LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 30. júlí 2021. Mál nr. 496/2021 : A (Grétar Dór Sigurðsson lögmaður ) gegn velferðarsviði Reykjavíkurborg ar ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögræði. Sjálfræðissvipting. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var svipt sjálfræði í sex mánuði. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sók naraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. júlí 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 29. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júlí 2021 í málinu nr. L - /2021 þar sem sóknaraðili var svipt sjálfræði í sex mánuði. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðis laga nr. 71 /199 7 . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hún þóknunar til handa verjanda sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Landsrétti, Grétars Dórs Sigurðssonar lögmanns, 167.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júlí 2021 I. Með kröfu, sem barst dóminum 12. júlí 2021 krefst sóknaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - verði svipt sjálfræði tímabundið í sex mánuði, sbr. a. lið 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað. Þá er og gerð krafa um að skipuðum verjanda verði ákveðin hæfileg þóknun úr ríkissjóði með vísan til 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. Velferðarsvið Reykjavíkur er sóknaraðili máls þessa, sbr. d. lið 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, en aðstæður þykja vera með þeim hætti að rétt sé að aðild málsins sé þessi. Nánasta aðstandanda varnaraði la hefur verið gert viðvart um kröfuna að sögn sóknaraðila. Málið var þingfest fyrr í dag og tekið til úrskurðar eftir aðalmeðferð þess. II. Sóknaraðili lýsir málsatvikum svo að varnaraðili sé sé að mati læ fyrir um fjórum árum síðan. Hún sé nú nauðungarvistuð í allt að 12 vikur samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. L - hafi mjög takmarkað innsæi í eigin veikindi og sé því áframhaldandi læknismeðferð nauðsynleg. Hún sé þjökuð af yfirgripsmiklu ranghugmyndakerfi og sé nú hafi enn ekki öðlast innsæi í eigin veikindi né sjái hún nauðsyn læknismeðferðar. Varnaraðili hafi greint frá því að þegar yfirstandandi nauðungarvistun ljúki muni hún ekki þiggja áframhaldandi meðfer ð á og hafi hug á að að flytja erlendis. Í aðdraganda núverandi innlagnar hafi ástand varnaraðila versnað. Varnaraðili hafi síðustu ár ítrekað skipt um húsnæði og einangrað sig sífellt meira frá vinum og fjölskyldu. Varnaraðili hafi verið ólík sjálfri sé og til að mynda hafi hún farið ein hafi hún endurtekið verið að lenda í útistöðum við fólk. Henni finnist allir vera á móti sér og túlki allt á hinn versta veg þar sem hún telji að um sé að ræða afskiptasemi og hnýsni. Hún hafi sýnt persónuleikabreytingar og þoli illa samneyti við annað fólk og annað áreiti. Einnig beri á ranghugmyndum og hafir hún neitað að tala við föður sinn þar sem hún annað fólk eða ók á bifreiðar þeirra. Í einu tilvikanna taldi Varnaraðili hafi upphaflega verið nauðungarvistuð í 72 klst. og í framhaldi hafi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskað nauðungarvistunar í 21 dag, sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 20. og 21. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, með mars 2021, sem samþykkt var með bréfi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dagsettu í máli nr. L - krafist framlengingar nauðungarvistunar í 12 vikur, sbr. 29. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. L - Krafa um sjálfræðissviptingu til sex mánaða grundvallast á heimild í 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 og byggist á því að varnaraðili eigi við geðsjúkdóm að stríða og sé af þeim sökum ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum í bráð, sbr. a. lið 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Samkvæmt 3 , útgefnu 8. júlí 2021 kom varnaraðili í fylgd borgarlæknis og lögreglu í kjölfar þess að varnaraðili hafði verið að lenda í alvarlegum árekstrum við óbreytta borgara. Við komu á geðsvið h afi hún verið metin í geðrofi og beitt starfsfólk ofbeldi og kveðist vilja valda þeim eins miklum skaða og unnt væri og var hún á þessum tíma flutt ítrekað á öryggissvæði bráðageðdeildar. Þá hafi hún alfarið hafnað lyfjameðferð. Persónuleikabreytingar og e inkennamynd varnaraðila í aðdraganda innlagnar sem og í innlögn bendi náð talsverðum bata, taki lyf, sinni meðferð og sýni ekki ofbeldisfulla hegðun. Þrátt fyrir það sé innsæi hennar í eigin veikindi enn verulega skert. Hún hafi verið samstarfsfús um frekari meðferð að lokinni nauðungarvistun en hafi nú snúist hugur og kveðist ætla að hætta lyfjameðferð og flytja erlendis. Þá segi orðrétt í vottorði læknis: - frá mars - að hún hafi verið alvarlega veik og sé í brýnni þörf fyrir eftirliti og meðferð að útskrift lokinni. Þau einkenni sem [varnaraðili] sýndi voru mjög a lvarleg og mikilvægt að þau séu meðhöndluð. Það er faglegt mat mitt að það er einungis tímaspursmál hvenær [varnaraðili] veikist aftur alvarlega útskrifist hún án lyfja, án eftirlits meðferðaðila og stuðningsnets fjölskyldu í ókunnugu landi. Hún hefur neit að sjálfsvigshugsunum alla leguna en hún er metin hættuleg sjálfri sér og öðrum miðað við fyrri sögu hennar á að beita ofbeldi og er hún þá í hættu á að vera beitt ofbeldi vegna hegðunar sem hún hefur sýnt í veikindum sínum. Þar sem [varnaraðili] hafnar f rekari þjónustu styðja meðferðaraðilar eindregið framkomna beiðni um sjálfræðissviptingu til hálfs árs til að tryggja viðunandi eftirfylgd heilbrigðisstarfsfólks og Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af aðstæðum öllum verði að telja að sjá lfræðissvipting til sex mánaða sé nauðsynleg til að vernda líf og heilsu varnaraðila. III. Vottorð B meðferðarlæknis varnaraðila er mjög ítarlegt, en hér að framan eru tíundaðar helstu niðurstöður þess, en ekki er ágreiningur um að fyrirliggjandi vottorð stafi frá lækninum og varði varnaraðila. Þá liggja fyrir úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist hefur verið á nauðungarvistun varnaraðila í 21 dag og síðar í tólf vikur með rýmkun með úrskurði 21. apríl sl. Við aðalmeðferð málsins lagði verjandi varnaraðila fram tölvuskeyti varnaraðila til hans frá því fyrr í dag, þar sem hún rakti sína stöðu og líðan. Þar hafnar hún mörgum staðhæfingum í sjúkraskýrslum sem hún kveður rangar. Til dæmis neitar hún því að hafa viðurkennt að hún heyri hávaða eða rad dir í höfðinu eða eiga í hörkusamræðum þegar enginn sé nærri henni. Hún skýrir í skeytinu sína hlið, andspænis þeim ályktunum sem dregnar eru út frá hennar hegðan í skýrslum. Telur og að ýmis viðbrögð sín hafi verið viðbrögð í áfalli yfir óvæntu og alvarle gu inngripi í hennar líf. Hún telur að hvort sem hún sé veik eða ekki sé nóg komið eftir spítalavist í þrjá mánuði og hún þurfi að komast út í samfélagið til að ná þá fullum bata. Varnaraðili gaf skýrslu í síma við aðalmeðferð málsins. Hún ítrekaði mótmæ li sín við kröfu sóknaraðila. Kvaðst hún vera heilbrigð en myndi fylgja ráðum lækna um lyfjatöku. Hún kvaðst hafa samstarfs um önnur úrræði í þeim efnum. Varnaraðili kom mjög vel fyrir og ekkert sem benti til þess í skýrslutöku að um andlega veika manneskju væri að ræða. 4 Þá gaf skýrslu fyrir dómi í síma, C yfirlæknir á geðdeild, í fjarveru B meðferðarlæknis varnaraðila. Læknirinn greindi frá kynnum sínum af varnaraðila einkum við komu hennar fyrst á geðdeild. Þá hafi verið miklir samskiptaörðugleikar og varnaraðili verið í geðrofi. Um hafi verið að ræða svokallað virknifall þar sem varnaraðili hafi slitið samband sitt við vini og fjölskyldu og lent upp á k ant við umhverfið. Þá hafi hún verið haldin miklum ranghugmyndum sem læknirinn lýsti nokkuð. Varnaraðili hafi beitt starfsmenn á bráðageðdeild ofbeldi og hafi virst með því freista þess að verða útskrifuð, en lítið samband náðist við hana í fyrstu. Hún haf i róast með lyfjum og verið til samstarfs um tíma. Varnaraðili hafi að undanförnu verið samþykk þeim áætlunum sem uppi hafi verið um framhaldið m.a. úts krift og því hafi verið fallið frá fyrri áformum. Læknirinn metur varnaraðila í bataferli en sé á og til hafi staðið. Hún sé hins vegar innsæislaus og b rýn þörf sé á því og óhjákvæmilegt að hún verði svipt sjálfræði nú, svo hennar meðferðaraðilar geti gripið inn í ef hlutir þróast til verri vegar en á því sé talsverð hætta. Læknirinn telur að ef varnaraðili búi við óheft frelsi eftir útskrift sé mikil hæt ta og í raun alveg öruggt á að hún hætti að taka lyf og ferðist til útlanda án fyrirheits sem bjóða muni hættu heim. Læknirinn vonast hins vegar til að við taki tími þar sem það dugi að varnaraðili komi á dagdeild spítalans til eftirlits og meðferðar en ve rði ekki lokuð inni. Verjandi varnaraðila mótmælti kröfu sóknaraðila og krafðist þess að henni yrði hafnað, en benti á að ella væri brýnt að sjálfræðissviptingu yrði aflétt þá þegar og tilefni gæfist til líkt og skylt væri. Taldi verjandi vægari úrræði e kki fullreynd og fullt tilefni til að reyna slíkt. Þá vísaði verjandi til þess að varnaraðili virtist í ágætu standi núna, og væri með ákveðið innsæi á ástandið. Jafnframt væri hún að því er virðist fús til samstarfs og til að fylgja fyrirmælum meðferðarað ila. IV. Með framlögðu læknisvottorði og vætti geðlæknis sbr. og önnur gögn málsins, þykir nægjanlega sýnt fram á það að varnaraðili glími við geðsjúkdóm sbr. framangreint. Uppi er grunur um að varnaraðili sé Af gögnum málsins verður þó ráðið að meðferð varnaraðila hefur gengið ágætlega að undanförnu þótt smá bakslag hafi komið varðandi framhaldið þegar varnaraðili fyrir stuttu síðan breytti aðeins afstöðu sinni til þess hvert framhald á hennar meðferð gæ ti verið. Fyrir liggur samhljóða mat tveggja geðlækna um að varnaraðili þurfi læknisaðstoð til þess að takast á við framangreint sjúkdómsástand sitt en hætt sé við því að meðferðarheldni verði ekki sem skyldi ef hún verður útskrifuð af geðdeild án nokkurr a ráðstafana. Líklegt má því telja að veruleg hætta sé á því að mál geti fljótt skipast á verri veg og í fyrra horf og jafnvel verra ef varnaraðili sætir engu aðhaldi og það sé þá í raun ekki spurning um hvort heldur einungis hvenær slíkt gerist. Í því sam bandi athugast að gögn málsins benda til þess að varnaraðila skortir innsæi í veikindi sin og aðstæður. Meðferðarlæknir hennar telur hana alvarlega veika og í brýnni þörf fyrir eftirlit og meðferð að útskrift lokinni, en einkenni sem hún hafi sýnt séu mjög alvarleg og mikilvægt að þau séu meðhöndluð. Ef ekki þá geti hún verið hættuleg bæði sjálfri sér og öðrum. Til að ná framangreindum markmiðum telja læknar nauðsynlegt að svipta varnaraðila sjálfræði svo hægt sé að tryggja samfellu í meðferð og opnað mögul eika til að grípa inn í hennar málefni ef nauðsynlegt reynist. Telur dómurinn nægjanlega sýnt fram á með ítarlegu vottorði og vitnisburði lækna að brýna þörf beri til þess að varnaraðili verði tímabundið svipt sjálfræði og eru þá einkum hennar eigin hags munir og velferð þar hafðir í huga. Skilyrði a - liðar 4. gr., sbr. og 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997, teljast því vera uppfyllt til þess að verða við kröfu sóknaraðila um tímabundna sjálfræðissviptingu varnaraðila. Miðað við framlögð gögn málsins og samskipti meðferðaraðila við varnaraðila að undanförnu verður 5 ekki séð að vægari úrræði séu tæk að svo stöddu, en sjálfræðissviptungu verður ekki markaður skemmri tími samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna. Verður hér og horft til þess að samkvæmt framburði C yfirlæknis standa vonir til að varnaraðila dugi að koma á dagdeild til meðferðar og eftirlits eftir að nauðungarvistun líkur. Dómurinn bendir á að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 71/1997 getur sóknaraðili hvenær sem er borið fram kröfu við héraðsdóma ra um að sjálfræðissvipting þessi verði felld úr gildi að nokkru eða öllu leyti telji hann skilyrði hennar ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997 ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað af rekstri málsins, þar með talda þókn un skipaðs verjanda varnaraðila, Grétars Dórs Sigurðssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 200.000 krónur. Við ákvörðun þóknunar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu sóknaraðila flutti mál þetta Þórhildur Lilja Ólafsdóttir lögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Grétars Dór Sigu rðssonar, 200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.