LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19 . nóvember 2021. Mál nr. 239/2021 : Ákæruvaldið ( Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir , settur saksóknari ) gegn X ( Björgvin Jónsson lögmaður) ( Erlendur Þór Gunnarsson réttargæslu maður) Lykilorð Brot í nánu sambandi. Kynferðisbrot. Húsbrot. Eignaspjöll. Akstur sviptur ökurétti. Akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Miskabætur. Útdráttur X var sakfelldur fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa meðal annars tvívegis sett fingur í leggöng þáverandi sambýliskonu sinnar, A, og gert tilraun til samræðis án hennar samþykkis, fyrir að hafa slegið og sparkað í hana, gripið í hana og dregið á hárinu, meinað henni útgöngu af heimili hennar, kastað yfir hana þvagi, skallað hana, sparkað í hana og sagt hana vera ógeðslega, þrengt að öndunarvegi hennar, potað í augun á henni og hótað henni lífláti, og brotið ítrekað á nálgunarbanni sem honum var gert að sæta vegna ógnandi hegðunar og áreitis í garð A. Auk þess var hann sakfelldur fyrir húsbro t og eignaspjöll með því að hafa brotið rúðu á heimili A og farið þar inn án leyfis. Að lokum var hann sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot X geg n A voru sérstaklega ófyrirleitin, atlögur hans langvinnar og að hann ætti sér engar málsbætur. Brot hans gagnvart A voru heimfærð undir 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Var refsing hans ákveðin sjö ára fangelsi, að frádreginni gæsluvarð haldsvist, og var hann sviptur ökurétti í fjóra mánuði. Þá var hann dæmdur til að greiða A miskabætur að fjárhæð 4.000.000 króna. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 18. mars 2021 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. febrúar 2021 í málinu nr. S - . 2 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd og að ákærða verði gert að sæta frekari sviptingu ökuréttar. 3 Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af sakargiftum og kröfum í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 25. ágúst 2020 samkvæmt ákæruliðum I.3.b, I .4 og ákærulið II og að hann verði sýknaður af öllum sakargiftum og kröfum í ákæru héraðssaksóknara 24. september 2020. Einnig krefst ákærði þess að honum verði gert að sæta vægustu refsingu sem lög leyfa samkvæmt ákæruliðum I.1, I.2 og I.3.a og I.3.c og á kærulið III í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 25. ágúst 2020. Þá krefst ákærði þess að hann verði sýknaður af heimfærslu brota undir 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í ákæruliðum I.1, I.2 og I.3.a í sömu ákæru. Til vara kre fst ákærði þess að refsing hans verði milduð. Í öllum tilfellum krefst ákærði þess annars vegar að gæsluvarðhald, sem hann hefur sætt frá 19. júní 2020, komi til frádráttar refsivist með fullri dagatölu, og hins vegar að miskabótakröfum A verði vísað frá d ómi en til vara að þær verði lækkaðar verulega. 4 Brotaþoli, A, krefst þess aðallega í fyrsta lagi að henni verði dæmdar miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2020 ti l 9. október 2020 en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi og til greiðsludags. Í öðru lagi krefst brotaþoli þess að henni verði dæmdar miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 19. júní 2020 til 9. október 2020 en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Mál þetta er reist á ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsv æðinu 25. ágúst 2020 og ákæru héraðssaksóknara 24. september 2020. Ákæruatriðin eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. 6 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðir valdir hlutar úr upptökum af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi, sem og vitn isins E. Þá komu fyrir Landsrétt til viðbótarskýrslugjafar ákærði og brotaþoli. Niðurstaða 7 Ákærði hefur játað þau brot sem hann er ákærður fyrir samkvæmt ákæruliðum I.1 og I.2 og I.3.a í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 25. ágúst 2020. Í grein argerð sinni til Landsréttar telur hann aftur á móti að brotin verði ekki heimfærð undir 218. gr. b almennra hegningarlaga. 8 Framangreindir ákæruliðir beindust gegn brotaþola og eru talin varða við 1. mgr. 218. gr. b í almennra hegningarlaga. Í ákvæðinu kem ur fram að hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans 3 umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. 9 Ákvæðið var lögfest með 4. gr. laga nr. 23/2016. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga segir að þeir einstaklingar se m ákvæðið tilgreinir og veiti sérstaka réttarvernd séu kjarni þess hóps sem telja verður að nauðsynlegt sé að veita sérstaka vernd gegn ofbeldi í nánum samböndum. Réttarvernd ákvæðisins er þó ekki bundin við þá sem þar eru sérstaklega nefndir heldur getur eftir atvikum einnig náð til annarra sem búa með geranda á heimili eða eru í hans umsjá, svo sem systkina, fósturforeldra og fósturbarna. Þá verður hugtakið sambúðaraðili í skilningi ákvæðisins ekki túlkað svo þröngt að nauðsynlegt sé að sambúð hafi formle ga verið skráð hjá yfirvöldum. 10 Af framburði ákærða fyrir héraðsdómi verður ráðið að ákærði og brotaþoli höfðu verið í sambandi frá því um páska 2019. Aðspurður hvort þau hefðu búið saman svaraði ákærði því játandi. Þá kemur fram að hann hafi búið talsvert á heimilinu og umgengist börn brotaþola og lagt peninga til heimilishaldsins áður en þau atvik gerðust 1. janúar 2020 sem ákært er fyrir. Brotaþoli ber á svipaðan veg um samband þeirra. Hann hafi oft verið á heimilinu þótt hún hafi litið á það sem sitt he imili. Ákærði hafi í reynd ekki átt neitt heimili. Aðspurð hvort þau hafi verið par svaraði brotaþoli því játandi. 11 Samkvæmt þessu bera ákærði og brotaþoli um að hafa verið í sambandi sem hafi staðið frá vormánuðum 2019 og að ákærði hafi að verulegu marki búið á heimili brotaþola. Þegar litið er til þeirra lýsinga sem bæði ákærði og brotaþoli hafa gefið á sambandi sínu og samvistum verður á því byggt að þau hafi verið nákomin í skilningi 218. gr. b almennra hegningarlaga. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dó ms um að fella háttsemi ákærða sem lýst er í ákæruliðum I.1, I.2. og I.3.a í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu undir 218. gr. b almennra hegningarlaga því staðfest. 12 Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur samkvæmt lið I.3.c í ákæru lögreglus tjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir að hafa tekið bíllykla brotaþola og bifreið hennar og ekið henni heimildarlaust og sviptur ökurétti þaðan sem leið lá um gegn rauðu umferðarljósi á eins og nánar er lýst í ákærunni. Voru brot ákærða heimfærð undir 259. gr. almennra hegningalaga og 1., 5. og 6. mgr. 7. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður sakfelling ákærða staðfest og eru brotin réttilega heimfærð til refsiá kvæða í ákæru. 13 Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur samkvæmt I.3.b og I.4 í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í lið I.3.b er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn nálgunarbanni sem honum hafði verið gert að sæta með ákvörðun lögreglustj órans á höfuðborgarsvæðinu 5. mars 2020 með því að koma á heimili brotaþola og nálgast hana þrátt fyrir að ákærða hafði þá verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola í sex mánuði frá birtingu sama dag, og verið bannað að koma á eða í námunda við h eimili hennar að , veita henni eftirför eða setja sig 4 í samband við hana. Þá er honum í ákærulið I.4 gefið að sök að hafa brotið gegn sama nálgunarbanni 9. júní 2020. Eru brot ákærða samkvæmt þessum liðum ákæru talin varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga. Bar ákærði því við í fyrra tilvikinu að hann og brotaþoli hefðu aftur tekið upp þráðinn í sambandi sínu um það bil viku eftir að nálgunarbannið var sett á. Í síðari tilvikinu bar hann því við að hann hafi verið á heimilinu með fullu samþykki brotaþola. Beri því að sýkna ákærða af broti gegn nálgunarbanni samkvæmt 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga. 14 Í málinu liggur fyrir að ákærða var með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 5. mars 2020 gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brota þola. Í málinu er sannað að ákærði nálgaðist brotaþola í þessi tvö skipti í trássi við nálgunarbannið. Verður ekki talið að undanlátssemi brotaþola með því að mótmæla ekki eða samþykkja brotið geti leyst ákærða undan refsiábyrgð samkvæmt 1. mgr. 232. gr. a lmennra hegningarlaga. Verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða samkvæmt þessum liðum ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. 15 Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sýknaður af II lið í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð inu og sættir ákæruvaldið sig við þá niðurstöðu. 16 Þá féll ákæruvaldið frá sakargiftum á hendur ákærða vegna brots gegn nálgunarbanni í sama ákærulið með bókun í þinghaldi 1. október 2020. Kemur hann því ekki til frekari álita. 17 Í lið III í ákæru lögreglust jórans á höfuðborgarsvæðinu er ákærða gefið að sök að hafa þriðjudaginn 28. apríl 2020 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna. Telst brotið varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mg r. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Hefur ákærði játað sakargiftir og í hinum áfrýjaða dómi var hann sakfelldur fyrir umrætt brot. 18 Í ákæru héraðssaksóknara 24. september 2020 er ákærða í lið I gefin að sök nauðgun og brot í nánu sam bandi, með því að hafa frá morgni miðvikudagsins 1. janúar til fimmtudagsins 2. janúar 2020, beitt brotaþola ofbeldi, hótunum, ólögmætri nauðung og haft við hana önnur kynferðismök og gert tilraun til að hafa við hana samræði, án hennar samþykkis, allt ein s og nánar greinir í þessum lið í ákærunni sem tekin er upp í heild hinum áfrýjaða dómi. Eftir hádegi 2. janúar hafi brotaþoli náð að hringja eftir aðstoð lögreglu og þannig komast undan ákærða. Af framangreindu hafi brotaþoli hlotið mar ofan við hægri aug abrún og á hægra eyra, mar undir höku vinstra megin, eymsli á báðum gagnaugum og í hársverði, eymsli aftan á hálsi, mar á hægra brjósti, mar við neðri brún hægra herðablaðs, mar á báðum upphandleggjum, sár á litla fingri hægri handar, mar við hægra hné og ofan við vinstra hné og mar á vinstri rasskinn. Telst þetta í ákærunni varða við 1. mgr. 194. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 19 Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið. Hann kannast þó við að hafa reynt að koma brot aþola til við sig kynferðislega, meðal annars með því að setja fingur í leggöng hennar, en þegar hún hafi tjáð ákærða að hún væri afhuga kynferðislegu samneyti við hann hafi hann hætt. Hann ber einnig fyrir sig að framburður brotaþola um atvik málsins sé r eikull og óstöðugur. 20 Í hinum áfrýjaða dómi er ítarleg frásögn ákærða af atburðum í heild og af einstökum atvikum sem talin eru upp í ákærunni metin ótrúverðug og ekki talin fá stuðning í gögnum málsins. Á hinn bóginn er frásögn brotaþola metin trúverðug. Hún hafi borið á sama veg frá upphafi, auk þess sem frásögn hennar fái í stoð í gögnum málsins, meðal annars staðfestingu á samtali brotaþola við Neyðarlínu, lýsingu lögreglumanna á ástandi brotaþola þegar þeir komu á vettvang, ummerkjum í íbúðinni og áver kum sem voru á brotaþola eftir atvik þau sem ákæran lýsir. Ekkert hefur komið fram við meðferð málsins fyrir Landsrétti sem gefur tilefni til að hnekkja þessu mati héraðsdóms á trúverðugleika framburðar brotaþola. Verður sakfelling ákærða samkvæmt þessum l ið staðfest með vísan til forsendna héraðsdóms. 21 Í lið II í ákæru héraðssaksóknara er ákærða gefið að sök brot í nánu sambandi og brot á nálgunarbanni, með því að hafa í júní 2020, komið á heimili brotaþola þar sem hún var stödd og nálgast hana þrátt fyrir að ákærða hafi með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. mars 2020 verið gert að sæta nálgunarbanni og meðan hann dvaldi á heimili brotaþola bitið hana í vinstra eyrað með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra eyra. Er brot á kærða samkvæmt þessum lið talið varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. og 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga. 22 Ákærði krefst sýknu af þessum ákærulið að því er varðar brot gegn nálgunarbanni. Er á því byggt að hann hafi verið staddur á heimilinu með sa mþykki brotaþola og jafnvel fyrir beiðni hennar. Með vísan til röksemda sem fram koma í málsgrein 14 hér að framan verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ákærði hafi með veru sinni á heimili brotaþola í umrætt sinn brotið gegn nálgunarbanni því sem ho num hafði verið gert að sæta. Hefur ákærði með því gerst gert brotlegur við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga. Er niðurstaða héraðsdóms um þetta atriði í II. lið ákæru héraðssaksóknara staðfest. 23 Að því er varðar ætlaða líkamsárás samkvæmt þessum lið var ákærði sýknaður af þeirri háttsemi í hinum áfrýjaða dómi. Í greinargerð sinni til Landsréttar fellst ákæruvaldið á þá niðurstöðu. 24 Í lið III í ákæru héraðssaksóknara er ákærða gefin að sök nauðgun, brot í nánu sambandi, brot á nálgunarbanni, eignaspjöl l og nytjastuld, með því að hafa frá fimmtudeginum 18. júní til föstudagsins 19. júní 2020 komið á heimili brotaþola, í trássi við nálgunarbann frá 5. mars 2020, og þar sem hann dvaldi á heimili brotaþola, hafi hann slegið með krepptum hnefa í sjónvarp bro taþola og brotið á því skjáinn, sparkað í ljósakrónu í stofunni og beitt hana ofbeldi, hótunum, ólögmætri nauðung og 6 haft við hana samræði á þann hátt sem nánar er lýst í ákærunni. Þá hafi ákærði án samþykkis brotaþola tekið af henni síma og bíllykla, þvin gað hana inn á baðherbergi, sprautað á hana vatni og gert henni að fara í sturtu. Þá hafi ákærði meinað brotaþola að fara út af heimilinu með því að hrinda henni og slá hana í andlitið þannig að hún féll í gólfið. Í framhaldinu hafi ákærði dregið hana á há rinu inn í svefnherbergi og skipað henni að fara upp í rúm og þar sem hún hafi legið í rúminu hafi hann ítrekað slegið hana með krepptum hnefa og flötum lófa í andlit, háls og í rifbein, sparkað í andlit hennar, ógnað henni með hnífum, þar sem hann sat klo fvega yfir henni, tekið um háls hennar með báðum höndum og þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún gat ekki andað, potað í augu hennar, haft í hótunum um að drepa hana og þvingað hana til að slá hann utan undir, tekið hana úr buxunum, lagst ofan á hana og haft samræði við hana og stungið fingri inn í leggöng hennar. Er því lýst að brotaþoli hafi ekki komist út af heimilinu til að gera lögreglu viðvart fyrr en ákærði fór út af heimilinu að morgni föstudagsins 19. júní 2020 og tekið bifreið hennar í leyfis leysi. Af framangreindum atvikum hlaut brotaþoli margvíslega áverka sem er lýst í smáatriðum í ákærunni. Í ákæru er þetta framferði ákærða gagnvart brotaþola talið varða við 1. mgr. 194. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b., 1. mgr. 232. gr. og 257. gr. alm ennra hegningarlaga. 25 Undir rekstri málsins í héraði var fallið frá þeim hluta III. kafla ákæru er varðar nytjastuld og kemur hann því ekki til frekari skoðunar. 26 Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið. Að því varðar brot gegn nálgunarbanni í þessum lið í ákæru héraðssaksóknara ber ákærði því við að hann hafi verið staddur á heimilinu með samþykki og raunar að vilja brotaþola. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru í málsgrein 1 4 hér að framan er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að ákærði hafi með veru sinni á heimilinu í umrætt sinn brotið gegn nálgunarbanni því sem honum var gert að sæta með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. mars 2020. 27 Í greinargerð sinni til Landsréttar tiltekur ákærði að ósönnuð sé sú háttsemi sem honum sem er gefin að sök um að hafa haft í hótunum um að drepa brotaþola. Hið sama eigi við um að minnsta kosti verulegan hluta af því líkamlega ofbeldi sem honum sé gefið að sök að hafa beitt brotaþola, auk þess sem það sé ótímasett i nnan þess hálfssólarhrings tímaramma sem ætluð atvik eigi að hafa átt sér stað. 28 Í hinum áfrýjaða dómi er ítarlega rakin frumskýrsla lögreglu þar sem fram kemur að lögregla hafi verið send að vegna tilkynningar um að þangað hefði brotaþoli flúið frá he imili sínu að vegna heimilisofbeldis, eins og segir í skýrslunni. Þá er skilmerkilega rakin lögregluskýrsla 19. júní 2020 sem rituð var eftir samtal lögreglu við brotaþola. Kemur þar meðal annars fram að ákærði hafi meðan hann dvaldi á heimili brotaþol a margsinnis beðið brotaþola um að hafa kynmök við sig meðan atvik sem lýst eru í ákæru stóðu yfir. Hún hafi alltaf neitað, en að lokum látið sig hafa það til að ákærði reiddist ekki meira en orðið var. 7 29 Þá eru í hinum áfrýjaða dómi skilmerkilega raktir fr amburðir ákærða og brotaþola fyrir dómi og hjá lögreglu. Þá er rakinn framburður O fyrrum eiginmanns brotaþola, en heim til hans hafði brotaþoli flúið undan ákærða, sem og framburður fjölda annarra vitna, en ekkert þeirra var vitni að þeim atburðum sem ákæ ran lýtur að. 30 Einnig er í hinum áfrýjaða dómi skilmerkilega rakin réttarlæknisfræðileg skoðun á brotaþola á neyðarmóttöku 19. júní 2020 sem rituð var af V , kvensjúkdóma - og fæðingarlækni, sem hún staðfesti síðar fyrir dómi. Lýsti V fjölda áverka um allan líkama brotaþola sem hún taldi koma heim og saman við lýsingu brotaþola á atvikum. Þá er og gerð grein fyrir efni móttökuskýrslu sama dag. Kemur fram í skýrslunni að brotaþoli hafi virkað trúverðug og áverkar á henni kæmu heim og saman við lýsingu hennar á atvikum. Þá liggur fyrir læknisvottorð 24. júní 2020 sem W sérfræðilæknir ritaði og staðfesti fyrir dómi. Þar er fjölda áverka á brotaþola lýst nákvæmlega eins og rakið er ítarlega í hinum áfrýjaða dómi. Fyrir dómi skýrði læknirinn einstaka áverka og tilu rð þeirra. Taldi hann að þeir samrýmdust því að þeir hefðu komið til 18. til 19. júní 2020. Þeir samræmdust einnig því að þeir hafi komið til eftir spörk, högg eða hrindingar og bit og áverki á hálsi eftir hálstak. Niðurstöður í matsgerð AA réttarmeinafræð ings eru einnig í samræmi við þetta. Að lokum er rakið sálfræðivottorð BB sálfræðings. Þar er því meðal annars lýst að endurminningar brotaþola væru miklar og upplifði hún hræðslu við að ákærði beitti hana ofbeldi aftur. 31 Ekkert þeirra vitna sem komu fyrir dóm urðu með beinum hætti vitni að þeim atburðum sem lýst er í III. lið ákæru héraðssaksóknara. Veltur niðurstaða málsins að því er þennan ákærulið varðar á mati á trúverðugleika framburða r ákærða annars vegar og brotaþola hins vegar, en við mat á þessu v erður stuðst við þau gögn sem liggja fyrir í málinu og eru ítarlega rakin í hinum áfrýjaða dómi. Í hinum áfrýjaða dómi er framburður ákærða metinn ótrúverðugur og að hann fái ekki stoð í gögnum málsins og verði ekki lagður til grundvallar. Framburður brota þola er á hinn bóginn metinn trúverðugur enda var hann talinn fá stuðning í gögnum málsins. Ekkert hefur komið fram við meðferð málsins fyrir Landsrétti sem gefur tilefni til að hnekkja þessu mati héraðsdóms. Verður sakfelling ákærða samkvæmt þessum lið ák ærunnar staðfest með vísan til forsendna héraðsdóms. 32 Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sýknaður af IV. lið í ákæru héraðssaksóknara og fellir ákæruvaldið sig við þá niðurstöðu . 33 Brot ákærða voru sérstaklega ófyrirleitin og atlögur ákærða langvinnar. Ákærði á sér engar málsbætur. Brot ákærða gagnvart brotaþola eru heimfærð undir 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga og við ákvörðun refsingar verður því jafnframt ekki litið til 3. mgr. 70. gr. laganna. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til sjónarmiða héraðsdóms um ákvörðun refsingar þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sjö ár. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um ökuréttarsviptingu eru staðfest. Til frádráttar refsingu ákærða kemur óslitið gæsluvarðhald hans frá 19. júní 2020. 8 34 Þá eru o g staðfest ákvæði hins áfrýjaða dóms um miskabætur til handa brotaþola úr hendi ákærða á þann hátt sem greinir í dómsorði . 35 Jafnframt eru staðfest ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar vegna reksturs málsins fyrir héraðsdómi. 36 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín s og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sjö ár. Til frádráttar refsingunni kemur óslitið gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 19. júní 2020. Staðfest eru ákvæði hins áfrýjaða dóms um ökuréttarsviptingu ákærða. Ákærði greiði A 4.000.000 króna í miskabætur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. la ga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 2.000.000 króna frá 1. janúar 2020 til 19. júní sama ár en af 4.000.000 króna frá þeim degi til 9. október 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði grei ði áfrýjunarkostn að málsins, 2.276.501 krónu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns, 1.649 . 2 00 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Erlends Þórs Gunnarssonar lögmanns, 471 . 2 00 krónur. Dómur Héraðsdómur Reykjavíku r 5. febrúar 2021 Árið 2021, föstudaginn 5. febrúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S - /2020: Ákæruvaldið gegn X e n málið var dómtekið samdægurs. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dagsettri 25. ágúst 2020 á hendur X , fæðingardagur , tilbúin kt. , ekki skráður í hús, fyrir eftirfarandi hegningar - og sérrefsilagabrot: I. Ofbeldi og hótanir í nánu sambandi og brot gegn nálgunarbanni gagnvart fyrrum sambýliskonu sinni, A , kt. (hér eftir brotaþoli), auk húsbrots, eignaspjalla, nytjastuldar og umferðarlagabrota, með því að hafa, 1. Laugardaginn 29. febrúar 2020 í íbúð að , veist með ofbeldi að brotaþola, slegið hana með flötum lófa í andlit og sparkað í fótlegg hennar. 9 (Mál nr. 007 - 2020 - ) Telst brot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Miðvikudaginn 4. mars 2020 í símtali milli brotaþ ola og ákærða hótað henni lífláti og síðar sama dag á lögreglustöðinni að Hverfisgötu 113, Reykjavík, í viðurvist lögreglumanna sem handtóku þar ákærða eftir afskipti af honum við , hótað henni lífláti í tvígang en hótanirnar voru til þess fallnar að vekja hjá henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. (Mál nr. 007 - 2020 - ) Telst brot þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Miðvikudaginn 25. mars 2020,: a. brotist heimildarlaust inn á heimili brotaþola að með þv í að brjóta rúðu í stofunni, tjón nam alls kr. 212.523, og farið inn í íbúð hennar, veist með ofbeldi að henni gripið í hana, togað í hár hennar þannig að hún féll niður og dregið hana um á hárinu, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í hársverði. b. Á sama tíma að hafa brotið gegn nálgunarbanni með því að koma á heimili brotaþola og nálgast hana þrátt fyrir að ákærða hafði verið með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. mars 2020 verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart henni í 6 má nuði frá birtingu sama dag og með því verið bannað að koma á eða í námunda við heimili hennar að í , veita henni eftirför eða setja sig í samband við hana. c. Í kjölfar brota í lið a. og b. tekið bíllykla brotaþola og tekið bifreið hennar af bifreiðastæði við og ekið henni heimildarlaust og sviptur ökurétti þaðan sem leið lá um , gegn rauðu umferðarljósi á og án þess að sinna ítrekuðum stöðvunarmerkjum lögreglu á leið sinni, uns ákærði stöðvaði aksturinn og hljóp út úr bifreiðin ni á bifreiðastæði við án þess að stöðva ökutækið örugglega þannig að mannlaus bifreiðin rann áfram og hafnaði á ljósastaur. (Mál nr. 007 - 2020 - ) Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 218. gr. b., 231. gr. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/19 40 er varðar ákærulið 3.a, 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga er varðar ákærulið 3.b. og 259. gr. almennra hegningarlaga og 1. og 5. og 6. mgr. 7. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er varðar ákæruli ð 3.c. 4. Þriðjudaginn 9. júní 2020, komið á heimili brotaþola að þar sem brotaþoli var viðstaddur og nálgast hana þrátt fyrir að ákærða hafði verið með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. mars 2020 verið gert að sæta nálgunarbanni gagn vart henni í 6 mánuði frá birtingu sama dag og með því verið bannað að koma á eða í námunda við heimili hennar að , veita henni eftirför,eða setja sig í samband við hana. (Mál nr. 007 - 2020 - ) Telst brot þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940. II. Líkamsárás og brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa föstudaginn 27. mars 2020, að , veist með ofbeldi að B , kt. , slegið hann hnefahöggi í andlit og sparkað í vinstra læri, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut sprungna v ör, brot á framtönnum, aðallega vinstri framtönn, og eymsli í vinstra læri. Á sama tíma fyrir að komið á heimili fyrrum sambýliskonu sinni, A , að þar sem hún var viðstödd og nálgast hana þrátt fyrir að ákærða hafði verið með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. mars 2020 verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart henni í 6 mánuði frá 10 birtingu sama dag og með því verið bannað að koma á eða í námunda við heimili hennar að , veita henni e ftirför eða setja sig í samband við hana. (Mál nr. 007 - 2020 - ) Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Umferðarlagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 28. apríl 2020, ekið bifreiðinni s viptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 45 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,1 ng/ml) vestur , uns lögregla stöðvaði aksturinn.. (Mál nr. 007 - 2020 - ) Teljast brot þessi varða við 1., sbr. 2., mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar, skv. 101. gr. laga nr. 77/2019 . Eink aréttarkrafa: Vegna ákæruliðar I.3.a. þá gerir C kröfu f.h. D ehf., kt. , kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða D skaðabætur að fjárhæð kr. 38.900 að viðbættum vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi þann 25. mars 2020 en síðan dráttarvaxta skv. 9. gr., sbr. III. kafla Undir dómsmeðferð málsins leiðrétt i ákæruvaldið heimilisfang í ákærulið II þar sem eigi að vera en ekki eins og í ákæru greinir. Þá breytti ákæruvaldið heimfærslu brots samkvæmt þessum ákærulið þannig að brotið teljist varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Þá féll ákær uvaldið frá síðari málsgrein þessa kafla ákærunnar er varðar komu ákærða á heimili fyrrum sambýliskonu sinnar. Fallið var frá einkaréttarkröfu sem tekin er upp í þessa ákæru. Málið er jafnframt höfðað á hendur ákærða með ákæru Héraðssaksóknara, dagsettri 2 4. september A , kt. , á heimili A að : I. Fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa frá morgni miðvikudagsins 1. janúar til fimmtudagsins 2. janúar 2020, beitt A ofbeldi, hótunum, ólögmætri nauðung og haft við hana önnur kynferðismök og gert tilraun til að hafa við hana samræði, án hennar samþykkis, með því að taka af henni síma hennar, klippa utan af henni bol og brjóstahaldara, hella yfir hana bjór, henda henni utan í vegg og á hurð, skalla hana, sparka í bak hennar, er hún reyndi að læsa sig inni í svefnherberginu sínu tekið svefnherbergishurðina af hjörunum, skipað henni í sturtu, sagt að hún væri ógeðsleg, ítrekað meinað henni útgöngu af heimilinu með því að ýta við henni, standa í vegi fyrir henni, taka í hár hennar og líkama og draga hana frá útidyrahurðinni en við það féll stór spegill ofan á A . Síðar þar sem hún sat í sófa í stofunni kasta yfir hana þvagi og í framhaldi skipað henni að fara í s turtu, slegið hana hnefahöggi í andlitið, skallað hana, bitið hana í hægra eyrað og hökuna, skorið litla fingur hægri handar hennar með skærum, haft í hótunum um að klippa af henni fingurna og að drepa hana og sjálfan sig og að lokum þar sem A lá í rúmi í herbergi dóttur sinnar lagst yfir hana, kysst hana og sett fingur í leggöng hennar og í framhaldi tekið niður sig buxurnar og gert tilraun til að hafa við A samræði en ákærði lét af háttseminni þegar hann náði ekki holdrisi. Eftir hádegi 2. janúar náði A a ð hringja eftir aðstoð lögreglu og þannig komast undan ákærða. Af framangreindu hlaut A mar ofan við hægri augabrún og á hægra eyra, mar undir höku vinstra megin, eymsli á báðum gagnaugum og í hársverði, eymsli aftan á hálsi, mar á hægra brjósti, mar við n eðri brún hægra 11 herðablaðs, mar á báðum upphandleggjum, sár á litla fingri hægri handar, mar við hægra hné og ofan við vinstra hné og mar á vinstri rasskinn. M. 007 - 2020 - Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 1., sbr. 2. gr. 218. gr. b. almennra he gningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir brot í nánu sambandi og brot á nálgunarbanni, með því að hafa í júní 2020, komið á heimili A þar sem hún var stödd og nálgast hana þrátt fyrir að ákærða hefði verið með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5 . mars 2020 gert að sæta nálgunarbanni gagnvart henni í 6 mánuði og verið bannað að koma á eða í námunda við heimili hennar að , veita henni eftirför eða setja sig í samband við hana og meðan hann dvaldi á heimili A bitið hana í vinstra eyrað með þeim a fleiðingum að hún hlaut mar og bólga á vinstra eyranu. M. 007 - 2020 - Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b. og 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Fyrir nauðgun, brot í nánu sambandi, brot á nálgunarbanni, eignarspjöll og nytjastuld, með því að hafa fimmtudagsins 18. júní til föstudagsins 19. júní 2020, komið á heimili A þrátt fyrir að ákærða hefði, með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. mars 2020, verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart henni í 6 mánuði þannig að honum var bannað að koma á eða í námunda við heimili hennar að , veita henni eftirför eða setja sig í samband við hana og þar sem hann dvaldi á heimili hennar slegið með krepptum hnefa í sjónvarp A og brotið á því skjáinn, sparkað í ljósakrónu í stofunni og beitt hana ofbeldi, hótunum, ólögmætri nauðung og haft við hana samræði, án hennar samþykkis, með því að hafa tekið af henni síma og bíllykla, þvingað hana inn á ba ðherbergi, sprautað á hana, fullklædda, vatni og gert henni að fara í sturtu, þegar hún reyndi að fara út af heimilinu meinað henni það með því að hrinda henni og slá hana í andlitið þannig að hún féll í gólfið. Í framhaldi dregið hana á hárinu inn í svefn herbergi og skipað henni að fara upp í rúm og þar sem hún lá í rúminu ítrekað slegið hana með krepptum hnefa og flötum lófa í andlit, háls og í rifbein, sparkað í andlit hennar, ógnað henni með hnífum, þar sem hann sat klofvega yfir henni tekið um háls hen nar með báðum höndum og þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún gat ekki andað, potað í augu hennar, haft í hótunum um að drepa hana og þvingað hana til að slá hann utan undir, tekið hana úr buxunum, lagst ofan á hana og haft samræði við hana og stungið fingri inn í leggöng hennar. A komst ekki út af heimilinu til að gera lögreglu viðvart fyrr en ákærði fór út af heimilinu að morgni föstudagsins 19. júní 2020 og tók í leyfisleysi bifreið hennar . Af framangreindu hlaut A lóðrétta rák á enni, glóðaraug a á hægra auga, mar og blæðingu á efra og neðra augnloki vinstra megin, mar og bólgu yfir miðju nefbeini, bólgu á neðri vör, mar undir vörinni og blæðingu innanvert á vörinni, eymsli yfir báðum kjálkaliðum, bólgu og margúl á vinstri kinn framan við eyra, m ar ofan við hægri augabrún, framan við hægra eyra og í hársverði neðan til að aftan og punktaroða í hársverði, tvær marrákir framanvert á hálsi, línulaga húðblæðingu vinstra megin á hálsi og eymsli yfir hálsinum, mar og eymsli framan og aftanvert á hægri ö xl, mar og bólgu á hægri upphandlegg, mar aftan og framan á vinstri handlegg, mar á báðum hnjám, mar og eymsli á hægri fótlegg, rispu á vinstri síðu og eymsli yfir rifjum neðarlega vinstra megin. M. 007 - 2020 - Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 1 ., sbr. 2. gr. 218. gr. b., 1. mgr. 232. gr. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12 IV. Brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa 1. júlí 2020 beðið E , systur A , fyrir skilaboðum til A þrátt fyrir að hafa verið með ákvörðun lögreglustjórans á höfuð borgarsvæðinu frá 5. mars 2020 gert að sæta nálgunarbanni gagnvart henni í 6 mánuði og verið bannað að koma á eða í námunda við heimili hennar að , veita henni eftirför eða setja sig í samband við hana. M. 007 - 2020 - Telst þetta varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kennitala er, vegna máls 007 - 2020 - , gerð krafa um miskabætur úr hendi ákærða að fjárhæð 3.000.000 kr. auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. janúar 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludag s. Jafnframt er krafist málskostnaðar að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, verði réttargæslumaður ekki skipaður. Af hálfu A , kennitala er, vegna máls 007 - 2020 - , ger ð krafa um miskabætur úr hendi ákærða að fjárhæð 3.000.000 kr. auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19.06.2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á Í I. og III. k afla ákæru hefur misritast á nokkrum stöðum þar sem segir að brotaþoli heiti í stað A . Undir dómsmeðferðinni var fallið frá þeim hluta III. kafla ákæru er varðar nytjastuld. Málin voru sameinuð. Verjandi ákærða krefst sýknu af ákærulið I.2 í ákæru lögr eglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og af ákæru frá 24. september 2020. Að öðru leyti er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þess er aðallega krafist að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að þær sæti lækkun. Málsvarnarlauna er krafist samkvæmt tímaskýrslu. Ákæra dagsett 25. ágúst 2020 Ákæruliðir I.1, I. 3 a, b og c, I 4, og III Að teknu tilliti til breytinga á ákærunni, sem raktar voru, játar ákærði sök samkvæmt ofangreindum köflum ákærunnar. Er þannig sannað með skýlausri játningu ákærða fyri r dómi og með öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um brotin sem í ofangreindum ákæruliðum greinir og eru brot hans rétt færð til refsiákvæða í ákærunni. Skírskotað er til ákærunnar um lýsingu málavaxta. Ákæruliður I.2 13 Ákærði kvað háttsemi sinni rétt lýst í þessum ákærulið en neitar sök þar sem ekki hafi verið nein alvara í hótuninni af sinni hálfu. Hann kvað þau A hafa tekið svona til orða er þau reiddust hvort í annars garð. Vitnið A kvað ákærða hafa hótað sér lífláti í símanum þennan dag og hann hefði iðulega gert það. Spurð hvort hún hefði verið hrædd kvaðst hún alltaf hafa verið hrædd við ákærða þegar hann var svona æstur, þótt hún vonaði að ekki væri alvara að baki hótunum hans. V itnið F lögreglumaður kvað ákærða hafa verið handtekinn og fluttan á lögreglustöð þar sem hann hefði endurtekið hótað A lífláti og þetta væri til á upptöku. Ákærði hefði síðar sagt að þetta hefði verið grín. Hann staðfesti skýrslu sem rituð var vegna þessa . Vitnið G lögreglumaður kvaðst hafa unnið við handtöku ákærða á þessum tíma og að flutningi hans á lögreglustöð, en áður hefði fyrrum unnusta hans sagt hann hafa beitt sig ofbeldi. Eftir komu ákærða á lögreglustöð hefði hann ítrekað hótað A lífláti símlei ðis, en síðar snúið því upp í grín og dregið hótunina til baka. Niðurstaða ákæruliðar I.2 Ákærði kvað háttsemi sinni rétt lýst í þessum ákærulið en neitar sök þar sem ekki hafi verið alvara í hótuninni. Sannað er með trúverðugum vitnisburði A og með stoð í vitnisburði lögreglumannanna F og G og í öðrum gögnum málsins en gegn neitun ákærða að hluta að hann hafi gerst sekur um hótunina sem hér er ákært vegna og er það brot rétt fært til refsákvæðis í ákærunni. Ákæruliður II Ákærði kvaðst játa sö k samkvæmt þessum kafla ákæru en telja brot sitt minni háttar og varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Síðar í skýrslutökunni fyrir dóminum neitaði hann sök. Vitnið A kvaðst hafa verið í heimsókn hjá E , systur sinni, á þessum tíma. Er hún vakn aði hefði ákærði verið kominn inn á heimilið. Hún hefði reiðst og lýsti hún þessu nánar og hefði E brotið glas á höfði ákærða þar sem henni hefði ofboðið talsmáti hans. Að því kom að B kom og bankaði og kvaðst A hafa svarað. Þá hefði orðið rifrildi milli á kærða og B , en hún mundi ekki eftir því að hafa séð ákærða slá B . Vitnið E kvað ákærða og A hafa verið á heimili sínu á þessum tíma. Ákærði hefði reiðst vegna misskilnings sem hún lýsti og lýsti hún látum frammi sem hún hefði ekki séð en hún kvað hafa flís ast upp úr tönn hjá B , en hún ekki séð hvað gerðist. Vitnið H lögreglumaður staðfesti og vísaði til frumskýrslu sem hann ritaði vegna málsins. Hann kvaðst hafa talað við B , sem hefði sagst hafa verið sleginn og orðið fyrir hnéspörkum. B hefði talað um að k varnast hefði upp úr tönn og honum verið boðið að fara á slysadeild en hann afþakkað það. Fyrir liggur læknisvottorð B , dagsett 11. ágúst 2020, sem I læknir ritaði, en hún staðfesti og skýrði vottorðið fyrir dómi. Hún kvaðst hafa unnið vottorðið upp úr sjú kragögnum á Heilbrigðisstofnun og hún hefði stuðst við nótu sem annar læknir ritaði, eftir símtal við B 8. apríl. Í vottorðinu er lýst brotnum framtönnum B vegna atburðar sem átti sér stað í fyrir viku og B hefði þá verið kýldur í andlitið. Samkvæm t þessu var B ekki skoðaður af lækni vegna þessa atburðar. Niðurstaða ákæruliðar II Ákærði neitar sök. Ekki liggur fyrir læknisvottorð B heldur einungis frásögn læknis eftir símtal við B . B var á sjúkrahúsi erlendis er aðalmeðferð málsins fór fram og reyndist ekki unnt að taka af honum vitnaskýrslu og gaf hann því ekki skýrslu fyrir dómi. Hann gaf skýrslu hjá lögreglu þar sem hann lýsti atburðum. Vitni sem voru á vettvangi sáu ákærða ekki sl á B og verður vitnisburður B hjá lögreglu því ekki 14 lagður til grundvallar niðurstöðunni gegn neitun ákærða. Samkvæmt þessu er ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi framið háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og er hann sýknaður af þessum ákærulið. Ákæra dagsett 24. september 2020 Ákæruliður I Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var lögreglan send á heimili A að á þessum tíma eftir að tilkynning barst um að hún óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna þess að ákærði héldi henni nauðugri í íbúðinni. Í skýrslu nni er lýst handtöku ákærða og sagt að lögreglan hafi þekkt hann vegna fyrri afskipta af honum. Í skýrslunni er því lýst er A kom til dyra og að hún hafi verið í uppnámi, grátið og verið með sýnilega áverka í andliti og á vinstra upphandlegg. Þá segir að í búðin hafi verið heldur ósnyrtileg, bjórdósir á við og dreif og bjórslettur á gólfi, borði og í rúmi auk þess sem glerbrot voru á gólfinu. Eftir að gætt hafði verið viðeigandi réttarfarsákvæða vegna tengsla ákærða og A lýsti hún atburðum svo að ákærði hefð i haldið henni í íbúðinni frá deginum áður og bannað henni að fara. Hann hefði lagt á hana hendur, m.a. kýlt hana í andlitið með krepptum hnefa, hrint henni i gólfið, dregið hana á hárinu, bitið hana í hökuna og eyrað og hellt yfir hana bjór. Þá hefði hann tekið upp skæri og sagst ætla að klippa af henni fingur og hafi hún verið með skurð á litla fingri sem hún sagði eftir skærin. Hún kvað ákærða einnig hafa notað skærin til að klippa utan af henni blússu og brjóstahaldara sem hún var í. Þá segir í skýrslun ni að A hafi verið með stórt mar á vinstri upphandlegg og mar og kúlu á hægra gagnauga. Þá sagði A ákærða hafa tekið símann hennar, kastað honum í gólfið, brotið glös og hellt bjór á gólfið og í rúmið hennar. Þá hefði hann migið á hana þar sem hún sat í só fa. A hefði grátið og óttast um líf sitt og hún greint frá ítrekuðum líflátshótunum í sinn garð auk þess að hóta að drepa sjálfan sig. Því er lýst í skýrslunni er A greindi frá því að hún hefði náð að safna kjarki og hringja í lögregluna og óska eftir aðst oð. Þá segir í skýrslunni að A hafi greint frá því við skýrslutöku að ákærði hefði reynt að nauðga henni en ekki getað það vegna ástands hans en hún greindi frá því að ákærði hefði sett fingur í leggöng hennar. Þá er í skýrslunni lýst vinnu lögreglu og því að ljósmyndir hafi verið teknar og fylgja þær gögnum málsins. Nú verður rakinn framburður ákærða fyrir dómi og hjá lögreglu eins og ástæða þykir, og vitnisburður Ákærði neitar sök. Hann kvað þau A hafa byrjað saman í aprílmánuði 2019, að því er hann minnt i, og þau hefðu búið saman að . Hann lýsti sambandi þeirra og að hann hefði umgengist börn hennar frá upphafi og að þeim hefði líkað vel við hann frá byrjun, að hans sögn. Ákærði kvað þau A hafa verið hjá kunningjum á gamlárskvöld en farið snemma heim. Hann lýsti því að A hefði síðan byrjað að vera afbrýðisöm út í ákærða vegna einhverrar stelpu, en þau hefðu bæði drukkið áfengi og neytt eiturlyfja eftir heimkomuna. A hefði um nóttina læst sig inni í herbergi dóttur sinnar. Hann kvaðst hafa komið til hennar nokkrum sinnum og viljað taka utan um hana og fara að sofa, því hann hefði átt í erfiðleikum með að sofa einn. Þau hefðu á þessum tíma rifist og kvað hann A hafa viðhaft ljótt orðbragð í sin n garð, sem hann lýsti. Hann kvað hafa komið til stimpinga milli þeirra og hún læst sig inni, og lögreglan hefði komið en hann myndi ekki nákvæmlega hvernig þetta var. Ljóst var eftir sjálfstæða frásögn ákærða af atburðum þessa nótt að hann mundi atburði slitrótt og sundurlaust. Hann kvað A hafa borið sig þeim sökum að hann hefði migið á hana og klippt föt hennar, slegið hana og þrengt að öndunarvegi og að hann hefði ætlað að klippa fingur hennar, en allt væri þetta rangt. Hann kvaðst ekki hafa nauðgað A . Farið var yfir einstaka liði ákærunnar og neitaði ákærði þeim öllum. Spurður um kynferðismök án samþykkis A kvað ákærði þau hafa kysst og hann hefði snert hana eins og í kynlífi, en A hefði sagst ekki vilja það og hann þá hætt og farið. Hann kvað þau A h afa byrjað aftur saman tveimur vikum eftir þennan atburð og þá hefði hún sagt honum að hún hefði ekki sakað hann um nauðgun en lögreglan hefði sagt henni að þetta væri nauðgun. 15 Spurður um símann kvaðst hann hafa hent honum í gólfið í afbrýðisemi. Hann kvað st hvorki hafa klippt utan af A bol né brjóstahaldara, ekki hellt yfir hana bjór, ekki hent henni utan í vegg eða á hurð og ekki skallað hana en kvað það kunni að hafa gerst er A tók kast á hann, eins og hann bar. Hann kvaðst ekki hafa sparkað í bak hennar , en hann kvaðst hafa tekið hurðina af hjörum eftir að A hafði læst sig inni í herbergi. Spurður um ástæðu þess að hann tók hurðina af hjörum kvaðst hann ekki geta svarað því öðruvísi en svo að það hefði verið fyndið. Síðar kvaðst hann hafa gert þetta því hann vildi ekki að hún lokaði sig inni og hann hefði viljað tala við hana. Hann kvaðst ekki hafa skipað A í sturtu. Hann hefði spurt hana hvort hún vildi með honum í sturtu. Spurður um það hvort hann hefði sagt A ógeðslega kvaðst hann ekki muna það, en han n kynni að hafa sagt eitthvað í þeim dúr. Spurður hvort hann hefði ítrekað meinað A útgöngu af heimilinu, eins og lýst er í ákærunni, kvaðst ákærði aldrei hafa bannað henni að fara. Hún hefði allan tímann mátt fara og hann hefði farið tvisvar sinnum í burt u á bílnum á þessu tímabili, en hann myndi ekki hvort hann fór af heimilinu 1. eða 2. janúar. A hefði öskrað á ákærða um að fara því hún vildi hann ekki. Hann hefði ekki tekið í hár hennar og líkama og ekki dregið hana frá útidyrahurðinni, eins og lýst vær i í ákæru. Hann kvað spegilinn hafa fallið eftir að A henti ákærða á hann, en á þessum tíma hefði ákærði viljað komast út. Ákærði neitaði að hafa kastað þvagi yfir A og sagðist ekki hafa skipað henni í sturtu. Þá hefði hann hvorki slegið hana hnefahöggi í andlitið né skallað hana, en ákærði tók fram að hann kynni að hafa slegið til hennar þar sem þau áttu í stimpingum en hann myndi ekki til þess að hafa slegið hana í andlitið. Hann kvaðst hafa bitið hana í eyra eða hökuna, en þetta hefði hann gert til að sv ara henni í sömu mynt eftir að hún beit hann. Hann kvað þetta hafa verið leik þeirra tengdan kynlífi. Spurður hvort hann hefði skorið A á litla fingri hægri handar með skærum kvaðst hann ekki hafa gert það. Áverkinn á fingrinum hefði komið eftir hring sem hún bar. Spurður um hótanir um að klippa af henni fingur og að hafa hótað henni lífláti kvaðst ákærði hafa viðhaft þessi ummæli, en í gríni. Engin meining hefði verið að baki þeim og hann látið þau falla í því skyni að róa A . Spurður hvort hann hefði lagst yfir A þar sem hún lá í rúmi í herbergi dóttur sinnar, kysst hana og sett fingur í leggöng hennar, kvað ákærði þetta rétt en hann hefði hætt er A bað hann um það. Hann mundi ekki hvort þetta hefði átt sér stað 1. eða 2. janúar. Spurður um að hafa í framha ldi framangreinds tekið niður um sig buxurnar og gert tilraun til að hafa við A samræði, en látið af háttseminni þar sem honum reis ekki hold, kvað ákærði þetta ekki rétt. Hann kvað A hafa getað hringt í lögreglu hvenær sem var. Hann kvaðst hafa farið út ú r íbúðinni, af svölum, er lögreglan kom 2. janúar. Hann hefði vitað að A myndi sverta sig fyrir lögreglunni og hann hefði komið til baka og verið handtekinn. Spurður um áverkana sem greindust á A og lýst er í ákærunni tók ákærði fram að þau hefðu rifist og átt í átökum og hún hefði sparkað í hann og viljað henda honum út og áverkarnir kynnu að vera af þessum sökum, þótt hann vissi það ekki. Spurður um ástand þeirra A á þessum tíma kom fram að ákærð i hefði átt erfitt með að muna það en nefndi að þau hefðu neytt saman amfetamíns, ecstasy og kókaíns, þótt hann vissi ekki hvort A hefði neytt þess, og þá lýsti hann áfengisdrykkju á sama tíma. Við skýrslutöku af ákærða hjá lögreglu 3. janúar 2020 greindi hann frá því að hann hefði komist að því að A hefði haldið fram hjá honum og honum hefði farið að líða illa og fundið ofbeldistilfinningu innra með sér og farið að kalla A illum nöfnum. Spurður um þetta fyrir dómi og hvort þetta væri rétt svaraði hann óljó st en kvaðst hafa fundið fyrir vonbrigðum innra með sér. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði ákærði að hafa klippt fötin utan af A . Spurður um þetta fyrir dómi kvað ákærði A hafa sagt sér að hann hefði gert þetta. Hann myndi það ekki. Ákærði kvað það rétt í lögregluskýrslu þar sem hann segist hafa ýtt við A með fætinum er hún réðst á hann. Síðar kom fram hjá honum að hann myndi þetta ekki í raun vegna fíkniefnaneyslu. Spurður um það hvað A hefði gert á hlut hans á þessum tíma kvað ákærði hana hafa reynt að henda sér út af heimilinu. Hún hefði tekið bíllykla og lykla að íbúðinni, en hann hefði tekið alla lyklana af henni aftur. Vitnið A kvaðst hafa verið að vinna á gamlársdag og hún hefði hitt ákærða á heimili kunningja hans eftir vinnu. Hún kvaðst hafa kynn st ákærða vorið 2019 og þau verið par frá sumarbyrjun 2019. Ákærði hefði aldrei flust inn en komið og dvalið á heimili hennar og þess á milli hefði hann búið hjá öðrum. Þau hafi verið hjá vinunum sem að framan greinir í áramótaveislu uns þau fóru heim, en ákærði hefði haft áfengi, m.a. viskíflösku, meðferðis. Ekkert hefði gerst fyrst eftir heimkomuna en eftir að ákærði hefði 16 drukkið viskíflöskuna mjög hratt hefði hann sofnað í sófanum um nóttina og hún farið að sofa eftir þetta. Hún hefði síðan vaknað við a ð ákærði stóð alveg brjálaður yfir henni og hellti yfir hana bjór, en tilefnið hefði verið það að ákærði hefði skoðað síma hennar og verið reiður og afbrýðisamur er hann sá hverja hún hefði haft samband við. Eftir þetta hefðu orðið einhver átök í rúminu og hún hefði eftir það reynt nokkrum sinnum að fara út en ákærði hefði dregið hana til baka, m.a. dregið hana á hárinu og ýtt henni niður og slegið hana. Ákærði hefði bannað henni að fara út og hún hefði gert sér grein fyrir því að hún kæmist ekki út og því ákveðið að bíða eftir að þessu lyki. Svona hefði þetta gengið allan daginn. Ákærði hefði klippt utan af henni föt og sagt henni að fara í sturtu, sem hún gerði. Spurð um hótanir kvað hún ákærða hafa hótað sér lífláti og hótað að taka eigið líf. Þá hefði ha nn hótað að berja fyrrum eiginmann hennar. Einnig hefði hann hótað að klippa hana með skærum og sífellt hótað henni á ýmsan hátt sem hún lýsti. Hann myndi tortíma öllu sem hún elskaði færi hún frá honum. Hún lýsti því er hún reyndi árangurslaust að fara, e n ákærði kom í veg fyrir það og öskraði á hana og viðhafði ljótt orðbragð auk þess að ganga í skrokk á henni. Í eitt skiptið hefði hún verið komin í jakka og ætlað út. Það hefði ekki gengið og ákærði þá dregið hana niður og hún reynt að berjast á móti honu m. Við þetta hefði spegill fallið af vegg og ofan á hana. Hún hefði ekki vitað hvað hún ætti að gera en farið inn og sest í sófann og ekkert sagt meðan ákærði var yfir henni. Að því hefði komið að ákærði tók sér skæri í hönd og hótaði henni að klippa af he nni fingur og fleira. Hún hefði beðið hann um að gera það ekki. Á þessum tíma hefði ákærði kastað þvagi yfir hana þar sem hún sat grátandi í sófanum. Eftir þetta hefði ákærði sagt henni að fara aftur í sturtu. Svona hefðu hlutirnir gengið fyrir sig fram og til baka og hún ekki þorað annað en að gera það sem ákærði fyrirskipaði og hún ekki séð að hún kæmist í burtu, enda hefði ákærði tekið af henni bíllykla og síma og falið í íbúðinni. Eftir sturtuna hefði hún læst að sér inni í herbergi dóttur sinnar, en þá hefði rúm hennar sjálfrar verið blautt eftir að ákærði hellti þar yfir hana bjór. Hún sagðist ekki átta sig vel á tímanum en telja að þarna hefði verið komið kvöld 1. janúar. Hún hefði sofnað og hefði sér virst ákærði rólegur frammi á meðan. Hún hefði síð an vaknað og þurft að fara á snyrtinguna, en þá hefði þetta haldið áfram og ákærði verið mjög reiður og öskrað á hana og beðið hana fyrirgefningar á milli og grátið. Ákærði hefði á þessum tíma farið út að kaupa bjór, að því er hún taldi, og kvaðst hún telj a að ákærði hefði farið út tvisvar sinnum og hún þá leitað að síma sínum sem hún kvaðst hafa fundið í skáp á baðinu, að því er hana minnti. Hún hefði sent vini sínum skilaboð og reynt að hringja í lögregluna, en ákærði hefði tekið af henni símann og hent h onum í gólfið eða í vegginn og henni því ekki tekist að ljúka símtalinu við lögregluna. Hún kvað ákærða hafa tekið svefnherbergishurðina af hjörum er hún reyndi að loka sig þar af. Hún hefði eftir þetta dvalið inni í herbergi dóttur sinnar þar sem ákærði h efði reynt að hafa kynmök við hana, en hún stöðugt streist á móti honum. Ákærði hefði margsinnis komið inn í herbergið og reynt að kyssa hana og biðja hana fyrirgefningar, auk þess sem hann hefði grátið og verið reiður á víxl. Ákærði hefði lagst yfir hana þar sem hún lá í rúminu. Hún hefði sífellt ýtt honum frá sér, en hann hefði stungið fingri í leggöng hennar og hún beðið hann um að hætta, sem hann gerði. Hún lýsti því er ákærði hefði í þessari atburðarás girt niður um sig en honum hefði ekki risið hold o g þá hætt við og farið fram en komið inn aftur. Hún hefði aldrei gefið honum til kynna á þessum tíma að hún hefði kynferðislegan áhuga á honum, en hún taldi hugsanlegt að eitthvað kynferðislegt hefði átt sér stað milli þeirra eftir heimkomu á nýársnótt. Sv ona hefði þetta gengið uns ákærði fór út að kaupa bjór. Ákærði hefði komið aftur, en lögreglan hefði komið stuttu síðar og hún hringt á lögregluna áður en ekki náð að ljúka símtalinu, eins og rakið var. Spurð um áfengis - og fíkniefnaneyslu þeirra beggja á þessum tíma kvaðst hún ekki hafa neytt fíkniefna en ákærði hefði greint sér frá því að hann hefði tekið stóran skammt af amfetamíni eða einhverju öðru fíkniefni. Spurð um líðan sína á þeim tíma sem í þessum ákærulið greinir kvaðst hún hafa verið reið í byr jun en síðar orðið hrædd er hún sá hvernig ástandið breyttist. Hún kvaðst hafa varist ákærða í byrjun með því að reyna að komast út, ýta honum frá sér, og loka á hann hurðinni, eins og hún bar. Eftir sjálfstæða frásögn A af atburðum voru bornir undir hana einstakir liðir þessa ákæruliðar. Hún kvað allt sem þar er lýst hafa átt sér stað og var farið nánar yfir sumt af því sem rakið var hér að framan og hún hafði greint frá í frjálsri frásögn. Hún kvaðst ekki vita hvort það var tilviljun að hún skarst 17 á litl a fingri hægri handar, en á þeim tíma hefði ákærði haldið í hönd hennar og hótað að klippa af henni fingur með skærunum, eins og lýst er í ákærunni. Vitnið E , systir A , lýsti kynnum þeirra ákærða, en þau hefðu verið par á tímabili, og lýsti hún sambandi þe irra. Spurð um samband ákærða og A kvaðst hún ekki hafa orðið vitni að neinu sem ákærða væri gefið að sök. Spurð um atburðina sem í þessum ákærulið greinir kvaðst hún ekkert vita nema það sem henni hefði verið greint frá eftir á. Ákærði hefði greint henni frá atburðum og sú frásögn væri önnur en sú sem hún hefði fengið frá vinkonu sinni. Ákærði hefði sagt að A hefði orðið brjáluð og læst hann inni í herbergi, en hún myndi þetta ekki vel. Hún hefði ekki talað við systur sína í nokkra mánuði og lýsti hún ástæ ðunni. Vitnið J lögreglumaður lýsti komu á vettvang og ritaði frumskýrsluna sem áður var rakin. A hefði tekið á móti lögreglunni og hún verið með sýnilega áverka og í uppnámi. Hún hefði sagt ákærða hafa ráðist á sig og haldið sér í íbúðinni frá því deginum áður. A hefði sagt ákærða hugsanlega hafa farið út úr húsinu baka til og lýsti hún því er ákærði var handtekinn. Hún mundi ekki hvort ákærði hefði sagt eitthvað um atburðinn. Ákærði hefði verið fluttur í burtu og hann hefði verið lítillega ölvaður eða und ir áhrifum fíkniefna. A hefði lýst atburðum og þær lýsingar hefðu verið hrottalegar, ákærði hefði hrint henni, rifið í hárið á henni, bitið hana, pissað á hana, hellt yfir hana bjór, slegið hana og klippt í fingur hennar. Þá hefði íbúðin borið þess merki a ð átök hefðu orðið og bjórslettur verið um allt og glerbrot. Hún mundi ekki eftir ummerkjum þess að pissað hefði verið við sófann eða í hann. Hún kvaðst hafa rætt við A og hún hefði verið trúverðug, með áverka og í uppnámi og ljóst hefði verið að mikið hef ði gengið á. Vitnið K lögreglumaður kom á vettvang vegna heimilisofbeldis, auk þess sem grunsemdir voru um frelsissviptingu. Hún ræddi við A á vettvangi. Hún kvað hana hafa verið í uppnámi, skýra í frásögn en í sjokki og virst vera lítillega undir áhrifum áfengis. Hún ljósmyndaði vettvang og haldlagði muni sem tengdust frásögn A , en það var vegna þess að hún sagði ákærða hafa kastað yfir sig þvagi. Meðal gagna málsins er skýrsla neyðarmóttöku, dagsett 3. janúar 2020, en skýrslan var rituð eftir komu A á ne yðarmóttöku sama dag. L sérfræðilæknir ritaði skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun á A og staðfesti hún og skýrði skýrsluna fyrir dóminum. Fram hefði komið hjá A að hún hefði orðið fyrir árás og að árásarmaðurinn hefði svipt hana frelsi allan tímann og hún hefði hlotið ýmsa áverka og verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Hún lýsti skoðun kynfæra og rannsóknin hefði komið heim og saman við frásögn A . A hefði verið mari n í andliti og eymsli beggja vegna undir höku og mar á hægra eyra, tvö mör á hægra brjósti og á baki og handleggjum og í kringum bæði hné. Hún hefði verið með sár á fingri sem ekki var ljósmyndað, en sá áverki væri merktur inn á teikningu sem fylgir gögnum málsins og kvað hún áverkann koma heim og saman við frásögn A um það hvernig hann hlaust. Áverkarnir komi fram og sé lýst í skýrslunni. Þeir hafi verið nýlegir og komið heim og saman við frásögn A af því hvenær þessi atburður átti sér stað. Hún kvað A haf a verið trúverðuga í frásögn sinni og áverkana geta samrýmst frásögn hennar. Fyrir liggur móttökuskýrsla frá neyðarmóttöku vegna komu A á neyðarmóttöku 3. janúar 2020. M , hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttöku Landspítala, ritaði skýrsluna sem hún staðfesti og skýrði fyrir dómi. Hún kvað nokkurn aðdraganda hafa verið að komu A á neyðarmóttökuna þennan dag, en fram hefði komið hjá A að hún hefði verið með manni í nokkurn tíma og sá hefði beitt hana ofbeldi. A hefði leitað á bráðadeild daginn áður en biðtími verið langur og hún því farið en komið aftur daginn eftir, 3. janúar, þar sem hún hitti vitnið og L lækni. A hefði þá lýst því að ákærði hefði beitt hana miklu andlegu, líka mlegu og kynferðislegu ofbeldi. A hefði verið skýr í frásögn og munað í stórum dráttum eftir því sem gerðist, en fram hefði komið að henni hefði verið haldið nauðugri á heimilinu meðan hún var beitt ofbeldi. Hún hefði tárast í frásögninni og verið mjög rei ð og hrollur verið í henni og ógleði og hún verið þreytt og uppgefin eftir það sem gerðist. Hún hefði þurft að læsa sig inni í herbergi dóttur sinnar, en áður reynt að fara út en verið meinuð sú för. Fram hefði komið að ákærði hefði tekið hurð af hjörum og A hefði verið mjög hrædd við manninn. Þá hefði komið fram að maðurinn hefði bitið A í eyrað, hann hefði hótað að klippa af henni fingur með skærum, skallað hana og sparkað í bakið á henni, pissað yfir hana og niðurlægt hana og látið 18 hana fara í sturtu. A hefði verið með sýnilega áverka eftir þetta og liggja fyrir ljósmyndir af þeim. Fram kom að atburðirnir sem lýst var áttu sér stað strax eftir áramótin eða frá því um kl. fjögur 1. janúar og framundir kl. átján daginn eftir. Hún kvað A hafa virkað trúverðu ga í frásögn sinni. A hefði fengið viðtal við sálfræðing eftir þetta. Fyrir liggur vottorð sálfræðings, dagsett 1. nóvember 2020, sem N sálfræðingur ritaði eftir skoðun og viðtöl við A . N skýrði og staðfesti vottorðið fyrir dómi. Hún lýsti viðtalinu og að A hafi skimast rétt undir viðmiðum fyrir áfallastreitu og lýsti hún þessu og fleiru. Greindar hefðu verið vísbendingar um alvarleg þunglyndiseinkenni og kvíðaeinkenni og miðlungs og væg streitueinkenni. Þættir sem greindust í fari A miðist við líðan hennar vikuna eftir meint brot samkvæmt þessum ákærulið. Niðurstaða ákæruliðar I Ákærði neitar sök. Sjálfstæð frásögn ákærða af atburðum var slitrótt og sundurlaus eins og rakið var. Er einstakir liðir ákærunnar voru bornir undir ákærða kvað hann sumt af því sem talið er upp hafa átt sér stað stað eins og rakið var þótt hann neitaði sö k. Hann kvaðst hafa hent símanum í gólfið vegna afbrýðisemi, hann kynni að hafa skallað A er hún tók kast á hann, eins og ákærði bar, hann hefði tekið hurðina af hjörum og gat ekki svarað öðru til um ástæðu þess en að það hefði verið fyndið. Hann kynni að hafa sagt eitthvað í þeim dúr að A væri ógeðsleg. Þá kvaðst hann hafa fallið á spegilinn eftir að A henti honum á hann þar sem hann hefði viljað komast út. Hann kvaðst hafa bitið A í hökuna eða í eyrað af ástæðum sem hann rakti og áverki á fingri A væri ef tir hring sem hún bar. Hann kvað líflátshótanir og hótanir um að klippa af A fingur hafa verið grín í því skyni að róa A . Hann kvaðst hafa sett fingur í leggöng hennar en hætt er hún bað hann um það. Þá kvað ákærði áverka A kunni að hafa hlotist er hún spa rkaði í ákærða og vildi henda honum út af heimilinu þótt hann vissi þetta ekki. Hann staðfesti það sem hann greindi frá hjá lögreglu um að A hefði ráðist á hann og hún hefði reynt að henda honum út af heimilinu. Frásögn ákærða af atburðum í heild og af ein stökum liðum ákærunnar er ótrúverðug og fær engan stuðning af öðru því sem fram hefur komið í málinu. Framburður ákærða verður samkvæmt þessu ekki lagður til grundvallar niðurstöðunni. Vitnisburður A er trúverðugur og hún hefur lýst atburðum efnislega á s ama veg frá upphafi en atburðarásin var löng og margþætt. Vitnisburður hennar fært stoð í flestu því sem fram er komið. Fyrir liggur staðfesting Neyðarlínu um símatalið sem A kvaðst ekki hafa getað lokið, eins og hún lýsti. Vitnisburður A fær einnig stoð í frumskýrslu lögreglu þar sem lýst var ástandi A sem kom til dyra útgrátin og í uppnámi með sýnilega áverka auk þess sem lýst var sundurklipptum flíkum, glerbrotum á gólfi o.fl. og liggja fyrir ljósmyndir af þessu. Vísað er til þess sem rakið var að framan um þetta og til vitnisburðar lögreglumannanna J og K . Þá fær vitnisburður A stoð í skýrslu neyðarmóttöku og í læknisfræðilegri skoðun sem hún gekkst undir og í vitnisburði L sérfræðilæknis og í móttökuskýrslu neyðarmóttöku og í vitnisburði M hjúkrunarfræð ings. Vísað er til þessara gagna sem rakin voru. Loks fær vitnisburður A stoð í framburði ákærða að því leyti sem hann lýsti hluta atburða sem lýst er í ákærunni og bera þau því bæði um hluta atburðrásarinnar. Með vísan til alls þessa og til gagna og trúv erðugs vitnisburðar sem rakinn var er það mat dómsins að trúverðugur og nákvæmur vitnisburður A fái þann stuðning í öðrum vitnisburði og í öðrum gögnum málsins sem þarf til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni gegn neitun ákærða að mestu leyti. A bar að hún kynni að hafa hlotið skurðinn á litla fingri hægri handar fyrir slysni og er ákærði því sýknaður af þeim hluta þessa ákæruliðar. Vitnisburður A verður einnig lagður til grundvallar um að ákærði hafi meinað henni útgöngu og að ákærði hafi sett fingur í leggöng hennar gegn vilja hennar, allt eins og A lýsti, og einnig varðandi það sem gerðist í framhaldinu samkvæmt ákæru. Vísað er til þess sem gengi ð hafði á áður en þetta gerðist og til vitnisburðar A um að ákærði hafi margsinnis komið inn í herbergið og hún ýtt honum frá sér. Eins og sambandi ákærða og A var háttað á þessum tíma og þau lýstu bæði telur dómurinn sannað að brotin voru framin í nánu sa mbandi eins og í ákæru greinir. 19 Samkvæmt öllu því sem nú hefur verið rakið er sannað með trúverðugum vitnisburði A og með stoð í því sem rakið var, en gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir með afleiðingum sem þar er lýst og eru brot hans rétt færð til refsákvæða í ákærunni. Ákæruliður II Ákærði neitar sök. Hann kvað þau A hafa búið saman á þessum tíma og hann hefði vitað um nálgunarbannið, en hann hann kvaðst neita á þeirri forsendu að A hefði beðið sig a ð koma. Spurður um bitið í eyra, með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru, kvaðst ákærði ekki vita neitt um það. Hann hefði gert sambærilega hluti margsinnis og hún einnig bitið hann og lýsti hann því að þetta væri eins konar aðdragandi að kynlífi þeirra A Vitnið A kvað ákærða hafa bitið í eyrað á henni á þessum tíma svo eyrað bólgnaði, en á þessum tíma sætti ákærði nálgunarbanni gagnvart henni. Spurð hvað hefði gerst milli þeirra á þessum tíma kvað hún ekkert slæmt hafa gerst. Hún lýsti því að ákærði biti iðulega í eyra hennar er hann kyssti hana. Spurð um það hvort ákærði hefði bitið hana í eyrað á þessum tíma með hennar samþykki kvaðst hún ekki muna hvort þetta hefði verið slæmt þá , eins og hún bar, en þetta hefði iðulega gerst og þá verið liður í kynferðislegum samskiptum þeirra ákærða. Nánar spurð kvaðst hún ekki viss um hvort ákærði hefði bitið í eyrað á henni eða ekki og að hún myndi þetta ekki vel. Niðurstaða ákæruliðar II Ákær ði neitar sök. Sannað er með framburði ákærða og vitnisburði A að ákærði braut gegn nálgunarbanni eins og lýst er í þessum ákærulið. Vísað er til framburðar ákærða um tilefni bitsins í eyrað. Vitnisburður A um þetta er óljós og hjá lögreglunni og fyrir dó mi sýndist hún ekki bera um ósætti þeirra ákærða á þessum tíma. Með vísan til þessa er það mat dómsins að háttsemi ákærða verði ekki metin svo að með henni hafi hann gerst brotlegur gegn 218. gr. b í almennum hegningarlögum, eins og í ákæru greinir, og ber því að sýkna ákærða af þessum hluta þessa ákæruliðar. Ákæruliður III Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var lögreglan send að , vegna tilkynningar um að þangað hefði A flúið frá heimili sínu að vegna heimilisofbeldis, eins og segir í skýrslunni. O , fyrr um eiginmaður A , tók á móti lögreglunni og vísaði á A , sem var í uppnámi. Fram kom hjá A að ákærði hefði haldið henni nauðugri í íbúð hennar frá því á fimmtudagsmorgun 18. júní þar til hún komst út fyrir stundu, en samkvæmt skýrslunni kom lögreglan í l aust fyrir kl 11 19. júní. A lýsti því að fljótlega eftir komu ákærða í íbúðina á fimmtudagsmorgninum hefði hann tekið af henni símann og bíllykla og meinað henni að fara úr íbúðinni. Þá hafi ákærði beitt hana líkamlegu ofbeldi, m.a. með því að rífa í hár hennar, ítrekað slegið hana og bitið og dregið hana eftir gólfinu. Þá hafi hann unnið skemmdir á innanstokksmunum. Í skýrslunni er lýst sýnilegum áverkum, hún hafi verið með glóðarauga á hægra auga, vinstra eyrað verið bólgið og bitfar á hægri handlegg. F yrir liggur lögregluskýrsla, dagsett 19. júní 2020, sem rituð er eftir samtal lögreglu við A . Þar segir m.a. að A hafi verið grátandi og í uppnámi og með sýnilega áverka, glóðarauga á hægra auga, bitfar á hægri hendi og vinstra eyra stokkbólgið. A hefði greint frá því að ákærði hefði þvingað hana til kynmaka. A kvað þau ákærða hafa verið hjá vinafólki kvöldið áður en hún gengið heim og ákærði orðið eftir. Hann hefði komið að heimili hennar um kl. 8 morguninn eftir og hún ekki þorað annað en að hleyp a honum inn. Hann hefði þá tekið síma hennar og bíllykla og neitað henni útgöngu úr íbúðinni. Hún kvað ákærða margsinnis hafa beitt sig ofbeldi frá því að hann kom í íbúðina um kl. 8 að morgni 18. júní þar til hún náði að flýja að morgni 19. júní. Ákærði h efði dregið hana eftir gólfinu, ítrekað slegið hana, bitið hana o.fl. Þá hafi hann eyðilagt sjónvarpið með því að kýla í það. Hún kvað ákærða margoft hafa beðið sig að hafa 20 kynmök meðan á þessu stóð en hún alltaf neitað. Hann hefði þá sagt að hann myndi re iðast enn meir ef Nú verður rakinn framburður ákærða fyrir dómi og hjá lögreglu eins og ástæða þykir, og vitnisburður Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa vitað af nálgunarbanni, en komið á heimilið á þessum tíma. Hann kvaðst hafa slegið í sjónvarpsskjáinn og brotið hann og farið út við svo búið. Hann kvaðst ekki hafa sparkað í ljósakrónu í stofunni og ekki hafa beitt A ofbeldi, hótunum og ólögmætri nauðung og haft við A samræði án hennar samþykkis, eins og ákært er fyrir. Hann kvaðst ekki hafa tekið lykla að húsinu og bíllykla og ekki hafa þvingað A inn í herbergi. Hann kunni að hafa sprautað vatni á hana og sagt henni að fara í sturtu af ástæðum sem hann rakti. Hann kvaðst ekki hafa meinað A að fara út og ekki hafa hrint henni eða slegið hana í andlitið svo hún féll í gólfið. Spurður um það hvort til átaka hefði komið milli þeirra A á þessum tíma kvaðst hann ekki muna það. Ákærði neitaði því að hafa í framhaldi þess sem lýst var dregið A á hárinu inn í svefnherbergið og skipað henni að fara upp í rúm og þar sem hún lá í rúminu ítrekað slegið hana með krepptum hnefa og flötum lófa í andlit, háls og í rifbein, sparkað í andlit hennar, ógnað henni með hnífum, þar sem hann sat klofvega yfir henni og tekið um háls hennar með báðum höndum og þrengt að öndunarvegi þannig að hún gat ekki andað. Hann viti ekki eða muni ekki, en hann haldi að hann hafi ekki potað í augu hennar og þá muni hann ekki hvort hann hafi haft í hótunum um að drepa hana eða að hafa þving að hana til að slá hann utan undir. Hann neitaði að hafa tekið A úr buxunum, lagst ofan á hana og hafa við hana samræði og stungið fingri í leggöng hennar. Nánar spurður um kynferðisleg samskipti við A á tímabilinu sem ákæran tekur til kvað ákærði að þau k ynnu að hafa átt sér stað, hann vissi það ekki vegna þess að kynferðisleg samskipti hefðu verið svo tíð að hann gæti ekki munað þau. Hann kvaðst ekki hafa hindrað A í því að fara út af heimilinu, hann hefði farið þrisvar sinnum út á þessum tíma og A hefði komist út hefði hún viljað það. Spurður um áverkana á A sem lýst er í ákæru og hvort hann væri valdur að þeim neitaði ákærði því. Best væri að A útskýrði áverkana sjálf. Ákærði tók fram að A kynni að hafa hlotið hálsáverkana í kynlífi þeirra, þar sem hún b æði ákærða iðulega að taka sig hálstaki. Þá neitaði ákærði því að hafa valdið þessum áverkum. Vitnið A kvað þau ákærða hafa verið í partíi hjá vinafólki 17. júní síðastliðinn. Þar hafi ákærði byrjað að reiðast út í sömu tvo aðila og hún lýsti í ákærulið I að framan. Hann hefði hótað henni ýmsu og hún setið grátandi, en farið heim að lokum og sofnað. Morguninn eftir, 18. júní, hefði ákærði komið og beðið hana að opna fyrir sig íbúðina, sem hún hefði gert. Ákærði hefði enn verið mjög reiður og ofbeldishneigð ur. Þegar hann kom inn hefði hann lagst flatur í sófa. Hún hefði sest hjá honum en ákærði enn verið mjög reiður út í mennina tvo sem um ræðir og hann hefði þá kýlt sjónvarpið og brotið og hún anum. Hún hafi ætlað að fara en ákærði stöðvað hana og hindrað að hún færi. Ákærði hefði haldið áfram reiðikastinu, sest í sófann og sparkað í ljósakrónu fyrir ofan sófann, en ljósakrónan hefði verið staðsett þannig að ákærði gat sparkað í hana. Hún hefði ætlað að fara eftir þetta en ákærði hindrað hana í því og slegið hana niður, dregið hana á hárinu inn í svefnherbergi og skipað henni upp í rúm. Hún mundi ekki hvort hún gerði aðra tilraun til að fara út af heimilinu, en hún hefði vitað að hún kæmist ekki út og ákveðið að reyna það ekki. Hún mundi ekki hvort ákærði fór út af heimilinu á þessum tíma, en bar um það að hún teldi að einhver hefði komið með bjór sem ákærði pantaði. Hún hefði gert eins og ákærði skipaði. Þá hefði hún farið í sturtu að skipun ákær ða, sem vildi að hún gerði það af ástæðum sem hún lýsti. Ákærði hefði rifið niður sturtuhengið og sprautað um allt baðherbergið með sturtuhausnum. Eftir sturtuna hefði hún farið aftur upp í rúm þar sem ákærði kom og lagðist á móti henni og sparkaði í andli tið á henni og henti henni utan í vegg og skallaði hana og kýldi í andlitið og í síðuna. Hún kvaðst hafa beðið eftir því að þessu lyki og vonast til þess að ákærði myndi róast. Ákærði hefði sagt að hann yrði að hafa kynmök, annars yrði hann svo reiður og h ann mundi róast við það. Hún hefði ítrekað neitað beiðni hans. Ákærði hefði farið fram, spilað tónlist, ítrekað komið aftur inn í herbergið, hringt í fullt af fólki, m.a. í E , systur vitnisins, og hún þá reynt að kalla í hana gegnum símann en ákærði hefði þá rofið sambandið strax. Á þessum tíma hefði ákærði handleikið eldhúshnífa, en hann 21 skæri sig stundum að henni ásjáandi og myndi hún ekki hvort hann hefði gert það þarna, en hún kvað þessa atburði renna saman hjá sér. Hún hefði verið uppi í rúmi meðan á þ essu stóð og ákærði stöðugt tönnlast á kynlífinu og að hann myndi róast við það. Hún kvaðst að lokum hafa gefið sig í von um að ákærði myndi róast, þótt hún hefði ekki verið fús til kynmaka við hann á þessum tíma og hún hefði gefið ákærða það til kynna, bæ ði með því að ýta honum frá og segja honum það. Hann hefði þá fært hana og sjálfan sig úr buxunum og lýsti hún aðgerðaleysi sínu. Þá hefði ákærði beðið hana að slá sig í andlitið þar sem hann hefði ekki verið nægilega æstur, eins og ákærði hefði borið. Han n hefði ekki náð að ljúka sér af og hætt kynmökunum af ástæðum sem hún rakti. Eftir þetta hefði ákærði lagst við hlið hennar. Þá hefði hann farið fram, hringt og komið til baka, falið bíllykla hennar og þannig hefði þetta gengið allan daginn 18. júní. Þá l ýsti hún því að ákærði hefði sest klofvega ofan á hana í rúminu og tekið hana hálstaki eða kyrkingartaki með báðum höndum svo hún náði ekki andanum og á sama tíma hefði hann potað með tveimur fingrum í augu hennar. Hún lýsti ástandinu áfram og að ákærði he fði farið og komið úr herberginu til skiptis, spurt um mennina sem lýst var að framan og hún reynt að svara honum, sagt að hún yrði að borða, sem hún gerði, og fleira. Hún hefði í raun beðið allan daginn eftir að þessu ástandi lyki og að ákærði myndi róast og sofna, sem ekki gerðist. Að því kom að þau sofnuðu bæði. Morguninn eftir, 19. júní, hefði ákærði enn verið jafn ör og hann sagst ætla að sækja bílinn. Hún hefði hugsað með sér að það væri gott því þá kæmist hún út, en hún hefði þá verið með bíllykla að öðrum bílnum. Hún hefði beðið ákærða um síma sinn, en hann hann hefði neitaði henni um símann og sagt að hún myndi hringja í lögguna. Hún hefði lofað að gera það ekki og að hún myndi bíða eftir því að hann kæmi til baka. Ákærði hefði þá farið og hún farið á heimili fyrrum eiginmanns síns sem hefði hringt í lögregluna fyrir hana. Fyrir utan hina frjálsu frásögn vitnisins, sem rakin var að framan, var farið yfir alla liði ákærunnar og staðfesti hún að allt það sem þar er lýst hefði átt sér stað en hún hafði áður greint frá flestu í frjálsri frásögn, eins og rakið var. Í ákærunni er ákærða gefið að sök að hafa viðhaft samræði við A án hennar samþykkis og síðar í ákærunni er honum gefið að sök að hafa lagst ofan á hana og haft samræði við hana og stungið fingri inn í leggöng hennar. Hún kvað þetta í raun vera sama atvikið og eigi við það þegar hún lét eftir honum kynlífið af ástæðum s em lýst var að framan. Hún lýsti hræðslu sem hún upplifði allan tímann meðan á þessari atburðarás stóð og lýsti hún líðan sinni síðan. Hún kvaðst hafa upplifað mikinn létti og streita hefði verið mikil og lýsti hún þessu. Hún kvaðst hafa farið á slysadeil d og á neyðarmóttöku eftir þetta og leitað sálfræðiaðstoðar, sem hún lýsti. Vitnið O , fyrrum eiginmaður A , kvaðst hafa séð ákærða á heimili A er hann kom þangað með börn þeirra A . Hann kvaðst ekki þekkja ákærða af góðu og lýsti hótunum sem ákærði hefði sen t sér gegnum samskiptamiðla og m.a. úr síma A . O lýsti því að að kvöldi 17. júní 2020 hefðu sér verið send óviðeigandi skilaboð úr síma A og hefðu þau skilaboð einnig verið send aðilum er tengdust skóla barna þeirra A . Hann kvaðst hafa sent Barnavernd þess i skilaboð. Hann hefði síðan vaknað að morgni 19. júní er A hringdi og kom á heimili vitnisins, útgrátin, bólgin og marin í framan. Hann kvaðst strax hafa hringt í lögregluna en A hefði beðið meðan lögreglan kom og fylgt lögreglunni í burtu. Spurður um það hvort A hefði greint honum frá því sem gerðist kvað hann A hafa beðið um hjálp. Ákærði hefði tekið af henni símann og haldið henni í gíslingu, eins og vitnið bar, og hún hefði ekki komist út. Hún hefði verið grátandi og í slæmu ástandi. Vitnið P kvaðst ka nnast við ákærða sem hefði komið sem viðskiptavinur er vitnið starfaði á matsölustað sem hann lýsti. Hann kvaðst hafa komið í 18. júní síðastliðinn. Hann kvað ákærða hafa hringt í sig þann dag og beðið sig að koma með bjór og fleira, en fram hefði komi ð að ákærði væri með mikla timburmenn. Hann kvað ákærða hafa komið á móti sér er hann kom á heimili hans og hefði hann og fleira sem hann kom með. Hann kv að ákærða hafa beðið sig að koma inn því A myndi millifæra greiðslu fyrir hann. Hann kvað A hafa setið á rúminu og verið eins og útgrátin og ákærði hefði öskrað á hana að 22 hún ætti að millifæra og greiða fyrir ákærða. P var spurður um ástand A og kvað hann hana hafa reynt að millifæra úr síma sínum, þar sem hún sat á rúminu, en ekki tekist og ákærði þá öskrað á hana og vitnið hefði þá bakkað út. A hefði virst í góðu standi, en hann hefði ekki séð áverka á henni heldur hefði hún verið eins og grátbólgin. Hann kvaðst hafa dregið úr og sagt að þetta væri ekkert mál, greiða mætti fyrir greiðann síðar. Loks hefði A afhent ákærða greiðslukort og hefðu þeir ákærði farið í hraðbanka eftir þetta. við hann. Hann lýsti ferð þeirra ákærða í hraðbankann og til baka. Vitnið Q lýsti kunningsskap sínum og ákærða og A . Hún sagði að ákærði hefði hringt í sig reiður að kvöldi 18. júní og leitað eftir kynferðislegum samskiptum sem vitnið lýsti. Hún kvaðst ha fa beðið um kveðju til A sem hefði svarað með lágri rödd og virst hrædd, að hennar sögn. Hún kvað A hafa greint sér frá því daginn eftir hvað gerðist og sagt ákærða hafa haldið sér í gíslingu og beitt sig ofbeldi og hún hefði veitt ákærða kynmök í því skyn i að losna við hann. Vitnið R kvað ákærða og A hafa verið á heimili hans 18. 19. júní 2020. Spurður um samskipti þeirra þá kvað hann einhverja neyslu hafa verið í gangi og þau hefðu rifist. 21. júní 2020 gaf vitnið skýrslu hjá lögreglunni og lýsti því að á kærði og A hefðu rifist um afbrýðisemi ákærða. Vitnið S lýsti kynnum af A og ákærða. Hún kvað A hafa rætt við sig eftir atburðinn, eftir að A hefði hent henni út, eins og vitnið bar. A hefði greint henni frá því að ákærði hefði komið, slegið sjónvarpið og farið út. A hefði ekki rætt ofbeldi eða nauðgun. Síðar í skýrslutökunni greindi vitnið svo frá að A hefði sagt að ákærði hefði ekki nauðgað henni og A hefði sagt nokkrum sinnum, ölvuð, að hún ætlaði að koma ákærða í fangelsi. Tekin var lögregluskýrsla af vitninu 2. júlí 2020 þar sem hún greindi ekki frá því að A hefði ekki greint rétt frá nauðgun ákærða. Spurð um þetta fyrir dómi kvað hún A hafa greint sér frá þessu eftir að vitnið gaf l ögregluskýrsluna. Vitnið E kvað ákærða hafa hringt í sig úr síma A . Þá hefði ákærði sagt að A væri brjáluð og eitthvert bull, en vitnisburðurinn er mjög óljós. Hún hefði heyrt í systur sinni í símanum en ekki haft hugmynd um að eitthvað alvarlegt væri í gangi. Nánar spurð um það hvort A hefði rætt við hana um það hvort ákærði hefði nauðgað henni á þeim tíma sem hér um ræðir kvað hún A hafa verið á báðum áttum og lýsti hún þessu, en vitnisburðurinn var óljós, eins og lýst var. Vitnið T lögreglumaður fór á vettvang að morgni 19. júní 2020 og hitti þar fyrrum sambýlismann og barnsföður A . Vitnið kvað h ana hafa komið til sín og sagst hafa flúið undan sambýlismanni sínum sem hefði beitt hana ofbeldi. Hún hefði rætt við A sem hefði grátið og verið í miklu uppnámi og með sjáanlega áverka. A hefði sagt ákærða hafa haldið sér nauðugri í að verða sólarhring og hafa verið beitt ofbeldi; lamin, bitin, auk þess sem innanstokksmunir hefðu verið brotnir. Hún lýsti vinnu lögreglu í framhaldinu. Vitnið U lögreglumaður lýsti aðkomu sinni að rannsókn málsins. Hún kvaðst hafa rætt við A á lögreglustöð. Hún hafi litið ill a út og verið í miklu uppnámi og lýst kynferðisbroti. Hún lýsti ráðstöfunum sem gerðar voru í framhaldinu. A hefði sagt ákærða hafa haldið sér nauðugri í einn til tvo sólarhringa, lamið sig, dregið sig til og bitið og neytt sig til kynmaka, auk þess að eyð ileggja hluti. Fyrir liggur skýrsla um réttarlæknisfræðilega skoðun A á neyðarmóttöku 19. júní 2020, en V sérfræðilæknir ritaði skýrsluna, sem hún staðfesti og skýrði fyrir dómi. Hún leiðrétti misritun í skýrslunni þar sem segir að vettvangur hafi verið á heimili geranda en hið rétta væri heimili þolanda. Þá hafi hún á einum stað skrifað hægra eyra í stað vinstra og þetta skýrist á myndum sem fylgja. A hefði lýst líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir og það hefði staðið yfir í nokku ð langan tíma. Hún hefði lýst spörkum, höggum og biti, hún hefði verið felld, niðrandi tal viðhaft, orðið fyrir líflátshótun, verknaður sem gerði hana hrædda um líf sitt, og hún hefði neitað kynferðislegum samskiptum en það hefði verið hunsað. V lýsti skoð un sem hefði leitt í ljós fjöláverka um allan líkama A og margt af því hefði komið vel heim og saman við frásögn A , sem hefði lýst því að hafa verið dregin á hárinu, tekin kverkataki, bitin og fleira, en áverkarnir kæmu allir fram á gögnum sem hún vann eft ir skoðunina. Hún skýrði nánar einstaka 23 áverka og hvers vegna þeir kæmu heim og saman við frásögn A . Margir áverkanna hefðu verið nýir og skýrði hún það. Sumir áverkanna hefðu verið nýir en aðrir gamlir og væri það í samræmi við frásögn A . Spurð um líðan A við skoðunina kvað V hana hafa verið með skýra frásögn og trúverðuga. Hún hefði greint frá margs konar ofbeldi sem hún varð fyrir en ekki getað sett atburðina í tímalínu, bæði vegna þess að hún var brotin og í uppnámi, auk þess sem sumt af því sem hún var ð fyrir hefði verið endurtekið. Hún hefði merkt hjá A einkenni sem bentu til þess að hún hefði tilhneigingu til að láta það sem ætti sér stað yfir sig ganga, í stað þess að að storka aðstæðum, til að hljóta ekki verra af og A hefði einnig greint frá á þenn an hátt. Fyrir liggur móttökuskýrsla frá neyðarmóttöku 19. júní 2020 vegna komu A á neyðarmóttöku sama dag. M , hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttöku Landspítalans, ritaði skýrsluna sem hún staðfesti og skýrði fyrir dóminum. Hún kvað sér hafa fallist hendur er hún sá A í þetta sinn, en tók fram að hún hefði í raun verið búin að gleyma því er hún hitti A áður, sbr. ákærulið I. A hefði verið skelfingu lostin, með mikla áverka, grátið og liðið mjög illa. M kvað sama geranda, X , hafa verið og í fyrra málinu, en han n hefði komið heim til A þrátt fyrir nálgunarbann. Hann hefði verið mjög reiður og A hefði ekki þorað annað en að hleypa honum inn. Hann hefði sparkað í andlit hennar, ýtt henni, hrint, hárreytt hana, bitið, tekið hana hálstaki og hún hefði haldið að hún m yndi deyja. A hefði verið með mikla áverka á eyranu og hún hefði verið send til sérfræðilæknis af þeim sökum og fylgja ljósmyndir þessum áverka og öðrum. A hefði verið illt í höfðinu og fundist vont að kyngja eftir hálstakið. Hún hefði verið með roða í aug um og blæðingu á efra augnloki. M kvaðst hafa talið að verr hefði getað farið í þetta sinn hefði lögreglan ekki komið í tæka tíð. A hefði gefið góða sögu og gott augnsamband hefði náðst við hana. Hún lýsti rannsóknum sem gerðar voru í kjölfarið. A hefði vi rkað algjörlega trúverðug og áverkarnir sem greindust hefðu samrýmst frásögn hennar. Fram kom að A hefði lýst persónulegum högum sínum og umgengni við börn sín, sem vitnið lýsti nánar. Fyrir liggur læknisvottorð A , dagsett 24. júní 2020, sem W sérfræðilækn ir ritaði og staðfesti fyrir dóminum. Hann lýsti skoðun á A sem hefði komið eftir skoðun á neyðarmóttöku og óskað hefði verið eftir nánari skoðun á hálsáverka. Hann kvað A hafa verið með línulaga húðblæðingu vinstra megin á hálsi og eymsli á hálsi framanve rðum báðum megin. Þetta væri í samræmi við frásögn hennar um að hún hefði verið tekin hálstaki. Þá hefði hún verið með áverka á eyra og fengið meðferð hjá háls - , nef - og eyrnalækni vegna þess áverka. Fyrir liggur læknisvottorð A , dagsett 11. ágúst 2020, se m Y , háls - , nef - og eyrnalæknir, ritaði og skýrði og staðfesti fyrir dóminum. Hún kvað að ekki hefði verið farið út í söguna á bak við áverkann heldur aðeins skráð að þetta væri vegna heimilisofbeldis. Hún lýsti áverkanum á vinstra eyra og endurteknum meðf erðum sem hefði þurft vegna hans. A hefði verið aum við þreifingu á hálsi og lýsti hún þessu. Áverkinn komi til t.d. við högg og bit, og lýsti hún þessu nánar. Z sérfræðilæknir ritaði skýrslu eftir líkamsskoðun sem hann gerði á ákærða 19. júní 2020, að be iðni lögreglunnar. Z skýrði og staðfesti skýrsluna fyrir dómi. Ákærði hefði skýrt áverka á handleggjum sem hann hefði hlotið. Fyrir liggur réttarfræðileg matsgerð, dagsett 15. júní 2020, sem AA réttarlæknir vann og staðfesti fyrir dómi. Í matsgerðinni er s vofelldur kafli: Áverkar og ummerki Mör á hægra augnsvæðinu (1), enninu (3), hálsinum (5 og 6), hægri olnboganum (7), hægri upphandleggnum (8), vinstri framhandleggnum (9), vinstri upphandleggnum (10), hægri fótleggnum (11 og 12) og vinstri fótleggnum (13 og 14). Slímhúðarblæðingar á neðri vörinni (4). 24 Bólgið vinstra eyra (2). Tilurð áverkanna 1 Útlit áverkans á hægra augnsvæðinu (1) bendir sterklega til þess að hann hafi komið til við sljóan kraft og getur bent til þess að hann haf i orðið við hnefahögg annars manns. Útlit símhúðarblæðinganna á neðri vörinni (4) bendir sterklega til þess að þær hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi þrýstings yfir munnsvæðið. Útlit marsins á hægri upphandleggnum (8) bendir sterklega til þess að það ha fi komið til við sljóan klemmandi kraft og talar fyrir því að það sé bitáverki eftir fullorðna manneskju. Staðsetning áverkans talar sterklega gegn því að áverkinn sé sjálfveittur. Útlit maranna á hálsinum (5 og 6) bendir sterklega til þess að þau hafi ko mið til við sljóan kraft í formi þrýstings gegnt svæðinu. Áverkar með þetta útlit og staðsetningu geta sést eftir tak annars manns um hálsinn. Útlit marsins nr. 11 á hægri fótleggnum bendir sterklega til þess að það hafi komið til við sljóan kraft í formi höggs gegnt svæðinu og, að teknu tilliti til staðsetningar þess, getur bent til þess að það hafi orðið við högg eða spark annars manns. Útlit bólgunnar á vinstra eyranu bendir til þess að hún sé afleiðing sljós krafts sem beinst hefur að svæðinu (2). Útlit ið samræmist því að áverkinn hafi komið til við bit annars manns, eins og fram kemur í frásögn brotaþola af atvikum. Útlit maranna á enninu (3), hægri olnboganum (7), vinstri framhandleggnum (9), vinstri upphandleggnum (10) og fótleggjunum (12, 13 og 14) b endir sterklega til þess að þau hafi orðið fyrir sljóan kraft í formi steyta eða þrýstings gegnt hörðu yfirborði. Áverkarnir, að teknu tilliti til staðsetningar þeirra og útlits, geta skýrst af jafnframt eigin steytum eða höggum annars manns. Aldur áverkan na 1 Áverkarnir nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 8 eru fremur ferskir og hafa útlit sem samræmist því að þeir hafi komið til á tímabilinu 18. 19. júní 2020. Áverkarnir nr. 7, 9, 10, 11, 12, 13 og 14 eru að líkindum einhverju eldri en svo. Alvarleiki áverkanna 2 Áve rkarnir voru ekki lífshættulegir og gera má ráð fyrir því að þeir grói án varanlegra líkamlegra meina. Ef tekið hefur verið um hálsinn og takið valdið meðvitundarleysi má setja að hin rannsakaða hafi AA skýrði einstaka áverka og tilurð þeirra fyrir dóminum. Áverkarnir, sem samrýmist því að hafa komið á tímabilinu 18. til 19. júní 2020, samrýmist því flestir að hafa komið eftir spörk, högg eða hrindingar og bit og áverkinn á hálsinum eftir hálstak. Ekkert bendi til þess í áverkamyndinni að áverkarnir hafi verið sjálfsáverkar. Fyrir liggur sálfræðivottorð dagsett 3. nóvember 2020 sem BB sálfræðingur ritaði eftir skoðun og viðtöl við A . BB kom fyrir dóminn og skýrði vottorðið og staðfesti. Hún kvað A hafa greint sér frá því sem gerðist og að ákærði hefði komið á heimili hennar 18. júní, kýlt sjónvarpið, tekið af henni lykla og síma, slegið hana í andlit, tekið hana hálstaki, dregið hana á hárinu og fleira. Hann hefði ítrekað beðið um kynlíf en hún neitað, uns hún lét eftir á ákveðnum tímapunkti og hann hefði þá nauðgað henni. Þau hefðu 25 bæði sofnað og er ákærði fór morguninn eftir hefði hún haft tækifæri til að fara út, sem hún gerði og leitaði aðstoðar hjá fyrrum eiginmanni, en hún hefði sagt að henni hefði liðið eins og hún k æmist ekki í burtu. Hún lýsti líðan A og að endurminningar væru miklar og hún upplifði hræðslu á heimilinu og óttaðist að ákærði yrði leystur úr haldi og kæmi á heimilið og beitti hana ofbeldi aftur. Hún kvaðst hafa hitt A tíu sinnum og meðferðin stæði enn og lýsti hún þessu nánar. Hún kvað A ekki uppfylla greiningarmerki áfallastreituröskunar og skýrði hún þetta nánar, auk þess sem það er rakið í vottorðinu. Niðurstaða ákæruliðar III Ákærði neitar sök en kvaðst hafa vitað af nálgunarbanni á þessum tíma. Að öðru leyti neitaði hann sök en taldi sumt af því sem ákært er fyrir kunna að hafa átt sér stað. Hann kynni að hafa sprautað vatni á A og sagt henni að fara í sturtu. Hann myndi ekki hvort til átaka kom milli þeirra á þessum tíma og hann vissi ekki eða myndi ekki hvort hann potaði í augu hennar og myndi ekki hvort hann hefði haft í hótunum um að drepa hana eða að hafa þvingað hana til að slá hann utan undir. Þá neitaði hann að hafa haf t við A samræði án hennar samþykkis en síðar í skýrslutökunni kvað hann hugsanlegt að kynferðisleg samskipti hefðu átt sér stað, hann vissi það ekki eða myndi það ekki, eins og rakið var. Framburður ákærða er ótrúverðugur og fær ekki stuðning af öðru því s em fram er komið í málinu og verður framburðurinn ekki lagður til grundvallar niðurstöðunni. Vitnisburður A er trúverðugur og fær stuðning í flestu sem rakið hefur verið. Eins og rakið var leitaði A ásjár hjá fyrrum eiginmanni sínum að morgni 19. júní er h ún komst út af heimili sínu. Vísað er til frumskýrslna sem raktar voru þar sem þessu er lýst jafnframt því að vísa til vitnisburðar lögreglumannanna T og U og til vitnisburðar O . Þá fær vitnisburður A stoð í skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun og í vit nisburði V sérfræðilæknis og í móttökuskýrslu neyðarmóttöku og í vitnisburði M hjúkrunarfræðings. Hið sama á við um læknisvottorð A og vitnisburð W sérfræðilæknis og Y sérfræðilæknis. Þá fær vitnisburður A stoð í matsferð og í vitnisburði AA réttarlæknis. Einnig fær vitnisburður A stoð í sálfræðivottorði og í vitnisburði BB sálfræðings. Loks fær vitnisburður A stoð í framburði ákærða að því leyti sem hann lýsti hluta atburða sem lýst er í þessum ákærulið og bera þau því bæði um hluta atburðrásarinnar. Með v ísan til alls ofanritaðs og til gagna málsins og trúverðugs vitnisburðar sem rakinn hefur verið er það mat dómsins að trúverðugur vitnisburður A fái þann stuðning í öðrum gögnum málins sem þarf til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni að öllu leyti, gegn neitun ákærða að mestu. Í ákærunni er ekki alveg skýrt hvort ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn A kynferðislega í tvö skipti í þessari atburðarás. A tók af skarið með þetta og er samkvæmt því ljóst að um eitt skipti var að ræða og er það lagt til grundvallar. Eins og sambandi ákærða og A var háttað á þessum tíma og þau lýstu bæði telur dómurinn sannað að brotin voru framin í nánu sambandi eins og í ákæru greinir. Samkvæmt öllu því sem nú hefur verið rakið er sannað með trúverðugum vitnisburði A og með stoð í því sem rakið var, en gegn neitun ákærða að mestu leyti, að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem í ákæru greinir að teknu tilliti til breytinga á ákæru sem rakin var og með afleiðingum sem lýst er í ákæru. Brotin eru rétt fær ð til refsiákvæða í ákærunni. Ákæruliður IV Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa talað við E um A en ekki beðið E um skilaboð til A . Vitnið A kvað E , systur sína, hafa sent sér skilaboð og greint frá því að ákærði hefði beðið hana að greina sér frá því að hann hefði ekki nauðgað henni og að hann bæðist fyrirgefningar vegna alls sem hann hefði gert á hennar hlut. Ákærði hefði beðið um þessi skilaboð þr átt fyrir að nálgunarbann gagnvart A væri í gildi. 26 Vitnið E kvað ákærða hafa verið í gæsluvarðhaldi er hann bað hana fyrir skilaboð til A um að ekki hefði verið ætlun hans að vera vondur við hana eða meiða hana og hann bæði hana fyrirgefningar. Nánar spurð um þetta kvaðst hún ekki viss um það hvort ákærði hefði beðið hana um skilaboðin til A , en hún hefði hins vegar skrifað þau og sent A . Síðar í skýrslutökunni kvað hún ákærða hafa beðið sig fyrir skilaboðin, eins og lýst væri í ákærunni. Niðurstaða ákærul iðar IV Ákærði neitar sök. Eins og óstöðugum vitnisburði E er háttað er ósannað að ákærði hafi beðið hana fyrir skilaboðin til A og ber samkvæmt því að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Ákærði hlaut sektardóm í janúar 2020 fyrir umferðarlagabrot og þá hlau t hann í maí 2020 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot, nytjastuld og umferðarlagabrot. Hann hefur nú rofið skilorð þessa dóms og er hann dæmdur upp og ber að dæma hegningarauka að hluta, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, og refsingin er ákvörð uð í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða gegn A eru alvarleg og beindust að mikilsverðum hagsmunum á heimili hennar og er þetta virt ákærða til refsiþyngingar, sbr. 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. A var á kærða nákomin í skilningi laga og er það einnig virt ákærða til refsiþyngingar, sbr. 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu virtu og öðrum gögnum málsins virtum þykir refsing hans hæfilega ákvörðuð fangelsi í sex ár. Með vísan til 76. gr. almennr a hegningarlaga skal draga frá refsivistinni óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 19. júní 2020. Með vísan til tilvitnaðra ákvæða umferðarlaga í ákæru frá 25. ágúst 2020 skal ákærði sviptur ökurétti í fjóra mánuði frá 29. október 2021 en þá rennur út áður afm arkaður sviptingartími ökuréttar hans. A á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna atvika í ákæruliðum I og III í ákæru frá 24. september 2020. Þykja miskabæturnar hæfilega ákvarðaðar 2.000.000 krónur vegna hv ors tilviks um sig auk vaxta svo sem greinir í dómsorði en dráttarvextir reiknast í báðum tilvikum frá 9. október 2020 er mánuður var liðinn frá birtingu bótakrafna fyrir ákærða. Ákærði greiði 1.204.316 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. Ákærði greiði 2.037.940 króna réttargæsluþóknun Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns A . Ákærði greiði 3.128.768 króna málsvarnarlaun Guðna Jóseps Einarssonar lögmanns. Þóknun lögmanna er ákvörðuð með virðisaukaskatti. Fanney Björ k Frostadóttir aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sex ár. Til frádráttar refsivistinni komi óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 19. júní 2020. Ákærði s kal sviptur ökurétti í fjóra mánuði frá 29. október 2021. Ákærði greiði A , kennitala , 2.000.000 krónur í miskabætur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. janúar 2020 til 9. október 2020 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags og 2.000.000 krónur í miskabætur auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 19. júní 2020 til 9. október 2020 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði 1.204.316 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar ákæruvaldsins. 27 Ákærði greiði 2.037.940 króna réttargæsluþóknun Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns. Ákærði greiði 3.128.768 króna málsvarnarlaun Guðna Jó seps Einarssonar lögmanns.