LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 22. september 2022. Mál nr. 123/2022 : A ( Jónína Guðmundsdóttir lögmaður ) gegn B ( Valborg Þ. Snævarr lögmaður) Lykilorð Börn. Forsjá. Lögheimili. Umgengni. Meðlag. Gjafsókn. Útdráttur A og B deildu um forsjá sonar þeirra, C, umgengni og greiðslu meðlags. Í dómi Landsréttar kom fram að eins og ágreiningi aðila væri háttað kæmi ekki til þess að unnt væri að dæma sameiginlega forsjá. Jafnframt var rakið að af málsgögnum yrði ekki annað ráð ið en að í fyrirliggjandi matsgerð dómkvadds matsmanns hafi verið fjallað um A á jákvæðari hátt en efni stæðu til. Þá virtist niðurstaða hins áfrýjaða dóms hafa haft góð áhrif á samskipti aðila og líðan drengsins. Samkvæmt framangreindu var staðfest niðurs taða héraðsdóms um forsjá, meðlag og umgengni A og B við C. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir og Símon Sigvaldason og Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 8. mars 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 2022 í málinu nr. E - ] /2020 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að forsjá barnsins, C , verði áfram sameiginleg og að lögheimili barnsins verði hjá áfrýjanda en til vara að áfrýjanda verði falin forsjá barnsins til 18 ára aldurs og að lögheimili barnsins verði hjá áfrýjanda. Í báðum tilfellum krefst áfrýjandi þess að kveðið verði á um innta k umgengni barnsins við það foreldri sem það býr ekki hjá og að hún verði jöfn, vika í senn, og að því foreldri sem barnið býr ekki hjá verði gert að greiða með barninu einfalt meðlag, eins og það er ákvarðað af Tryggingastofnun ríkisins hverju sinni, frá uppsögu dóms að telja til 18 ára aldurs barnsins. Þá krefst áfrýjandi þess að staðfest verði ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað hans í héraði og að stefndu verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Landsrétti. 2 3 Stefnd a krefst aðallega staðfe stingar hins áfrýjaða dóms en til vara að lögheimili barnsins, C , verði áfram hjá stefndu og hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um inntak umgengnisréttar og meðlag að öðru leyti. Þá krefst stefnda málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Málsatvikum og málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Stefnda lagði fram í Landsrétti yfirlýsingu G , fyrrverandi eiginkonu áfrýjanda, þar sem því er lýst að sonur hennar og áfrýjanda haf i í umgengni hjá áfrýjanda í byrjun maí 2022 óskað eftir því að móðir sín myndi sækja sig laust eftir hádegi þann dag en sagt að áfrýjandi gæti ekki ekið honum þar sem hann væri enn sofandi. Hafi G sótt son sinn klukkan rúmlega 14.00 og hafi áfrýjandi enn verið sofandi. G kom fyrir Landsrétt og staðfesti yfirlýsingu sína. 5 Þá lagði stefnda fram í Landsrétti veðbandayfirlit 2. september 2022 vegna fasteignar áfrýjanda, sem og útskrift úr Þjóðskrá sama dag um lögheimilisskráningu áfrýjanda þar sem fram kemur að áfrýjandi sé með ótilgreint lögheimili. 6 Áfrýjandi og stefnda gáfu bæði viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti. Í framburði áfrýjanda kom fram að hann hafi gengið í gegnum erfitt skeið á árunum 2020 til 2022. Hann hafi misst þá atvinnu sem hann hafi haft með höndum og afplánað fangelsisdóm. Er hann hafi komið úr afplánun hafi Covid faraldurinn gert það að verkum að ekki hafi verið auðvelt að fá atvinnu. Hann hafi haft miklar fjárhagsáhyggjur og á endanum misst fasteign er hann hafi átt. Ákveðið vonleysi hafi g ripið um sig hjá áfrýjanda og hann viljað komnast á betri stað í lífinu. Lögregla hafi reglulega komið á heimili áfrýjanda á þessum tíma á grundvelli tilhæfulausra tilkynninga. Þá hafi borist fjöldi tilkynninga til barnaverndar varðandi áfrýjanda, sem ekki hafi heldur verið neinn fótur fyrir. Tilkynningar til lögreglu og barnaverndar hafi hætt eftir uppkvaðningu héraðsdóms í málinu. Áfrýjandi staðfesti að enn væri til meðferðar hjá lögreglu kæra stefndu á hendur áfrýjanda fyrir kynferðisbrot og brot gegn fr iðhelgi einkalífs . 7 Eftir uppkvaðningu héraðsdóms hafi horft til mun betri vegar. Væri áfrýjandi nú í fastri atvinnu og kominn í leiguhúsnæði. Aðstæður væru því allar aðrar en fyrir ári síðan. Áfrýjandi kvaðst ekki hafa getað þinglýst leigusamningi um íbú ð þá sem hann væri með á leigu og væri það ástæða þess að hann væri ekki skráður með lögheimili þar. Aðstæður heima fyrir væru allar mjög góðar. Ætti C þar sitt eigið herbergi. Áfrýjanda gengi vel að vakna til vinnu á morgnana þrátt fyrir sem gerði hon um erfitt fyrir með það. C kæmi til áfrýjanda aðra hverja helgi og gengi það mjög vel. Mætti C í leikskóla á hverjum morgni eins og vera bæri. Áfrýjandi lýsti því að fyrst eftir uppkvaðningu héraðsdóms í málinu hefðu stirðnað nokkuð í samskiptum hans og st efndu. Það hefði allt batnað og væru samskipti þeirra góð í dag. Líðan drengsins væri góð og talaði drengurinn um það að hann vildi vera meira hjá áfrýjanda en hann gerði í dag. Betra jafnvægi væri á líðan drengsins og fyndist áfrýjanda honum almennt líða vel. Gerði áfrýjandi meðal annars kröfu um sameiginlega forsjá í því skyni að 3 drengurinn gæti varið meiri tíma með föðurfjölskyldu sinni. Erfitt væri að koma fyrir samveru þegar tími C hjá áfrýjanda væri þetta lítill. 8 Stefnda lýsti því fyrir Landsrétti að samskipti hennar og áfrýjanda hafi gengið mun betur eftir uppkvaðningu héraðsdóms heldur en fyrir þann tíma. Teldi stefnda að minni umgengni áfrýjanda með syni málsaðila væri sennilega skýringin á því. Af þeim ástæðum væri minna tilefni til ágreinings. Þá gat stefnda þess að áfrýjandi hafi ekki óskað eftir aukadögum eða lengri tíma með drengnum en héraðsdómur hefði kveðið á um. Í héraðsdómi hafi verið kveðið á um umgengni í sumarleyfum. Áfrýjandi hafi síðasta sumar óska ð eftir breytingu á henni frá því sem héraðsdómur hafi kveðið á um og hafi verið ekkert mál fyrir stefndu að verða við því. Að endingu hafi áfrýjandi ekki tekið drenginn nema hluta af þeim tíma er hann hafi átt rétt á. Fyrst eftir uppkvaðningu héraðsdóms h efðu mætingar drengsins í leikskóla verið gloppóttar er hann hefði verið hjá áfrýjanda. Í seinni tíð gengi mun betur með þann þátt. Stefnda kvaðst hafa frétt frá syni sínum að áfrýjandi væri að flytja í leiguhúsnæði. Hafi stefnda verið búin að inna áfrýjan da eftir þessu en hann aldrei svarað stefndu um það. Stefnda kvaðst þeirrar skoðunar að sú umgegni er héraðsdómur hafi mælt fyrir um hentaði syni þeirra vel. Hafi síðasta sumar verið drengnum gott, en ákveðin rútína hafi orðið til varðandi marga hluti. Vær i drengurinn frekar viðkvæmur fyrir öllum breytingum. Aðstæður stefndu væru óbreyttar frá því héraðsdómur gekk. Væri stefnda enn í skóla en myndi ljúka honum um næstu áramót og fengi þá kennsluréttindi. Stefnda staðfesti að enn væri til meðferðar hjá lögre glu kæra er hún hafi lagt fram á hendur áfrýjanda. Stefnda kvaðst ekki treysta sér í sameiginlega forsjá með áfrýjanda, meðal annars út af því máli. Hefðu samskipti þeirra verið þannig að þegar kæmi að ákveðnum hlutum gætu þau ekki leyst málin í sameiningu . Væru dæmi þess að stefnda hafi þurft að láta kalla til lögreglu þar sem áfrýjandi sætti sig ekki við þær ákvarðanir er hún hefði tekið. Niðurstaða 9 Svo sem í hinum áfrýjaða dómi greinir er ágreiningi aðila þannig háttað að ekki kemur til þess að unnt s é að dæma sameiginlega forsjá. Þá er tekið undir með héraðsdómi að matsgerð hins dómkvadda matsmanns fjallar um áfrýjanda og stöðu hans á jákvæðari hátt en efni stóðu til. Þannig virðist til að mynda ekki hafa legið fyrir matsmanni upplýsingar um atvik sem átti sér stað á frá í mars 2021 í tengslum við veikindi sonar aðila þar sem kalla þurfti til lögreglu vegna framferðis áfrýjanda. Um önnur atriði varðandi of jákvæða stöðu áfrýjanda í matsgerðinni vísast til niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. Þegar til þe ssara atriða er litið, og þess að sú skipan mála sem ákveðin var í hinum áfrýjaða dómi virðist hafa haft góð áhrif á samskipti aðila og líðan drengsins, eru ekki efni til annars en að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um forsjá, meðlag og umgengni. 10 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsókn verða staðfest. 11 Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Landsrétti en um gjafsóknarkostnað fer eins og í dómsorði greinir. 4 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Mál skostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefndu, B , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Valborgar Þ. Snævarr lögmanns, 900.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 2022 Mál þetta, er dómtekið var 1. febrúar sl., var höfðað með stefnu, birtri 4. desember 2020, af stefnanda, B , , Reykjavík, á hendur stefnda, A , , Reykjavík. Dómkröfur stefnanda í málinu eru þær að að henni verði einni dæmd forsjá barns aðila, C , k t. . Stefnandi krefst þess einnig að með dómi verði kveðið á um umgengni barnsins við föður, eins og nánar er lýst í stefnu, sbr. hér í málsástæðum stefnanda. Þá er þess krafist að stefnda verði gert að greiða með barninu einfalt meðlag, eins og ákvarða ð er af TR hverju sinni, frá uppkvaðningu dóms til 18 ára aldurs barnsins. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að viðbættum virðisaukaskatti og eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi gerir í málinu aðallega þær kröfur að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda um óskipta forsjá C , kt. . Krefst stefndi að forsjá barnsins verði áfram sameiginleg og að lögheimili barnsins verði hjá stefnda. Til vara krefst stefndi að honum verði einum falið að fara með forsjá barnsins til 18 ára aldurs þess og að lögheimili þess verði hjá sér. Í öllum tilvikum krefst stefndi þess að kveðið verði á um inntak umgengni barnsins við það foreldri sem það býr ekki hjá. Jafnframt er þess krafist að því foreldri sem barnið býr ekki hjá verði gert að gre iða með því einfalt meðlag, eins og það er ákvarðað af Tryggingastofnun ríkisins (TR) hverju sinni, frá uppsögu dóms að telja til 18 ára aldurs barnsins. Þá er í öllum tilvikum af hálfu stefnda krafist málskostnaðar af stefnanda með tilliti til virðisaukaskatts eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Ágreiningsefni og málsatvik Málsaðilar kynntust í ágúst árið , en þá var stefnandi einhleyp, en stefndi kvæntur þriggja bara faðir. Samband þeirra hófst síðan í 2015 og tóku þau upp sambúð um ári síðar en án þess þó að skrá sig sem slík. Son sinn, C , eignast þau svo í og fór stefnandi formlega ein með forsjá drengsins í fyrstu. Sambúð málsaðila lauk síðan í 2018, þegar stefnandi flytur af heimilinu, sem er fasteign í eigu stefnda. Eftir sambúðarslitin virðist umgengni foreldranna við drenginn hafa verið nokkuð jöfn, þá almennt vika og vika í senn hjá hvoru. Með samkomulagi málsaðila 4. júlí 2019 var svo ákveðið að þau færu 5 sameiginlega með forsjá drengsin s, en að lögheimili hans væri hjá móður, en umgengnin hélt þá áfram sem vika og vika. Fyrir liggur að í mars árið 2020 óskaði stefnandi eftir því hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að breyting yrði gerð á forsjá og umgengni við drenginn þar sem hún te ldi stefnda í ójafnvægi og óreglu sem birtist m.a. í því að hann vaknaði ekki til barnsins, öll samvinna væri hætt að ganga upp, auk þess að fyrir lægi að stefndi þyrfti þá að afplána fangelsisdóm. Í kjölfarið voru málsaðilar boðaðir í sáttameðferð þar sem stefndi hafnaði alfarið beiðni stefnanda um breytingu á forsjá og umgengni. Liggur fyrir að stefnandi telur að stefndi hafi ekki virt umrætt samkomulag þeirra um jafnari umgengni auk þess að hafa beitt hana ýmiss konar ofbeldi í samskiptum þeirra. Stefndi telur hins vegar að versnandi samkomulag þeirra hafi leitt til þess að hann hafi ítrekað sætt tilhæfulausum tilkynningum og kærum af hálfu stefnanda til barnaverndar og lögreglu. Fyrir liggur að stefndi afplánaði frá til 2020 fangelsisdóm frá árin u 2017 vegna hegningarlagabrots er hann framdi árið . En annars telur stefndi sig, þegar á allt er litið, ekki hafa sinnt umönnun barnsins neitt síður en stefnandi hafi gert. Ekki tókst að sætta ágreining málsaðila um forsjá og umgengni og í desember 20 20 höfðar stefnandi mál þetta á hendur stefnda sem tekur til varna sem að framan greinir. Í þinghaldi, þann 9. mars sl., lagði stefnandi síðan fram matsbeiðni í málinu og var D sálfræðingur dómkvödd sem matsmaður til að meta forsjárhæfni málsaðila. Var mat sgerðin, dags. 6. júní 2021, lögð fram í þinghaldi þann 5. júlí sl. Eftir að stefnandi skipti um lögmann í október 2021 lagði hún fram umtalsvert af gögnum og sóttist jafnframt eftir því að fá viðbótarmat matsmanns í málinu sem var mótmælt af hálfu stefnda . Var beiðni um umrætt viðbótarmat hafnað í úrskurði dómara 15. desember sl. og málið svo tekið til aðalmeðferðar 1. febrúar sl. Málsástæður stefnanda Stefnandi vísi til þess að samkvæmt 34. gr. barnalaga skeri dómari úr í máli þegar foreldra greini á um forsjá eða lögheimili barns hafi sátt ekki tekist. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins kveði dómari á um hvernig forsjá eða lögheimili barns verði háttað eftir því sem sé barninu fyrir bestu. Við mat sitt líti dómari m.a. til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi ba rns, tengsla barns við báða foreldra, skyldur þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs þess og þroska. Stefnandi bendi á að í greinargerð með frumvarpi því er orðið hafi að barnalögum nr. 76/2003, segi í skýringum um 34. gr., að við ákvörðun um forsjá barns skuli dómari m.a. líta til persónulegra eiginleika og haga hvors foreldris um sig og svo barnsins. Hafi þar m. a. verið nefnt geðræn heilsa foreldris, heilsufar almennt og reglusemi. Hér komi einnig til skoðunar atvinnuhagir og heimilisaðstæður. Stefnandi telji að stefndi standi meira höllum fæti en hún í þeim samanburði. Í því sambandi bendi stefnandi á að hún sé brátt að ljúka meistaranámi sínu, sem gefi henni góða atvinnumöguleika og tryggi henni góðar framtíðartekjur. Þá hafi hún stöðuga framfærslu á meðan hún klári nám sitt og hafi nú í sumar sinnt störfum fyrir . Hún sé því líklegri til þess að geta boðið d rengnum upp á stöðugra heimili í öruggara umhverfi en stefndi. Þá séu persónulegar og félagslegar aðstæður stefnanda mun betri til að annast um drenginn en aðstæður stefnda. Stefndi hafi nýlega lokið afplánun vegna ofbeldisbrots sem hann hafi verið sakfel ldur fyrir í garð barnsmóður eldri barna hans og systkina drengsins. Þá hafi stefndi hrellt stefnanda í lengri tíma og beitt hana andlegu og stafrænu ofbeldi. Þá noti stefndi áfengi og önnur vímuefni er geri honum erfitt fyrir eða ómögulegt að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Þá hafi stefndi sýnt af sér dómgreindarbrest um öryggi barnsins og stefnandi þurft að beina því að stefnda að keyra ekki með það nema í bílstól, enda um skyldu að ræða er tryggi öryggi og velferð. 6 Reglusemi stefnda sé því engin o g fordæmið sem hann setji beinlínis hættulegt. Telji stefnandi að þessir vankantar í fari stefnda sem foreldris dragi verulega úr hæfi stefnda til að fara með forsjá og hafi stefnandi haft áhyggjur af barninu í hans umsjá. Í 2. mgr. 34. gr. barnalaga sé te kið fram að dómari kveði á um hvernig forsjá barns verði háttað eftir því sem sé því fyrir bestu. Við þá ákvörðun líti dómur m.a. til þess hvort hætta sé á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi, enda feli forsj á í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn hvers kyns ofbeldi, sbr. 3. mgr. 28. gr. Í því felist og sú skylda að foreldri verndi barn sitt gegn því að verða mögulega vitni að eða áskynja um ofbeldi í sínu nærumhverfi. Stefndi hafi verið sakfelld ur fyrir ofbeldisbrot gegn barnsmóður eldri barna hans. Þá hafi ofbeldið beinst að stefnanda, þar sem hann hafi, í kjölfar sambandsslita málsaðila og rétt áður en hann hafi hafið afplánun, ofsótt hana með hótunum, eftirfylgd og andlegu ofbeldi. Hún hafi kæ rt brotin til lögreglu sem séu til rannsóknar. Börn séu háð því að foreldrar þeirra annist um þau og verndi gegn eigin gerðum, engu síður en ytri aðstæðum. Þegar svo er að gerðir foreldris séu þær sem þeim sé ætlað að vernda börn sín frá þá sé ljóst að upp eldisskilyrðum í þeirra umsjá sé í hættu stefnt. Foreldri fái sjálfskipaða stöðu í augum barns sem fyrirmynd og fordæmi. Því sé það barnið, en ekki foreldrið, sem eigi að njóta vafans þegar uppi séu áhyggjur af getu og hæfi annars foreldris vegna ofbeldisb rota. Fyrirkomulag á forsjá barns þurfi að vera með því móti að það sé tryggt að barni séu sköpuð þroskavænleg skilyrði. Ofbeldi í hvers konar mynd sé til þess fallið að hafa neikvæð áhrif á þroska barns. Með því að stefndi hafi forsjá með drengnum sé bar nið sett í erfiða stöðu og sé undirorpið miklu álagi þar sem stefndi geti ekki aðskilið neikvæðar tilfinningar og heift sína í garð stefnanda frá því sem barninu sé fyrir bestu. Telji stefnandi að stefnda sé ekki treystandi til þess að taka ákvarðanir er v arði barnið, hvorki meiri háttar né minni háttar ákvarðanir, af heilindum og með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Stefnandi sé aðalumönnunaraðili barnsins og tilfinningatengsl þeirra á milli séu afar sterk. Tengsl barnsins við stefnda hafi þó almennt veri ð góð, en breyting hafi orðið á líðan og tengingu barnsins vegna afplánunar stefnda, enda sé drengurinn ungur og fjarvistir stefnda frá honum því hlutfallslega miklar og áhrif þeirra sömuleiðis. Eftir sambúðarslit málsaðila hafi barn þeirra átt lögheimili hjá stefnanda og dvalið hjá henni en stefndi fengið barnið til sín þegar aðstæður hans hafi boðið upp á slíkt. Þegar stefndi hafi lokið afplánun hafi staðið til að láta reglulega umgengni hans við drenginn hefjast. Þegar stefndi hafi komið til þess að ná í drenginn hafi það verið umsamið að hann myndi koma með hann til stefnanda fyrir háttatíma, þar sem verið væri að venja barnið hægt og rólega við samverustundir með stefnda eftir að regluleg umgengni hafi fallið niður vegna afplánunarinnar. Umgengnin hafi gengið vel fyrstu vikuna og stefndi farið eftir samkomulagi málsaðila um tilhögun hennar. Eftir þá viku hafi stefndi hins vegar hætt að fara eftir samkomulaginu og í stað þess að virða umsaminn tíma og hagsmuni barnsins hafi stefndi brotið freklega gegn st efnanda og barninu með því að neita að skila drengnum til stefanda og þess í stað tjáð henni að hann ætlaði að halda drengnum hjá sér í heila viku og óháð hennar vilja. Með því hafi stefndi tekið einhliða ákvörðun um viku og viku umgengni gegn vilja stefna nda. Þá haldi stefndi ekki rútínu barnsins þegar það komi til hans enda vakni stefndi ekki með barninu og erfitt sé að vekja hann. Þá hafi stefndi gleymt því að sækja barnið oftar en einu sinni bæði til stefnanda og í leikskóla og í þau skipti hafi stefndi verið sofandi og þá ekki náðst samband við hann. Það hafi slæm áhrif á líðan og hegðun drengsins þegar stöðugleikinn fari út um þúfur í hvert sinn sem hann fari til stefnda. Þá sé drengurinn vanhirtur þegar stefnandi fái hann til baka úr umgengni hjá stef nda. Drengurinn hafi þá oft verið brunninn á bleyjusvæði og í óhreinum og of litlum fötum sem hafi jafnvel verið merkt öðrum börnum og óvíst hvaðan komi. Þá hafi drengurinn sem valdi því að hann sé viðkvæmur fyrir sýkingum og hafi hann því ítrekað komi ð til móður úr umgengni hjá stefnda með sýkingar vegna vanrækslu hans. Þá 7 hafi drengurinn einnig komið til stefnanda úr umgengni hjá stefnda með kúlu á höfðinu eftir að hafa verið eftirlitslaus inni í herbergi bróður síns sem hafi endað með því að drenguri nn hafi fengið lampa í höfuðið. Þá hafi stefndi ekki huggað drenginn eftir að hann hafi slasað sig þar sem að hann hafi verið sofandi, en drengurinn tjáð stefnanda að hann hafi reynt að opna augun á pabba sínum, en hann ekki farið á fætur. Forsjá sé réttur barns til umönnunar en ekki réttur foreldris til yfirráða yfir barni. Barn eigi rétt á því að foreldrar beiti réttinum, er þeim sé veittur með forsjá þess, með ábyrgum hætti og með hliðsjón af því sem sé barninu fyrir bestu. Í forsjá barns felist skylda t il að annast um barn af virðingu og umhyggju. Slíkt feli jafnframt í sér að geta sýnt hinu foreldrinu gagnkvæma virðingu fyrir vilja þess og að virða þau mörk sem samið hafi verið um, enda skapi slíkt stöðugleika og öryggi fyrir barnið. Háttsemi stefnda ha fi gengið þvert gegn framangreindu og feli öllu heldur í sér það að hann notfæri sér forsjá barnsins sem stjórnunartæki sitt gagnvart bæði móður og barni. Í forsjá felist ábyrgð og skylda foreldris til þess að annast um umönnun og uppeldi barns síns. Með h liðsjón af framangreindu sé byggt á því að stefnandi sé hæfari en stefndi til að axla ábyrgð forsjárforeldris án þess að stefna í tvísýnu nauðsynlegri samvinnu málsaðila við uppeldi drengsins. Enda hafi stefnandi veitt stefnda forsjá til helminga er vel ha fi gengið og ákveðið að reyna að fylgja viku og viku skipulagi þar sem hún hafi talið samskipti og samvinnu góða á þeim tíma. Samningur um umgengni hafi aldrei verið gerður enda aðeins verið að prófa fyrirkomulag og hvernig það gengi til frambúðar sem svo hafi ekki gengið. Forsendur séu brostnar fyrir því fyrirkomulagi en stefndi krefjist þess þó að halda í það þvert gegn vilja stefnanda. Ljóst sé að slíkt fyrirkomulag teljist ómögulegt þegar málsaðilar geti ekki átt í neinum samskiptum. Í 2. mgr. 34. gr. b arnalaga nr. 76/2003 sé lögfest sú regla að við forsjárákvörðun skuli sérstaklega líta til þess hvort hætta sé á að annað foreldri tálmi umgengni við barnið. Stefnandi hafi réttmæta ástæðu til að óttast að stefndi muni tálma umgengni hennar við drenginn fá i hann að halda forsjá allt eftir því hvernig stefnda einum henti. Þá sé ljóst að skylda til að tryggja umgengni sé beintengd stöðugleika í lífi barnsins. Stefnda sé hins vegar fyrirmunað að virða samkomulag aðila er við komi barninu og telji sig geta stjó rnað öllum aðstæðum óháð vilja og samþykki stefnanda sem móður. Stefndi hafi þannig tekið drenginn fyrirvaralaust til sín í heila viku að stefnanda forspurðri og hafi sú háttsemi litast af geðþóttaákvörðunum er jafna megi til tálmana. Stefnandi hafi ítrek að reynt að koma til móts við stefnda, m.a. með því að bjóða honum sameiginlega forsjá eftir sambúðarslitin, en geti ekki treyst stefnda til þess að haga forsjá barnsins með því móti sem sé því fyrir bestu og myndi virkja stöðugleika og skapa nauðsynlegt ö ryggi fyrir barnið. Með því að stefndi héldi forsjá barnsins yrði hindrað eða dregið úr möguleikum þess til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Stefnandi geri sér þó grein fyrir þörf drengsins til þess að viðhalda tengslum við föður sinn enda sé það mi kilvægt fyrir þroska barnsins að njóta umgengni við báðar fjölskyldurnar. Stefnandi hafi reynt að stuðla að frekari og bættum samskiptum á milli stefnda og drengsins en þó ávallt með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Stefnandi hafi aldrei tálmað umgengni s tefnda við drenginn en hún hafi þó þurft að takmarka hana þegar að ástand föður hafi verið slæmt og þá til þess eins að vernda barnið. Með vísan til framangreinds sé ljóst að það varði barnið miklu að stefnandi fái forsjá þess. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir barnið að stefnandi fái forsjá til þess að hægt sé að tryggja góð uppeldisskilyrði. Verði stefnanda einni dæmd forsjáin muni hún stuðla að umgengni barnsins við stefnda. Stefnandi ætlist þó í hvívetna til þess að stefndi sinni barninu af heilind um á meðan á umgengninni standi, neyti ekki vímuefna og beiti ekki ofbeldi, hvorki líkamlegu né andlegu, gagnvart barninu eða í návist þess. Með hliðsjón af ofangreindu leggi stefnandi til að umgengni drengsins við stefnda verði með eftirfarandi hætti: Regluleg umgengni þeirra skuli vera önnur hver helgi frá föstudegi til mánudags. 8 Umgengni yfir stórhátíðir skiptist jafnt á milli foreldra. Verði faðir með drenginn yfir jól 2020 en móðir yfir áramót 2020/2021. Drengurinn muni svo dvelja hjá móður yfir jólin 2021 en hjá föður áramótin 2021/2022. Sama fyrirkomulag verði hjá báðum aðilum varðandi jól og áramót, þ.e. að hvor aðili sæki drenginn kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir jól og áramót og hafi hann fram til kl. 16:00 fyrsta virka dag eftir jól/áramót. Þá muni aðilar skiptast á að vera með drenginn um páska en móðir muni hafa hann hjá sér yfir páska árið 2021 og faðir svo árið á eftir. Sama fyrirkomulag verði um páska og getið sé um fyrir jól/ áramót. Þá skuli vera svigrúm í umgengni þannig að drengnum verði gert mögulegt að vera viðstaddur sérstaka viðburði hjá báðum aðilum. Sumarumgengni skuli vera þannig að barnið verði í allt að fjórar vikur, sem dreift yrði, í sumarleyfi hjá stefnda ár hvert. Einnig verði hann í fjórar vikur í sumarleyfi hjá stefnan da ár hvert. Aðilar skuli fyrir 1. apríl ár hvert ákveða sumarleyfi barnsins með hvoru foreldri um sig en að öðru leyti skuli umgengnin vera eins og annan tíma ársins. Jafnframt krefjist stefnandi greiðslu einfalds meðlags, eins og það sé ákvarðað af Trygg ingastofnun ríkisins hverju sinni, frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs drengsins, úr hendi stefnda. Stefnandi byggi kröfu sína um greiðslu meðlags á því að stefnda sé skylt að framfæra barn sitt í samræmi við meðlagsgreiðslur sem skuli ákveða til handa stefn anda, enda hafi hún gert kröfu fyrir dómi um forsjá sonar þeirra og lögheimili, sbr. 1. mgr. 53.gr., 54. gr. og 1. mgr. 56. gr. barnalaga nr. 76/2003. Stefnandi vísi til barnalaga nr. 76/2003, einkum 1. gr., 28. gr., 34. gr., 35. gr., 38. gr., 45. gr. og 4 6. gr. þeirra. Einnig til laga nr. 19/2013 (lög um samning SÞ um réttindi barnsins). Þá sé vísað til Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994, sér í lagi 8. gr. Um varnarþing vísist til 37. gr. barnalaga en um málsmeðferð gildi ákvæði VI. kafla barnalaga. K rafa um málskostnað úr hendi stefnda byggist á 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi sé ekki ekki virðisaukaskattsskyld og beri því að bæta þeim skatti við tildæmdan málskostnað henni til handa. Um virðisaukaskatt á málskostnað vísast til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Málsástæður stefnda Stefndi geri að aðalkröfu sinni að forsjá barnsins verði áfram sameiginleg og að lögheimilið verði hjá stefnda, sbr. 3. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þá krefjist stefndi að ákvörðu ð verði jöfn umgengni forsjáraðila við barnið, að það verði viku í senn til skiptis hjá hvoru foreldri. Stefndi telji sig hæfari en stefnanda til að fara með forsjá barnsins, en stefnda sé einkum umhugað um hagsmuni og velferð barnsins og þyki staðreyndir máls sýna að hann hafi reynt að forðast átök við stefnanda eftir bestu getu og því sé hann talsvert líklegri til að eiga góða samvinnu um uppeldi og velferð barnsins. Þá fullyrðir stefndi að engin hætta sé á því að hann muni ekki virða réttindi barnsins ti l þess að alast upp í góðum tengslum við báða foreldra sína sem og nánustu ættingja þess báðum megin sem það sé í mjög sterkum tilfinningalegum tengslum við. Sé slíkt fyrirkomulag barninu ekki fyrir bestu, telji stefndi, í ljósi staðreynda máls, að dæma ei gi honum einum forsjá og ákveða lögheimilið hjá honum, sbr. 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, á grunni sömu röksemda og að ofan, verði niðurstaðan að það sé barninu fyrir bestu með hliðsjón af sjónarmiðum sem hafa skuli til hliðsjónar. Stefndi telji a ð mál þetta og háttsemi stefnanda hingað til sýni fram á að ef stefnandi fengi ein forsjá barnsins þá myndi hún reyna allt sem mögulegt væri til að stöðva alla umgengni stefnda við barnið og meina barninu að eiga eðlileg og lögvarin samskipti við fjölskyld u hans. Þá telji stefndi það einnig ólíklegt að nokkurn tíma verði friður í lífi barnsins fari stefnandi ein með fulla forsjá þess og líklegt að barninu verði þá meinað að alast upp í sambandi við eldri systkini sín og mynda tengsl þau. Að mati stefnda séu þetta atriði er líta beri sérstaklega til við úrlausn málsins og bendi hann í því samhengi á það sem fram 9 komi í gögnum máls, þar sem ítrekað komi fram að stefnandi hafi tekið einhliða ákvarðanir um hag barnsins án þess að taka nokkurt tillit til vilja st efnda sem og að þar komi einnig fram hvernig stefnandi láti hag barnsins líða á ámælisverðan hátt vegna eigin neikvæðu tilfinninga í garð stefnda. Eins og gögn máls beri með sér hafi móðir ítrekað frá sambandsslitum verið með dylgjur, ásakanir, tilkynninga r og kærur til lögreglu og annarra yfirvalda á hendur stefnda. Gögnin beri það einnig með sér að allar þessar dylgjur, ásakanir, tilkynningar og kærur hafi verið tilefnislausar og yfirvöld hafi ekki séð neina ástæðu til að grípa til neinna ráðstafana vegna háttsemi eða aðstæðna hjá stefnda. Stefndi fullyrði að allar ásakanir um meint ofbeldi hans (andlegt, stafrænt og/eða líkamlegt) í garð stefnanda á eða eftir sambúðartíma þeirra séu algerlega úr lausu lofti gripnar og tilhæfulausar. Þá haldi stefndi því f ram að stefnandi hafi gert tilraunir til að tálma umgengni hans við barnið með því að búa til reglur og skilyrði sem stefnandi síðan ætlist til að stefndi fylgi í einu og öllu, auk þess sem stefnandi hafi mætt á leikskóla barnsins og farið með barnið í bur tu, þrátt fyrir að barnið væri í umgegni og umsjá stefnda á þeim tíma, sbr. hér fyrirliggjandi tilkynningu barnaverndar um lokun á máli eftir viðræður við stefnanda. Stefnandi hafi þannig ekki staðið við ákvæði samnings þess sem gerður hafi verið hjá sýslu manni um umgengnisrétt stefnda við barnið og hafi í raun margoft með framferði sínu misbeitt valdi því sem hún hafi sem lögheimilisforeldri barnsins. Stefndi sé menntaður og starfi hjá félagi í eigu föður síns. Gegni hann þar stöðu og geti því haga ð vinnutíma eftir því hvað henti hverju sinni. Stefndi búi í eigin húsnæði, íbúð er hann hafi átt og búið í frá árinu 2018. Helstu áhugamál stefnda séu heilsurækt, útivist og ferðalög. Stefndi sé ágætlega settur fjárhagslega og fær um að sinna öllum fjárha gsþörfum barna sinna og fjölskyldu án utanaðkomandi hjálpar. Hann eigi þrjú önnur börn sem séu á aldrinum frá og niður í ára og séu þau mjög reglulega á heimili hans og hafi alist upp með barni aðila og líti önnur börn stefnda auðvitað á hann sem b róður sinn. Þá sé stefndi einnig afar náinn foreldrum sínum er búa hér á höfuðborgarsvæðinu og verji þeir feðgar þó nokkrum tíma með stórfjölskyldunni ásamt því að foreldrar stefnda aðstoði hann eftir þörfum ef upp koma tilvik þar sem aðstoðar sé þörf. Að sama skapi sé stefndi einnig í nánum samskiptum við systkini sín og fái barn aðila oft að leika við systkinabörn stefnda og í raun sækist hann eftir því, hvort sem hann sé hjá stefnda eða stefnanda í umgengni. Séu þannig fyrir hendi mjög sterk tilfinningat engsl á milli stefnda og barnsins. Þegar litið sé til aðstæðna hjá stefnanda sé hins vegar að finna miklar hræringar og óstöðugleika. Þannig hafi stefnandi ítrekað flust búferlum síðustu ár og miðað við búsetu hennar í dag á stúdentagörðum þá megi ætla að stefnandi þurfi að flytjast búferlum enn eina ferðina þegar hún ljúki námi sínu í vor og þá muni á sama tíma ríkja óvissa um hvort stefnandi hafi atvinnu að námi loknu. Þá þyki rétt að fram komi að stefnandi hafi verið greind með bæði ADHD og OCD sem verði að halda fram að skipti máli þegar litið sé til forsjárhæfni hennar. Þá liggi og fyrir upplýsingar um það að stefnandi hafi að eigin frumkvæði óskað eftir innlögn á geðdeild fyrir ekki svo löngu síðan en síðan hafi móðir stefnda einnig ekið stefnanda í no kkur skipti á geðdeild. Það hafi verið á þeim tíma sem aðilar voru í sambandi en þá hafi hún talið sig í þannig andlegu ástandi að hún þyrfti á sérfræðiaðstoð að halda. Við mat á hæfi foreldris verði að taka mið af geðrænni heilsu og heilsufari almennt. Þá hafi það einnig komið fram að á sambúðartíma stefnanda og stefnda þá hafi bæði stefndi eða móðir hans þurft að koma stefnanda til aðstoðar við umönnun barnsins þar sem stefnandi hafi ekki treyst sér til þess vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Þá sé r étt að fram komi að strax eftir fæðingu barnsins og fyrsta árið í lífi þess hafi stefnandi engri tengingu náð við barnið og sem minnst viljað af því vita. Hafi ástandið verið álitið það alvarlegt að fenginn hafi verið sérstakur ráðgjafi til þess að aðstoða og leiðbeina stefnanda vegna ástandsins en á þeim sama tíma hafi stefndi og fjölskylda hans séð um umönnun og uppeldi barnsins. Stefndi sé í mjög nánu sambandi og samskiptum við stórfjölskyldu sína sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Stefnandi hafi hins vegar e kkert slíkt bakland hér þar sem stórfjölskylda hennar sé 10 búsett á og geti því lítið sem ekkert aðstoðað ef eitthvað komi upp á hjá stefnanda. Sé því haldið fram að stefnandi hafi lítið sem ekkert bakland í nærumhverfi sínu komi eitthvað upp á sem hún g æti þarfnast aðstoðar með nema þá með því að leita til stefnda og fjölskyldu hans sem hún hafi reyndar ítrekað gert bæði á sambúðartíma með stefnda sem og eftir að sambúðinni hafi lokið. Málatilbúnaði stefnanda sé mótmælt sem röngum og ósönnum enda hafi st efnandi ekki lagt fram nein gögn honum til stuðnings. Stefndi sé með góða menntun og fasta atvinnu þar sem hann sé með góðar tekjur. Stefnandi sé hins vegar námsmaður og miðað við ástandið í þjóðfélaginu í dag sé með öllu óvíst hvort einhverja vinnu verði fyrir stefandanda að hafa þegar hún hafi lokið námi sínu enda atvinnuleysi með mesta móti. Þá sé stefnandi með stöðuga framfærslu meðan á námi standi sem hljóti að þýða að hún verði skuldum vafin þegar hún klári námið og þurfi þá að fara að standa skil á þ eim námslánum sem hún hafi þegið. Þá þyki líka rétt að minnast á andleg veikindi stefnanda og sé þeirri spurningu varpað fram hvort hún sé almennt í þannig ástandi að hún geti farið út á vinnumarkaðinn og sinnt fullri vinnu. Rétt sé að stefndi hafi nýlokið afplánun vegna brots sem hann hafi framið á árinu . En þar sé um að ræða brot sem stefndi hafi þegar tekið út refsingu sína fyrir og þar verið um einstakan atburð að ræða. Ekkert í sögu stefnda bendi til eða gefi tilefni til að ætla að aðstæður á heimi li hans séu slíkar að barninu sé þar einhver sérstök hætta búin. Þá sé rétt að benda á að stefnandi hafi verið í sambúð með stefnda eftir umrætt atvik og deilt með honum forsjá yfir barninu eftir að dómur hafi fallið í málinu. Hvað varði staðhæfingar stefn anda um áfengis - og vímuefnaneyslu stefnda þá sé þeim vísað á bug sem ósönnuðum. Rétt sé að stefndi neyti áfengis en þá alltaf í hófi og á ábyrgan hátt, rétt eins og hvert annað foreldri sem neyti áfengis hér á landi. Staðhæfingum stefnanda um óstöðugleik a í lífi stefnda sem skaði barnið sé einnig mótmælt sem og fullyrðingum stefnanda um að stefndi hafi gleymt að sækja barnið. Þá þykir stefnda málatilbúnaður stefnanda þar sem hún segir barnið ekki vera öruggt í umsjá stefnda þar sem það hafi eitt sinn komi ð heim með kúlu á höfðinu eftir umgengni vera algjöra fásinnu, enda gerist það daglega hjá góðum foreldrum að börn meiði sig eða slasist án þess að draga þurfi þá forsjárhæfni viðkomandi foreldra í efa. En í þessu samhengi sé vísað til samskipta stefnanda við stefnda frá 26. júlí 2020 þar sem stefnandi hafi tilkynnt stefnda að barn þeirra hafi dottið á andlitið úr sófanum og misst meðvitund og stefnandi hafi þurft að leita með barnið á slysadeild vegna þeirra áverka sem það hafi þá hlotið í hennar umsjá. En n sem fyrr sé bent á það að fyrir þessum málatilbúnaði stefnanda gagnvart stefnda liggja alls engin gögn til sönnunar. Máli sínu til stuðnings vísi stefndi til ákvæða barnalaga nr. 76/2003, en um málskostnað sé vísað til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 u m meðferð einkamála. Niðurstaða Sættir hafa ítrekað verið reyndar, en fyrir liggur að stefnandi vill ekki una því lengur að deila forsjá með stefnda eða að hann hafi áfram svo rúma umgengni við drenginn svo sem verið hafi í framkvæmd án formlegs samkomula gs þeirra um það. Stefndi leggur áherslu á að sameiginleg forsjá og jöfn umgengni hafi almennt gengið vel. Málsaðilar létu í té aðilaskýrslu fyrir dómi, auk þess að dómkvaddur matsmaður, D sálfræðingur, kom fyrir dóminn og staðfesti matsgerð sína, dags. 6. júní 2021, og svaraði spurningum um hana. Þá komu enn fremur fyrir dóminn og gáfu þar skýrslu sem vitni þær E , F , G , H og I , en einungis verður vikið að framburði þeirra að því marki sem hann þykir hafa sérstaka þýðingu. Ekki þótti forsvaranlegt að ræða málið við drenginn sem er einungis ára. Fyrir liggur hér framangreindur ágreiningur málsaðila um forsjá sonar þeirra og um tilhögun á umgengni við hann. En þegar foreldra greinir á um forsjá er leyst úr málinu með dómi hafi sátt þeirra ekki tekist, sbr. 1. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar kveður dómurinn þá á um það hvernig forsjá barns eða lögheimili verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Ber þá við matið 11 m.a. að líta til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri, eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið fyrir eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs þess og þroska, allt sbr. 2. mgr. 34. gr. barnalaga. Þá getur dómurinn ákveðið að kröfu foreldris að forsjá verði sameiginleg ef talið verður a ð þær aðstæður séu fyrir hendi að slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins, sbr. 3. mgr. 34. gr. laganna. Við mat á því hvort forsjá skuli vera sameiginleg, ber þá, auk atriða sem nefnd eru í 2. mgr., að taka mið af því hvort forsjáin hafi áður verið sameiginl eg og af aldri og þroska barnsins. Þá ber sérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barnsins til þess að alast upp við þroskavænleg skilyrði, sbr. ákvæði 4. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá var lögfest með 13. gr. laga nr. 61/2012, en heimildin kom inn í frumvarp til laganna í meðförum þingsins. Í nefndaráliti sem fylgdi breytingartillögunni sagði meðal annars að ganga yr ði út frá því að gott samstarf væri alla jafna forsenda þess að vel tækist til með sameiginlega forsjá foreldra sem ekki byggju saman og þetta fyrirkomulag legði ríkar skyldur á herðar þeim. Þó svo að það væri ekki fortakslaust skilyrði þess að sameiginleg forsjá yrði dæmd að foreldrar væru sammála um allt í lífi barnsins var tekið fram að mikilvægt væri að foreldrar áttuðu sig á því að farsæl sameiginleg forsjá byggðist á stöðugu samstarfi foreldra, sveigjanleika og gagnkvæmri virðingu og tillitssemi. Þá k om enn fremur fram að lögð væri áhersla á það að aðeins bæri að dæma sameiginlega forsjá að fyrir lægi að um jafnhæfa foreldra væri að ræða, ágreiningur þeirra í milli væri ekki svo djúpstæður að hann væri líklegur til að hafa áhrif á barnið, að foreldrar væru líklegir til að geta unnið saman að velferð barnsins og síðast en ekki síst að í hverju tilviki færi fram mat á því hvort sameiginleg forsjá væri barninu fyrir bestu. Þá er þar sérstaklega tekið fram að ekki beri að skilja ákvæði 4. mgr. 34. gr., þar sem kveðið er á um að líta skuli til þess hvort forsjá hafi verið sameiginleg áður, þannig að sérstaklega ríka ástæðu þurfi til að sameiginlegri forsjá verði slitið, heldur þurfi að fara fram heildstætt mat hverju sinni. Svo sem rakið hefur verið í dómafra mkvæmd í málum þar sem ágreiningur aðila er um forsjá, þá verður jafnan ekki dæmd sameiginleg forsjá samkvæmt 34. gr. laga nr. 76/2003 ef ágreiningur eða samskipti foreldra teljast vera líkleg til þess að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum ba rns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Í ljósi alls hér framangreinds þá verður að líta svo á að slíkur ágreiningur sé sannanlega fyrir hendi í því máli sem hér um ræðir og að það sé barninu fyrir bestu að skorið verði hér úr því í hlut hvors fore ldris forsjáin eigi að koma m.t.t. forsjárhæfni þeirra og hagsmuna barnsins, sbr. frekari skilyrði þar að lútandi í umræddri lagagrein. Við slíkt mat telur dómurinn að ótvírætt verði að líta til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvadds matsmanns, dags. 6. júní 2021, og annarra fyrirliggjandi gagna í málinu. Sé litið til framangreindrar matsgerðar D sálfræðings, sem lagði m.a. viðamikil próf fyrir foreldrana, þá kemur þar m.a. fram að hún telji að báðir foreldrarnir séu færir um að uppfylla forsjárskyldur sínar h vað varði alla þá matsþætti sem máli skiptu þó svo að matsmaður greini vissa sálræna veikleika hjá þeim báðum. Bæði auðsýni þau barninu ást og umhyggju, drengurinn búi við gott atlæti á báðum heimilum, þau sinni bæði líkamlegri umönnun barnsins og örvun og hvatning sé til staðar hjá þeim báðum þótt með nokkuð ólíkum hætti sé. Tengsl drengsins virðast við skoðun almennt vera jákvæð, náin og góð við báða foreldra hans en drengurinn er eðlilega þroskaður og á sjáanlega ekki við neinn sérstakan vanda að etja. D rengurinn hafi virk tengsl við hálfsystkini sín á heimili föður og þá einkum J sem er ára, en hann er hjá föður sínum aðra hverja helgi í sömu viku og C er þar. Heima hjá móður búa ekki önnur börn en þar nýtur drengurinn óskiptrar athygli hennar. Í ljó si þess að báðir foreldrar teljist vera með fullnægjandi forsjárhæfni, umgengni drengsins við þá hafi verið jöfn og ekkert bendi til þess að hann sé ósáttur við það fyrirkomulag, þá sé það niðurstaða og álit matsmanns að mikilvægt sé að umgengni verði áfra m jöfn, en ekki er tekin afstaða til þess hvort sé hæfara til að fara með forsjá. Sem að framan greinir hefur stefnandi á síðari stigum lagt fram frekari gögn sem gefa til kynna að staða stefnda sé á ýmsan hátt ekki eins góð og matsgerð gefur til kynna. Li ggur þannig fyrir í þeim gögnum 12 að þótt stefndi búi í eigin húsnæði, ólíkt stefnanda sem leigir, þá hafi fjárhagsstaða hans í seinni tíð verið erfið. Þá hafa verið lögð fram gögn er gefa til kynna vissa alvarlega skapgerðarbresti stefnda í samskiptum við s tefnanda, sem og aðra, þar á meðal fyrrum sambýliskonur og unnustur hans sem komu fyrir dóminn og lýstu þar slíkum erfiðleikum af kynnum sínum af stefnda. En þeirra á meðal er barnsmóðir og fyrrum eiginkona stefnda til fjölda ára, sem hann braut alvarlega gegn árið , sbr. framangreindan dóm sem stefndi hefur afplánað. Enn fremur liggja fyrir tilvik þar sem stefndi hefur ekki sinnt því að sækja barnið. Þá eru uppi vísbendingar um að stefndi hafi átt í erfiðleikum með að vakna á morgnana en hann hefur vísa ð til þess að það skýrist af veikindum varðandi . Stefndi hefur þó engin gögn lagt fram til stuðnings því og verður hann að bera hallann af því við úrlausn málsins, eins og hér stendur á. Að auki liggur fyrir að stefndi hefur ekki brugðist við áskorun s tefnanda um það að leggja fram gögn sem taki af allan vafa um meintan vímuefnavanda hans og verður stefndi hér einnig að bera hallann af því. Telur dómurinn að líta verði til þess að framangreint er almennt til þess fallið að skerða forsjárhæfni stefnda , sbr. viss sjónarmið tengd þessu í 2. mgr. 34. gr. laga nr. 76/2003, á meðan enginn viðlíka vandi er greinanlegur hjá stefnanda þó svo að hún kunni í einhverjum tilvikum að hafa farið offari í ávirðingum sínum á stefnda. Er það því mat dómsins, að þegar s kera þarf úr um forsjárhæfni málsaðila, þá standi stefnandi, þegar á allt er litið, sterkar að vígi en stefndi, m.t.t. alls framangreinds og verður það því niðurstaðan hér að best sé að forsjá verði hjá móður, en drengurinn hefur jafnframt, eftir því sem n æst verður komist, almennt átt lögheimili sitt hjá henni. Varðandi meðlagsskyldu skal hún taka mið af forsjá og ber hinu forsjárlausa foreldri að greiða meðlag, sbr. 1. mgr. 53.gr., 54. gr. og 1. mgr. 56. gr. barnalaga nr. 76/2003, og verður hér m. t.t. þessa fallist á kröfu stefnanda um það að stefndi greiði að óbreyttu einfalt meðlag með drengnum þar til að hann verður 18 ára gamall. Varðandi umgengnisrétt telur dómurinn að líta verði í senn til sjónarmiða sem fram hafi komið, annars vegar um nauðs yn á stöðugleika fyrir drenginn, er mun brátt hefja nám í grunnskóla, samtímis því sem að mikilvægt er að hlúa vel að þeim sterku og góðu tengslum sem drengurinn hefur við föðurfjölskyldu sína. Telur dómurinn nú að öllu framangreindu virtu að best fari á því í þágu barnsins að hann verði eftirleiðis í umgengni hjá föður frá föstudegi til þriðjudags aðra hverja viku og er þá lögð rík áhersla á að um sé að ræða þá helgi sem hálfbróðir hans J er þá hjá föður þeirra. Þá ákvarðar dómurinn skiptingu á milli fore ldra varðandi sumur, jól, áramót og páska, en aðilar geta eðli máls samkvæmt sammælst um frávik. Að öllu hér framangreindu virtu verður það því niðurstaða dómsins að fallist er á aðalkröfu stefnanda varðandi forsjá drengsins, en meðlagsskylda og umg engni stefnda er þá ákvörðuð samhliða, sbr. áskilnað og kröfur aðila, sem nánar greinir í dómsorði. Eins og málið liggur fyrir þykir þó rétt að málskostnaður á milli aðila verði látinn niður falla. Báðir málsaðilar njóta gjafsóknar, sbr. gjafsóknarleyfi st efnanda, dags. 29. mars 2021, og stefnda, dags. 1. júní 2021, og skal því allur gjafsóknarkostnaður beggja til samræmis við þau greiddur úr ríkissjóði, en þar með talin er þá málflutningsþóknun lögmanna stefnanda, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur, 914.250 kró nur, og Valborgar Þ. Snævarr, 1.391.280 krónur, sem og málflutningsþóknun lögmanns stefnda, Húnboga J. Andersen, 2.455.200, og er það allt ákvarðað að teknu tilliti til virðisaukaskatts Í ljósi atvika máls þykja ekki ástæður til þess að kveða á um það í dó msorði að áfrýjun dóms þessa fresti réttaráhrifum hans, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 76/2003. Af hálfu stefnanda flutti málið Valborg Þ. Snævarr lögmaður, sem tók við því af Ingu L. Brynjólfsdóttur lögmanni, en af hálfu stefnda Húnbogi J. Andersen lögmaðu r. 13 Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn sem dómsformaður ásamt með þeim Daða Kristjánssyni héraðsdómara og Guðrúnu Oddsdóttur sálfræðingi. Dómsorð: Stefnandi, B , skal fara ein með forsjá drengsins, C , kt. . Stefndi, A , skal greiða stefnanda, B einfalt meðlag með drengnum C til 18 ára aldurs hans. Stefndi, A , skal njóta umgengnisréttar við drenginn, C , í annarri hverri viku, frá föstudegi kl. 16.00 til þriðjudags kl. 16.00. Miða skal við að framangreind löng helgi í umg engni stefnda sé sú er hann velur sér. Einnig skal stefndi njóta frekari umgengnisréttar við drenginn í sumarleyfi, annað hvert ár frá 10. júní til 10. júlí, en hitt árið frá 10. júlí til 10. ágúst, þá að báðum dögum meðtöldum, nema ef foreldrar koma sér ó tvírætt saman um annað fyrirkomulag. Þá skal stefndi einnig njóta umgengni við drenginn önnur hver jól og áramót, þ.e. annað hvert ár 23., 24. og 25. desember, en hitt árið 26. og 31. desember og 1. janúar. Páskar skulu skiptast svo að annað hvert ár sé dr engurinn hjá móður en hitt hjá föður. Stefnandi skal fyrst ákveða hvaða leyfistímabil af framangreindum hún velur sér. Málskostnaður á milli aðila fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður bæði stefnanda og stefnda skal greiðast úr ríkissjóði, en þar með talin er málflutningsþóknun lögmanna þeirra, er ákvarðast, til Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur, alls 914.250 krónur, til Valborgar Þ. Snævarr, alls 1.391.280 krónur, og Húnboga J. Andersen, alls 2.455.200 krónur, allt að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Á frýjun dómsins frestar ekki réttaráhrifum hans.