LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 12. október 2021. Mál nr. 594/2021 : Ákæruvaldið (enginn ) gegn X (enginn ) Lykilorð Kærumál. Brotaþoli. Réttargæslumaður . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var synjað um skipun réttargæslumanns . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Brotaþoli, A , skaut málinu til Landsréttar með kæru 7. októ ber 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 7. október 2021 í málinu nr. S - [...] /2021 þar sem brotaþola var synjað um skipun réttargæslumanns. Kæruheimild er í e - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Brotaþoli krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að skipa tiltekinn lögmann réttargæslumann hennar. 3 Hvorki sóknaraðili sé varnaraðili hafa látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði var mál þetta höfðað með ákæru 25. ágúst 2021 á hendur varnaraðila fyrir brot gegn nálgunarbanni gagnvart brotaþola dagana 25. janúar og 4. febrúar sama ár. Í málinu gerir brotaþoli kröfu um greiðslu bóta úr hendi varnaraðila. Við þingfestingu málsins 23. september 2021 krafðist brotaþoli þess að sér yrði skipaður réttargæslumaður en þei rri kröfu var hafnað með hinum kærða úrskurði. Að úrskurði gengnum neitaði varnaraðili sök og hafnaði bótakröfunni. 5 Samkvæmt 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008 er lögreglu skylt eftir ósk brotaþola að tilnefna honum réttargæslumann ef rannsókn beinist að bro ti gegn XXIII. eða XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða 251. til 253 . gr. laganna og að öðrum 2 skilyrðum ákvæðisins uppfylltum. Önnur ákvæði laga nr. 88/2008 um tilnefningu réttargæslumanns hafa ekki þýðingu hér. Eftir að mál hefur verið höfða ð og skilyrði eru til þess að tilnefna réttargæslumann skipar dómari brotaþola réttargæslumann, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga nr. 88/2008 . Samkvæmt ákæru er brot ákærða talið varða við 232. gr. almennra hegningarlaga sem er í XXV. kafla þeirra. Er af þessum sö kum ekki fullnægt lagaskilyrðum til skipunar réttargæslumanns. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 7. október 2021 Mál þetta sem þingfest var í dag, er höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Suðurlandi þann 25. ágúst sl., á hendur X, kt. [...], til dvalar í fangelsinu Hólmsheiði, Reykjavík, fyrir brot gegn nálgunarbanni með því að hafa, dagana 25. janúar 2021 og 4. febr úar 2021, hringt í fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sína; A, kt. [...] , í samtals allt að tólf skipti úr símanúmerinu: [...] sem tilheyrir símtæki á sameiginlegum gangi innandyra í fangelsinu Litla Hrauni á Eyrarbakka, í farsímanúmer A: [...] , þrátt fyrir að hann sætti nálgunarbanni gagnvart henni og var bannað að vera með nokkru móti í beinu sambandi við A samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi frá 17. apríl 2020 sem birt var fyrir ákærða þann sama dag. Telst brot ákærða varða við 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir A, kt. [...] , kröfu um greiðslu skaða - og miskabóta úr hendi ákærða samtals að fjárhæð kr. 700.000, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 4. febrúar 2021 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist lögmannskostn aðar við að koma bótakröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Við þingfestingu málsins mætti Helgi Þorsteinsson lögmaður, og óskaði eftir fresti fyrir ákærða til að kynna sér framlögð gögn og taka afstöðu til sakarefnisins. Við þingfestingu var og mættur Leifur Runólfsson lögmaður af hálfu brotaþola og krafðist þess að hann yrði skipaður réttargæslumaður brotaþola. Var það mat dómara að ekki væru skilyrði til að fallast á kröfu brotaþola og henni hafnað með bókun í þingbók, sbr. 1. mgr. 181. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Óskaði mættur lögmaður úrskurðar um kröfuna. Um málsatvik vísast til ákæruskjals. Samkvæmt 1. mgr. 42. gr., sbr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, er það skilyrði fyrir skipun réttargæslumanns í máli er varðar brot á XXIII. kafla almennra hegningarlaga, líkt og t il háttar í máli þessu að hluta, að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða andlegu heilbrigði af völdum brotsins eða að brotið hafi verið gegn honum af einhverjum sem er honum 3 nákominn. Enn fremur er það skilyrði að brotaþoli hafi þörf fyri r sérstaka aðstoð réttargæslumanns til þess að gæta hagsmuna sinna í málinu. Að virtri málavaxtalýsingu ákæru verður talið að brotaþoli og ákærði teljist nákomin í skilningi ákvæðis 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Aftur á móti liggu r ekkert frammi í málinu er sýnir fram á að brotaþoli hafi þörf fyrir sérstaka aðstoð réttargæslumanns í máli þessu, en ekki verður fram hjá því litið að brotaþoli nýtur nú þegar liðsinnis lögmanns til að halda uppi bótakröfu sinni í málinu. Að framangrein du virtu, sem og að teknu tilliti til atvika málsins, þykja ekki lagaskilyrði til að verða við kröfu brotaþola um skipun réttargæslumanns, líkt og greinir í úrskurðarorði. Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð : Hafnað er kröfu brotaþola, A, þess efnis að Leifur Runólfsson lögmaður, verði skipaður réttargæslumaður hennar.