1 LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 12. janúar 2022 Mál nr. 24/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Reynslulausn. Fullnusta refsingar. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar á grundvelli 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorva ldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 V arnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. janúar 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. janúar 2022 í málinu nr. R - [...] /2022 þar sem varnaraðila var gert að afplána 270 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjaness í málum nr. S - [...] /2019 og S - [...] /2019, sem honum var veitt reynslulausn á í tvö ár frá 4. maí 2020 að telja. Kæruheimild er í 2 . mgr. 82 . gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga . 2 Sóknaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að fallist verði á kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. janúar 2022 Dómkröfur Þess er aðallega krafist að kærða, X , kt. [...] , verði gert að afplána eftirstöðvar refsingar, 270 daga, skv. dómum Héraðsdóms Reykjaness nr. S - [...] /2019 og S - [...] /2019, sem honum var veitt reynslulausn á í tvö ár frá 04.05.2020. Til vara er þess krafist að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 7. febrúar 2022, kl. 16:00. Málsatvik Þann 24.12.2021 barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot við [...] í Reykjanesbæ. [...] er fjölbýli shýs á þremur hæðum. Þegar gengið er inn um inngang er stigi upp á aðra hæð þar sem fjórar íbúðir eru. Við innganginn er einnig stigi niður í kjallara. Einn íbúðareigandi tók á móti lögreglu og að viðlagðri vitnaskyldu og vitnaábyrgð tjáði hann lögreglu að karlmaður, með lítið hár um þrítugt hefði farið niður í kjallara og brotið upp geymsluhurð. Aðilinn hafi síðan farið upp á aðra hæð og gengið inn í íbúð [...] ásamt húsráðanda. Íbúinn tjáði lögreglu að aðilinn ásamt húsráðanda hefðu sagt við sig að þau ætluðu ekki að opna fyrir lögreglu þegar hún kæmi. Börðu lögreglumenn ítrekað á dyr íbúðar [...] . Enginn kom til dyra en heyra mátti samtal milli tveggja aðila fyrir innan. Eftir skamma stund opnaði húsráðandi dyrnar og reyndist vera meðkærða, A , kt. [...] . Lögregla kynnti meðkærðu ástæðu komu og að hún væri að leita að karlmanni á þrítugsaldri með stutt hár. Meðkærða kvaðst ekki kannast við neinn aðila innandyra hjá sér. Að fenginni heimild meðkærðu gekk lögregla inn í íbúðina. Í svefnherbergi íbúðarinnar fannst kærði, X , sem hafði falið sig undir sæng. Kærði passaði við lýsingu vitnis og var hann í framhaldi handtekinn vegna rökstudds gruns um húsbrot og e ignaspjöll. Kærði var í annarlegu ástandi og var fluttur á lögreglustöð. Var kærði látinn laus að fengnum upplýsingum frá honum. Skömmu eftir miðnætti aðfararnótt 10.01.2022 barst lögreglu tilkynning um endurtekið innbrot við [...] í Reykjanesbæ. Hafði aftur verið farið í heimildarleysi í sömu geymslu og þann 24.12.2021 þann 09.01.2022, með því að sparka upp hurðinni á geymslunni, og í þetta skiptið hefði rafmagns - hlaupahjól og aukahlutir að verðmæti kr. 130.000 verið teknir. Fóru lögreglumenn á vettvang og ræddu við eigendur geymslunnar og íbúa að [...] , Reykjanesbæ. Aðspurð sögðu húsráðendur að þau hefðu orðið vör við mikinn umgang í og úr íbúð [...] . Þegar þau hefðu farið niður í geymsluna sína að kvöldi 9. janúar 2022 hefðu þau tekið eftir að búið væri að stela rafhlaupahjólinu þeirra og höfðu þau sterkan grun um að aðilar í íbúð [...] hefðu verið að verki. Þegar tilkynning barst til lögreglu um húsbrot og eignarspjöll í geymsluna þann 24.12.2021 voru húsráðendur staddir erlendis. Þegar þau komu heim tóku þau eftir að ýmsa muni vantaði í geymsluna og í framhaldi óskað eftir aðstoð lögreglu þann 08.01.2022. Upplýstu þau lögreglu um þann dag að í geymsluna vantaði eftirtalda muni: M acbook Pro tölvu frá 2015, í svörtu hulstri, Nike skó, Timberland skó, jakkaföt, vetrarjakka, ferðatöskur, 6x iittala vatnsglös, 4x iittala hvítvínsglös, 8x iittala freyðivínsglös, Gucci hliðarveski, mittistösku, eyrnalokka, ým san íþróttafatnað, m.a. Liverpool búninga, veski og hliðartösku. Eftir að hafa rætt við húsráðendur aðfararnótt 10.01.2022 bankaði lögregla upp á íbúð [...] þar sem rökstuddur grunur lék á að meint þýfi væri. Húsráðandi var í fyrst u ekki á því að hleypa lögreglumönnum inn en gerði það að lokum. Í íbúðinni voru auk húsráðanda, meðkærðu, tveir aðilar og var annar kærði. Við leit lögreglu í íbúðinni fannst meint þýfi á víð og dreif um íbúðina, m.a. vetrarjakki, i ittala glös, skópar, fatnaður, eyrnalokkar, töskur og veski og fleira. Aðspurð um jakkann og glösin sagðist kærði hafa keypt glösin og jakkann af einhverjum aðila og væri nokkuð sama hvort mununum hefði verið stolið. Kærði var í kjölfarið handtekin n vegna ætlaðs þjófnaðar og færður á lögreglustöð. Meðkærða var einnig handtekin vegna gruns um samverknað og hilmingu. Er lögreglumenn spurðu meðkærðu á vettvangi hvar hún hefði fengið umrædd glös, veskin og fleira þá sagði hún að kærði hefði gefið sér munina í jólagjöf. Eigendur geymslunnar sem brotist hafði verið inní báru kennsl á meint þýfi sem sína muni, m.a. ýmsan fatnað, skó, töskur og Iittala glös. 3 Við skoðun í lögreglukerfinu á kærði ólokin mál í refsivörslukerfinu en um er að ræða þjófnaði úr verslun ÁTVR í Reykjanesbæ en kærði hefur verið eftirlýstur vegna þeirra mála. Er um að ræða alls fimm skipti, þann 25.07.2020, 31.07.2020, 29.08.2020, 15.10.2020 og 16.10.2020. Kærði hefur ítrekað ko mið við sögu lögreglu, einkum vegna auðgunarbrota og brota á umferðarlögum. Þá á hann að baki nokkurn sakarferil sbr. sakavottorð þann 10.01.2022. Þann 04.05.2020 var kærða í tvö ár veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingar 270 dögum vegna dóma nr. S - [.. .] og [...] frá 2019 en þar hafði kærði annars vegar verið dæmdur í 14 mánaða fangelsi og hins vegar í 5 mánaða fangelsi. Þá hlaut kærði þann [...] desember sl. dóm, fangelsi í 60 daga vegna umferðarlagabrota sbr. dóm Héraðsdóms Reykjaness n r. S - [...] /2021. Lagarök Lögregla telur að sterkur rökstuddur grunur liggi fyrir um að kærði hafi brotist ítrekað inn í geymslu að [...] , Reykjanesbæ, og tekið þaðan fjölda muna ófrjálsri hendi. Þá hefur hann viðurkennt að hafa ítrekað tekið ófrjálsri hendi áfengi úr verslun ÁTVR á árinu 2020 sbr. framangreint og framburðarskýrslu dags. 10. janúar 2022. Er það mat lögreglu að kærði hafi með háttsemi sinni sbr. framangreint framið nýtt brot, sem varðað geti sex ára fangelsi, 244. gr. hgl., og hafi hann því rofið gróflega skilyrði reynslulausnar. Telur lögregla skilyrði 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga séu uppfyllt og því er sú krafa gerð, aðallega, að kærða verði gert að afplána eftirstöðvar refsingar sinn ar, samtals 270 daga. Þá er það einnig mat lögreglu að ætla megi að kærði muni halda áfram brotum meðan málum hans er ekki ólokið í refsivörslukerfinu. Byggir varakrafa lögreglu á að lögregla telji nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi á meðal málum han s er ólokið í refsivörslukerfinu með vísan til c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Vísast til 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sem og 231., 244.. 254. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Niðurstaða Varnaraðila var veitt reynslulausn á eftirstöðvum 270 daga refsingar, skv. dómum Héraðsdóms Reykjaness nr. S - [...] /2019 og S - [...] /2019, í tvö ár frá 4. maí 2020 að telja. Samkvæmt 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsingar, er heimilt að kröfu ákæranda að úrskurða að maður, sem hlotið hefur reynslulausn, skuli afplána eftirstöðvar refsingar ef hann á reynslutíma rýf ur gróflega almennt skilyrði reynslulausnar, enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem varðað getur sex ára fangelsi. Eins og rakið er í málsatvikum var varnaraðili handtekinn í nótt, grunaður um að hafa brotist ítrekað inn í gey mslu í íbúðarhúsnæði, og fundust munir sem saknað var úr geymslunni þar sem varnaraðili var handtekinn. Varnaraðili er jafnframt grunaður um ítrekaðan þjófnað á áfengi úr verslun ÁTVR á árinu 2020, eftir að hann hlaut reynslulausn. Í framburðarskýrslu varnaraðila hjá lögreglu, dagsett í dag 10. janúar 2022, viðurkenndi hann sekt sína í þeim fimm tilfellum er varða þjófnað á áfengi. Með vísan til framangreinds og framlagðra rannsóknargagna, er að mati dómsins vafalaust að varnaraðili er undir sterkum grun um að hafa gerst sekur við lagaákvæði sem varðað geti sex ára fangelsisrefsingu. Hefur varnaraðili með framangreindum ítrekuðum brotum, brotið gróflega almenn skilyrði reynslulausnar. Eru skilyrði áðurnefndra r 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 því fyrir hendi, og verður aðalkrafa lögreglustjórans því tekin til greina, svo sem greinir í úrskurðarorði. Þar sem fallist hefur verið á aðalkröfu lögreglustjóra, kemur varakrafa málsins ekki til úrlausnar. 4 Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. [...] , skal sæta afplánun á 270 daga eftirstöðvum refsingar, skv. dómum Héraðsdóms Reykjaness nr. S - [...] /2019 og S - [...] /2019, sem honum v ar veitt reynslulausn á í tvö ár, frá 4 maí 2020 að telja.