LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. nóvember 2021. Mál nr. 396/2020 : Friðrik Ólafsson ( Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður ) gegn K2 Agency Limited ( Jón Gunnar Ásbjörnsson lögmaður) Lykilorð Stefnubirting. Útivist. Endurupptaka. Loforð. Útdráttur K2, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer í Evrópu, höfðaði mál á hendur F, fyrirsvarsmanni fyrirtækisins S ehf., sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice í Reykjavík sumarið 2018 þar sem hljómsveitin Slayer kom fram. K2 krafðist greiðslu eftirstandandi s amningsfjárhæðar fyrir hönd hljómsveitarinnar, annars vegar úr hendi S ehf. á grundvelli samningssambands og hins vegar úr hendi F á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar. Útivist varð bæði af hálfu S ehf. og F í héraði og var stefna árituð um aðfararhæfi 11. jú ní 2019. F óskaði eftir endurupptöku málsins innan frests samkvæmt 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og var orðið við þeirri ósk. S ehf. óskaði ekki eftir endurupptöku og var málið á hendur félaginu því leitt til lykta með framangreind ri áritun stefnu um aðfararhæfi. Í dómi Landsréttar kom fram að héraðsdómsstefnu hafi borið að birta á hendur F, sem bjó í Bretlandi, eftir þarlendum birtingarreglum og samkvæmt gögnum málsins hafi það verið gert. F var hins vegar ekki talinn hafa hnekkt b irtingarvottorðinu, sbr. 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991 og ekki talinn hafa sýnt fram á að útivist hans hafi verið afsakanleg í skilningi a - liðar 2. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991 . Þá var hann ekki talinn hafa rökstutt með hvaða hætti það myndi valda hon um réttarspjöllum í skilningi b - liðar sömu greinar ef ekki yrði tekið tillit til krafna, málsástæðna og sönnunargagna sem hann færði fram í málinu. Í ljósi andmæla K2 bar því að dæma málið eins og það lá fyrir héraðsdómara við þingfestingu þess, sbr. 1. mg r. 96. gr. sömu laga. Því næst rakti Landsréttur að í gögnum málsins lægi fyrir tölvupóstur F þar sem hann lýsti yfir persónulegri ábyrgð á greiðslu eftirstandandi samningsfjárhæðar. Í tölvupóstinum var talið felast greiðsluloforð F sem beint var til K2 se m var bært til að taka við því sem umboðsaðili hljómsveitarinnar. Þótt fjárhæð kröfunnar sem loforðið náði til kæmi ekki fram í tölvupóstinum var talið ljóst af gögnum málsins að það næði til kröfu sömu fjárhæðar og dómkrafa K2. Var hinn áfrýjaði dómur því staðfestur. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Ragnheiður Harðardóttir og Eiríkur Elís Þorláksson dósent. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 29. júní 2020 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. apríl 2020 í málinu nr. E - 1131/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að áfrýjandi ver ði sýknaður af öllum kröfum stefnda. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Fyrir Landsrétt hafa verið lögð fram tölvupóstsamskipti áfrýjanda og umboðsskrifstofunnar CAA 19. febrúar 2019 og bókun stefnda í þinghaldi 17. júlí 2019 í héraðsdómsmálinu nr. I - 3494/2019. Niðurstaða 5 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi var héraðsdómsstefna stefnda á hendur áfrýjanda og Solstice Productions ehf. þingfes t í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. mars 2019. Útivist varð af hálfu beggja stefndu í héraði og var stefnan árituð um aðfararhæfi 11. júní 2019, sbr. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Áfrýjandi óskaði eftir endurupptöku málsins 10. júlí 2019 og þa r með innan þriggja mánaða frests samkvæmt 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991. Var því skilyrðum þess ákvæðis fyrir endurupptöku fullnægt. Solstice Productions ehf. mun ekki hafa óskað eftir endurupptöku málsins. 6 Í endurupptökubeiðni skýrði áfrýjandi útivis t sína við þingfestingu málsins í héraði með því að hann hefði ekki haft vitneskju um stefnubirtingu í málinu þar sem stefnan hefði ekki verið birt honum. Skilyrði 2. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991 væru því uppfyllt fyrir því að tekið yrði tillit til krafn a, málsástæðna og sönnunargagna sem hann færði fram við endurupptöku, þar sem útivist hans í öndverðu hafi verið afsakanleg, sbr. a - lið 2. mgr. 141. gr. laganna og þar sem það myndi valda honum réttarspjöllum ef ekki yrði tekið tillit til nýrra krafna, mál sástæðna eða nýrra sönnunargagna, sbr. b - lið sömu málsgreinar. 7 Í þinghaldi héraðsdóms 17. júlí 2019 sem haldið var í tilefni af endurupptökubeiðni áfrýjanda lagði stefndi fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að ekki væru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 141 . gr. laga nr. 91/1991 fyrir því að tekið yrði tillit til krafna, málsástæðna og sönnunargagna sem áfrýjandi færði fram við endurupptöku. 8 Í 1. mgr. 90. gr. laga nr. 91/1991 segir að eigi stefndi þekkt heimili eða aðsetur erlendis eða það liggi annars fyri r að hann eigi heimili í tilteknu öðru ríki og birting stefnunnar geti ekki farið fram hér á landi eftir öðrum ákvæðum laganna fari um birtingu eftir 3 lögum þess ríkis og þjóðréttarsamningi ef slíkur samningur hefur verið gerður við hlutaðeigandi ríki. 9 Sam kvæmt framansögðu bar því að birta stefnu á hendur áfrýjanda, sem samkvæmt þjóðskrá bjó í Bretlandi, eftir þarlendum birtingarreglum. Stefndi hefur lagt fram eiðsvarna yfirlýsingu bresks stefnuvotts 5. febrúar 2019 um að hann hafi 3. febrúar 2019 klukkan 1 5.05 afhent stefnuna ónafngreindum íbúa að 106c Clarence Road, Lundúnum, sem var síðasta þekkta heimilisfang áfrýjanda. Þá hafi hann sama dag klukkan 17.50 sett stefnuna í umslag sem merkt var áfrýjanda inn um bréfalúgu íbúðar númer 68 í William Dunbar Hou se, Lundúnum, en það heimilisfang hafði áfrýjandi gefið upp við bresku fyrirtækjaskrána 11. janúar 2017. Hvort tveggja hafi hann gert eftir að hafa ítrekað reynt að hafa uppi á áfrýjanda á öðru hvoru heimilisfanginu á tímabilinu 29. janúar til 2. febrúar 2 019. Þá hafi hann 4. febrúar sama ár sent afrit stefnunnar á nánar tilgreint netfang áfrýjanda. Samkvæmt framlagðri eiðsvarinni yfirlýsingu nafngreinds lögmanns við Hæstarétt Englands og Wales 15. febrúar 2019 var framangreind birting í samræmi við þarlend ar birtingarreglur. 10 Samkvæmt framansögðu verður fallist á það með héraðsdómi að stefnan hafi verið birt í samræmi við birtingarreglur í Englandi og Wales og teljist hún því löglega birt en áfrýjandi hefur í engu reynt að hnekkja birtingarvottorðinu, sbr. 3. mgr. 87. gr. laga nr. 91/1991. 11 Svo sem fram er komið skýrir áfrýjandi það að hann sótti ekki þing við þingfestingu málsins í héraði með því að hann hafi ekki vitað af stefnubirtingu í málinu þar sem stefnan hefði ekki verið birt honum. Hann hefur á hinn bóginn ekki leitast við með neinum hætti að skýra hver ástæðan sé fyrir því að stefna hafi ekki borist honum. Liggur þó fyrir að stefnan var birt á síðasta þekkta heimilisfangi hans í Bretlandi og jafnframt send á tölvupóstfang hans sem samkvæmt nýjum gög num sem lögð hafa verið fyrir Landsrétt var enn í notkun 19. febrúar 2019, 15 dögum eftir að stefnan var þangað send. Var tilefnið þó ærið í ljósi bókunar stefnda 17. júlí 2019. 12 Samkvæmt framansögðu hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að útivist hans hafi ve rið afsakanleg í skilningi a - liðar 2. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991. Þá hefur áfrýjandi í engu rökstutt með hvaða hætti það myndi valda honum réttarspjöllum í skilningi b - liðar sömu greinar að ekki verði tekið tillit til krafna, málsástæðna og sönnunargag na sem hann færir fram í málinu. Ber því í ljósi andmæla stefnda, sbr. 2. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991, að dæma málið eins og það lá fyrir héraðsdómara við þingfestingu þess, sbr. 1. mgr. 96. gr. sömu laga. 13 Stefndi lýsir málavöxtum í héraðsdómsstefnu svo að hann hafi verið umboðsaðili bandarísku hljómsveitarinnar Slayer. Í kjölfar samningaviðræðna í lok janúar og byrjun febrúar 2018 hafi meðstefndi í héraði, Solstice Productions ehf., og hljómsveitin ásamt þjónustufyrirtæki hennar, Slayer Touring LLC, fyr ir milligöngu meðal annars stefnda, komist að samkomulagi um að hljómsveitin kæmi fram sumarið 4 2018 á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem haldin var á vegum Solstice Productions ehf. Hafi það gengið eftir og kom hljómsveitin fram á hátíðinni 23. júní 2018. Fyrir það hafi Solstice Productions ehf. samkvæmt samkomulaginu átt að greiða 250.000 bandaríkjadali í þóknun og framlag vegna flutningskostnaðar að fjárhæð 6.000 bandaríkjadalir. Þá hafi félagið átt að endurgreiða flugkostnað hljómsveitarinnar og st arfsmanna hennar sem samtals hafi numið 73.273,45 bandaríkjadölum. Félagið hafi hins vegar aðeins greitt hluta samningsfjárhæðarinnar og eftir standi þannig 60.000 bandaríkjadalir af umsaminni þóknun ásamt flugkostnaðinum og nemi eftirstöðvarnar því 133.27 3,45 bandaríkjadölum. 14 Stefnda hafi verið falið að innheimta framangreinda kröfu Slayer Touring LLC sem hafi verið á gjalddaga 4. júlí 2018. Vegna þess hafi hann verið í samskiptum við áfrýjanda sem hafi verið fyrirsvarsmaður Solstice Productions ehf. Hafi áfrýjandi í þeim samskiptum lýst því yfir í tölvupósti 13. september 2018 að hann myndi greiða hafi eignast kröfuna á hendur Solstice Productions ehf. fyrir framsal. Krafan hafi ekki fengist greidd úr hendi Solstice Productions ehf. og hafi honum verið nauðsynlegt að höfða mál þetta á hendur félaginu og áfrýjanda. Málsóknin á hendur áfrýjanda byggist á greiðsluloforði hans 13. september 2018. 15 Í gögnum málsins liggur fyrir t ölvupóstur áfrýjanda 13. september 2018 sem stefndi kveðst byggja málsókn sína á. Tölvupósturinn er til fulltrúa stefnda undir 16 Í framangreindum tölvupósti áfrýjanda fólst ábyrgðarloforð hans sem beint var til stefnda sem var bær til að taka við því sem umboðsmaður hljómsveitarinnar. Þótt fjárhæð kröfunnar sem loforðið nær til komi ekki fram í tölvupóstinum er ljóst af gögnum málsins, sem innihalda meðal annars samskipti aðila í tengslum við innheimtutilraunir stefnda, að það náði til kröfu sömu fjárhæðar og dómkrafa stefnda og að gjalddagi kröfunnar var 4. júlí 2018. Töluleg krafa var óumdeild þegar áfrýjandi þar sem fram k emur að krafa Slayer Touring LLC á hendur Solstice Productions ehf. að fjárhæð 133.273,45 bandaríkjadalir hafi af hálfu Slayer Touring LLC verið framseld stefnda. 17 Samkvæmt framansögðu er krafa stefnda í samræmi við framlögð gögn og engir þeir gallar á mál atilbúnaði stefnda sem geta leitt til frávísunar án kröfu. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur. 18 Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. 5 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Á frýjandi, Friðrik Ólafsson, greiði stefnda, K2 Agency Limited, 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, miðvikudaginn 29. apríl 2020, Þetta mál, sem var tekið til dóms 17. apríl 2020, höfðar K2 Agency Limited, 209 Har bour Yard, Chelsea Harbour, Lundúnum, Bretlandi, með stefnu birtri 3. febrúar 2019 á hendur Solstice Productions ehf., kt. , Fiskislóð 31, Reykja vík og Friðriki Ólafssyni, kt. , 106C Clarence Road, Lundúnum , Bret landi, til greiðslu skuldar auk vaxta og málskostnaðar. Stefnandi krefst þess að stefndu greiði sér óskipt 133.273,45 bandaríkjadali með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð trygg ingu, frá 4. júlí 2018 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskos tnaðar óskipt úr hendi stefndu. Stefndi Friðrik krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, svo og málskostnaðar úr hendi hans sér að skaðlausu, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndi Solstice Productions ehf. hefur ekki látið málið til sín taka. Kröfur stefnanda á hendur félaginu voru samþykktar með áritun á stefnu 11. júní 2019. Málavextir Ágreiningsefni þessa máls varðar það hvert sé efnislegt inntak tölvuskeytis sem stefndi Friðrik sendi fyrirsvarsmanni stefnanda í september 2018. M álsatvik eru þau að félagið Solstice Productions, stofnað 1999, hefur skipu lagt tón listarhátíðina Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík nokkur síðastliðin ár. Í fyrir svari fyrir félagið voru systkinin Friðrik og Katrín Ólafsson. Árið 2018 höfðu þau hu g á því að fá bandarísku hljómsveitina Slayer til þess að vera aðalaðdráttarafl hátíð ar innar þá um sumarið. Stefnandi, K2 Agency Limited, er umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar í Evrópu. Fyrir tækið Slayer Touring LLC sér um tón leikahald sveitar innar. Í lok janúar og byrjun febrúar 2018 sendu fyrirsvarsmenn Solstice Pro duct ions (Solstice) stefnanda fyrir hönd Slayer Touring tilboð í að hljómsveitin Slayer kæmi fram á tón list ar hátíðinni 23. júní 2018. Í tölvuskeyti sendu 30. janúar 2018 bauð Sol s tice: Offer amount: $250.000 + Ground + hospitality + Flights Deposit 50%: 4 th March 2017 Balance 50%: 4 th July 2017 Í tilboðinu voru einnig tilgreindir aðrir þættir sem vörðuðu faglegan og tækni legan aðbúnað á tón leikasviðinu, ljós, hljóð og fleira. Að auki var þetta tekið fram: Witholding Tax: 20% on artists fee. US Artists are exempt at $20.000 and below with Tax Certificate 6166. Can be split between band members if each can produce certificate. Production and other costs can be split from the tota l fee. 6 því ljósi að íslenski 20% skatturinn væri frádráttarbær í Banda ríkj unum. Stefndi Friðrik sendi fyrirsvarsmanni stefnanda tölvuskeyti 7. febrúar og f ór yfir skatta reglur sem giltu um greiðslur til erlendra listamanna sem kæmu fram hér á landi. Hann tók fram að ein ungis þyrfti að greiða skatt af launum age h æð - leiðslu kostn - duct ion cost). Solstice myndi þá einungis halda eftir skatti af þeim reikn ingi sem til k stefndi Friðrik þetta fram: Also note that management fees and agency fee are tax exempt as they fall under production cost. Tilboð Solstice þótti ekki nógu gott og því sendi stefnandi Solstice gagn tilboð 9. febrúar. Þar kom fram að hljómsveitin væri re iðubúin að koma fram 23. júní 2018 á stað sem tæki 18.000 manns gegn þessum skilmálum: @250,000 USD + PA&L plus Ground transport, Hospitality and flights We will also need you to confirm you are happy to pay for the below Extras Flights 8 First/Business class round trip tickets for the band party, 10 coach class round trip tickets for the crew Slayer will book the tickets, and you as the promoters will need to reimburse Slayer Freight In addition to the gear being freighted from the UK we will need you to cover the 6,000 USD US freight cost Sound and lighting To the exact specification of the artists and to be approved by Slayer in advance Þessu gagntilboði svaraði Katrín Ólafsson nokkrum mínútum síðar: This is great news. We accept these terms and lo ok forward to having you all here this June. Ekki er dregið í efa að með þessu tölvuskeyti hafi komist á samningur milli Slayer Touring og Solstice Productions þess efnis að hljómsveitin Slayer kæmi fram á tón leik unum 23. júní 2018 gegn greiðslu 250.00 0 dala þóknunar, 6.000 dala fyrir kostnað af flutningi tækja og kostnaðar af því að fljúga hljómsveitinni og starfs mönnum hennar fram og til baka, en óvíst var þá hversu hár hann yrði. Tveimur vikum síðar, 24. febrúar, sendi Katrín starfsmanni stefnanda tölvu skeyti og óskaði eftir að fá eins fljótt og auðið væri samning og reikninga vegna fram komu Slayer. Hún lagði til greiðsluáætlun þar sem fyrsta greiðsla yrði innt af hendi 4. apríl, en 4. júní yrði greitt fyrir fargjöld og flutning tækja og 4. júlí yrði greitt það sem út af stæði. Þegar 26. febrúar ráðgerði starfsmaður Solstice að afla sér upplýsinga frá starfs mönnum Slayer um það hversu hár flugkostnaðurinn yrði. Samkvæmt fram lögðum gögnum voru flestir flugmiðarnir keyptir í apríl, örfáir í maí og einn í júní og mun ferðaskrifstofan Altour International hafa séð um að kaupa þá. Reikningar sem samanlagt námu 250.000 bandaríkjadölum voru sendir Sol stice með tölvu skeyti 12. mars og voru dagsettir þann dag. K2 Agency Ltd. Agency Commission 10% USD 25.000 Rick Sales Entertainment Management Commission 15% USD 37.500 Slayer Touring LLC Artist Fee for Slayer USD 87.500 Slayer Touring LLC Production Contribution USD 100.000 Samanlagt USD 250.000 Eftir hádegi 18. júní var samningur sendur fyrirsvarsmönnum Solstice. Í þeim samn ingi voru sömu ákvæði og í gagntilboðinu í tölvuskeyti sendu 9. febrúar. Heild ar fjár hæðin, 250.000 bandaríkjadalir, var sundurliðuð í 87.500 dali sem laun (salary) og 162.500 dali sem framleiðslukostnað (production expenses). Síðar sama dag, 18. júní, sendi starfsmaður stefnanda fyrirsvarsmönnum Solstice leiðréttan 7 samn ing. Í honum hafði 250.000 dala þóknuninni verið skipt í 150.000 dala laun (salary) og 100.000 dala fram leiðslukostnað (production expenses). Báðir samningarnir eru dagsettir 28. febrúar 2018. Þennan sama dag, 18. júní, áréttaði starfs maður stefnanda að samkvæmt samn ings skil málum þyrfti að greiða þá þegar trygg ingu sem næmi 50% af 250.000 dala þókn un inni og ætti hún að berast inn á reikning stefnanda. Daginn eftir, 19. júní, lagði Sol stice alls 120.000 dali inn á reikning Slayer Touring LLC í stað reikn ings stefn anda. Þessi fjárhæð sam svaraði 150.000 dala þóknun fyrir listflutning að frádregnum 20% vörslu skatti, 30.000 dölum, sem Solstic e átti að afhenda íslenskum skatt yfir völdum. Stefn andi sendi Solstice 21. júní reikn inga vegna kostn aðar af flugi hljóm sveit ar innar og starfs - manna frá Banda ríkj unum sem námu saman lagt 73.273,45 banda ríkja dölum. Þótt flestir miðarnir hafi ve rið keyptir tveimur mánuðum fyrr, og starfsmenn Sol stice því haft svigrúm til þess að afla sér upplýsinga um þennan kostnað, mun fjár hæðin hafa komið þeim á óvart. Þennan dag, 21. júní, lá fyrir að skuldbinding Solstice við Slayer Touring næmi: Samþykkt þóknun USD 250.000,00 Framlag til flutningskostnaðar USD 6.000,00 Endurgreiðsla flugkostnaðar USD 73.273,45 Samanlagt USD 329.273,45 Stefndi vill líta svo á að 28. febrúar 2018 hafi verið gerður endanlegur samn ingur á milli Solstice Pro duct ions og Slayer um þóknun hljómsveitarinnar, sem næmi 150.000 bandaríkjadölum, ásamt flug - og flutningskostnaði hljómsveitarinnar sem næmi samanlagt 6.000 dölum. Í samn ingnum hafi einnig verið kveðið á um 100.000 dala kostnað vegna svið setn ingar. Stefndi lítur svo á að Solstice hafi alfarið séð um svið setningu enda hafi stefn andi ekki lagt fram reikninga eða greiðslu kvitt anir vegna þess þáttar samn - ings ins. Sú fjárhæð hafi því verið greidd með vinnu starfs manna Sol stice við sviðsetningu. Hljómsveitin Slayer kom fram á tónlistarhátíðinni 23. júní 2018 án nokkurra vand kvæða eða athuga semda af hálfu Solstice. Að tónlistarhátíðinni lokinni átti Solstice, að mati stefnanda og Slayer Touring, eftir að greiða Slayer 100.000 dali í fram leiðsl ukostnað og 73.273,45 dali í kostnað vegna far þega flugs. Stefn anda, sem umboðs aðila Slayer, var falið að innheimta þessa kröfu hjá stefnda Sol stice. Samkvæmt tölvuskeyti sendu 4. júlí munu 6.000 dalir fyrir flutn ings kostnað þá þegar hafa verið greid dir. Starfsmenn stefnanda ýttu á eftir greiðslu frá Solstice á tímabilinu 25. júní til 16. júlí. Stefndi Friðrik svaraði þann dag og lofaði að greiða næstkomandi föstudag. Stefn andi þyrfti þó að senda honum greiðslukvittanir frá flugfélögunum fyrir hver n far þega sérstaklega. Síðustu daga júlí ýtti fyrirsvarsmaður stefnanda enn á eftir því við stefnda Friðrik að fá greiðslu, annars vegar 100.000 dali sem eftir stæðu af heildar gjald inu og hins vegar fyrir ógreidd far gjöld sem næmu 73.273,45 dölum. Stef ndi Friðrik lofaði ýmsu en ekk ert gerðist og á tímabili virðist hann hafa hætt að svara reglu bundnum fyrir spurnum forsvarsmanns stefn anda. Solstice greiddi 40.000 bandaríkjadali inn á reikning stefnanda 10. ágúst 2018 og hefur ekki greitt neitt freka r vegna listflutnings Slayer á tónlistarhátíðinni. 18. júní 2018 USD 120.000,00 10. ágúst 2018 USD 40.000,00 Samanlagt USD 160.000,00 Stefndi lítur svo á að með því að greiða samanlagt 160.000 dali og sjá um svið setn ingu hafi Solstice fylli lega gert upp samningsskuldbindingar sína við Slayer Tour ing. Það eina sem gæti talist ógreitt væri hluti af flugkostnaði. Ógreiddur flug kostn aður skýr ist af því að stefnandi hafi aldrei lagt fram greiðslukvittanir fyrir því að hann eða Slayer hafi greitt f lug félög unum þá fjárhæð sem krafist sé. Solstice hafi margoft óskað eftir greiðslu kvitt unum. Útprent úr tölvukerfi Altour International geti ekki talist sönnun fyrir þessari meintu skuld enda sé gjald miðils ekki einu sinni getið þar. Þá beri fjárhæðum ekki saman á milli útprent anna. Sol stice Product ions hafi frá upp hafi mót mælt þessum meinta kostn aði og ljóst sé að flug kostnaður sem nemi 73.273,45 banda ríkjadölum sé ekki eðlilegur. 8 Eftir 10. ágúst hélt stefnandi áfram að þrýsta á Solstice að g reiða það sem ógreitt var. Stefndi Friðrik ritaði fyrirsvarsmanni stefnanda tölvuskeyti 13. september og sagðist hafa, til þess að leysa málið, sett á sölu tvær fasteignir sem hann ætti. Hann gerði ráð fyrir að önnur seldist fyrir lok mánaðarins og þá mynd i hann persónu lega greiða Slayer fyrir að hafa komið fram á Solstice - hátíðinni (when that is done I will pay slayer person ally for solstice). Höfuðágreiningur þessa máls er hvernig beri að túlka efni þessa tölvuskeytis. Greiðslan sem nefnd var í tölvuske ytinu barst stefnanda þó ekki. Tveimur vikum eftir að Solstice greiddi stefnanda 40.000 dali greiddi stefnandi þá fjárhæð inn á reikning Slayer. Stefnandi greiddi Slayer 133.273,45 dali 10. og 11. októ ber og hafði þá greitt alla þá fjárhæð sem Solstice sk uldaði Slayer. Stefnandi og Slayer Touring LLC gerðu svo samning 27. mars 2019 þar sem krafa Slayer á hendur Sol stice Pro duct ions var fram seld stefn anda. Stefnandi lítur svo á að ógreidd sé þessi fjár hæð: Eftirstöðvar þóknunar: USD 60.000,00 Endurgreiðsla flugkostnaðar: USD 73.273,45 Samanlagt USD 133.273.45 Samkvæmt framlögðum gögnum seldi stefndi Friðrik í desember 2018 aðra eign ina sem hann kvaðst í tölvu skeyt inu 13. september 2018 myndu selja til þess að greiða skuld Solstice við Slayer. Með bréfi dags. 18. desember 2018 var stefndi Solstice krafinn um greiðslu kröf unnar og með bréfi 21. desember 2018 var stefndi Friðrik, sem ábyrgðarmaður, kraf inn um greiðslu kröfunnar. Stefnandi gaf út stefnu á hendur Solstice og Friðriki 24. janúar 2019. Stefndi Friðrik var á þeim tíma eini skráði stjórnarmaður fyrirtækisins og framkvæmdastjóri. Sam kvæmt þjóðskrá bjó hann þá í Lundúnum. Stefnan var því send þangað til birt ingar fyrir honum, annars vegar sem fyrirsvarsmanni stefnda Solsti ce Productions og hins vegar persónu lega. Stefnandi hafði annars vegar heimilisfang sem stefndi Friðrik hafði gefið upp hjá fyrir tækjaskrá ríkisskattstjóra og hins vegar fann breskur stefnu vottur heim ilis fang sem stefndi hafði gefið upp hjá fyrirtækja skrá (Companies House) í Bretlandi. Stefnan var skilin eftir á báðum þessum stöðum 3. febrúar 2019 og einnig send stefnda Friðriki í tölvuskeyti. Málið var þingfest 19. mars það ár. Hvorugur stefndu sótti þing og var stefnan árituð 11. júní 2019. Stefndi Friðrik sendi dóminum beiðni um endurupptöku málsins 10. júlí 2019 en stefndi Solstice Productions óskaði ekki eftir endurupptöku. Áritun á stefnu um aðfararhæfi voru því lyktir málsins fyrir þann stefnda. Sýslu mað urinn á höfuðborgarsvæðinu gerði árangu rslaust fjárnám hjá stefnda Solstice 30. ágúst 2019 vegna þeirrar kröfu sem er hér til umfjöllunar. Sá ágreiningur sem eftir stendur af upphaflegum ágreiningi varðar því, eins og áður greinir, ein - vörð ungu efni tölvuskeytisins sem stefndi Friðrik sendi fyrir svars manni stefnanda 13. sept ember 2018. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi telur ljóst að um kröfu hans gildi íslensk lög, enda sé annar samn ings aðil inn íslenskur lögaðili og þjónusta hins hafi verið innt af hendi á Íslandi. Krafan hafi því sterk ust tengsl við Ísland, sbr. 4. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samninga réttar. Stefnandi byggi mál sitt á meginreglum samninga - og kröfuréttar um skuld bind ingargildi loforða og efndir samningsskuldbindinga. Stefndi Solstice h afi lofað að greiða Slayer áðurnefnda fjárhæð gegn því að hljómsveitin kæmi fram á tón list ar hátíð inni Secret Solstice á vegum stefnda Solstice. Slayer hafi innt af hendi skyldu sína sam kvæmt samningi aðila. Hins vegar sé ljóst að stefndi Solstice hafi vanefnt skuld bind ingar sínar samkvæmt samningnum. Ógreidd skuld stefnda Solstice nemi saman lagt 133.273,45 bandaríkjadölum sem stefnandi krefjist að stefndi greiði sér á grund velli almennra reglna um efndir skuldbindinga. Eins og gögn málsins beri með sér sé skuldin óumdeild og viðurkennd. Krafa stefnanda á hendur stefnda Friðriki byggist á ábyrgðarskuldbindingu, sem hann hafi veitt með loforði í tölvuskeyti sem hann ritaði stefnanda 13. sept em ber 2018. Stefnandi byggi á því að með tölvuskeytinu h afi stefndi Friðrik gefið stefn anda fyrir hönd Slayer ábyrgðar loforð þess efnis að hann 9 myndi ábyrgjast persónu lega greiðslu á kröfu Slayer fyrir fram komu sveitarinnar á tónlistarhátíðinni. Ábyrgð ar lof orðið sé skýrt og ótvírætt. Það hafi verið gefið í tengslum við vanefnd stefnda Sol stice. Stefndi Friðrik hafi setið í stjórn þess félags og að auki verið fram kvæmda stjóri þess. Lof orðið hafi verið gefið stefnanda sem hafi verið bær til þess að taka við því fyrir hönd Slayer. Lof orðið hafi vakið þæ r væntingar hjá stefn anda og Slayer að stefndi Friðrik myndi greiða Slayer hina ógreiddu skuld persónu lega, gæti stefndi Sol stice ekki greitt hana. Stefndi Solstice hafi ekki greitt hina umkröfðu skuld þrátt fyrir að skorað hafi verið á félagið að greið a hana. Í það minnsta þrjú árang urs laus fjár nám hafi verið gerð hjá stefnda Solstice, þar af eitt vegna þessarar kröfu sér stak lega, og því sé ljóst að ábyrgð ar skuld bind ing stefnda Friðriks sé orðin virk. Stefnandi byggi á því að ábyrgðarloforð F riðriks hafi verið skilyrðislaust. Til vísun stefnda Friðriks til þess að hann myndi greiða Slayer persónulega eftir að hafa selt aðra af tveimur nánar tilgreindum fasteignum hafi hvorki takmarkað né skil yrt á nokkurn hátt skuldbindingargildi loforðsins, enda hafi verið ótvírætt af loforðinu að Friðrik myndi á endanum greiða Slayer persónulega þótt honum tækist ekki að selja áður nefndar fasteignir. Verði á hinn bóginn talið að skuldbindingargildi ábyrgðar lof - orðs ins hafi verið háð því skilyrði að Friðri ki tækist að selja aðra af þeim tveimur fast eignum sem hann nefndi í tölvuskeytinu frá 13. september 2018 byggi stefnandi á því að lof orðið hafi orðið skuldbindandi í kjölfar þess að Friðrik seldi aðra fast eign ina, sem stefn andi telur að hafi verið í desember 2018 fyrir milligöngu fasteignasölunnar Stak fells. Samkvæmt samningi stefnda Solstice og Slayer frá 9. febrúar 2018 skyldi hinn fyrr nefndi hafa lokið við að greiða kröfu Slayer 4. júlí 2018 sem sé gjalddagi skuldar innar. Stefnandi krefjist því dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af eftirstöðvum skuldarinnar frá 4. júlí 2018, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, til greiðsludags. Stefnandi byggir mál sitt á meginreglum samninga - og kröfuréttar um s kuld bind ingargildi loforða og efndir samningsskuldbindinga. Dráttarvaxtakrafa stefnanda styðj ist við 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr., laga nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðj ist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varðan di varnar þing vísar stefnandi til 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 42. gr. laganna. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi Friðrik hafnar öllum málsástæðum stefnanda. Hann byggir kröfu sína um sýknu einkum á: (i) aðildarskorti til varnar; (ii) aðildarskorti t il sóknar; og (iii) því að stefnandi hafi ekki fært sönnur á þá fjárhæð sem hann krefst úr hendi stefndu. Aðildarskortur til varnar engin kröfuábyrgð og ekkert skuldbindandi loforð Stefndi byggir á því að ekkert kröfusamband hafi stofnast milli hans o g stefn anda. Því beri að sýkna stefnda á grundvelli aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um með ferð einkamála nr. 91/1991. Stefndi telur að tölvuskeyti sem hann sendi fyrir svars manni stefnanda 13. sept em ber 2018 hafi ekki falið í sér skuldbindand i loforð eða kröfuábyrgð, hvorki í skiln ingi laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 né laga um samn ingsgerð, umboð og ógilda lög gern inga nr. 7/1936. Stefndi beri þar einkum fyrir sig sex atriði. Í fyrsta lagi felist ekki skuldbindandi ábyrgðarloforð í tölvus keyti stefnda frá 13. september 2018 heldur fremur sáttaviðleitni stefnda. Hin meinta krafa, sem stefn andi telji stefnda hafa ábyrgst, sé hvergi tilgreind, hvorki fjárhæð hennar, eig andi né uppruni. Þar að auki sé skuldari kröfunnar hvergi tiltekinn. Hið meinta and lag kröfu ábyrgðar sé því ekki tilgreint í tölvuskeyti stefnda. Stefndi telur enn fremur að Solstice Product ions hafi efnt meginskuldbindingu sína samkvæmt gild andi samn ingi félagsins við hljóm - sveit ina Slayer með greiðslu 160.000 dala því 100.000 dalir hafi verið greiddir með vinnuframlagi starfsmanna Solstice við sviðsetningu. Skil yrði kröfu ábyrgðar séu því ekki uppfyllt. Í öðru lagi hafi stefndi ritað tölvuskeytið í störfum sínum sem fram kvæmda stjóri Solstice Productions og sent það ú r vinnunetfangi sínu. Tölvuskeytið virð ist lýsa þeirri huglægu og almennu afstöðu stefnda, Friðriks, sem fram kvæmda stjóra Sol stice Pro duction, að vilja leysa málin gagnvart hljóm sveit ar - með limum Slayer í sátt og sam lyndi. 10 Í þriðja lagi telur stefn di að beita beri andskýringarreglu samningaréttar við túlkun umrædds tölvuskeytis. Það verði að skýra skeytið stefnanda í óhag. Hefði stefn andi raunverulega talið tölvuskeytið fela í sér ábyrgðaryfirlýsingu stefnda hefði hann leitast eftir því að gera um það skriflegt sam komu lag. Í fjórða lagi telur stefndi að þrátt fyrir meint kröfuframsal Slayer Touring til stefnanda beinist hið meinta loforð stefnda, Friðriks, að hljóm sveitar með limum Slayer. Orðum tölvuskeytisins sé hvorki beint að stefnanda né Sla yer Tour ing. Þau félög komi málinu ekkert við og geti ekki undir neinum kringum - stæðum byggt á því að stefndi, Friðrik, hafi ábyrgst greiðslur krafna sem þessi félög kunni að hafa átt eða eiga á hendur íslenskum félögum vegna tónlistar hátíðar Secret Sols tice. Í fimmta lagi vísar stefndi til reglna félagaréttar um takmarkaða ábyrgð, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994. Í sjötta lagi skapi umrætt tölvuskeyti stefnanda engin réttindi, sbr. reglur samn ingaréttar um þriðjamannslöggerninga . Stefndi telji að jafnvel þótt dómurinn túlkaði tölvu skeytið sem kröfuábyrgð væri sú ábyrgð vafalaust einföld, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga um ábyrgð ar menn nr. 32/2009. Í því sambandi vísar stefndi til með skýr ingarreglu samn inga réttar. Sé ábyrgð ein föld verði kröfuhafi að leita fullnustu hjá aðal skuldara með öllum til tækum ráðum. Hann verði því að sanna að hann geti ekki fengið neinar efndir úr hendi aðal - skuld ara vegna ógjaldfærni hans áður en hann leiti réttar síns á hendur ábyrgð ar manni. Þett a hafi stefnandi ekki gert. Því séu skil yrði einfaldrar ábyrgðar ekki upp fyllt. Væru þau það myndi stefndi bera fyrir sig ógildingarreglur samn ingalaga nr. 7/1936. Aðildarskortur til sóknar Stefndi byggir á því að hið meinta framsal uppfylli ekki almen nar reglur um fram sal kröfuréttinda. Stefndi beri þar einkum fjögur atriði fyrir sig. Í fyrsta lagi hafi framseljandi, Slayer Touring, ekki verið heimildar maður að meintri kröfu. Því hafi ekki orðið nein aðilaskipti að hinni meintu kröfu. Fram sal leiði því aðeins til aðilaskipta að kröfuréttindum að framseljandi hafi heimild til þess að ráð stafa réttindunum á þann hátt sem framsalssamningur geri ráð fyrir. Hinn gild andi samn ingur málsins hafi verið gerður á milli Solstice Productions, Slayer Tour ing og hljóm sveitarinnar Slayer. Framsalssamningurinn sé aftur á móti ein ungis gerður á milli stefnanda og Slayer Touring. Fram sals haf inn Slayer Tour ing hafi því ekki átt þann rétt til kröfunnar að hann gæti fram selt hana til stefn anda án aðkomu hljóm sveit ar innar sjálfrar, þ.e. Slayer. Hið meinta fram sal sé því ekki gilt að lögum. Í öðru lagi verði fátt ráðið af hinum meinta framsalssamningi þar eð hin meinta krafa sé ekki einu sinni tilgreind með vísan til meðfylgjandi og gildandi samn ings vegna f ramkomu Slayer á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Grund völlur hinnar meintu skuldar virðist vera tölvuskeytasamskipti sem fóru fram í aðdraganda hins gild andi samnings án þess þó að til þeirra sé sérstaklega vísað. Upp runi kröfunnar sé ekki heldur ti lgreindur en þó sé vísað til eiganda hennar, þ.e. hljóm sveit arinnar Slayer, án þess að eigandinn sé samningsaðili og undirriti fram sals samn ing inn. Í þriðja lagi sé framsalssamningurinn afmarkaður við meinta skuld Solstice Pro ductions vegna framkomu hljómsveitarinnar Slayer á tónlistarhátíðinni Secret Sol stice 23. júní 2018. Hvergi sé minnst á meinta skuld stefnda Friðriks eða meinta trygg ingu hans fyrir tiltekinni kröfu. Í framsals samn ingnum hafi engin trygg ingar rétt indi verið bundin nánar til tekinni kröfu og því ekkert framsal á tryggingarréttindum. Í fjórða lagi sé það á ábyrgð Slayer Touring, sem meints fram sals hafa, að tryggja stefnanda að umrædd krafa sé til og þess efnis sem látið er uppi. Eins og rakið sé í lýsingu málsatvika telji ste fndi að krafan sé ein fald lega ekki til, í það minnsta ekki á þann hátt sem sé kveðið á um í fram sals samningi. Samkvæmt því sem rakið hafi verið telur stefndi að stefnandi hafi ekki fært fram örugga sönnun fyrir rétti sínum. Því eigi stefnandi ekki aði ld að þessu máli. Stefndi byggi á því að ekkert réttarsamband hafi stofnast milli sín og stefnanda þar eð stefn andi hafi aldrei átt aðild að samningum Slayer vegna tón - listar hátíðarinnar Secret Sol stice. Stefndi telur stefnanda ekki hafa sýnt fram á með hvaða hætti athöfnin brjóti gegn lögvörðum hagsmunum hans í skilningi 25. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi byggi aðild sína á 11 kröfuframsali sem uppfylli ekki almennar reglur um fram sal kröfu rétt inda. Af þeim sökum telji stefndi stefnanda skorta aðild að málinu. Því verði að sýkna stefnda af öllum kröfum félagsins, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Stefnufjárhæð ósönnuð Eins og komið hafi fram í lýsingu málsatvika sé stefnda ekki ljóst hvernig stefnu fjárhæð sé komin til og á hvaða grundvelli stef nandi beini kröfum sínum að honum. Í málinu liggi fyrir samningur þar sem samið hafi verið um að þóknun hljóm sveit ar innar Slayer næmi 150.000 bandaríkjadölum ásamt flug - og flutnings kostnaði hljóm sveit ar innar sem næmi 6.000 dölum, þ.e. fyrir að koma fram og spila á tón list ar - hátíð inni Secret Solstice í Laugardal 23. júní 2018. Samkvæmt fyrir liggj andi greiðslu kvitt unum hafi Solstice Productions greitt 160.000 bandaríkjadali. Því hafi nú þegar verið greitt fyrir alla þóknun hljóm - sveit ar innar, allan flutnings kostnað og 4.000 dalir vegna flug kostn aðar. Í samningnum hafi verið kveðið á um að Sol stice ætti að leggja sitt af mörkum vegna svið setn ingar eða að hámarki 100.000 dali. Stefndi telur félagið Sol stice hafa staðið við þennan hluta sa mn ings ins með því að sjá alfarið um svið setn ing una, þar með talið upp setn ingu sviðsins, hljóð kerfis ins o.fl. Stefndi vísar til þess að stefn andi hafi vegna þessa ekki lagt fram neina bak reikn inga eða greiðslu kvittanir sem sýni fram á að stefn andi hafi borið kostn að af sviðsetningunni. Stefn anda skorti því full gilda sönnun fyrir meintum útlögðum flug kostn aði og svið setn - ing ar kostnaði, t.d. í formi greiðslukvittana. Solstice Pro ductions hafi frá upp hafi mót mælt meintum flug - kostn aði, enda ljóst að flug kostn aður sem nemi 73.273,45 banda ríkja dölum sé ekki eðli legur og langt fram úr hófi. Þar eð stefnu fjárhæðin sé ósönnuð beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Fallist dómurinn ekki á sýknu stefnda telji stefndi að hin meinta skuld eigi ein ungis að nema eðlilegum og hæfilegum flugkostnaði til landsins, og þá að teknu til liti til framangreindra greiðslna Solstice Productions. Stefndi styður sýknukröfu sína jafnframt þeim rökum að stefnandi hafi vegna tóm lætis fyrir gert ré tti sínum til að hafa uppi fjárkröfu. Sol stice Productions hafi 19. júní 2018 greitt hljómsveitinni Slayer 120.000 bandaríkjadali og 10. ágúst 2018 hafi Sol stice Productions greitt stefnanda 40.000 dali, hvort tveggja vegna samningsins. Raun verulegar in nheimtuaðgerðir á hendur stefnda Frið riki hafi ekki haf ist fyrr en honum hafi verið stefnt fyrir Héraðsdómi Reykja víkur með stefnu dag settri 19. mars 2019. Sú stefna hafi ekki verið birt stefnda en málið þó tekið fyrir og því lokið með áritun stefnu sö kum útivistar. Þegar stefndi hafi komist að þessu hafi hann óskað eftir end ur upptöku málsins 10. júlí 2019. Stefndi, Friðrik, hafi ríka hags muni af því og rétt mætar væntingar til þess að engin krafa sé fyrir hendi þar eð stefn andi hafi látið hjá líða að halda uppi meintum rétti sínum til inn heimtu kröf unnar. Með vísan til framangreinds, svo og til gáleysis og aðgerðaleysis stefnanda á því tímabili sem liðið sé, telur stefndi að skilyrði tómlætisreglna séu uppfyllt og því beri að sýkna hann af kröfu stefnanda. Til stuðnings kröfu um sýknu vísar stefndi til meginreglna samninga - , kröfu - og félagaréttar, einkum um skuldbindingargildi samninga, kröfuábyrgðir, tak mark aða ábyrgð einkahlutafélaga, kröfuréttarsamband, framsal kröfuréttinda, and skýr ing ar reglu, meðskýringarreglu, reglu um þriðjamannslöggerninga og réttar áhrif tóm lætis. Einnig vísar stefndi til laga um einkahlutafélög nr. 138/1994, laga um með ferð einka mála nr. 91/1991 og laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009. Þá vísar stefndi til laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga , aðal lega til ákvæða III. kafla um ógilda löggerninga. Krafa stefnda um málskostnað byggist á XXI. kafla laga nr. 91/1991, sér staklega 129. gr. og 130. gr., en vegna greiðslu virð is auka skatts vísar stefndi til ákvæða laga nr. 50/1998 um virðisaukaskatt. Niðurstaða Í þessu máli krefst stefnandi þess að fá greiddar eftirstöðvar samningsgreiðslu, annars vegar úr hendi Solstice Productions á grundvelli samningssambands og hins vegar úr hendi Friðriks Ólafssonar á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar. 12 Eins og kom fram í lýsingu málsatvika var stefna á hendur báðum málsaðilum, Sol stice Productions og Friðriki Ólafssyni, árituð um að fararhæfi 11. júní 2019. Stefndi Friðrik óskaði endurupptöku málsins með beiðni dag settri 10. júlí 2019. Í beiðn inni er vísað til þess að stefnan hafi ekki verið birt honum og honum hafi ekki fyrr en 7. júlí 2019 orðið kunnugt um að honum hefði verið ste fnt. Birting stefnunnar hafi því verið ólögmæt, sbr. 83. gr. og 3. mgr. 85. gr. laga nr. 91/1991. Á þessum tíma var stefndi eini stjórnarmaður Solstice Productions og eini skráði fyrirsvarsmaður þess félags. Birting stefnunnar á hendur honum var því ein nig birt ing stefn unnar á hendur Solstice Productions. Þótt bæði honum og félaginu sem hann stýrði hafi verið kunnugt um birtinguna á sama tíma hefur hann ekki borið því við að birt ing stefn unnar á hendur félaginu, sem fór fram samtímis því að stefnan v ar birt honum, hafi verið ólögmæt. Áritun á stefnuna á hendur félag inu er því óhögguð. Í endurupptökubeiðninni byggði stefndi á því að það hefði verið afsakanlegt, sbr. a - lið 2. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991, að hann hefði ekki sótt þing þegar málið var þing fest þar eð honum hefði ekki verið kunnugt um að honum hefði verið stefnt. Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi byggði stefnandi á því að útivist stefnda í önd verðu hefði ekki verið afsakanleg. Kröfur og málsástæður stefnda kæmust því ekki að í m álinu gegn mótmælum stefnanda, sbr. 2. mgr. 141. gr. Samkvæmt upplýsingum í þjóðskrá bjó stefndi í Bretlandi. Því bar samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 91/1991 að birta stefnuna eftir lögum þess lands. Dómurinn telur framlögð gögn stefnuvotts og bresks lögmanns færa fullnægjandi sönnur á að stefnan hafi verið birt löglega eftir breskum reglum, svo og að stefnuvottur hafi leitað allra leiða til þess að grafast fyrir um dvalarstað stefnda á Bretlandseyjum annan en þann sem hann hafði tilkynnt íslenskum yfi rvöldum. Stefnan var annars vegar afhent ónafngreindum íbúa á 106c Clarence Road, Lund únum, kl. 15:05, 3. febrúar 2019, sem sagði stefnda ekki búa þar, og hins vegar skilin eftir í póstkassa sem tilheyrir íbúð 68 í William Dunbar House, Lundúnum, kl. 17 :50, sama dag, en nágrannar gátu ekki svarað því til hvort stefndi byggi þar eða ekki. Þrátt fyrir löglega birt ingu telur dómurinn að ekki verði fullyrt að stefnan hafi kom ist í hendur stefnda fyrir þingfestingardag, 11. mars 2019. Stefnandi vísar einn ig til þess að enski birtingarvotturinn hafi 4. febrúar 2019 sent stefnda stefnuna sem viðhengi í tölvuskeyti í póstfang sem stefndi notaði í sam skiptum við stefnanda vegna samn - ings gerðar og annars undir bún ings fyrir komu Slayer til landsins. Stefndi hafi hringt í fyrirsvarsmann stefn anda daginn eftir og í sam tali þeirra hafi komið fram að stefndi vissi af málshöfðuninni. Til sönn unar þessari full yrð ingu hefur stefn andi þó ekki annað en orð fyrirsvarsmanns síns. Dómurinn telur því að miða verði við að útivist stefnda í öndverðu hafi verið afsak anleg, sbr. a - lið 2. mgr. 141. gr. laga nr. 91/1991, og kröfur hans, máls ástæður og sönn unargögn komist því að í málinu. Eins og áður segir var krafa stefnanda á hendur stefnda Solstice Productions le idd til lykta með áritun um aðfararhæfi 11. júní 2019. Því er hér einvörðungu til úrlausnar hvort stefnandi eigi kröfu á hendur stefnda Friðriki á grundvelli ábyrgðar yfir lýsingar. Stefnandi byggir kröfu sína á hendur stefnda á tölvuskeyti sem stefndi r itaði fyrir svars manni Til stuðnings því að sér beri ekki að greiða stefnanda skuld Solstice við Slayer Tour ing, fyrir tæki hljómsveitarinnar Slayer, vísar stefnd i fyrst til þess að hann hafi ekki gefið skuldbindandi loforð í tölvu - skeytinu og því hafi ekki stofnast ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Dómurinn fellst ekki á það með stefnda að krafan sem stefnandi telji stefnda hafa ábyrgst sé hvergi tilgreind, hvorki fjárhæð, eigandi né uppruni. Fram lögð tölvu skeyta samskipti stefnanda og Solstice Productions hófust í janúar 2018. Mörg skeytin ritaði stefndi fyrir hönd Solstice eða þá að hann fékk afrit af þeim skeytum sem voru send stefnanda fyrir hönd Solstice. Í þessum skeytum er samn ings skuld bind - ingar Sol stice við Slayer Touring oft getið, fyrst í skeyti 9. febrúar 2018 þar sem Katrín tók gagn tilboði stefnanda fyrir hönd Slayer Touring og fékk stefndi afrit af því. Þeim voru sendir reikningar vegna framkomu Slayer 12. mars þar sem aug ljóst er að heildar fjár hæð þóknunarinnar nemur 250.000 bandaríkjadölum. Þau fengu sendan samn ing 18. júní þar sem til greindir voru sömu skilmálar og þau sam - þykktu 9. febrúar. Í samn ings skil málunum kom fram að greiða bær i 50% þókn un ar innar þá þegar og það 13 sem eftir stæði innan sjö daga frá því að hljómsveitin kæmi fram. Sol stice greiddi 19. júní 120.000 dali og taldi sig vera að greiða 50% þókn un ar innar sam kvæmt tölvuskeyti sendu stefnanda þann dag. Reikningar veg na flug kostn aðar bár ust þeim 21. júní 2018. Stefndi vissi einnig að félagið hafði greitt 40.000 dali inn á eftirstöðvar skuldarinnar 10. ágúst. Í fjölmörgum tölvuskeytum fyrirsvarsmanns stefnanda kom fram að ógreiddar væru eftirstöðvar þóknunarinnar og flugfargjöld í heild sinni. Af öllum þessum samskiptum telur dómurinn ótvírætt að stefndi hafi vitað þegar hann ritaði tölvuskeytið 13. september hver hin meinta krafa var, hver fjárhæð hennar var, eigandi, uppruni og skuldari. Þótt andlag ábyrgðarinnar sé ekki tilgreint í því tölvu skeyti hafði það margoft komið fram í samskiptum fram að því að yfir lýs ingin var gefin. Eins og síðar greinir fellst dómurinn ekki heldur á að sannað sé að Sol stice hafi með því að greiða 160.000 dali efnt alla skuld bind i ngu sína við Slayer Tour ing. Þótt stefndi kunni að hafa notað vinnunetfang sitt til þess að senda skeytið telur dómurinn ljóst að hann sé í textanum að vísa til sín sjálfs sem einstaklings en ekki til sín sem framkvæmdastjóra Solstice, enda bauð hann fr am sem greiðslu það sem fengist fyrir íbúðir sem hann átti sjálfur og hafði falið fasteignasala að selja. Því verður ekki litið á efni tölvuskeytisins sem almennan vilja félagsins til þess að leysa málin í sátt, ekki heldur við hljómsveitarmeðlimi sérstakl ega. Stefndi var á fertugsaldri og hafði verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins í nokkur ár í það minnsta. Hann hafði jafnframt skipulagt sambærilega tónlistarhátíð í nokkur ár og einnig flutt inn aðrar dýrar, bandarískar hljómsveitir, meðal annars mán uði eftir að Slayer kom fram í júní 2018. Ekki verður séð að neitt hafi hvatt hann til þess að rita skeytið með þessu efni annað en það álit hans að krafan væri rétt mæt, og að stefnandi væri bær til þess að taka við loforði sem þessu, svo og stöðug skeyti fr á fyrir svarsmanni stefnanda þess efnis að Solstice yrði að gera upp eftir stöðvar samn ings ins. Ekki verður fallist á að efni skeytisins sé óljóst eða tvírætt. Dóm urinn fellst því ekki á það með stefnda að til efni sé til að beita svo - kall aðri and skýr ingarreglu og skýra efni tölvu skeyt is ins stefn anda í óhag. Í tölvu skeyt unum er orðið Slayer meira notað um fyrirtæki hljómsveitarinnar þ.e. Slayer Tour ing, sem hélt utan um tónleikahald hennar, en hljómsveitina sjálfa. Dómur inn telur því að ekki sé unnt að lesa tölvu skeytið þannig að stefndi hafi átt við að hann myndi greiða hljóm sveit armeð lim unum en hann ætlaði sér ekki að láta féð fara um hendur stefnanda. Jafnframt er ótví rætt af marg nefndum tölvuskeytum að það var ekki hlutverk Slayer Tour ing heldur hlut verk stefn anda, sem umboðsmanns hljóm sveit arinnar í Evrópu, að tryggja að Sol stice stæði við samninginn og greiddi þann hluta samn ings greiðsl unnar sem hafði ekki verið inntur af hendi. Þar fyrir utan hafði stefndi nægjanlegt ráð rúm til þess að fara eftir þeim skilningi sem hann segist nú leggja í ábyrgð aryfirlýsingu sína og greiða hljóm sveit inni beint. Hann hefur hins vegar ekki haldið fram að það hafi hann gert. Dómurinn fær ekki séð að reglur félagaréttar um takmarkaða áby rgð hafi þýð ingu í málinu enda beinist krafan ekki að stefnda sem hluthafa í félaginu Solstice Pro duct ions heldur byggir krafan á því að hann hafi gefið loforð óháð réttarstöðu sinni sem hlut hafa eða framkvæmdastjóra. Eftir að stefnandi hafði eignast kröfu Slayer Touring á hendur Solstice Pro duct ions, fyrst með því að greiða Slayer Touring 10. og 11. október 2018 þá fjárhæð sem Sol stice átti eftir að greiða, svo og með framsalssamningi gerðum 27. mars 2019, var lof orð stefnda Friðriks um greiðslu ekki lengur þriðjamannsgerningur. Ábyrgð hans fylgdi skuld Solstice við framsalið enda batt stefndi loforð sitt í tölvuskeyti til stefn anda 13. september 2018 ekki því skil yrði að það gilti ekki ef Slayer Touring myndi framselja kröfu sína á hendur Solst ice Pro duct ions. Hann tók þó fram að hann gæti ekki staðið við loforðið fyrr en hann hefði selt fasteign sem hann ætti. Fjárnám var gert hjá Solstice Productions 30. ágúst 2019 vegna þessarar skuldar sér staklega og var það árangurslaust. Almennt hefur árangurslaust fjárnám hjá aðal skuld ara verið talið fullnægjandi sönnun fyrir ógjaldfærni hans. Eins og áður greinir var fjárnám gert hjá stefnda Solstice 30. ágúst 2019 fyrir þessari kröfu sérstak lega og reyndist það árangurslaust. Því stendur 3. mgr. 2. gr. laga um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 því ekki í vegi að stefnandi leiti fulln ustu kröfu sinnar hjá stefnda. 14 Dómurinn telur stefnda ekki hafa sýnt fram á að efni samnings, staða samn ings aðila, atvik við samningsgerðina eða atvik sem síðar komu til séu þannig að telja verði ósanngjarnt af stefnanda eða and - stætt góðri viðskiptavenju að hann beri loforðið fyrir sig, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Ákvæði 36. gr. a c eiga við um neytenda samn inga og koma því ekki til skoð unar við úrlausn þessa máls. A ðild til sóknar Stefndi vefengir einnig að sannað sé að stefnandi hafi eignast meinta kröfu á hendur stefnda. Samkvæmt berum orðum samningsins var hann milli Solstice Pro duct ions ehf. og Slayer Touring LLC fyrir hönd (for and on behalf of) Slayer. Þar eð Slayer Touring var viðsemjandi Solstice Pro duct ions telur dómurinn að fyrrnefnda fyrir tækinu hafi verið heimilt að framselja stefnanda kröfu sína á hendur Solstice. Með limir hljómsveitarinnar hafi því ekki þurft að eiga aðild að framsalinu. Í fram salsskjalinu eru atvik að baki kröfunni rakin, svo og samningsaðilar. Fjár hæð kröfunnar er ítarlega tilgreind í framsalsskjalinu, hvor tveggja upphafleg samn ings fjárhæð og ógreiddar eftirstöðvar hennar. Dómurinn fellst ekki á þann skilning stefnda að svo hafi samist að Solstice greiddi 6.000 bandaríkjadali fyrir flutning tækjabúnaðar svo og flug fyrir átta hljóm sveit ar meðlimi á fyrsta farrými og tíu starfsmenn á hefðbundnu farrými. Þvert á móti fellst dómurinn á skilning stefnanda á inntaki samnings ins enda verður ekki séð að efni samningsins hafi verið mótmælt fyrr en stefndi lagði fram greinargerð sína. Aðal skuld arinn, Solstice Productions, ákvað að halda ekki uppi vörnum fyrir dómi gegn fjár hæð flugkostnaðarins. Við það er stefndi Friðrik bundi nn. Dómurinn fellst því á að eftir stöðvar samningsskuldbindingarinnar séu rétt tilgreindar í framsalsskjalinu. Dómurinn telur að það haggi ekki gildi skjals ins þótt samningurinn sem krafa Slayer Touring á hendur Solstice Pro duct ions byggðist á hafi e kki fylgt með enda liggur ekki annað fyrir en að þessi tvö félög hafi ein ungis gert þennan eina samning sín á milli. Það eru því hvorki annmarkar á tilgreiningu kröfunnar í framsalsskjalinu né aðrir annmarkar á framsali kröfunnar. Samkvæmt almennum regl um um kröfu ábyrgð fylgdi ábyrgð stefnda á greiðslu skuldarinnar með við framsalið þótt það væri ekki sér staklega tilgreint í framsalsskjalinu. Dómurinn telur því ekki leika neinn vafa á rétti stefn anda til greiðslu úr hendi stefnda. Fjárhæð ósönnuð Það er þriðja meginmálsástæða stefnda fyrir sýknu að fjárhæð kröfu stefnanda sé ósönnuð. Dómurinn telur ekki nokkrum vafa undirorpið að Solstice Productions hafi samþykkt 9. febrúar 2018 að greiða 250.000 bandaríkjadali sem heildarþóknun fyrir framkomu hlj óm sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Þessi fjárhæð breytt ist aldrei þótt hún væri ekki sundurliðuð á sama hátt í upphafi og síðar varð. Stefndi ráðlagði við semjanda sínum að gefa út tvo reikninga. Annan fyrir laun, þannig að nýta mætti í Banda ríkjunum vörslu skatta sem bæri að greiða af þeirri fjár hæð hér á landi, og hinn fyrir kostnað. Fjárhæðin sundurliðaðist annars vegar í 150.000 dali í laun, sem að frá dregnum 30.000 dölum í skatt nam 120.000 dölum og hins vegar í 100.000 dali fyri r framleiðslukostnað (production expenses). Það er jafnframt ótvírætt að Solstice samþykkti að greiða 6.000 dali upp í kostnað við að flytja búnað hljóm sveit - ar innar innan Banda ríkj anna, svo og flug far gjöld átta hljómsveitarmeðlima á fyrsta far rými og tíu starfs - manna hljóm sveit ar innar á venjulegu farrými. Kostn aður vegna far gjaldanna lá ekki fyrir 9. febrúar, þegar Solstice Productions tók til boði Slayer Tour ing, en hann lá fyrir 21. júní. Ekki verður annað séð af fram lögðum gögnum en að sta rfsmenn Solstice hefðu getað aflað sér upplýsinga um kostnaðinn fyrr hefðu þeir viljað. Dómurinn felst ekki á það að með því að Solstice Productions hafi séð um þann frágang og and lighting To the exact specific liðinn framleiðslukostnað (pro duct ion expenses) í samn ingnum sem nam 100.000 dölum. Fyrir þessum lið í samn ings fjárhæð inni var lagður fram reikn ingur 3. mars 2018. Sjá má af tilboði Solstice og af gagntilboði Slayer Touring að það er samið um heild ar fjár hæð og 15 undir hælinn lagt hvernig henni var skipt á milli reikninga, þ.e.a.s. ann ars vegar fjárhæð sem bar að grei ða skatt af og hins vegar fjárhæð sem var skatt frjáls. Þegar stefndi Friðrik ritaði tölvuskeytið 7. febrúar 2018 age nákvæmlega vegna einhvers tiltekins verkefnis sem starfsmenn Slayer Tour ing ætluðu að inna af hendi en hefðu allt eins getað falið starfsmönnum Solstice gegn greiðslu. Hún er einfaldlega hluti af tilboðsfjárhæðinni, óháð því hvort að baki henni sé nánar tilgreindur kostnaður eða ekki. Því verður ekki talið að Solstice hafi greitt þennan hluta þóknunarinnar með vinnuframlagi starfsmanna sinna. Fyrir því að fjárhæð flugkostnaðar sé ósönnu ð færir stefndi þau rök að stefn andi hafi ekki lagt fram frá sérhverju flugfélagi kvittun fyrir þeirri fjárhæð sem hverju um sig var greidd fyrir ferðalag sérhvers farþega, hvort heldur hljómsveitarmeðlima eða starfs manna sveit arinnar. Ferða skrif stofa n Altour virðist hafa séð um að kaupa alla flug miðana og fram hafa verið lagðar kvittanir frá henni um flugleið allra hljóm sveit ar meðlima og starfs manna sveit ar innar. Á þessum yfirlitum stendur að fjárhæð fyrir sér hvern farþega sé að fullu greidd ( total amount due 0.00). Flestir þurftu fyrst að fljúga innan Banda ríkj anna og þaðan hingað til lands og sambærilega leið til baka. Fram lögð gögn sýna að Solstice Pro duct ions virðist ekki hafa lagst yfir flugleið hvers um sig og mót mælt því hvað hver einvörðungu ítrekað að sér þætti heild ar fjár hæð far gjald anna há. Það er rétt að samantekt yfir fargjöldin sem fyrst var send ber ekki að öllu leyti saman við kvittanirnar frá Altour sem bárust síðar. Sá munur sem er á milli fjár hæða í þessum tveimur skjölum er þó svo smávægilegur að hann getur ekki haft þýð ingu. Þegar samantekt á flugkostnaði var send Solstice 21. júní 2018 var tekið fram að fjárhæðin væri í bandaríkjadölum. Í bréfum fyrir svars manns stefnanda til stefnda er einnig tekið fram að skuld vegna flug - kostn aðar sé í banda ríkjadölum. Það var ekki fyrr en stefndi greip til varna að dregið var í efa að fjár hæðin væri í þeim gjaldmiðli. Stefndi hefur ekki fært neinar sönnur á það hvað teljist eðlilegur og sann gjarn kostn aður við að flytja átta manns á fyrsta farrými og tíu manns á venjulegu far rými fyrst innan Bandaríkjanna, síðan þaðan og hingað og svo til baka. Stefndi hefur því ekki sýnt fram á að kostnaðurinn af þessu farþegaflugi hafi verið ósanngjarn. Tómlæti Stefndi byggir einnig á því að stefnandi hafi sýnt tómlæti við að halda rétti sínum á hendur honum til haga. Eftir að stefndi sendi fyrirsvarsmanni stefnanda ábyrgðarloforðið 13. sept em ber 2018 héldu þeir tveir áfram að skrifast á og heiti s einnig hafa rætt saman í síma. Stefn andi leit aði til lögmanns í desember 2018, sem sendi stefnda kröfubréf 21. des em ber 2018 og krafð ist þess að hann stæði við það loforð sem hann veitti í tölvu skeyt inu 13. sept - em ber að greiða með eigin fé skuldir Solstice við stefn anda. Það liðu því ein ungis rúmir þrír mánuðir frá því að stefndi veitti loforðið þar til innheimtubréf var sent. Stefna var, eins og áður greinir, birt stefnda 3. febrúar 2 019 í Bretlandi. Svo snör hand tök geta ekki talist tómlæti, auk þess sem tölvuskeyti sýna að fyrir svars maður stefn anda ýtti bæði skriflega og í símtölum mjög þétt og reglubundið á eftir því að það sem út af stæði yrði greitt. Stefnandi verður því ekki talinn hafa glatað rétti fyrir tóm læti. Samandregið Dómurinn telur því sannað að það hafi komist á bindandi samningur milli Sol stice Pro ductions og Slayer Touring 9. febrúar 2018 þess efnis að hljómsveitin Slayer kæmi fram laugardaginn 23. júní það á r á tónlistarhátíðinni Secret Solstice gegn því að Sol stice Productions greiddi 250.000 dala þóknun, 6.000 dala framlag til flutnings kostn aðar og flugfargjöld átta hljómsveitarmeðlima og 10 starfsmanna sveitarinnar. Dómurinn telur að samningsskyldur Solstice Productions við stefnanda hafi ekki verið gerðar upp að fullu með greiðslu 160.000 bandaríkjadala sem var innt af hendi annars vegar með 120.000 dölum 19. 16 júní og hins vegar 40.000 dölum 10. ágúst 2018. Þvert á móti hafi verið sýnt fram á að af sa mningsfjárhæðinni séu enn ógreidd flug fargjöldin, svo og eftirstöðvar þóknunarinnar. Solstice hélt eftir sem vörslusköttum 20% af 150.000 dölum, eða 30.000 dölum. Félaginu bar því að greiða 220.000 dali í þóknun. Stefnandi krefst greiðslu eftir stöðva þ ókn un ar innar, sem nema 60.000 dölum, og kostnaðar við far þega flug sem nemur 73.273,45 dölum. Dómurinn telur að loforð sem stefndi veitti stefnanda í tölvuskeyti 13. sept em ber hafi verið gilt og með því hafi stefndi lofað að greiða með eigin eigum eftir stöðvar samn ingsfjárhæðarinnar sem þá voru enn ógreiddar. Það loforð hafi þó verið bundið því frest skilyrði sem síðar var fullnægt að stefndi hefði selt aðra af tveimur íbúðum sem hann átti. Dómurinn telur fram lögð gögn sýna að Slayer Touring hafi átt kröfuna, svo og að ekki séu neinir annmarkar á framsali hennar til stefnanda. Með framsali hennar hafi ábyrgð stefnda einnig fylgt. Dráttarvextir Stefnandi krefst dráttarvaxta frá 4. júlí 2018. Af 10. grein samnings málsaðila verður ekki annað séð en greiða hafi átt þá fjárhæð sem hafði ekki verið greidd fyrir fram eigi síðar en sjö dögum eftir að hljómsveitin Slayer kom fram, sem var laugar dags kvöldið 23. júní. Samkvæmt 10. grein samningsins bar því að greiða það sem út af stóð eigi síðar en 30. júní. Stefnandi virðist miða gjalddaga við greiðsluáætlun sem Katrín Ólafs son sendi stefnanda 24. febrúar 2018 þar sem kom fram að fyrsta greiðsla yrði innt af hendi 4. apríl, flug - og flutningskostnaður yrði greiddur 4. júní og allt gert upp með loka greiðslu 4. júlí. Dómurinn fær ekki séð að nein atvik réttlæti að dráttarvextir séu lagðir á skuld ina frá síðara tímamarki en 4. júlí 2018. Samkvæmt þessari niðurstöðu, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda máls kostnað, sem þykir hæfi lega ákveðinn 2.300.000 kr. Við ákvörðun fjárhæðarinnar var tekið tillit til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun, svo og kostnaðar af þýðingu skjala og kostnaðar af því að birta stefnu í ú tlöndum. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð Stefndi, Friðrik Ólafsson, greiði stefnanda, K2 Agency Limited, 133.273,45 banda ríkjadali með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð trygg ingu frá 4. júlí 2018 til greiðslu dags. Stefndi greiði stefnanda 2.300.000 kr. í málskostnað.