LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 354/2020 : Ákæruvaldið (Jón H. B. Snorrason saksóknari ) gegn Finn i Má Árnas yni (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Umferðarlagabrot. Akstur sviptur ökurétti. Dómvenja. Útdráttur F var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í þrígang ekið sviptur ökurétti. Brot F var ítrekað í fjórða sinn. Með hliðsjón af dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 var refsing F ákveðin fangelsi í sex mánuði. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Bragadóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 3. júní 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Á frýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2020 í málinu nr. S - 1554/2020 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 3 Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð. Niðurstaða 4 Fyrir Landsrétt hafa verið lögð gögn sem bera vott um að ákærði hafi hætt allri neyslu áfengis og annarra vímuefna fyrir um þremur árum og að hann lifi nú reglusömu lífi. Þrátt fyrir það þykir í ljósi dómaframkvæmdar og sakarefnis málsins ekki efni til annars en að staðfesta hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna ha ns. 5 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 2 Ákærði, Finnur Már Árnason, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 253.140 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 235.600 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2020 Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. mars 2020, á hendur Finni Má Árnasyni, kt. [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, með því að hafa: 1. Laugardaginn 2. júní 2018 ekið bi freiðinni [...] sviptur ökurétti um Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við Kaplakrika, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 2. Laugardaginn 21. júlí 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Dalveg í Kópavogi, við endurvinnslustöð Sorpu, þar sem lögregla s töðvaði aksturinn. 3. Laugardaginn 21. desember 2019 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Biskupstungnabraut í Grímsnes - og Grafningshreppi, við Fjallstún, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Teljast framangreind brot varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þett a samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín . Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 24. febrúar 202 0, gekkst ákærði undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 6. maí 2009, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökuréttindum. Hann var síðan dæmdur dæmdur í 60 daga fangelsi 14. mars 2014, fyrir akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökuréttindum. Þá var hann dæmdur í 75 daga fangelsi 3. nóvember 2016, fyrir akstur undir áhrifum áfengis, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum. Loks var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi 14. september 2017, fyrir akstur undir áhrifum áfengis og akstur sviptur ökuréttindum. Sakaferill ákærða hefur að öðru leyti ekki áhrif á ákvörðun refsingar en miðað er við að ákærði hafi með brotum sínum nú í fimmta skipti gerst sekur um akstur sviptur ökuréttindum innan ít rekunarramma 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Engan sakarkostnað lei ddi af meðferð málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 105.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi. Harpa Sólve ig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Finnur Már Árnason, sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 105.400 krónur.