LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 24. nóvember 2022 . Mál nr. 712/2022 : A (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður ) gegn velferðarsviði Reykjavíkurborgar ( Ebba Schram lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að nauðungarvista hann á sjúkrahúsi í allt að 21 dag. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir , Ragnheiður Harðardót tir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 17. nóvember 2022 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 23. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2022 í málinu nr. L - /2022 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 11. sama mánaðar um nauðungarvistun hans á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring frá þeim degi a ð telja. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðislaga nr. 71/1997 . 2 Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum talsmanni sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnar aðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 173.600 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2022 1. Með kröfu, dagsettri 12. nóvember 2022, sem barst héraðsdómi 15. sama mánaðar, krefst sóknaraðili, A , kt. , búsettur í en með lögheimili að í Reykjavík , þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 11. nóvember 2022, um vistun hans á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring. Krafa sóknaraðila er reist á því að skilyrði nauðungarvistunar séu ekki fyrir hendi, sbr. 3. mgr. 19. g r. lögræðislaga nr. 71/1997. Jafnframt krefst sóknaraðili þess að málskostnaður skipaðs talsmanns hans greiðist úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. 2. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og að ákvörðun sýslumanns um áframha ldandi nauðungarvistun sóknaraðila verði staðfest. 3. Málið var þingfest í dag, 16. nóvember 2022, og tekið samdægurs til úrskurðar. Sóknaraðili kom sjálfur fyrir dóminn og gaf þar skýrslu. Þá voru teknar skýrslur af geðlæknunum B og C áður en málið var f lutt munnlega, en dómari og lögmenn aðila voru sammála að loknum vitnaleiðslum um að frekari gagnaöflunar og vitnaleiðslna væri ekki þörf. 4. Um málsatvik segir í gögnum málsins að sóknaraðili sé ára karlmaður, nýfráskilinn og barnlaus, búsettur í þar sem hann sé við nám. Hann eigi fyrri sögu á geðsviði, sé greindur með geðhvarfasjúkdóm og sé nú í maníu (F.31.2). Hann eigi einnig sögu um áfengisvanda. Sóknaraðili, sem hafi nýlega komið heim frá , hafi komið á geðdeild með lögreglufylgd þann 7. nóvem ber sl. og hafði þá verið metinn manískur af héraðslækni. Hann hafi að sögn verið ógnandi á heimilinu, hótað móður sinni og eiginmanni hennar lífláti, verið samhengislaus í tali. Við komu á geðdeild hafi hann verið metinn hættulegur sjálfum sér og öðrum og talin hætta á að hann færi aftur til án meðferðar. Hann hafi verið nauðungarvistaður í allt að 72 klukkustundir síðdegis 8. nóvember sl. og sýslumaður samþykkt áframhaldandi nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring 11. sama mánaðar. Sóknaraðili sé ósáttur við að vera á geðdeild og telji sig ekki eiga við geðrænan vanda að stríða en nauðungarvistun sé talin nauðsynleg vegna alvarlegs ástands og innsæisleysis hans og til að tryggja að hann fái viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. 5. S amkvæmt framlögðu læknisvottorði C , sérnámslæknis í geðlækningum, dags. 10. nóvember 2022, er sóknaraðili greindur með geðhvarfasjúkdóm og nú í maníu (örlyndi) (F.31.2). Fram kemur að hann eigi sér langa sögu um alvarlegan geðsjúkdóm og eigi fjölda innla gna á geðdeild vegna þessa. Hann sé sennilega hættur reglulegri inntöku jafnvægislyfja sinna (Litarex og Olanzapin). Hann hafi ekkert sofið dagana fyrir innlögn, sé með aukinn talþrýsting og hótanir gagnvart aðstandendum. Hann eigi einnig sögu um áfengisva nda og hafi verið að drekka fyrir komuna til landsins. Hætta sé á að hann fari aftur til án þess að hafa fengið meðferð. Þá kemur fram í læknisvottorðinu að upplýsingar séu um versnun frá í sumar. ekki talið sig veikan og neitað lyfjum. Eftir að ákvörðun lá fyrir um 72 klukkustunda nauðungarvistun hafi hann fengið sprautur (geðrofslyfið Haldol og róandi lyfið Ativan), en hann hafi verið metinn hættulegur sjálfum sér og öðrum og nauðsynlega þurft á meðferð að halda. Í niðurlagi vottorðsins kemur fram að það sé mat læknisins að nauðungarvistun sé óhjákvæmileg. Því til stuðnings er vísað til þess að sóknaraðili sé með þekktan geðhvarfasjúkdóm, sé nú í örlynd i, hafi verið ógnandi við aðstandendur og sé metinn hættulegur, bæði sjálfum sér og aðstandendum. 6. Í skýrslu sóknaraðila fyrir dómi kom fram að honum hafi liðið ótrúlega vel síðastliðið ár, fyrir utan stutt þunglyndistímabil í sumar í tengslum við skilnað. Hann kannaðist við að glíma við geðhvarfasjúkdóm en tók fram að hann hefði ekki verið veikur lengi. Hann kvaðst hafa hætt að taka annað af tveimur geðlyfjum 3 sem honum hafi verið ávísað fyrir nokkru þar sem honum þætti það hafa slæm aukaáhrif á sig og stund um gleymdi hann að taka hitt lyfið. Þá kannaðist hann við að hafa verið að drekka bjór að undanförnu, eftir að hafa annars verið hættur að drekka áfengi fyrir nokkrum árum síðan. Fram kom að sóknaraðili er mjög ósáttur við að frelsi hans hafi verið skert m eð þessum hætti, honum líði illa á geðdeild, vilji útskrifast og komast sem fyrst heim til sín í . Á honum var að skilja að hann væri til í að ræða það við lækni hvaða lyf séu honum nauðsynleg og kvaðst vel geta séð um sína lyfjainntöku sjálfur. Hann kv aðst ekki kannast við að hafa verið ógnandi eða hótandi í garð aðstandenda. 7. B , sérfræðingur í geðlækningum, sem nú er ábyrg fyrir meðferð sóknaraðila gaf skýrslu sem vitni fyrir dómi. Fram kom að hún hefði tekið við meðferð sóknaraðila í upphafi vikunnar o g átt við hann viðtal í dag og síðasta mánudag. Sóknaraðili sé og hafi verið með mikil manísk einkenni og sjúkdómsinnsæi hans sé enn alls ekkert. Ekki hafi komið fram ranghugmyndir í viðtölum, en borið á talsverðum talþrýstingi. Sóknaraðili hafi lítið sof ið þrátt fyrir mikla lyfjagjöf. Staða hans nú sé viðkvæm, en á honum sjáist þó batamerki miðað við ástand hans við innlögn. Fram kom að blóðrannsókn við innlögn sýndi að sóknaraðili hefði ekki verið að taka geðlyfin sín reglulega að undanförnu. Sóknaraðili hefði þegið lyf í legunni, að vísu undir þvingun, bæði sprautulyf og á töfluformi og virtist lyfjameðferðin því byrjuð að skila árangri. Hún kvað nauðungarvistun óhjákvæmilega eins og staðan sé í dag, því yrði henni aflétt væru yfirgnæfandi líkur á því að hann hætti lyfjainntöku og veiktist alvarlega, þá hugsanlega kominn aftur til . Vonast sé til að aukið innsæi og samvinna náist við sóknaraðila um áframhaldandi meðferð á nauðungarvistunartímanum og verði nauðungarvistun aflétt eins skjótt og hægt er. 8. Vitnið C , sérnámslæknir í geðlækningum, gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum síma, staðfesti framangreint vottorð sitt frá 10. nóvember sl. og gerði nánari grein fyrir áliti sínu sem þar kemur fram. Fram kom að geðhvarfagreining sóknaraðila hafi verið stöðug frá 2013 og að um 10 innlagnir hefði verið að ræða síðastliðin 10 ár. Sóknaraðili hefði verið í þjónustu hjá geðhvarfateymi 2018 til 2021 en þá útskrifaður til heilsugæslu. Sóknaraðili hefði sýnt örlyndiseinkenni í viðtali við vitnið og ekkert innsæi sýnt í ástand sitt, skýrar ranghugmyndir hefðu ekki komið fram í viðtali þótt hann hefði verið samhengislaus í tali, með aukinn talþrýsting og sýnt með atferli að hann væri ósáttur. Í gögnum hafi komið fram saga um ógnanir gagnvart aðstandendum sem virtist nýt t í sögu sóknaraðila. Enginn vafi leiki á um sjúkdómsgreiningu sóknaraðila, hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og sé nú í örlyndi (maníu). Vitnið staðfesti það mat sitt að nauðungarvistun hafi verið óhjákvæmileg þann dag sem vottorðið var ritað. 9. Í má li talsmanns sóknaraðila kom fram að krafan byggi á því að skilyrði 2. mgr., sbr. 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga til þeirrar frelsisskerðingar sem felist í nauðungarvistun séu ekki fyrir hendi, þ.e. veikindin séu ekki svo alvarleg að réttlæti nauðungarvistun , auk þess sem vægari úrræði séu tæk. Nauðungarvistun komi sér illa fyrir sóknaraðila sem sé í dýru námi erlendis. Þá sé sóknaraðila vel treystandi til að sjá sjálfur um sína lyfjainntöku í samráði við lækna. Niðurstaða: 10. Það er skilyrði þess að unnt sé að nauðungarvista mann á sjúkrahúsi að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur séu taldar á að svo sé ástatt um hann eða ástand hans sé þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga. Eigi nauðungarvistun að standa lengur en í 72 klukkustundir og í allt að 21 sólarhring er jafnframt sett það skilyrði að áframhaldandi nauðungarvistun sé óhjákvæmileg að mati læknis, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. 11. Í athugasemdum með 19. gr. frumvarps þess er varð að lögræðislögum nr. 71/1997 eru nefnd dæmi um alvarlega geðsjúkdóma og jafnframt um ástand sem jafnað verður til slíkra geðsjúkdóma. Þar sem sú talning er sögð í dæmaskyni er ljóst að ekki er um tæmandi talningu að ræða. Enda þótt h eimildir lögræðislaga til nauðungarvistunar verði ekki skýrðar rýmkandi skýringu, í ljósi þess hve þær fela í sér afdrifaríka takmörkun á rétti manns til frelsis, sem nýtur verndar í 67. gr. stjórnarskrárinnar og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lö g nr. 62/1994, ber að hafa framangreint í huga og jafnframt að sjúkdómsgreining og mat á alvarleika geðsjúkdóms eða annars ástands er í grunninn læknisfræðilegs eðlis. 12. Með vísan til gagna málsins, fyrirliggjandi læknisvottorðs og vættis þeirra tveggja ge ðlækna sem gáfu vitnisburð fyrir dómi, sem og skýrslu sóknaraðila sjálfs, þykir nægjanlega í ljós leitt að sóknaraðili glími 4 við geðhvarfasjúkdóm og sé nú í geðhæðarlotu (maníu). Það er skýrt mat lækna sem gáfu vitnisburð að um alvarlegan geðsjúkdóm sé að ræða og að nauðungarvistun sé enn um sinn óhjákvæmileg. Er ekkert fram komið sem varpar rýrð á það mat lækna að nauðungarvistun sé nú óhjákvæmileg og að vægari úrræði séu ekki tæk. Þykir því sýnt að nauðsynlegt sé að sóknaraðili verði enn um sinn áfram nau ðungarvistaður á sjúkrahúsi og fái þar viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar. Samkvæmt vitnisburði lækna skortir enn mjög á sjúkdómsinnsæi sóknaraðila og hefur ekki náðst samvinna við hann um áframhal dandi innlögn og meðferð. Verður ekki séð að við núverandi aðstæður dugi önnur eða vægari úrræði en nauðungarvistun til að tryggja heilsu og batahorfur hans. 13. Er það því niðurstaða dómsins að skilyrði 3. mgr., sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, séu uppfyllt til áframhaldandi nauðungarvistunar sóknaraðila í allt að 21 sólarhring frá 3. nóvember 2022 að telja. Verður því að staðfesta ákvörðun sýslumanns og hafna kröfu sóknaraðila um afléttingu nauðungarvistunar. 14. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 21. gr. sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns , eins og nánar greinir í úrskurðarorði og og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukas katts. 15. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, A , kt. , um að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 11. nóvember 2022, um að nauðungarvista hann á sjúkrahúsi í allt að 21 dag. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 186.000 krónur.