LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. júní 2021. Mál nr. 190/2020 : 1924 ehf. ( Reimar Pétursson lögmaður ) gegn Seðlabank a Íslands ( Ástríður Gísladóttir lögmaður) Lykilorð Stjórnsýsla. Skaðabætur. Gjaldeyrismál. Aðild. Lögvarðir hagsmunir. Sakarefni. Útdráttur 1 ehf. krafði S um skaðabætur á þeim grundvelli að ólögmæt og saknæm háttsemi starfsmanna S hefði orðið til þess að 1 ehf. fékk ekki greiðslur sem hann átti rétt á frá K ehf. vegna nauðasamnings félagsins. Byggði 1 ehf. á því að hann hefði getað notið betri ávöxtunar af fjármunum sínum þann tíma sem þeir lágu á fjárvörslureikningi og S hafði til athugunar hvort útgreiðslur K ehf. til hans stæðust ákvæði laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Með vísan til dóms Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr . 639/2017 byggði Landsréttur á því að 1 ehf. hefði gerst sekur um brot gegn lögum nr. 87/1992 en rétturinn taldi aftur á móti ekki að greiðslur frá K ehf. til 1 ehf. hefðu farið í bága við ákvæði laganna. Þá var tekið fram að inntak tilgreindra bréfa sem S sendi K ehf. og eftirfarandi rannsókn á ætluðum brotum félagsins hefði verið þess eðlis að K ehf. hefði hlotið að halda að sér höndum með greiðslur til 1 ehf. þar til réttaróvissu yrði eytt en því var hafnað að ólögmæt og saknæm háttsemi hefði falist í þ essum samskiptum og rannsókn S. Ekki var heldur fallist á það með 1 ehf. að S yrði gerður ábyrgur fyrir þeim töfum sem hlutust eftir niðurfellingu stjórnsýslumáls S gegn K ehf. af þeirri ákvörðun þess síðastnefnda að halda enn eftir greiðslum til 1 ehf. og leita sérstakrar leiðbeiningar S. Var S sýknaður af kröfum 1 ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 1. apríl 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 12. mars 2020 í málinu nr. E - 132/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 89.459.562 krónur, til vara 43.630.362 krónur en að því frágengnu 31.3 76.924 krónur, í öllum tilvikum ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um 2 vexti og verðtryggingu frá 4. október 2016 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýj aða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og málsástæður aðila 4 Áfrýjandi krefst í máli þessu skaðabóta á þeim grundvelli að ólögmæt og saknæm háttsemi starfsmanna stefnda hafi orðið til þess að hann fékk ekki greiðslur sem hann átti rétt á frá Klakka ehf. vegna nauðasamnings félagsins . Tilkall sitt til þeirra greiðslna byggir áfrýjandi á því að hann hafi fengið kröfur samkvæmt nauðasamningnum framseldar frá móðurfélagi sínu, Nornes AS , sem skráð sé í Noregi , með tegundarákveðnu lán i 5. janúar 20 15. Sé lánið til endurgreiðslu 31. janúar 2025 . 5 Áfrýjandi krefst af þessu tilefni skaðabóta sem samsvari dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá gjalddaga greiðslu samkvæmt nauðasamningnum til 4. október 2016, að frádregnum þeim vöxtum sem greiðslurnar báru á fjárvörslureikningi á vegum Klakka ehf. Með sama hætti krefst áfrýjandi til vara vaxta samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 38/2001, en að því frágengnu vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Í stefnu er gerður áskilnaður um frádrátt frá framangreindum Fyrir Landsrétti var upplýst að það dómsmál hefði verið fellt niður en e innig höfð uppi krafa um bætur að álitum eftir ólögfestum reglum skaðabótaréttar sem áfrýjandi telur rúmast innan kröfugerðar sinnar. 6 Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi upplýsti Klakki ehf. stefnda 2. og 3. júlí 2014 um framsal kröfu frá erlendum kröfuhafa til íslensks framsalshafa og að samkvæmt því stæði til að greiða framsalshafanum í samræmi við nauðasamning félagsins. Sams konar tilkynning var einnig send 6. október sama ár. Stefndi brást við síðari tilkynningunni með tölvubréfi 10. október 2014 þar sem Klakka ehf. var bent á að samkvæmt þágildandi 13. gr. b laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál væru fjármagnshreyfingar milli la nda óheimilar nema með sérstakri undanþágu frá stefnda og næði bannið meðal annars til fjármagnshreyfinga sem fælust í flutningi framseljanlegra fjármálagerninga milli innlendra og erlendra aðila. Var samkvæmt vikum þar sem kröfuhafaskipti hefðu átt sér stað milli innlendra og erlendra aðila. 7 Þriðju tilkynningu Klakka ehf. til stefnda 26. janúar 2015, meðal annars vegna kröfuframsals til áfrýjanda og fyrirhugaðrar greiðslu, er nánar lýst í hinu m áfrýjaða dómi . Hinn 28. sama mánaðar mun s tarfsmaður stefnda hafa haft samband við forstjóra félagsins símleiðis vegna málsins. Jafnframt sendi stefndi Klakka ehf. tölvubréf þann dag þar sem áréttað var að samkvæmt 13. gr. b laga nr. 87/1992 væru fjármagnshreyfingar mill i landa í innlendum gjaldeyri óheimilar og að slík 3 fjármagnshreyfing fælist í framsali kröfu í íslenskum krónum frá erlendum aðila til innlends . Þá var tekið fram að ákvæði 13. gr. g laga nr. 87/1992, sem veitti undanþágu frá banni 13. gr. b sömu laga við fjármagnshreyfingum milli landa að því tilskildu að um lántökur og lánveitingar milli félaga innan sömu samstæðu væri að ræða, ætti einungis við ef greiðsla færi fram með úttekt af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Af þessu tile fni var ítrekað að stefndi hvetti til varkárni og rannsóknar og vekur á því sérstaka athygli að komi til greiðslna á grundvelli slíkra viðskipta yrði sá þáttur rannsakaður sérs kjölfar framangreind s tölvubréfs voru greiðslur til áfrýjanda lagðar inn á fjárvörslureikning á vegum Klakka ehf. með vísan til 5. gr. nauðasamnings félagsins . 8 Með bréfi 5. mars 2015 óskaði Klakki ehf. eftir afst öðu stefnda til þess hvort greiðslur frá félaginu til innlendra kröfuhafa, sem fengið hefðu kröfur sínar framseldar frá erlendum aðila, brytu í bága við ákvæði laga nr. 87/1992 og leiðbeiningum þar að lútandi, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefn di svaraði framangreindri beiðni Klakka ehf. með bréfi 10. sama mánaðar. Efni bréfsins er rakið í hinum áfrýjaða dómi. aðila til innlends aðila með láni innan samstæðu gangi gegn ákvæðum laga nr. innlends aðila sem eignast hefur kröfu með ólögmætum hætti, enda getur innlendur 9 Með bréfi 3. júní 2015 krafði áfrýjandi Klakka ehf. um greiðslu á nauðasamningskröfu sinni innan tíu daga. Í svarbréfi Klakka ehf. 18. júní sama ár upplýsti félagið að í ljósi samskipta þess við um leiðbeiningar. Þá var áfrýjandi jafnframt upplýstur um að stefndi hefði tekið ætluð brot Klakka ehf. vegna sl íkra greiðslna til rannsóknar og að þeirri rannsókn væri ekki lokið. 10 Framangreind rannsókn stefnda hófst með bréfi 13. mars 2015 þar sem Klakka ehf. var tilkynnt að tekin hefðu verið til rannsóknar ætluð brot félagsins gegn ákvæðum laga nr. 87/1992 vegna f jármagnshreyfinga milli landa í tengslum við greiðslur samkvæmt nauðasamningi félagsins . Jafnframt var meðal annars óskað gagna um greiðslur til Nornes AS og áfrýjanda . Upplýsingar ásamt skýringum á afstöðu Klakka ehf. voru veittar með bréfi 14. apríl 2015 . Með bréfi stefnda 5. júní sama ár var Klakka ehf. tilkynnt að niðurstöður rannsóknarinnar væru þær að með greiðslum að fjárhæð samtals 229.496.688 krónur til annars íslensks framsalshafa hefði Klakki ehf. brotið gegn ákvæðum 1. mgr., sbr. 3. mgr. 13. gr. b laga nr. 87/1992 og gerð grein fyrir því á hverju sú ályktun byggðist. Jafnframt var tilkynnt að í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort lögð skyldi stjórnvaldssekt á Klakka ehf., sbr. 2. mgr. 15. gr. a 4 sömu laga, en auk þess var vakin athygli á heim ild 15. gr. b í lögunum til þess að ljúka máli með sátt. Loks var félaginu veittur tveggja vikna frestur til að koma andmælum sínum á framfæri. Í andmælabréfi Klakka ehf. 6. júlí 2015 kemur fram að félagið telji þá afstöðu stefnda að kröfuframsal sem fari í bága við ákvæði laga nr. 87/1992 sé að vettugi virðandi og að framseljandi teljist því enn eigandi kröfunnar skorti stoð í lögum nr. 87/1992 eða öðrum réttarreglum. Greiðslur Klakka ehf. til hins íslenska framsalshafa hafi farið fram á grundvelli einkaré ttarlega gilds kröfuframsals og ekki falið í sér fjármagnshreyfingar milli landa þar sem þær hafi verið inntar af hendi í íslenskum krónum með millifærslum milli innlendra bankareikninga. Með bréfi stefnda 15. mars 2016 var Klakka ehf. tilkynnt að málið he fði verið fellt niður. Í 11 Hinn 30. maí 2016 óskaði Klakki ehf. enn eftir leiðbeiningum stefnda um hvernig fara skyldi með greiðslur til áfrýjanda. Í bréfinu var gerð grein fyrir því að samkvæmt nauðasamningi félagsins væru ekki greiddir út fjármunir til erlendra kröfuhafa , sem kynnu að vera undirorpn ir íslenskum gjaldeyrisreglum. Þess í stað væru slíkar greiðslur settar til hliðar þa r til gjaldeyrishöft féllu á brott, undanþága fengist frá þeim eða kröfuhafinn hætti að vera undirorpinn gildissviði þeirra. Var sérstaklega óskað leiðbeininga um það hvort stefndi teldi r frá Klakka ehf. til áfrýjanda á grundvelli hans færu í bága við einhver ákvæði laga nr. 87/1992. 12 Stefndi svaraði framangreindu erindi Klakka ehf. frá 30. maí 2016 með bréfi 28. september sama ár . Efni þess er að hluta tekið orðrétt upp í hinum áfrýjaða dómi. Var það niðurstaða stefnda að bæði Klakki ehf. og áfrýjandi væru innlendir aðilar í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 87/1992 og að fjármagnshreyfingar á milli þeirra væru því einungis takmarkaðar ef þær færu yfir landamæri. Stæðu lögin því ekki í ve gi fyrir útgreiðslum frá Klakka ehf. til áfrýjanda hér á landi, að því gefnu að áfrýjandi ætti rétt til slíkra greiðslna á grundvelli nauðasamnings Klakka ehf., hann væri raunverulegur eigandi kröfunnar og bæri fjárhagslega áhættu af eignarhaldi hennar. Da ginn eftir leitaði Klakki ehf. staðfestingar áfrýjanda á því að hann uppfyllti síðastgreind skilyrði og var hún veitt samdægurs . Hinn 4. október sama ár greiddi Klakki ehf. útistandandi kröfur áfrýjanda ásamt vöxtum. 13 Samhliða framangreindu stjórnsýslumáli gagnvart Klakka ehf. rak stefndi sjálfstætt stjórnsýslumál gagnvart áfrýjanda vegna lánssamningsins 5 . janúar 2015 . Með bréfi 2. febrúar 2015 tilkynnti stefndi áfrýjanda að hann hefði ákveðið að taka til rannsóknar ætluð brot félagsins gegn ákvæðum laga nr . 87/1992 vegna framangreinds kröfuframsals og óskaði eftir gögnum. Í svarbréfi áfrýjanda 13. sama mánaðar kom fram sú afstaða félagsins að framsölin væru heimil á grundvelli 1. mgr. 13. gr. g laga nr. 87/1992 þar sem um lán innan samstæðu félaga væri að r æða. Jafnframt voru umbeðin gögn send til stefnda. Með bréfi stefnda 5. mars 2015 var áfrýjanda tilkynnt 5 að niðurstöður rannsóknarinnar væru þær að áfrýjandi hefði brotið gegn ákvæðum 3. töluliðar 1. mgr., sbr. 3. mgr. 13. gr. b og 1. mgr. 13. gr. g laga n r. 87/1992 og gerð grein fyrir því á hverju sú ályktun byggðist. Jafnframt var tilkynnt að í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort lögð skyldi stjórnvaldssekt á áfrýjanda, sbr. 2. mgr. 15. gr. a sömu laga og vakin athygli á heimild 15. gr. b í lögunum t il þess að ljúka máli með sátt. Loks var áfrýjanda veittur tveggja vikna frestur til að koma andmælum sínum á framfæri. Í andmælabréfi áfrýjanda 9. apríl 2015 var þeirri lögskýringu sem lá að baki rannsóknarniðurstöðum stefnda mótmælt sem og sektargerð á þ eim grundvelli. Meðal gagna málsins er sáttaboð stefnda 14. mars 2016 þar sem sjónarmiðum áfrýjanda um skýringu laga nr. 87/1992 var hafnað með rökstuddum hætti og áréttuð fyrri afstaða stefnda um brot gegn tilteknum ákvæðum laganna. Var áfrýjanda boðið að ljúka málinu með greiðslu 6.400.000 króna sektar að uppfylltu því skilyrði að framsal Nornes AS til áfrýjanda á nauðasamningskröfum á hendur Klakka ehf. gengi til baka. Áfrýjandi hafnaði framangreindu sáttaboði 15. apríl 2016. 14 Framangreindu stjórnsýslumá li gagnvart áfrýjanda lauk með ákvörðun stefnda 19. ágúst 2016 þar sem áfrýjanda var gerð 24.200.000 króna sekt. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni kom fram að allar þær fjármagnshreyfingar milli landa sem taldar væru upp í 1. mgr. 13. gr. b laga nr. 87/199 2 væru óheimilar nema um væri að ræða greiðslu vegna kaupa á vöru eða þjónustu, þar með talið lánveitingar samkvæmt 3. tölulið ákvæðisins. Samkvæmt 3. mgr. 13. gr. b væru allar fjármagnshreyfingar samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins á milli landa í innlendum gjald eyri óheimilar nema þær fj ármagnshreyfingar , aðrar en vegna vöru - og þjónustuviðskipta , sem væru sérstaklega undanþegnar í lögunum, og þá að uppfylltu því skilyrði að greiðsla f æri fram með úttektum af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Ákvæði 1. mgr. 13. gr. g laga nr. 87/1992, sem veiti slíka undanþágu fyrir lántökur og lánveitingar milli félaga innan sömu samstæðu , ætti því aðeins við að uppfylltu frama ngreindu skilyrði um greiðslu með úttekt af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Sú fjármagnshreyfing sem fólst í kröfuframsalinu samkvæmt lánssamningnum 5 . janúar 2015 teldist ekki fullnægja þessu skilyrði og félli ekki undir unda nþáguheimild 13. gr. g laga nr. 87/1992. Teldist áfrýjandi því hafa brotið gegn 3. tölulið 1. mgr., sbr. 3. mgr. 13. gr. b og 1. mgr. 13. gr. g laga nr. 87/1992 . 15 Áfrýjandi höfðaði mál á hendur stefnda 13. september 2016 til að fá ógilta framangreinda á kvörðun stefnda 19. ágúst sama ár en til vara að fá sektarfjárhæðina lækkaða. Með dómi Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 639 /2017 var staðfestur dómur héraðsdóms þar sem ekki var fallist á ógildingu ákvörðunar stefnda en sektin aftur á móti felld n iður. Í forsendum héraðsdóms, sem staðfestar voru í Hæstarétti, kemur meðal annars fram að framsetning laga nr. 87/1992 á bannákvæðum og undantekningum frá þeim hafi verið flókin og orðalag ákvæða misvísandi. Þá væri fram komið að stefndi hefði látið átölu laust að öðru nafngreindu félagi væru greiddar umtalsverðar fjárhæðir af hálfu Klakka ehf. samkvæmt nauðasamningi félagsins á grundvelli sambærilegra samninga . Yrðu þau viðbrögð stefnda ekki túlkuð á annan 6 veg en að raunverulegur vafi hefði verið uppi um h vernig túlka hefði átt ákvæði laga með tilliti til samninga þessa eðlis . Í ljósi undanþága laga nr. 87/1992 um fjármagnshreyfingar innan samstæðu milli landa, og þess að stefndi hefði 28. september 2016 að endingu fallist á að Klakki ehf. greiddi áfrýjanda á grundvelli lánssamninganna, hefði stefndi heldur ekki fært fyrir því fullnægjandi rök að brot áfrýjanda á lögunum hefði verið til þess fallið að valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis - og peningamálum. 16 Að öðru leyti en að framan greinir vís ast um reifun málsatvika og málsástæðna aðila til hins áfrýjaða dóms. Niðurstaða 17 Eins og að framan greinir byggi st skaðabótakrafa áfrýjanda á því að hann hefði getað notið betri ávöxtunar af fjármunum sínum þann tíma sem þeir lágu á fjárvörslureikningi og stefndi hafði til athugunar hvort út greiðslur Klakka ehf. til hans stæðust ákvæði laga nr. 87/1992. 18 Af dómi Hæstar éttar 27. september 2018 í máli nr. 639 /2017 verður ályktað að áfrýjandi hafi með gerð lánssamningsins, þar sem Nornes AS framseldi nauðasamningsgreiðslur til hans, gerst sekur um brot gegn ákvæðum laga nr. 87/1992. Aftur á móti verður ekki talið að greiðs lur frá Klakka ehf. til áfrýjanda á grundvelli kröfuframsalsins hafi farið í bága við ákvæði laganna, enda bönnuðu þau ekki fjármagnshreyfingar af því tagi auk þess sem ekki hafði verið gripið til lagalegra úrræða til að fá kröfuframsalinu hnekkt. Í samræm i við það var afstaða stefnda að lokum sú að hinar umdeildu greiðslur til áfrýjanda samkvæmt nauðasamningi Klakka ehf. væru heimilar. Mál þetta varðar kröfu áfrýjanda um bætur vegna tafa á þeim greiðslum og verður því ekki fallist á það með stefnda að efni séu til að vísa málinu frá dómi af sjálfsdáðum á grundvelli 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá athugast að eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi bera gögn málsins með sér að þær kröfur sem eru grundvöllur skaðabótakröfu áfrýjanda ha fi tilheyrt honum og að Klakki ehf. hafi greitt honum þær. Breytir uppgjör framangreindra lánssamninga milli áfrýjanda og móðurfélags hans engu í því sambandi. Af þeim sökum verður hvorki fallist á það með stefnda að sýkna beri hann af kröfum áfrýjanda í m álinu sökum aðildarskorts til sóknar, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, né að efni séu til að vísa málinu frá dómi af sjálfsdáðum vegna þess að áfrýjanda skorti lögvarða hagsmuni af kröfugerð sinni í málinu. 19 Um bótaábyrgð hins opinbera vegna tjóns se m hlýst af opinberri sýslan fer eftir sakarreglunni nema á annan veg sé mælt í lögum eða sérstakar ástæður leiði til þess að beitt sé strangari bótaábyrgð. Stefndi hafði samkvæmt lögum nr. 87/1992 heimildir til að hafa eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum og til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota gegn lögunum. Á grundvelli almennra eftirlitsheimilda sinna brást stefndi við tilkynningum Klakka ehf. um kröfuframsal frá erlendum kröfuhafa til íslensks framsalshafa, þar á meðal um framsalið til áfrýjanda, m eð því að senda tölvubréf 28. 7 janúar 2015 og hvetja til varkárni auk þess sem því var lýst að viðskiptin og greiðsl ur á grundvelli þeirra kynnu að verða tekin til rannsóknar. M eð tilkynningu 2. febrúar 2015 hófst síðan meðferð stjórnsýslumáls gagnvart áfrý janda vegna kröfuframsalsins sem leitt gat til töku stjórnvaldsákvörðunar á grundvelli valdheimilda stefnda. Því máli lauk á stjórnsýslustigi 19. ágúst 2016 með því að áfrýjanda var gerð 24.200.000 króna sekt vegna brota gegn lögum nr. 87/1992. Á grundvell i leiðbeiningarskyldu sinnar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga veitti stefndi Klakka ehf. jafnframt eins og fyrr greinir þá leiðsögn í bréfi sínu 10. mars 2015 að félaginu væri óheimilt að greiða til áfrýjanda á grundvelli kröfuframsalsins. Þá hóf stefndi 1 3 . sama mánaðar rekstur sérstaks stjórnsýslumáls til rannsóknar á ætluðum brotum Klakka ehf. vegna greiðslna til áfrýjanda og annars íslensks framsalshafa, en það mál var sem fyrr greinir fellt niður 15. mars 2016. Ekki verður fallist á það með áfrýjanda að jafna megi meðferð stjórnsýslumálsins gagnvart Klakka ehf., eða undanfarandi veitingu upplýsinga á grundvelli almennra eftirlitsheimilda eða leiðbeiningarskyldu stefnda, til þess að fjármunir áfrýjanda hafi verið kyrrsettir . Verður því ekki fallist á það með honum að af þeim sökum skuli leggja bótaskyldu á stefnda eftir hlutlægum mælikvarða þegar í ljós kom sú breytta afstaða hans að Klakka ehf. vær u greiðslurnar heimilar. Þá eru aðstæður í máli þessu að öðru leyti ekki með þeim hætti að efni séu til að víkja frá hinni almennu sakarreglu við mat á bótaábyrgð stefnda. Verður málið því dæmt á grundvelli hennar. 20 Í máli þessu beitti stefndi ekki heimild sinni samkvæmt 3. mgr. 15. gr. e laga nr. 87/1992 til þess að krefjast kyrrsetningar á eignum áfrýjanda. A ð því gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að hafna öllum málsástæðum áfrýjanda sem byggja st á því að stefndi hafi stöðvað greiðslur án lagaheimildar eða í andstöðu við ákvæði 13., 14. og 20 g r. stjórnsýslulaga, enda var engin ákvörðun tekin af hálfu stefnda um að fé áfrýjanda skyldi kyrrsett eða greiðslur stöðvaðar. Aftur á móti er f allist á það með áfrýjanda að inntak framangreindra bréf a stefnda til Klakka ehf. 28. janúar og 10. mars 2015, o g eftirfarandi rannsókn á ætluðum brotum félagsins, hafi verið þess eðlis að Klakki ehf. hafi hlotið að halda að sér höndum með greiðslur til áfrýjanda þar til réttaróvissu yrði eytt . Kemur þá til skoðunar hvort ólögmæt og saknæm háttsemi hafi falist í fra mangreindum samskiptum og rannsókn stefnda. 21 Eins og áður greinir hafði s tefndi samkvæmt lögum nr. 87/1992 heimildir til að hafa eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum og til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota gegn lögunum . Fór hann ekki ú t fyrir þær heim ildir sínar með rekstri framangreind s stjórnsýslumál s eða upplýsingagjöf til Klakka ehf. í aðdraganda þess . Verður málsástæðu áfrýjanda um skort á lagaheimildum því hafnað sem og þeirri málsástæðu að starfsmenn stefnda hafi sniðgengið lagaákvæði um kyrrset ningu fjármuna. 22 Áfrýjandi hefur einnig vísað til þess að framangreindar athafnir starfsmanna stefnda hafi ranglega orðið til þess að greiðslur voru ekki inntar af hendi til hans á réttum 8 tíma. Þá hafi útgreiðsla þeirra tafist óhæfilega þar sem stefndi haf bréfi 28. september 2016. 23 Í bréfi stefnda til Klakka ehf. 28. janúar 2015 kemur með skýrum hætti fram að stefndi taldi undanþáguákvæði 13. gr. g laga nr. 87/1992 ekki eiga við um lánssamninga af því tagi sem Nornes AS og áfrýjandi gerðu sín á milli. Í bréfi stefnda 10. mars sama ár var fyrri afstaða áréttuð auk þess sem þar sagði beinlínis að félaginu væri að greiða fjármuni inn á reikning a ðila sem væru í sömu stöðu og áfrýjandi, enda væri það kröfuframsal frá erlendum aðila til innlends aðila sem til grundvallar lægi ólögmætt samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Fyrir liggur einnig að ætluð brot áfrýjanda og Klakka ehf. gegn ákvæðum laga nr. 87/1992 voru formlega tekin til rannsóknar 2. febrúar og 13. mars 2015. Í bréfi stefnda 28. september 2016 kemur aftur á móti fram sú breytta afstaða að þótt kröfuframsalið sé eftir sem áður talið ólögmætt standi lög nr. 87/1992 ekki í vegi fyrir greiðslum frá Klakka ehf. til áfrýjanda, sé hann raunverulegur eigandi kröfunnar, enda fari fjármagnshreyfingar af því tilefni ekki yfir landamæri. Samkvæmt 15. gr. i laga nr. 87/1992, sem kom inn í lögin með lögum nr. 60/2015, hefur stefndi heimild til a ð krefjast þess að látið verði af háttsemi sem hann telur í andstöðu við ákvæði laganna og til að krefjast úrbóta eða leiðréttinga. Í skýringum með frumvarpi til þeirra laga kemur fram að brot gegn lögum um gjaldeyrismál kunn i að vera veruleg ógn við þá hagsmuni sem þeim er ætlað að vernda og sé því brýnt að Seðlabanki Íslands geti brugðist við þeim með viðeigandi hætti. Valdheimildir af þessu tagi séu taldar r éttlætanlegar í ljósi þess samfélagslega kostnaðar sem stafað get i a f brotum einstakra aðila gegn fjármagnshöftunum . Stefndi byggir aftur á móti á því í málinu að ekki hefði komið til greina að beita þessu lagaákvæði um kröfuframsalið sem fólst í lánssamningnum frá Nornes AS til áfrýjanda þar sem ákvæðið hefði ekki komið i nn í lögin fyrr en eftir að mál áfrýjanda hafði verið tekið til rannsóknar hjá stefnda. Að öllu framangreindu gættu er ljóst að afstaða stefnda til túlkunar laga nr. 87/1992 og valdheimilda sinna á grundvelli þeirra breyttist undir meðferð stjórnsýslumálsi ns sem rekið var gagnvart Klakka ehf . 24 Í dómaframkvæmd hefur verið við það miðað að þótt sú lagatúlkun sem stjórnvald byggir á við meðferð máls reynist ekki rétt leiði það ekki sjálfkrafa til þess að athafnir þess á þeim grundvelli teljist ólögmætar og sak næmar þannig að bótaskyldu varði, sbr. dóma Hæstaréttar 4. maí 2016 í máli nr. 585/2015 og 19. október 2017 í máli nr. 684/2016. Verður þess í stað að meta með sjálfstæðum hætti hvort um réttarbrot hafi verið að ræða. Eins og greinir í dómi Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 638/2017 er ljóst að framsetning laga nr. 87/1992 á bannákvæðum og undantekningum frá þeim var flókin og orðalag ákvæða misvísandi þannig að raunverulegur vafi var uppi um réttarstöðu Klakka ehf. og áfrýjanda þegar stefndi hóf af skipti af lánssamningunum og kröfuframsalinu frá Nornes AS til áfrýjanda. Í ljósi þess hve ógegnsæ framangreind lagaákvæði voru verður að ætla stefnda ákveðið svigrúm til að móta túlkun sína og framkvæmd á grundvelli laganna, þar með talið 9 hvernig bregðast skyldi við brotum eins og þeim sem áfrýjandi gerðist sekur um. Þá er þess að gæta að upphafleg túlkun stefnda var í samræmi við þann tilgang til verndar almannahagsmunum sem fjármagnshöftum samkvæmt lögum nr. 87/1992 var ætlað að ná og miðaði að því að ko ma í veg fyrir sniðgöngu við reglur laganna. Loks verður ekki fram hjá því litið að stjórnsýslumálinu gagnvart Klakka ehf. var lokið með hætti sem var áfrýjanda í vil. Með vísan til framangreinds verður ekki talið hafa falist réttarbrot í því að stefndi ha fi lagt upp með víðtækari skilning á lögum nr. 87/1992 og valdheimildum sínum en raunin varð eftir að fallist hafði verið á andmæli Klakka ehf. 25 Meðferð stjórnsýslumálsins gagnvart Klakka ehf. lauk sem fyrr greinir með niðurfellingu 15. mars 2016, eða ári eftir upphaf þess og tæpum 14 mánuðum eftir að stefndi hvatti fyrst til varúðar og kynnti að útgreiðslur kynnu að verða teknar til rannsóknar. Eins og rakið er nánar í efnisgrein 10 hér að framan var málið rekið með töluverðum hraða í upphafi en síðan liðu um átta mánuðir frá því að andmæli Klakka ehf. bárust þar til málið var fellt niður. Jafnframt verður af gögnum málsins ráðið að stefndi hafi um svipað leyti í samskiptum við áfrýjanda vísað til mikilla anna við afgreiðslu mála. Í ljósi atvika málsins og eðlis þeirra álitaefna sem uppi voru verður áfrýjandi ekki talinn hafa sýnt fram á að framangreindur málsmeðferðartími sé svo úr hófi að um sé að ræða réttarbrot sem varðað geti stefnda skaðabótaskyldu. Í niðurfellingu málsins fólst jafnframt skýr yfirlýsi ng stefnda um að sú sök teldist ekki sönnuð að með greiðslum að fjárhæð samtals 229.496.688 krónur til annars íslensks framsalshafa, sem var í sambærilegri stöðu og áfrýjandi, hefði Klakki ehf. brotið gegn ákvæðum 1. mgr., sbr. 3. mgr. 13. gr. b laga nr. 8 7/1992. Verð ur stefndi því ekki gerður ábyrgur fyrir þeim töfum sem eftir þann tíma hlutust af þeirri ákvörðun Klakka ehf. að halda eftir greiðslum til áfrýjanda og leita sérstakrar leiðbeiningar stefnda um það hvort greiðslur frá félaginu til áfrýjanda á grundvelli nauðasamningsins færu í bága við einhver ákvæði laga nr. 87/1992. 26 Af því sem rakið er í efnisgrein 10 hér að framan um málsmeðferð stefnda í mál inu er varðaði Klakka ehf. verður ekki ráðið að skort hafi á að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga h afi verið fylgt. Áfrýjandi var ekki aðili að því stjórnsýslumáli og byggir ekki á því í máli þessu að veita hefði átt honum aðild að því. Allt að einu byggir hann á því að það auki á saknæmi af hálfu stefnda að réttaröryggisreglna stjórnsýsluréttar hafi ek ki verið gætt þar sem áfrýjandi hafi ekki átt aðkomu að samskiptum stefnda við Klakka ehf. um útgreiðslur og því ekki getað komið að andmælum sínum. Áfrýjandi h efur ekki fært að því fullnægjandi rök að á stefnda hvíli þær skyldur sem þessi málsástæða hans byggist á. Þá hefur hér að framan verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé fallist á aðrar málsástæður áfrýjanda um ólögmæta og saknæma háttsemi af hálfu starfsmanna stefnda. 27 Að öllu framangreindu virtu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þar með ta lið ákvæði hans um málskostnað. 28 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. 10 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. mars 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 16. janúar 2020, höfðaði 1924 ehf., Öldugötu 4, Reykjavík, hinn 27. desember 2018, á hendur Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Stefnandi gerir þær dómkröfur aðallega að stefndi greiði honum 89.459.562 krónur, til va ra 43.630.362 krónur, og til þrautavara 31.376.924 krónur, í öllum tilvikum auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. október 2016 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýk nu af öllum dómkröfum stefnanda, en til vara þess að stefnukröfur verði lækkaðar verulega. Þá er krafist málskostnaðar. Aðalmeðferð máls þessa fór fram samhliða aðalmeðferð í máli nr. E - 130/2019, sem Rask ehf. höfðaði gegn stefnda vegna sambærilegra málsat vika. I Helstu málsatvik og ágreiningsefni Mál þetta á rót að rekja til afskipta sem stefndi hóf af greiðslum Klakka ehf. (áður Exista ehf., hér Héraðsdóms Re ykjavíkur 10. október 2010. Eins og kunnugt er voru fjármagnshöft innleidd hér á landi í kjölfar efnahagshruns í nóvember 2008. Með ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 134/2008, sem breyttu lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, fékk stefndi heimild til að s etja reglur, sem m.a. takmörkuðu eða stöðvuðu tímabundið nánar tilgreinda flokka fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengdust til og frá landinu. Með lögum nr. 127/2011 voru reglur um gjaldeyrismál, sem stefndi hafði fram til þessa sett á gr undvelli ákvæðis til bráðabirgða, lögfest samhliða því að áætlun um losun gjaldeyrishafta var kynnt. Stefndi fer með framkvæmd og eftirlit samkvæmt lögum nr. 87/1992 og hefur m.a. heimild til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota gegn 13. gr. a 3. gr. n í lögunum um bann við fjármagnshreyfingum og gjaldeyrisviðskiptum eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra. Með lögum nr. 17/2012, um breytingu á lögum nr. 87/1992, var felld úr gildi undanþága sem hafði verið í gildi þess efnis að fjármagnshr eyfingar á milli landa í innlendum gjaldeyri vegna greiðslu á kröfum úr þrotabúi og greiðslu samningskrafna samkvæmt nauðasamningi væru undanþegnar banni 3. mgr. 13. gr. b í lögunum. Lagabreytingin hafði í för með sér takmarkanir á greiðslum Klakka ehf. ti l erlendra kröfuhafa samkvæmt ákvæðum nauðasamnings félagsins. Voru greiðslur til erlendra kröfuhafa því eftir lagabreytinguna millifærðar á reikning í vörslu Klakka, í samræmi við ákvæði nauðasamningsins, þar sem ráð hafði verið gert fyrir því að til slík rar lagabreytingar gæti komið. Stefndi bendir á að við þessar aðstæður hafi aðþrengdir erlendir kröfuhafar Klakka verið reiðubúnir til að selja kröfur sínar á verulegum afslætti og þannig hafi skapast umtalsverð hagnaðarvon. Stefnandi, sem áður hét P15 3 ehf., kveðst á þeim tíma er máli skiptir hafa verið íslenskt kröfur á hendur Klakka af erlendum kröfuhafa, Basway Corp., sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyju m (Tortóla) í janúar 2015, og framseldi þær strax til stefnanda, eins og hér segir. Með lánasamningi, 5. janúar 2015, lánaði Nornes stefnanda réttindi í Klakka, þ.e. kröfur að nafnvirði 2.018.717.177 krónur, hlutafé að nafnvirði 277.928.676 krónur og áunn a vörslufjárinneign að fjárhæð 380.250.360 krónur. Framsal krafna samkvæmt þessu staðfesti sérstakur umboðsmaður af hálfu 11 Klakka 20. janúar s.á. Lánið er tegundarákveðið og til endurgreiðslu 31. janúar 2025. Lýsir stefnandi því svo að hann eigi í lok lánst ímans að skila sömu réttindum til Nornes, að sama nafnvirði, en þó þannig að ekki sé gerður greinarmunur á réttindum á hendur Klakka eftir flokkum. Stefnandi muni því þurfa, eftir því sem nafnverð krafna hans lækkar við endurgreiðslur Klakka, að kaupa á ma rkaði réttindi í Klakka til að standa skil á láninu. Endanlegur kostnaður stefnanda af láninu sé því óviss. Með tölvubréfi 2. júlí 2014 upplýsti Klakki stefnda um fyrirhugaða greiðslu til íslensks framsalshafa í kjölfar kröfuhafaskipta að nauðasamningskrö fum frá erlendum kröfuhöfum. Stefndi kallaði þegar eftir upplýsingum frá Klakka og fékk 3. s.m. það svar að um Rask ehf. væri að ræða og afrit af tilkynningu um kröfuhafaskiptin. Boðuð greiðsla til stefnanda mun hafa farið fram 7. s.m. Með tölvubréfi 6. október sama ár upplýsti Klakki stefnda um að á ný hefði borist tilkynning um kröfuhafaskipti þar sem íslenskur lögaðili væri framsalshafi og væri um að ræða framsal milli sömu aðila og fyrr, þ.e. Basway og Rasks ehf. Fyrirhugað væri að inna af hendi greið slu til hins innlenda framsalshafa, sem óheimilt hefði verið að inna af hendi til fyrri eiganda. Með tölvubréfi til Klakka 10. s.m. benti starfsmaður stefnda á að takmarkanir skv. 13. gr. b í lögum nr. 87/1992 tækju til flutnings þeirra fjármálagerninga s em kröfuhafar í Klakka hefðu fengið afhenta var . s.m. þar sem m.a. kom fram að Klakki teldi sér skylt að greiða út fjármuni til innlendra framsalshafa ef tilkall til frestaðra nauðasamningsgreiðslna vegna fjármagnshafta hefði færst frá erlendum aðila til innlends vegna aðilaskipta að kröfu. Boðuð greið sla til stefnanda mun hafa farið fram 14. s.m. Með tölvubréfi 26. janúar 2015 tilkynnti Klakki enn á ný um fyrirhugaða greiðslu, nú til stefnanda annars vegar og Rasks ehf. hins vegar, í tilefni kröfuhafaskipta að nauðasamningskröfum. Var tekið fram að þa r sem framsalshafar væru innlendir lögaðilar bæri Klakka, samkvæmt nauðasamningi félagsins, að inna af hendi greiðslu sem óheimilt hefði verið að inna af hendi til fyrri, erlendra, eigenda. Með tölvubréfinu fylgdi greinargerð stefnanda til Klakka til útský ringar á lögskiptum milli framseljanda og framsalshafa. Samkvæmt gögnum málsins átti starfsmaður stefnda símtal við forstjóra Klakka þann 28. janúar 2015 og fylgdi því eftir með tölvubréfi síðar sama dag, þar sem tekið var fram að stefndi hefði áður bent á að fjármagnshreyfingar milli landa í innlendum gjaldeyri væru óheimilar samkvæmt 13. gr. b í lögum nr. 87/1992 og að í framsali kröfu í íslenskum krónum frá erlendum aðila til innlends aðila fælist fjármagnshreyfing á milli landa í innlendum gjaldeyri. Lántökur og lánveitingar í innlendum gjaldeyri milli innlends og erlends aðila innan samstæðu væru einnig takmarkaðar af banni sama lagaákvæðis. Í 13. gr. g í lögunum fælust tilteknar takmarkaðar undanþágur frá þessu banni, en bent var á athugasemd að baki því ákvæði úr greinargerð með frumvarpi er varð að lögum nr. 127/2011 um breytingu á lögum nr. 87/1992. að taka viðskipti af því tagi sem lýst var t il rannsóknar, þar á meðal þátt er varðaði greiðslur á grundvelli slíkra viðskipta og hlutdeild annarra aðila. Í framhaldi ákvað Klakki að inna ekki fyrirhugaða greiðslu af hendi til stefnanda og Rasks ehf. Með bréfi, dags. 2. febrúar 2015, var stefnand a tilkynnt að stefndi hefði ákveðið að taka til rannsóknar ætluð brot félagsins gegn ákvæðum laga um gjaldeyrismál vegna framsals krafna Nornes til stefnanda á nauðasamningskröfum á hendur Klakka. Var óskað upplýsinga og gagna frá stefnanda, sem veitt voru með bréfi lögmanns stefnanda 13. s.m. Með bréfi, dags. 5. mars 2015, var lögmanni stefnanda tilkynnt um niðurstöður rannsóknar stefnda og leiðbeint um andmælarétt. Var niðurstaða stefnda sú að stefnandi hefði brotið gegn 13. gr. b og 13. gr. g í lögum n r. 87/1992, með því að fá framseldar nauðasamningskröfur frá Nornes. Til stæði að ákveða hvort lögð skyldi á stjórnvaldssekt vegna háttseminnar. Bent var á heimild stefnda til þess að ljúka máli með sátt. 12 Degi síðar, 6. mars 2015, tilkynnti Klakki stefna nda bréflega að félagið hefði sent stefnda beiðni um leiðbeiningar á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga, og óskaði afstöðu bankans til þess hvort greiðslur frá Klakka í samræmi við kröfur stefnanda færu í bága við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Á meðan afsta ða bankans lægi ekki fyrir liti Klakki svo á að raunverulegur vafi væri uppi um lögmæti greiðslu á kröfu stefnanda og að Klakka væri heimilt, með vísan til 5. gr. nauðasamningsins, sbr. og gr. 13.1 og 13.2, að halda eftir greiðslu þar til þeim vafa hefði v erið eytt. Með bréfi stefnda til Klakka, dags. 10. mars 2015, svaraði stefndi framangreindri beiðni Klakka, dags. 5. mars s.á., um afstöðu og leiðbeiningar. Í bréfinu var ítarlega fjallað um túlkun stefnda á ákvæðum 13. gr. b og 13. gr. g í lögum nr. 87/ 1991. Þá sagði þar m.a.: framsalshafi er innlendur aðili eru háð takmörkunum laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, líkt og áður segir. Hafi erlendur kröfuhafi Klakka ehf . framselt kröfu samkvæmt nauðasamningi til innlends aðila, í formi tegundarákveðins láns, er ljóst að slík ráðstöfun brýtur í bága við 13. gr. b. og 13. gr. g. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál. Þannig getur innlendur aðili ekki leitt rétt sinn til greið slu af slíku kröfuframsali þar sem hann hefur ekki eignast lögmæta kröfu á hendur Klakka ehf. Af framangreindu leiðir að erlendi aðilinn er enn réttmætur eigandi kröfunnar og telst félagið í raun vera að standa skil á endurgreiðslu krafna hins erlenda kröf uhafa. Slíkar greiðslur fela í sér fjármagnshreyfingar á milli landa Þá sagði m.a. í niðurlagi bréfsins: Að öllu framangreindu virtu er ljóst að afstaða Seðlabankans til frama ngreindra fyrirspurna yðar f.h. Klakka ehf., er sú að framsal á kröfum samkvæmt nauðasamningi frá erlendum aðila til innlends aðila með láni innan samstæðu gangi gegn ákvæðum laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og að Klakka ehf. sé óheimilt að greiða fjárm uni á reikning í eigu innlends aðila sem eignast hefur kröfu með ólögmætum hætti, enda getur innlendur aðili ekki byggt rétt á slíku framsali. Af því leiðir að erlendi aðilinn er enn réttmætur eigandi kröfunnar. Af framangreindu tilefni áréttar Seðlabankin n að útgreiðslur til erlendra Með bréfi stefnda, dags. 13. mars 2015, var Klakka tilkynnt um upphaf rannsóknar stefnda á máli þar sem til skoðunar væru ætluð b rot Klakka gegn lögum um gjaldeyrismál vegna útgreiðslna félagsins í tengslum við nauðasamning Klakka. Með bréfi 5. júní s.á. var félaginu tilkynnt um niðurstöður rannsóknar og leiðbeint um andmælarétt. Andmælabréf Klakka er dagsett 6. júlí 2015. Með bréfi , dags. 15. mars 2016, tilkynnti stefndi Klakka að málið hefði verið fellt niður, að teknu tilliti til andmælanna. Stefnandi sendi stefnda andmælabréf, dags. 9. apríl 2015. Ekki er þörf á að rekja gang stjórnsýslumálsins frekar en hér er gert, en þau atvi k eru ítarlega rakin í dómi Hæstaréttar Íslands sem vikið er að hér rétt á eftir. Stefndi bauð stefnanda sátt um sektargreiðslu 14. mars 2016, en það sáttarboð var að Nornes yrði formlega gerður eigandi þeirra krafna. Því sáttaboði var ekki tekið og lyktaði stjórnsýslumálinu með stjórnvaldsákvörðun um álagningu stjórnvaldssektar 19. ágúst 2016. Stefnandi greiddi álagða sekt, með fyrirvara. Hann höfðaði svo mál til ógildingar á framangreindri ákvörðun stefnda um álagningu stjórnvaldssektar, en til vara stórkostlegrar lækkunar hennar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júlí 2017, sem staðfestur var með vísan til forsendna með dómi Hæstaréttar Íslands frá 27. septembe r 2018 í máli nr. 639/2017, var stjórnvaldssekt sú sem stefndi hafði gert stefnanda 19. ágúst 2016 felld niður að öllu leyti, þótt ekki væri orðið við kröfu stefnanda um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar stefnda. Klakki óskaði með bréfi, dags. 30. maí 2016 , á ný eftir leiðbeiningum stefnda, með vísan til 7. gr. nauðasamnings félagsins og hvort geymdar greiðslur Klakka til stefnanda og Rasks ehf. á gr undvelli nauðasamningsins færu í bága við einhver ákvæði laga um gjaldeyrismál. Bréfi Klakka frá 30. maí 2016 svaraði stefndi með bréfi, dags. 28. september 2016. Í niðurlagi bréfsins segir: 13 mningskröfur sínar á hendur Klakka ehf. framseldar frá erlendum aðilum í skilningi laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál. Eins og að framan greinir hefur Seðlabanki Íslands haft til rannsóknar mál sem tengist kröfum þeirra á hendur Klakka ehf. en þeim málum h efur nú verið lokið af hálfu Seðlabankans. Líkt og fyrr segir eru fjármagnshreyfingar á milli landa takmarkaðar af ákvæðum laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismáls. Umbjóðandi yðar, Klakki ehf., og kröfuhafar félagsins, Rask ehf. og P153 ehf., eru innlendir að ilar skv. 1. mgr. 1. gr. sömu laga, og eru því fjármagnshreyfingar á milli þeirra einungis takmarkaðar ef þær fara yfir landamæri, þ.e. til eða frá Íslandi. Af framansögðu er ljóst að takmarkanir laganna á fjármagnshreyfingum á milli landa standa ekki í ve gi fyrir útgreiðslum frá Klakka ehf., vegna nauðasamnings félagsins, að því marki sem félögin eigi rétt til slíkra greiðslna á grundvelli nauðasamningsins, þau séu raunverulegir eigendur krafnanna og beri fjárhagslega áhættu af eignarhaldi þeirra, fari fj Með bréfi degi síðar, 29. september 2016, óskaði Klakki staðfestingar stefnanda á því að hann væri raunverulegur eigandi kröfunnar og bæri fjárhagslega áhættu af eignarhaldi hennar, en væri svo teldi Klakki fullnægj andi staðfestingu liggja fyrir á því að stefnandi ætti tilkall til greiðslu í samræmi við ákvæði nauðasamningsins. Tekið var fram að fjárhæð kröfunnar næmi alls 483.566.224 krónum og að auki ætti stefnandi tilkall til hlutdeildar í ávöxtun geymdra greiðsln a í samræmi við ákvæði nauðasamningsins að fjárhæð 37.159.942 krónur. Samtals næmi þetta 520.726.166 krónum. Var áréttað að stefnandi ætti ekki tilkall til frekari vaxta en þeirra sem leiddi af nauðasamningnum. Í kjölfar staðfestingar stefnanda á framangre indum skilyrðum fóru greiðslur til hans, samtals að framangreindri fjárhæð, fram 4. október 2016, að stærstum hluta í íslenskum krónum, en að hluta til í erlendum myntum. Til viðbótar skal þess getið að stefnandi höfðaði mál á hendur Klakka 13. september 2016 til innheimtu kröfunnar, sem þá var enn ógreidd, og var Seðlabanka Íslands stefnt til réttargæslu. Því máli lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. apríl 2017 í máli nr. E - 2872/2016, þar sem Klakki var sýknaður af aðalkröfu stefnanda. Taldi dómurinn aðstæðum stefnda verða jafnað til þess að honum hefði verið ómögulegt að efna skyldu sína gagnvart stefnanda vegna ytri óviðráðanlegra atvika og að efndaskylda hans hefði ekki orðið virk fyrr en breytt afstaða réttargæslustefnda lá fyrir, sbr. bréf hans 2 8. september 2016. Ætti stefnandi því ekki rétt til dráttarvaxta. Varakröfu sem stefnandi setti fram undir rekstri málsins var vísað sjálfkrafa frá dómi, þar sem hún var talin raska grundvelli málsins. Í dómi héraðsdóms kemur m.a. fram að varakrafan byggði st á því að greiðslan 4. október 2016 hefði ekki falið í sér fullar efndir kröfu hans þar sem stefnda hafi borið að ávaxta kröfu stefnanda í íslenskum krónum í stað fleiri mynta og ætti þar af leiðandi að standa stefnanda skil á svokölluðum neikvæðum gengi smun. Stefnandi beindi skaðabótakröfu að stefnda með bréfi, dags. 15. nóvember 2018, vegna þess tjóns sem hann hefði orðið fyrir vegna þess að greiðslur Klakka drógust. Krafist var bóta að fjárhæð 89.459.562 krónur, sem samsvarar aðalkröfu stefnanda í þ essu máli, auk dráttarvaxta. Sama dag beindi stefnandi kröfu að Klakka að fjárhæð 18.389.744 krónur, auk dráttarvaxta, og tekið var fram að um væri að ræða sömu kröfu og sett hefði verið fram sem varakrafa undir rekstri máls nr. E - 2872/2016 og vísað var sj álfkrafa frá dómi. Bæði stefndi og Klakki höfnuðu þeim kröfum sem að þeim var beint með bréfum, dags. 5. og 17. desember 2018. Höfðaði stefnandi þá mál þetta, en jafnframt mál á hendur Klakka. Málið á hendur Klakka var fellt niður að ósk stefnanda í maí 2 019. Fyrir liggur yfirlýsing fyrirsvarsmanns stefnanda um að krafa sú sem gerð var í því máli hafi ekki fengist greidd, hvorki frá Klakka né nokkru öðru félagi. Við aðalmeðferð málsins gaf Marinó Marinósson, stjórnarformaður stefnanda, aðilaskýrslu. Stað festi hann meðal annars að hann væri annar af tveimur eigendum Nornes, skráðs eiganda stefnanda. Þá kom fram að stefnandi hefði selt nauðasamningskröfur sínar á hendur Klakka. Uppgjör lánssamnings við Nornes hafi enn ekki farið fram og því sé enn óvíst um fjárhagslega niðurstöðu af þeim viðskiptum. 14 II Málsástæður stefnanda Stefnandi kveðst eiga fjárréttindi á hendur Klakka og eiga rétt til greiðslna samkvæmt þeim í krónum. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi í upphafi árs 2015 gefið Klakka ólögmæt fyrirmæli um að stöðva greiðslur til stefnanda, án þess að tilkynna það stefnanda. Af þeirri ástæðu hafi Klakki engar greiðslur innt af hendi til stefnanda, heldur lagt þær á sérstakan vörslufjárreikning. Þar hafi að ósekju hlaðist upp háar fjárhæðir sem b orið hafi alls óviðunandi ávöxtun. Þetta ástand hafi staðið yfir til loka september 2016, er stefndi hafi loks viðurkennt ólögmæti fyrri fyrirmæla. Þá fyrst hafi Klakka verið unnt að greiða stefnanda vörsluféð ásamt vöxtum og það hafi Klakki gert þann 4. o któber 2016. Stefnandi byggir á því að Seðlabanki Íslands beri skaðabótaábyrgð á öllu því tjóni sem af þessu hafi hlotist fyrir stefnanda, en til frádráttar kröfum stefnanda komi sú ávöxtun sem vörsluféð hafi borið á meðan. Skaðabótaskylda Nánar byggir stefnandi á því að stefndi hafi valdið honum tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti þegar hann stöðvaði greiðslur Klakka til stefnanda. Framsöl krafna til stefnanda hafi verið einkaréttarlega gild, það hafi stefndi viðurkennt. Stefndi hafi hvorki haft lag aheimild til að lýsa yfir ógildi slíkra framsala né til að stöðva greiðslur til framsalshafa samkvæmt skuldaskjölum. Stefnandi hafi verið réttmætur eigandi fjárréttinda á hendur Klakka og hafi, eins og allir aðrir innlendir kröfuhafar Klakka, átt að fá gre iðslur frá Klakka á réttum tíma. Stefndi hafi stöðvað þessar greiðslur um langt skeið en að endingu viðurkennt að hafa farið villur vegar með bréfi, dags. 28. sept. 2016. Í kjölfarið, eða 4. október 2016, hafi Klakki greitt stefnanda 520.726.165 krónur. I nni í þeirri fjárhæð hafi verið vextir sem bættust við vörsluféð frá 1. apríl 2015 að fjárhæð 3.731.020 krónur. Sú ávöxtun sé afleit og langt frá því að svara til þeirra vaxta sem stefnandi hefði þurft að njóta til að fyrirbyggja tjón vegna greiðsludráttar ins. Skýrist þetta m.a. af því að í febrúar 2016 virðist Klakki hafa skipt hluta fjármuna stefnanda, sem stefndi hafði stöðvað greiðslu á, í erlendar myntir. hefði hann aldrei átt sér stað nema fyrir óheyri legar tafir sem urðu á meðferð stjórnsýslumálsins hjá stefnda, hafi því enginn vafi getað leikið á atvikum auk þess sem ekkert hafi réttlætt að ákvör ðun í málinu væri dregin eða greiðslur stöðvaðar. Þeirri viðleitni stefnda, og beinum fyrirmælum um, að stöðva greiðslur Klakka til stefnanda megi jafna til kyrrsetningar fjármuna stefnanda í krafti opinbers valds. Engin lagaheimild hafi þó staðið til þes sa. Ítrekar stefnandi að stefndi hafi viðurkennt að stefnandi hafi verið kominn að fjárréttindum sínum með einkaréttarlega gildu framsali. Málið sé síðan enn alvarlegra fyrir þá sök að stefndi hafi aldrei tilkynnt stefnanda að bankinn hefði í hyggju að ákv eða að stöðva greiðslurnar, eins og skylt hefði verið skv. 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefnandi hafi því ekki notið andmælaréttar, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, og ákvörðun hafi ekki einu sinni verið tilkynnt honum, sbr. 20. gr. laganna. Réttarör yggisreglur stjórnsýslulaga hafi því verið að engu hafðar og réttaröryggi stefnanda skert mjög verulega. Auki þetta mjög á saknæmi þessara ráðstafana stefnda. Réttarkerfið bjóði upp á leiðir til kyrrsetningar fjármuna. Þau úrræði byggist á því sjónarmiði að slík skerðing stjórnarskrárvarins eignarréttar, sbr. 72. gr. stjórnarskrár, geti því aðeins farið fram að reistar séu viðhlítandi skorður við slíku og réttaröryggi sé tryggt. Stefndi hafi sniðgengið lögmæt úrræði til kyrrsetningar freklega og kosið að ó lögum að koma fram vilja sínum með gerræðislegum aðgerðum án allrar lagastoðar. Fébótaábyrgð stefnda á þessu framferði geti vart verið vægari en hefði orðið ef bankinn hefði kosið að leita kyrrsetningar eftir lögmætum leiðum. Ábyrgð bankans við þær aðstæ ður hefði verið hlutlæg en þeim sem óski kyrrsetningar beri að svara bótum án tillits til sakar. Vafalaust megi því heita að löglausar athafnir bankans baki honum bótaábyrgð. 15 Nánar um tjón og kröfugerð Stöðvun stefnda á greiðslum til stefnanda hafi orsa kað tjón sem teljist sennileg afleiðing stöðvunarinnar, sbr. fyrrgreinda umfjöllun um afleita ávöxtun fjármuna. Stefnandi eigi rétt til tjónsbóta sem miðist við þá vexti sem hann hefði ella getað áunnið sér. Í lögum nr. 38/2001 sé að finna lögákveðin viðmi ð sem horfa megi til við mat á þessu. Aðalkrafa Aðalkrafa stefnanda miðist við að hann eigi rétt til skaðabóta sem svari til þess að Klakki hefði greitt honum kröfur hans með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Þessar greiðslur hafi átt að fara fram 30. janúar 2015, 380.250.360 krónur, 1. apríl 2015, 40.474.417 krónur, 21. desember 2015, 8.151.756 krónur, 29. janúar 2016, 20.349.959 krónur, 18. mars 2016, 18.783.024 krónur, 15. apríl 2016, 5.827.833 krónur, og 14. september 2016, 9.728.87 5 krónur. Að auki hefði stefnandi fengið greidda áfallna vexti sem hljóðuðu 31. desember 2014 upp á 29.443.164 krónur en 1. apríl 2015 upp á 33.428.921 krónur. Aðalkrafan reiknist af þessum fjárhæðum, þó þannig að engir dráttarvextir séu reiknaðir fyrr en 1. apríl 2015. Stefnandi hafi valið þann kostinn að leyfa stefnda að njóta þess við kröfugerðina að upplýsingar frá Klakka um ávöxtun vörslufjárins fram til þess dags séu um sumt ófullkomnar. Dráttarvextir séu síðan reiknaðir til 4. október 2016 þegar Klak ki innti sína greiðslu af hendi og frá þeirri fjárhæð sem fáist þannig út séu dregnir þeir vextir sem vörslufjárinneign stefnanda bar frá 1. apríl 2015 til 4. október 2016, eða 3.731.020 krónur. Stefnandi byggir á því að rétt sé að miða við dráttarvexti í þessum efnum fremur en annan vaxtafót. Hæstiréttur hafi t.d. gefið í skyn í dómi 29. nóvember 2012 í máli nr. 158/2012 að dráttarvextir séu því hæfilegu r mælikvarði lágmarkstjóns þegar laust fé er kyrrsett, nema unnt sé að sanna að frekari ávöxtun fjárins hafi tapast. Bótaréttur stefnanda geti vart talist rýrari. Hann eigi því rétt til þess að fá skaðabætur sem svari til þess að Klakki hefði greitt honum kröfur hans með dráttarvöxtum. Varakrafa Varakrafan miðist við allar sömu forsendur og aðalkrafan nema hvað áhræri vaxtafót. Í stað dráttarvaxta miðist hún við það að við móttöku fjármuna frá Klakka á gjalddaga hefði stefnandi að lágmarki ávaxtað þá með svokölluðum almennum útlánsvöxtum, eða vöxtum skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 38/2001. Þeir vextir séu mælikvarði á þá vexti sem unnt sé að fá með öruggustu útlánum á hverjum tíma. Verði ekki fallist á aðalkröfuna sé gerð krafa um skaðabætur á þessum grundvel li. Þrautavarakrafa Þrautavarakrafan miðist við allar sömu forsendur og aðal - og varakrafan nema hvað áhræri vaxtafót, en hann taki mið af skaðabótavöxtum, eða vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Þeir vextir séu mælikvarði á þá ávöxtun sem tjón þolar séu almennt taldir geta ávaxtað ógjaldfallnar tjónsbætur á. Verði ekki fallist á aðal - eða varakröfu stefnanda séu vandséð þau rök sem geti komið í veg fyrir að þrautavarakrafan nái fram að ganga. Stefnandi tekur fram að han og hefði málið ekki dregist úr hömlu í meðferð hans hefði enginn slíkur gengismunur getað stofnast á tímabilinu. Stefnda beri því skylda til að greiða stefnanda bætur án tillits til þessa gengismunar. Það skuli hins vegar tekið fram að stefnandi líti svo á að Klakka hafi verið óheimilt að skipta vörslufjárinneign hans í erlendar myntir. Hann h afi því höfðað mál gegn Klakka í því skyni að endurheimta F - eða varakröfum stefnanda. Dráttarvaxta í aðal - og varakröfu sé krafist frá 4. október 2016 en þá hafi stefndi viðurkennt að fyrirmælin um stöðvun greiðslna voru ólögmæt og þann dag hafi stefnandi loksins fengið vörslufjáreign 16 sína greidda. Hafi því legið fyrir allar upplýsingar sem máli gátu skipt. Um þetta sé vísað til laga nr. 38/2001. Um lagarök vísar stefnandi einkum til sakarreglunnar, meginreglna um bótaskyldu hins opinbera, lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og almennra reglna hans, laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Kröfu um málskostnað styðji stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991. III Málsástæður s tefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína einkum á því að ekkert í máli þessu styðji það að hann hafi bakað sér bótaábyrgð með einhverri slíkri háttsemi sem fullnægi almennum skilyrðum skaðabótareglunnar utan samninga, hvað varðar saknæmi, ólögmæti, orsakate ngsl og sennilega afleiðingu. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að nokkru tjóni sé til að dreifa. Sé kröfugerð og útreikningi stefnanda á ætluðu tjóni sínu mótmælt í heild sem órökstuddum, röngum og ósönnuðum. Stefndi kveður mál þetta snúast um þá fully rðingu stefnanda að félagið, eða í raun eigendur þess, hefðu getað hagnast meira af brotum sínum. Leiti stefnandi nú atbeina dómstóla til að sækja þá fjármuni úr hendi stefnda. Þeir hagsmunir sem stefnandi leiti viðurkenningar á séu samkvæmt málatilbúnaði og gögnum hans hagsmunir erlenda félagsins. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda á grundvelli aðildarskorts, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hagnaður af ráðstöfunum sem fyrir liggur að brotið hafa í bága við ákvæði laga séu hag smunir sem hvorki sé rétt né eðlilegt að vernda. Ætlað tjón stefnanda sé því ekki tjón sem notið geti réttarverndar skaðabótareglna. Þá leiki vafi á um það hvort sakarefni málsins eigi yfir höfuð undir lögsögu dómstóla. Um það vísar stefndi til dóms Hæstar éttar Íslands í máli nr. 355/2009. Stefndi leggur áherslu á að brotið hafi verið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga með framsali nauðasamningskrafna Klakka ehf. til stefnanda. Sú niðurstaða hafi verið staðfest bæði í héraðsdómi og í Hæstarétti í máli nr. 639/2 017. Jafnvel þó að sekt í tilefni af þeim brotum hafi verið felld niður með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Hæstarétti, feli sú niðurstaða ekki í sér að stefndi hafi gerst sekur um háttsemi sem skapi bótaskyldu gagnvart stefnanda. Til þess þurfi öll skilyrði hinnar almennu sakarreglu að vera uppfyllt, þ.e. að sýnt sé að tjóni hafi verið valdið með saknæmum og ólögmætum hætti og orsakatengsl hafi verið á milli hinnar saknæmu háttsemi og tjónsins. Framangreindum skilyrðum sé ekki fullnægt í þessu máli, en stefndi hafi hvorki sýnt af sér saknæma né ólögmæta háttsemi. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Afskipti stefnda af brotum stefnanda Samkvæmt dómi Hæstaréttar í málinu nr. 638/2017 hafi stefnandi brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga með viðskiptunum við Basway Corp og framsali nauðasamningskrafnanna [á að vera Hrd. 639/2017 og Nornes; innsk. dómara]. Samkvæmt forsendum héraðsdóms í málinu hafi niðurstaða um að fella niður sekt m.a. verið reist á þeim kostnaði og því óhagræði sem meðferð málsins og dómsmálsins hafi haft í för með sér fyrir stefnanda, en að því athuguðu og með hliðsjón af atvikum málsins hafi einnig þótt rétt að hvor aðili bæri sinn kostnað af málinu. Stefnandi hafi fengið sektarfjárhæðina endurgreidda úr ríkissjóði með vöx tum. Stefndi hafnar því að afskipti hans af stefnanda í kjölfar brota hans á lögum nr. 87/1992 hafi verið tilefnislaus. Um lögmætar aðgerðir hafi verið að ræða. Stefndi bendir á að hann sé stofnun með lögbundið hlutverk og skyldur, sem beri skylda til þes s að bregðast við ef tilefni er til. Rannsókn og málsmeðferð stefnda hafi byggst á lögbundnum skyldum bankans til að hafa eftirlit með og framfylgja ákvæðum gjaldeyrislaga. Málsmeðferð hafi verið í samræmi við ákvæði laganna og ákvæði stjórnsýslulaga nr. 3 7/1993. Því sé fráleitt að uppfyllt séu skilyrði sakarreglunnar um ólögmæti og saknæmi. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 beri stefnda að tryggja stöðugleika í gengis - og peningamálum og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt lögum nr. 87/ 1992 um gjaldeyrismál beri stefnda að hafa eftirlit með því að farið sé að lögunum og stjórnvaldsfyrirmælum sem sett hafa verið á grundvelli þeirra. Fjármagnshöft samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/1992, og reglum settum 17 á grundvelli þeirra, hafi verið lögð á í kjölfar efnahagshruns til að stuðla að stöðugleika í gengis - og peningamálum og til að vernda almenna hagsmuni. Að baki lagaákvæðum sem takmarka fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrisviðskipti búi mikilsverðir almannahagsmunir. Þær takmarkanir haf i verið taldar falla innan þess svigrúms sem löggjafanum er eftirlátið að því er varðar takmarkanir á meðferð og ráðstöfun eignarréttinda, með tilliti til bæði 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, og standast skuldbindingar Ís lands samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með lögum nr. 134/2008 um breytingu á lögum um gjaldeyrismál og síðari breytingum hafi löggjafinn lagt grundvöll að efnisreglum sem takmörkuðu eða stöðvuðu tiltekna flok ka fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipti þeim tengd, sem og það hvernig ætti að fylgja þeim eftir með málsmeðferð, viðurlögum og eftir atvikum refsingum vegna ætlaðra brota á reglunum. Þær reglur hafi miðað við að koma í veg fyrir ótímabæra losun innle ndra og erlendra aðila á krónustöðum sínum. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 134/2008 kom fram að stjórntæki þyrftu að vera fyrir hendi til að framfylgja ákvæðum laganna, m.a. þeim takmörkunum sem lagt var til að Seðlabankinn hefði hei mild til að setja um tiltekna flokka fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipti þeim tengd. Ella gætu aðilar virt slíkar takmarkanir að vettugi án viðurlaga og heimildin hefði ekki tilætluð áhrif. Hafi ákvæði frumvarpsins um stjórnvaldssektir verið sambæril eg viðurlagaákvæðum laga á fjármálamarkaði og í samræmi við ný viðmið um beitingu viðurlaga við efnahagsbrotum. Samkvæmt því hafi stefnda ekki aðeins verið heimilt, heldur beinlínis skylt, að sinna eftirliti með framfylgd fjármagnshaftanna og taka til ran nsóknar meint brot gegn ákvæðum laganna. Á grundvelli þeirrar skyldu hafi stefndi tekið brot stefnanda til rannsóknar, sem og það hvort í útgreiðslum Klakka ehf. á grundvelli ólögmætra framsala fælist sjálfstætt brot gegn ákvæðum laganna. Engin stoð sé f yrir þeim málatilbúnaði stefnanda að í samskiptum stefnda við Klakka ehf. hafi falist stjórnvaldsákvörðun um stöðvun greiðslna sem jafna megi til kyrrsetningar, hvað þá að borið hefði að tilkynna stefnanda um þau samskipti eða að veita andmælarétt. Þá hafn ar stefndi alfarið þeirri fullyrðingu stefnanda að sú niðurstaða stefnda að fella niður mál Klakka ehf. hafi með einhverjum hætti falið í sér viðurkenningu á því að ólögmætt hafi verið að taka mál Klakka ehf. til meðferðar. Stefndi bendir á að ákvörðun stj órnvalds um að taka mál til rannsóknar teljist ekki stjórnvaldsákvörðun og eigi málsaðilar því ekki andmælarétt um slíka ákvörðun. Þá séu ákvarðanir um framkvæmd almenns eftirlits með lögum almennt ekki taldar stjórnvaldsákvarðanir. Stefndi hafi tekið viðs kipti stefnanda til skoðunar og tilkynnt stefnanda formlega um það í samræmi við ákvæði 14. gr. stjórnsýslulaga, auk þess sem rannsókn og meðferð málsins hafi verið hagað að fullu í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga, m.a. um andmælarétt. Stefndi kveðst skilja málatilbúnað stefnanda svo að byggt sé á því að ætluð ólögmæt og saknæm til stefnanda og að stefndi hafi síðar viðurkennt ólögmæti þeirra fyr irmæla. Þessum málatilbúnaði kveðst stefndi hafna með öllu. Klakka ehf. hafi verið leiðbeint um afstöðu bankans til háttsemi stefnanda þegar eftir því var leitað. Í svörum stefnda hafi komið fram sú afstaða bankans að framsal nauðasamningskrafnanna væri óh eimilt og að stefnandi gæti því ekki byggt rétt á slíku framsali. Er stefndi svaraði fyrirspurn Klakka ehf. þann 10. mars 2015 hafi hann þegar verið búinn að tilkynna stefnanda þá niðurstöðu rannsóknar máls hans að um brot á takmörkunum gjaldeyrislaga hefð i verið að ræða og leiðbeint um andmælarétt, en auk þess hefði stefnanda verið tilkynnt ríflega mánuði fyrr, eða 2. febrúar 2015, að ákveðið hefði verið að taka ætluð brot hans til rannsóknar. Stefndi bendir auk þess á 12. gr. [á að vera 13. gr.] lánssamni ngs stefnanda og móðurfélagsins þar sem fram kemur að ef yfirvöld teldu einhver ákvæði samningsins vera ólögleg þá skyldu þau ákvæði falla niður. Þegar máli stefnanda var lokið með stjórnvaldsákvörðun hafi verið ljóst að hið ólögmæta framsal nauðasamnings krafna gengi ekki til baka, eins og gert hafði verið að skilyrði í sáttaboði stefnda. Á þeim tíma hafi ekki verið lögfestar heimildir stefnda til að krefjast þess að viðlögðum dagsektum að látið yrði af ólögmætri háttsemi eða að ráðstafanir andstæðar ákvæð um gjaldeyrislaga yrðu leiðréttar, en slík úrræði hafi fyrst verið lögfest eftir að málið var tekið til rannsóknar. Hafi málinu því lokið af hálfu stefnda með því að stefnanda var gerð stjórnvaldssekt fyrir brot sín. Það að stefndi hafi ekki á þeim tíma ha ft 18 fullnægjandi lagagrundvöll til að krefjast þess að gerningar sem brutu í bága við lög nr. 87/1992 gengju til baka, og það að niðurstaða Hæstaréttar í málinu nr. 639/2017 hafi verið sú að ekki væri ástæða til að gera stefnanda sérstaka sekt fyrir brot sí n, jafngildi því ekki að stefndi hafi ekki haft lögmæta og réttmæta ástæðu til að taka brot stefnanda til rannsóknar. Sú afstaða stefnda frá upphafi að um brot gæti verið að ræða hafi verið rétt, eins og bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi staðfest í máli nu nr. 639/2017. Hið sama eigi við um þá ákvörðun stefnda að taka til athugunar hvort greiðslur Klakka ehf. á grundvelli framsalanna brytu í bága við ákvæði gjaldeyrislaga, en ekkert liggi fyrir um að sú ákvörðun hafi verið tilefnislaus. Stefndi hafnar staðhæfingu stefnanda um að óhóflegur dráttur hafi orðið á málsmeðferð hans. Töluverð samskipti hafi átt sér stað á milli stefnanda og stefnda allt frá því að tilkynnt var um upphaf rannsóknar í febrúar 2015 og þar til stefndi sendi stefnanda sáttaboð í ma rs 2016. Fyrirspurnum stefnanda um framgang málsins hafi jafnan verið svarað, auk þess sem stefndi hafi einnig tilkynnt að eigin frumkvæði um frekari tafir á meðferð málsins. Tekið hafi verið tillit til þess í niðurstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 639/2017 a ð meðferð málsins hafi tekið 17 mánuði, en dráttur á málsmeðferð veiti hins vegar stefnanda ekki sjálfstæðan rétt til bóta. Viðskipti stefnanda eigin áhættutaka sönnun tjóns Stefndi byggir á því að ætlað tjón stefnanda sé vanreifað, engum gögnum stut t og með öllu ósannað. Þar sem því ófrávíkjanlega skilyrði skaðabótaábyrgðar samkvæmt sakarreglunni að sýnt sé fram á tjón, skerðingu eða eyðileggingu raunverulegra hagsmuna sé ekki fullnægt beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Engin stoð sé fy rir þeim fjarstæðukennda málatilbúnaði stefnanda að jafna megi afskiptum stefnda af brotum hans til kyrrsetningar fjármuna, sbr. lög nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Ákveðið hafi verið að kaupa nauðasamningskröfur af erlendum kröfuhöfum Klakka ehf. og framselja þær til stefnanda, þrátt fyrir að starfsmaður stefnda hafi þegar í júlí 2014 varað við því að framsöl slíkra krafna á milli innlendra og erlendra aðila væru óheimil samkvæmt ákvæðum gjaldeyrislaga og að málið kynni að vera tekið til ranns óknar. Þá hafi stefndi ítrekað hvatt Klakka ehf. til varkárni varðandi greiðslur í kjölfar slíkra framsala þar sem framsal slíkra krafna frá erlendum aðila til innlends aðila væri óheimilt samkvæmt ákvæðum gjaldeyrislaga, án sérstakrar undanþágu stefnda. Stefnanda hafi því mátt vera að fullu ljóst að í það minnsta léki vafi á því hvort framsal nauðasamningskrafnanna með þessum hætti væri lögmætt. Þrátt fyrir það hafi stefnandi hvorki leitað eftir afstöðu eða leiðbeiningum stefnda þar um né óskað eftir unda nþágu frá þeim takmörkunum sem um ræðir, eins og honum hafi verið fært, áður en hann fékk framseldan frá móðurfélagi sínu hluta af þeim kröfum sem Basway Corp. hafði keypt af öðrum erlendum kröfuhöfum. Samkvæmt almennum reglum sé tjónþola skylt að leitast við að takmarka tjón sitt og sinni hann ekki þeirri skyldu geti hann ekki fengið bætur fyrir það tjón sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Sú skylda sé lögð á borgarana að hegða sér með þeim hætti að þeir verð i ekki fyrir óþarfa tjóni við að staðreyna réttarstöðu sína. Vísar stefndi um það til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 442/1993. Þær aðstæður hafi skapast í kjölfar breytinga á gjaldeyrislögum árið 2012 að erlendir kröfuhafar Klakka ehf. voru reiðubún ir að losa um fjárréttindi sín á verulegum afslætti. Aflandsfélagið Basway Corp. hafi nýtt sér þessar aðstæður og keypt á ríflega árstímabili slíkar kröfur af erlendum kröfuhöfum og framselt að mestum hluta til innlends dótturfélags, en að hluta til Nornes sem um hæl framseldi svo kröfurnar til stefnanda. Leiða megi að því líkum að brot stefnanda hafi þegar skilað þessum aðilum umtalsverðum hagnaði. Skorar stefndi í greinargerð sinni á stefnanda að leggja fram gögn sem sýni fram á kaupverð nauðasamningskraf nanna sem síðar voru framseldar til stefnanda og yfirlit um allar greiðslur Klakka ehf. til stefnanda á grundvelli þeirra nauðasamningskrafna. Verði stefnandi ekki við þeirri áskorun muni stefndi fara fram á það við dómara, á grundvelli 68. gr. laga nr. 91 /1991, að sú vanræksla verði skýrð svo að stefnandi staðfesti að hagnaður af brotum stefnanda sé langt umfram stefnufjárhæðir í þessu máli. Stefndi byggir á því að hvað þetta varði verði að horfa heildstætt á viðskipti móðurfélagsins og stefnanda, en ekk i einungis vænta ávöxtun fjármuna í ákveðinn afmarkaðan tíma. Sé hvað það varði auk þess skorað á stefnanda að upplýsa um endanlega eigendur Nornes og þar með þá aðila sem endanlega muni njóta ávinnings af brotum stefnanda. 19 Kröfuréttindi samkvæmt nauðasamningi Klakka ehf., samtals að nafnvirði 2.018.717.177 krónur, hafi verið framseld til stefnanda frá Nornes. Hafi kröfurnar verið hluti af lánssamningi á milli þessara aðila. Samkvæmt lánssamningunum skuli stefnandi greiða móð urfélaginu lánið 1. júní 2024 [á að vera 31. janúar 2025] með því að afhenda því sömu eða sambærileg fjárréttindi í Klakka ehf. og hann fékk lánuð, þar með talið, án takmörkunar, öll réttindi tilheyrandi þeim fjárréttindum. Stefndi kveðst telja ljóst af ti lhögun stefnanda og erlenda móðurfélagsins á framsali nauðasamningskrafnanna á grundvelli lánssamninganna að stefnandi beri enga fjárhagslega áhættu af eignarhaldi nauðasamningskrafnanna og ljóst að ekkert tjón hafi né muni myndast hjá stefnanda. Þetta sta kröfur sínar og komi til skoðunar hvort vísa beri málinu frá dómi skv. 26. gr. laga nr. 91/1 991, en að öðrum kosti beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Í málinu geri stefnandi þær kröfur að hann fái greidda fjárhæð sem svarar til vaxta á þá fjármuni sem Klakki ehf. millifærði á vörslureikning samkvæmt ákvæðum nauðasamningsins, aðallega dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, til vara almennra vaxta skv. 1. mgr. 4. gr. sömu laga en til þrautavara skaðabótavaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laganna. Stefndi kveðst hafna alfarið málatilbúnaði stefnanda og kröfug erð sem rangri og ósannaðri. Útilokað sé að líta svo á að samið hafi verið fyrir fram um gjalddaga eða að greiðslukrafa stefnanda hafi verið sett fram með réttu, eins og áskilið sé í 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Standi engin lög til þ ess að miða fjárhæð bóta við dráttarvexti, almenna vexti eða skaðabótavexti, eins og stefnandi byggi á. Stefndi kveðst ekki fallast á að athugasemd í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 158/2012, sem stefnandi vísi til, styðji kröfur hans, en þar hafi einmitt sa gt að Ekkert liggi fyrir í málinu um annað en að meðferð og áv öxtun þessara fjármuna á vörslureikningi Klakka ehf. hafi verið fullkomlega eðlileg og ásættanleg og auk þess í fullu samræmi við nauðasamning Klakka ehf. sem kröfuhafar félagsins hafi samþykkt og verið bundnir af, þ.m.t. stefnandi og móðurfélag hans. Ekke rt liggi heldur fyrir um að stefnandi hafi gert athugasemdir við meðferð eða ráðstafanir Klakka ehf. á fjármununum á þeim tíma sem hann heldur fram að ávöxtun og meðferð þeirra hafi verið óviðunandi. Hefði stefnanda þó verið það í lófa lagið og með því hef ði hann getað takmarkað eða komið í veg fyrir ætlað tjón sitt. Kröfugerð stefnanda hvað þetta varðar sé vanreifuð með öllu, m.a. hvað varði sundurliðun greiðslu Klakka ehf. og hvenær sú ávöxtun sem greidd var í október 2016 féll til. Í gögnum málsins kom i fram að ávöxtun fjárréttinda stefnanda hafi á tímabilinu frá 1. apríl 2015 til 4. október 2016 verið 37.159.942 krónur. Í stefnu sé því hins vegar haldið fram að fjárhæð vaxta á þessu tímabili hafi numið 3.731.020 krónum. Þá liggi ekkert fyrir um það hve sé reiknaður, hvenær fjárhæðir í erlendum myntum féllu til, við hvaða gengi stefnandi miðar o.s.frv. Í gögnum málsins komi fram að greiðsla Klakka ehf. til stefnanda hafi bæði verið í íslenskum krónum og e rlendum myntum. Ekkert liggi fyrir um það hvort eða hvenær stefnandi hafi skipt þeim erlendu myntum Með vísan til alls framangreinds sé ljóst að enginn grundvöllur sé fyrir m álatilbúnaði stefnanda á hendur stefnda og því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum hans. Varakrafa Varakrafa stefnda um stórkostlega lækkun stefnukrafna byggist á sömu málsástæðum og aðalkrafa. Einkum sé byggt á því að stefnandi hafi tekið ákvörðun um fyrirkomulag umræddra viðskipta, kaup á nauðasamningskröfum af aðþrengdum erlendum kröfuhöfum sem tilbúnir voru til að selja þær kröfur á miklum afslætti og því gríðarleg hagnaðarvon í því fólgin að láta reyna á framsal þeirra til stefnanda í bága við tak markanir gjaldeyrislaga. Þetta hafi stefnandi gert þrátt fyrir að stefndi hafi upplýst stjórnarmann í Rask ehf. í júlí 2014 um að slík framsöl væru óheimil og varað sérstaklega við því að viðskiptin kynnu að verða tekin til rannsóknar, auk þess sem Klakka ehf. hafi ítrekað verið bent á að slík framsöl á milli innlendra og erlendra kröfuhafa væru óheimil án sérstakrar undanþágu frá Seðlabankanum. 20 Dráttarvaxtakröfu stefnanda sé mótmælt og þess krafist að dráttavextir falli í fyrsta lagi á kröfuna við dómsup psögu, verði hún á annað borð tekin til greina, enda engin lagaskilyrði til að reikna dráttarvexti frá fyrri tíma. Krafa um málskostnað byggist á XXI. kafla laga um meðferð einkamála, einkum 129. gr. og 130. gr. laganna. Krafa um virðisaukaskatt á málskos tnað byggist á lögum nr. 50/1998 um virðisaukaskatt. Í greinargerð skoraði stefndi á stefnanda að leggja fram gögn um kaup móðurfélags hans, Nornes AS, á nauðasamningskröfum Klakka, sem staðfesti kaupverð á þeim kröfum. Þá var skorað á stefnanda að leggja fram gögn um eignarhald (endanlega eigendur) Nornes. Stefndi varð ekki við þeirri áskorun. Með bókun sem lögð var fram í þinghaldi 10. september 2019 fór stefndi fram á það, með vísan til 67. og 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að dómurinn skýrði synjun stefnanda svo að hann samþykki að hagnaður af brotum hans hafi verið umtalsverður og langt umfram þau viðmið sem áskorunum beint til stefnanda u m gagnaframlagningu, nánar tiltekið að gögn yrðu lögð fram til staðfestingar því að stefnandi væri enn eigandi nauðasamningskrafna á hendur Klakka og gögn er sýndu hvert söluverð nauðasamningskrafna hans hefði verið og aðra skilmála þeirra kaupa. Yrði stef nandi ekki við þeirri áskorun var farið fram á að dómurinn legði til grundvallar að stefnandi hefði þegar selt nauðasamningskröfur sínar og fengið allar kröfur sínar á hendur Klakka, þ.m.t. þær kröfur sem hann gerði í þessu máli, greiddar með kaupverði nau ðasamningskrafnanna, sbr. 67. og 68. gr. laga nr. 91/1991. Í tilefni af þeirri bókun óskaði stefndi bókað í þingbók að kaup og söluverð á Klakka væri án þýðingar við úrlausn þessa máls og varðaði í engu kröfugrundvöllinn. IV Niðurstaða Með dómi Hæstarétt ar Íslands í máli nr. 639/2017 var því slegið föstu að umræddur lánssamningur milli Nornes AS og stefnanda hefði falið í sér fjármagnshreyfingar milli landa sem farið hefðu í bága við 13. gr. b og 13. gr. g í lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Af ástæðum sem nánar eru tilgreindar í þeim dómi var sú stjórnvaldssekt sem stefndi hafði lagt á stefnanda engu að síður felld niður. Þótt lögbrot stefnanda hafi verið staðfest með nefndum dómi Hæstaréttar verður ekki á það fallist með stefnda að sakarefni málsins s é þannig vaxið að það eigi ekki undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Eru því ekki efni til þess að vísa málinu frá dómi, án kröfu, af þeim sökum. Ekki eru heldur efni til að vísa málinu frá dómi, án kröfu, með vísan t il 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Stefndi byggir sýknukröfu sína meðal annars á aðildarskorti til sóknar, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991, þar sem þeir hagsmunir sem liggja til grundvallar dómkröfu stefnanda séu í raun hagsmunir hins erlenda móðurfélags þess, Nornes. Þeirri málsástæðu verður að hafna, enda bera gögn málsins það með sér að þær greiðslur sem haldið var eftir af hálfu Klakka, og eru grundvöllur þeirrar skaðabótakröfu sem hér er höfð uppi, voru greiðslur sem tilheyrðu stefnanda og voru að endingu g reiddar honum. Skaðabótakrafa stefnanda styðst við almennar reglur skaðabótaréttar, einkum. sakarregluna og regluna um vinnuveitendaábyrgð. Til þess að stefnandi geti átt rétt til skaðabóta úr hendi stefnda þarf hann að sýna fram á að hann hafi orðið fyr ir tjóni af völdum saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna stefnda og að það tjón teljist sennileg afleiðing af þeirri háttsemi. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi um langt skeið og með ólögmætum og saknæmum hætti september 2016. Hafi sú háttsemi valdið stefnanda því tjóni sem hann krefst bóta fyrir og felist í mismun n sem hann fékk þegar Klakki innti loks hinar geymdu nauðasamningsgreiðslur af hendi 4. október 2016. Það er grundvallarskilyrði skaðabótaréttar samkvæmt sakarreglunni að tjóni hafi verið valdið með ólögmætri og saknæmri háttsemi ætlaðs tjónvalds. Ljóst e r að það var Klakki, en ekki stefndi, sem ákvað að halda eftir nauðasamningsgreiðslum til stefnanda í lok janúar 2015, enda var það í höndum Klakka, en ekki stefnda, að taka slíka ákvörðun. Eins og málið liggur fyrir verður að hafna öllum málsástæðum stefn 21 málatilbúnaður verður skilinn bókstaflega. Af því leiði r að einnig verður að hafna öllum málsástæðum sem lúta að því að stefndi hafi engar lagaheimildir haft til að stöðva greiðslur Klakka til stefnanda, að hann hafi sniðgengið reglur um kyrrsetningu, sbr. lög nr. 31/1990, og að hann hafi sniðgengið ákvæði 13. , 14. og 20. af hálfu stefnda um að kyrrsetja fé eða stöðva greiðslur. Tilvísun stefnanda við munnlegan málflutning til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í mál i nr. E - 2872/2016, þar sem vísað var til þeirrar meginreglu að enginn af hendi greiðslu til stefnanda, haggar þessu ekki. Sé málatilbúnaður ste fnanda ekki skilinn svo bókstaflega felst þó í honum staðhæfing um að tilteknar athafnir og yfirlýsingar stefnda hafi leitt til þess að Klakka varð í reynd annað óhjákvæmilegt en að stöðva greiðslur til stefnanda, og að í þeim athöfnum og yfirlýsingum stef nda felist saknæmt og ólögmætt athæfi af hans hálfu sem standi í orsakatengslum við ákvörðun Klakka um að stöðva greiðslur og að sú ákvörðun teljist sennileg afleiðing af háttsemi stefnda. Í stefnu er í þessu sambandi í fyrsta lagi vísað til tölvubréfs st efnda til Klakka 28. janúar 2015, verið færð viðhlítandi rök fyrir því að í því tölvubréfi felist ólögmæt og saknæm háttsemi af hálfu stefnda, þótt vara ð hafi verið við því að bankinn kynni í krafti eftirlitshlutverks síns að taka greiðslur Klakka til stefnanda til rannsóknar. Í öðru lagi er í stefnu vísað til bréfs stefnda til Klakka, dags. 5. mars s.á, en þar er um misritun að ræða og kom fram við mun nlegan málflutning að átt er við svarbréf stefnda, dags. 10. mars 2015, við beiðni Klakka um leiðbeiningar með bréfi 5. mars s.á. Byggir stefnandi á því að í því bréfi hafi stefndi lýst þeirri afstöðu að framsölin frá Basway til stefnanda væru ógild og að stefnandi á því að stefndi hafi horfið frá þessari afstöðu með bréfi, dags. 28. september 2016. Þeir hlutar bréfa stefnda til Klakka frá 10. mars 2015 og 28. september 26. september sem stefnandi vísar sérstaklega til eru raktir orðrétt í kafla I hér að framan. Fallist er á það með stefnanda að af bréfum þessum megi sjá að afstaða stefnda til þess hvort hann teldi Klakka heimilt að inna af hendi umræddar nauðasamningsgreiðslur til stefnanda hafi breyst er síðara bréfið var ritað. Verður ekki annað séð en að breytt afstaða stefnda hljóti að helgast af því að skilningur hans á málinu eða lagatúlkun hans hafi breyst á meðan á rekstri stjórnsýslumálanna gagnvart stefnanda og Klakka stóð. Í dómaframkvæmd um skaðabótaskyldu stjórnvalda á grundvelli sakarreglunnar vegna athafna og ákvarðana í stjórnsýslunni hefur verið við það miðað að þótt lagatúlkun stjórnvalds reynist ekki rétt, og s kilyrði um ólögmæti teljist þar með uppfyllt, leiði það ekki sjálfkrafa til bótaskyldu, heldur verður skilyrðið um saknæmi starfsmanna stjórnvalds jafnframt að vera uppfyllt. Um það má til hliðsjónar vísa til dóma Hæstaréttar Íslands frá 4. maí 2016 í máli nr. 585/2015 og frá 19. október 2017 í máli nr. 684/2016. Stefnandi hefur ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að starfsmenn stefnda hafi, með því að breyta afstöðu sinni til heimildar Klakka til þess að inna umræddar greiðslur af hendi, eins og framangreind bréf sýna, eða með öðrum hætti, sýnt af sér saknæma hátt semi. Enga stoð er fyrir því að finna í dómi Hæstaréttar í máli nr. 639/2017 eða í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 2872/2016. Ekki verður annað séð en að stefndi hafi virt málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga við meðferð máls stefnanda. Þá verður e kki annað séð en að stefndi hafi leitast við að svara fyrirspurnum sem til hans var beint á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga, t.d. frá Klakka, ítarlega, tímanlega og með rökstuddum hætti. Þegar af þeirri ástæðu að á það skortir að skilyrði sakarreglunna r um saknæmi teljist uppfyllt verður að sýkna stefnda af skaðabótakröfu stefnanda í máli þessu. Reynir þá ekki á það hvort önnur skilyrði sakarreglunnar, um ólögmæti, orsakatengsl og sennilega afleiðingu, teljast uppfyllt og ekki gerist þörf á að svara öðr um málsástæðum aðila sem hafðar eru uppi um þau skilyrði eða aðra þætti málsins. . Samkvæmt öllu framanrituðu verður stefndi sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda í máli þessu. 22 Með hliðsjón af málsúrslitum, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 91/1991, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn eins og í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts, í ljósi þess að stefndi er ekki virðisaukaskattsskyldur aðili. Við ákvörðun málskostnaðar er einnig tek ið tillit til málskostnaðarákvörðunar í máli nr. E - 130/2019 sem rekið var og dæmt samhliða máli þessu. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan, að gættu ákvæði 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómari og lögmenn aðila voru sammála um að ekki vær i þörf á endurflutningi málsins þótt dómsuppsaga drægist fram yfir lögbundinn frest. Dómsorð: Stefndi, Seðlabanki Íslands, er sýkn af öllum dómkröfum stefnanda, 1924 ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 750.000 krónur í málskostnað.