LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. janúar 2022 . Mál nr. 729/2021 : A (Ásgeir Þór Árnason lögmaður ) gegn B ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Fjárslit milli hjóna. Lögráðamaður . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu B um að fram færu opinber skipti til fjárslita milli B og A þótt hjúskap þeirra hefði ekki verið slitið á grundvelli 1. tölul iðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., sbr. 1. tölulið 1. mgr. 91. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 30. nóvember 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 20. næsta mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 17. nóvember 2021 í málinu nr. Q - /2021 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að fram skyldu fara opinber skipti til fjárslita milli varnaraðila og sóknaraðila þótt hjúskap þeirra hafi ekki verið slitið. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20 /1991 um skipti á dánarbúum o.fl . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði auk kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Sóknaraðili og varnaraðili eru í hjúskap. Um málsatvik að öðru leyti er ví sað til hins kærða úrskurðar. Í málinu er deilt um kröfu varnaraðila um að fram fari opinber skipti til fjárslita milli hennar og sóknaraðila án skilnaðar þeirra . Krafan er sett fram á grundvelli 1. töluliðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991, sbr. einnig 9 1. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. 2 5 Í tilvitnuðu ákvæði laga nr. 20/1991, sem og efnislega samhljóða ákvæði hjúskaparlaga, segir að annað hjóna geti krafist opinberra skipta til fjárslita milli sín og maka síns þótt hjúskapnum hafi ekki verið slitið ef maki þess rýrir hjúskapareign sína með vangæslu á fjármálum sínum, misbeitingu á ráðum yfir hjúskapareign eða annarri óhæfilegri framkomu, eða gefur sérstakt tilefni til óttast að svo fari. 6 Í málinu háttar svo til að varnaraðili var með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 28. september 2020 svipt fjárræði tímabundið í 10 ár samkvæmt a - lið 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Til grundvallar fjárræðissviptingu lá vottorð C sem og vitnisburður hennar fyrir héraðsdómi um að sóknaraðili hafi g reinst með heilabilunarsjúkdóm og væri ófær um að ráða fé sínu. Krafa varnaraðila um að fram fari fjárskipti milli hennar og eiginmanns hennar án skilnaðar var sett fram af lögráðamanni varnaraðila . Er á því byggt að opinber skipti á ofangreindum grundvell i séu nauðsynleg til verndar fjárhagslegum hagsmunum varnaraðila. 7 Ágreiningurinn í málinu lýtur að tvennu. Í fyrsta hvort lögráðamaður varnaraðila sé bær til að setja fram kröfu um fjárslit milli hjóna á grundvelli 1. töluliðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/ 1991, sbr. einnig 1. tölulið 1. mgr. 91. gr. hjúskaparlaga. Í öðru lagi er um það deilt hvort efnislegum skilyrðum ákvæðisins um fjárskipti án skilnaðar á þessum grundvelli sé fullnægt. Sóknaraðili heldur því fram að lögráð a mann varnaraðila bresti að lögum heimild til að setja fram kröfu um opinber skipti til fjárslita milli hjóna. Þá séu ekki uppfyllt efnisleg skilyrði til þess að verða við kröfunni. 8 Í 3. mgr. 58. gr. lögræðislaga segir að lögráðamaður ófjárráða manns ráði yfir fé hans, nema lög mæli um á annan veg. Þá segir í 2. mgr. 60. gr. að lögráðamaður skuli haga störfum sínum í þágu hins ólögráða eins og best hentar hag hans hverju sinni. Ákvörðun lögráðamanns um að krefjast fjárslita milli sóknaraðila og varnaraðila án skilnaðar varðar fjármál var naraðila og gæslu fjárhagslegra hagmuna hennar, en fyrir liggur í málinu að hún er sökum veikinda sinna alls ófær um að ráða sjálf fjármálum sínum. Að þessu áréttuðu verður, með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, hafnað þeirri röksemd sóknaraðila að lögráðmann varnaraðila hafi brostið heimild til að setja fram kröfu um fjárskipti á grundvelli 1. töluliðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991, sbr. einnig 91. gr. hjúskaparlaga. 9 Jafnframt verður með vísan til forsend na hins kærða úrskurðar fallist á að up pfyllt séu efnisleg skilyrði nefndra lagaákvæða til að taka kröfu varnaraðila til greina. 10 Samkvæmt framansögðu er hinn kærði úrskurður staðfestur. 11 Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 3 Kærumálskost naður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 17. nóvember 2021 Mál þetta, sem barst dóminum með beiðni um opinber skipti hinn 30. júní 2021, var tekið til úrskurðar að undangengnum munnlegum málflutningi hinn 20. október 2021. Sóknaraðili er B til heimilis að [...] í Hafnarfirði og varnaraðili er A einnig til heimilis að [...] í Hafnarfirði. Sóknaraðili krefst þess að fram fari opinber skipti til fjárslita milli hennar og varnaraðila á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991 um sk ipti á dánarbúum o.fl., sbr. einnig 1. tölul. 1. mgr. 91. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Ekki er gerð krafa um málskostnað. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. I. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness hinn 28. september 2020 í máli nr. L - /2020 var sóknaraðili svipt fjárræði tímabundið í tíu ár á grundvelli a - liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 og henni í kjölfar þess skipaður lögráðamaður. Framangreind beiðni um opinber skipt i var sett fram af lögráðamanni sóknaraðila, að undangengnu samþykki yfirlögráðanda, með vísan til 1. tölul. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. og 1. tölul. 1. mgr. 99. gr. hjúskaparlaga nr. 20/1991. Er þess því krafist að fram fa ri opinber skipti til fjárslita milli málsaðila þótt hjúskap þeirra hafi ekki verið slitið. Í fyrirliggjandi beiðni kemur fram að allt frá skipun hafi lögráðamaður sóknaraðila reynt að eiga í samstarfi við varnaraðila um fjármál málsaðila en það ekki gengi ð. Þannig hafi ekki náðst samkomulag um kostnaðarskiptingu vegna reksturs heimilis málsaðila auk þess sem áform um sölu fasteignar þeirra að [...] í Hafnarfirði hafi ekki gengið eftir fyrr en seint og um síðir. Það hafi staðið þeirri sölu í vegi að uppkomi nn sonur málsaðila hafi búið í viðkomandi fasteign án þess að við hann hafi verið gerður leigusamningur eða hann greitt leigu. Þá virðist sem umræddur sonur málsaðila hafi aðgang að rafrænum skilríkjum varnaraðila og noti þau til að fara inn á bankareiknin ga varnaraðila í eigin þágu auk þess sem hann virðist hafa notað rafræn skilríki hans til að breyta eigendaskráningu bifreiðar í eigu varnaraðila og selja verðbréf í hans eigu fyrir eigin reikning. Svo virðist því sem varnaraðili hafi ekki getu til að gæta með viðunandi hætti að hjúskapareign sinni sökum linkindar gagnvart umræddum syni þeirra. Á skattframtali málsaðila 2021 sé tilgreind ótryggð skuld umrædds sonar þeirra að fjárhæð 72.000.000 króna. Sama skuld sé tilgreind á skattframtali þeirra 2020 að fj árhæð 55.000.000 króna og hafi því hækkað verulega á milli ára. Hafi viðkomandi sonur málsaðila ótakmarkaðan aðgang að eignum þeirra og eignastaða þeirra þannig rýrnað verulega líkt og framangreint beri vott um. Þá sé fyrirséð að sú rýrnun muni að óbreyttu halda áfram vegna vangæslu varnaraðila og misbeitingu á ráðum hans yfir hjúskapareign sinni. Sé það því mat lögráðamanns sóknaraðila að brýnt sé að fallist verði á framkomna kröfu og fram fari opinber skipti til fjárslita milli málsaðila þótt hjúskap þeir ra hafi ekki verið slitið. Loks kemur fram að eignir þeirra hjóna séu langt umfram skuldir og sýnt að þær muni nægja fyrir skiptakostnaði, sbr. 4. mgr. 101. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. II. Líkt og að framan greinir krefst varnaraðili þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Varnaraðili byggir í fyrsta lagi á því að lögráðamann sóknaraðila bresti lagaheimild til að hafa umrædda kröfu uppi af hennar hálfu. Sóknaraðili sé einungis svipt fjárræði , ekki sjálfræði, og sú krafa sem höfð sé uppi rúmist ekki innan heimilda lögráðamanns í slíku tilviki, enda ráði sóknaraðili ein öðru en fé sínu, sbr. 2. gr. 4 lögræðislaga nr. 71/1997. Lögráðamaður ráði því einungis yfir fé hennar og geti ekki sett fram kr öfu af hennar hálfu um jafn viðurhlutamikla ráðstöfun og opinber skipti til fjárslita milli hennar og varnaraðila. Beri þegar af þeirri ástæðu að hafna kröfu sóknaraðila. Varnaraðili byggir í öðru lagi á því skilyrði fyrir því að fjárfélagi málsaðila verði slitið séu ekki uppfyllt. Fjárfélag hjóna sé meginregla íslensks hjúskaparréttar, sbr. VIII. til XII. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þá beri hjón gagnkvæma framfærsluskyldu samkvæmt VII. kafla sömu laga. Það hjóna sem krefjist þess að fjárfélagi verði s litið með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 91. gr. laganna beri sönnunarbyrði fyrir því að uppfyllt séu skilyrði umrædds ákvæðis. Í málinu byggi sóknaraðili á því að varnaraðili hafi rýrt hjúskapareign sína með vangæslu á fjármálum sínum, hann hafi misbeitt ráðum sínum yfir hjúskapareign sinni eða annarri óhæfilegri háttsemi eða sérstakt tilefni sé til að óttast að svo verði. Ekkert þessara skilyrða sé uppfyllt og því óhægt að taka kröfu sóknaraðila til greina. Varnaraðili mótmælir öllum fullyrðingum sóknarað ila um meinta óstjórn hans á fjármálum sínum. Samkvæmt 2. mgr. 101. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. sem gildi um beiðni sóknaraðila, sbr. 92. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1991, skuli fylgja beiðni gögn til stuðnings því að skilyrði séu fyrir þ ví að fram fari opinber skipti. Sóknaraðili leggi einungis fram skattframtöl málsaðila vegna áranna 2019 og 2020, nánar tiltekið framtöl áranna 2020 og 2021, sem ætlað sé að sýna fram á að skilyrði fyrir kröfu um opinber skipti til fjárslita séu uppfyllt. Að öðru leyti vísi sóknaraðili eingöngu til óljósra hugmynda um atferli varnaraðila. Ef framangreind skattframtöl séu borin saman megi hins vegar sjá að eignir málsaðila hafa aukist á milli viðkomandi ára um tæpar 11.000.000 króna. Umrædd gögn sýni því þve rt á móti því sem sóknaraðili haldi fram að fjárreiður málsaðila hafi verið í góðu lagi og ekkert sem gefi til kynna að varnaraðili muni misfara með hjúskapareign sína. Fullyrðing sóknaraðila um að eignastaða málsaðila hafi rýrnað verulega sé því bæði röng og ósönnuð. Beri einnig þegar af þeirri ástæðu að hafna kröfu sóknaraðila. Þá telji varnaraðili verulega hallað réttu máli í beiðni sóknaraðila. Sóknaraðili sé ekki svipt sjálfræði og kjósi að vera áfram í hjúskap með varnaraðila. Ekkert hagræði sé af því fyrir hana að fjárfélagi þeirra verði slitið. Gagnkvæm framfærsluskylda sé líkt og áður greini með þeim samkvæmt VII. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Frá því sóknaraðili var svipt fjárræði og lögráðamaður skipaður hafi hún ekki lagt neina fjármuni til sa meiginlegs heimilishalds málsaðila og varnaraðili alfarið staðið straum af kostnaði þar að lútandi. Hann hafi látið af störfum sem í lok síðasta árs og því óhjákvæmilega þurft að ganga á eignir sínar þeim til framfærslu þótt ekki verði af framlögðum gö gnum ráðið að það hafi verið í miklum mæli. Sé helst að sjá að innstæður í bönkum hafi rýrnað lítillega á milli ára af þeim sökum árið 2020. Þá hafi sonur málsaðila ekki aðgang að rafrænum skilríkjum varnaraðila svo honum sé kunnugt um. Hafi sóknaraðili up plýsingar um annað hljóti það að kalla á að sóknaraðili leggi þær upplýsingar fram í máli þessu. Þá hafi umræddur sonur málsaðila ekki fengið neina fjármuni hjá varnaraðila. Það sé aukinheldur rangt að viðkomandi sonur málsaðila búi í fasteign þeirra að [. ..] í Hafnarfirði. Hið rétta sé að málsaðilar hafi tekið sameiginlega ákvörðun um það á meðan sóknaraðili var enn fjárráða að leigja umræddum syni fasteignina á erfiðu tímabili svo barnabörn þeirra hefðu viðunandi þak yfir höfuðið. Því bráðabirgðaástandi s é nú lokið og þau flutt út úr umræddri fasteign. Á meðan sonur málsaðila hafi haft umrædda fasteign til umráða hafi varnaraðili fært leigu til skuldar á skattframtali þeirra. Þess vegna hafi skuld hans við þau hækkað á milli ára. Hvorugur málsaðila hafi ge rt kröfu um að sonur þeirra setji tryggingu fyrir umræddri skuld. Sóknaraðili hafi hins vegar ekki sýnt fram á að hætta sé á að hún innheimtist ekki. Í því sambandi beri að hafa sérstaklega í huga að stærstur hluti umræddrar skuldar hafi orðið til þegar só knaraðili var enn fjár síns ráðandi og hún því samþykkt að þessi háttur væri hafður á. Sóknaraðili geti því ekki byggt á því núna að þessi skuldasöfnun sé til marks um að varnaraðili hafi sýnt af sér eða muni sýna af sér vangæslu á fjármálum sínum með þeim hætti að sóknaraðili geti krafist opinberra skipta til fjárslita milli þeirra. Í því sambandi sé vísað til þess að sóknaraðili hafi verið svipt fjárræði með áðurgreindum úrskurði hinn 28. september 2020 en þá hafi þrír mánuðir verið eftir af árinu. Skulda aukning viðkomandi sonar þeirra við þau á árinu 2020 hafi í heild verið 17.000.000 króna og sé miðað við síðustu þrjá mánuði ársins hafi hún 5 verið 4.250.000 krónur. Sú fjárhæð sé einungis óverulegt hlutfall af heildareignum málsaðila og geti því ekki lagt grunn að kröfu sóknaraðila. Auk þess verði að hafa í huga að krafa um fjárræðissviptingu sóknaraðila af hálfu annarra barna málsaðila hafi komið varnaraðila í opna skjöldu og honum því ekki gefist tóm til að ganga frá leigusamningi við áðurgreindan son þei rra þegar í stað. Því sé ennfremur alfarið mótmælt að títt nefndur sonur málsaðila hafi ekki greitt varnaraðila eðlilegt endurgjald vegna kaupa á bifreið varnaraðila árið 2020. Þá hafi varnaraðili sjálfur nýlega selt verðbréf í sinni hjúskapareign í því sk yni að leggja söluandvirðið til reksturs sameiginlegs heimilis málsaðila en ekki til að láta umræddum syni í té fjármuni. Ekkert hafi verið lagt fram af hálfu sóknaraðila sem beri vott um að þessar ráðstafanir hafi verið ótilhlýðilegar á nokkurn hátt. Sókn araðili hafi í engu rökstudd eða fært haldbærar sönnur á að hætt sé við, eða sérstakt tilefni sé til að óttast um, að varnaraðili muni misbeita ráðum sínum yfir hjúskapareign sinni eða hætta sé á annarri óhæfilegri háttsem i hans varðandi fjármál sín. Þvert á móti verði ekki annað séð en að varnaraðili sé ákaflega haldsamur um fé sitt og nærtækt í því sambandi að vísa til þess að hann sé sem rekið hafi til fjölda ára við góðan orðstír. Þá geti engu máli skipt hvort lögráðamanni sóknaraðila hafi gengi ð erfiðlega að eiga í samskiptum við varnaraðila um kostnaðarskiptingu vegna reksturs sameiginlegs heimilis þeirra en lögráðamaður hennar hafi einfaldlega ekki greitt til heimilisins af fjármunum sóknaraðila eins og eðlilegt megi teljast heldur safnað upp þeim lífeyri sem hún njóti frá Tryggingastofnun ríkisins. Kröfu sinni um málskostnað til stuðnings vísar varnaraðili til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Líkt og að frama greinir stendur ágreiningur málsaðila um kröfu sóknaraði la um að fram fari opinber skipti til fjárslita milli málsaðila þótt hjúskap þeirra hafi ekki verið slitið. Varnaraðili byggir í fyrsta lagi á því að kröfu sóknaraðila beri að hafna þar sem lögráðamann hennar bresti heimild til að hafa umrædda kröfu uppi a f hennar hálfu. Svo sem fram hefur komið var sóknaraðili svipt fjárræði tímabundið í tíu ár á grundvelli a - liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 með áðurgreindum úrskurði dómsins frá 28. september 2020 og henni í kjölfarið skipaður lögráðamaður. Var fjárræ ðissvipting sóknaraðila byggð á vottorði C læknis sem og vitnisburði hennar fyrir dómi um að sóknaraðili hefði í lok árs 2019 verið greind með hei labilunarsjúkdóminn og væri af þeim sökum ófær um ráða fé sínu. Samkvæmt 3. mgr. 58. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 ræður lögráðamaður ófjárráða manns yfir fé hans. Samkvæmt 1. mgr. 67. gr. sömu laga er frumskylda lögráðamanns ófjárráða manns að varðveita eignir hans tryggilega og ávaxta þær eins og best er á hverjum tíma. Í því felst auk annars að lögráðamaður skal hafa hagsmuni hins ófjárráða að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um varðveislu og ávöxtun fjár hans og stuðla að því það beri þann arð sem eðlilegt má telja sem og tryggja að eignum hins ófjárraða sé haldið við svo verðgildi þeirra rýrni ekki. Í 69. gr. nefndra laga eru samkvæmt yfirskrift greinarinnar ákvæði um kaup og sölu eigna ófjárráða manns o.fl. Samkvæmt 3. mgr. umræddrar greinar þarf samþykki yfirlögráðanda til allra ráðstafana varðandi fjárhald ófjárraða manns sem eru mikils háttar eða óvenjulegar, miðað við efni hins ófjárráða, svo sem kaup eða sölu á lausafé, ef um tiltölulega mikið verðmæti er að tefla, og til ráðningar forstjóra fyrir atvinnufyrirtæki ófjárráða manns. Í athugasemdum við ákvæði 3. mgr. sem fylgdu frumvarpi til nefndra laga kemur fram að upptalning ráðstafana í ákvæðinu sé aðeins í dæmaskyni. Samkvæmt 1. mgr. 103. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. kemur lögráðamáður fram af hálfu aðila að opinberum skipum ef viðkomandi er ólögráða, þar á meðal varðandi kr öfu um þau. Af því og framangreindri frumskyldu lögráðamanns ófjárráða manns leiðir að mati dómsins að það rúmast innan heimilda lögráðamanns sóknaraðila að hafa uppi þá kröfu sem hér er til umfjöllunar telji hann það nauðsynlegt til að varðveita eignir só knaraðila tryggilega og ávaxta þær eins og best er. Í því sambandi er til þess að líta að umrædd krafa lítur eingöngu að slitum á fjárfélagi málsaðila en varðar ekki hjúskap þeirra 6 að öðru leyti. Þannig hafa slit á fjárfélagi hjóna án skilnaðar ekki annað í för með sér en að komið er á séreignartilhögun í hjúskap þeirra líkt og að þau hefðu gert með sér kaupmála og markmið þessa úrræðis beinlínis að tryggja fjármál þess hjóna sem hefur slíka kröfu uppi þótt það kjósi að halda áfram sambúð með maka sínum. Þá hefur sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, sem yfirlögráðandi í sínu umdæmi, veitt lögráðamanni sóknaraðila samþykki dagsett 23. júní 2021 með vísan til ákvæðis 3. mgr. 69. gr. lögræðislaga til að hafa umþrætta kröfu uppi og þess skilyrðis fyrir mikils hát tar eða óvenjulegri ráðstöfun því gætt. Að framangreindu virtu verður kröfu sóknaraðila ekki hafnað á þeim grundvelli að lögráðamann hennar bresti heimild til að hafa umrædda kröfu uppi af hennar hálfu. Varnaraðili byggir í öðru lagi á því að ekki standi l agaskilyrði til að taka kröfu sóknaraðila til greina. Krafa sóknaraðila er svo sem fram hefur komið byggð á 1. tölul. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., sbr. einnig efnislega samhljóða ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 91. gr. hjúskaparla ga nr. 31/1993. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 201991 um skipti á dánarbúum o.fl. getur annað hjóna krafist opinberra skipta til fjárslita milli sín og maka síns þótt hjúskapnum hafi ekki verið slitið ef maki þess rýrir hjúskapareign sína með vangæslu á fjármálum sínum, misbeitingu á ráðum yfir hjúskapareign eða annarri óhæfilegri framkomu, eða gefur sérstakt tilefni til að óttast að svo fari. Fullnægjandi er að eitt framangreindra skilyrða sé uppfyllt svo taka megi kröfu um fjárslit til greina og ber sá sem hefur slíka kröfu uppi sönnunarbyrði fyrir því að svo sé. Svo sem fram hefur komið er krafa sóknaraðila einkum á því byggð að varnaraðili hafi rýrt hjúskapareign sína með vangæslu á fjármálum sínum og að ástæða sé til að óttast að sú rýrnun muni halda áfram. Því til stuðnings vísar sóknaraðili til framlagðra skattframtala málsaðila 2020 og 2021 sem beri með sér að ótryggð skuld sonar þeirra, D , hafi hækkað um 17.000.000 króna milli ára og hafi samkvæmt hinu síðar nefnda verið 72.000.000 króna í lok árs 2020 sem nemi tæplega þriðjungi af heildareignum málsaðila. Þá vísar sóknaraðili til þess að svo virðist sem umræddur sonur varnaraðila hafi ótakmarkaðan aðgang að hjúskapareign varnaraðila og hafi nýtt sér það í eigin þágu. Vangæsla varnaraðila sé því fólgin í því að hafa ekki bærilega gát og gæslu á eignum sínum og ástæða til að óttast að svo verði áfram. Sonur málsaðila, E , gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. Í vitnisburði hans kom auk annars fram að varnaraðili glími við áfengissýki á háu stigi og framangreindur bróðir hans nýti sér það ástand óspart til að hafa af varnaraðila fé með margvíslegum hætti líkt og hann hafi nýtt sér síhrakandi ástand sóknaraðila í sama skyni þar til hún var svipt fjárræði. Varnaraðili hafi ekk i burði til að streitast á móti honum og því veruleg hætta á að eignir rýrni umfram það sem þegar er orðið verði ekki gripið til neinna ráðstafana. Á það verður fallist með sóknaraðila að framlögð skattframtöl málsaðila beri með sér að eignir þeirra hafi r ýrnað umtalsvert á milli viðkomandi ára. Þannig má af þeim ráða að innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum hafi numið 9.453.716 krónum í lok árs 2019 en 1.497.836 krónum í lok árs 2020 og eign í formi verðbréfa og krafna 34.605.414 krónum í lok árs 201 9 að undanskilinni áðurgreindri ótryggðri kröfu á son þeirra en 33.394.840 krónum í lok árs 2020 að undanskilinni sömu kröfu. Þá hækkaði síðast nefnd krafa líkt og áður greinir um 17.000.000 króna á milli ára en ágreiningslaust er að hún er bæði óskjalfest og ótryggð. Skýrir hækkun umræddrar kröfu þá hækkun sem varnaraðili byggir á að hafi orðið á eignastöðu málsaðila milli umræddra ára. Í því samband er hins vegar til þess að líta að fram kom í vitnisburði E fyrir dómi að bróðir hans væri eignalaus og hefð i enga burði til að greiða umrædda kröfu. Því hefur varnaraðili ekki hnekkt. Ekki verður á það fallist með varnaraðila að málsaðilar beri viðlíka ábyrgð á framangreindri rýrnun þar sem sóknaraðili hafi ekki verið svipt fjárræði fyrr en 28. september 2020. Fyrir liggur að sóknaraðili var líkt og áður greinir greind með heilabilunarsjúkdóminn í lok árs 2019 og heilsu hennar hrakaði stöðugt í framhaldinu. Verður í ljósi þess að ætla að varnaraðili hafi annast fjármál þeirra og tekið allar ákvarðanir þar að lútandi. Fær það og stoð í vitnisburði E fyrir dómi en hann bar að varnaraðili hefði allar götur annast fjármál málsaðila og tekið ákvarðanir hvað þau varðar. Þá fæst ekki séð að sú staðhæfing 7 varnaraðila að hann hafi látið af störfum í lok árs 2020 og þv í verið nauðbeygður til að ganga á hjúskapareign sína þeim til framfærslu geti haft þýðingu í þessu sambandi enda átti umrædd rýrnun sér stað á árinu 2020 og tekjur varnaraðila samkvæmt framlögðum skattframtölum sambærilegar bæði árin. Að öllu framansögðu virtu þykir sóknaraðili hafa nægilega sýnt fram á að varnaraðili hafi rýrt hjúskapareign sína með vangæslu á fjármálum sínum. Þá er ágreiningslaust að varnaraðili glímir við alvarlega áfengissýki . Þykir því með framangreindum vitnisburði E fyrir dómi aukin heldur nægilega sýnt að ástæða sé til að óttast að svo verði áfram. Er það því mat dómsins að uppfyllt séu skilyrði 1. tölul. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., sbr. einnig efnislega samhljóða ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 91. gr. hjú skaparlaga nr. 31/1993, til að taka kröfu sóknaraðila til greina. Að framangreindu virtu verður fallist á kröfu sóknaraðila um að fram fari opinber skipti til fjárslita milli hennar og varnaraðila á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., sbr. einnig 1. tölul. 1. mgr. 91. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði. Sóknaraðili gerir ekki kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðila og úrskurðast slíkur kostnaður því ekki. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Fram skulu fara opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila, B , og varnaraðila, A , þótt hjúskap þeirra hafi ekki verið slitið. Málskostnaður úrskurðast ekki.