LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 23. september 2022. Mál nr. 539/2022 : G.B. Magnússon ehf. (Björn Þorri Viktorsson lögmaður ) gegn Tomasz Powichrowski ( Björgvin Þórðarson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Aðfarargerð. Kæruheimild . Áfrýjunarfjárhæð. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem staðfest var aðfarargerð sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem lauk með því að gert var fjárnám í tilgreindu skipi G ehf. fyrir kröfu T . Málinu var vísað frá Landsrétti þar sem kr afa sóknaraðila náði ekki áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1., 2. og 3. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en sóknaraðili hafði ekki óskað eftir kæruleyfi samkvæmt 4. mgr. sömu greinar, sbr. 4. mgr. 150. gr. laganna. Úrskurður Landsréttar Lands réttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. ágúst 2022 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 15. september 2022. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 16. ágúst 2022 í málinu nr. Y - 4/2022 þar sem staðfest var fjárnámsgerð sýslumannsins á Norðurlandi vestra 12. janúar 2022 í máli nr. 2021 - 026 494. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og framangreind fjárnámsgerð sýslumanns ógilt. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Til vara krefst sóknaraðili þess að málskostnaður á báðum dómstigum verði felldur niður. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Varnaraðili höfðaði mál á hendur sóknaraðila til heimtu skaðabóta að fjárhæð 1.00 7.081 krónu, auk vaxta, sem var þingfest 12. október 2021. Útivistardómur gekk í málinu með svohljóðandi áritun héraðsdómara á stefnu 25. október 2021: 2 Sóknaraðili greiddi varnaraðila 29. október 2021 1.226.288 krónur, sem var samtala stefnufjárhæðar, vaxta og dæmds málskostnaðar. Héraðsdómari áritaði stefnuna að nýju 2. nóvember 2021 og þá þannig að málskostnaður næmi 620.000 krónum. Með aðfararbeiðni 30. nóvember 2021 kraf ðist varnaraðili þess, á grundvelli árituðu stefnunnar eins og hún var eftir breytinguna, að sýslumaður gerði fjárnám hjá sóknaraðila til tryggingar á skuld að fjárhæð 567.546 krónur. Sýslumaður féllst á beiðnina með þeirri fjárnámsgerð sem mál þetta lýtur að. 5 Sóknaraðili krafðist 17. janúar 2022 úrlausnar héraðsdómara um aðfarargerðina. Með úrskurði 8. apríl 2022 var málinu vísað frá dómi. Með því var efniságreiningur ekki til lykta leiddur og úrskurðurinn því kæranlegur til Landsréttar. Með úrskurði 29. júní 2022 í máli nr. 242/2022 felldi Landsréttur frávísunarúrskurðinn úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Það gerði héraðsdómur og kvað síðan upp þann úrskurð sem hér er kærður. 6 Samkvæmt 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. lög nr. 117/2016, verða úrskurðir héraðsdómara samkvæmt 15. kafla laganna, sem fela í sér lokaákvörðun hans um ágreiningsefni, ekki kærðir til Landsréttar nema fullnægt sé almennum skilyrðum til áfrý junar dóm s í einkamáli. Af þessu leiðir að heimild til kæru í máli sem þessu er háð því að hagsmunir svari til áfrýjunarfjárhæðar, sbr. 1., 2. og 3. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, eða að kæruleyfi sé veitt samkvæmt 4. mgr. sömu greina r, sbr. 4. mgr. 150. gr. laganna. 7 Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 nemur nú 1.148.047 krónum. Krafa sóknaraðila, sem fjárnámið laut að, nær ekki þessari fjárhæð. Þá hefur sóknaraðili ekki óskað eftir leyfi til að kæra úrskurð hé raðsdóms í málinu. Samkvæmt þessu brestur skilyrði til kæru í málinu og ber að vísa því sjálfkrafa frá Landsrétti, sbr. meðal annars til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 16. janúar 2007 í máli nr. 632/2006, 27. apríl 2012 í máli nr. 231/2012 og 17. mars 2016 í máli nr. 170/2016. 8 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Sóknaraðili, G.B. Magnússon ehf., greiði varnaraðila, Tomasz Powichrowski, 250.000 krónur í kærumálskostnað. 3 Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra 16. Ágúst 2022 1 Mál þetta barst dóminum 17. janúar sl. Með úrskurði 21. janúar sl. vék fyrri dómari málsins sæti á þeim grunni að sóknaraðili byggði kröfu sína á því að dómarinn hefði án lagahei mildar breytt áritun um málskostnað á stefnu sem krafa varnaraðila var reist á. Málið var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 16. mars sl. og því vísað frá með úrskurði dómsins 8. apríl sl. Með úrskurði Landsréttar 29. júní sl. í máli nr. 242/2022, var hinn kærði úrskurður ómerktur og lagt fyrir dóminn að taka málið til efnislegrar meðferðar. Var málið tekið til úrskurðar á ný að loknum munnlegum málflutningi í dag. Aðilar og kröfur. 2 Sóknaraðili er G.B. Magnússon ehf., . Í málinu krefst sóknaraðili þess að fjárnámsgerð sýslumannsins á Norðurlandi vestra 12. janúar sl. nr. 2021 - 026494, sem fram fór að kröfu varnaraðila, verði ógilt en gert var fjárnám í skipinu Magnúsi HU - 23. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar. 3 Varnaraðili er Tomasz Powic htowaki, . Í málinu krefst varnaraðili þess að fjárnámsgerð sýslumannsins á Norðurlandi vestra 12. janúar sl. nr. 2021 - 026494, þar sem fjárnám var gert í skipinu Magnúsi HU - 23, verði staðfest. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar. Forsendur og niðurstaða . 4 Sóknaraðili byggir kröfu sína um ógildingu framangreinds fjárnáms á því að aðfararheimild sú sem lá til grundvallar fjárnáminu hafi verið ólögmæt dómsúrlausn, þar sem dómari hafi farið út fyrir heimild sína í 2. ml. 3. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála (eml.), er hann leiðrétti fyrri áritun á stefnu í útivistarmáli varnaraðila nr. E - 110/2021 á hendur sóknaraðila með því að hækka málskostnað úr 101.000 krónum, samkvæmt áritun 25. október 2021, í 620.000 krónur með áritun 2. nóvember sama ár, eftir að varnaraðili hafði sent dómaranum gögn um málskostnað í málinu og bent á að upphafleg málskostnaðarákvörðun dómarans næmi vart meiru en útlögðum kostnaði í málinu. Í millitíðinni hafði sóknaraðili þann 29. október 2021 greitt kröfu varnaraðila samkvæmt hinni upphaflega árituðu stefnu að fullu. Hin síðari áritun hafi verið ólögmæt og því ekki verið grundvöllur lögvarðrar kröfu á hendur sóknaraðila. Lögmæt aðfararheimild hafi því ekki legið til grundvallar fjárnáminu. 5 Í málatilbúnaði sóknaraðila felst krafa um að dómurinn hnekki aðfarargerð sem fram hefur farið á grundvelli dómsúrlausnar hliðsetts dómstóls. Af reglunni um bindandi áhrif dóma, sbr. 1. mgr. 116. gr. eml., leiðir að dómsúrlausn verður ekki endurskoðuð af hliðsettum dómstóli. Þá leiði r af 2. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989 um aðför (aðfararlaga) og 2. mgr. 88. gr., sbr. 94. gr. laganna, að við aðför gildir sú meginregla að þar er ekki hægt að vefengja réttmæti dómsúrlausnar. Þessi meginregla um bindandi áhrif ákvarðana dómstóla hefur þá mikilvægu afleiðingu, að ekki er hægt að verjast aðfarargerð á grundvelli dómsúrlausnar á þeirri forsendu að málið sem hennar var aflað í, hafi ekki verið rekið eftir réttum reglum eða að úrlausn sé efnislega röng. Hefur einu verið talið gilda hvort slíkir annmarkar séu á úrlausninni að engin raunhæf ástæða sé til að ætla annað en að henni yrði breytt eða hún yrði felld úr gildi við málskot eða við endurupptöku máls. Samkvæmt 2. mgr. 113. gr. laganna hefur áritun dómara á stefnu um aðfararhæfi krafna í henn i sömu áhrif og dómur í einkamáli og á því hið sama við um hana að því undanteknu, að þessari tegund dómsúrlausnar verður ekki skotið til æðra dóms. Sóknaraðili átti þess hins vegar kost að krefjast endurupptöku málsins á grundvelli 1. mgr. 137. gr. eml., en gerði það ekki. Með því varð niðurstaða málsins endanleg á héraðsdómsstigi, að því gefnu að fallist verði á að um eiginlega dómsúrlausn hafi verið að ræða. 6 Af framansögðu leiðir að hér þarf að leysa úr því álitaefni hvort hin umþrætta aðfararheimild, sa mkvæmt áritun dómara frá 2. nóvember 2021, hafi í raun verið dómsúrlausn að formi til, eða hvort dómari hafi farið svo bersýnilega út fyrir vald sitt að áritunina beri að virða að vettugi sem markleysu. 7 Í dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2008 í máli nr. 651/2008, komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að breytingar sem héraðsdómari hafði gert á uppkveðnum úrskurði sínum með vísan til 3. mgr. 116. gr. eml. 4 bæri að virða að vettugi, þar sem þær hafi falið í sér efnislegar breytingar á dómsúrlausn, en heimild dómara til leiðréttinga samkvæmt framangreindu ákvæði gæti með engu móti tekið til þess að breyta efnislegri niðurstöðu í dómsúrlausn. Atvik í málinu voru með þeim hætti að eftir uppkvaðningu úrskurðar, þ ar sem kveðið var á um að málskostnaður milli aðilanna félli niður en greiða skyldi gjafsóknarkostnað þeirra úr ríkissjóði, var dómaranum bent á að annar aðili nyti ekki gjafsóknar. Brást dómarinn við með því að birta ar fellt brott ákvæði um greiðslu gjafsóknarkostnaðar þess aðila sem ekki naut gjafsóknar, heldur var úrskurðinum breytt á þann veg að gagnaðilanum var gert að greiða málskostnað. Að mati Hæstaréttar var breyting dómarans markleysa sem hafði enga þýðingu a ð lögum. Taldi rétturinn því ekkert úrlausnarefni liggja fyrir og vísaði málinu af sjálfsdáðum frá Hæstarétti. 8 Í máli því sem hér er til úrlausnar fól breyting dómara, með nýrri áritun á stefnu varnaraðila 2. nóvember 2021, ekki í sér efnislega breytingu á niðurstöðu málsins, þar sem hann hafði þegar mælt fyrir um að sóknaraðili skyldi greiða varnaraðila málskostnað, heldur fól hin umþrætta leiðrétting dómarans í sér að hækka fjárhæð málskostnaðarins sem sóknaraðila var gert að greiða. Eru aðstæður hér því ekki sambærilegar við atvik í tilvitnuðum dómi Hæstaréttar. Að mati dómsins er ekki unnt að líta svo á að um sé að ræða efnislega breytingu á niðurstöðu málsins sem dómarann hafi augljóslega brostið formlegt vald til að gera, þannig að rétt sé að líta á dó msathöfn hans sem markleysu sem sé að vettugi virðandi. Í því felst að um er að ræða bindandi dómsniðurstöðu, jafnvel þó talið yrði að dómari hafi með hinni umþrættu leiðréttingu farið út fyrir mörk leyfilegra breytinga samkvæmt 3. mgr. 116. gr. eml. Samkv æmt því studdist fjárnámsgerð sýslumannsins á Norðurlandi vestra 12. janúar sl. nr. 2021 - 026494 við gilda aðfararheimild. Verður fjárnámsgerðin því staðfest. 9 Í ljósi málsúrslita og að teknu tilliti til umfangs og efnis málsins verður sóknaraðila gert að gr eiða varnaraðila málskostnað sem telst hæfilega ákvarðaður 682.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Fjárnámsgerð sýslumannsins á Norðurlandi vestra 12. janúar sl. nr. 2021 - 026494, þar sem fjárnám var gert í skipinu Magnúsi HU - 23, er staðfest. Sóknaraðili greiði varnaraðila 682.000 krónur í málskostnað.