LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 30. apríl 2021. A ( Einar Hugi Bjarnason lögmaður ) gegn barnaverndarnefnd Reykjavíkur ( Dagmar Arnardóttir lögmaður , Þórhildur Lilja Ólafsdóttir lögmaður, 2. prófmál) Lykilorð Barnavernd. Börn. Forsjársvipting. Gjafsókn. Útdráttur BR krafðist þess að A yrði svipt forsjá dóttur sinnar á grundvelli a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Landsrétti, var til þess vísað að í málinu lægi fyrir að margvísleg stuðningsú rræði hefðu verið reynd til úrbóta fyrir A áður en krafa um forsjársviptingu var sett fram og var það niðurstaða dómsins að almenn úrræði til stuðnings A hefðu verið fullreynd. Þá lægju fyrir tvær skýrslur sálfræðinga um forsjárhæfni A með ítarlegum upplýs ingum um vanda hennar við umönnun barnsins. Að virtum öllum gögnum málsins og aldri barnsins var það mat dómsins, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni í héraði og í Landsrétti, að forsjárhæfni A væri verulega skert og að hún væri ófær um að sinna dagleg ri umönnun og uppeldi dóttur sinnar. Var talið fullvíst að líkamlegri og andlegri heilsu barnsins og þroska væri hætta búin færi A með forsjá þess. Var þá einkum litið til skorts á innsæi A í þarfir barnsins og skorts á tengslamyndun hennar við barnið. Tal ið var ljóst af gögnum málsins og skýrslum vitna fyrir dóminum að ekki hefðu myndast þau djúpu tilfinningatengsl á milli A og barnsins sem væru svo mikilvæg barni á fyrstu æviárum þess. Reynt hefði verið að aðstoða A við að mynda þessi tengsl en það hefði ekki tekist vegna vanhæfni hennar. Landsréttur taldi jafnframt að ekkert hefði komið fram í málinu sem gæfi til kynna að breytingar hefðu orðið á aðstæðum A frá því að dómur féll í héraði og að dóttir A hefði tekið stórstígum framförum í þroska og líðan ef tir að hún var vistuð hjá núverandi fósturforeldrum. Krafa BR var því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 30. nóvember 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 2020 í málinu nr. E - /2020 . 2 2 Áfrýjandi krefst sýknu af kröfum stefnda auk málskostnaðar fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. 4 Fyrir Landsrétt hafa verið lögð fram ný gögn um stöðu áfrýjanda og barns hennar í dag. Þá gaf áfrýjandi skýrslu við aðalmeðferð málsins fyrir réttinum. Niðurstaða 5 Í framburði áfrýjanda fyrir Landsrétti kom fram að staða hennar er óbreytt frá því að dómur féll í héraði og jafnframt að hún hefur ekki nýtt þann tíma, sem liðinn er frá því að barn hennar var vistað á vegum stefnda utan heimilis hennar, til að styrkja sig í foreldra hlutverkinu, svo sem með því að sækja sálfræðiþjónustu eða uppeldisnámskeið. Þá sýna gögn sem lögð hafa verið fyrir Landsrétt að barn áfrýjanda hefur tekið stórstígum framförum í þroska og líðan eftir að það var vistað hjá núverandi fósturforeldrum. Með þe ssari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 6 Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal v era óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Einars Huga Bjarnasonar , 1.140. 000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 2020 Mál þetta, sem var höfðað með áritun lögmanns stefndu á stefnu 3. apríl 2020, var dómtekið 9. nóvember 2020. Það sætir flýtimeðferð samkvæmt 53. gr. b í barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. 123. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. D ómkröfur stefnanda, barnaverndarnefndar Reykjavíkur, eru þær að stefnda, A, sem skráð er til Stefnda krefst sýknu, auk greiðslu málskostnaðar. I 1 dvalist á heimili á vegum stefnanda frá uppkvaðningu úrskurðar, 28. janúar 2020. Hún fluttist hingað til lands með móður sinni en ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður. Stefnda hefur lokið grunnskólanámi og nokkrum áföngum í framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur hún verið á vinnumarkaði og hefur m.a. starfað á . 3 Allt frá fæðingu barnsins hefur stefnda glímt við andlega erfiðleika. Hefur lögregla þurft að hafa afskipti af málefnum stefndu, vegna hennar sjálfrar en einnig aðbúnaðar og velferðar barnsins. Hafa stefnanda borist ítrekaðar tilkynningar, m.a. frá ætt ingjum stefndu og heilbrigðisstarfsfólki, um vanrækslu í Reykjavík og er í hlutastarfi. Á fundi stefnanda 21. janúar 2020 var bókað að stefnda væri ófær um að fara með forsjá dóttur sinnar og ákveðið að krefjast þess fyrir dómi að stefnda yrði svipt forsjá barnsins á grundvelli a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í framhaldinu var úrskurðað um vistun barnsins á heimili á vegum stefnanda, í tvo mánuði frá 28. janúar 2020, að telja, á grundvelli b - liðar 1. mgr. 27. gr. laga nr. 80/2002. 2 Mál barnsins hefur verið til könnunar og meðferðar hjá Barnavernd Reykjavíkur frá því í júlí 2019, en áður báðir foreldrar undirgengjust mat á forsjárhæfni. Í gögnum málsins liggur fyrir að fram að úrskurði stefnanda um vistun barnsins utan heimilis höfðu borist a.m.k. átta tilkynningar til barnaverndaryfirvalda, sem vörðuðu m.a. aðbúnað, aðstæður og vanrækslu barnsins. 3 Stefndu hefur boðist margvíslegur st uðningur á grundvelli barnaverndarlaga allt frá fæðingu barnsins. Stefndu hafa einnig verið veittar ýmsar leiðbeiningar varðandi praktísk atriði, svo sem húsnæði og framfærslu. Þá var stefndu boðin aðstoð við að sækja læknishjálp og sálfræðiaðstoð sem hún þáði ekki. aðstoð vegna vanlíðunar hennar á vegum heilsugæslu, sem hún hafnaði. Í byrjun september 2019 var stefndu veittur stuðningur inn á heimili móðu römmu þar sem stefnda bjó þá með barnið. Í skýrslu , dags. 6. september 2019, um stuðninginn kemur fram að stefnda hafi ekki getað sinnt barninu svo vel færi án aðstoðar og að hún þurfi markvissa leiðsögn, stuðning og eftirlit við uppeldi og umönnun bar í framhaldinu dvaldi það á heimili föður. greiningar - og leiðbeiningarvistun á vistheimili barna. Eftir tæpar tvær vikur þar treysti stefnda sér ekki til frekari þátttöku og flutti út af vistheimilinu hinn 8. október 2019 og hugðist þá flytja af landi brott. Þegar í ljós kom að hún var enn á landinu um miðjan október 2019 var hún hvött til þess að taka þátt í úrræ ðinu um helgar, sem hún þáði ekki. Eftir þetta hafði stefnda aðeins umgengni við barnið í vistuninni, en tók að öðru leyti ekki þátt í úrræðinu sem þar var í boði. Samkvæmt yfirliti Barnaverndar Reykjavíkur yfir umgengni stefndu við barnið, dags. 7. janúar 2020, þá nýtti stefnda umgengnisrétt sinn við barnið aðeins að takmörkuðu leyti á tímabilinu 24. nóvember 2019 til 5. desember 2019. Í greinargerð starfsmanna greiningar - og leiðbeiningarvistunar barna, dags. 2. desember 2019, kemur m.a. fram að stefnda h afi lítið úthald til að annast barnið, láti það mikið afskiptalaust og veiti því litla athygli. Hún vilji fremur vera í vinnu en að sinna barninu og hafi ekki innsýn í þarfir barnsins. 4 Stefnda og barnsfaðir hennar undirgengust mat á forsjárhæfni hjá d r. C sálfræðingi og liggur greinargerð hans, dags. 3. desember 2019, fyrir í gögnum málsins. Fram kemur í greinargerð sálfræðingsins að athugun hafi falist í því að skoða fyrirliggjandi gögn málsins, aflað hafi verið upplýsinga í viðtölum, lagt hafi verið fyrir greindarpróf til að meta greindarfarslega stöðu foreldra, aflað hafi verið upplýsinga með fyrirlagningu geðgreiningarviðtals og að farið fram á sálfræðistofu og að mjög erfiðlega hafi gengið að fá stefndu til að mæta í viðtöl og því hafi 4 athugun varðandi hana dregist mjög. Hún hafi mætt á umsömdum tíma en síðan ekki í þrjú skipti í röð, án skýringa. Samkvæmt matinu á stefnda við umtalsverða ge ðræna erfiðleika að stríða. Hún sé vanþroskuð tilfinningalega hafi borið fyrir sig álag í vinnu. Hún virðist ekki átta sig á mikilvægi þátttöku í meðferðarstarfi sem fram sem stefnda sé ófær um að sinna dóttur sinni. Þá telur sálfræðingurinn að innsæi móður í eigin vanda sé verulega takmarkað og að hún haf i annars vegar tilhneigingu til að gera lítið úr erfiðleikum sínum og hins vegar að kenna öðrum um þá. Telur sálfræðingurinn að velferð og þroski barnsins sé engan veginn tryggður við þau uppeldisskilyrði sem móðir geti veitt. Hún búi engan veginn yfir nau ðsynlegri hæfni til að tryggja dóttur sinni fullnægjandi uppeldisskilyrði nema verulegar breytingar verði til batnaðar á líðan hennar, félagslegri stöðu og getu til að nýta sér margháttaðan stuðning. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 5. maí 2020 var fa llist á beiðni stefndu um að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta forsjárhæfni hennar. Var D sálfræðingur dómkvaddur til matsins. Í matsgerð hans, sem dagsett er 21. september 2020 og lögð var fram í þinghaldi 23. september sl., segir m.a. í niðurstöðum, að stefnda virðist ekki bera skynbragð á þarfir barnsins og ekki veita því nægjanlega vernd og öryggi. Komi þetta ítrekað fram í gögnum málsins frá ólíkum aðilum og hafi verið sýnilegt þegar matsmaður fylgdist með umgengni. Þegar stefnda hafi verið spurð u m atriði sem bendi til þess að hún hafi ekki annast barnið nægilega vel líkamlega þá gefi hún þær skýringar að hún hafi verið ein með barnið og ekki fengið neinn stuðning. Matsmaður telur persónugerð stefndu þess eðlis að hún sé haldin yfir vissum tilfinni ngalegum óþroska. Hún hafi takmarkað innsæi í eigin vanda og kenni öðrum um í stað þess að gangast við ábyrgð á því hvernig staðan sé. Stefnda búi yfir þáttum eins og að sýna ást og atlæti en sökum tilfinningalegs ójafnvægis og félagslegra þátta sé hún ófæ r um að veita dóttur sinni nægilegan tilfinningalegan stöðugleika. Matsmaður efist ekki um að stefnda elski barnið en hún hafi hins vegar ekki getað sett hana í forgang í lífi sínu og ekki höndlað það álag sem fylgi umönnun hennar. Um tengsl stefndu við barnið og eðli þeirra tengsla kemur fram í matsgerð að stefnda virðist ekki hafa skilning á því hvað það feli í sér að annast um barn og á mikilvægi þess að skapa því stöðugar aðstæður. Um getu sína til að annast barnið ein hafi hún í þessu sambandi svarað því að hún gæti margt þó að hún væri með barn. Hún vildi ekki vera bundin. Hún leggi áherslu á að hún þurfi ekki að vera stöðugt föst heima hjá sér. Taldi matsmaður að hætta væri á miklu rótleysi fyrir barnið yrði það að dvelja hjá móður. Þá tekur matsmað ur fram að barnið hafi verið meira en helming ævi sinnar í umönnun annarra en stefndu. Þá bendi sú tengslamyndun sem birtist í samverustundum stefndu við dóttur sína til takmarkaðra og skertra tengsla. Barnið virðist ekki heldur tengjast móður sinni sterku m böndum og samvera með henni virðist valda því tilfinningalegum ónotum og óöryggi. Um hæfni og getu stefndu til þess að nýta sér meðferð og stuðningsúrræði og hvort stuðningsúrræði hafi verið fullreynd segir að mál barnsins hafi verið til meðferðar fljótl ega eftir fæðingu hafi þróast hratt og gripið síðan hafi ekki gengið upp. Þá hafi verið dregið úr álagi og reynt að skapa móður svigrúm til að ráða betur við aðstæður og koma aðeins um helgar en það hafi líka gengið mjög erfi ðlega. Þann tíma sem stefnda hafi verið með dóttur sinni hafi hún ekki viljað taka við leiðbeiningum og þá hegðun megi enn merkja í umgengni í dag. Allt bendi til þess að stefnda vilji fara eigin leiðir og að það sé hluti af persónugerð hennar. Sé litið ti l þeirra stuðningsúrræða sem hafi verið reynd í mismunandi mynd, án árangurs, verði að meta það svo að stuðningsúrræði fyrir stefndu séu fullreynd. Um það hvort önnur úrræði en forsjársvipting geti komið að gagni til að tryggja velferð barnsins segir svo í niðurstöðum matsmanns: [Stefndu] skortir innsæi. Hún er í miklu tilfinningalegu ójafnvægi, er sveiflukennd og hefur ekki náð að nýta sér þá aðstoð sem henni hefur staðið til boða. Hún fer eigin leiðir og er ófeimin við að lýsa því að þannig sé hún sem p ersóna og sjái ekki ástæðu til að breyta. Hún virðist 5 lenda oft uppi á kant við aðra og er með ytri skýringar á sínum vanda, þ.e. kennir öðrum um. [Barnið] ber þess merki að hafa orðið fyrir áfalli, þótt hún sé ung að árum, sé horft til hegðunar hennar og viðbragða. Hún þarf því stöðugleika og gott utanumhald til að þroskast eðlilega tilfinningalega og félagslega. [Stefnda] sé ófær um að veita henni þetta í dag en eins og staðan er á [barninu] er mælt með því að henni verði skapað slíkt umhverfi. 5 Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu E, félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur, C sálfræðingur og D sálfræðingur. Stefnda var ekki viðstödd aðalmeðferð málsins. II 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi telur að skilyrði a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga séu bæði uppfyllt í málinu . Er það mat stefnanda að telpan búi við óviðunandi uppeldisaðstæður í umsjá stefndu og að þær stuðningsaðgerðir sem reyndar hafi verið ítrekað á grundvelli barnaverndarlaga og hafi meðal annars miða ð að því að breyta uppeldisaðstæðum hjá stefndu til hins betra á þann veg að hún geti skapað telpunni viðunandi uppeldisskilyrði hafi ekki megnað að breyta því ástandi og því teljist þær vera fullreyndar. Þar sem brýnt sé að tryggja telpunni öryggi, stöðug leika og viðunandi uppeldisskilyrði er það mat stefnanda að hagsmunum hennar sé best borgið með því að hún vistist utan heimilis til 18 ára aldurs. Stefnandi bendir á að um ungt barn sé að ræða og mikilvægur tími fram undan varðandi tengslamyndun. Er það mat stefnanda að það þjóni hagsmunum telpunnar best að þeim stöðugleika sem kominn sé á verði ekki raskað, enda sé það í fullu samræmi við meginreglu barnaverndarlaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna, um að barnaverndarstarf skuli stuðla að því að stöðugleiki ríki í uppvexti barna. Krafa stefnanda byggi á því að of mikil og óforsvaranleg áhætta felist í því að láta stefndu fara með forsjá dóttur sinnar. S tefnandi telur stuðningsaðgerðir fullreyndar í því skyni að bæta forsjárhæfni stefndu. Geti þau stuðningsúrræði sem stefnandi hefur yfir að ráða ekki megnað að skapa telpunni þau uppeldisskilyrði hjá stefndu sem hún eigi skýlausan rétt til. Að mati stefnan da hafi vægustu ráðstöfunum ávallt verið beitt til að ná þeim markmiðum sem að sé stefnt. Meðalhófsreglunnar hafi verið gætt í hvívetna við meðferð málsins og ekki hafi verið gripið til viðurhlutameiri úrræða en nauðsyn hafi borið til. Það séu grundvallarr éttindi barna að búa við stöðugleika í uppvexti og þroskavænleg skilyrði. Stefnandi telur að það hafi sýnt sig að stefnda sé óhæf til að tryggja dóttur sinni þá vernd og umönnun sem telpan eigi skýlausan rétt á. Forsjárréttur foreldra takmarkist af þeim ma nnréttindum barna að njóta forsvaranlegra uppeldisskilyrða. Þegar hagsmunir foreldris og barns vegist á séu hagsmunir barnsins, hvað því sé fyrir bestu, þyngri á vogarskálunum. Það sé telpunni fyrir bestu að alast upp við forsvaranleg uppeldisskilyrði og þ eir hagsmunir vegi því þyngra en hagsmunir stefndu. Þessi grundvallarregla í íslenskum barnarétti komi einnig fram í þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland sé aðili að. Hinu opinbera sé og skylt að veita börnum vernd svo sem fyrir sé mælt um í stjórnarskrá l ýðveldisins Íslands nr. 33/1944, barnaverndarlögum og lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013. Þá eigi reglan sér einnig stoð í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og í alþjóðasamningi Sameinuðu þj óðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Ísland hafi fullgilt. Með skírskotun til alls framanritaðs, meginreglna í barnaverndarrétti, sbr. 4. gr. barnaverndarlaga, og gagna málsins, og með hagsmuni telpunnar að leiðarljósi, gerir stefnandi þá kr öfu að A verði svipt forsjá dóttur sinnar, B, sbr. a. - og d. - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga, enda muni önnur og vægari úrræði ekki skila tilætluðum árangri. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefndu Stefnda hafnar öllum málsástæðum stefnanda. Stefn da telur að ekki séu fyrir hendi lögmæt skilyrði til að svipta hana forsjá dóttur sinnar. Þá telur stefnda forsjársviptingu jafnframt andstæða 6 hagmunum barnsins auk þess sem beita megi öðrum og vægari úrræðum. Þannig fari forsjársvipting í bága við meðalhó fsreglu stjórnsýsluréttar og meginreglur barnaverndarlaga. Í ákvæði 1. mgr. 2. gr. barnaverndarlaga komi fram að markmið þeirra sé að tryggja nauðsynlega aðstoð við börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofni heilsu sinni og þroska í hættu. T il að ná markmiðum laganna skuli leitast við að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverkinu og beita úrræðum til verndar börnum þegar það eigi við. Þetta ákvæði barnaverndarlaganna taki mið af þeim grunnréttindum sem mælt sé fyrir um í 71. gr. stjórnarskrári nnar um friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis og að þann rétt megi ekki skerða nema með lögum og að brýna nauðsyn beri til. Sambærilegt ákvæði sé að finna í 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Framangreind ákvæði barnaverndarla ga, stjórnarskrár og alþjóðlegra sáttmála séu á því reist að milli foreldris og barns séu tengsl sem njóta skuli lagaverndar. Gengið sé út frá því að almennt þjóni það hagsmunum barnsins að leitað sé leiða til að barn og foreldri þess geti verið saman og þ annig myndað fjölskyldutengsl eða til að efla og rækta þau tengsl sem fyrir eru. Af barnaverndarlögum og þeim meginreglum sem þau eru reist á leiði að ávallt beri að velja þann kost að barn verði áfram hjá foreldri nema í ljós sé leitt að það samræmist ekk i hagsmunum barnsins. Leiða megi af þessum meginreglum, sem og ákvæði 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, ríkar skyldur barnaverndarnefnda til að kanna til hlítar hvort grundvöllur sé til þess að halda fjölskyldum saman og eftir atvikum hvort það sé unnt með viðeigandi stuðningsúrræðum barnaverndaryfirvalda ef talið er að skorti á forsjárhæfni foreldra. Stefnda telur að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi brugðist þessum skyldum sínum við meðferð þessa máls og hvorki reynt að halda fjölskyldunni saman né veitt viðeigandi stuðningsúrræði, eins og nánar sé rakið síðar í umfjöllun um meðalhófsregluna. Stefnda hafnar því að skilyrðum a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sé fullnægt í málinu. Stefnda drekki lítið sem ekkert áfengi og hafi aldre i notað vímuefni. Hún sé á mjög góðum stað í dag bæði andlega sem líkamlega og telji sig vel í stakk búna til að sinna uppeldi dóttur sinnar. Að svipta hana forsjá á þessum tíma væri harkalegt. Telur stefnda að fara þurfi varlega í sakirnar og veita henni tækifæri til að sýna að hún geti rækt uppeldishlutverkið með sómasamlegum hætti með viðeigandi stuðningi frá Barnavernd. Stefnda hafnar því að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum stefndu og dóttur hennar sé verulega ábótavant í skilningi a - liðar nefn ds lagaákvæðis. Sömuleiðis er því hafnað að skilyrði d - liðar ákvæðisins sé fullnægt um að fullvíst sé að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta kynna að verulega miklar sönnunarkröfur séu gerðar til þess að þau atvik sem lagaákvæðið nefnir séu fyrir hendi. Stefnda telur að slík sönnun liggi ekki fyrir. Stefnda telur að fái hún viðeigandi stuðning geti hún verið góð móðir sem geti alið önn fyrir dóttur sinni og búið henni sómasamlegt heimili. Hún átti sig hins vegar á því að hún þurfi þéttan stuðning til þess að svo geti orðið og viðhorfsbreyting þurfi einnig að koma til varðandi áherslur hennar í lífinu, þ.e. að hún setji barnið al ltaf í fyrsta sætið en taki ekki vinnu fram yfir hana. Stefnda telur að hún hafi verið til fullrar samvinnu við starfsmenn nefndarinnar. Þannig hafi hún samþykkt þær meðferðaráætlanir sem fyrir hana hafa verið lagðar, samþykkt tímabundnar vistanir barnsin s utan heimilis hennar, tillögur að umgengni og undirgengist forsjárhæfnismat. Engin ástæða sé því til að efast um að stefnda muni áfram verða í samvinnu við starfsmann Barnaverndar. Þessi staðreynd ætti að vega þungt við mat á því hvort veita eigi henni t ækifæri til að annast um dóttur sína með víðtækum stuðningi frá Barnavernd og öðrum fagaðilum. Stefnda bendir á að í forsjárhæfnimati dr. C sálfræðings sé einmitt tekið fram að stefnda þarfnist víðtæks stuðnings, þar á meðal uppeldisráðgjafar, geðlæknisað stoðar, sálfræðiviðtala og félagslegs stuðnings af ýmsu tagi. Í forsjárhæfnimatinu komi vissulega fram að stefnda búi ekki yfir nauðsynlegri hæfni til að tryggja dóttur sinni fullnægjandi uppeldisskilyrði. Stefnda vekur hins vegar á því sérstaka athygli að stefndu. Með hliðsjón af þessum skýra fyrirvara í niðurs töðu matsins, og eins og atvikum er háttað í þessu 7 máli, sé full ástæða til að fara varlega í sakirnar nú og veita stefndu tækifæri til þess að sýna fram á getu sína til að nýta sér stuðningsúrræði í stað þess að grípa til svo harkalegs úrræðis að svipta h ana forsjá dóttur sinnar. Viljinn sé svo sannarlega fyrir hendi og mikil viðhorfsbreyting hafi orðið hjá stefndu á umliðnum mánuðum. Samkvæmt 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga skuli aðeins gera kröfu um forsjársviptingu sé ekki unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Samkvæmt 7. mgr. 4. gr. sömu laga skuli barnaverndaryfirvöld gæta þess eftir föngum að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu reynd áður en gripið sé til annarra úrræða. Þau skuli jafnframt ávallt miðast við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum sem að sé stefnt. Því aðeins skuli gert ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum að lögmæltum markmiðum verði ekki náð með öðru og vægara móti. Stefnda telur barnavernda rnefnd Reykjavíkur bersýnilega hafa horft fram hjá þessum ákvæðum við meðferð málsins. Þá telur stefnda augljóst að stuðningsúrræði hafi ekki verið fullreynd í málinu. Hún hafi t.d. hvorki fengið geðlæknisaðstoð né sálfræðilegan stuðning, eins og dr. C sá lfræðingur tiltekur sérstaklega í mati sínu. Þá hafi uppeldisráðgjöf verið af skornum skammti. Hið sama eigi við um félagslegan stuðning sem hafi ekki verið veittur að neinu marki. Á fundi barnaverndarnefndar Reykjavíkur í janúar 2020 hafi stefnda lýst sig reiðubúna til fullrar samvinnu við barnavernd við framhald málsins auk þess sem hún hafi samþykkt áframhaldandi vistun dóttur sinnar utan heimilis í sex mánuði. Í greinargerð hennar til nefndarinnar hafi verið tiltekið sérstaklega að stefnda samþykkti áfr amhaldandi vistun utan heimilis og að hún væri reiðubúin að undirrita meðferðaráætlun þess efnis sem starfsmenn nefndarinnar legðu til, þ.m.t. að undirgangast sálfræðimeðferð, viðtöl hjá geðlækni og uppeldisráðgjöf. Stefnda byggir einnig á því að ef kröfur stefnanda verða teknar til greina þá sé það í andstöðu við 2. gr. barnaverndarlaga þar sem m.a. kemur fram að það sé markmið laganna að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu. Forsjársvipting sé alvarlegt inngrip og beri ekki að taka slíka kröfu til greina nema ríkar ástæður liggi þar að baki, enda sé hverju barni eðlilegt að alast upp hjá eigin foreldrum III 1 Í máli þessu er deilt um kröfu stefnanda um að stefnda verði svipt forsjá dóttur sinnar B, sem nú m málsins hefur stefnandi haft málefni dóttur stefndu til Stefnanda hafa borist ítrekaðar tilkynningar um vanrækslu barnsins hjá stefndu, eins og nánar greinir í gögnum málsins. Í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir eigi rétt til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis og þann rétt megi ekki skerða nema með lögum og ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, sbr. 3. mgr. ákvæðisin s. Hliðstætt ákvæði er í 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá er í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar mælt fyrir um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í athugasemdum við frumvarp til stjór nskipunarlaga nr. 97/1995, þar sem lögfest voru framangreind ákvæði stjórnarskrárinnar, segir í skýringum við 3. mgr. 76. gr. að ákvæðið feli í sér vissa stefnuyfirlýsingu og sæki meðal annars fyrirmynd í 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barn sins frá 20. nóvember 1989 og sé einkum gert ráð fyrir að lögð sé skylda á löggjafann til að setja lög um að veita börnum fyrrnefnda tryggingu. Í 3. tölulið 3. gr. samningsins, sem veitt var lagagildi með lögum nr. 19/2013, segir að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir varðandi börn. Þá er meðal annars í 2. og 6. gr. samningsins kveðið á um að aðildarríki hans skuli í hvívetna virða réttindi barnsins og tryggja af fremsta megni að börn megi lifa og þroskast. Eins og áður segir er friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis varin af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þá vernd verður þó að meta í samhengi við 3. mgr. 76. gr. hennar. Af því leiðir að grunnregla barnaréttar um að hagsmunir barna skuli hafðir í fyrirrúmi, eftir því sem velferð þeirra krefst, nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu 8 leiðir af stjórnarskránni að friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og he imilis verður að víkja þegar velferð barns er í húfi, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 10. mars 2020 í máli nr. 58/2019. Krafa stefnanda er reist á því að uppfyllt séu skilyrði a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga til sviptingar forsjár stefndu, en d óttir hennar er nú vistuð utan heimilis á vegum stefnanda samkvæmt 28. gr., sbr. b - lið 27. gr. laganna. Samkvæmt a - lið 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2002 er barnaverndarnefnd heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar, annar eða báðir, skuli sviptir f orsjá ef hún telur að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri barnsins eða þroska, og samkvæmt d - lið ef fullvíst er að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Þá segir í 2. mgr. sömu lagagreinar að kröfu um svip tingu forsjár skuli því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. barnalaga nr. 76/2003 á barn rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beg gja, uns það verður sjálfráða og eru þeir forsjárskyldir við það. Samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar ber f oreldrum að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár - og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum. Í 1. mgr. 1. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 er mælt fyrir um að börn eigi rétt á vernd og umönnun. Þá ber foreldrum að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár - og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Í 1. mg r. 2. gr. barnaverndarlaga kemur fram það markmið laganna að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður fái viðunandi aðstoð. Skuli leitast við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til vernda r einstökum börnum þegar það á við. Í þessu felst meðal annars að barni sé fyrir bestu að alast upp hjá kynforeldrum sínum, sbr. athugasemdir um ákvæðið í frumvarpi að barnaverndarlögum. Þá ber í barnaverndarstarfi ávallt að beita þeim ráðstöfunum sem ætla má að barni séu fyrir bestu, sbr. ákvæði 1. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002. Vísar þessi regla til sjálfstæðs réttar barnsins þar sem hagsmunum þess skuli skipað í öndvegi. Aðrir hagsmunir, svo sem hagsmunir foreldra, verði þar af leiðandi að víkja ef þeir s tangast á við hagsmuni barnsins, sbr. fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í máli nr. 58/2019. Samkvæmt 7. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002 skulu barnaverndaryfirvöld eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu reynd áður en gripið er til ann arra úrræða. Þá skulu þau ávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Því aðeins skuli gera ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum að lögmæltum markmiðum verði ekki náð með öðru vægara móti. 2 Eins og fram kemur í málsatvikakafla dómsins er ljóst að margvísleg stuðningsúrræði hafa verið reynd til úrbóta fyrir stefndu, sbr. 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, áður en krafa um forsjársviptingu var sett fram, auk þess sem stefndu hafa verið veittar ýmsar lei ðbeiningar, svo sem varðandi húsnæði og framfærslu. Þá hefur henni staðið til boða ýmis aðstoð vegna vanlíðunar hennar, svo sem sálfræðiviðtöl, sem hún þáði ekki. Gerðar hafa verið áætlanir sem miða að uppeldisstuðningi við stefndu. Hún naut þjónustu og r - og leiðbeiningarvistun. Eftir tæpar tvær vikur þar treysti stefnda sér ekki til frekari þáttt öku og flutti út af vistheimilinu. Eftir þetta hafði stefnda aðeins umgengni við barnið í vistuninni, en tók að öðru leyti ekki þátt í úrræðinu sem þar var í boði. Er því ljóst að stefnda hefur notið margvíslegs stuðnings á grundvelli barnaverndarlaga frá fæðingu barnsins. Þessar aðgerðir hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Er barnið nú í fósturvistun á heimili á vegum stefnanda vegna vanhæfni stefndu við daglega umönnun þess. Með vísan til þess er að framan greinir er það því niðurstaða dómsins að almenn úrræði til stuðnings stefndu hafi verið fullreynd, sbr. 7. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/2008. 9 3 Í gögnum málsins liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um vanda stefndu vegna umönnunar barnsins. Þá liggja fyrir tvö forsjárhæfnimöt sálfræðinga, h ið fyrra dags. 3. desember 2019 og hið síðara, sem unnið var af dómkvöddum matsmanni, er dagsett 21. september sl. Í fyrra matinu er það niðurstaða sálfræðings að stefnda stríði við umtalsverða geðræna erfiðleika. Hún sé vanþroskuð tilfinningalega, hún sé ófær um að sinna dóttur sinni og innsæi hennar í eigin vanda sé verulega takmarkað. Er það niðurstaða sálfræðingsins að velferð og þroski barnsins sé engan veginn tryggður við þau uppeldisskilyrði sem stefnda geti veitt. Í matsgerð dómkvadds matsmanns kem ur m.a. fram að matsmaður telji stefndu ekki bera skynbragð á þarfir barnsins og ekki geta veitt því nægjanlega vernd og öryggi. Stefnda sé haldin ákveðnum tilfinningalegum óþroska og hafi takmarkað innsæi í eigin vanda. Telur matsmaður hana ófæra um að v eita barninu tilfinningalegan stöðugleika. Þá virðist stefnda ekki hafa skilning á því hvað það feli í sér að annast um barn. Skert tengslamyndun stefndu og barnsins hafi einnig birst í samverustundum stefndu við barnið. Enn fremur telur matsmaður að stuðn ingsúrræði hafi verið fullreynd. Að virtum öllum gögnum málsins og aldri barnsins er það mat dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, að forsjárhæfni stefndu sé verulega skert og að hún sé ófær um að sinna daglegri umönnun og uppeldi dóttur sinnar . Telur dómurinn fullvíst að líkamlegri og andlegri heilsu barnsins og þroska sé hætta búin fari stefnda með forsjá þess. Er þá einkum litið til skorts á innsæi stefndu í þarfir barnsins og skorts á tengslamyndun hennar við barnið. Telur dómurinn ljóst af gögnum málsins og skýrslum vitna fyrir dóminum að ekki hafi myndast þau djúpu tilfinningatengsl á milli stefndu og barnsins þessi tengsl, en það hafi ekk i tekist vegna vanhæfni hennar. Með vísan til þess er að framan greinir, einkum með vísan til grunnreglu barnaréttar um að hagsmunir barna skuli hafði í fyrirrúmi, eftir því sem velferð þeirra krefst, verða hagsmunir stefndu af áframhaldandi forsjá barnsins að víkja. Er því hafnað þeirri málsástæðu stefndu að forsjársvipting gagnvart henni brjóti í bága við 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.. Dómurinn telur óhjákvæmilegt að barni stefndu verði fundið framtíðarheimili og umönnunaraðili þar sem líkamleg og an dleg heilsa þess og þroskavænlegar uppeldisaðstæður verði tryggðar. Einnig telur dómurinn mikilvægt að þeim stöðugleika sem komið hefur verið á verði ekki raskað, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að full nægt sé skilyrðum a - og d - liða 29. gr. laga nr. 80/2002 og er því fallist á kröfu stefnanda um að stefnda, A, verði svipt forsjá dóttur sinnar, B, kt. Stefnda hefur gjafsókn í málinu, sbr. 1. mgr. 60. gr. laga nr. 80/2002, og greiðist gjafsóknarkostnaður hennar, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Einars Huga Bjarnasonar, 1.100.000 krónur, úr ríkissjóði. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan, ásamt meðdómsmönnunum Lár entsínusi Kristjánssyni héraðsdómara og Guðfinnu Eydal sálfræðingi. Dómsorð: Stefnda, Gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Einars Huga Bjarnasonar, 1.100.000 krónur.