LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 20. júlí 2021. Mál nr. 482/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Óli Ásgeir Hermannsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Kæra. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Í úrskurði Landsréttar kom fram að nánar tilgreind yfirlýsing af hálfu X hefði ekki falið í sér kæru heldur aðeins fyrirætlan um hana. Þar sem ekki hefði verið úr þessu bætt með skriflegri kæru innan kærufrests var málinu vísað frá Landsrétti. Ú rskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Mál þetta barst réttinum 19. júlí 2021 ásamt gögnum þess. Málið lýtur að úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. júlí 2021 í málinu nr. R - [...] /2021 þar sem staðfestar voru ákvarðanir sóknaraðila 7. sama mánaðar um að varnaraðili skyldi sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni gagnvart fjórum dætrum sínum. Kæruheimild er í 3 . mgr. 15 . gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst varnaraðili að þóknun til handa skipuðum verjanda sínum vegna meðferðar málsins fyrir héraðsdómi verði endurskoðuð og kærumálskostnaðar vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms var þv í einu lýst yfir af hálfu varnaraðila Samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 18. gr. laga nr. 85/2011, skal maður sem vill kæra úrskurð lýsa því yfir innan þriggja sólarhringa frá því að hann fékk vitneskju um úrskurðinn. Sé kæru lýst yfir á dómþingi má kærandi láta við það sitja að bókað verði um hana í þingbók, þar á meðal í hvaða skyni 2 kært er. Fyrrgreind yfirlýsing varnaraðila fól ekki í sé r kæru heldur aðeins fyrirætlan um hana. Úr þessu var ekki bætt með skriflegri kæru til héraðsdóms innan kærufrests svo sem unnt hefði verið samkvæmt sömu lagagrein. Verður málinu því vísað frá Landsrétti. 5 Kærumálskostnaður úrskurðast ekki . Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. júlí 2021 Mál þetta, sem barst dóminum hinn 10. júlí 2021, var þingfest og tekið til úrskurðar hinn 13. júlí 2021. Sóknaraðili er lögreglustjórinn á Suðurnesjum en varnaraðili er X, Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómur staðfesti fjórar ákvarðanir sóknaraðila frá 7. þessa til 30. september 2021 k l. 16:00 og honum þannig bannað að veita þeim eftirför, nálgast þær á almannafæri, hringja í heima - eða farsíma þeirra, senda þeim tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við þær. Varnaraðili krefst þess aðallega að umræddar ákvarðanir sóknar aðila verði felldar úr gildi en til vara að þeim verði markaður skemmri tími. Þá krefst skipaður verjandi hans þóknunar sér til handa. Ásta Björk Eiríksdóttur lögmaður, skipaður réttargæslumaður brotaþola, krefst þóknunar sér til handa vegna meðferðar mál sins. I. Fyrrgreindar ákvarðanir sóknaraðila voru birtar varnaraðila hinn 8. júlí 2021. Að kröfu varnaraðila sama dag og í samræmi við áskilnað 2. mgr. 12. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili bar sóknaraðili ákvarðanirnar undir h éraðsdóm hinn 10. sama mánaðar og bárust dóminum gögn málsins kl. 16:10 þann dag. II. Í greinargerð með kröfu sóknaraðila kemur fram að til rannsóknar séu tvö umfangsmikil mál vegna ætlaðra brota varnaraðila gegn dætrum hans. Gerð er grein fyrir því að hi nn 19. ágúst 2020 hafi meðal annars slegið þær . Þ á hafi komið fram að dætur varnaraðila hafi lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, . Þá hafi þær borið um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá lemdi hann hana líka. Enn fremur hefðu þær greint frá því að hann lemdi móður þeirra ið ulega og að þau rifust mikið. Þá kemur fram í umræddri greinargerð að rannsókn þessa máls sé nánast lokið og hafi hún styrkt enn frekar rökstuddan grun um ofbeldi varnaraðila gagnvart brotaþolum. Þegar rannsókn málsins hafi verið langt á veg komin hafi lög reglu borist frekari upplýsingar um ætlað ofbeldi varnaraðila og eiginkonu hans, móður brotaþola, gegn þeim öllum. Hinn 30. apríl 2021 hafi lögreglu svo borist tilkynning um að elstu systurinni, brotaþola A, hefðu borist hótanir frá föður þeirra, varnaraði la, í gegnum messenger, bæði í formi skilaboða og með símtölum. Við rannsókn málsins hafi komið fram enn frekari grunur um ætlað ofbeldi gegn þeim öllum, ítrekað og endurtekið, bæði líkamlegt og andlegt, auk fyrrgreindra hótana, bæði af hálfu varnaraðila o g móður þeirra. Þá kemur fram að rannsókn málsins sé vel á veg komin. Þá er greint frá því í umræddri greinargerð að á umliðnum mánuðum hafi borist frekari tilkynningar um háttsemi varnaraðila gagnvart stúlkunum, einkum brotaþolum A og B, sem rennt hafi en n frekari stoð undir nauðsyn hinna umþrættu ákvarðana. Þannig hafi lögreglu borist tilkynning hinn 2. maí 3 2021 um að varnaraðili hefði hringt látlaust í næstelstu systurina, brotaþola B, og að lokum sent henni skilaboð um að hann væri fyrir utan heimili he stúlkunnar. Hinn 16. maí 2021 hafi svo borist tilkynning um að varnaraðili væri fyrir utan heimili elstu dóttur sinnar, brotaþola A, og væri að reyna að nálgast hana. Þá hafi borist tilkynning hinn 3. júlí 2021 um fram að stúlkan óttaðist föður sinn mjög. Enn fremur hafi komið þar fram að fram til þessa hefði varnaraðili jafnan verið á ferðinni á sunn udögum í því skyni að fylgjast með brotaþolum. Hann hefði hins vegar verið leit að því húsi sem tvær af brotaþolum búi í. Í munnlegum málflutningi af hálfu sóknaraðila fyrir dómi kom fram að varnaraðili hefði ekki verið upplýstur um nákvæmlega hvar brotaþolar búi einungis í hvaða bæjarfélögum. Í greinargerð með kröfu sóknaraðila kemur aukinheldur fram að stúlkurnar hafi allar verið vistheimili en brotaþolar B og C á öðrum heimilum. Hafi lögreglu líkt og ráða megi af framangrein du ítrekað borist upplýsingar um áreiti varnaraðila gagnvart stúlkunum. Við rannsókn framangreindra mála hafi aukinheldur ítrekað komið fram að brotaþolar óttist varnaraðila mjög og að varnaraðili sé iðulega að elta, fylgjast með, setja sig í samband við o g með öðrum sambærilegum hætti að sitja um stúlkurnar hjá fósturforeldrum og í þeirra daglega lífi líkt og rannsóknargögn umræddra mála beri glöggt vott um. Brotaþolar séu börn að aldri og því í sérlega viðkvæmri stöðu. Til hafi staðið að þær flyttu til mó ður sinnar því enn vistaðar utan heimilis. Eins og mál þetta sé vaxið beri að taka sérstakt tillit til allra atvika í heild, aldurs og þroska stúlknanna sem umþrættum ákvörðunum sóknaraðila um nálgunarbann sé ætlað að vernda og þeirra málsatvika sem nú séu uppi, með vísan til rannsóknar framangreindra mála, þess sem þar hafi komið fram, öryggis stúlknanna og aðstæðna almennt sem og fyrri samskipta varnaraðila við þær. III. Kröfu um staðfestingu fyrrgreindra ákvarðana til frekari stuðnings vísar sóknaraðili til þess að samkvæmt framangreindu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum sé uppi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi ítrekað og endurtekið brotið gegn dætrum sínum með alvarlegum afleiðingum fyrir þær. Telji sóknaraðili því að skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili séu uppfyllt að því leyti að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili hafi framið brot gegn brotaþolum öllu m er varði við ákvæði XXIII. og XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, nánar tiltekið 218. gr. b., 232. gr. a og 233. gr. sem og ákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002, einkum 98. og 99. gr. og að hætta sé á að hann muni áfram brjóta gegn stúlkunum og friðhelgi þeirra. Að mati sóknaraðila sé sýnt að friðhelgi stúlknanna verði ekki vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa. Þá vísar sóknaraðili til þess að umræddar ákvarðanir séu teknar á grundvelli a - og b - liða 1. mgr. 4 gr. laga nr. 85/20 11 um nálgunarbann og brottvísun af heimili, sbr. 3. mgr. 3. gr., 6. og 7. gr. sömu laga og ekki þyki sennilegt að friðhelgi stúlknanna verði vernduð með öðrum og vægari hætti sem og að ríkir almanna - , einka - og rannsóknarhagsmunir krefjist þess að umþrætt ar ákvarðanir verði staðfestar. Með vísan til framangreinds, fyrirliggjandi rannsóknargagna og laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili, einkum 4. og 12. gr. umræddra laga sé þess því beiðst að fallist verði á kröfu sóknaraðila um staðfest ingum umræddra ákvarðana um nálgunarbanna varnaraðila gegn brotaþolum öllum. IV. Í munnlegum málflutningi af hálfu varnaraðila fyrir dómi kom fram að hann teldi skilyrði fyrir beitingu nálgunarbanns ekki uppfyllt. Honum hefði aldrei verið bannað að hafa s amband við dætur sínar og því stæðu engin rök til að gera honum að sæta íþyngjandi ráðstöfun á borð við nálgunarbann enda væru vægari úrræði tæk. Þá kom fram að hann hafnaði því alfarið að uppfyllt væri það grundvallarskilyrði að fyrir hendi væri rökstuddu r grunur um að hann hefði framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði dætra sinna og að engin eiginleg gögn lægju staðhæfingum þar að lútandi til grundvallar. Einungis væri um að ræða óstaðfestar frásagnir stúlknanna og vitnisburði annarra um hvað þær hefðu sagt. Rannsókn 4 lögreglu væri því byggð á getgátum. Loks teldi hann fráleitt sömu sjónarmið gilda um eldri dætur hans tvær annars vegar og þær yngri tvær hins vegar þar sem hann hefði ekki á nokkurn hátt sett sig í samband við þær tvær síðarnefndu . Að því er tíðan akstur um nágrenni vistheimila stúlknanna varðar kom fram að hann hefði einungis viljað sjá þær og teldi framburði þeirra um ótta við hann ekki sannleikanum samkvæman. V. Fyrirliggjandi krafa lýtur líkt og að framan er rakið að staðfestin gu á fjórum ákvörðunum sóknaraðila um nálgunarbann varnaraðila gagnvart . Samkvæmt framangreindu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum er varnaraðili auk annarra tilgreindra brota gagnvart brotaþolum undir grun um að hafa viðhaft umsáturseinelti sem varði við 232. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er umþrættum ákvörðunum sóknaraðila einkum ætlað að vernda friðhelgi stúlknanna sem eru á aldrinum ára gegn frekari tilburðum varnaraðila að því leyti. Samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum hefur varnaraðili við skýrslutökur hjá lögreglu neitað sök þar að lútandi sem og vegna annarra ætlaðra brota hans gegn . Framburði bæði brotaþola og þeirra vitna sem gefið hafa skýrslu hjá lögreglu um háttsemi hans gagnvart þeim hefur varnaraðili í aðalatrið um hafnað sem röngum. Samkvæmt a - lið 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola. Jafnframt er heimilt að beita nálgunarbanni samkvæmt b - lið tilvitnaðrar greinar ef hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola samkvæmt a - lið. Samkvæmt framangreindu og að virtum framlögðum rannsóknargögnum þykir sóknaraðili hafa nægjanlega í ljós leitt að rökst uddur grunur sé um að varnaraðili hafi framið refsiverð brot gagnvart brotaþolum öllum og raskað á annan hátt friði þeirra. Í þeim efnum er þess gætt að í aðalatriðum er innbyrðis samræmi í fyrirliggjandi rannsóknargögnum um stoð fyrir þeim grun. Þá þykir ennfremur vera hætta á að varnaraðili brjóti að nýju gegn brotaþolum, sbr. b - lið sömu greinar. Er því fallist á það með sóknaraðila að uppfyllt séu skilyrði a - og b - liða 1. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2011 fyrir beitingu nálgunarbanns. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 er það og skilyrði fyrir beitingu nálgunarbanns að ekki þyki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er við mat samkvæmt 1. mgr. heimilt að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili, sem og hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann myndi fremja brot sem l ýst væri í 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæði 6. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 85/2011 er því meðal annars svo lýst að við matið sé heimilt að líta til sömu atriða og nefnd séu í skýringum við 4. gr. frumvarpsins. Í skýringum vi ð það ákvæði segir meðal annars að líta verði til fyrri háttsemi þess manns sem krafan beinist gegn og samskipta hans við þann sem vernda eigi vísben eða að honum hafi áður verið gert að sæta nálgunarbanni eða brottvísun af heimili. Um það vísast einnig til niðurlags 2. mgr. 6. gr. laganna. Með hliðsjón af þe im brotum sem varnaraðili er samkvæmt framangreindu undir rökstuddum grun um að hafa framið gagnvart brotaþolum og eins og mál þetta er vaxið að öðru leyti þykja umþrættar ákvarðanir sóknaraðila ekki ganga lengra en nauðsyn ber til að vernda friðhelgi brot aþola. Í því sambandi er auk annars til þess að líta að samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum hafa brotaþolar, sem allar eru á barnsaldri, lýst miklum ótta við varnaraðila og vistforeldrar þeirra borið um það við skýrslugjöf hjá lögreglu að þær séu undi r verulegu andlegu álagi, einkum brotaþoli A. Er þörf á að vernda friðhelgi þeirra því að mati dómsins einkar rík. Þá þykja engin rök standa til að greina á milli brotaþola að því leyti þótt tilburðir varnaraðila til samskipta hafi að svo stöddu einkum bei nst að eldri dætrum hans tveimur enda er hann líkt og áður greinir undir rökstuddum grun um brot gegn þeim öllum. Er áskilnaði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 um meðalhóf því að mati dómsins fullnægt. Að öllu framansögðu virtu og að öðru leyti með vísan ti l fyrirliggjandi rannsóknargagna verða umþrættar ákvarðanir sóknaraðila frá 7. júlí síðast liðnum staðfestar svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. 5 Þóknanir skipaðs verjanda varnaraðila og skipaðs réttargæslumanns brotaþola greiðast úr ríkissjóði, sbr. 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og þykja þær hæfilega ákveðnar að meðtöldum virðisaukaskatti svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun sóknaraðila, lögreglustjórans á Suðurnesjum, frá 7. júlí 2021, um að í heima - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana. Staðfest er ákvörðun sóknaraðila, lögreglustjórans á Suðurnesjum, frá 7. júlí 2021, um að 2021 kl. 16:00, þannig að lagt er bann við því - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana. Staðfest er ákvörðun sóknaraðila, lögreglustjórans á Suðurnesjum, frá 7. júlí 2021, um að - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana. Staðfest er ákvörðun sóknaraðila, lögreglustjórans á Suðurnesjum, frá 7. júlí 2021, um að að lagt er bann við því - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar lögmanns, 235.600 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, 176.700 krónur, greiðast úr ríkissjóði.