LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 30. apríl 2021. Mál nr. 547/2019 : Ákæruvaldið ( Marín Ólafsdóttir saksóknari ) gegn X ( Árni Helgason lögmaður) Lykilorð Brot í nánu sambandi. Hættubrot. Barnaverndarlagabrot. Brot gegn valdstjórninni. Sakhæfi. Tafir á meðferð máls. Skilorð. Útdráttur X var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. b og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með því að hafa haldið tæplega fjögurra ára syni sínum yfir svalahandriði í búðar og út fyrir handriðið, sveiflað honum og hótað að sleppa drengnum. X var einnig sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa stangað lögreglumann við skyldustörf í búkinn svo að hann hlaut áverka af. Með vísan ti l 16. gr. sömu laga krafðist X þess að honum yrði ekki gerð refsing. Í dómi Landsréttar kom fram að við mat á því hvort refsing gæti borið árangur skipti geðheilsa X við dómsuppkvaðningu mestu. X væri sjálfbjarga þrátt fyrir örorku og tæki þátt í uppeldi s onar síns. Auk þess skorti fyrirliggjandi geðheilbrigðisrannsókn rökstuðning um hvers vegna refsing X gæti ekki borið árangur. Var 16. gr. almennra hegningarlaga því ekki talin standa gegn því að ákærða yrði refsað. Þá kom fram að með hliðsjón af alvarleik a brotanna sem X var sakfelldur fyrir væri ekki unnt að fresta ákvörðun refsingar hans skilorðsbundið þótt verulegar og óréttlætanlegar tafir hefðu orðið á meðferð málsins sem honum yrði á engan hátt kennt um. Var X gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði ski lorðsbundið til eins árs. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 12. júlí 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2019 í málinu nr. S - [...] /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 2 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði lækkuð verulega. Niðurstaða 4 Mál þetta var höfðað með ákæru 25. október 2018 vegna brota sem ákærða eru gefin að sök 28. ágúst 2014. Ákæran er í tveimur liðum. 5 Í fyrri ákærulið er ákærða gefið að sök brot í nánu sambandi og hættubrot með því að hafa á ófyrirleitinn og alvarlegan hátt stofnað lífi og heilsu tæplega fjögurra ára sonar síns í augljósan háska með því að hafa haldið á honum yfir svalahandriði íbúðar o g út fyrir handriðið, sveiflað honum og hótað að sleppa drengnum. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 218. gr. b og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. áður 4. mgr. 220. gr. og 233. gr. sömu laga, og 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2 002. 6 Lögreglumenn sem komu á vettvang í umrætt sinn gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins í héraði. Lögreglumaður númer C bar að ákærði hefði haldið barninu fram af ef lög reglan kæmi nær. Lögreglumaður númer D bar meðal annars að hann hefði séð ákærða úti á svölum með ungt barn og haldið því í höndum sér út fyrir handrið. Þá bar lögreglumaður númer E af svölunum fyndist vitninu ákærði hafa haldið á barninu fram yfir svalahandriðið en það treysti sér ekki til að fullyrða hvort barnið hafi verið yfir handriðinu eða fram yfir það. Enn fremur bar nágranni, sem einn ig bjó fyrir neðan ákærða, að hún hefði séð fætur barnsins fyrir ofan sig er hún fór út á svalir, auk þess sem lögreglumaður númer B bar að hann hefði F og félagsráðgjafi hjá barnavernd bár u um að þau hefðu séð ákærða halda barninu yfir handriðinu en að það hefði ekki verið komið fram yfir handriðið. Hinn fyrrnefndi bar eiginkona ákærða bar að barnið hefði alltaf verið fyrir innan svalahandriðið. 7 Með vísan til framangreindra framburða lögreglumanna og nágranna ákærða telst sannað, gegn neitun ákærða og þrátt fyrir framburð fyrrverandi eiginkonu hans, að hann hafi gerst sekur um það brot sem greinir í fyrri ákærulið, sem telst réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru. 8 Í síðari ákærulið er ákærða gefið að sök brot gegn valdstjórninni með því að hafa í kjölfar atv iksins sem lýst er í fyrri ákærulið stangað nafngreindan lögreglumann, sem var við skyldustörf, í búkinn með þeim afleiðingum að hann hlaut verki og var 3 greindur með grun um ótilfært rifbrot. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningar laga. 9 Fyrir héraðsdómi bar brotaþoli, að ákærði hefði komið á móti sér, borið fyrir sig höfuðið og lent í síðunni á sér með þeim afleiðingum að brotaþoli brákaðist á rifi. Lögreglumaður númer C bar að ákærði hefði sett undir sig hausinn og hlaupið á móti b rotaþola. Þá bar lögreglumaður númer D að ákærði hefði hlaupið á móti lögreglumönnunum og endað á því að stanga brotaþola, auk þess sem aðalvarðstjóri bar að ákærði hefði sett höfuðið undir sig, hlaupið í átt til lögreglumannanna og stangað brotaþola með h öfðinu í síðuna. Lögreglumaður númer E bar á þann veg að lögreglumenn hefðu farið hratt að ákærða, reynt að ná honum í tök og mikil átök orðið þar sem ákærði hefði streist mikið á móti. Vitnið kvaðst þó ekki muna nákvæmlega hvað hefði gerst. Þáverandi eigi nkona ákærða bar að lögreglumaður hefði kastað sér á ákærða og hann fallið við það á gólfið. Fyrir liggur læknisvottorð sérfræðings á slysa - og bráðamóttöku þar sem meiðslum brotaþola er lýst með sams konar hætti og í ákæru. 10 Með vísan til fyrrgreindra framburða lögreglumanna og læknisvottorðs frá slysa - og bráðamóttöku telst sannað, gegn neitun ákærða og þrátt fyrir framburð fyrrverandi eiginkonu hans, að hann hafi gerst sekur um það brot sem greinir í síðari ákærulið, sem er réttilega heimfært til refs iákvæða í ákæru. 11 Ákærði krefst þess með vísan til 16. gr. almennra hegningarlaga að honum verði ekki gerð refsing en fyrir liggur geðheilbrigðisrannsókn G geðlæknis, sem hún var dómkvödd til að framkvæma, þar sem þeirri niðurstöðu er lýst að re fsing muni ekki bera árangur gagnvart honum. Þrátt fyrir að 16. gr. áskilji tiltekið andlegt ástand á verknaðartíma skiptir geðheilsa ákærða við dómsuppkvaðningu mestu við matið á því hvort refsing geti borið árangur, enda horfir matið fram á við í tíma. B einast liggur við að meta árangurinn út frá þeim varnaðar - eða endurhæfingaráhrifum sem ætla má að refsing hafi á sakborning sjálfan og það er fremur hlutverk dómstóla en lækna að meta hvort refsing beri árangur. Líkt og rakið er í héraðsdómi er ákærði sjá lfbjarga þrátt fyrir örorku og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Þá er niðurstaða fyrirliggjandi geðheilbrigðisrannsóknar ekki rökstudd um hvers vegna refsing ákærða, sem ákveðin var fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi, geti ekki borið árangur. Verður 1 6. gr. almennra hegningarlaga því ekki talin standa gegn því að ákærða verði refsað . 12 Verulegar og óréttlætanlegar tafir hafa orðið á meðferð mál sins sem ákærða verður á engan hátt um kennt. Með hliðsjón af alvarleika brotanna sem ákærði er sakfelldur fyrir , einkum samkvæmt fyrri ákærulið, þykir þó ekki unnt að fresta ákvörðun refsingar hans skilorðsbundið. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. 13 Samkvæmt framangreindu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þar á meðal á kvæði hans um saka rkostnað. 4 14 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir . Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, X , greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 974.564 krónu r , þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Helgasonar lögmanns, 942.400 krónur . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2019 í máli nr. S - [...]/2018: I Mál þetta, sem dómtekið var 16. maí síðastliðinn, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni framin fimmtudaginn 28. ágúst 2014 á þáverandi heimili sínu í íbúð á þriðju hæð að [...] í Reykjavík: 1. Fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot, með því að hafa á ófyrirleitinn og alvarlegan hátt stofnað lífi og heilsu sonar síns, A, fæddum [...], sem var 3 ára gamall, í augljósan háska með því að hafa haldið á honum yfir svalahand riði íbúðarinnar og út fyrir handriðið, sveiflað honum, og hótað að ætla að sleppa drengnum. 2. Fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í kjölfar atviksins sem lýst er í 1. ákærulið, stangað lögreglumanninn B, sem var við skyldustörf, í búkin n með þeim afleiðingum að hann hlaut verki og var greindur með grun um ótilfært rifbrot. Telst háttsemin samkvæmt 1. ákærulið varða við 1. mgr. 218. gr. b og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. áður 4. mgr. 220. gr. og 233. gr. sö mu laga og 98. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, og háttsemin samkvæmt 2. ákærulið við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði neitar sök og krefst sýknu. Ha nn krefst þess að málsvarnarlaun, og annar sakarkostnaður, verði greidd úr ríkissjóði. II Málavextir eru þeir, samkvæmt skýrslu lögreglunnar, að nefndan dag var lögreglan kvödd að þáverandi heimili ákærða. Tilefnið var að aðstoða starfsmenn barnaverndar við að ná í barn ákærða og þáverandi eiginkonu hans. Ákveðið hefði verið að koma barninu fyr ir á vistheimili vegna tilkynninga sem borist höfðu um andleg veikindi ákærða. Ákærði hefði ekki verið samvinnufús og vísað starfsmönnum barnaverndar út úr íbúðinni. Hann opnaði ekki fyrir lögreglu og var þá fenginn lásasmiður til að opna. Eiginkonan opnað i síðan og fóru lögreglumenn inn. Í skýrslunni segir að tveir þeirra hafi séð ákærða halda barninu með útréttri hendi fram fyrir svalahandriðið og hótaði hann að sleppa því. Tóku lögreglumenn fullt 5 mark á hótunum hans, enda var hann mjög æstur. Einn lögreg lumanna fór aftur fyrir húsið til að fylgjast með ákærða úr garðinum. Hinir náðu sambandi við ákærða sem stóð í svaladyrunum og sagði þeim að koma ekki nær því þá myndi hann henda barninu fram svölunum. Í þessu kom dóttir ákærða og féllst hann á að hún tæk i við barninu, sem hún gerði. Skömmu síðar barst lögreglumönnum liðsauki og var ákærði handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Í skýrslu lögreglumannsins sem fór út í garð segir að ákærði hafi haldið á syni sínum á svölunum. Hafi hann verið mjög reiður og e kki í tilfinningalegu jafnvægi. Segir í skýrslunni að hann hafi haldið ógætilega á barninu og sveiflað því fyrir ofan svalahandriðið. Haft er eftir ákærða að hann hafi sagt að hann gæti alveg eins hent sér fram af svölunum og þá væri þetta búið. Í skýrslu lögreglumanns þess sem nefndur er í 2. ákærulið segir að þegar hann kom á vettvang með félögum sínum hefði ákærða verið skipað að leggjast í gólfið. Ákærði hefði þá spyrnt sér með höfuðið á undan og stangað lögreglumanninn. Í framhaldinu var hann handteki nn og færður í járn. Lögreglumaður sem kom á vettvang og fór út í garð segir í skýrslu sinni að hann hafi séð ákærða standa á svölunum og halda barni í höndum sér út yfir svalahandriðið. Var ákærði mjög æstur og sveiflaði barninu til og frá milli þess sem hann tók það í fang sér, segir í skýrslunni. Þegar lögreglumenn voru komnir inn í húsið hefði ákærða verið skipað að leggjast á gólfið. Í stað þess að hlýða hefði hann sett undir sig höfuðið, hlaupið á móti lögreglumönnum og stangað framangreindan lögregl umann í kviðinn. Lögreglumaðurinn, sem ákærði er ákærður fyrir að hafa stangað, fór á slysadeild og í vottorði þaðan segir að hann hafi borið þá áverka er í ákæru greinir. Meðal gagna málsins er vottorð geðlæknis sem hitti ákærða fyrst 7. ágúst 2014. Í þ ví segir að hann hafi hringt ítrekað í lögreglu og kvartað yfir nágrönnum sínum er hafi verið að reyna að flæma hann úr [...] Ákærða var haldið þar í þrjá daga, en ekki voru taldar forsendur til að halda honum þar lengur. Hann mætti hins vegar á göngudeild og fékk lyf. Í vottorðinu segir að ákærði virðist hafa gengið í gegnum skammvinnt geðrof um mánaðamótin júlí ágúst 2014. Þá sé ákærði tortrygginn að uppl agi og glími við kvíðahneigð. Að kröfu ákæruvaldsins var dómkvaddur geðlæknir til að meta hvort ákærði væri sakhæfur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga þegar hann framdi brot þau sem hann er ákærður fyrir. Þá var beðið um mat á því hvort ástand ák ærða á þessum tíma hafi verið með þeim hætti að 16. gr. sömu laga hafi átt við um hann. Einnig var beðið um að metið yrði hvort hið sama hefði átt við um hann eftir þennan tíma. Loks var beðið um mat á því hvort nauðsynlegt væri vegna réttaröryggis að ákær ði sæti öryggisgæslu, kæmist matsmaður að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur eða að refsing væri árangurslaus. Í matsgerð segir að ákærði sé öryrki vegna geðsjúkdóms. Hann sé félagslega einangraður, tortrygginn og sé fljótur til að túlka hluti sér í geðsjúkdóm og hefur átt við alvarlegan geðrænan vanda að stríða síðastliðin ár eða allt frá 2014. Uppfyllir nú skilyrði fyrir [...] inkenni þegar atburðurinn gerðist, þá sé ekkert sem bendi til þess að hann hafi verið með skipandi raddir eða hafi verið þannig á valdi sjúkdómsins að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Þá hafi hann hvorki verið með merki hrörnunar né ræ nuskerðingar, hvorki á verknaðarstundu né þegar hann ræddi við matsmanninn. Það var því niðurstaðan að ákærði væri sakhæfur. Varðandi spurninguna um það hvort refsing muni bera leiða til ósakhæfis samkvæmt 16. gr. hegningarlaga að mati matsmanns. X er með alvarlegan geðsjúkdóm - [...] . Hann hefur ekkert innsæi í sjúkdóm sinn og telur handtöku og aðför að sér á heimili sínu þegar atburður átti sér stað eingöngu vera samsæri gegn sér . Hann telur sig ekki hafa gert neitt rangt. Ég tel X ekki vera hættulegan í dag þar sem hans viðbrögð á verknaðarstundu virðast fyrst og fremst hafa verið vegna þess að fjarlægja átti soninn af heimilinu. Ég tel refsingu því ekki munu bera árangur hvorki ef litið er til þess hvernig ástand hans var á ofangreindum tíma né eins og það er í dag en ég tel mikilvægt að hann fái viðeigandi meðferð 6 III Við aðalmeðferð ítrekaði ákærði neitun sína. Hann kvaðst hafa verið að gera við bíl nefndan dag. Á sama tíma hefði barnavernd hitt þáverandi eiginkonu hans úti í bæ, eins og hann orðaði það. Þau hefðu hringt í hann og beðið hann að koma heim. Þegar heim var komið hefði ho num verið sagt að barnavernd ætlaði að taka barnið og hefði það orðið honum áfall. Ákærði kvaðst hafa tekið barnið til að verja það. Hann lýsti því að hann hefði gætt barnsins þegar kona hans var að vinna. Þá lýsti hann því að hann gætti barnsins í dag á m eðan konan væri í vinnu, en þau eru nú skilin. Hann kvaðst elska barnið sitt og hann myndi aldrei vinna því mein. Þá kvaðst hann ekki hafa fengið leiðbeiningar eða útskýringar hjá barnaverndarstarfsmönnum, en hann hefði beðið þá að fara og hefðu þeir gert það. Hann kvaðst hafa beðið starfsmennina um lögfræðing en ekki fengið. Ákærði var spurður hvort hann hefði farið með barn sitt út á svalir. Hann kvaðst hafa verið að reyna að átta sig á því sem var að gerast og talað við nágranna sína, en hann kvaðst hafa talið þá hafa kvatt til barnavernd. Hann kvaðst hafa haldið á barninu til að verja það. Hann kvaðst kannski hafa farið út á svalir til að það heyrðist í honum. Skömmu síðar hefði systir barnsins komið og tekið það. Þá kvaðst hann hafa verið búinn að róa s ig niður. Í framhaldinu hefði lögreglan komið. Ákærða var bent á að í lögregluskýrslu hefði hann sagt að hann hefði farið með barnið út á svalir og kvaðst hann ekki hafa sagt það. Nánar spurður kvað hann það þó geta verið, en hann tók fram að hann hefði ve rið í uppnámi þennan dag. Þá lýsti hann því hvernig hann hefði haldið barninu að sér, en kvaðst þó ekki muna það nákvæmlega. Ákærði neitaði að hafa hótað að henda barninu fram af svölunum. Þá neitaði ákærði að hafa sveiflað barninu. Ákærði neitaði að hafa veist að lögreglumanni, eins og hann er ákærður fyrir. Hann kvað lögreglumann hafa stokkið yfir sig og í framhaldinu hefði hann verið handtekinn. Fyrrum eiginkona ákærða bar að hafa verið úti þegar starfsmenn barnaverndar komu. Þær hefðu spurt eftir ákæ rða sem ekki var heima. Hún kvaðst hafa hringt í hann og sagt að það ætti að taka barnið. Sjálf hefði hún helst viljað hafa barnið heima. Svo hefði ákærði komið og neitað að afhenda barnið. Skömmu síðar hefðu lögreglumenn komið og hefði ákærði rætt við þá en hann hefði þó ekki viljað opna dyrnar sem hann hafði læst. Þá hefði lásasmiður komið og opnað. Lögreglumenn hefðu nú komið inn og þá hefði ákærði haldið á barninu úti á svölum en hann hefði ekki haldið því út fyrir handriðið. Dóttir ákærða skoraðist u ndan því að bera vitni. Nágranni ákærða bar að hafa séð ákærða halda barninu fyrir framan svalahandriðið. Hann kvaðst hafa séð fætur barnsins dinglandi fram af handriðinu. Þetta hefði verið eins og barnið hefði setið á handriðinu og hefði ákærði haldið ut an um það. Hann kvaðst hafa farið og sagt lögreglumönnum frá þessu. Nágrannakona ákærða bar að hafa séð fætur á barninu fyrir framan svalahandriðið. Hún kvaðst hafa orðið hrædd og sagt manni sínum frá þessu. Hann hefði svo farið og rætt við lögreglumenn. Hún kvaðst ekki hafa séð búk barnsins. Þá kvaðst hún ekki hafa heyrt ákærða segja neitt. Lögreglumaður, sem ritaði frumskýrslu málsins, staðfesti hana. Hann kvað beiðni hafi borist um að aðstoða starfsmenn barnaverndar sem hefðu verið að sækja barn, en hefðu verið læstir úti. Hann kvað lögreglumenn hafa barið á dyr íbúðarinnar, en þeim hefði ekki verið svarað. Þá hefðu þeir farið út og náð sambandi við ákærða, sem var á svölunum. Þeir hefðu beðið hann að opna, en hann hefði neitað því. Þá hefði verið kal laður til lásasmiður til að opna íbúðina. Meðan hann var við vinnu sína hefðu íbúar í húsinu komið og sagt að ákærði héldi barninu fram af svölunum. Í því hefði eiginkona ákærða opnað dyrnar og þá kvaðst hann hafa séð ákærða standa á svölunum. Hann kvaðst hafa séð ákærða halda á barninu með báðum höndum fram yfir svalahandriðið. Ákærði hefði haldið barninu kyrru og hótað að sleppa því ef lögreglumenn kæmu nær. Ekki gat hann gert grein fyrir því með hvaða orðum ákærði hótaði að sleppa barninu. Um svipað leyt i hefði dóttir ákærða komið. Hún hefði getað talað hann til og fengið barnið hjá honum. Í framhaldinu hefðu fleiri lögreglumenn komið og handtekið ákærða. Lögreglumaðurinn kvað ákærða hafa sett undir sig höfuðið og í framhaldinu hefðu orðið átök milli ákær ða og lögreglumanna, en ekki kvaðst hann muna lengur að lýsa þeim nánar. Annar lögreglumaður, sem kom á vettvang og ritaði skýrslu sem hann staðfesti, bar að hafa farið út í garð og fylgst með því sem gerðist á svölum íbúðarinnar. Hann kvaðst hafa séð ák ærða á svölunum þar sem hann hélt frekar ógætilega á barninu. Ákærði hefði haldið á því í handarkrikanum fyrir ofan 7 svalahandriðið með annarri hendi. Hann hefði ekki haldið því fyrir framan handriðið en verið að sveifla því og verið að hrópa eitthvað en ek ki mundi lögreglumaðurinn hvað ákærði sagði. Hann kvaðst hafa verið í garðinum allan tímann og fylgst með ákærða sem var allur á iði og sveiflaði barninu fram og aftur. Ekki mundi hann nákvæmlega hvort ákærði hefði hótað að henda barninu fram af svölunum e ða hvort hann ætlaði að henda sjálfum sér. Þá kvaðst hann muna eftir að hafa séð fætur barnsins sem dingluðu, eins og hann orðaði það. Lögreglumaður, sem nefndur er í 2. ákærulið, staðfesti skýrslu sína. Hann kvaðst hafa farið aftur fyrir húsið og þar kvaðst hann hafa séð undir fæturna á barninu yfir handriðinu. Einnig hefði hann séð ákærða taka barnið inn fyrir svalahandriðið og hlaupa i nn í svaladyrnar. Í þessu hefði kona tekið við barninu. Hann kvað sig og félaga sína þá hafa farið inn í húsið og handtekið ákærða. Hann kvaðst hafa gefið ákærða fyrirmæli um að fara niður á hnén og gengið síðan rösklega að honum. Ákærði hefði komið á móti honum og lent með höfuðið í síðunni á honum neðst í rifbeinum. Ákærði hefði svo verið handtekinn. Lögreglumaður, sem kom á vettvang og ritaði skýrslu, staðfesti hana. Hann kvaðst hafa farið bak við húsið og séð mann á svölunum með ungt barn sem hann hef ði haldið á út fyrir handrið. Þetta hafi staðið yfir í smátíma en svo hefði ákærði rétt konu barnið og horfið svo inn í íbúðina. Lögreglumenn hefðu nú farið inn í húsið og inn í íbúðina. Ákveðið hefði verið að handtaka ákærða og hefði honum verið tilkynnt um það. Ákærði hefði brugðist við með því að setja undir sig höfuðið og svo stangað lögreglumann þann sem nefndur er í ákærunni. Eftir það hefði ákærði verið handtekinn og hefði hann veitt mótspyrnu, enda verið í töluverðu uppnámi. Um nánari atvik kvaðst h ann vísa í skýrslu sína, enda væri langt um liðið. Aðalvarðstjóri, sem kom á vettvang og ritaði skýrslu, staðfesti hana. Á vettvangi kvaðst hann hafa séð ákærða inni í íbúðinni en stúlka hefði verið úti á svölum með barn. Þegar ákærði sá lögreglumenn kom a setti hann höfuðið undir sig og hljóp í áttina til þeirra. Hann hafi stangað lögreglumann þann sem nefndur er í ákærunni í síðuna. Ákærði hefði verið handtekinn og hefðu verið mikil átök við hann. Lögreglumaður, sem kom á vettvang og ritaði skýrslu, s taðfesti hana. Hún kvað lögreglumenn hafa kvatt til lásasmið og eins hefði dóttir ákærða komið. Þegar lögreglumenn komust í dyragættina kvað hún ákærða hafa sagt þeim að koma ekki nær því þá myndi hann henda barninu fram af svölunum. Hann hefði þá verið fa rinn með barnið út á svalir. Dóttirin hefði svo náð að tala ákærða til og fengið barnið hjá honum. Svo hefðu lögreglumenn komið og handtekið ákærða. Starfsmaður barnaverndar bar að ákveðið hefði verið að barn ákærða og eiginkonu hans færi á vistheimili. Hún og samstarfskona hennar hefðu verið komnar til að sækja barnið. Tilefni þessa hefðu verið tilkynningar um andleg veikindi ákærða. Þegar þær komu hefðu ákærði og eiginkona hans ekki verið heima. Þær hefðu fengið fregnir um að eiginkonan væri með barnið á róluvelli. Þær hefðu farið þangað og beðið hana að koma heim. Hún hefði gert það og hringt í ákærða. Ákærði hefði komið eftir langan tíma og hefðu þær því ákveðið að fara með barnið. Hún kvaðst hafa verið úti að ganga frá bílnum og séð ákærða koma. Hann hefði skellt á hana þannig að hún komst ekki inn í húsið. Eins hefði hann vísað hinni starfskonu barnaverndar út úr íbúðinni. Eftir það kvaðst hún hafa hringt í lögregluna. Skömmu síðar hefði nágranni ákærða komið og sagt að hann væri að sveifla barninu fr am af svölunum. Annar starfsmaður barnaverndar bar á sama hátt um komuna á heimili ákærða. Hún kvaðst hafa talað við ákærða í síma að beiðni eiginkonu hans og beðið hann að koma heim. Hann hefði ekki viljað það, sagst vera upptekinn við að gera við bíl. Þær hefðu náð samkomulagi við eiginkonuna um flutning barnsins á vistheimilið. Búið hafi verið að klæða það en þá hafi ákærði komið heim og verið æstur. Þá hefði hann verið undir áhrifum og kvaðst hún hafa fundið áfengislykt af honum. Hún kvaðst hafa verið á stigapallinum er ákærði hefði ýtt henni fram og skellt í lás. Þá hefði verið hringt á lögreglu. Ákærði hefði ekki viljað opna fyrir lögreglunni og hefði hún þá kvatt lásasmið á staðinn. Meðan hann var að vinna hefði nágranni komið og sagt að ákærði væri með barnið á svölunum og væri að veifa því þar fram af. Hún kvaðst hafa séð ákærða með barnið á svölunum eftir að lásasmiðurinn hafði opnað. Ákærði hefði haldið barninu fyrir ofan handriðið en ekki fyrir framan það. Hún kvaðst ekki hafa heyrt hann segja n eitt. Geðlæknir, sem mat geðhagi og sakhæfi ákærða, staðfesti matsgerð sína. Hún kvað ákærða hafa farið í aðgerð sumarið 2014 og tekið verkjalyf eftir hana. Eins hefði hann tekið örvandi lyf. Þá muni hann eitthvað hafa notað áfengi. Á sama tíma hafi veri ð miklir erfiðleikar á heimili hans og þetta allt saman hafi 8 valdið ákærða geðrofi. Þetta hafi þróast áfram í [...] og ákærði sé í raun með geðrofseinkenni alla daga. Þá sé hann með hugmyndir um að [...] . Þrátt fyrir veikindi sín þá geti ákærði mikið til s éð um sig, enda hafi hann veikst á fullorðinsárum og þeir sem það gera ráði yfirleitt betur við veikindi sín en þeir sem veikjast ungir. IV Ákærða er gefið að sök brot í nánu sambandi með því að hafa haldið syni sínum fram yfir svalahandrið og út fyrir handriðið, sveiflað honum, og hótað að ætla að sleppa honum. Ákærði neitar sök. Hann kannast þó við að hafa farið með barnið út á svalir. Í kaflanum hér að framan var rakinn framburður nágranna ákærða og lögreglumanna sem bera að hafa séð ákærða halda barn inu yfir svalahandriðinu og fyrir framan það eins og honum er gefið að sök. Þá hafa lögreglumenn borið að hafa séð ákærða sveifla barninu og tveir bera að hann hafi hótað að sleppa því. Samkvæmt þessu er sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um það sem hann er ákærður fyrir í 1. lið ákæru. Ákærði neitar einnig sök í 2. ákærulið. Hér að framan var rakinn framburður lögreglumanna sem báru að ákærði hefði stangað lögreglumanninn, sem í ákæruliðnum greinir. Samkvæmt þessu er sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um það sem hann er ákærður fyrir í 2. lið ákæru. Samkvæmt framansögðu verður ákærði sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í ákærunni og eru brot hans þar rétt færð til refsiákvæða. Samkvæmt niðurstöðu geðlæknis er ákærði sakhæfur. Hún taldi hins vegar refsingu ekki mundu bera árangur, eins og rakið var. Þegar litið er til gagna málsins er ekki að sjá að veikindi ákærða séu á það háu stigi að ákvæði 16. gr. almennra hegningarlaga eigi við um hann. Þá er og til þe ss að líta að þótt hann sé öryrki vegna sjúkdóms síns þá er hann sjálfbjarga og tekur þátt í uppeldi sonar síns. Ákærða verður því refsað eins og krafist er. Ákærða hefur ekki áður verið refsað. Refsing hans verður ákveðin samkvæmt 77. gr. almennra hegni ngarlaga og er hún hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi sem bundin skal skilorði eins og í dómsorði greinir. Málið hefur dregist óhæfilega og er skilorðstíminn ákveðinn með hliðsjón af þeim drætti. Loks verður ákærði dæmdur til að greiða sakarkostnað , eins og í dómsorði greinir, og málsvarnarlaun verjanda síns sem ákveðin eru með virðisaukaskatti í dómsorði. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnu einu ári frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 705.600 krónur í sakarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns, 632.400 krónur.