LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 21. júlí 2021. Mál nr. 486/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Óli Ásgeir Hermannsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður) Lykilorð Kærumál . Kæra . Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem staðfest var ákvörðun L um að X skyldi sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Málinu var vísað frá Landsrétti þar sem kæran uppfyllti ek ki áskilnað 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. júlí 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 19. júlí 2021 í málinu nr. R - [...] /2021 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila 3. sama mánað ar um að varnaraðili skyldi sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni þó með þeirri breytingu að varnaraðila væri heimilt að senda brotaþola tölvupóst um málefni sem vörðuðu son þeirra . Kæruheimild er í 3 . mgr. 15 . gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottví sun af heimili. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar var því lýst yfir af hálfu varnaraðila að hann tæki sér lögbundi nn frest til ákvörðunar um kæru til Landsréttar. Í 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 18. gr. laga nr. 85/2011, kemur fram að vilji maður kæra úrskurð eftir uppkvaðningu úrskurðar skuli hann afhenda héraðsdómara skriflega kæru þar sem greint skal frá því hvaða úrskurður sé kærður, kröfu um breytingu á honum og ástæður sem kæra er reist á. 3 síma sínum en hún hafi kvaðst hafa tekið upp nokkur myndbönd þar sem varnaraðili sjáist aka framhjá henni og öskra að henni bæði við heimili hennar sem og annars staðar. séu skráð afskipti af varnaraðila og brotaþola allt frá árinu 2018. Þá er greint frá því að hinn 20. apríl 2021 ha fi sóknaraðili gefið út ákæru á hendur varnaraðila vegna ætlaðra ítrekaðra brota hans gegn brotaþola og barni þeirra á tímabilinu frá 25. ágúst 2018 til 16. janúar 2021. Vísist nánar til þess ákæruskjals sem sé á meðal fyrirliggjandi gagna en málið sæti nú meðferð dómstóla. Hafi varnaraðila verið birt og kynnt efni ákæruatriða en málið hafi verið þingfest hinn 21. maí síðastliðinn og ráðgert að aðalmeðferð þess fari fram hinn 10. september næstkomandi. Þær hótanir og það áreiti sem varnaraðili hafi auk anna rs verið ákærður fyrir að beita brotaþola með ítrekuðum hætti virðist þó ekki vera á undanhaldi. Þannig hafi brotaþoli ítrekað á árinu 2021 tilkynnt lögreglu um áreiti varnaraðila gagnvart sér og ætlaðar hótanir og hafi lögreglu borist tilkynningar þar að lútandi hinn 16. janúar 2021, hinn 30. janúar 2021, hinn 13. mars 2021, hinn 22. mars 2021, hinn 31. mars 2021, hinn 31. mars 2021 og nú síðast hinn 22. júní síðastliðinn líkt og að framan greini. Við afritun á símtæki brotaþola hafi komið í ljós að frá 1 9. mars til 2. apríl 2021 hafi varnaraðili hringt alls 65 sinnum í brotaþola. Þá hafi varnaraðili sent brotaþola 50 sms skilaboð á tímabilinu 26. febrúar til 1. apríl 2021. Þá hafi mátt sjá í símtæki brotaþola myndbönd tekin þann 30. janúar 2021, 13. mars 2021 og þann 21. júní síðastliðinn þar sem varnaraðili hafi ekið framhjá brotaþola og brotaþoli tekið af því myndband á símtæki sitt. Í rannsóknargögnum þeirra mála sem sóknaraðili hafi nú þegar gefið út ákæru á hendur varnaraðila vegna hafi ítrekað komið fram að brotaþoli óttist varnaraðila og að hann sé ítrekað að elta hana, fylgjast með henni, setja sig í samband við hana og með öðrum sambærilegum hætti sitja um hana í hennar daglega lífi. Í ljósi alls framangreinds telji sóknaraðili rökstuddan grun fyri r hendi um að varnaraðili hafi ítrekað og endurtekið brotið gegn brotaþola með alvarlegum afleiðingum fyrir hana. Telji sóknaraðili því að skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili séu uppfyllt að því leyti að rökstuddur gru nur sé um að varnaraðili hafi framið brot gegn brotaþola er varði við ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940, nánar tiltekið 218. gr. b. og 217., 233., 233. gr. b og 232. gr. a sem og gegn syni þeirra er varði ákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002, einkum 98. og 99. gr. og að hætta sé á að hann muni áfram brjóta gegn brotaþola og friðhelgi hennar. Að mati lögreglustjóra sé sýnt að friðhelgi brotaþola verði ekki vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa. Loks kemur fram að umþrætt ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli a. og b. liða 1. mgr. 4 gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili, sbr. 3. mgr. 3. gr., 6. og 7. gr. sömu laga og ekki þyki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti sem og að rík ir almanna - , einka - og rannsóknarhagsmunir krefjist þess að hún verði staðfest. Með vísan til framangreinds, fyrirliggjandi og laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili, einkum 4. og 12. gr. umræddra laga sé þess því beiðst að fallist verði á kröfu sóknaraðila um staðfestingum umræddrar ákvörðunar um nálgunarbann varnaraðila gegn brotaþola. III. Í munnlegum málflutningi af hálfu varnaraðila fyrir dómi kom fram að hann teldi engin skilyrði til að fallast á kröfu sóknaraðila. Eina ástæðan fyr ir samskiptum hans við brotaþola væri sú að hann hefði viljað afla upplýsinga um son þeirra. Þau fari sameiginlega með forsjá drengsins á grundvelli dóms Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E - sameig inlega allar ákvarðanir sem drenginn varði og sinna þeim skyldum sem í forsjá felist samkvæmt barnalögum nr. 76/2003. Þá eigi hann á grundvelli fyrrgreinds dóms rétt til umgengni við drenginn sem brotaþoli hafi ítrekað tálmað og hafi samskiptin snúið að þv í. Öllum ásökunum um ítrekaðar hótanir og áreiti sé því alfarið hafnað og því standi engar forsendur til að staðfesta umþrætta ákvörðun. Í öllum tilvikum hafi varnaraðili haft réttmæta ástæðu til samskipta við brotaþola vegna drengsins. Þá hafi hann einfal dlega rekist óvart á brotaþola þau skipti sem hún saki hann um að hafa elt hana auk þess sem hún hafi í sumum tilvikum elt hann og tekið af honum myndir. Ásakanir hennar eigi því ekki við rök að styðjast. IV. 4 Fyrirliggjandi krafa lýtur líkt og að framan e r rakið að staðfestingu á ákvörðun sóknaraðila um nálgunarbann varnaraðila gagnvart barnsmóður sinni. Samkvæmt framangreindu og fyrirliggjandi gögnum hefur varnaraðili verið ákærður fyrir brot gegn henni á tímabilinu 25. ágúst 2018 til 16. janúar 2021 sem samkvæmt ákæru eru talin varða við 217. gr., 1. mgr. 218. gr. b. og 233. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá eru líkt og fram hefur komið til rannsóknar frekari brot varnaraðila gegn brotaþola á umliðnum mánuðum sem talin eru varða við sömu ákvæði og að auki 232. gr. a og 233. gr. sömu laga. Er umþrættri ákvörðun sóknaraðila ætlað að vernda friðhelgi brotaþola gegn frekari tilburðum varnaraðila að því leyti. Samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum hefur varnaraðili við skýrslutökur hjá lögreglu ne itað sök bæði vegna þeirra brota sem hann hefur verið ákærður fyrir sem og annarra brota. Á meðal þeirra gagna er lögregluskýrsla sem hefur að geyma samantekt af skýrslutöku af varnaraðila sem fram fór hinn 14. júlí síðastliðinn. Við þá skýrslutöku neitaði varnaraðili alfarið að hafa áreitt brotaþola á nokkurn hátt eða haft í hótunum við hana umliðna mánuði. Öll samskipti hans við hana hafi lotið að syni þeirra. Samkvæmt a - lið 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili er heimilt að b eita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola. Jafnframt er heimilt að beita nálgunarbanni samkvæmt b - lið tilvitnaðrar greinar ef hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþ ola samkvæmt a - lið. Samkvæmt framangreindu og að virtum framlögðum rannsóknargögnum þykir sóknaraðili hafa nægjanlega í ljós leitt að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili hafi framið refsiverð brot gagnvart brotaþola og raskað á annan hátt friði hennar. Í því sambandi er auk annars til þess að líta að þegar hefur verið gefin út ákæra á hendur varnaraðila fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð brotaþola og beitt hana andlegu ofbeldi. Þá þyki r í ljósi yfirstandandi rannsóknar á frekari brotum varnaraðila gegn brotaþola og með hliðsjón af fyrirliggjandi rannsóknargögnum vegna þeirrar rannsóknar ennfremur vera hætta á að varnaraðili brjóti að nýju gegn brotaþola, sbr. b - lið sömu greinar. Í þeim efnum er auk annars að því gætt að tíðni símhringinga og skilaboða frá varnaraðila til brotaþola hefur samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum á stundum verið óhófleg óháð tilefni þeirra og brotaþoli endurtekið borið við skýrslugjöf hjá lögreglu að hún ót tist varnaraðila mjög auk þess sem hún hefur greint frá því að hún hafi þurft á sálfræðiaðstoð að halda vegna framgöngu hans. Er því fallist á það með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði a - og b - liða 1. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2011 fyrir beitingu nálgunar banns. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 er það og skilyrði fyrir beitingu nálgunarbanns að ekki þyki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er við mat samkvæmt 1. mgr. heimilt að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili, sem og hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann myndi fremja brot sem lýst væri í 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæði 6. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 85/2011 er því meðal annars svo lýst að við matið sé heimilt að líta til sömu atriða og nefnd séu í skýringum við 4. gr. frumvarpsins. Í skýringum við það ákvæði segir meðal annars að líta verði til fyrri háttsemi þess manns sem krafan beinist gegn og samskipta hans við þann sem vernda eigi sem veitt geti rökstudda eða að honum hafi áður verið gert að sæta nálgunarbanni eða brottvísun af heimili. Um það vísast einnig til niðurlags 2. mgr. 6. gr. laganna. Eins og áður greinir fara varnaraðili og brotaþoli eins og mál standa sameiginlega með forsjá sonar þeirra og er lögheimil hans hjá brotaþola. Er því fallist á það með varnaraðila að hann þurfi að geta átt samskipti við brotaþola um málefni s em varða drenginn. Að því virtu og með hliðsjón af þeim brotum sem varnaraðili er samkvæmt framangreindu undir rökstuddum grun um að hafa framið gagnvart brotaþola þykir umþrætt ákvörðun sóknaraðila aftur á móti, eins og mál þetta er vaxið, ekki ganga leng ra en nauðsyn ber til að vernda friðhelgi brotaþola, að öðru leyti en því að rétt þykir að varnaraðili eigi þess áfram kost að senda brotaþola tölvupóst um málefni sem varða son þeirra. Með breytingu á umþrættri ákvörðun á þann veg er áskilnaði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 um meðalhóf að mati dómsins fullnægt. 5 Að öllu framansögðu virtu og að öðru leyti með vísan til fyrirliggjandi gagna verður umþrætt ákvörðun sóknaraðila frá 3. júlí síðastliðnum staðfest með þeirri breytingu sem í úrskurðarorði greinir . Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila greiðist úr ríkissjóði, sbr. 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og þykir hæfilega ákvæðin að meðtöldum virðisaukaskatti svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður up p úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun sóknaraðila, lögreglustjórans á Suðurnesjum, frá 3. júlí 2021 um að því að hann komi á eða í metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju hússins. Jafnframt er lagt bann við því að hann veiti A eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í heima - , vinnu - eða farsíma hen nar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana, að öðru leyti en því að honum er heimilt að senda henni Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Jóhannesar Alberts Kristbjör nssonar lögmanns, 176.700 krónur, greiðist úr ríkissjóði.