggingarétti úr hverjum skipulagsáfanga sem úthlutað verður úr hinu eignarnumda land. Með skipulagi byggingareita undir 4 einbýlishús á landi jarðarinnar Vatnsenda ásamt reit fyrir skemmu og hesthús á heimalandinu, sem komi í stað gömlu bæjarhúsanna á Vatnsenda. Með skipulagningu á 4 lóðum í stað leigulóðar nr. 134 í landi Vatnsenda. Með skipulagningu tveggja lóða í stað leigulóðar nr. 241a í landi Vatnsenda. 11 Með einkaafnotarétti til haustbeitar fyrir sauðfé í Lækjarbotnalandi frá Fossvallarétt og upp úr. Ágreiningur varð um afstöðu skiptastjóra til eignarnámsbótanna eins og fram er komið, en einnig varð ágreiningur á milli kröfuhafa í þrotabúi Þorsteins Hjaltested um samþykki skiptastjóra fyrir afhendingu jarðarinnar Vatnsenda til sóknaraðila. Með bréfi 26. mars 2020 fór skiptastjóri þess á leit við dóminn, að fram færi dómsmeðferð með vísan til 120. og 171. gr. lag a nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti, vegna framangreindra ágreiningsefna, sem fékk málsnúmerið Q - 866/2020. Undir rekstri þess máls var tekin sú ákvörðun að aðskilja ágreining þessa máls frá ágreiningi um afhendingu jarðarinnar. Málsástæður og lagarök sókn araðila: Sóknaraðili byggir á því að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested sé í fullu gildi og hafi Hæstiréttur margsinnis staðfest að svo sé. Sóknaraðili telur ákvörðun skiptastjóra þess efnis að afhenda honum jörðina Vatnsenda utan skuldaraðar fela í sér að ekki sé ágreiningur milli málsaðila um að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested hafi þýðingu við skipti á dánarbúi Þorsteins Hjaltested. Ágreiningsefni málsaðila sé hvort ógreiddur hluti kröfu um eignarnámsbætur skuli fylgja afhendingu jarðari nnar til sóknaraðila. Í eftirtöldum dómum Hæstaréttar sé því slegið föstu að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested sé í fullu gildi: nr. 110/1967, nr. 99/1968, nr. 117/1968, nr. 65/1970, nr. 135/1970, nr. 58/2000, nr. 560/2007, nr. 701/2012, nr. 740/2 013, nr. 751/2014, nr. 167/2015 og nr. 706/2015. Sóknaraðili telur að þótt hluti kröfuhafa hafi gert ágreining við sóknaraðila um afhendingu jarðeignarinnar Vatnsenda úr dánarbúi Þorsteins Hjaltested breyti úrlausn þess ágreiningsefnis engu fyrir úrlausn þessa máls. Leggja verði til grundvallar, með vísan til fjölda dómafordæma Hæstaréttar um gildi og áhrif erfðaskrárinnar, að hún hafi þau áhrif við skipti á dánarbúi Þorsteins Hjaltested að sóknaraðila beri viðtaka á skilyrtum eignarrétti yfir jörðinni Vat nsenda. Sóknaraðili vísar til þess að réttur hans til jarðarinnar Vatnsenda hafi stofnast 4. janúar 1938 . Á því er byggt að sóknaraðili hafi eignast skilyrtan eignarrétt til hagnýtingar, ábúðar, umráða og afnota jarðarinnar Vatnsenda 4. janúar 1938. Þá hafi Magnús Einarsson Hjaltested tilgreint sóknaraðila sem einn erfingja sinna í erfðaskrá sem hann gerði þa nn dag og endurstaðfesti 29. október 1940. Á því sé byggt að réttur sóknaraðila til viðtöku jarðarinnar Vatnsenda njóti verndar 72. greinar stjórnarskrárinnar sem skýrð verði í samræmi við 1. gr. samningsviðauka 1 við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. g r. laga nr. 62/1994. Í því felist að réttur einstaklings til að öðlast eignarréttindi í framtíðinni njóti verndar 72 gr. stjórnarskrárinnar, enda byggist réttmætar væntingar á hlutlægum grunni, sem í tilviki sóknaraðila sé tilvísuð erfðaskrá Magnúsar Einar ssonar Hjaltested. Lagalegur grundvöllur erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested byggist á heimild hans sem eiganda til að fara með og ráðstafa eign sinni Vatnsenda í skjóli fullkomins eignarréttar hans. Á því sé byggt að í íslenskum rétti sé til grund vallarregla um eignarrétt sem sé þess efnis að tiltekið andlag (eign) tilheyri og sé á ábyrgð ákveðins eða ákveðinna aðila (eigenda) á þann hátt að eigandi hafi lögvarið einkaforræði yfir því. Regla þessi sé grundvallarregla í þeim skilningi að hún hafi a lmennt og víðtækt gildissvið og byggist á meginreglum laga. Gildi ekki aðrar réttarreglur um tiltekna eign séu líkur fyrir því að grundvallarreglan gildi um hana. Í eignarréttinum felist að réttarstaða eigandans sé sú að eign tilheyri honum og á hans ábyrg ð. Á milli eiganda og eignar sé sérstakt samband eða náin tengsl. Eignin sé hans en ekki annarra. Höfuðatriði eignarréttarins sé lögvarið forræði eigandans yfir eigninni, í því felist að eigandi eigi einkarétt, þ.e. fari einn með yfirráð og forræði eignar. Eigandi hafi víðtæka heimild til að framselja eign sína með takmörkunum með erfða - og/eða gjafagerningi. Á því sé byggt að Magnús Einarsson Hjaltested hafi með einhliða ákvörðun sinni, og í krafti þess réttar sem grundvallarreglan um eignarrétt veitti hon um, fært tilteknum ættmennum sínum endurgjaldslausan en skilyrtan og takmarkaðan eignarrétt yfir jörðinni Vatnsenda um ókomna tíð, hvort 12 Sóknaraðili bendir á að skýra beri erfðaskrá Magnúsar Einarssonar H jaltested samkvæmt viljakenningu erfðarréttar. Á því sé byggt að ákvörðun Magnúsar Einarssonar Hjaltested um ráðstöfun eignaréttar yfir Vatnsenda, með skilyrðum og takmörkunum, til nánar tilgreindra ættmenna sinna og sá arfleiðsluvilji sem komi fram í erfð askrá hans njóti sérstakrar verndar að lögum. Í erfðarétti ríki yfirleitt hin svonefnda viljakenning, og beri að framfylgja erfðaskrá í sem fyllstu samræmi við raunverulegt viðhorf arfleiðandans sjálfs. Af þessu grundvallarsjónarmiði leiði að ekki sé látið við það sitja að staðreyna að ókleift sé að framfylgja erfðaskrá. Leita beri eftir því hvert viðhorf arfleiðanda hefði að líkindum orðið við þeirri aðstöðu, sem að höndum hefði borið, ef honum hefði hugkvæmst slík framvinda. Sóknaraðili bendir á að staðgö nguverðmæti (d. tinglig surrogat) fyrir land jarðarinnar sé undirorpið sömu skilyrðum og takmörkunum og jörðin sjálf. Á því sé byggt að skýra beri erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested í samræmi við vilja hans og markmið með arfleiðslunni á þann veg að bætur fyrir land sem tekið sé eignarnámi úr jarðeigninni Vatnsenda teljist skilyrt eign arftaka á sama hátt og landið sjálft sem tekið var. Leiði þetta af orðum erfðaskrárinnar sjálfrar þar sem segi í 2. málsgrein 2. gr. að Lárus Hjaltested eða næsti ábúa Á því sé byggt að bætur fyrir eignarnumið land, hvort sem um er að ræða innheimt fé eða kröfu um greiðslu peninga eða annað staðgönguverðmæti fyrir Vatnsen daland, séu háðar sömu lausnarskilyrðum og takmörkunum og umráð jarðarinnar sjálfrar. Á því sé byggt að umráða - og hagnýtingarréttur þessara réttinda falli niður við andlát arftaka á sama hátt og rétturinn yfir jörðinni. Jörðin og staðgönguverðmæti hennar flytjast fyrir skilyrðisbindingu af sjálfsdáðum til næsta viðtakanda. Af þessu leiði að kröfu um ógreiddar eignarnámsbætur beri að afhenda sóknaraðila sem næsta viðtakanda Vatnsenda. Réttur sóknaraðila taki til lands jarðarinnar Vatnsenda og staðgönguverðm æta sem þegar séu greidd og staðgönguverðmæta sem ekki hafa verið afhent skv. eignarnámssátt frá 30. janúar 2007. Á því sé byggt að réttur sóknaraðila hafi upphaflega tekið til lands jarðarinnar Vatnsenda eins og það var í tíð arfláta, Magnúsar Einarssonar Hjaltested, og taldi á þriðja þúsund hektara á þeim tíma. Af þeim sökum átti sóknaraðili frestskilyrtan rétt til að taka við umráðum á þeim 864 ha lands sem Kópavogsbær tók eignarnámi árið 2007. Á því sé byggt að eignarnám Kópavogsbæjar hafi komið í veg f yrir það og því beri sóknaraðila eignarnámsbætur í stað landsins sem hann átti þinglesinn rétt til að fá afhent sér til hagnýtingar, ábúðar, umráða og afnota. Telja verði að ef fasteign sem seld hefur verið en ekki enn verið afsalað sé tekin eignarnámi þá skiptist bæturnar milli seljanda og kaupanda. Réttur seljanda til bóta takmarkist við ógreiddar eftirstöðvar kaupverðs úr hendi kaupanda. Réttur kaupanda taki hins vegar mið af mati á fjártjóni hans óháð því kaupverði sem ákveðið var í kaupsamningi. Í tilv iki Vatnsenda greiði nýr viðtakandi ekki endurgjald fyrir viðtökuna og því augljóst að sá sem glatar rétti yfir Vatnsenda glati einnig rétti til að krefja um eignarnámsbætur. Það sé ekkert ógreitt söluverð svo haldið sé áfram með dæmið um fasteignakaup. Þá sé á því byggt að kröfuhafar seljanda geti ekki frekar en kröfuhafar Þorsteins heitins öðlast rétt til að ganga að réttindum kaupandans eða næsta viðtakanda, sóknaraðila þessa máls. Breyti engu þar um hvort um sé að ræða fullnustugerð eða allsherjarinn heimtu í formi gjaldþrotaskipta. Hefði Þorsteinn glatað rétti sínum yfir Vatnsenda í lifanda lífi, t.d. sökum þess að hann hætti búskap á jörðinni, hefði sóknaraðili tekið við jörðinni og þar með talið kröfunni um eignarnámsbætur. Sóknaraðili bendir á að í íslenskum rétti sé það meginregla að eiganda beri staðgönguverðmæti eignar sinnar fari hún forgörðum af völdum þriðja manns. Á því sé byggt að það sé meginregla íslensks réttar, eins og gildir í norrænum rétti, að fari eign forgörðum, t.d. vegna eignaráms , þá sé það eigandans að krefja um staðgönguverðmæti eignarréttarins sem kemur í staðinn eins og eignarnámsbætur, jafnvel þótt þær hafi verið greiddar þeim sem vörslurnar hafði en ekki eigandanum. Ákvæði 2. mgr. 109 gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipt i byggist á meginreglunni um rétt eigandans til staðgönguverðmætis. Sóknaraðili sé eigandi í skilningi þessarar meginreglu og landið sem tekið var undirorpið frestskilyrtum eignarrétti hans. Staðgönguverðmæti sem krafist sé afhendingar á hafi ekki blandas t við persónulegar eignir síðasta arftaka. 13 Sóknaraðili vísar til þess að einungis sá sem uppfyllir erfðaskilyrði geti notið réttinda skv. erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested. Á því sé byggt að varnaraðili hafi ekki öðlast rétt til hagnýtingar, ábúðar , umráða og afnota jarðarinnar Vatnsenda. Á dánarstundu Þorsteins Hjaltested féll réttur hans til Vatnsenda niður sökum fyrirmæla erfðaskrárinnar. Af 1. mgr. 72. gr. laga nr. 21/1992 leiði að réttindin yfir Vatnsenda geta ekki fallið til varnaraðila sökum þess að þau féllu niður á sömu stundu og Þorsteinn lést. Ákvæði síðari málsliðar 1. mgr. 72. gr. laga nr. 21/1992 leiði til sömu niðurstöðu þar sem löggerningnum (erfðaskránni) sem mælir fyrir um viðtökurétt sóknaraðila verði ekki hnekkt við skipti á dána rbúi (þrotabúi) Þorsteins Hjaltested. Arfur samkvæmt erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested sé ekki arfur eftir Þorstein Hjaltested og þar af leiðandi ekki eign dánarbús hans. Á því sé byggt að jörðin Vatnsendi og staðgönguverðmæti hennar sé ekki andla g fullnustugerða kröfuhafa hans þar sem réttur til þessara sömu verðmæta sé eign þriðja manns, sóknaraðila. Réttur kröfuhafa Þorsteins Hjaltested víki fyrir talsvert eldri rétti sóknaraðila, til verðmætanna, sem þinglýst hafi verið 9. janúar 1941. Arður se m jörðin Vatnsendi gefi af sér verði ekki frjáls eign arftaka fyrr en hann hafi verið greiddur honum. Á því sé byggt að af fyrirmælum erfðaskrárinnar leiði að arður af jörðinni Vatnsenda verði ekki persónuleg eign viðtakanda fyrr en eftir að honum hafi ver ið greiddur arðurinn. Viðtakanda á hverjum tíma sé óheimilt að ráðstafa arði jarðarinnar til framtíðar og áður en arðurinn sé greiddur til hans. Í erfðaskránni sé mælt fyrir um það í 1. gr. c að arftaki megi ekki veðsetja leigutekjur fyrr en þær hafa verið greiddar honum. Á því sé byggt að þar sem arftaki hverju sinni megi ekki selja jörðina Vatnsenda heldur einungis hagnýta sér hana byggist eignarnámsbætur á sjónarmiðum um notagildi. Eignarnámsbæturnar séu reiknaðar út frá þeim arði sem vænta má í framtíð inni af hagnýtingu jarðeignarinnar Vatnsenda. Af fyrirmælum erfðaskrárinnar um bann við veðsetningu leigutekna jarðarinnar fyrr en eftir greiðslu þeirra til arftakans leiði óhjákvæmilega að ógreiddur arður og ógreiddar bætur fyrir tapaðan framtíðararð (tap aðar leigutekjur) séu ekki andlag fullnustugerða kröfuhafa arftaka hverju sinni. Af þessu leiði að réttur til að krefja um bætur fyrir tapaða hagnýtingar - og tekjumöguleika af útleigu lóða geti einungis verið á hendi sóknaraðila hafi hún ekki áður verið gr eidd fyrri arftaka eftir gjalddaga hennar. Synjun varnaraðila á afhendingu kröfu um eignarnámsbætur til sóknaraðila sé til þess fallin að valda sóknaraðila stórfelldu tjóni þar sem efnislegur réttur varnaraðila og kröfuhafa hans til að innheimta eignarnáms bætur frá eignarnema sé ekki til staðar. Varnaraðili hafi ekki orðið fyrir neinu fjártjóni af völdum eignarnáms Kópavogsbæjar árið 2007. Jörðin Vatnsendi og tekjur hennar geti aldrei orðið eign varnaraðila, sbr. niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 110/1967 f rá 4. apríl 1968. Sóknaraðili telur að kröfuhafar Þorsteins Hjaltested geti ekki unnið betri rétt en hann átti sjálfur. gildi sem meginregla laga á Íslandi . Hæstiréttur hafi í dómum sínum margsinnis vísað í regluna og byggt á henni í dómum sínum. Af reglunni leiði meðal annars að enginn geti einhliða aukið við rétt sinn á kostnað annarra sem eiga betri rétt til sama eignarandlags. Reglunni hafi oft verið bei tt í landamerkjamálum þegar reynt hefur á gildi landamerkjabréfa, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar nr. 222/2014 frá 30. október 2014 þar sem áður hefur veri nskum rétti og sökum hennar geti kröfuhafar Þorsteins ekki unnið betri rétt gagnvart sóknaraðila en Þorsteinn átti sjálfur til jarðarinnar Vatnsenda. Sóknaraðili telur að öllum hafi mátt ljóst vera að Þorsteinn Hjaltested mátti hvorki afsala eignarétti yfir jörðinni Vatnenda né veðsetja hana nema að litlu leyti og þá einungis til greiðslu erfðafjárskatts og endurbóta á jörðinni og húsum hennar. Þeir sem gengu til lánssamninga við Þorstein heitinn vissu sem var að réttur Þorsteins til Vatnsenda var takmarkaður með skilyrðum. Framsal eignarréttar af hálfu Þorsteins heitins hefði leitt til þess að lausnarskilyrði fyrir sviptingu eignarréttar Þorsteins væri komið fram og næsti viðtakandi myndi þá taka við. Nýr viðtakandi, þ.e. sóknaraðili, ætti brigðarétt á hendur viðsemjanda Þorsteins Hjaltested, hvort sem það væru kröfuhafar eða aðrir. Vísast til 14 rökleiðslu Hæstaréttar í máli nr. 560/2007 og nr. 751/2014 um þetta atriði, að brot gegn skilmálum erfðaskrárinnar geti einungis leitt til réttindamissis og viðtöku næsta erfingja. Sóknaraðili bendir á að fyrirmæli erfðaskrár um bann við sölu og veðsetningu hafi þau áhrif að fullnustugerðir kröfuhafa séu útilokaða r . Þinglýstur réttur sóknaraðila til viðtöku jarðarinnar Vatnsenda gangi framar rétti varnaraðila og kröfuhafa hans. Kröfuhafar Þorsteins geti ekki unnið betri rétt en Þorsteinn átti skv. skilyrðum og takmörkunum erfðaskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 79/1985 frá 3. júní 1986 (H1986:958) hafi verið staðfest að fyrirmæli í erfðaskrá þess efnis að fasteign mætti ekki Sóknaraðili bendir á að hann sé einn b ær um að innheimta eignarnámsbætur fyrir tapaða hagnýtingar - og tekjumöguleika af eignarnumdu landi Vatnsenda. Efni sáttargerðar á framlögðu dómskjali beri með sér að miðað hafi verið við tapaða hagnýtingarmöguleika vegna útleigu lóða úr landi Vatnsenda. S tærsti hluti kröfunnar, sem enn sé ógreidd, sé skylda eignarnema til að skipuleggja og útbúa og kosta leigulóðir í því landi sem varnaraðili hafi fallist á að afhenda sóknaraðila. Vandséð sé hvernig varnaraðili ætli að rökstyðja að honum beri engu að síður sú greiðsla eða andlag hennar. Þá sé óumdeilt og margsinnis staðfest í dómum Hæstaréttar að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested sé í fullu gildi. Af erfðaskránni leiði að varnaraðili eigi engan rétt til að hagnýta og hafa arð af jörðinni Vatnsenda . Vandséð sé hvernig varnaraðili ætli að rökstyðja hvers vegna honum beri skaðabætur fyrir missi hagnýtingar til framtíðar og arðs sem hann á ekki eignarréttarlegt tilkall til. Á því sé byggt að sú niðurstaða að sóknaraðili sé einn bær um að krefjast eigna rnámsbóta fyrir eignarnumið land Vatnsenda sé ekki ósanngjörn gagnvart kröfuhöfum Þorsteins heitins. Þeir séu eins settir og fyrr þar sem þeir gátu hvorki gengið að jörðinni sjálfri né framtíðartekjum jarðarinnar til fullnustu kröfum sínum. Á því er byggt að fyrri aðgerðir arftaka hafi ekki áhrif á rétt sóknaraðila til viðtöku jarðarinnar og staðgönguvirðis hennar. Á málsástæðu af þessum toga hafi reynt í Hæstaréttarmálum nr. 110/1967 og nr. 560/2007 og ítrekað verið hafnað. Réttur sóknaraðila sé sjálfstæðu r réttur sem leiði frá vilja Magnúsar Einarssonar Hjaltested. Ekki sé á færi fyrri arftaka að skerða afdráttarlausan rétt sóknaraðila til viðtöku allra verðmæta sem erfðaröðinni ber. Arftaki eigi rétt til brigða á hendur hverjum þeim sem ranglega hafi tek ið við réttindum sem heyra undir erfðaröðina. Vísað er til 72. gr. stjórnarskrárinnar og laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, 1. gr., sbr. 1. gr., viðauka nr. 1 um vernd eignarréttarins. Vísað er til grundvallarreglu íslensks réttar um eignarr étt og heimildir eigandans til yfirráða yfir eign sinni, þar með talið heimildar eigandans til að framselja eign sína einhliða með takmörkunum og skilyrðum. Vísað er til skilyrðiskenningar fjármunaréttar sem telst á meðal meginreglna laga í íslenskum rétti meginreglunnar um rétt eiganda til bóta fyrir fjártjón af völdum eignarnáms í eigin hendur. Vísað er til meginreglunnar um að eiganda beri einum staðgönguvirði eignar sinnar fari hún forgörðum a f völdum annarra. Vísað er til grandsemisreglu 19. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Þá er vísað til 52. gr., sbr. 50. og 51. gr., erfðalaga nr. 8/1962 og síðari málslið 1. mgr. 72. gr. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Til viðbótar er vísað til meginreglu erfðaréttar þess efnis að skýra beri erfðaskrá samkvæmt vilja arfleiðanda og að hann skuli koma til framkvæmda. Loks er vísað til meginreglu íslensks réttar um að vilji arfláta samkvæmt erfðaskrá séu hagsmunir sem njóti lögverndar. Málsástæður og lagarök varnaraðila: Varnaraðili telur að jafnvel þótt sóknaraðili eigi rétt til viðtöku réttinda samkvæmt erfðaskránni, sem sé háð niðurstöðu í máli nr. Q - 866/2020, þá fylgi þeim viðtökurétti ekki réttur til eignarnámsbóta, vegna eigna rnáma á spildum úr landinu sem þegar hafa farið fram. Sóknaraðili eignist engan rétt yfir viðkomandi spildum, né heldur eignarnámsbótarétt vegna þeirra. Varnaraðili mótmælir röksemdafærslu sóknaraðila. Sérstaklega sé mótmælt framlagningu hans á einhliða fe ngnu lögfræðilegu áliti dansks lögfræðings, Rasmus Feldthusen, á erfðaskránni sem um sé deilt. Álitsgerð af þessari tegund sé skriflegur málflutningur og fari gegn meginreglum réttarfarslaga að leggja 15 slíkt fram sem dómskjal. Varnaraðili mótmælir málflutn ingnum í þessu skjali, sem og í greinargerð sóknaraðila þar sem vitnað sé til hans, í heild sinni. Varnaraðili byggir á því að þegar eignarnámið var gert á árinu 2007 hafi Þorsteinn Hjaltested heitinn verið eignarnámsþoli og þar af leiðandi rétthafi eignar námsbóta. Hann hafi verið rétthafi þeirra réttinda, sem tekin voru eignarnámi, og samið um bætur fyrir. Styðji það enn frekar að hann hafi verið kröfuhafi eignarnámsbótanna. Þá hafi hann gert eignarnámssáttina við Kópavogsbæ á árinu 2007, hann hafi verið kröfuhafi samkvæmt sáttinni, og hafði þegar veitt viðtöku hluta eignarnámsbótanna áður en hann lést, og ráðstafað til eigin nota. Varnaraðili vísar sérstaklega til greinargerðar Þorsteins Hjaltested til héraðsdóms í héraðsdómsmálinu nr. E - 1362/2014, þar se m færð séu ítarleg rök fyrir því að hann hafi verið rétthafi eignarnámsbótanna. Varnaraðili geri röksemdafærslu hans að sinni. Varnaraðili vísar til þess að skiptin á dánarbúinu fari samkvæmt gjaldþrotaskiptalögunum nr. 21/1991. Varnaraðili vísar til megin reglunnar sem fram komi í 2. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 73. gr. laganna um að þrotabú eignist fjárhagsleg réttindi þrotamanns, önnur en þau sem undanþegin séu fjárnámi, sjá einnig 1. mgr. 50. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Hvers kyns undantekningar frá meginr eglunni beri að skýra þröngt og hvers kyns fyrirmæli um annað verði að vera algerlega skýr. Varnaraðili bendir á að rúm 80 ár séu liðin frá gerð erfðaskrárinnar. Síðan þá hafi mörg eignarnám á spildum úr Vatnsendajörðinni verið gerð án þess að í nokkurt sk ipti hafi verið litið svo á að þeim, sem einhverjum skilningi. Nýjustu dæmin um þetta séu þegar Þorsteinn hafi veitt viðtöku 2.250.000.000 króna á árinu 2007 og árið 2000 er móðir hans, Kristrún Ólöf Jónsdóttir, hafi gert eignarnámssátt við Kópavogsbæ á grundvelli leyfis til setu í óskiptu búi, án þess að það virðist hafa hvarflað að henni eða Þorsteini Hjaltested þá, eða lögmönnum er voru þeim til aðstoðar, að b æturnar hefðu átt að renna til Þorsteins Hjaltested, sem viðtakanda jarðarinnar samkvæmt erfðaskránni. Með þessu hafi skapast hefð um framkvæmd erfðaskrárinnar. Samkvæmt framansögðu sé það á forræði varnaraðila, þ.e. þrotabús Þorsteins Hjaltested, að innh eimta, eða eftir atvikum að semja við Kópavogsbæ um form bóta vegna eignarnámsins 2007. Varnaraðili bendir á að þegar erfðaskráin frá 1938 sé lesin sé einnig rétt að hafa í huga að hún sé óumdeilt skrásett af Lárusi Fjeldsted, sem hafi verið kunnur hæstaré ttarlögmaður á þeim tíma. Í gildi þá hafi verið stjórnarskrá konungsríkisins Íslands, nr. 9/1920. Eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar hafi verið svipað og þekkt sé í seinni tíð: Eignarjetturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign s gildi lög nr. 61/1917 um framkvæmd eignarnáms, sem í mörgum grundvallaratriðum séu svipuð þeim sem nú séu í gildi. Lögmaðurinn hafi án nokkurs vafa þekkt þessi lög og stjórnarskrárákvæðið vel. Þrátt fyrir það sé ekki minnst einu orði á eignarnámsbætur í erfðaskránni né heldur hvernig með skyldi fara. Varnaraðili áréttar jafnframt að fasteign sé ekki persóna að lögum. Engin lagaheimild sé fyrir því að fara með fasteign eins og e.k. sjálfseignarstofnun sem geti átt kröfuréttindi. Varnaraðili byggir á því að ef krafa um eignarnámsbætur hefði átt að erfast samkvæmt erfðaskránni og vera undanþegin skiptum, hefðu fyrirmæli þar um þurft að vera algerlega ský r í erfðaskránni sjálfri, samkvæmt meginreglum skiptaréttar. Um þetta séu engin fyrirmæli í erfðaskránni sjálfri. Ekki sé unnt að leiða slíka niðurstöðu af mögulega ætluðum vilja erfðaskrárritarans, þar sem hann komi ekki fram í erfðaskránni sjálfri, og sé því mótmælt að slíkur vilji hafi verið sannaður. Þessu til viðbótar sé bent á að í 7. gr. erfðaskrárinnar séu skýr fyrirmæli um það við hverjar aðstæður skuli taka eignir, selja þær og af andvirði stofna sjóð, Styrktarsjóð Magnúsar Einarssonar Hjaltested á Vatnsenda. Hafi borið að meðhöndla kröfur um eignarnámsbætur með viðlíka hætti hefði þurft skýr fyrirmæli í erfðaskránni. Þá mótmælir varnaraðili þeim málatilbúnaði sóknaraðila að krafa hans eigi stoð í ákvæði 2. málsgreinar 2. gr. um landspjöll og málsh öfðunarrétt vegna landspjalla. Með landspjöllum sé átt við eyðileggingu á landi en ekki eignarnám, en eins og áður segir hafi eignarnám verið þekkt hugtak er erfðaskráin var skrásett. Orðalag ákvæðisins að öðru leyti styðji heldur ekki tilkall sóknaraðila. Krafa varnaraðila um málskostnað er gerð með stoð í 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 16 Forsendur og niðurstaða: Ágreiningi máls þessa var vísað til dómsins með vísan til 171. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., um þá afstöðu ski ptastjóra að ógreiddar eftirstöðvar eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð frá 30. janúar 2007, tilheyri þrotabúinu. Með úrskurði dómsins 17. maí sl., í máli nr. Q - 86 6/2020 var viðurkennt að skiptastjóri skuli afhenda sóknaraðila til umráða og afnota jörðina Vatnsenda, með öllu sem henni fylgir og fylgja ber, í samræmi við erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested. Með úrskurðinum var viðurkenndur viðtökuréttur sóknara ðila samkvæmt erfðaskránni til að fara með eignarheimildir jarðarinnar Vatnsenda. Sóknaraðili byggir á því að samkvæmt 2. mgr. 2. gr. erfðaskrárinnar skuli bætur fyrir landspjöll tilheyra jörðinni, og að í erfðaskránni komi fram skýr vilji arfláta um að s taðgönguverðmæti í formi eignarnámsbóta fyrir Vatnsendalandið flytjist til þess sem fari með eignarheimildir jarðarinnar í hvert sinn. Fallist er á það með varnaraðila að þegar erfðaskráin var samin hafi arfláta mátt vera sá möguleiki ljós að land jarðarin nar gæti orðið andlag eignarnáms, og eigi eignarnámsbætur að erfast samkvæmt erfðaskránni og vera undanþegnar skiptum, þurfi það að koma skýrt fram í erfðaskránni sjálfri. Í erfðaskránni er ekki að finna ákvæði þess efnis að bætur fyrir eignarnumið land s kuli fylgja jörðinni, eða að eignarnámsbótum skuli halda aðgreindum til umráða síðari rétthafa jarðarinnar með sama hætti og á við um landspjöll. Eins og getur um í málavaxtalýsingu þá greiddi Kópavogsbær Þorsteini Hjaltested peningagreiðslu á árinu 2007 f yrir eignarnumið land samkvæmt sáttargerðinni. Sú peningagreiðsla var ekki sérgreind síðari rétthöfum til umráða, ekki frekar en aðrar eignarnámsbætur sem greiddar hafa verið vegna eignarnámsgerða úr landi Vatnsenda. Vilji arfláta hvað varðar eignarnámsbæt ur verður ekki ráðinn af erfðaskránni sjálfri, sem kemur hvað skýrast fram í því að sóknaraðili byggir á öðrum skilningi um meintan vilja arfláta en fyrri rétthafi jarðarinnar gerði fyrir dómi. Með vísan til framangreinds þykir ekki hægt að fallast á málsá stæður sóknaraðila um að honum beri ógreiddar eignarnámsbætur með vísan til skýrs vilja arfláta samkvæmt erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested. Samkvæmt 1. mgr. 72. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. tekur þrotabú við öllum fjárhagslegum ré ttindum sem þrotamaður átti eða naut, nema annað leiði af réttarreglum, eðli réttindanna eða löggerningi sem verður ekki hnekkt. Meginreglan er sú að ógreiddar greiðslur tilheyri þrotabúinu, en til skoðunar kemur hvort viðtökuréttur sóknaraðila og/eða eðli réttindanna, leiði til þess að ógreiddar eignarnámsbætur tilheyri sóknaraðila fremur en varnaraðila. Í málavaxtalýsingu getur um ógreiddar greiðslur samkvæmt umþrættri sáttargerð. Í lið 2.2.3 í sáttargerðinni kemur fram að landeigandi fái 11% af öllum by ggingarrétti sem úthlutað verður úr hinu eignarnumda landi, úr hverjum skipulagsáfanga fyrir sig. Óumdeilt þykir að um fjárhagsleg réttindi er að ræða um land eða lóðir sem viðtökuréttur sóknaraðila tekur ekki til. Þá verður að ætla að þau fjárhagslegu rét tindi hefðu getað verið andlag skuldaheimtumanna Þorsteins Hjaltested, enda ekki sérstaklega undanþegin fjárnámi, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 90/1989. Með vísan til meginreglu 72. gr. laga nr. 21/1991 er fallist á að þau réttindi tilheyri varnaraðila. Aðrar ógreiddar greiðslur samkvæmt sáttargerðinni varða efndir af hendi Kópavogsbæjar um Vatnsendajörðina sjálfa eða lóðir henni tilheyrandi, í einhverju tilviki í samráði við sóknaraðila. Með engum hætti liggur fyrir hvort mögulegt er að semja um annað fo rm þeirra greiðslna eða hvernig skuldbinding þriðja aðila um að skipuleggja jörð sóknaraðila geti talist til fjárhagslegra réttinda varnaraðila, einkum með hliðsjón af því að varnaraðili hefur fallist á að sóknaraðili fari með eignarheimild yfir jörðinni, með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber. Þá verður að ætla að skipulagsvinnan hefði ekki getað verið andlag skuldheimtumanna Þorsteins Hjaltested, enda hefði sú vinna farið fram í tíð Þorsteins þá hefði afrakstur hennar ekki fallið til Þorsteins persón ulega, heldur eðli málsins samkvæmt fylgt jörðinni Vatnsenda. Þá þykir óumdeilt að komi til leigu lóða sem verða til vegna þeirrar skipulagsvinnu, þá fari sóknaraðili með umsýslu þeirra, og hirði af þeim arð en ekki varnaraðili. Af framangreindu leiðir að mati dómsins að réttindi sem fólgin eru í ógreiddri skipulagsvinnu Kópavogsbæjar á landi og lóðum Vatnsenda, tilheyri sóknaraðila samkvæmt viðtökurétti hans til 17 jarðarinnar og eðli réttindanna, sbr. 1. mgr. 72. gr. laga nr. 21/1991. Þá felst í viðtökurétt i um afnot af jörðinni Vatnsenda að annar afnotaréttur sem jörðinni er ætlaður í formi beitarréttar, tilheyri sóknaraðila. Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða dómsins, að viðurkennt verður að krafa á hendur Kópavogsbæ um ógreiddar eignarnáms bætur samkvæmt ákvæði 2.2.3 í sáttargerð frá 30. janúar 2007 tilheyri varnaraðila, og er kröfu sóknaraðila að því leyti hafnað. Aðrar kröfur á grundvelli sömu sáttargerðar tilheyra hins vegar sóknaraðila og er kröfum varnaraðila að því leyti hafnað. Eftir niðurstöðu málsins og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., þykir rétt að hvor málsaðila beri sinn kostnað af málinu. Sóknaraðila var veitt gjafsókn með leyf i dómsmálaráðuneytisins 29. september 2020. Allur gjafsóknarkostnaður hans greiðist því úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Sigurbjörns Þorbergssonar, sem með hliðsjón af tímaskýrslu, að teknu tilliti til tímagjalds gjafsóknarmála auk virðis aukaskatts, og með hliðsjón af umfangi málsins að öðru leyti að mati dómsins, þykir hæfileg 1.000.000 króna. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð : Viðurkennt er að sóknaraðila, Magnúsi Pétri Hjaltested, tilhe yri réttur til ógreiddra eftirstöðva eignarnámsbóta vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda samkvæmt eignarnámsheimild frá 10. janúar 2007, sbr. sáttargerð frá 30. janúar 2007, að undanskildum lið 2.2.3 í sáttargerðinni, sem viðurkennt er að tilhe yri varnaraðila, þrotabúi Þorsteins Hjaltested. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Sigurbjörns Þorbergssonar, 1.000.000 króna