LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 14. júlí 2021. Mál nr. 451/2021 : A (Dóris Ósk Guðjónsdóttir lögmaður ) gegn fjölskyldu - og barnamálasviði B (Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem nauðungarvistun A var framlengd . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. júlí 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 12 . sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. júlí 2021 í málinu nr. L - /2021 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um framlengingu nauðungarvistunar sóknaraðila í allt að 12 vikur með heimild til aðlögunar samkvæmt mati yfirlæknis eða geðlæknis . Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gil di en til vara að nauðungarvistuninni verði markaður skemmri tími. Þá krefst sóknaraðili þóknunar til handa skipuðum talsmanni sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Við fyrirtöku málsins fyrir héraðsdómi var bókað í þingbók að talsmaður sóknaraðila upplýsti að vegna ástands hennar myndi hún ekki koma fyrir dóminn til skýrslugjafar. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, verður hann staðfestu r. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði allur málskostnaður sóknaraðila, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns hennar fyrir Landsrétti sem er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila fyrir Landsrétti, Dórisar Óskar Guðjónsdóttur lögmanns, 167.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. júlí 2021 Með erindi, dagsettu 1. júlí 2021 og mótteknu degi síðar hefur sóknaraðili, , vegna fjölskyldu og barnamálasviðs B , í , krafist þess að dómurinn úrskurði um framlengingu nauðungarvistunar varnaraðila, A , kt. , , á móttökugeðdeild 33A á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut í allt að 12 vikur með rýmkun. Af hálfu varnaraðila er kröfu sóknaraðila mótmælt og þess aðallega krafist að henni verði hafnað en til vara að vistuninni verði markaður skemmri tími. Þá gerir skipaður verjandi varnaraðila kröfu um þóknun sér til handa. I. Í kröfu sóknaraðila kemur fram að varnaraðili sé frá en hafi búið hér á landi um árabil. Hún sé móðir þriggja , , og ára, og búi með eiginmanni sínum og yngsta syni. Hún eigi sögu um þunglynd i, kvíða og áfengisvandamál og hafi verið í tengslum við göngudeild fíknimeðferðar á árunum 2011 og 2014. Hún og fjölskylda hennar hafi verið skjólstæðingar barnaverndar í nokkurn tíma og að undirlagi barnaverndarstarfsmanns hafi hún verið færð í lögregluf ylgd á bráðamóttöku geðþjónustu þann 4. júní síðast liðinn vegna oflætiseinkenna og ranghugmynda. Hún hafi útskrifað sig gegn læknisráði og þá verið metin í örlyndi með geðrofseinkennum. Hinn 12. júní hafi hún leitað aftur á bráðamóttöku og þá þegið innlög n. Hún sé með miklar ranghugmyndir, segist hafa . Hún telji syni sína einnig hafa . Hún hafi iðulega sett sig í samband við drengina gegn tilmælum lækna og annarra, og hafi það valdið þeim talsverðum ótta. Þá kemur fram að varnaraðili hafi ekki talið sig þurfa meðferð á sjúkrahúsi og viljað útskrifast. Hún hafi þá verið nauðungarvistuð með ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hinn 16. júní 2021. Sú ákvörðun hafi verið staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness hinn 22. júní 2021 og sá úrskurðu r með úrskurði Landsréttar hinn 1. júlí 2021. Í kröfu sóknaraðila er enn fremur gerð grein fyrir því að í fyrirliggjandi vottorði þeirra C , sérnámslækni og D , geðlækni á móttökugeðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss sé varnaraðili enn mjög óróleg og sofi ekki vel. Hún sé með aukinn talþrýsting, og eigi í vandræðum með að hlusta á aðra. Hún hafi ekkert sjúkdómsinnsæi og vilji útskrifast án tafar. Í vottorðinu komi og fram að varnaraðili hafi komið í fyrsta skipti í ár á geðdeild í oflæti með geðrofseink ennum og hafi tvisvar verið lögð nauðug á geðdeild. Þrátt fyrir lyfjagjöf sé hún enn mjög hátt uppi og markalaus og sofi lítið á nóttunni. Hún geri sér enga grein fyrir þörfinni á áframhaldandi eftirliti og lyfjagjöf eftir útskrift af deildinni. Mjög mikil vægt sé að hún nái betra jafnvægi áður en til útskriftar komi, ekki síst vegna sambands hennar við yngri syni hennar. Að mati læknanna sé enginn vafi á því að varnaraðili sé alvarlega veik og þurfi áframahaldandi sjúkrahúsmeðferð. Án viðeigandi meðferðar m egi búast við að ástand hennar versni og stofni þannig heilsu hennar og batamöguleikum í hættu. Ljós sé að hún muni ekki ná sér á fullnægjandi hátt áður en 21 dags nauðungarvistun renni út og sé því nauðsynlegt að framlengja nauðungarvistunina í allt að 12 vikur. Með vísan til framangreinds sé krafa þessi sett fram vegna tilmæla sérfræðilæknis, sbr. 20. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, á grundvelli 1. mgr. 29. gr. a. sömu laga. II. Í málinu liggur líkt og að framan er rakið frammi vottorð þeirra C sérnámslæk nis og D , geðlæknis dagsett hinn 29. júní 2021 en þær hafa annast meðferð varnaraðila á móttökugeðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss í núverandi legu hennar þar. Enn fremur liggur fyrir yfirlýsing sömu lækna dagsett hinn 3 29. júní 2021 um að reynt hafi ver ið að ná samkomulagi um meðferð við varnaraðila án árangurs. Í fyrrgreindu vottorði er bakgrunni varnaraðila og sjúkrasögu sem og núverandi ástandi og yfirstandandi s er svo að finna samantekt og álit umræddra lækna. Þar segir efnislega að varnaraðili sé alverlega veik og þurfi ótvírætt áframhaldandi meðferð á sjúkrahúsi. Hún hafi mjög takmarkaðan skilning á sjúkdómi sínum og án viðeigandi meðferðar megi búast við að ástand hennar versni og stofni þannig heilsu hennar og möguleika á bata í hættu. Að mati læknanna sé því nauðsynlegt að framlengja nauðungarvistun varnaraðila í allt að 12 vikur. Þær C og D gáfu báðar skýrslu fyrir dómi og staðfestu efni framangreinds vot torðs. Í vitnisburði þeirra beggja kom fram að varnaraðili væri enn haldin ranghugmyndum og skorti innsæi í veikindi sín og nauðsyn meðferðar en hún væri þó á batavegi. Nauðsynlegt væri því að varnaraðili yrði áfram inniliggjandi svo veita mætti henni viðe igandi meðferð. Enn fremur kom fram að batahorfur varnaraðila væru góðar ef meðferð er framhaldið en verulegt hætta á að ástand hennar versni til muna og batahorfur skerðist ef meðferð er hætt. Loks kom fram í vitnisburði þeirra beggja að þær teldu nauðung arvistun varnaraðila að svo stöddu óhjákvæmilega. III. Vegna ástands varnaraðila kom hún ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar. Það er mat dómara að ekki sé þörf á að hann kynni sér ástand varnaraðila af eigin raun áður en úrskurður verður lagður á málið þa r sem ótvírætt má telja af fyrirliggjandi vottorði þeirra C , sérnámslæknis og D , geðlæknis sem og vitnisburði þeirra fyrir dómi að það sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins. Samkvæmt 1. mgr. 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997 er heimilt með úrskurði dóma ra að framlengja nauðungarvistun manns í eitt skipti í allt að 12 vikur að liðnum 21 einum sólarhring frá dagsetningu ákvörðunar sýslumanns samkvæmt 3. mgr. 19. gr. sömu laga. Þá kemur fram að slík framlenging geti falið í sér rýmkun sem háð sé mati læknis . Í því felst samkvæmt 3. mgr. 29. gr. a. að yfirlæknir eða geðlæknir sem starfar í umboði hans getur veitt einstaklingi sem sætir nauðungarvistun leyfi til að yfirgefa sjúkrahús til aðlögunar í nánar tiltekinn tíma á meðan á nauðungarvistun stendur. Kveði ð er á um skilyrði nauðungarvistunar í 19. gr. sömu laga. Samkvæmt 2. mgr. þeirrar greinar er auk annars heimilt að vista sjálfráða mann nauðugan á sjúkrahúsi ef hann er haldinn alvarlegum geðsjukdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand h ans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar þarf slík vistun að vera óhjákvæmileg að mati læknis. Líkt og að framan er rakið er krafa sóknaraðila sett fram að beiðni þeirra lækna sem annast meðferð varnaraðila á móttökugeðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss í núverandi legu hennar þar. Í áður tilvitnuðu læknisvottorði þeirra kemur fram að varnaraðili sé alvarlega veik og þurfi ótvírætt áframhaldandi meðferð á sjúkrahúsi. Þá kom fram í vitnisburði þeirra beggja fyr ir dómi að þar sem ekki hefði náðst samkomulag við varnaraðila um áframhaldandi meðferð væri nauðungarvistun hennar nauðsynleg og óhjákvæmileg. Ella væri fyrirséð að heilsu hennar mundi hraka og batamöguleikar hennar skerðast verulega. Að því virtu og að ö ðru leyti með vísan til þess sem að framan er rakið og læknisfræðilegra gagna málsins telur dómurinn sýnt að uppfyllt séu skilyrði 29. gr. a. laga nr. 71/1997 til að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi nauðungarvistun varnaraðila. Verður nauðungar vistun varnaraðila því framlengd í allt að 12 vikur frá deginum í dag að telja með rýmkun eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Í samræmi við ákvæði 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 5. mgr. 29. gr. a. sömu laga, greiðist allur málskostnaður úr ríkis sjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, sem þykir hæfilega ákveðin 186.000 krónur með virðisaukaskatti. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Nauðungarvistun varnaraðila, A , kt. , á sjúkrahúsi er framlengd í allt að 12 vikur frá deginum í dag að telja. 4 Heimilt er samkvæmt ákvörðun yfirlæknis eða geðlæknis sem starfar í umboði hans að veita varnaraðila leyfi á meðan á nauðungarvistun hennar stendur, í eitt eða fleiri skipti, til að yfirgefa sjúkrahú sið til aðlögunar í nánar tiltekinn tíma. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Dórisar Óskar Guðjónsdóttur lögmanns, 186.000 krónur, greiðist úr ríkisskjóði.