LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 29. september 2022. Mál nr. 252/2021 : A ( Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson lögmaður ) gegn Isavia ohf. og V e rð i trygging um hf. ( Magnús Hrafn Magnússon lögmaður) Lykilorð Skaðabætur. Líkamstjón. Vátryggingasamningur . Viðurkenningarkrafa. Útdráttur A krafðist viðurkenningar á bótaskyldu I ohf. og bótarétti úr frjálsri ábyrgðartryggingu I ohf. hjá V hf. vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir er hann þreytti þrekpróf í starfi sínu sem slökkviliðsmaður hjá I ohf. Í dómi Landsréttar var ekki á það fallist að prófið hefði verið framkvæmt með öðrum hætti en reglur í rekstrarhandbók I ohf. gerðu ráð fyrir eða að óforsvaranlegt hefði verið að láta starfsmenn draga dúkku á hallandi gólfi í prófinu. Þá var talið ósannað að próf stjóri eða stjórnendur I ohf. hefðu búið yfir upplýsingum um bakmeiðsli A sem leitt hefðu getað til þess að óforsvaranlegt hefði verið að láta hann þreyta þrekprófið. Á hinn bóginn taldi Landsréttur ljóst að til þess að starfsmaður þreytti þrekpróf væri sk ilyrði að fyrir lægi læknisvottorð sem sýndi að hann væri til þess hæfur og mætti vottorðið ekki vera eldra en sex mánaða. Við framkvæmd þrekprófsins hefði verið brotið gegn þessari reglu. Miðað við lýsingar í sjúkraskýrslu um þróun mjóbaksverkja A á árinu 2015 væri ekki hægt að útiloka að ef læknisskoðun hefði farið fram í tæka tíð fyrir þrekprófið hefði komið í ljós að A væri ekki fær til þess að taka prófið. I ohf. yrði sem vinnuveitandi að bera hallann af því að A hefði verið skyldaður vegna forfalla t il að taka þrekpróf að hausti án þess að ný læknisskoðun færi fram. Yrði sú vanræksla metin til sakar hjá starfsmönnum sem I ohf. bæri ábyrgð á. Var krafa A því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdót tir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 13. apríl 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 2021 í málinu nr. E - /2020 . 2 2 Áfrýjandi krefst viðurkenningar á bótaskyldu stefnda Isavia ohf. og að viðurkenndur verði réttur áfrýjanda til bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda Isavia ohf. hjá stefnda Verði tryggingum hf. vegna tjóns sem áfrýjandi varð fyrir af völdum slyss þann október 2015. Þá krefst áfrýjandi aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti, til vara að málskostnaður á báðum dómstigum verði felldur niður en að því frágengnu að hann verði lækkaður. 3 Stefnd u kref ja st staðfestingar hins áfrýjaða dóms og má lskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Atvikum málsins er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram slasaðist áfrýjandi október 2015 er hann þreytti þrekpróf í starfi sínu sem slökkviliðsmaður hjá stefnda Isavia ohf. Afleiðingar sly s sins leiddu til þess að hann varð óvinnufær til slökkviliðsstarfa og lét af störfum hjá stefnda Isavia ohf. í kjölfarið. Áfrýjandi starfaði se m slökkviliðsmaður á um áratuga skeið og hafði reglulega farið í þrekpróf vegna starfa sinna. Vegna hnémeiðsla hafði hann þó ekki farið í þrekpróf í nokkur ár fyrir slysið og ekki tekið próf samkvæmt þeim viðmiðum sem um slík próf giltu er slysið varð. 5 Í tilkynningu stefnda Isavia ohf. til Vinnueftirlitsins 1. apríl 2016 kemur fram að áfrýjandi hafi fengið tak í neðri hluta baks í þrekprófi er hann var að lyfta upp 80 kílógramma brúðu og flytja hana til um 30 metra vegalengd, klæddur eldgalla með reykk öfunartæki á bakinu og í þyngingarvesti sem samtals vógu 23 kílógrömm. Í fundargerð af fundi áfrýjanda með B , sem hafði umsjón með framkvæmd þrekprófsins, C björgunarstjóra og D öryggistrúnaðarmanni er atvikum nánar lýst þannig að áfrýjandi hafi tekið upp æfingabrúðuna, misst takið á henni og hrasað. Hann hafi síðan tekið brúðuna upp aftur og við það fengið mikinn verk í bakið en samt haldið áfram. Hann hafi síðan misst brúðuna aftur eftir um það bil 20 metra og fallið á bakið ofan á reykköfunartækið. Hann hafi þá hætt í þrekprófinu, farið heim og leitað til læknis. Atvikum er lýst eins í tilkynningu áfrýjanda til stefnda Varðar trygginga hf. 17. ágúst 2016. 6 Í álitsgerð E læknis 3. ágúst 2017 voru afleiðingar slyssins metnar til 7% læknisfræðilegrar örorku o g að áfrýjandi var óvinnufær til starfa sem slökkviliðsmaður eftir slysið. Í álitsgerðinni kemur fram að áfrýjandi hafði lent í slysi á árinu 2004 þar sem hann fékk áverka á mjóbak og var greindur með brot í þvertindum. Hann var í kjölfar þess slyss metin með 6% varanlega læknisfræðilega örorku. Í forsendum álitsgerðarinnar kemur fram að áfrýjandi hafi fyrir slysið 2015 haft nokkur einkenni og viðkvæmni í mjóbaki en að við slysið hafi þau einkenni versnað og hann orðið talsvert viðkvæmari og haft lítið álag sþol. 7 Áfrýjandi lagði fram nýtt skjal við meðferð málsins fyrir Landrétti, sjúkraskýrslu heimilislæknis fyrir tímabilið 1. janúar 2003 til 16. nóvember 2015, þar sem fram koma upplýsingar um bakáverka áfrýjanda. Fram kemur í sjúkraskýrslunni að 3 áfrýjandi hafi í viðtali við heimilislækni 18. janúar 2010, eftir að hann hafði dottið í hálku á vinnustað sínum á og hlotið áverka á mjöðm, getið þess að hann hafi hryggbrotnað fyrir nokkrum árum er hann datt úr stiga. Þá kemur fram í sjúkraskýrslunni að 23. maí 2014 hafi áfrýjandi upplýst heimilislækni sinn um að hann hafi fengið tak í bakið nokkrum dögum áður og að hann væri illa haldinn. Verkur hafi komið af litlu tilefni þegar hann var að stússast með garðhúsgögn. Þetta hafi gerst einu sinni áður o g þá lagast á nokkrum dögum. Í sjúkraskýrslunni eru veikindi áfrýjanda greind sem mjóbaksverkur. Áfrýjandi á nokkur samskipti við heimilislækninn í kjölfarið og í samskiptum við lækninn 6. júní 2014 kveðst áfrýjandi vera orðin n allgóður í baki og byrjar að vinna. Í samskiptum við heimilislækni 9. janúar 2015 kveðst áfrýjandi hafa verið slæmur í mjóbaki um tíma og átt lítið af verkjalyfjum. Þá kemur fram í sjúkraskýrslunni að áfrýjandi hafi fengið lyfjaendurnýjun hjá heimilislækninum 13. mars 2015 vegna mjób ak s verks. Áfrýjandi lýsir því síðan í símtali við lækni 3. júlí 2015 að hann hafi verið slæmur í baki í sumarbústað og þá fengið ávísað verkjalyfjum hj á lækninum. Að endingu kemur fram að í viðtali áfrýjanda hjá heimilislækni 25. á gúst 2015 hafi hann sagt að hann sé alltaf af og til að fá mjóbaksverki og festist þá. Hann sé mismunandi lengi í þessum vandræðum, stundum nokkra daga. Hann sé einnig farinn að taka eftir slappleika í fótum af og til. Þetta komi og fari án sérstakrar ástæðu. 8 Með hinum áfrýjaða dó mi voru stefndu sýknuð af kröfum áfrýjanda á þeim grundvelli að honum hefði ekki tekist að sanna að undirbúningur og framkvæmd þrekprófsins hafi farið fram með saknæmum hætti af hálfu starfsmanna stefnda Isavia ohf. Slík háttsemi er skilyrði fyrir greiðslu úr ábyrgðartryggingu sem það félag er með hjá stefnda Verði tryggingum hf. Niðurstaða 9 Í héraðsdómsstefnu kemur fram að áfrýjandi reisir kröfur sínar á því að framkvæmd þrekprófsins hafi verið óforsvaranleg. Framkvæmdin hafi verið þannig að hætta stafaði af prófrauninni fyrir starfsmenn. Ekki hafi verið tekið tillit til þess við framkvæmd prófsins að áfrýjandi glímdi við bakvandamál sem starfsmönnum stefnda Isavia ohf. var kunnugt um. Prófstjórinn hafi ekki farið eftir þeim reglum sem giltu um framkvæmd pr ófsins. Hann hafi krafist þess að áfrýjandi færði brúðu til með því að lyfta henni upp og bannað honum að draga hana á öxlum eða með böndum eftir gólfinu . Þá hafi þessi þáttur þrekprófsins verið framkvæm dur í hliðarhalla sem jók á hættuna á meiðslum . Jafnf ramt hafi þrekprófið farið fram meira en sex mánuðum eftir læknisskoðun þótt reglur kvæðu skýrt á um að það skyldi framkvæmt innan þess tíma. Við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti byggði áfrýjandi kröfur sínar meðal annars á því að reglurnar sem giltu um þrekprófið væru óskýrar og í raun óforsvaranlegar. Að auki ætti að beita ströngum sönnunarkröfum í málinu þar sem vinnuveitandinn hefði ekki aflað nægjanlegra upplýsinga um atvik þegar tjónið átti sér stað. Stefndu mótmæla því að undirbúningu r og framkvæmd prófsins hafi verið saknæm og auk þess er öðrum málsástæðum áfrýjanda en þeim sem getið er í 4 héraðsdómsstefnu mótmælt sem of seint fram komnum og að auki röngum og ósönnuðum. 10 Í 2. mgr. 17. gr. laga nr. 75 /2000 um brunavarnir er mælt fyrir u m að slökkviliðsmenn sem stunda reykköfun skul i hafa staðist læknisskoðun, þrekpróf, þolpróf og aðra mælingu líkamsástands samkvæmt því sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Í reglugerð nr. 1088/2013 er að finna reglur sem ætlað er að tryggja öryggi þeirra sem stunda reykköfun , sbr. 1. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar skal reykkafari slökkviliðs fara árlega í sérstaka læknisskoðun og standast þær heilbrigðiskröfur sem fram koma í viðauka við reglugerðina. Jafnframt skal hann á rlega undirgangast og standast próf í þoli og líkamsstyrk eins og mælt er fyrir um í viðaukanum. Þar er kveðið á um lágmarkskröfur fyrir þol - og þrekpróf. Í 1. mgr. 15. gr. er einnig mælt fyrir um að reykkafari skuli auk árlegrar læknisskoðunar fara í lækn isskoðun hvenær sem viðkomandi læknir telur þörf á. Í 2. mgr. ákvæðisins er tekið fram að gildistími læknisskoðunar og prófs í þoli og líkamsstyrk séu 12 mánuðir nema annað sé tekið fram. Verði skyndilega verulegar breytingar á heilsufari reykkafara getur slökkviliðsstjóri óskað eftir að læknisskoðun og/eða próf sé endurtekið. Þá er mælt fyrir um það í 3. mgr. ákvæðisins að r eykkafarar og nemar í reykköfun skul i vera í góðu andlegu og líkamlegu ástandi og vera hæfir til reykköfunarstarfa. Uppfylli reykkafar i eða nemi í reykköfun ekki heilbrigðiskröfur við læknisskoðun eða standist ekki próf í þoli og líkamsstyrk er honum óheimilt að stunda reykköfun eða nám í reykköfun. 11 Í málinu liggur fyrir rekstrarhandbók stefnda Isavia ohf. með vinnuleiðbeiningum um heils u og líkamlegt atgervi vegna björgunar - og slökkviþjónustu á flugvöllum Isavia ohf. sem giltu þegar slysið varð. Þar er í grein 1.1.1 mælt fyrir um árlega læknisskoðun á líkamlegu og andlegu ástandi starfsmanna sem vinna við björgunar - og slökkviþjónustu. Þá er mælt fyrir um það í grein 1.1.3 að þessir starfsmenn skuli ljúka viðeigandi þrekprófi innan sex mánaða frá læknisskoðun nema augljósar ástæður á þessu tímabili komi í veg fyrir að læknisskoðun sé gild. Í öðrum kafla rekstrarhandbókarinnar kemur fram að þeim sem sinna björgunar - og slökkvistörfum sé skylt að þreyta þrekpróf minnst einu sinni á ári að undangenginni læknisskoðun. Þrekprófið samanstandi af þolprófi annars vegar og hins vegar prófi sem reyni á styrk. 12 Grein 2.2.1 í rekstrarhandbókinni lýsi r framkvæmd þrekprófsins. Þar kemur fram að próftaki skuli klæddur hlífðarbúnaði sem samtals skal vera 23 kílógrömm. Prófið samanstandi af fimm verkefnum og er þriðja verkefninu sem hér er til umfjöllunar lýst kling afturábak 30 m. með því að taka undir handarkrika og halda um hendur. Dúkkan skal þannig úr garði gerð að gott sé að ná tökum á höndum hennar eða með bandi um efri hluta búks. Mikilvægt er að Áfrýjandi hefur lýst því að prófstjórinn, B , hafi krafist þess að áfrýjandi beitti svokölluðu slökkviliðsmannataki 5 undir handarkrika dúkkunnar og taka í hendur hennar eða læsa saman höndum yfir brjóst hennar. Áfrýjandi hafi hins vegar óskað eftir því að fá að draga dúkkuna með böndum án þess að lyfta henni upp. Ekki er um það deilt í málinu að báðar aðferðirnar eru þekkt og viðurkennd tök við björgunarstörf. Prófstjórinn B lýsti því í skýrslugjöf í héraði að áfrýjandi hefði átt í erfiðleikum með að ná utan um dúkkuna í prófinu. Hann staðfesti jafnframt í skýrslugjöf sinni að hann hafi neitað áfrýjanda um heimild til að draga dúkkuna á böndum um axlir eða með bandspotta þar s em það samræmdist ekki prófreglum. Þá upplýsti prófstjórinn jafnframt að unnt hefði verið að grípa í band eða ól sem var á búk dúkkunnar til þess að ná á henni taki. Í málinu liggja fyrir myndir af dúkkunni þar sem sést að ól liggur um ofanverðan búk henna r. 13 Að framan er rakið að í vinnuleiðbeiningum rekstrarhandbókarinnar er mælt fyrir um að í þriðja hluta þrekprófsins skuli draga dúkkuna með því að setja hendur undir handarkrika hennar og eftir atvikum nota band sem á henni er til þess að ná góðu taki. Sa mkvæmt gögnum málsins og framburði vitna verður ekki annað ráðið en að prófstjórinn hafi framkvæmt prófið í samræmi við ákvæði greinar 2.2.1 í vinnuleiðbeiningunum og að það tak sem þar var mælt fyrir um að ætti að nota sé þekkt og viðurkennt tak við björg unarstörf. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þá málsástæðu áfrýjanda að prófið hafi verið framkvæmt með öðrum hætti en reglurnar gerðu ráð fyrir. 14 Áfrýjandi byggir á því að halli hafi verið á gólfinu þar sem prófið fór fram og að hann hafi aukið hættu á því að slysið varð. Í málinu liggja ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um þann halla sem áfrýjandi fullyrðir að hafi verið á gólfinu utan almennra lýsinga nokkurra vitna í héraði. Áfrýjandi byggir að þessu leyti aðallega á því að prófraunin hafi verið erfiðar i af þessum sökum þar sem líkamsbeiting hefði verið skökk vegna hallans. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að markmið þrekprófsins var að kanna styrk starfsmanna við raunverulegar aðstæður en gera verður ráð fyrir því að við björgunarstörf geti björgu narmenn þurft að draga menn í halla. Verður því ekki fallist á málsástæðu áfrýjanda um að óforsvaranlegt hafi verið að láta starfsmenn draga dúkkuna á hallandi gólfi. 15 Áfrýjandi byggir mál sitt einnig á því að starfsmenn stefnda Isavia ohf. hafi almennt vi tað að hann ætti við bakvandamál að stríða en fyrir liggi að hann hafi orðið fyrir bakmeiðslum á árinu 2004. Nokkrir samstarfsmenn áfrýjanda sem báru vitni í héraði upplýstu að þeir hafi vitað um bakvandmál áfrýjanda. Prófstjórinn B bar á hinn bóginn um að honum hefði ekki verið kunnugt um bakáverka áfrýjanda heldur eingöngu að hann hefði ítrekað þurft að fresta þrekprófum vegna hnémeiðsla. Svo sem rakið hefur verið að framan bera sjúkraskýrslur heimilislæknis áfrýjanda með sér að það sé í raun fyrst á árin u 2014 sem hann leitar til heimilislæknisins vegna mjóbaksverks og að verkirnir hafi ágerst eftir því sem leið á árið 2015. Með vísan til framangreinds er ósannað að prófstjórinn eða stjórnendur stefnda Isavia ohf. hafi búið yfir upplýsingum 6 um bakmeiðsli áfrýjanda sem leitt hefðu getað til þess að óforsvaranlegt hafi verið að láta hann þreyta þrekprófið í október 2015. 16 Þá reisir áfrýjandi viðurkenningakröfu sína á því að ekki hafi verið heimilt að láta hann þreyta þrekprófið þar sem meira en sex mánuðir vo ru liðnir frá því að hann fór í árlega læknisskoðun. Samkvæmt gögnum málsins fór áfrýjandi í læknisskoðun mars 2015 og voru því liðnir meira en sex mánuðir er hann tók þrekprófið október 2015. Í framangreindu læknisvottorði kemur fram að líkamlegt ástand áfrýjanda sé í öllum atriðum eðlilegt nema hvað hann sé dálítið stirður í herðum. Áður er rakið að í grein 1.1.3 í rekstarhandbók stefnda Isavia ohf. er mælt skýrlega fyrir um að starfsmenn sem sinna björgunar - og slökkvistörfum skuli ljúka þrekprófi innan sex mánaða frá læknisskoðun. Þá er tekið fram í grein 2.2 að styrktarpróf skuli að jafnaði þreytt einu sinni á ári að undangenginni læknisskoðun. Samkvæmt vitnisburði prófstjóran s B í héraði voru þrekprófin alltaf haldin á vorin og forfallapróf á haustin. 17 Að framan er rakið efni sjúkraskýrslna heimilislæknis áfrýjanda um mjóbaksverki áfrýjanda á árinu 2014 og 2015. Af þeim gögnum má ráða að framan af hafi verkirnir verið tilfallan di og jafnað sig fljótt. Þegar leið á árið 2015 urðu þeir þrálátari og þá sérstaklega í júlí og ágúst það ár. Samkvæmt áðurnefndum reglum stefnda Isavia ohf. skyldu starfsmenn ekki fara í þrekpróf nema að undangenginni læknisskoðun og þá innan sex mánaða f rá því að hún fór fram. Í grein 1.1 í rekstarhandbók stefnda Isavia staðfesta heilsu viðkomandi einstaklings m.t.t. þess hvort viðkomandi sé fær til að sinna björgunar - og slökk viþjónustu á flugvöllum, en einnig til að minnka líkur á að samstarfsfólk sé sett í óþarfa hættu. Þá er læknisskoðun ætlað að staðfesta hvort framangreindu er ljóst að skilyrði þess að starfsmaður þreyt i þrekpróf er að fyrir liggi læknisvottorð sem sýni að hann sé til þess hæfur og að það v ottorð m egi ekki vera eldra en sex mánaða. V ið framkvæmd þrekprófsins var brotið gegn þessari reglu. Miðað við lýsingar í sjúkraskýrslu heimilislæk nis á þróun mjóbaksverkja áfrýjanda á árinu 2015 er ekki hægt að útiloka að við læknisskoðun , sem hefði farið fram í tæka tíð fyrir þrekpróf ið, hefði komið í ljós að áfrýjandi væri ekki fær til þess að taka prófið vegna mjóbaksverkja. Stefndi I sav i a ohf. v erður sem vinnuveitandi að ber a halla nn af því að áfrýjandi var skyldaður vegna forfalla til að taka þrekpróf að hausti án þess að ný læknisskoðun færi fram. Verður sú vanræksla metin til sakar hjá starfsmönnum sem stefndi Isavia ohf. ber ábyrgð á. 18 Samk væmt öllu því sem að framan er rakið verður fallist á kröfu áfrýjanda um viðurkenning u á bótaskyldu stefnda Isavia ohf. og rétt i hans til bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda Isavia ohf. hjá stefnda Verði tryggingum hf. vegna tjóns sem áfrýjandi varð fyrir af völdum slyss þann október 2015. 7 19 Eftir úrslitum málsins verður stefndu sameiginlega gert að greiða áfrýjanda málskostnað vegna rekstur málsins í héraði og fyrir Landrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: V iðurkenn d er bótaskyld a stef nda Isavia ohf. gagnvart áfrýjanda, A , og réttur áfrýjanda til bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda Isavia ohf. hjá stefnda Verði tryggingum hf. vegna tjóns sem áfrýjandi varð fyrir af völdum slyss þann október 2015. Stefndu greiði óskipt áfrýjanda 3.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 17. mars 2021 Mál þetta var höfðað 31. desember 2019 af A , , á hendur Isavia ohf., og Verði tryggingum hf., . Stefnandi krefst viðurkenningar á bótaskyldu stefnda, Isavia ohf., og bótarétti stefnanda, úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda, Isavia ohf., hjá stefnda, Verði tryggingum hf., vegna tjóns sem stefnandi varð fyrir af völdum slyss þann október 2015. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, þ.m.t. kostnaðar stefnanda af virðisaukaskatti. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaður úr hans hendi að mati réttarins. I Málsatvik Stefnandi slasaðist október 2015 er hann þreytti þrekpróf í starfi sínu sem slökkviliðsmaður hjá stefnda, Isavia ohf. Í stefnu er atvikum að próftökunni lýst svo að að prófstjóri, B , hefði að morgni þess dags undið sér fyrirvaralaust að stefnanda og sagt að hann skyldi koma og taka þrekpróf. Stefnandi hafi við töku þrekprófsins orðið fyrir vinnuslysi þegar hann hrasaði og féll aftur fyrir sig með 80 kg æfingabrúðu í fanginu og með súrefniskút á bakinu. Hafi hann orðið fyrir slysi er kúturinn stakkst í bak hans. Stefnandi grei nir svo frá að hann hafi bæði fyrir prófið og meðan á því stóð óskað eftir því að fá að draga brúðuna á öxlunum eða með bandi yfir brjóstkassa og undir handarkrika en prófstjóri synjað honum um það þrátt fyrir að hann hefði vakið athygli á því að annar sta rfsmaður hefði fengið að draga brúðuna á þann hátt. Hafi prófstjóri mælt svo fyrir að hann skyldi halda á henni, þ.e. taka um brúðuna með því að setja hendur sínar undir handarkrika á henni og yfir brjóstkassa hennar og lyfta henni þannig upp í rétta stöðu og bakka með hana 30 metra. Stefnanda hefði verið bannað að draga brúðuna á öxlunum eða með böndum. Þessi fyrirmæli prófstjóra við framkvæmd prófsins hafi leitt til slyss hans. Nánar er atvikum svo lýst í stefnu að stefnandi hefði ekki tekist að ná góðu taki utan um brúðuna, þannig að hann gæti náð höndum sínum það vel yfir brjóstkassa hennar að hann næði að læsa þeim og halda réttri líkamsstöðu. Stefnandi hefði því misst takið á brúðunni eftir að hann fór af stað. Hann hefði þá ítrekað ósk sína um að fá að draga brúðuna á öxlunum eða með bandi en prófstjóri hefði aftur synjað honum um það. Hann hefði því haldið áfram, tekið brúðuna upp og reynt eftir fremsta megni að bakka með hana án þess þó að vera með gott tak þar sem hann náði ekki að læsa höndum og n áði því ekki góðri líkamsstöðu. Í tilraun sinni til að draga brúðuna samkvæmt þessum fyrirmælum, hefði stefnandi því dottið aftur fyrir sig og fallið á bakið með hana í fanginu. 8 Stefnandi hafi eftir þetta verið óvinnufær til starfa sinna sem slökkviliðsma ður og hætt störfum hjá stefnda þegar hann hafði tæmt veikindarétt sinn hjá stefnda, Isavia ohf. Samkvæmt læknisvottorði F kur eru taldar á því að hann snúi aftur til starfa sem slökkviliðsmaður. Stefndi, Isavia ohf., sendi tilkynningu um vinnuslys til Vinnueftirlitsins þann 1. apríl 2016. Þar kemur fram um tildrög slyssins að starfsmaður hafi fengið ta k í neðri hluta baks þegar hann hafi verið að lyfta upp 80 kg brúðu og fara með hana 30 metra vegalengds klæddur í eldgalla með reykköfunartæki á bakinu og í þyngingarvesti. Þá segir að starfsmaður hafi farið heim strax að loknu þrekprófinu og sagst ætla a ð leita læknis. Þann 17. ágúst 2016 var slysið tilkynnt til stefnda, Varðar trygginga ehf. Þar segir um tildrög slyssins að tjónþoli hafi verið í þrekprófi, klæddur í slökkvigalla, með þyngingarvesti og reykköfunartæki. Í seinni hluta prófsins hafi hann te kið upp æfingabrúðuna, misst takið og hrasað. Hann hafi tekið brúðuna upp aftur, fengið mikinn verk í bakið en haldið áfram verkjaður. Hann missi svo brúðuna aftur eftir u.þ.b. 20 metra og falli á bakið og á reykköfunartækið. Hafi hann þá hætt töku prófs v egna verkja. Samkvæmt mati G F læknis A hefur fyrri sögu um mjóbaksáverka. Hann vann samt fullt starf sem slökkviliðsmaður þangað til hann lendir í slysi 10.2015. Hann tognaði þá á mjóbaki og hefur verið óvinnufær síðan til vinnu sem slökkviliðsmaður. Engar líkur eru taldar á því að hann snúi aftur til starfa Samkvæmt örorkumati E læknis frá 3. ágúst 2017 er læknisfræðileg örorka stefnanda vegna slyssins metin 7%. Fram kemur í forsendum matsins það álit að ljóst megi vera að stefnandi hafi við slysið október 201 5 hlotið áverka sem enn í dag valdi honum óþægindum og líkamlegri færnisskerðingu. Þá liggur einnig fyrir læknisvottorð frá F , sem var gert þann 29. ágúst 2017, þar sem segir að stefnandi sé óvinnufær til starfa sem reyni á bakið og að hann sé óvinnufær se m slökkviliðsmaður. Samkvæmt gögnum málsins hafnaði stefndi, Vörður tryggingar hf., bótaskyldu úr slysatryggingu launþega 18. ágúst 2016 þar sem félagið taldi að ekki væri um að ræða slys í skilningi slysahugtaks vátryggingaréttar. Var það nánar rökstutt m eð þeim hætti að samkvæmt lýsingum á atvikinu hefði tjónþoli fengið bakverk þegar hann hafi lyft upp 80 kg æfingabrúðu. Það að lyfta þungri byrði teldist ekki vera Í tölvuskeyti félagsin s 6. janúar 2017 kom fram að félagið hefði endurskoðað afstöðu sína í málinu og það féllist á að það atvik er tjónþoli féll aftur fyrir sig á reykköfunartæki og fékk við það högg á bakið félli undir skilgreiningu slysahugtaksins í skilmála slysatryggingari nnar og samþykki félagið bótaskyldu vegna líkamstjóns sem rakið yrði til þess atviks. Á hinn bóginn hafnaði tryggingafélagið kröfu stefnanda um bætur úr frjálsri ábyrgðartryggingu vátryggingartaka, stefnda Isavia ohf., hjá félaginu í bréfi 11. apríl 2018 þ ar sem ósannað væri að slysið yrði rakið til saknæmrar háttsemi vátryggingartaka eða annarra atvika sem hann bæri skaðabótaábyrgð á að lögum. Orsök slyssins yrði ekki rakin til annars en að tjónþoli réði illa við verkefnið. Mótmælti félagið því sem röngu o g ósönnuðu að vátryggingartaki hefði haft vitneskju um bakvandamál tjónþola og að aðrir starfsmann hefðu fengið leyfi til að draga brúðuna með bandi vegna bakmeiðsla en honum verið synjað um það . Tók félagið fram að óháð allri vitneskju um líkamlegt ásand tjónþola gæti það ekki verið á ábyrgð annarra en tjónþola sjálfs að meta hvort hann treysti sér til að þreyta prófið eða tiltekna þætti þess. Var því sérstaklega mótmælt að tjónþoli hefði upplýst um bakmeiðsli sín við töku prófsins. Stefnandi skaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 9. apríl 2019 Nefndin hafnaði beiðni stefnanda með úrskurði 28. maí 2019. Í áliti úrskurðarnefndarinnar kom fram að ekki yrði ráðið af gögnum málsins með vissu hvað nákvæmlega olli því að stefnandi hrasaði umrætt sin n. Þannig yrði ekki ráðið að þyngd æfingabrúðunnar, stærð og lögun hennar eða þau tök sem hann hefði haft á brúðunni, hafi orðið þess valdandi að hann féll við. Sömuleiðis væri ekkert sem gæfi tilefni til að ætla að gólfhalli hefði beinlínis átt þátt í því hvernig fór. Ekki yrði heldur séð að eldri sjúkdómseinkenni í baki eða það að meira 9 en sex mánuðir hefðu liðið frá síðustu læknisskoðun hefðu leitt til þess að stefnandi hrasaði. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að við framkvæmd þrekprófsins hafi prófstjór i með saknæmum hætti gefið stefnanda slík fyrirmæli um það hvernig hann skyldi taka prófið að leitt hefði til slyssins eða framkvæmd prófsins hefði með einhverju móti farið í bága við skráð fyrirmæli um framkvæmd þess. Samkvæmt framangreindu og að gögnum m álsins virtum að öðru leyti var ekki talið að slysið yrði rakið til þeirra atvika sem stefnandi taldi að valdið hefðu slysinu og ættu að leiða til skaðabótaábyrgðar stefnda, Isavia ohf. Var stefnandi því ekki talinn eiga rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu þ ess hjá hinu stefnda tryggingafélagi. Stefnandi telur sig ekki eiga að þurfa að bera skaðann af völdum slyssins, þar sem framkvæmd prófsins hafi verið óforsvaranleg og aðstæður beinlínis varasamar sem leitt hafi til slyss hans. Honum sé því nauðugur sá kos tur að höfða dómsmál til viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu stefnda, Isavia ohf., hjá stefnda, Verði tryggingum hf. II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því hann hafi orðið fyrir slysi við vinnu þann október 2015 sem teljist bótaskylt samkvæmt almennum skaðabótareglum úr hendi stefnda, Isavia ohf., og úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda hjá stefnda, Verði tryggingum hf. Þá byggir stefnandi á því að hann hafi orðið fyrir líkamstjóni af völdum slyssin s. Varanleg læknisfræðileg örorka hans hafi verið metin 7%. Stefnandi hafi því lögvarða hagsmuni af því að fá úr því skorið hvort fyrir hendi sé bótaskylda úr ábyrgðartryggingu stefnda, Isavia ohf., hjá stefnda, Verði tryggingum hf., vegna afleiðinga slyss ins. Vísar stefnandi til þess að fyrir liggi læknisfræðilegt álit sem feli í sér að hann sé óvinnufær til slökkviliðsstarfa sem hafi verið hans ævistarf. Þá er byggt á því að stefnandi hafi orðið fyrir atvinnutjóni þar sem hann hafi þurft að hætta starfi s ínu sem slökkviliðsmaður og þar af leiðandi orðið fyrir missi atvinnutekna. Stefnandi telur að framkvæmd umrædds þrekprófs á slysdegi hafi verið óforsvaranleg. Ekki hafi verið skeytt um augljósa hættu fyrir starfsmenn. Margt hafi farið úrskeiðis við framk væmd prófsins enda hafi prófstjóri ekki farið að skráðum reglum sem um prófið giltu. Þar að auki hafi prófstjóri hagað framkvæmd prófsins þannig að hætta stafaði af fyrir próftaka og það hafi einmitt leitt til slyss stefnanda. Orsakatengsl séu til staðar s em og sennileg afleiðing. Stefndi, Isavia ohf., beri ábyrgð á slysi stefnanda enda hafi ekki verið farið að reglum við framkvæmd prófsins. Stefndu beri sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða. Stefnandi byggir á því að við framkvæmd prófsins hafi ekki verið far ið að þeim reglum sem þeim kröfum og viðmiðum sem gerðar séu til heilsufars og líkamlegs atgervis slökkviliðsmanna. Þá hafi prófstjóri ekki þekkt nægilega vel þessar reglur en það sé á ábyrgð vinnuveitanda hans, stefnda Isavia ohf. og yfirmönnum þar að stefnandi glímdi við bakvandamál eins og fram hafi komið í s kýrslutökum samstarfsmanna hans, D og C , í sérstöku vitnamáli sem stefnandi hafi höfðað áður en til málshöfðunar þessarar hafi komið. Fyrir liggi að stefnandi hefði árið 2004 orðið fyrir hnjaski í baki og verið þá frá störfum í einhvern tíma á meðan hann j afnaði sig. Síðan þá hafi hann endrum og eins þurft að taka sér frí frá vinnu í þeim tilvikum sem hann hafi fengið þursabit. Þá liggi fyrir að stefnandi hefði áður kennt sér meins í hné og m.a. sleppt próftöku af þeirri ástæðu. Hafi þeim starfsmanni sem sá um prófið verið þetta fyllilega ljóst eins og fram komi í gögnum málsins. Stefndi hafi hafnað því að prófstjóri hafi vitað af bakmeiðslum stefnanda. Stefnandi telji ekki skipta máli hvort upplýsingarnar hafi farið til prófstjóra eður ei þar sem það sé á ábyrgð stefnda, Isavia ohf., að koma slíkum upplýsingum á framfæri við þann starfsmann sem sjái um líkamlega erfiðar prófraunir starfsmanna. Prófstjóri hafi viðurkennt í skýrslutöku sinni í vitnamálinu að hafa vitað að stefnandi ætti við hnévandamál að str íða sem leitt hefði til þess að umrædd próftaka hafði frestast og stefnandi hefði ekki tekið þetta nýja próf áður. 10 Við mat á saknæmi verði að hafa þessa vitneskju stefnda í huga því vegna hennar hafi verið sérstaklega brýnt að farið væri að reglum við þess ar aðstæður, sérstaklega þeim sem mæla fyrir um að próftaki hafi staðist læknisskoðun innan sex mánaða frá því prófið fer fram. Einnig hafi verið brýnt í ljósi þessara vitneskju að heimila stefnanda að draga dúkkuna, eins og hann hafði óskað, í stað þess a ð halda á henni í fanginu. hvort það hafi ekki verið heimilt að draga hana á þessum tíma sagði B að Stefnandi hafi starfað hjá slökkviliðinu á alla sína starfsævi, og ávallt staðist þol - og þrekpróf. Hins vegar á árunum 2013 eða 2014 hafi komið til sögunnar nýtt þrekpróf sem hafi verið talsvert erfi ðara en fyrri þrekpróf. Stefnandi veki athygli á því að í rekstrarhandbók stefnda hafi verið mælt fyrir um hvernig a. Draga u.þ.b. 80 kg. sjúkling afturába k 30 m. með því að taka undir handarkrika og halda um hendur. Dúkkan skal þannig úr garði gerð að gott sé að ná tökum á höndum hennar eða með bandi um Það hefði því verið lagt til grundvallar í reglunum að draga ætti dúkkuna með því að taka undir handarkrika og halda um hendur eða draga hana með bandi um efri hluta búks. Dúkka sú sem hafi verið við prófið hafi verið úr hörðu efni þannig að hún gaf ekkert eftir, eins og dúkkur sem áður hefðu verið notaðar eða manneskja myndi gera. Þar af leiðandi hefði ekki verið gott að ná taki utan um hana nema próftaki hefði tiltölulega langar hendur. Þá hefði útbúnaður próftaka einnig gert honum erfitt fyrir að ná og halda taki á d úkkunni. Lykilatriði sé þegar tekið sé undir handarkrika á dúkkunni með höndum að unnt sé að grípa í hendur þegar þær mætist fyrir framan brjóstkassa dúkkunnar og búa til lás. Ef ekki var unnt mælt sé fyrir um að draga dúkku með bandi um efri hluta búks þá liggi bandið þar sem hendur myndu annars vera og gripið er í enda bandsins fyrir aftan handarkrika. Sé því um að ræða sambærilegt tak og álag og ef gripið væri í axlir og dregið. Sé óumdeilt að þessi aðferð sé talsvert auðveldari og öruggari. Það hafi því sannarlega verið heimilt að draga dúkkuna með spotta/bandi. da á sjúklingi eða dúkku eins og raunin hafi verið við framkvæmd prófsins. Þrátt fyrir að það hafi þannig verið heimilt að draga dúkkuna og þrátt fyrir að samstarfsmanni hafi verið heimilað að draga dúkkuna með þessum hætti, hafi stefnanda verið synjað um þessa framkvæmd eins og skýrslutakan af prófstjóra leiði í ljós. Hafi stefndi því gerst brotlegt við eigin reglur gagnvart stefnanda. Þá sé ljóst að reglur stefndu heimiluðu að draga dúkku með bandi um efri hluta búks. Þrátt fyrir það hafi stefnandi ekki fengið að draga hana með þeim hætti. Í skýrslutökum í vitnamáli hafi synjun prófstjóra verið leidd í ljós. Hann hafi ítrekað viðurkennt að hafa synjað stefnanda um að draga dúkkuna, hvort sem væri á öxlum eða með bandi. Þetta hafi nú aftur verið staðfest í skýrslu prófstjórans við aðalmeðferð málsins. Stefndi bendir á að slökkviliðsmaður myndi aldrei í raunverulegum aðstæðum draga sjúkling með þeim hætti sem prófstjóri hafi fyrirskipað í prófinu nema brýna nauðsyn bæri til þess og um væri að ræða síðasta sj úkling á vettvangi. Þar að auki væri slökkviliðsmaður á vettvangi aldrei með þyngingarvesti og sjúklingurinn væri ekki úr hörðu plasti sem gæfi ekkert eftir. Framkvæmd prófsins hafi því ekki verið í samræmi við raunverulegar aðstæður á vettvangi og með he nni hafi stefnandi verið settur í óþarfa hættu auk þess sem stefndi hafi ekki farið að eigin reglum eða gætt jafnræðis milli próftaka. Þá hafi aðstæður við próftökuna ekki verið viðundandi, bæði hafi prófið verið tekið skyndilega að morgni dags og einnig h afi það verið þreytt í hliðarhalla. Fleiri starfsmenn hafi lent í slysi í þessum hluta prófsins eða kennt sér meiðsla. 11 en ekki bakið, við að taka þetta rét prófsins ætti að reyna á allan líkamann heldur sagði þar að mikilvægt væri að menn notuðu styrk í neðrihluta búks við flutning dúkkunnar. Enda hefði verið mælt fyrir um það í reglunum að það ætti að draga dúkkuna en ekki að halda á henni eins og framkvæmdin hafi verið hjá prófstjóra. Stefnandi tekur fram að hann hefði ekki dottið með dúkkuna ofan á sig ef hann hefði fengið að draga hana með bandi eða á öxlum. Jafnvel þótt hefði dottið hefð i hann ekki lent með dúkkuna ofan á sér og þá hefði höfuð dúkkunnar verið við mittismál próftaka en ekki við höfuðmál próftaka eins og raunin hafi verið. Stefnandi bendir á að sú framkvæmd sem hér hafi verið lýst sé nægjanleg til að bótaskylda stefndu hafi myndast enda hafi stefnanda verið synjað um að þreyta prófið í samræmi við reglur sem leiddi til þess að hann datt með dúkkuna ofan á sig. Þessu til viðbótar hafi framkvæmd prófsins verið þannig að stærsti hluti vegalengdar þeirrar sem bakka átti með dúkk una hafi verið í verulegum hliðarhalla eða 20 - 30% hliðarhalla. Átak og álag á líkamann hafi aðallega verið á þá hlið sem sneri undan halla. Undan þessu hefði verið kvartað eftir fyrsta prófið, án þess að við því hefði verið brugðist af hálfu stefnda fyrr e n einhverjum árum síðar. Þeir starfsmenn sem höfðu þreytt prófið á undan stefnanda höfðu því sannarlega kvartað yfir því að það skyldi þreytt í hliðarhalla. Þrátt fyrir slíkar umkvartanir hafi ekki verið við því brugðist og stefnandi látinn þreyta prófið í þessum hliðarhalla. Þetta hafi komið fram við skýrslutökur D og C í vitnamálinu. Hvergi verði séð að heimild hafi verið til þessa eða það hafi verið nauðsynlegt. Þögn reglnanna um gólfhalla verði að túlka sem svo að þreyta hafi átt prófið á sléttu gólfi. Átak sem þetta að lyfta upp 80 kg dúkku í rétta stöðu og bakka í hliðarhalla, sé margfalt erfiðara og hættulegra fyrir líkama próftaka heldur en á jafnsléttu. Þannig að í stað þess að stefnandi fengi að draga dúkkuna með bandi á jafnsléttu, eins og reglurnar gerðu ráð fyrir, þá hafi honum verið gert að halda á henni og bakka þannig með hana í hliðarhalla. Leggja verði til grundvallar að það að láta framkvæma pró fið í hliðarhalla feli í sér hættulega aðferð sem hafi verið líkleg til að valda tjóni. Saknæmi sé því til staðar. Líkindi séu til þess að starfsmaður meiðist eða lendi í slysi við að framkvæma prófið í hliðarhalla. Stefnandi tekur fram að í reglu 1.1.3 í rekstrarhandbók stefnda komi fram að starfsmenn, sem sinni björgunar - og slökkviþjónustu, skuli ljúka viðeigandi þrekprófi innan sex mánaða frá læknisskoðun nema augljósar ástæður á þessu tímabili komi í veg fyrir að læknisskoðun sé gild. Því hafi verið ó heimilt fyrir stefnda að láta starfsmann þreyta þrekpróf ef meira en sex mánuðir voru liðnir frá síðustu læknisskoðun sem hafi verið mars 2015. Prófið hafi á hinn bóginn farið fram október 2015. Í áðurnefndri læknisskoðun stefnanda hafi komið fram að hann hefði vitað til þess að stefnandi hefði farið í aðgerð á hné a.m.k. tvisvar sinnum. Hafi hann orðað Óumdeilt sé að stefnanda hafi verið gert að þreyta prófið meira en sjö mánuðum eftir að hann hafi farið í síðustu læknisskoðun. Stefnda hafi því verið óheimilt að láta stefnanda þreyta prófið þa r sem of langur tími var liðinn frá síðustu læknisskoðun samkvæmt fortakslausu ákvæði reglnanna. Með þessu hafi stefndi brotið gegn mikilvægri varúðarreglu sem sé sett til að vernda öryggi og heilsu starfsmanna og til enda stefnandi ára gamall og hafði verið að eiga við eymsli í hné og átti sögu um bakvandamál. Það sé ómögulegt að segja til um hvað læknisskoðun innan réttra tímamarka hefði leitt í l jós og verði að líta svo á að stefndi beri hallann í þeim efnum. Ákvörðun stefnda um að stefnandi skyldi þreyta prófið þrátt fyrir að hann hefði ekki farið í læknisskoðun innan tiltekins tíma verði að vera á ábyrgð vinnuveitandans. Með þeirri ákvörðun hafi stefndi ekki um skeytt um heilsu og ástand stefnanda sem hafi svo leitt til tjóns. Saknæmi sé því til staðar. Að lokum tekur stefndi fram að skipulagsleysi hafi verið við framkvæmd prófsins. Í skýrslu prófstjóra í vitnamálinu hafi hann ekki virst gera sér grein fyrir hvað reglurnar mæltu fyrir um varðandi læknisskoðanir. 12 Þá hafi prófstjóri ekki áttað sig á reglunum þar sem hafi skýrlega komið fram að dúkkan skyldi tilgangur hafi verið með því að mæla fyrir um band á efri hluta búks ef það hafi ekki átt að hafa þýðingu. Þá hafi dúkkan ekki verið þannig að gott væri að ná tökum á henni og búnaður stefnanda hafi einnig gert honum erfitt fyrir. Þá hafi ekki v erið gætt jafnræðis milli próftaka og prófið verið þreytt í hliðarhalla. Þessu til viðbótar hafi framkvæmd prófsins verið mismunandi eftir starfsstöðvum hjá stefnda. Þannig hafi dúkka sú sem notuð var í öðrum slökkvistöðvum stefnda á landinu verið 40 50 kg , heimagerð og mjúk dúkka, sem hafi gefið eftir þegar tekið hafi verið utan um brjóstkassann á henni. Stefnandi byggir á því að hvert og eitt atriði sem hann nefni varðandi framkvæmd prófsins hafi falið í sér saknæma háttsemi sem hafi leitt til slyssins og að orsakatengsl séu til staðar. Einnig byggir hann á því að heildstætt hafi framkvæmd prófsins falið í sér saknæma háttsemi sem leitt hafi til slyssins. Stefnandi kveðst telja ljóst að hefði framkvæmd prófsins ekki verið gölluð og brot á reglum stefnda ek ki átt sér stað væri stefnandi heill heilsu og enn að störfum fyrir stefnda. Stefndi beri fulla ábyrgð á því að láta stefnanda þreyta verklega prófraun án þess að hafa farið í læknisskoðun á síðustu sex mánuðum fyrir prófið, að fela stefnanda að draga dúkk u með slíkum hætti og búnaði að stefnanda hafi verið ómögulegt að ná réttri líkamsstöðu, að synja beiðni hans um að draga dúkkuna með öruggari hætti þannig að líkama hans stæði ekki ógn af en sem reglur heimiluðu og að viðhafa aðstæður við próftöku að öðru leyti þannig að þær voru beinlínis hættulegar fyrir stefnanda og aðra starfsmenn. Á það skuli sérstaklega bent að próf þetta sé mikilvægt í starfi starfsmanna slökkviliðsins, enda komi fram í reglum stefnda að starfsmaður sem standist ekki prófið skuli ek ki lengur sinna björgunar - og slökkviþjónustu flugvallar. Sé því ákaflega mikilvægt að prófið sé þreytt með réttum hætti enda starf starfsmanna í húfi. Að öllu þessu virtu þyki mega álykta að öryggismálum hafi verið ábótavant og/eða að skortur á áhættumati hafi valdið því að starfsmenn gerðu sér almennt ekki grein fyrir þeim hættum sem fólust í þessari framkvæmd próftökunnar. Vinnuveitandi stefnanda beri á því ábyrgð og þá jafnframt á afleiðingum slyssins. Afleiðingar slyssins hafi verið þær að stefnandi va rð fyrir líkamstjóni sem hái honum í daglegu lífi og dragi úr lífsgæðum hans. Afleiðingarnar hafi einnig verið þær að stefnandi varð óvinnufær til slökkvistarfa og neyddist því til að hætta störfum fyrir aldur fram. Vinnuveitandi stefnanda ber ábyrgð á því og beri að bæta stefnanda það tjón. Með vísan til framangreinds krefst stefnandi þess að fallist verði á dómkröfur hans. Auk framangreindra lagaraka byggir stefnandi kröfu um viðurkenningu bótaskyldu á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um málskostna ð byggist á 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og um virðisaukaskatt á málskostnað á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. III Málsástæður og lagarök stefndu Stefndu mótmæla öllum málsástæðum stefnanda og telja skilyrði bótaskyldu ekki vera f yrir hendi. Í málinu hafi ekki verið sýnt fram á að aðilar sem stefndi, Isavia ohf., beri ábyrgð á hafi sýnt af sér saknæma háttsemi sem leiði til bótaskyldu stefnda, Varðar hf., úr ábyrgðartryggingu félagsins. Hvað varðar dómkröfu stefnanda taka stefndu fram að brugðist hafi verið við athugasemdum vegna þess atviks sem um ræði. Á það hafi verið bent að ekki sé unnt að krefjast viðurkenningar á bóta skyldu hins stefnda tryggingafélags enda hafi það ekki viðhaft bótaskylda háttsemi. Verði á hinn bóginn fallist á bótaskyldu stefnda, Isavia ohf., eða starfsmanna þess, leiði það til greiðsluskyldu úr ábyrgðartryggingu hjá hinu stefnda tryggingafélagi. St efndu byggja á því að framkvæmd styrktar - og þrekprófsins þann október 2015 hafi verið í samræmi við verklagsreglur stefnda Isavia sem í gildi voru á þeim tíma og liggi fyrir í málinu. Ósannað sé að þær verklagsreglur hafi á einhvern hátt brotið í bága við öryggisviðmið. Umræddar verklagsreglur um töku þol - Ósannað sé að reglur stefndu eða innihald vinnuleiðbeininga hafi verið með saknæmum hætti enda verði ekki séð að st efnandi byggi á því í málinu. Einnig sé ósannað að framkvæmd styrktarprófsins hafi verið 13 málsástæðukafla í stefnu. Sá aðili sem hafi séð um framkvæmd styrktarprófsins f.h. stefnda, Isavia ohf., B , hafi fylgt fyrirmælum um framkvæmd þess sem fram komu í þeim verklagsreglum er voru í gildi á slysdegi. Þeim hafi síðan verið breytt en breyttar reglur geti ekki komið til neinna álita í máli þessu. Stefndu taka fram að aðil a greini á um málavexti og gera stefndu athugasemdir við lýsingu stefnanda á atvikum málsins. Stefndu árétta að verklagsreglum hafi verið fylgt við framkvæmd prófsins. Stefndu byggja á því að enginn próftaki hafi október 2015 fengið heimild til að drag a dúkkuna flata eftir gólfinu hvort sem það hafi verið með aðstoð bandspotta eða ekki. Hins vegar hafi próftökum verið heimilt að nýta strappa/ól sem hafi verið um dúkkuna miðja til að ná taki á henni þegar miðju hennar hafi verið lyft frá gólfi. Því sé m ótmælt sem röngu og ósönnuðu að samstarfsmaður stefnanda, H , eða nokkur annar próftaki, hafi fengið sérstaka heimild til að draga dúkkuna, eftir atvikum með bandspotta, flata eftir gólfinu eða að slík framkvæmd hafi verið látin óátalin hjá öðrum próftökum. Ekki sé því um það að ræða að stefnanda hafi verið neitað um einhverja framkvæmd sem öðrum próftökum hafi verið heimiluð. Það hafi verið staðfest í skýrslutökum fyrir dóminum að próftakar fengu ekki að draga dúkkuna á öxlunum eins og stefnandi hafi viljað gera. Það sama hafi gilt um alla. - (a)) í rekstrarhandbók stefnda sé strappi eða ól sem reyrð hafi verið utan um dúkkuna að ofanverðu og lýst hefur verið af vitnum í fyrri skýrslutöku fyrir dómi. Undir rekstri málsins hafi þetta þó skýrst nokkuð og virðist nú óumdeilt að í þrekprófi stefnanda hafi ný æfingabrúða verið notuð en ekki eldri dúkka sem vitni höfðu áður lýst að hefði verið útbúin þannig að netadræsur hefðu verið settar í vinnusamfesting og band verið um hana miðja sem hægt hafi verið að grípa í. Hvergi í þeim verklagsreglum sem gilt hafi á slysdegi hafi verið gert ráð fyrir því að unnt væri að hengja band eða spotta í dúkkuna og beinlínis draga hana á því bandi, eða draga hana með öðrum hætti. Enginn slíkur búnaður hafi verið á prófstað þótt vera kunni að slökkviliðsmenn noti slíkt band í störfum sínum á vettvangi. Í það minnsta hafi ekki verið gert ráð fyrir þessari aðferð í þrekprófinu sjálfu. Fullyrðingum stefnanda þess efnis að heimilt hafi verið að draga dúkkuna með þessum hætti er mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Ekkert í fyrri skýrslutökum eða í skýrslutökum nú fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins staðfesti þann ranga skilning stefnanda. Málatilbúnaður stefnanda, sem byggi á því að heimilt hafi verið að draga dúkkuna eftir gólfinu án þess að lyfta miðju hennar upp og að stefnanda hafi verið synjað um slíka framkvæmd en öðrum heimilað að beita þeirri aðferð, sé ekki í samræmi við gögn málsins eða vitnisburði og sé því ósannaður . Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir þeim atvikum sem hann byggir bótaskyldu sína á. Ekki séu skilyrði til þess að víkja frá þeirri sönnunarreglu skaðabótaréttar í máli þessu og raunar sé ekki byggt á því af hálfu stefnanda. Því sé einnig mótmælt að gildandi vinnuleiðbeiningum á þessum tíma hafi ekki verið fylgt að öðru leyti svo saknæmi varði. Stefnandi virðist byggja á því sem sjálfstæðri málsástæðu fyrir saknæmi að hann hafi farið í læknisskoðun þann mars 2015 sem var e kki innan sex mánaða frá prófi dags. október 2015, sbr. ákvæði 1.1.3 í umræddum vinnuleiðbeiningum. Það eitt eigi að nægja til bótaskyldu í málinu. Þessu sé mótmælt. Fyrst beri að nefna að orsakatengsl skorti milli tjónsins og þess að prófið hafi farið fra m sjö mánuðum og níu dögum eftir síðustu læknisskoðun. Þá sé til þess að líta að prófinu sé einmitt ætlað að staðreyna hvort starfsmönnum sé unnt að taka þol - og þrekpróf. Þannig sé það sérstaklega tekið fram af trúnaðarlækni við slíka skoðun ef menn eru t il þess ófærir að hans mati á þeim tíma. Af skoðunarvottorðum trúnaðarlæknis sem liggi fyrir í málinu megi sjá að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna baks stefnanda í þeirri læknisskoðun sem fram fór þann mars 2015 né þeim sem fóru fram af sama tilefni árin 2013 og 2014. Ekki hafi heldur verið mælt svo fyrir af trúnaðarlækni að stefnandi væri ófær um að taka prófin. Þá sé einnig tekið fram í grein 1.1 að þeirri læknisskoðun sem um ræði sé ætlað að gilda í 12 mánuði. Ekkert liggi fyrir í málinu um að stefnandi hafi á þessum tíma sem leið frá því að læknisskoðun fór fram mars 2015 og þar til prófið fór fram október 2015 glímt sérstaklega við bakvandamál, hvorki innan sex mánaða tímabilsins né eftir það og fram að próftöku. 14 Engu hefði því bre ytt þótt læknisskoðunin hefði farið fram rúmum mánuði síðar. Þeir bakáverkar sem stefnandi lýsi eigi uppruna sinn í slysi á árinu 2004. Ekki verði lesið úr gögnum málsins að nokkur atvik hafi átt sér stað frá því að læknisskoðun fór fram í mars 2015 þar ti l þrekpróf var þreytt í október sama ár sem breyttu ástandi baks stefnanda til hins verra. Á hinn bóginn liggur fyrir að engar athugasemdir voru gerðar af trúnaðarlækni í mars 2015 þess efnis að stefnandi væri ófær um að framkvæma þrek - eða styrktarpróf. S tefnandi hafi ekki upplýst um hvaða atvik það hafi verið sem breyttu ástandi hans frá þeirri skoðun og fram að þrekprófi í október 2015. Í raun sé einnig ósannað að stefnandi hefði í raun uppfyllt þær undanþágur sem síðar hafi verið bætt í viðmiðunarreglur stefnda hefðu þær verið í gildi á slysdegi. ætti við bakvandamál að stríða. Það sé einfaldlega rangt. Því til stuðnings megi nefna að læknisskoðunum þeim sem mælt sé fyrir um í vinnuleiðbeiningum sé einmitt ætlað að meta hvort menn séu hæfir til þrek - og þolprófa. Hafi bakvandamál stefnanda verið það alvarleg í aðdraganda slyssins að það kæmi í veg fyrir próftöku hans á þrekprófi hefði slíkt verið til umræðu í þeir ri skoðun sem fram fór hjá lækni mars 2015 og þess þá getið í því vottorði sem gefið hafi verið út í kjölfarið. Svo hafi ekki verið. Þá hafi sá aðili sem stjórnaði þrekprófinu, B , enga vitneskju haft um bakvandamál stefnanda. Það að hugsanleg bakvandam ál stefnanda hafi verið á vitorði einhverra samstarfsmanna hans feli ekki í sér sönnun á saknæmri háttsemi Isavia í málinu enda hafði Isavia sérstaklega komið fyrir kerfi þar sem gengið hafi verið úr skugga um heilsu manna með læknisskoðunum, eins og mælt hafi verið fyrir um í vinnureglunum, áður en þeir hafi þreytt próf af þessu tagi. Engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna baks stefnanda í þeirri læknisskoðun og ekkert breyttist varðandi bakheilsu hans frá þeim degi. Umsjónarmaður prófsins hafi því eng ar upplýsingar haft að prófið gæti verið stefnanda ofviða vegna umfram það sem beinlínis kom fram í læknisskoðunum og umsjónarmaður prófsins var þannig up plýstur um, leiði ekki til saknæmis í málinu. Stefndu taka fram að stefnandi hafi áður fengið undanþágur vegna eymsla í hné frá því að þreyta þrekpróf en ekki á þeirri forsendu að hann væri viðkvæmur í baki. Umsjónarmenn prófsins hafi því enga ástæðu haft til að ætla annað en að stefnandi væri í ástandi til að þreyta prófið enda hafi hann ekki óskað eftir undanþágu frá því eins og hann hefði áður gert í þeim tilvikum. Þá hafi þrekprófið verið haldið við eðlilegar aðstæður. Stefndu mótmæla því að sannað sé að aðstæður á prófstað hafi verið þannig vegna gólfhalla að saknæmi varði eða að orsakatengsl séu milli hins meinta gólfhalla og slyss stefnanda. Sé því mótmælt að slíkur halli hafi valdið slysi stefnanda eða að það leiði sjálfstætt til saknæmis í málinu. Engu breyti þótt prófið hafi síðar verið fært úr þessum hliðarhalla og upp á slétt gólf. Þrekprófinu sé ætlað að reyna á starfsmenn undir raunaðstæðum og alls ekki víst að reykköfun eða sú framkvæmd að draga mann úr eldhættu muni ávallt fara fram á sléttu undirlagi. Stefndu byggja á því, með vísan til alls framangreinds, að framkvæmd þrekprófsins og umsjón með því hafi verið með eðlilegum hætti og mótmæla því sem ósönnuðu að saknæmri háttsemi starfsmanna stefnda, Isavia ohf., sé að kenna um slys stefnanda umrætt sinn. Við það bætist að hér sé ekki um að ræða eðlilegar aðstæður. Í máli þessu sé ekki unnt að viðhafa hefðbundið sakarmat sem viðhaft sé við mat á aðstæðum starfsmanna í venjubundnum störfum sínum. Sakarmat undir þessum kringumstæðum sé ekki hef ðbundið. Ekki sé um að ræða daglegar vinnuaðstæður eða mat á því hvort öryggi hafi verið tryggt við dagleg störf. Um sé að ræða þrekpróf slökkviliðsmanna. Próf sem ætlað er að líkja sem best eftir raunverulegum aðstæðum slökkviliðsmanna og prófa þannig á s em nákvæmastan hátt hvort próftakar standist þær kröfur sem mögulegt sé að þeir þurfi að standast á vettvangi starfs síns, starfs sem sé í eðli sínu hættulegt. Prófið eigi sér m.a. stoð í 17. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, sbr. einnig reglugerð nr. 1 088/2013 um reykköfun. Um sé að ræða aðstæður sem oft geti verið hættulegar og erfiðar. Þeir sem ekki standist prófið eigi á hættu að geta ekki sinnt starfinu þegar á reyni. Prófinu sé beinlínis ætlað að staðreyna að próftakar búi yfir líkamlegu atgervi ti l að geta sinnt starfinu. Prófið reyni því eðli málsins samkvæmt á próftaka. Það að próftaki slasist við prófið, hugsanlega vegna þess að hann ráði ekki við þau verkefni sem ljúka eigi í prófinu, leiði ekki til þess að saknæm háttsemi starfsmanna stefnda h afi verið til staðar við framkvæmd prófsins. 15 Sakarmat í málinu sé því óvenjulegt. Slys stefnanda verði ekki rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar, skorts á leiðbeiningum, mismununar próftaka, gáleysis starfsmanna eða annarra atvika sem stefndi, Isavia ohf. be ri ábyrgð á að íslenskum rétti og þar með ekki heldur stefndi, Vörður tryggingar hf., á grundvelli ábyrgðartryggingar. Í ljósi alls framanritaðs ber að sýkna stefndu af kröfu stefnanda. Auk framangreindra lagaraka hvað varðar sýknukröfu byggja stefndu kröf u um málskostnað á 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafist sé álags á málskostnað er nemi virðisaukaskatti þar sem stefndi reki ekki virðisaukaskattsskylda starfsemi og beri því nauðsyn á að fá dæmt álag er þeim skatti nemi úr hendi stefnan da. IV Niðurstaða Í máli þessu byggir stefnandi á því að stefndu beri ábyrgð á líkamstjóni sem hann varð fyrir er hann í starfi sínu sem slökkviliðsmaður þreytti þrekpróf hjá stefnda, Isavia ohf., október 2015. Fyrir liggur að stefnandi hefur vegna sl yssins fengið greitt úr slysatryggingu launþega en í máli þessu nú sækir hann bætur úr ábyrgðartryggingu Isavia ohf., hjá stefnda, Verði tryggingum hf. Þá liggur fyrir að varanleg læknisfræðileg örorka stefnanda vegna slyssins hefur verið metin 8%. Enginn ágreiningur er hér með aðilum um afleiðingar slyssins að þessu leyti en á hinn bóginn greinir þá á um hvort skilyrði séu til þess að viðurkenna bótarétt stefnanda úr ábyrgðartryggingu stefnda, Isavia ohf., og hafa stefndu hafnað öllum kröfum og málsástæðum stefnanda. Fyrir liggur að stefnandi höfðaði vitnamál áður en kom til málshöfðunar þessarar þar sem skýrslur voru teknar af samstarfsmönnum stefnanda sem einnig tóku umrætt þrekpróf hjá stefnda og af prófstjóra þeim sem sá um prófið á þessum tíma. Endurri t skýrslna í vitnamálinu nr. V - /2018 liggja fyrir í þessu máli. Vitni þessi gáfu aftur skýrslu fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins og einnig umræddur prófstjóri. Málatilbúnaður stefnanda mætti um margt vera skýrari. Í stefnu er að finna ýmsar fullyrði ngar um sönnun atvika sem samræmast ekki fyllilega gögnum málsins og þá eru ýmsar ályktanir dregnar af skýrslutökum í vitnamálinu sem virðast ekki eiga við rök að styðjast. Aðila greinir verulega á um atvik málsins, þ. á m. um aðdragandann að próftöku ste fnanda og samskipti stefnanda og prófstjóra, fyrir prófið og á meðan á því stóð. Þá er slysi stefnanda lýst með ýmsum hætti í gögnum málsins. Dóminum virðist þó komið nægilega skýrt fram að slysið hafi orðið með þeim hætti að við töku prófsins hafi stefnan di ekki náð tilætluðu taki á þeirri æfingabrúðu sem notuð var í prófinu og við tilraun til að lyfta henni hafi hann fengið tak í bakið og misst hana. Hann hafi tekið brúðuna upp aftur og reynt að fara með hana tiltekna vegalengd aftur á bak með þeim afleið ingum að hann datt aftur fyrir sig með brúðuna í fanginu og með kút á bakinu og slasaðist við það. Þá liggur fyrir að er stefnandi þreytti prófið var hann í búningi slökkviliðsmanns, með þyngingarvesti og reykköfunartæki á bakinu. Í upphafi málsins voru áh öld um hvaða æfingabrúða var notuð í umræddri próftöku, þ.e. sú í ágúst sama ár og er gengið út frá því við úrlausn málsins. Þá tekur dómurinn fram að ekki er í málinu deilt um heimild stefnda, Isavia ohf., til að leggja styrktarpróf fyrir starfsmenn sína en fyrir liggur að sú heimild hvílir á 17. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir Forsenda bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu stefnda, Isavia ohf., hjá hinu stefnda tryggingarfélagi er að tjón verði rakið til saknæmrar háttsemi vátryggingartaka eða annarra atvika sem hann ber skaðabótaábyrgð á en fyrir því ber stefnandi sönnunarbyrði. Samk væmt meginreglu íslensks skaðabótaréttar verður sá sem krefst skaðabóta að sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni og að tjónið megi rekja til atvika sem vátryggingartaki eða starfsmenn hans bera ábyrgð á að lögum þannig að orsakatengsl séu á milli tjóns hans og atvika og að tjónið sé sennileg afleiðing hinnar saknæmu háttsemi vátryggingartaka eða starfsmanna hans. Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að framkvæmd prófsins hafi farið fram með saknæmum og ólögmætum hætti og að prófstjóri hafi ekki fylgt þeim re glum sem giltu um töku slíkra þrekprófa sem stefndi, Isavia ohf, hafði sjálfur sett sér og voru í gildi á þeim tíma er slysið varð. Þá telur stefnandi ljóst 16 samstarfsmanna hans. Prófstjóri hefði því átt að verða við beiðni hans um leyfi til að fá að draga æfingabrúðuna á öxlunum eða á böndum sem á henni voru í stað þess að lyfta henni og bera hana á þann hátt aftur á bak tiltekna vegalengd. Stefnandi hefur e við próftökuna og vísar þar sérstaklega til eins samstarfsmanns síns, H , en einnig hefur komið fram af hálfu stefnanda að leyft hafi verið að draga brúðuna á öðrum starfss töðvum stefnda, Isavia ohf. Sú fullyrðing stefnanda fær ekki stoð í gögnum málsins eða því sem fram hefur komið fyrir dóminum og telst því ósönnuð. Stefnandi hefur einnig haldið því fram að umrætt próf hafi verið sett á fyrirvaralaust en sú fullyrðing fær heldur ekki stoð í gögnum málsins og þá benda skýrslutökur fyrir raunar til hins gagnstæða, þá helst skýrsla áðurnefnd H . Stefnandi hefur einnig talið að framkvæmd prófsins hafi verið ábótavant þar sem það hafi að hluta til farið fram í hliðarhalla sem ha fi gert prófið erfiðara fyrir próftaka og þetta hafi átt þátt í slysi hans. Þá hefur stefnandi einnig byggt á því að ekki hafi verið fylgt þeirri reglu sem fram komi í grein 1.1.3 í verklagsreglum stefnda, Isavia ohf., að starfsmenn skuli ljúka viðeigandi þrekprófi innan sex mánaða frá læknisskoðun nema augljósar ástæður á þessu tímabili komi í veg fyrir að læknisskoðun sé gild en fyrir liggur í málinu að stefnandi hafði farið í læknisskoðun rúmum sjö mánuðum fyrir prófið. Þá hefur stefndi byggt á því að ák veðið skipulagsleysi hafi verið við framkvæmd prófsins en dóminum sýnist þau atriði sem stefnandi byggi þar á koma til skoðunar við umfjöllun um aðrar málsástæður hans. Dómurinn tekur fram að af fyrirliggjandi vottorðum fyrir árin 2013, 2014 og 2015 verður ekki á nokkurn hátt ráðið að stefnandi hafi átt við bakvandamál að stríða en á hinn bóginn er tekið fram í vottorði frá 2013 og 2015 að hann sé stirður í herðum. Þá kom fram við skýrslutökur að prófstjóra var kunnugt um að stefnandi hafði glímt við hnémei ðsli og að próftöku hefði verið frestað af þeim sökum í einhver skipti. Samkvæmt verklagsreglum stefnda, er voru í gildi á þeim tíma er slysið varð, var það skilyrði þrekprófs að læknisskoðun hefði staðfest að hann væri talinn fær um að þreyta það. Þrekpró finu var svo ætlað að staðfesta fullnægjandi styrk starfsmanns vegna starfa í björgunar - og slökkviþjónustu. Læknisvottorð stefnanda gaf ekki til kynna að hann ætti við bakvandamál að stríða sem komið gæti í veg fyrir að hann þreytti prófið. Vitneskja sams tarfsmanna um bakmeiðsli hans getur ekki leitt til þess að talið verði að stefndi, Isavia ohf., hafi haft um það vitneskju og er sjónarmiðum stefnanda hvað það varðar því hafnað. Hvað varðar þann tíma sem leið frá læknisskoðun og þar til prófið fór fram te kur dómurinn fram að samkvæmt fyrrnefndum verklagsreglum skyldu læknisvottorð gilda í eitt ár. Verður að líta svo á að hin sex mánaða regla sem mælt var fyrir um í grein 1.1.3 hafi verið ákveðin viðmiðunarregla. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að bakvandamál hafi hrjáð stefnanda á sex mánaða tímabili fyrir próftöku og þar til prófið fór fram í október 2015 eða eitthvað hafi komið upp á á þessu tímabili hvað varðar bakmeiðsli sem hafi svo leitt til slyss stefnanda. Þá tekur dómurinn fram að ekkert b endir til þess að hliðarhalli í húsnæðinu hafi átt nokkurn þátt í slysi stefnanda. Málatilbúnaður í stefnu er að mati dómsins nokkuð óljós, m.a. um það hvaða heimild stefnandi óskaði eftir frá prófstjóra við framkvæmd prófsins þar sem í stefnu kemur víða f ram að hann hafi óskað eftir að draga brúðuna með bandi. Þá er þetta einnig nokkuð misvísandi í gögnum málsins. Fram er komið að þeirri aðferð var ekki beitt við próftökuna. Ekki var um það að ræða að próftakar væru með sitt eigið band til að bregða um brú ðuna til að draga hana en fram er komið að slökkviliðsmenn hafi gjarnan band í búningi sínum til að nota á vettvangi í starfi sínu. Umfjöllun í stefnu þar sem fram kemur að æfingabrúðan hafi verið dregin með bandi á því ekki við rök að styðjast. Þetta skýr ðist nokkuð við aðilaskýrslu stefnanda fyrir dóminum. Verður að telja að nú liggi fyrir að stefnandi hafi óskað eftir að draga brúðuna á öxlunum eða á böndum sem voru á henni og þannig eftir gólfinu tiltekna vegalengd. Samræmist það einnig framburði prófst jórans, bæði í vitnamálinu og fyrir dómi við aðalmeðferð málsins, sem kvað slíka aðferð ekki hafa verið heimila. Stefnandi hefur byggt á því í málinu að prófstjórinn hafi meinað honum að draga brúðuna með þessum hætti þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyr ir því í verklagsreglum stefnda, Isavia ohf., að það væri heimilt og þá hefði samstarfsmaður hans fengið slíka heimild. Hvað síðara atriðið varðar telur dómurinn 17 alveg ljóst af skýrslutökum í vitnamálinu og við aðalmeðferð málsins nú að umræddur starfsmaðu r, H , hafi ekki fengið beina heimild eða leyfi til að draga brúðuna á öxlunum eða á bandi heldur hafi hann sjálfur tekið þá ákvörðun að framkvæma prófið með þeim hætti að draga hana þannig að hún, eða miðja hennar, lyftist frá gólfi. Verður framburður þess a samstarfsmanns stefnanda ekki skilinn svo að hann hafi dregið brúðuna á botninum eftir gólfinu tiltekna vegalengd. Hafi prófstjóri ekki stoppað hann eða gert athugasemdir við hvernig hann stóð að því að draga brúðuna. Enginn samstarfsmanna stefnanda sem kom fyrir dóminn kvaðst hafa séð með eigin augum einhvern annan starfsmann draga brúðuna á öxlunum eða á bandi heldur hafa heyrt af því eða að umræðan hafi verið á þeim nótum. Er engan veginn hægt að líta svo á að sannað sé að skapast hafi einhver heimild til undanþágu frá verklagsreglum við próftökuna sem stefnanda hafi verið meinað um en að aðrir hafi fengið að beita við framkvæmd prófsins. Er sjónarmiðum stefnanda og málsástæðum hvað þetta varðar hafnað. Þá verður einnig að telja fram komið að prófstjór i hafi synjað stefnanda um að draga brúðuna með ofangreindum hætti, bæði áður en prófið hófst og við framkvæmd þess. Kom það fyrra fram í skýrslutöku prófstjórans í vitnamálinu og skýrðist svo enn frekar í skýrslugjöf hans við aðalmeðferð málsins og einnig skýrslugjöf samstarfsmanns stefnanda, I , bæði í vitnamálinu og í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins, sem varð vitni að því síðara. Verður að skilja framburð beggja á þann veg að sú aðferð sem stefnandi óskaði eftir að beita hafi ekki samræmst þeirri aðfe rð sem próftökum var ætlað að beita samkvæmt gildandi verklagsreglum. Í 3. lið greinar 2.2 í verklagsreglum er giltu á þeim tíma er slysið varð, sem ber yfirskriftina Draga sjúkling/dúkku, segir um þann þátt styrktarprófs er stefnandi var að framkvæma umræ 80. kg. sjúkling afturábak 30 m. með því að taka undir handarkrika og halda um hendur. Dúkkan skal þannig úr garði gerð að gott sé að ná tökum á höndum hennar eða með bandi um efri hluta búks. Mikilvægt er að menn noti styrk í neðrih Við aðalmeðferð málsins lýsti prófstjóri því í skýrslutöku að jafnvel þó að heimilt væri að draga með bandi um efri hluta búks, þ.e. að próftaki tæki í bandið og lyfti þá æfingabrúðunni, hefði sú aðferð falið í sér að he nni væri lyft alveg jafn mikið, ef ekki meira. Próftakar hafi þá notað bandið ef þeir náðu ekki tökum á höndum brúðunnar en þá lyft alveg jafn hátt ef ekki meira en ef þeir hefðu tekið rétt tak en það hefði ekki verið sú aðferð sem stefnandi hefði verið að óska eftir, sem var að draga brúðuna á öxlunum. Þetta er í samræmi við framburð prófstjórans í vitnamálinu þar sem fram kom að menn gátu tekið í stefnanda bæði í vitnamálinu og í skýrslutökum fyrir dómi við aðalmeðferð málsins um að taka hafi átt æfingabrúðuna upp og draga hana tiltekna vegalengd en ekki þannig að hún væri dregin á botninum með því að halda í axlir hennar eða draga hana á böndum. Dómurinn t elur það ljóst af því sem fram hefur komið í málinu að sú aðferð sem stefnandi óskaði eftir að beita, þ.e. að draga æfingabrúðuna á öxlunum, eða með bandi eða bandspotta, eins og skilja má málatilbúnað í stefnu, þannig að hún væri nánast dregin flöt á botn inum eftir gólfinu, ekki vera í samræmi við orðalag ákvæðisins eins og það var á þessum tíma og eins og prófið hafði verið framkvæmt. Þá verður einnig að taka fram að nægilega hefur verið í ljós leitt að prófstjóri hafi reynt að leiðbeina stefnanda við að beita aðferð sem auðveldaði honum að ná því taki á æfingabrúðinni sem verklagsreglurnar gerðu ráð fyrir. Þegar litið er heildstætt á málið, horft til þeirra skýrslna sem teknar hafa verið í aðdraganda málsins og við aðalmeðferð þess auk gagna málsins, ve rður ekki talið að prófstjóri hafi við framkvæmd prófsins brotið gegn gildandi verklagsreglum stefnda á einhvern hátt með saknæmum og ólögmætum hætti sem leitt geti til skaðabótaábyrgðar stefnda, Isavia ohf., þannig að stefnandi eigi rétt á bótum úr ábyrgð artryggingu félagsins hjá stefnda, Verði tryggingum hf. Þá er ekki unnt að draga þá ályktun af því sem fram er komið varðandi málsatvik að fyrirmæli prófstjóra hafi leitt til slyss stefnanda. Er ekki unnt að fallast á að slys stefnanda og tjón hans verði r akið til atvika sem stefndi, Isavia ohf., eða starfsmenn hans, beri ábyrgð á. Óhjákvæmilegt er að líta til þess að umrætt þrekpróf var liður í heildstæðu mati á getu stefnanda við að rækja starf sitt sem slökkviliðsmaður. Þá ítrekar dómurinn að ekkert ligg ur fyrir í málinu sem styður það að hliðarhalli hafi átt þátt í slysi stefnanda. Þá tekur dómurinn fram að ekki verði fram hjá 18 því litið við úrlausn málsins að ekkert liggur fyrir um að stefnandi hafi upplýst sjálfur á einhvern hátt, fyrir próftökuna eða í prófinu, að hann ætti við bakmeiðsli að stríða sem hömluðu honum við framkvæmd prófsins. Ekki er ljóst af málatilbúnaði stefnanda hvort hann byggir á því að umbúnaður æfingabrúðunnar hafi á einhvern hátt átt þátt í slysi hans en telja verður að ekkert sé fram komið í málinu sem leitt getur til þeirrar niðurstöðu. Dómurinn tekur að lokum fram að í stefnu er ekki á því byggt að umræddar verklagsreglur hafi brotið í bága við lög og reglur eða venju á þessu sviði og kemur slík málsástæða sem haldið var fram vi ð munnlegan flutning málsins ekki til neinnar skoðunar í málinu. Auk þess hefur stefnandi ekki leitast við að sanna nokkra venju eða reglu í þessum efnum með þeim leiðum sem réttarfarslög gera ráð fyrir. Hið sama verður sagt um þá málsástæðu sem hreyft var í seinni ræðu lögmanns stefnanda við aðalmeðferð málsins að það hafi verið saknæmt í sjálfu sér af hálfu stefnda, Isavia ohf., að beita eldri reglum um nýja æfingabrúðu. Sjónarmiðum þar að lútandi var ekki hreyft í stefnu og koma þau því ekki til álita vi ð úrlausn málsins. Samkvæmt framangreindu er ekkert það fram komið í málinu sem leitt getur til þeirrar niðurstöðu að fallist verði á viðurkenningarkröfu stefnda á þeim grundvelli að stefndi, Isavia ohf., sem vátryggingartaki, beri ábyrgð á líkamstjóni han s. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður kröfum stefnanda því hafnað. Í ljósi niðurstöðu málsins, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, er óhjákvæmilegt að gera stefnanda að greiða stefndu málskostnað eins og nánar er mælt fyrir um í dómsorði og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Af hálfu stefnanda flutti málið Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson lögmaður og af hálfu stefndu, Magnús Hrafn Magnússon lögmaður. Dómso rð: Stefndu, Isavia ohf. og Vörður tryggingar hf., eru sýknir af kröfum stefnanda, A . Stefnandi greiði stefndu sameiginlega 750.000 krónur í málskostnað.