LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 375/2020 : Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari ) gegn Önnu Grét u Engels (Jónas Þór Jónasson lögmaður) Lykilorð Líkamsárás. Sönnun. Refsiákvörðun. Skilorð. Útdráttur AG var ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í starfi sínu á sambýli fatlaðra veist að A, vistmanni sambýlisins, með því að öskra á hann, rífa í handlegg hans og sparka í hann með þeim afleiðingum að hann hrasaði og féll í sófa sem var þar hjá. Í dómi Lan dsréttar kom fram að framburður vitna hefði frá upphafi verið í öllum aðalatriðum stöðugur og samhljóða. Taldi dómurinn sannað að AG hefði veist að A með þeim hætti sem lýst var í ákæru, að öðru leyti en því að ósannað var að hún hefði öskrað á A. Við ákvö rðun refsingar var litið til þess að AG hefði sýnt A vanvirðandi framkomu sem hann átti ekki að þurfa að þola af hendi starfsmanns sambýlisins sem treyst var fyrir velferð hans. Var refsing AG ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsingarinnar frest að skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Hildur Briem , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 12. júní 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra 26. maí 2020 í málinu nr. S - . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærða krefst þess að hún verði sýknuð af öllum kröfum ákæruvald sins. 4 Við meðferð málsins fyrir Landsrétti gáfu vitnin D og E viðbótarskýrslu. Þá var tekin skýrsla af F en vitnið gaf ekki skýrslu fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 5 Málsatvikum og framburði ákærðu og vitna er lýst í hinum áfrýjaða dómi. 2 6 Í framburði v itn anna D og E , starfsm anna sambýlisins, fyrir Landsrétti kom meðal annars fram að þrátt fyrir að brotaþoli gæti ekki tjáð sig hefði verið augljóst að hann var mjög skelkaður á svipinn vegna háttsemi ákærðu . Var framburður þeirra fyrir dóminum í öllum aðalatr iðum samhljóða skýrslu sem þau gáfu í héraði og hjá lögreglu . Þótt vitnin tengist fjölskylduböndum, eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi, verður það ekki talið rýra sönnunargildi framburðarins. Þá er ekkert annað komið fram sem er til þess fallið að va rpa rýrð á trúverðugan framburð þeirra. Verður hann lagður til grundvallar við úrlausn málsins svo sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Telst sannað með framburði þeirra svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veist að brotaþola með þeim hætti se m lýst er í ákæru málsins, þó þannig að ákærða verður ekki sakfelld fyrir líkamsárás með því að hafa öskrað á brotaþola í umrætt sinn. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærðu því staðfest og heimfærsla brots hennar til refsiákvæðis. 7 Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi er brotaþoli með svo mikla þroskahömlun að hann getur ekki tjáð sig og er því ekki til frásagnar um atvik málsins. Ákærða var starfsmaður sambýlisins þegar atvik gerðust. Með háttsemi sinni sýndi ákærða brotaþola vanvi rðandi framkomu sem hann þarf ekki að þola af hendi starfsmanns sem treyst er fyrir velferð hans. Að því virtu og með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms þykir refsin g ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði sem bundin verður skilorði eins og greinir í dómsorði. 8 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar verður staðfest. 9 Ákærðu verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsv arnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Þá verður ákærðu gert að greiða útlagðan kostnað vitna sem komu fyrir Landsrétt en samkvæmt 1. mgr. 233. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála t Samkvæmt uppfærðu yfirliti yfir sakarkostnað liggur fyrir að vitnin D og E urðu fyrir útgjöldum við rækslu vitnaskyldu sinnar fyrir Landsrétti. Að teknu tilliti til reglna ferðakostnaðarnefndar, sbr. auglýsingu nr. 2/2020, telst sá kostnaður hæfilega ákveðinn 47.216 krónur til handa hvoru vitnanna fyrir sig. Dómsorð: Ákærða, Anna Gréta Engels, sæti fangelsi í tvo mánuði en ful lnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að öðru leyti skal héraðsdómur vera óraskaður. 3 Ákærða greiði áfrýjun arkostnað málsins, 472.736 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jónasar Þórs Jónassonar lögmanns, 353.400 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 26. maí 2020 I Mál þetta, sem tekið var til dóms 5. þessa mánaðar var höfðað 6. fe brúar sl. af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra á hendur Önnu Grétu Engels, fæddri [...] , til heimilis að [...] að hafa, síðdegis sunnudaginn 17. nóvember 2019, á sambýli fyrir fatlaða að [...] á [...] , veist að vistmanni sa mbýlisins, A , kt. [...] , öskrað á hann, rifið í handlegg hans og sparkað aftan í hann með þeim afleiðingum að A hrasaði og féll í sófa sem var þar hjá. Teljast brot ákærðu varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Þess er krafist að II Atvik máls. Brotaþoli í máli þessu, A , er með töluverða þroskahömlun og getur ekki tjáð sig með orðum en gerir það að vissu marki með hljóðum og hreyfingum. Hann býr á sambýli fyrir fólk sem þarf mikla þjónustu og þar var ákærða starfsmaður á þeim tíma sem ákæran tekur til. Vegna þroskahömlunar brotaþola hefur honum verið skiptaður persónulegur talsmaður og þá var honum við meðferð málsins hér fyrir dómi skipaður réttargæslumaður. Me ð bréfi dagsettu 3. desember 2019 fóru B , persónulegur talsmaður A , og C , réttargæslumaður fatlaðs fólks [...] , þess á leit við lögregluna á Norðurlandi vestra að rannsókn hæfist á broti ákærðu gegn A . Í bréfinu er því lýst að ákærða hafi í viðurvist tvegg ja samstarfsmanna ákærðu sparkað aftan í A Í framhaldi af kærunni, 9. desember 2019, tók lögregla skýrslu af ákærðu sem þar neitaði sök og lýsti því að ásökunin kæmi henni á óvart. Lögregla tók síðan, 31. desember sl., einnig skýrslu af vitnunum D og E , sem tengjast fölskylduböndum þannig að E er [...] D . Af framburði fyrir dóminum verður ráðið að ætlað atvik hafi átt sér stað í setustofu sambýlisins þar arpi sem þar er og að auki eru þar sófar. III Framburður fyrir dómi. Ákærða neitaði staðfastlega sök og lýsti því sem gerðist á vinnustað hennar þennan dag. Hún kvað heimilismenn þurfa mikla ummönnun og svo hafi verið umræddan dag. Lýsti hún í stórum drá ttum ákveðnum störfum sem hún vann þennan dag og hvað samstarfsmenn hennar gerðu en þessi dagur hafi verið hefðbundinn og ekkert óvenjulegt hafi átt sér stað. Seinnipart dagsins hafi hún ásamt vitnunum E og D setið og horft á sjónvarpið, þó þannig að E og D hafi verið sofandi. Ákærða kvað A ekki hafa gengið fyrir sjónvarpið í þetta sinn en hann eigi það þó til. Þá sé hann beðinn um að færa sig og stundum láti hún hann hafa dót að leika sér að. Ákærða kvaðst ekki skilja hvers vegna samstarfsmenn hennar hafi borið á 4 hana sakir en hún hafi unnið þarna í 22 ár án þess að nokkuð þessu líkt hafi komið upp. Ákærða bar að hún hafi unnið í mörg ár með vitninu E en með vitninu D hafi hún unnið í um eitt ár. Kvaðst hún hafa hugsað mikið um hvaða ástæður geti verið fyri r því að þau beri á hana þessar sakir. Hún hafi vissulega gert einhverjar athugasemdir við störf þeirra en þær hafi ekki verið alvarlegar. Þegar yfirmaður hennar ræddi atvikið við hana 10 eða 12 dögum síðar hafi hún þurft að rifja upp hverjir voru með henn i á vakt þennan dag. Kvaðst hún hafa orðið fyrir áfalli við ásakanirnar en hún taldi sig hafa verið góðan starfsmann og hún hafi hugsað vel um sína skjólstæðinga. Ákærða kvaðst vegna ásakananna hafa haft samband við trúnaðarmann vinnustaðarins en hún hafi þá ekki verið látin vita af atvikinu. Ákærða bar að fyrir nokkrum misserum hafi staðið til að veita henni áminningu en yfirmaður hennar hafi ekki komið því í gegn. Ástæða þessa hafi átt að vera sú að hún væri erfið í samstarfi. Vitnið D kvaðst, þegar atvik sjónvarpinu. Á sama tíma hafi ákærða og vitnið E einnig setið í sams konar stólum fyrir framan sjónvarpið og þá hafi A komið og staðið fyrir sjónvarpinu. Ákærða hafi þá sagt honum að færa sig en hann ekki gert það. Ákærða hafi þá staðið á fætur, snúið honum með því að taka í vinstri handlegg hans, og sparkað í rassinn á honum. A hafi við þetta misst jafnvægið og dottið í sófa. Um leið og þetta gerðist hafi ákærða sagt að þetta hafi ekki verið þjónandi leiðsögn heldur tákn með tali. Með ummælum sínum hafi ákærða verið að vísa í stefnu innan sambýlisins sem kallist þjónandi leiðsögn. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir því a ð atvikið hafi haft áhrif á brotaþola. Að sögn vitnisins hafa ekki verið samstarfsörðugleikar milli hennar og ákærðu. Vitnið kvað ákærðu ekki hafa sett mikið út á störf hennar. Vitnið staðfesti það sem fram kemur í endursögn af framburði hennar hjá lögregl u og lýsti því að á stundum hafi ákærða verið erfið í samstarfi en hún hafi ekki látið það hafa áhrif á sig. Vitnið greindi frá því að hún hafi enga ástæðu til þess að bera rangar sakir á ákærðu. Vitnið E lýsti því að hann, vitnið D og ákærða hafi öll seti ð í stólum og verið að horfa á sjónvarpið. A hafi gengið um gólf og farið fyrir sjónvarpið líkt og hann geri stundum. Þau hafi nokkrum sinnum beðið hann um að færa sig en ákærða hafi þá tekið í vinstri upphandlegginn á A og sparkað fast í rassinn á honum. Við þetta hafi A dottið í sófa sem þarna er en borið fyrir sig hendurnar. Ákærða hafi um leið og þetta gerðist sagt við hann og vitnið D vita til hvers ákærða var að vísa með þessum um mælum sínum en ekki sé langt síðan þjónandi leiðsögn var innleidd á sambýlinu. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir því að atvikið hafi haft áhrif á A . Að sögn vitnisins hefur hann heilt yfir átt í góðum samskiptum við ákærðu. Þau hafi þekkst og unnið saman lengi og aðeins umgengist utan vinnutíma en þau séu bæði . Vitnið bar að þau hafi skipst á skoðunum en ósætti hafi ekki verið á milli þeirra. Að sögn vitnisins setti ákærða ekki mikið út á störf annarra starfsmanna en hún hafi gefið almennar leiðbeinin gar. Þá kvað hann hana hafi fundið að því við sig og D að þau væru mikið úti að reykja og að þau ættu til að sofa í sófunum. Vitnið staðfesti samantekt lögreglu á framburði sínum þar. Að sögn vitnisins hefur hann enga ástæðu til að bera rangar sakir á ákær ðu. Trúnaðarmaður starfsmanna á vinnustað ákærðu gaf einnig skýrslu fyrir dóminum en hún varð ekki vitni að atviki því sem hér er til umfjöllunar. Vitnið greindi frá því að ákærða hafi komið til hennar eftir atvikið og greint henni frá því að ásakanirnar væru ósannar. IV Niðurstaða Ákærða hefur bæði hér fyrir dómi og við skýrslugjöf hjá lögreglu staðfastlega neitað sök. Af hennar hálfu er á því byggt að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að hún hafi gerst sek um háttsemi þá sem í ákæru greinir. Þá be nti ákærða á að vitnin D og E væru tengd fjölskylduböndum sem væri til þess fallið að draga úr gildi framburðar þeirra. Af hálfu ákæruvaldsins er hins vegar byggt á framburði vitna og öðrum gögnum málsins. 5 Að framan er rakinn framburður ákærðu og vitna. Br otaþoli er hins vegar með svo mikla þroskahömlun að hann getur ekki tjáð sig og hann því ekki til frásagnar um atvik málsins. Framburður vitnanna D og E var samhljóða í öllum aðalatriðum og lýstu þau því bæði að þau, ásamt ákærðu, hafi setið fyrir framan s jónvarpið og verið að horfa á fréttir þegar brotaþoli gekk fyrir sjónvarpið og vildi ekki færa sig frá því. Ákærða hafi þá staðið upp, tekið í vinstri handlegg brotaþola, snúið brotaþola og sparkað í rassinn á honum. Brotaþoli hafi við þetta fallið í sófa í setustofunni. Með framburði vitnanna er að mati dómsins fram komin lögfull sönnun um að ákærða hafi tekið í handlegg A og sparkað í hann með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir og verður henni því gerð refsing fyrir þessa háttsemi. Brot ákærðu er í ákæ ruskjali heimfært undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Ekkert bendir til sýnilegra áverka af árásinni en það er ekki skilyrði að áverkar hljótist af árás til þess að hún verði felld undir nefnda lagagrein. Þá báru vitnin D og E að þau telji að ár ásin hafi ekki haft neinar afleiðingar fyrir brotaþola. Háttsemi ákærðu er hins vegar ekki talin varða við önnur lög og verður henni því eingöngu refsað fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. Við ákvörðun refsingar ákærðu er sem endranær horft til ákvæða 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og tekið tillit til þess að hún hefur ekki áður sætt refsingu og þess að árásin var ekki hættuleg. Til refsiþyngingar er hins vegar að árásin beindist að þroskahömluðum einstaklingi sem henni var treyst fyrir. Að þessu v irtu þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Efni eru til að binda refsinguna skilorði og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Að fenginni þessari niðurstöðu ber með vís an til 235. gr. laga um meðferð sakamála að dæma ákærðu til greiðslu alls sakarkostnaðar sem samanstendur af þóknun og 22.000 króna ferðakostnaði verjanda ákærðu og þóknun og 55.000 króna ferðakostnaði réttargæslumanns brotaþola. Þóknun verjanda og réttarg æslumanns er ákveðin, að teknu tilliti til umfangs málsins að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og í dómsorði greinir. Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, sótti málið. Halldór Halldórsson héraðsdómari kve ður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, Anna Gréta Engels, sæti fangelsi í 30 daga. Fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða greiði 692. 115 krónur í sakarkostnað, þar með talin 334.100 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Ólafssonar lögmanns, og 281.015 króna þóknun Júlíar Óskar Antonsdóttur, lögmanns réttargæslumanns brotaþola.