LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 11. desember 2020. Mál nr. 7/2020 : Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir , settur saksóknari ) gegn Lukasz Soliwoda og (Guðbjarni Eggertsson lögmaður) Tomasz Walkowski (Þórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaður) (Hilmar Gunnarsson réttargæslumaður ) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Skaðabætur. Dráttur á máli. Útdráttur L og T voru sakfelldir fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði við A án hennar samþykkis m eð því að beita hana ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni sökum aldurs - og þroskamunar. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til 1. mgr. 70. gr. og a - liðar 195. gr. almennra hegningarlaga. Þá var einnig litið til þess d ráttar sem hafði orðið á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu sem ákærðu yrði ekki kennt um. Var refsing L og T ákveðin fangelsi í tvö ár og þeim gert hvorum um sig að greiða A 1.500.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 10. desember 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærð u um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2019 í málinu nr. S - /2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærði, Lukasz Soliwoda, krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar se m lög leyfa og að refsingin verði bundin skilorði. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð verulega. 2 4 Ákærði, Tomasz Walkowski, krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að ák ærða verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð verulega. 5 Brotaþoli, A, krefst þess að ákærðu verði dæmdir til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 5. 000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 4. febrúar 2017 til 27. júní 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hún þess að héraðsdómur verði staðfestur um miskabætur. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Í ákæru er báðum ákærðu gefin að sök nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 4. febrúar 2017 í húsnæði að í Reykjavík, haft samfarir við A, án hennar samþykkis, en ákærðu hafi beitt A ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar og yfirburðastöðu sína, þar sem hún var stödd með þremur ókunnugum mönnum fjarri öðrum, auk þess sem ákærðu hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs - og þroskamunar. Eru brotin talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 7 Með dómi héraðsdóms var þriðji maðurinn, Z , sem upphaflega var einnig ákærður fyrir nauðgun í málinu, sýknaður af sakargiftum þar sem brot hans var talið ósannað. Ákæruvaldið uni r þeirri niðurstöðu. Þá fellir ákæruvaldið sig einnig við þá niðurstöðu héraðsdóms að ekki hafi verið sýnt fram á að atvik umrætt sinn hafi gerst fjarri öðrum og kemur sá þáttur í úrlausn hans því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. 8 Ákærðu neituðu b áðir sök við þingfestingu málsins í héraði 27. maí 2019. Héraðsdómur mat framburð þeirra beggja ótrúverðugan um það sem máli skiptir. Framburður b rotaþola var á hinn bóginn talinn stöðugur og trúverðugur um ölvunarástand hennar þegar atvik urðu og jafnfram t kemur fram í dómi héraðsdóms að hún hafi ávallt borið á sama hátt um að hún myndi illa hvernig hún fór milli herbergja á dvalarstað ákærðu. Þá þótti framburður brotaþola um það sem hún þó myndi að því leyti vera stöðugur og trúverðugur, auk þess sem frás ögn hennar fengi stuðning í gögnum málsins og vætti vitna. 9 Með hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu dæmdir til að sæta fangelsi í þrjú ár, jafnframt því sem þeim var hvorum um sig gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 1.300.000 krónur með nánar tilgre indum vöxtum og dráttarvöxtum. 10 Helstu atvikum málsins er nægilega lýst í héraðsdómi og þar er með viðhlítandi hætti rakinn framburður ákærðu og vitna. 11 Þótt ákærðu hafi báðir neitað sakargiftum í ákæru kannast þeir við að hafa haft samræði við brotaþola um rætt sinn en segja það hafa verið með fullum vilja hennar. Ákærðu hafna því að þeir hafi beitt brotaþola einhvers konar ofbeldi. Jafnframt hafna 3 þeir því að hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér ölvunarástand hennar og yfirburðastöðu sína, svo sem byggt er á í ákæru. 12 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar upptökur í hljóði og mynd af framburði beggja ákærðu, brotaþola og vitnisins Z við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 13 Ákærði Lukasz byggir sýknukröfu sína í f yrsta lagi á því að ákæra málsins sé óljós og ónákvæm og torveldi honum að verjast henni. Ákæran beri merki um orðalag 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga eins og það er nú en það hafi tekið gildi eftir að ætlað brot átti sér stað, meðal annars að því er varðar samþykki til kynmaka. Rök ákærða að þessu leyti verður að skilja þannig að hann telji að ætluðu broti sé þar ekki réttilega lýst með tilliti til refsinæmis verknaðarins á þeim tíma sem það var framið, heldur taki ákæran mið af refsinæmi samkvæmt lögum sem tóku gildi síðar. Jafnframt sé þáttur ákærðu hvers um sig ekki nægilega aðgreindur í ákæru. Ákærði vísar til þess að framburður hans hafi verið stöðugur frá upphafi og fái frásögn hans stoð í framburði ákærða Tomasz, vitnisins Z og brotaþola. Bro taþoli hafi hins vegar verið samhengislaus í frásögn sinni. 14 Af hálfu ákærða Tomasz er vísað til þess að brotaþoli hafi hvorki þegar atvik urðu né síðar látið að því liggja að samræði þeirra, sem brotaþoli hafi átt frumkvæði að, hafi verið gegn vilja henn ar og yrði það hvorki ráðið af óljósum og brotakenndum framburði hennar né gögnum málsins. Ákærði andmælir því jafnframt að honum hafi verið kunnugt um ungan aldur brotaþola en hann hafi talið að hún væri nokkuð eldri eða á aldur við félaga ákærðu, Z , sem þá hafi verið ára. Þá telur ákærði ekkert benda til þess að brotaþoli hafi verið undir umtalsverðum vímuáhrifum umrædda nótt. 15 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að orðalag ákæru verði að skilja þannig að ekki sé af hálfu ákæruvaldsins byggt á samverknaði ákærðu, þótt aðstæðum sé þar lýst sameiginlega og brot ákærðu talin hafa átt sér stað á sama stað og tíma. Verður efni ákærunnar að því leyti ekki talið svo óljóst eða ónákvæmt að það geti torveldað varni r ákærðu í málinu . 16 Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar verður engum gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Þes si grundvallarregla kemur einnig fram í 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er með lögum nr. 62/1994 þar sem segir að engan skuli telja sekan um afbrot hafi verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, ekki varðað refsingu að lan dslögum eða þjóðarétti þegar þau voru framin. 17 Í 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga segir aftur á móti að hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn til þess er dómur gengur, skuli dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei megi þó dæma refsingu, 4 nema heimild hafi verið til þess í lögum þegar verk var framið, og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Í ljósi framangreindra ákvæða stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu verður ákvæði 1 . mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga túlkað þannig að sé refsiákvæði breytt eftir að verknaður var framinn verði dæmt um háttsemina eftir hinu nýja ákvæði sé það sakborningi í hag en annars verði aðeins á því byggt að því leyti sem inntak áður gildandi ákv æð is hafi verið hið sama, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 28. janúar 1998 í máli nr. 225/1998 og dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá 18. febrúar 2020 í máli Jidic gegn Rúmeníu. 18 Orðalag ákæru er þannig að ætla má að það taki mið af orðalagi 194. gr. al mennra hegningarlaga eftir breytingar sem gerðar voru á því með lögum nr. 16/2018. Hins vegar verður ráðið af athugasemdum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum nr. 61/2007 um breytingu á almennum hegningarlögum, sem í gildi voru þegar h ið ætlaða brot var framið, að meginmarkmið þeirra breytinga hafi í reynd verið að draga úr áherslu á verknaðaraðferðir og leggja í staðinn áherslu á það að með brotinu séu höfð kynmök við þolanda án samþykkis hans og þannig brotið gegn sjálfsákvörðunarrétt i og athafnafrelsi hans í kynlífi. Jafnframt verður ákærði samkvæmt 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga ekki dæmdur fyrir aðra háttsemi en þá sem þágildandi ákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga lýsti refsinæma. Samkvæmt því verður hvorki talið að ákæra í málinu sé að þessu leyti haldin þeim ágöllum að það varði frávísun málsins frá dómi af sjálfsdáðum á grundvelli c - liðar 152. gr. laga nr. 88/2008 né að efni hennar sé með þeim hætti að sýkna beri ákærða þegar af þeirri ástæðu . 19 Svo sem rakið er í dómi héraðsdóms ber ákærðu og brotaþola saman um atburðarás í meginatriðum, þótt helst beri í milli í frásögnum þeirra við hvorn ákærðu hún hafði fyrst kynmök. Fallist er á það með héraðsdómi að ekkert sé komið fram í málinu sem bendi til þess að lýsing ákærðu á röð atvika sé röng og því verður lagt til grundvallar að hún hafi fyrst haft kynmök við ákærða Tomasz en síðan við ákærða Lukasz. 20 Í skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku Landspítala 4. febrúar 2017 kemur fram að læknisskoðun á br otaþol a hafi farið fram klukkan 14.30 sama dag. Jafnframt segir þar að tekin hafi verið sýni bæði úr þvagi og blóði brotaþola til eiturefnarannsóknar. Samkvæmt verkbeiðni til rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði voru blóðsýni tekin klukkan 13.30 og 14 .28 en þvagsýni klukkan 13.45 sama dag. Af niðurstöðu matsgerðar rannsóknastofunnar er ljóst að etanól mældist hvorki í þvag - né blóðsýnum úr brotaþola. 21 Við komu á neyðarmóttöku Landspítala að morgni 4. febrúar 2017 lýsti brotaþoli ölvunarástandi sínu me þegar hún fór með ákærðu og Z hún kom þangað og ekki alveg muna hvað gerðist. Brotaþoli bar um það bæði í skýrslu sinni hjá lögreglu og fyrir h éraðsdómi að hún hefði verið ölvuð umrætt sinn. Við skýrslutöku í héraði kvaðst hún hafa drukkið að minnsta kosti þrjá drykki á bar í 5 brotaþola hjá lögreglu sama dag er haft eft ir henni að hún hafi farið af barnum klukkan hálftvö eða tvö um nóttina ekki löngu áður en hún hitti ákærðu. 22 Í hinum áfrýjaða dómi er rakinn framburður beggja ákærðu um ölvunarástand brotaþola, bæði hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Svo sem þar greinir d rógu ákærðu báðir úr lýsingum sínum að þessu leyti í skýrslum sínum fyrir héraðsdómi frá því sem kemur fram í lögregluskýrslum þeirra. Vitnið Z bar við skýrslutöku hjá lögreglu að brotaþoli hefði verið ölvuð þegar atvik urðu og að hann hefði ekki viljað sk ilja hana veg í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi og tók þá fram að brotaþoli hefði drukki ð vodka, verið ölvuð og ekki í góðu ástandi. 23 Þrátt fyrir að hvorki hafi mælst etanól í blóði né þvagi brotaþola við framangreinda eiturefnarannsókn, verður, í ljósi framburðar beggja ákærðu um að brotaþoli hafi verið nokkuð ölvuð umrætt sinn, sem fær jafn framt stoð í skýrslum brotaþola og Z , allt að einu lagt til grundvallar að ölvunarástand brotaþola hafi verið með með þeim hætti að báðum ákærðu hafi mátt vera það ljóst að hún var ölvuð. Þá verður ekki litið fram hjá því sem fram kom í skýrslum beggja ákæ rðu fyrir héraðsdómi í svörum þeirra við spurningum um hvort þeir hefðu ekki leitt hugann að því að aðstæður umrætt sinn hefðu ef til vill ekki verið eðlilegar miðað við ungan aldur brotaþola og ölvun hennar. Ákærði Lukasz svaraði því til að hann hefði hug ur öðruvísi ef hann hefði verið allsgáður og þá örugglega stöðvað brotaþola. 24 Brotaþoli var á ári þegar atvik urðu. Í málinu liggur frammi upptaka í hljóði og mynd af skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu síðar sama dag. Dómarar málsins hafa kynnt sér efni upptökunnar og er það mat þeirra að útlit brotaþola hafi verið í samræmi við aldur hennar. Að þessu gættu og jafnframt með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á þá niðurstöðu hans að þegar atvik urðu hafi báðir ákærðu mátt vita að brotaþo li væri enn barn að aldri. 25 Þótt fram hafi komið að framburður brotaþola hafi ekki verið skýr um öll atvik málsins og þá einkum um það við hvorn ákærðu hún hefði haft samfarir fyrst hefur framburður hennar verið stöðugur og trúverðugur um að hún hafi verið ölvuð, að frumkvæði að samförunum hafi komið frá ákærðu og að hún hafi ekki viljað hafa samræði við þá. 26 Svo sem getið er í hinum áfrýjaða dómi neitaði ákærði Tomasz því við upphaf skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við brotaþola. Þegar honum hafði verið kynntur framburður annarra sakborninga síðar í skýrslutökunni, breytti hann framburði sínum á þann veg að hann kannaðist við að hafa haft samræði við brotaþola 6 en kvað það hafa verið bæði með vilja hennar og að hennar frumkvæði. Framburður Toma sz hefur að vissu marki verið óstöðugur auk þess sem hann hefur lýst málsatvikum að nokkru leyti á annan hátt en ákærði Lukasz og vitnið Z . Framburður ákærða Lukasz hefur hins vegar verið stöðugur um það frá upphafi að hann hafi haft samfarir við brotaþola en að það hafi verið með vilja hennar og að hennar frumkvæði. 27 Brotaþoli hefur frá upphafi borið á þann veg að hún hafi ekki viljað hafa samfarir við ákærðu en hún hefði frosið þegar þeir byrjuðu að klæða hana úr fötunum þegar hún h Vitnið E kvað brotaþola hafa hringt í sig mjög snemma morguns eftir að atvik urðu og þá verið í uppnámi, ringluð og liðið mjög illa. Brotaþoli hafi einhverju síðar lýst at vikum þannig að hún hefði frosið og beðið eftir að mennirnir tveir lykju sér af. Þá kom fram í vætti K , hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku, fyrir dómi að við komu þangað hefði brotaþoli verið mjög miður sín og liðið mjög illa en frásögn hennar hafi verið sk ýr. Brotaþoli hefur verið greind með og hefur jafnframt greinst . Svo sem fram kemur í vottorði L sálfræðings 13. september 2018 er brotaþoli hvatvís og á mjög erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður og meta hættur sökum . Þegar litið er til fr amangreinds og allra aðstæðna, einkum þess að brotaþoli var ein á heimili þriggja ókunnugra manna, sem allir voru eldri en hún, eru ekki efni til að draga í efa frásögn hennar um að hún hafi hvorki viljað hafa kynmök við ákærðu né átt frumkvæði að þeim sem og að hún hafi verið hrædd og að henni hafi fundist ákærðu vera ágengir. 28 Fyrir liggur að ákærði Tomasz var 36 ára þegar atvik áttu sér stað en ákærði Lukasz var 31 árs. Eins og komið er fram er það mat dómsins að af upptöku í hljóði og mynd sé ljóst að útlit brotaþola hafi verið í samræmi við aldur hennar en hún var þá ára. Liggur því fyrir að þroskamunur ákærðu annars vegar og brotaþola hins vegar var mikill og jafnframt er leitt í ljós og óumdeilt að brotaþoli þekkti ákærðu ekkert áður en hún kom, undir áhrifum áfengis og með öðrum manni, á heimili þeirra aðfaranótt 4. febrúar 2017. Við þessar aðstæður og að öðru leyti með vísan til alls framangreinds og þeirra takmörkuðu samskipta ákærðu og brotaþola, sem þeir hafa sjálfir lýst, verður að fallast á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um að framburður beggja ákærðu um vilja brotaþola til kynmakanna og frumkvæði hennar að þeim sé ótrúverðugur. 29 Ákærði Tomasz byggir sýknukröfu sína meðal annars á því að rannsókn málsins hafi um margt verið áfátt. Samkvæmt 1 08. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu en samkvæmt 109. gr. sömu laga metur dómari hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti. Á grundvelli þess sem að framan er rakið, sem og með vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti, telst sannað, gegn neitun beggja ákærðu, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, að þeir hafi gerst sekir um n auðgun með 7 því að hafa hvor í sínu lagi haft samfarir við brotaþola gegn vilja hennar og til þess beitt brotaþola ólögmætri nauðung með því að notfæra sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs - og þroskamunar og þeirra aðstæðna sem hún var í þar sem hún var ein og ölvuð með þremur ókunnugum og sér eldri mönnum á heimili þeirra. Brot ákærðu eru í ákæru réttilega heimfærð til 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. 30 Brot ákærðu voru framin 4. febrúar 2017 og voru tekin til rannsóknar hjá lögreglu sama dag. Eðlilegur gangur virðist hafa verið í rannsókn málsins fram í miðjan maí sama ár en eftir það verður óútskýrt hlé á rannsóknaraðgerðum í um 10 mánuði. Rannsókn var fram haldið í byrjun mars 2018 en ekki lokið fy rr en málið var sent til héraðssaksóknara með bréfi 8. október 2018. Ákæra var loks gefin út 2. maí 2019 og voru þá liðnir 27 mánuðir frá því að rannsókn hófst og sjö mánuðir frá lokum hennar. Ekki hafa komið fram neinar skýringar á þessum drætti á rekstri málsins. 31 Með vísan til röksemda héraðsdóms fyrir refsingu ákærðu og að teknu tilliti til 1. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga sem og a - liðar 195. gr. sömu laga og þess óhóflega dráttar sem varð á málsmeðferðinni, sem ákærðu verður ekki ke nnt um, þykir refsing ákærðu hvors um sig hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Á hinn bóginn verður fallist á það með héraðsdómi að vegna alvarleika brota ákærðu séu ekki efni til að skilorðsbinda refsingu þeirra. 32 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest ákvæði hans um skyldu ákærðu til greiðslu miskabóta. Þykir fjárhæð þeirra hæfilega ákvörðuð eins og í dómsorði greinir. 33 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. 34 Ákærði Lukasz verður dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs ver janda síns, Guðbjarna Eggertssonar lögmanns, fyrir Landsrétti sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Ákærði Tomasz verður dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þórhalls Hauks Þorvaldssonar lögmanns, fyrir Landsrétti sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Ákærðu, Lukasz og Tomasz, greiði hvor um sig helming annars áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talda þóknun réttargæslumanns brotaþola, Hilmars Gunnarssonar lögm anns, sem telst hæfilega ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Lukasz Soliwoda, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði, Tomasz Walkowski, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærðu, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, greiði hvor fyrir sitt leyti brotaþola, A, 1.500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. 8 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði Lukasz greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðbjarna Eggertssonar lögmanns, fyrir Landsrétti , 1.600.000 krónur. Ákærði Tomasz greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þórhalls Hauks Þorvaldssonar lögmanns, fyrir Landsrétti, 1.600.000 krónur. Ákærð u greiði hvor um sig 302.390 krónur vegna annars áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talinn helmi ng þóknunar réttargæslumanns brotaþola, Hilmars Gunnarssonar lögmanns , sem samtals nemur 498.945 krónum . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 4. október sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 2. maí 2019 á hendur: ismök við A, ölvunarástand hennar og yfirburðastöðu sína, þar sem stúlkan var stödd með þeim þremur ókunnugum mönnum fjarri öðrum, auk þess sem ákærðu Lukasz og Tomasz nýttu sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni sökum aldurs - og þroskamunar en ákærðu Lukasz og Tomasz höfðu samfarir við A og ákærði Z lét hana hafa við sig munnmök. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : að fjárhæð kr. 5.000.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 4. febrúar 2017 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafa var kynnt ákærðu og dráttarvaxta eftir þann dag samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá er krafist þókn unar fyrir réttargæslu að mati dómsins samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að teknu tilliti Ákærðu krefjast þess aðallega að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að þeir verði dæmdir til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefjast þeir þess aðallega að bótakröfu verði vísað frá dómi, til vara að þeir verði sýknaðir af bótakröfu en til þrautavara að hún verði stórlega lækkuð. Þá krefjast verjendur ákærðu hæfilegra málsvarnarlauna er, au k sakarkostnaðar, greiðist úr ríkissjóði. I Málsatvik Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni klukkan 12.55, laugardaginn 4. desember 2017, tilkynning um ætlaða nauðgun og hittu lögreglumenn brotaþola, A, og móður hennar, B á slysadeild. Í skýrslu lögreg lu er það rakið að brotaþoli hafi verið skýr í tali en átt erfitt með að muna nákvæmlega hvað pilti og farið í bifreið með honum og þau endað í fjölbýl 9 lögreg lumönnunum síðu hans og kom þá fram nafn ákærða Z og aldur. Brotaþoli benti lögreglu á stigaganginum í miðjunni. Þar væru herbergi í útleigu og hefði ver ið brotið gegn henni í þremur herbergjum. Þá lýsti hún hinum karlmönnunum tveimur svo að þeir væru um þrítugt, frekar feitir, annar með stutt ljóst hár en hinn með stutt dökkt hár. Ákærðu voru handteknir sama dag vegna rannsóknar málsins. Móðir brotaþola l agði fram kæru vegna málsins sama dag og fór þá fram leit á vettvangi og kom lýsing brotaþola heim og saman við aðstæður þar. Var lagt hald á rúmfatnað og teknar voru ljósmyndir á vettvangi. Skýrsla var tekin af brotaþola sama dag og einnig 10. september 2 018. Brotaþoli lýsti atvikum svo að hún hefði verið niðri í bæ með vinum sínum, C og D, og farið á bar. Hún hefði orðið eftir í bænum eftir að þau fóru heim og hafi líklega um klukkan hálftvö farið að leita að leigubifreið og þá hitt ákærða Z sem allt í ei nu hefði farið að tala við hana. Hún hafi sagt honum að hún ætlaði heim en hann hafi ekki leyft henni það. Þau hafi verið fyrir framan [...] þegar Z hringdi í vini sína sem sóttu þau. Z hafi sagt henni að þeir ætluðu að skutla henni heim en þess í stað haf i þau farið heim til ákærðu. Þar hafi þau verið að spjalla saman og hún og Z hafi farið að kyssast. Síðan hafi annar maðurinn farið með hana inn í annað herbergi og hafi hann sagt henni að hann ætlaði að sýna henni herbergið sitt. Þar hafi hann byrjað á þv í að kyssa hana og fært hana úr fötunum en hún hafi ekki streist á móti. Hann hafi snert brjóstin á henni, sett fingur í leggöng hennar, sleikt á henni kynfærin og nauðgað henni. Hann hafi haft samfarir við hana og þá verið ofan á henni. Sá maður hafi veri ð með ljóst hár, smá skegg, feitlaginn, um þrítugt og klæddur í gallabuxur og bol. Síðan hafi verið bankað á dyrnar og hafi maðurinn þá klætt sig en hún hafi ekki fundið fötin sín og því verið nakin. Eftir stutta stund hafi hún farið inn í herbergið sem hú n var í áður og þar hafi verið annar maður. Hann hafi farið úr fötunum og farið ofan á hana og haft samfarir við hana. Hann hafi einnig fært hana í aðra stellingu á meðan. Sá hafi verið með brúnt hár og með gel í hárinu, með keðju um hálsinn og í hvítum næ rbol. Ákærðu hafi síðan allir verið komnir inn í miðjuherbergið en Z hafi síðan farið með hana inn í hans herbergi. Hún muni ekki hvort þau sváfu saman en hann hafi látið hana hafa munnmök við sig. Hún hafi síðan sagt við hann að hún þyrfti að fara heim og hafi hann ekki viljað leyfa henni að fara. Hún hafi náð að koma sér út og hringja í móður sína sem hafi komið og sótt hana. Z hafi farið með henni út. Kvaðst hún halda að hann hefði áður sótt fötin hennar. Þau Z hafi talað saman á ensku en hann hafi enga íslensku talað. Í síðari skýrslunni sagði brotaþoli m.a. að þegar fyrri maðurinn hefði sótt hana til að sýna henni herbergið sitt hefði hún ekki mótmælt en frosið. Hún hafi verið orðin frekar drukkin og kærulaus og ekki áttað sig á hættunni eða vitað hvað var í gangi. Hefði hún ekki talað skýrt og hreyfingar hennar bent til þess að hún væri drukkin. Hann hefði átt að átta sig á því hvað hún var drukkin. Það næsta sem hún muni sé að hún hafi verið á rúminu og hann verið að klæða hana úr fötunum. Lýsti hún ás tandi sínu þetta kvöld svo að hún hefði verið verulega drukkin. Á meðan á þessu stóð hefði einhver bankað á dyrnar. Henni hafi liðið illa á meðan á þessu stóð og langað að komast burt en hún viti ekki af hverju hún sagði ekki neitt. Aðspurð hvort hún hefði hafi liðið eins og hann væri mikið að notfæra sér að hún var drukkin, hann vissi að hann myndi ekki komast upp með þetta ef hún hefði verið edrú. Hún hafi legið á bakinu hr eyfingarlaus og ekki tekið neinn þátt í þessu. Svo hafi annar ákærðu náð í hana og þau farið aftur inn í miðjuherbergið og þá hafi hún sagt við hefði bei haft við hana samræði án samþykkis eða án þess að hún væri í réttu standi til að samþykkja það. Hana hafi ekki langað að vera þarna en ákærði hafi lokað og læst dy runum og klætt sig úr og farið að klæða hana úr. Þegar ákærði læsti dyrunum hafi hún fundið að hún ætti að gera eitthvað, fara eða öskra á hjálp, en einhvern n yfir í þetta herbergi. Aðspurð hvers vegna hún hefði ekki barist á móti sagði brotaþoli að hún hefði fundið að 10 það mundi geta gert allt verra og hún yrði þá kannski beitt þvingunum og hefði því metið það svo að það væri best að gera það ekki. Ákærði Z g af skýrslu við rannsókn málsins. Þar kom fram að hann hefði hitt brotaþola niðri í bæ fyrir utan skemmtistað. Þau hafi farið að kyssast og það hafi endað með því að brotaþoli hafi haft við hann munnmök utandyra. Þau hafi síðan farið inn á skemmtistað og þa r hafi hún einnig veitt honum munnmök inni á salerni. Þau hafi síðan farið út og þá hafi ákærði Tomasz hringt í hann og síðan sótt þau við [...] . Brotaþoli hafi ekki viljað fara heim og hafi Z spurt Tomasz hvort hún mætti gista hjá honum þar sem hún væri s herbergi Tomaszar. Þar hafi brotaþoli klætt sig úr peysu og brjóstahaldara. Lukasz hafi fljótlega farið út úr herberginu og þá hafi Tomasz beðið Z að fara út að r eykja í um tíu mínútur af því að Tomasz ætlaði að vera með brotaþola og hafi Z haldið að hann ætlaði að hafa mök við hana. Þegar hann kom inn aftur hafi hann séð að brotaþoli fór nakin inn til Lukaszar og var þar í um tíu mínútur. Hún hafi sagt við Tomasz að hún væri gröð. Brotaþoli hefði síðan komið inn til Z. Hún hafi klætt hann úr buxunum og veitt honum munnmök. Stuttu eftir það hefði hún viljað fara og klætt sig í fötin og farið út. Z kvaðst hafa farið út með henni og gengið með henni að strætóskýli en þangað hefði móðir hennar sótt hana. Hann sagði að brotaþoli hefði verið mjög ölvuð og að hann hefði ekki vitað hvað hún væri gömul fyrr en Tomasz hefði sagt honum Ákærði Lukasz gaf skýrslu við rannsókn málsi ns. Hann kvaðst hafa farið niður í bæ með meðákærðu. Þeir hefðu farið inn á skemmtistað en Z hefði ekki verið hleypt inn. Þar hefðu hann og Tomasz drukkið áfengi. Tomasz hefði svo hringt í Z sem hefði þá verið búinn að hitta einhverja stelpu. Þeir hafi síð an náð í Z og brotaþola og hafi Tomasz spurt brotaþola hvort hún vildi koma með þeim og hafi hún viljað það. Þau hefðu farið heim til ákærðu og verið í herbergi Tomaszar. Eftir um 10 - 15 mínútur hafi hann farið inn í sitt herbergi, sem var við hliðina á her bergi Tomaszar, og sofnað. Hann hafi vaknað við raddir frammi á gangi og hafi brotaþoli síðan komið inn til hans nakin en með sæng yfir sér að framan. Hún hafi komið í rúmið til hans og fjarlægt sængina. Hann hafi þá farið úr bol en brotaþoli klætt hann úr að neðan. Þau hafi síðan haft kynmök og hafi brotaþoli ekki reynt að verjast því. Eftir að þau höfðu haft mök í 25 - 30 mínútur hefði verið bankað á dyrnar hjá honum og hefði hann þá skynjað á hegðun brotaþola að hún vildi fara. Hún hafi síðan farið inn til Z og viti hann ekki hvað gerðist eftir það. Hann sagði brotaþola hafa verið ölvaða og jafnvel á einhverju meira og kvaðst ekki hafa vitað hvað hún væri gömul. Ákærði Tomasz gaf skýrslu við rannsókn málsins. Hann sagði ákærðu hafa farið saman niður í bæ o g þeir Lukasz hefðu farið inn á skemmtistað en Z ekki verið hleypt inn. Þegar þeir fóru út hefði hann hringt í Z sem sagði að hann hefði kynnst stelpu sem væri jafngömul og hann og þau væru hjá [...] . Tomasz kvaðst hafa náð í þau og hafa ætlað að aka brota þola heim en hún hefði ekki viljað fara heim og því hafi þau farið heim til ákærðu og hafi brotaþoli ekki sagt neitt við því. Þar hafi þau öll farið inn í herbergið hans og drukkið bjór. Móðir brotaþola hafi ítrekað hringt í farsíma hennar en hún ekki vilj að svara. Brotaþoli hafi síðan farið inn í herbergi með Z og hann hafi farið að sofa. Eftir að framburður annarra sakborninga var borinn undir Tomasz breytti hann framburði sínum og viðurkenndi að hafa haft samfarir við brotaþola. Þau hefðu verið inni í h ans herbergi og Z hefði farið út að reykja. Hann hafi þá lokað dyrunum og hafi stúlkan komið að honum og byrjað að kyssa hann og klætt sig úr fötunum og hafi hann þá einnig farið að klæða sig úr. Þau hafi síðan haft samfarir og hafi brotaþoli sagt að það v bankað á dyrnar hjá honum og Lukasz hefði einnig komið inn í herbergið. Tomasz hafi þá sagt við sagt þetta til að Lukasz og brotaþoli gætu haft kynmök. Tomasz sagðist ekki hafa vitað hvað brotaþoli var gömul og neitaði því að ekki er talin ástæða til að rekja efni þeirra. Þá liggur m.a. fyrir skýrsla Neyðarmóttöku um komu brotaþola þangað 4. desember 2017, tvö vottorð F sálfræðings, vottorð Barnahúss vegna meðferðar brotaþola þar, matsgerð rannsóknarstofu HÍ í 11 lyfja - og eiturefnafræði um niðurstöðu rannsóknar blóð - og þvagsýnis frá brotaþola og niðurstaða alkóhólrannsóknar sem sýndi að alkóhól var ekki í blóði brotaþola þ egar blóðsýni var tekið úr henni á neyðarmóttöku. Einnig liggja fyrir skýrslur tæknideildar um rannsókn á vettvangi, auk ljósmynda af II Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærðu og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði, Z, lýsti atvikum svo fyrir dómi að þeir hefðu verið þrír saman niðri í bæ þetta kvöld að skemmta sér. Lukasz og Tomasz hefðu farið inn á bar en hann ekki komist inn. Þar fyrir utan hefði hann séð brotaþola fyrst og hefði hún nálgast hann og þau far ið að spjalla. Brotaþoli hefði verið undir áhrifum áfengis þegar hann sá hana. Þau hafi verið saman niðri í bæ, farið að kyssast og farið m.a. á milli húsa og verið að kyssast þar. Einnig hafi þau farið inn á bar af því að brotaþoli vildi fara á salernið e n síðan hafi komið í ljós að hún vildi það ekki heldur hafi hún tekið niður buxur hans og veitti honum munnmök. Eftir þetta hafi þau farið að [...] og stuttu seinna hafi Tomasz hringt og spurt hvar hann væri og í kjölfar þess komið og sótt þau. Í því símta li eða síðar sé líklegt að hann hafi sagt Tomaszi hvað hefði gerst milli hans og brotaþola. Hann hafi, í bifreiðinni, beðið Tomasz að spyrja brotaþola hvort hún vildi koma með þeim heim og hún viljað það. Á leiðinni heim hafi þau verið að kyssast og þegar þau komu heim hafi þau farið inn í hans herbergi og háttað sig og hafi hún farið úr öllum fötunum, þau kysst eitthvað og gert sig tilbúin til að fara að sofa. Stuttu seinna hafi Tomasz hringt og sagt honum að koma með brotaþola til sín. Hann hafi sagt henn i að þetta hefði verið Tomasz og hann vildi fá þau yfir til sín. Hún hafi viljað fara og hafi farið á fætur og klætt sig. Það hafi ekki verið annað ákveðið en að þau sætu þar saman. Þegar þau komu í herbergi Tomaszar hafi Lukasz verið þar einnig. Þau hafi setið þar saman og spjallað og allt í einu hafi brotaþoli farið úr bolnum en hann muni ekki hvort hún fór einnig úr buxunum. Tomasz hafi svo sagt honum að fara út að reykja og ekki koma aftur fyrr en að liðnum 10 - 15 mínútum. Hann hafi farið en Lukasz hafi þá líklega enn verið í herberginu hjá Tomaszi og viti hann ekki hvað gerðist meðan hann var í burtu og sér hafi ekki verið sagt hvað stæði til. Hann sagði brotaþola ekki hafa sýnt nein viðbrögð við því þegar hann fór úr herberginu en hann kvaðst ekki hafa sagt henni að hann ætlaði út. Hann hafi komið aftur inn um tíu mínútum seinna og hafi brotaþoli þá verið klædd. Hann og brotaþoli hafi þá farið inn í hans herbergi og háttað sig þar aftur. Kvað hann sig minna að brotaþoli hefði þá veitt honum munnmök en ha nn væri ekki viss. Hann hafi ekki neytt hana til þess heldur hafi hún viljað það. Hún hafi sýnt það með því að nálgast hann og taka niður buxur hans en hann hafi hjálpað henni við það. Hann hafi svo ætlað í háttinn en brotaþoli þá farið á fætur og sagt að hún ætlaði að hringja í móður sína og biðja hana að sækja sig. Hann hafi reynt að stoppa hana af og séð að hún var ölvuð og ekki í góðu ástandi. Hafi hann því boðið henni að gista frekar hjá sér og sofa þetta úr sér en hún hafi endilega viljað fara. Hún ha fi hringt í móður sína og þau klætt sig og farið út og beðið þangað til móðir hennar kom. Móðir brotaþola hafi áður reynt að hringja í hana, hann viti ekki hve oft, en brotaþoli hafi ekki svarað. Ákærði sagði að ekki hefði komið fram hjá brotaþola hvað hún væri gömul en hann hafi haldið hefði komið til tals hvað hún væri gömul og ekki muna eftir að Tomasz hefði sagt sér það. Sjálfur tali hann ekki ensku og h afi hann reynt að tala íslensku við brotaþola og hafi það gengið sæmilega. Hann hafi beðið Tomasz að spyrja brotaþola hvort hún vildi koma með þeim heim, en Tomasz hafi talað við hana á ensku. Sagði ákærði að hann hefði viljað að hún kæmi með honum heim af því að hann hefði ekki viljað skilja hana eftir sökum þess að hún var ölvuð, vildi að hún gisti hjá sér svo að hún næði sér. Hann hefði verið hræddur um hana. Aðspurður um tengsl sín við Tomasz sagði ákærði að hann væri nú ekki í neinum tengslum við hann en þeir hefðu áður verið vinnufélagar og hefðu í tvo til þrjá mánuði búið í sama húsi. Hann kvaðst hafa haft áhyggjur af því að skilja brotaþola eftir hjá Tomaszi en eitthvað hefði aftrað sér frá því 12 að fara til baka en nú sæi hann mikið eftir að hafa ekk i gert það. Hann viti ekki af hverju hann hafði áhyggjur, líklega af því að hann vissi ekki hvað væri að gerast. Ákærði kvaðst ekki hafa séð brotaþola fara inn í herbergið til Lukaszar og ef það hefði gerst hefði það væntanlega verið á meðan hann var úti, en hann hefði einungis einu sinni farið út að reykja. Beðinn að lýsa ölvunarástandi brotaþola sagði ákærði að hann hefði séð mjög vel að hún var ölvuð. Hún hafi átt erfitt með gang en verið með meðvitund en ekki alveg meðvituð um það hvað hún væri að gera. Þess vegna hefði hann viljað að hún gisti en svo hefði ástandið breyst þegar þau fóru til Tomaszar. Ákærði sagði að brotaþoli hefði ekki verið með símann hjá sér þegar þau fóru upp í rúm fyrst þegar þau komu heim. Hann hefði einhvern tímann á meðan hún va hringja og síðan hringdi hún í móður sína skömmu áður en hún fór. Ákærði kvaðst hafa sent brotaþola vinabeiðni á Facebook þegar þau voru á leiðinni á stoppistöðina og þá hafi hún gefið honum allar upplýsingar sem hann þurfti til þ ess. Hann hafi sent henni skilaboð í gegnum Facebook daginn eftir og Borinn var undir á kærða framburður hans hjá lögreglu þar sem fram kom að Tomasz hefði sagt sér þetta. Einnig var borinn undir ákærða framburður hans hjá lögreglu þar sem hann sagði að fram hefði komið hjá Tomaszi að hann vildi að hann færi af því að hann ætlaði að hafa mök við brotaþola og að hún hefði sagt að hún væri gröð. Ákærði kvaðst hafa sagt þetta í skýrslunni og þá hefði hann munað eftir þessu. Hann kvaðst vita að brota þoli hefði farið til Lukaszar. Þá kvaðst hann ekki muna eftir því að hafa sagt í skýrslu sinni hjá lögreglu að hún hefði komið til hans nakin og verið hjá honum í um tíu mínútur. Þá sagði ákærði að hann hefði tosað niður um sig buxurnar áður en brotaþoli v eitti honum munnmök. Var honum þá kynnt að hann hefði áður sagt að brotaþoli hefði klætt hann úr buxunum og sagði ákærði þá að hann væri mjög stressaður nú, þegar hann væri að gefa skýrslu fyrir dómi, og kvaðst hafa munað atvik betur þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Ákærði kvaðst hafa verið ósáttur við að brotaþoli hefði verið hjá Tomaszi og með samviskubit eftir að hafa skilið hana eftir hjá honum. Aðspurður hvort honum hefði, þrátt fyrir framangreindar lýsingar á ástandi hennar, fundist eðlilegt að hún hefði við hann munnmök sagði ákærði að hún hefði verið ölvuð en samt meðvituð um það sem gerðist. Hann hafi ekki neytt hana til að gera þetta. Ákærði bætti við að þar sem hann segði í skýrslu hans hjá lögreglu að hann hefði sagt að Tomasz h efði sagst ætla að hafa mök við brotaþola á meðan ákærði færi í burtu virtist það fremur eins og lögregla hefði dregið þá ályktun. Tomasz hafi aldrei sagt af hverju hann ætti að fara og þetta komi ekki beint fram hjá Tomaszi. Þá kannaðist ákærði ekki við a ð hafa heyrt brotaþola segja að hún væri gröð, eins og haft væri eftir honum í framburði hans hjá lögreglu. Hann muni það a.m.k. ekki núna, eða að hafa séð brotaþola fara nakta til Lukaszar eins og hann hafi sagt hjá lögreglu. Þá muni hann ekki eftir að ha fa séð þegar hún var að leita að fötum sínum. Ákærði Lukasz Soliwoda kvaðst hafa verið búinn að búa á Íslandi í um mánuð þegar atvik gerðust og að hann talaði ekki íslensku en einhverja ensku. Hann hefði séð brotaþola fyrst þegar hún settist í bifreiðina h já honum og meðákærðu. Z hefði áður hringt og beðið Tomasz að sækja sig við [...] af því að hann hefði hitt stelpu. Þeir Tomasz hefðu þá verið á skemmtistað og Tomasz sagt honum að Z hefði hitt einhverja stelpu og þeir yrðu að fara, en þá hefði ekki komið fram að hún ætlaði að koma með þeim. Tomasz hafi byrjað að spjalla við brotaþola og spurt hana að nafni og hvar hún ætti heima. Z hafi beðið Tomasz að spyrja hana hvort hún vildi fara með þeim og hún viljað það. Þegar þau voru á leiðinni hefði einhver hrin gt í brotaþola en hún hefði ekki svarað símanum og sagt að hún vildi ekki hjá Tomaszi. Þar hefðu þau spjallað saman og drukkið bjór og Tomasz reynt að túlka fyrir brotaþola það sem fram fór. Hann hefði ekki séð brotaþola fara úr fötunum inni hjá Tomaszi. Einnig hefði Tomasz búið um sár sem brotaþoli var með. Eftir smástund, kannski um 30 mínútur, hefði hann farið inn til sín og ætlað að fara að sofa og lagst upp í rúm. Eftir einhvern tíma hefði verið bankað hjá honum. Hann hefði opnað dyrnar og brotaþoli komið inn. Hún hefði verið nakin en að hluta til skýlt sér með sæng. 13 Hann viti ekki hvernig það gerðist en þau hafi byrjað að kyssast, síðan hafi hann v eitt henni munnmök og svo hafi þau haft samfarir. Hann viti ekki hvort þeirra hafi átt frumkvæðið að því að þau byrjuðu að kyssast en honum hafi fundist hún vera samþykk því sem gerðist. Hann hafi lokað fram eftir að hún var komin inn svo að enginn kæmi in n. Á meðan á þessu stóð hafi brotaþoli sagt að hún vildi þetta ekki og spurt hvort hún gæti farið og hvort hann gæti opnað dyrnar fyrir henni. Hann hafi þá spurt hana ítrekað hvort allt væri í lagi og hafi hún svarað því að allt væri í góðu en hún vildi fa ra. Hann hafi þá tekið upp sængina, sem var á gólfinu, svo að hún gæti skýlt sér og opnað dyrnar svo hún gæti farið, en dyrnar hafi ekki verið læstar, einungis sé hægt að læsa þeim utan frá. Hann hafi orðið eftir í herberginu og viti ekki hvað gerðist efti r þetta. Um klukkan sex hafi hann vaknað við hávaða og þá séð Z fylgja brotaþola út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði, þegar hann sá hana, verið undir áhrifum áfengis en ekki miklum. Hann kvaðst ekki muna hvort fram hefði komið hvað hún væri gömul en fyndis t eins og Z 18 til 19 ára. Aðspurður um þann framburð Z að brotaþoli og Z hefðu fyrst farið inn í herbergi Z sagði hann að hann myndi það ekki, það gæti eins verið. Einnig aðspurður hvort brotaþoli hefði talað um að hún væri gröð sagði hann hana ekki hafa sagt það fyrir framan hann. Þá kvaðst hann hafa orðið undrandi þegar brotaþoli kom og þau hefðu byrjað að kyssast og sagði hann að hann hefði örugglega tekið þessu öðruvísi ef hann hefði verið allsgáður. Þau hefðu ekkert talað saman fyrr en brotaþoli hefði sagt að hún vildi ekki meira og vildi fara fram. Aðspurður hvort einhver hefði bankað hjá honum á meðan brotaþoli var þar sagðist ákærði ekki muna eft ir því. Hann sagði að ölvunarástand brotaþola hefði verið svipað og áður þegar hún kom til hans. Þá kvaðst ákærði ekki muna eftir því að komið hefði til tals áður en hún kom til hans að eitthvað kynferðislegt hefði átt sér stað milli hennar og Z. Þá hafi h ann heldur ekki vitað hvað hefði átt sér stað milli hennar og Tomaszar en komist að því daginn eftir. Fram hafi komið hjá Tomaszi að brotaþoli hafi viljað meira kynlíf og því hafi hann sýnt henni hvar dyrnar hjá ákærða væru og þá hafi hún bankað. Ákærði sa gði að hann hefði hugsað um það þegar áfengið rann af honum hvort þetta væri eðlilegt vegna aldursmunar og ölvunar en meðan hann var undir áhrifum áfengis hefði hann ekki hugsað um þetta. Þá sagði hann það ekki rétt sem fram kom hjá Tomazi, að hann hefði f arið með brotaþola yfir til sín. Ákærða var kynntur framburður Tomaszar þess efnis að brotaþoli hefði farið á baðherbergið og Lukasz ákærða inn í herbergi ð, og sagði ákærði að þetta væri ekki rétt. Þá var ákærða kynntur sá framburður verið nakin og hefði Tomasz sagt við hana að hún gæti farið að skoða herbe rgið hjá Lukaszi. Sagði ákærði að á þessari stundu hefði hann ekki verið með þeim heldur inni hjá sér. Þá hefði hann ekki verið viðstaddur þegar verið var að klæða hana úr eða hún var að klæða sig úr. Ákærði sagði að Z hefði enn verið hjá Tomaszi þegar ha nn fór. Þegar brotaþoli hefði bankað á dyrnar hjá honum áður en þau höfðu mök hefði Z verið fyrir aftan hana og hefði hann séð brotaþola fara inn í herbergi ákærða. Þá sagði ákærði að hann hefði verið undir áhrifum áfengis en hann myndi hvað gerðist. Honum hafi fundist að brotaþoli væri undir áhrifum áfengis. Þegar ákærða var kynntur framburður hans hjá lögreglu, þar sem fram kom að hann hefði talið að hún væri jafnvel einnig undir áhrifum annars en áfengis, sagði ákærði að nú myndi hann ekki annað en að hú n hefði verið undir áhrifum áfengis. Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu þess efnis að þau hefðu verið búin að hafa mök í 20 - 25 mínútur þegar bankað var hjá honum. Kvaðst hann þá muna eftir því en ekki hafa vitað hver bankaði og hann hefði ekki opnað. Þá kvaðst hann einnig muna þegar það var kynnt fyrir honum úr framburði hans hjá lögreglu að hann hefði skynjað líðan brotaþola þegar var bankað. Hún hafi þá sagt skýrt að hún vildi hætta, en þá hafi þau verið að hafa mök, og spurt hann hvort hann gæti opnað dyrnar. Ákærði Tomasz Walkowski kvaðst hafa verið búinn að búa á Íslandi í tvö og hálft ár þegar þetta gerðist. Kvaðst hann ekki tala íslensku en einhverja ensku. Hann lýsti atvikum svo að þeir þrír hefðu verið á bar í miðbænum en síðan fæ rt sig yfir á annan sem Z hefði ekki komist inn á. Z hefði síðan hringt í hann 14 og sagt að hann væri hjá [...] og stúlka væri með honum og í kjölfar þess hefðu hann og Lukasz náð í þau. Z og brotaþoli hafi sest í aftursæti bifreiðarinnar og hann spurt brota þola hvar hún ætti heima og hvort hann ætti að skutla henni heim. Hún hafi neitað því og sagt að hún ætlaði með Z. Síðar í skýrslu sinni sagði ákærði að Z hefði beðið sig að spyrja brotaþola hvort hún vildi koma heim til þeirra. Brotaþoli hafi verið með sá r á hendi sem hann hreinsaði og setti plástur á þegar þau voru komin í herbergið hans. Á þessum tíma hafi móðir brotaþola verið að hringja í hana en hún hafi ekki svarað. Þegar þau voru í herbergi ákærða hefðu þau drukkið bjór og brotaþoli setið á rúminu h já Z og þau verið að kyssast. Lukasz hafi síðan farið inn í sitt herbergi og þau verið þrjú eftir. Þau hafi hlustað á tónlist í tölvunni og spjallað. Z hafi síðan farið út að reykja og brotaþoli þá staðið upp og gengið að ákærða og kysst hann og byrjað að klæða sig úr. Þau hafi síðan haft kynmök. Á meðan hafi Z bankað á dyrnar en ákærði ekki opnað. Þegar kynmökunum lauk að hún gæti kíkt í herbergið hans Lukaszar og hafi hún tekið sæng ákærða og sett hana utan um sig og farið til Lukaszar. Þá sagði ákærði að hann hefði ekki tekið eftir því að brotaþoli væri mjög ölvuð þegar hann sá hana við [...] . Z hafi sagt honum að bro taþoli væri jafngömul Aðspurður hvort Z hefði sagt honum áður að eitthvað kynferðislegt hefði gerst á milli þeirra svaraði ákærði að Z hefði sagt sér daginn eftir að þau hefðu haft munnmök á salerni á bar. Þegar þau komu farið inn í herbergi Z en ákærði síðan hringt í þau. Þegar þau voru fjögur inni í herberginu og hún og Z voru að kyssast hefði hún tekið blússuna niður eins og hún vildi klæða sig úr en þeir stöðvað það. Ákærði sagði að Lukasz hefði farið inn í herbergi sitt og Z þá ákveðið að fara út að reykja. Sagði hann rangt að hann hefði sagt Z að fara út. Þega r Z fór hefði ákærði staðið upp þar sem hann sat við dyrnar en hann þurfti að standa upp til að Z kæmist út. Þegar Z var farinn út hefði hann lokað dyrunum. Brotaþoli hefði þá staðið upp og byrjaði kyssa hann og klæða sig úr fötunum en hann hefði klætt sig úr. Aðspurður hvort honum hefði fundist það sérstakt sagði ákærði að þetta væru ekki aðstæður sem kæmu upp daglega. Ákærði sagði dyrnar hafa verið læstar þegar Z bankaði en hann hefði læst þeim þegar atlot þeirra hófust. Hann hefði ekki opnað af því að ha nn hefði verið með brotaþola. Taldi hann ekki að Z hefði verið ósáttur við þetta þótt brotaþoli hefði komið með honum heim. Þau hefðu bæði átt frumkvæði að samförunum en hún hefði byrjað að klæða sig úr og kyssa hann og lagst á rúmið. Hann hafi verið ofan á þegar þau höfðu samfarir. Brotaþoli hafi farið nakin fram eftir þetta og á salernið. Þegar brotaþoli kom til baka hefði hún sagt að hún væri gröð. Lukasz var þá í sínu herbergi og hafi hann sagt henni að fara til hans. Það hafi hann gert af því að hún he fði sagt að hún væri gröð og vildi meira kynlíf en hann ekki. Aðspurður af hverju hann hefði ekki frekar sent hana til Z sagði ákærði að hann hefði ekki vitað hvar Z var og að hann vissi ekki af hverju hann gerði þetta. Ákærði kvaðst ekki hafa séð brotaþol a eftir að hún fór til Lukaszar en hugsanlega hefði hún komið til baka til að sækja fötin sín. Hann kvaðst hafa heyrt umgang á meðan brotaþoli var hjá Lukaszi og heyrt þau hafa mök en ekki heyrt bankað hjá Lukaszi. Ákærði sagði að brotaþoli hefði komið hon um eðlilega fyrir sjónir og virst vita hvað hún væri að gera, t.d. ekki viljað svara þegar móðir hennar hringdi í hana. Borinn var undir ákærða framburður hans r hefði fundist það skrítið að hún skyldi koma til hans og byrja að kyssa hann og klæða sig úr en annars hefði hún virkað eðlileg og honum ekki dottið í hug að stöðva hana. Nánar aðspurður um ástand brotaþola sagði lögreglu þar sem hann sagði að Z hefði sagt sér, þegar þau voru að fara inn í herbergi ákærða, að hann hefði stundað kynlíf með brotaþola í tröppum niðri í bæ. Ákærði kvaðst ekki muna þetta nú, en það gæti hann sagði hjá lögreglu. Þá var borinn undir ákærða sá framburður hans hjá lögreglu að Z hefði komið fram eftir að ákærði hefði haft k ynmök við brotaþola og sagði ákærði að nú myndi hann ekki eftir því. Þá sagði hann það ekki rétt sem kæmi fram í skýrslu hans hjá lögreglu að Lukasz hefði verið frammi þegar hann hefði sagt henni að fara með honum. Ákærða var kynnt að hann hefði sagt hjá l ögreglu að þeir hefðu allir þrír verið frammi þegar brotaþoli kom af salerninu, gagnstætt því sem hann hefði borið um fyrir dómi, 15 og sagði ákærði að hann myndi ekki nú að þeir hefðu þá verið þrír frammi. Dyrnar á bæði hans herbergi og herbergi Lukaszar haf i þá verið opnar og það kunni að vera að Lukasz hafi verið við dyrnar á sínu herbergi. Ákærði kvaðst ekki geta útskýrt af hverju hann hefði þegar hann var fyrst yfirheyrður neitað því að hafa haft kynmök við brotaþola en sér hefði liðið furðulega eftir að hafa verið í fangaklefa. Hann hefði talið sig hafa haft mök við brotaþola með hennar samþykki. Ákærði kvaðst einnig hafa verið undir áhrifum áfengis og hann hefði líklega metið aðstæður öðruvísi ef hann hefði verið allsgáður og örugglega stöðvað brotaþola. Vitnið A, brotaþoli, kvaðst hafa farið með vinum sínum niður í bæ þetta kvöld. Hún hefði verið að drekka og týnt vinum sín og ætlað heim þegar hún hitti ákærða Z. Þau hefðu farið að spjalla saman og ganga um og farið í eitthvert horn þar sem þau kysstust. Z hafi svo hringt í vini sína og beðið þá að sækja þau og sagt henni að þeir væru að fara í partí og hann hafi endilega viljað að hún kæmi. Þau hafi verið sótt fyrir framan [...] . Hún hafi samþykkt að fara með þeim heim til ákærðu. Þar hafi þau farið í her bergi í miðjunni og verið þar að spjalla saman. Þar hafi hún og Z verið að kyssast en einnig hafi tveir aðrir menn verið þar. Annar þeirra hafi sagt henni að koma með sér og að hann ætlaði að sýna henni herbergið sitt. Hún hafi farið með honum þangað. Þar hafi hann klætt sig úr fötunum og einnig klætt hana úr fötunum. Hún hafi þá frosið og ekki langað til að gera þetta. Eftir smá tíma hefði hún heyrt mikið og harkalegt bank á dyrnar og þá hefði hún klætt sig og farið aftur inn í herbergið sem þau voru í upp haflega. Þar hafi hinn hvað væri í gangi og vita ð að sig langaði ekki til að gera þetta. Maðurinn hefði klætt hana úr fötunum og haft samræði við hana. Eftir það hefði hún farið í herbergi Z en vissi ekki hvernig. Hún muni að þar hafi þau verið að spjalla og Z viljað að hún gisti hjá sér. Hún hefði sagt honum að hún þyrfti að fara heim, hana langaði að fara heim. Hann hefði komið í veg fyrir það einhvern veginn, lokað dyrunum og sagt henni að hún ætti að gista. Hún hafi fundið að hana langaði virkilega að komast út þannig að hún hefði hálfpartinn hlaupið út og verið snögg í hreyfingum og hlaupið í næsta strætóskýli en Z hefði elt hana þangað. Hún hefði fyrst hringt í frænku sína og svo móður sína og beðið hana að koma að sækja sig. Brotaþoli kvaðst hafa fengið sér þrjá drykki á barnum en hafa verið búin að drekka þrjú til fjögur skot áður og svo hefði hún drukkið bjór hjá ákærðu. Hún hafi verið mikið ölvuð þetta kvöld en hún hefði þá ekki verið vön að drekka. Hún kvaðst muna það sem gerðist frekar vel en sumt ekki fullkomlega. Þau Z hafi talað saman á ens ku en hann kunni ekki mikið í ensku og hafi þetta því verið frekar erfitt. Brotaþoli sagði að ákærðu hefðu í raun látið hana vita eftir á það þeir væru að fara með hana heim til þeirra en hana hefði alveg langað til að fara í partí. Hún hafi ekki skilið hv að Z sagði í símann af því að hann hefði talað Tomasz, sem hefði ekið bifreiðinni. Hún muni ekki eftir að þeir hafi spurt hana að nafni eða hvar hún ætti heima. Þau hafi öll farið beint inn í herbergi Tomaszar en hún geti ekki útilokað að þau hafi farið fyrst inn í herbergi Z. Í herbergi Tomaszar hafi þau drukkið bjór og hlustað á tónlist. Z hafi spurt hana í hvaða skóla ar þau tvö voru að ganga að [...] hefði hann spurt hana hvað hún væri miðjuherberginu. Annar af eldri mönnunum hafi síðan sagt við hana á ensku að hann ætlaði að sýna henni með honum og þau sest á rúmið í herberginu og hann þá byrjað að klæða sig úr fötunum og síðan hana. Áður hafi þau talað eitthvað saman e n hún muni ekki um hvað. Brotaþoli kvaðst ekki hafa vitað hvað hún ætti að gera og ekkert sagt. Hún hafi séð að hann læsti dyrunum og þetta hafi allt gerst hratt. Hún hafi ekkert gert, einungis frosið. Hún hafi ekki viljað vera með manninum en fundist hún ekki geta sagt það og fundist eins og hún væri einhvern veginn í hættu. Hana hafi langað að fara en heilinn hefði ekki leyft henni það, hún hefði bara frosið. Maðurinn hafi síðan haft við hana samfarir en svo hafi verið bankað á dyrnar og hafi hún talið að það væri Z, heyrt rödd sem hún hefði talið að væri hans og að eitthvað var sagt sem hún skildi ekki. Stuttu síðar hafi maðurinn hætt kynmökunum og kvaðst hún halda að það hefði verið vegna þess að það var bankað. Maðurinn hafi þá byrjað að klæða sig og ha fi hún þá einnig klætt sig en viti ekki hvort hún fór í öll sín föt. Hún hafi svo farið aftur í miðjuherbergið og hafi hinn maðurinn þá verið frammi 16 á ganginum og hafi hann einhvern veginn leitt hana inn í herbergið. Hún hafi sest á rúmið en hann læst dyru num og byrjað að klæða sig úr fötunum en hún hafi sjálf klætt sig úr buxunum. Hún hafi alveg vitað hvað væri að fara að gerast og sér liðið eins og hún gæti ekki gert neitt við því, liðið eins og hún væri í hættu. Hún kvaðst hafa sagt við manninn fjórum si nnum að þau ættu ekki að gera þetta en hann hefði ekki hlustað. Brotaþoli kvaðst ekki muna hvort þau kysstust en hún hefði ekki tekið þátt í því sem var að gerast, frosið bara eins og í hitt skiptið, horft út um gluggann og reynt að fara burt úr aðstæðum, aftengja sig aðstæðum og fara eitthvað annað í huganum. Hún hafi engan kynferðislegan áhuga haft á þessum tveimur mönnum, sem voru miklu eldri en hún. Maðurinn hafi haft við hana samfarir og klætt sig svo í fötin og hún klætt sig í fötin sín. Síðan hafi hú n verið komin inn í herbergi Z en viti ekki hvernig hún komst þangað. Þar hafi Z kysst hana en ekkert annað kynferðislegt hafi gerst þar milli þeirra. Kvaðst hún ekki hafa haft munnmök við Z. Brotaþoli kvaðst muna eftir því að móðir hennar hefði verið að h ringja í hana um nóttina þegar hún var heima hjá ákærðu og hún hefði ekki viljað svara af því að hún hefði verið mjög drukkin. Þegar hún var komin út hefði hún hringt í móður sína og beðið hana að sækja sig. Z hefði beðið með henni en farið áður en móðir h ennar kom. Brotaþoli sagði að sér hefði liðið illa á meðan á þessu stóð. Henni hafi liðið eins og hún væri skítug eða ógeðsleg og eins og það væri verið að nota hana og aðstæðurnar. Þeir hafi verið að notfæra sér að hún var miklu yngri en þeir og að hún v ar mjög drukkin. Hún kvaðst halda að hún hefði getað hlaupið út eða hringt í einhvern eða kallað á hjálp en hún hefði ekki vitað hvað mundi gerast; hvort þeir mundu stöðva hana, og ákveðið að gera það ekki og látið þetta yfir sig ganga og viljað að þetta y rði búið sem fyrst. Fyrst á eftir hafi hún fengið mikla óraunveruleikatilfinningu, eins og hún væri ekki sjálf á staðnum. Móðir hennar hafi séð breytingu á henni og spurt hana hvort eitthvað hefði gerst en hún hafi ekki sagt henni frá þessu fyrr en daginn eftir. Eftir þetta hafi hún byrjað að drekka mikið og nokkrum mánuðum eftir þetta hafi hún farið að reykja daglega. Taldi hún að þessi atvik hefðu haft mikið að segja um það. Síðustu ár hafi hún reynt að gleyma þessu, glímt við . Kvaðst hún telja að þes si atvik væru að einhverju leyti orsök þess. Brotaþoli kvaðst ekki hafa átt frumkvæði að því að því að kyssa Tomasz eftir að Z fór út að reykja. Þá sagði hún atvik ekki hafa gerst þannig að þegar hún kom af salerninu hefði hún sagt að hún væri gröð og þá f arið með ákærða Lukaszi. Hún kvaðst vita að Z hefði farið út að reykja, líklegast á meðan á þessu stóð, en hún vissi ekki hvort Tomasz hefði beðið hann um það. Þá kvaðst hún ekki hafa bankað hjá Lukaszi með sængina utan um sig. Brotaþola var kynnt að framb urður hennar hvað þetta varðaði hefði verið annar hjá lögreglu og kvaðst hún þá ekki muna eftir því núna að hafa haft við Z munnmök í herberginu. Brotaþoli sagði að hún hefði verið drukkin, frekar dómgreindarlaus, kærulaus, frekar hæg í takti og hreyfingar hennar hefðu verið út um allt. Hún kvaðst kannast við að hafa meitt sig á hendi og hafa ára. Þau hefðu þá verið í miðjuherberginu og talað þá saman á ensku. Þá hefðu þau einnig verið að tala um í hvaða skóla hún væri. Hún sagði ákærðu ekki hafa beitt sig þvingunum eða hótunum en hún hefði aldrei samþykkt þetta. Hún hafi verið með símann sinn með sér og hafi a.m.k. fundið hann einhvers staðar. Foreldra r hennar hafi bæði reynt að hringja í hana. Þá hafi hún sent beiðni um aðstoð í gegnum Snapchat, á þrjá vini sína, G, H og D, þegar hún var í herbergi Z. Þegar borinn var undir brotaþola framburður hennar í fyrri skýrslu hennar hjá lögreglu um að hún hefði ekki fundið fötin sín eftir að hafa verið hjá Lukaszi og verið nakin þegar hún fór til Tomaszar, en í þeirri næstu hefði hún haldið að hún hefði verið í fötum, jafnvel peysu, sagði brotaþoli að nú myndi hún eftir að hafa verið í peysu en hún myndi ekki hv ort hún var í buxum. Brotaþoli sagði að hún hefði verið ein í herbergi með ákærðu, ekki þekkt þá neitt og verið að hitta þá í fyrsta skipti og hefði hún ekki vitað hvað mundi gerast ef hún reyndi að hlaupa út eða hrópa á hjálp. Þeir hafi ekki verið ógnandi en mjög ágengir þegar hún var ein með þeim, fyrst þegar hún var ein í herbergi, að hún taldi hjá Lukaszi. Hann hefði læst herberginu eftir að hún var komin inn í það en hún myndi ekki hvort það var gert með lykli. Hún kvaðst ekki vera viss um hvernig hún hefði farið til Tomaszar en hann hefði verið fyrir utan herbergið sitt 17 og sig minnti að hann hefði bent henni á að koma þangað. Z hafi líklega verið úti að reykja. Þegar hún kom fram úr herbergi Lukaszar hefði Z ekki verið frammi. kvaðst vera náin brotaþola og þekkja hana vel. Hún hafi fengið símtal frá brotaþola um morguninn og hafi brotaþoli verið dofin og hafi hún sagt henni nokkurn veginn frá því sem gerðist. Síðar um daginn hafi hún hitt brotaþola aftur og hún hafi þá enn veri ð dofinn, liðið illa og verið lítil í sér og lýst þá atvikum aðeins nánar. Brotaþoli hafði sagt henni að hún hefði hitt ungan strák á skemmtistað og farið með honum heim og þar hefðu tveir eldri menn beðið eftir þeim. Hún hafi sagt að þessir tveir menn hef ðu haft mök við hana. Hún hefði haft áhyggjur af því að hún hefði frosið, en hún hefði ekki viljað þetta og fundist mennirnir vera gamlir. Vitnið sagði að henni hefði fundist þetta atvik hafa áhrif á brotaþola að mörgu leyti. Hún hafi eftir þetta farið djú pt í vitleysu og m.a. mikið farið að . Vitnið sagði að brotaþoli væri mjög, róleg, feimin og talaði ekki við hvern sem væri. Klár stelpa en vitlaus á köflum og óörugg og að sumu leyti unglingur enn þá. Henni hafi aldrei gengið vel félagslega og sé hún m Vitnið B, móðir brotaþola, sagðist hafa reynt að fylgjast vel með brota þola á þessu tímabili en skotmark. Vitnið kvaðst hafa verið að hringja í hana frá miðnætti og fram undir morgun en brotaþoli hefði einungis svarað einu si nni og þá verið komin í glas. Brotaþoli hafi síðan hringt og beðið hana að sækja sig. Hún hafi verið niðurbrotin í símanum og í annarlegu ástandi tilfinningalega. Þegar hún náði í brotaþola hefði hún ekki verið vel á sig komin, mjög tætt í útliti. Brotaþol i hefði ekki talað við hana um það sem gerðist fyrr en daginn eftir. Þegar hún kom inn í bifreiðina hefði augnaráð hennar verið starandi og eins og hún væri í sjokki, hún hefði andað ört og verið í losti. Hún hefði einnig verið klaufsk þegar hún kom heim o g var að reyna að fá sér að borða. Brotaþoli hefði sagt henni að hún hefði farið í bifreið með Z og þeim Atvikið hafi haft mikil áhrif á brotaþola. Henni hafi liðið mjög illa og verið reið. Hún hafi farið í mikla neyslu eftir þetta og . Hún hafi fengið aðstoð við að vinna úr þessu en þurfi á frekari meðferð að halda. Brotaþoli sé með greiningar og sé m.a. mjög hvatvís. sleg vandamál og hvatvísi sem valdi því að auðvelt sé að villa um fyrir henni og misnota hana. Þá taldi vitnið að útlit ára. Vitnið I, faðir brotaþol a sagði atvik hafa haft mikil áhrif á brotaþola og margar neikvæðar breytingar hefðu orðið á henni. Hún hafi flosnað upp úr skóla og lokað sig meira af, t.d. frá heimilishaldi. Hún hafi tekið skapofsaköst og sýnt mikla reiði sem hafi verið ólíkt henni. Þá hafi hún aukið neyslu Hún sé ekki næm fyrir kaldhæðni og gelgjustælum og hafi lítið frumkvæði sjálf. Vitnið lögreglumaður nr. 0323 ritaði frumskýrslu málsins. Þar kemur fram að hann hitti brotaþola og móður hennar á neyðarmóttöku. Brotaþoli hafi verið frekar róleg og átt erfitt með að muna hvað nákv æmlega gerðist. Þegar hann var hjá henni hafi hún fengið skilaboð frá einum ákærða og sýnt þeim þá Facebook - síðu hans og fengust þannig upplýsingar um ákærða. Brotaþoli hafi svo aðstoðað við að finna vettvang í gegnum Google og Streatview. Vitnið J læknir sagði að þegar brotaþoli kom í viðtal hjá honum Neyðarmóttöku hefði hún verið með nokkuð skýra heildarmynd miðað við það að hún hefði sagst hafa verið nokkuð drukkin á meðan á þessu stóð. Hún hefði munað eftir atvikum en ekki verið með öll smáatriði á hrei nu. Hún hefði verið aðeins utan við sig, dálítið fjarræn, setið í hnipri. Hún hefði grátið talsvert áður en hún kom og því verið búin að fá talsverða útrás fyrir tilfinningar. Við skoðun hafi sést roði á ytri kynfærum og ekki hafi verið skráð að hún hefði verið með sár á fingri. Vitnið K, hjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku, sagði brotaþola hafa lýst því að hún hefði farið heim með manni og þar hefðu verið fyrir tveir aðrir menn. Fannst henni frásögn brotaþola hafa verið skýr. Henni hefði liðið illa og hún v erið miður sín yfir þessu en gefið góða frásögn. Brotaþoli hefði verið búin 18 að sofa þegar hún kom á neyðarmóttöku. Taldi vitnið að útlit brotaþola hefði verið í samræmi við aldur hennar og hefði henni fundist hún vera barn frekar en kona. Brotaþoli hafi sj álf lýst því að hún tæki inn brotaþola. . Vitnið kvaðst hafa þekkt brotaþola lengi og hún sæi að heili hennar væri að þróast í rétta átt en hún sé slök í að lesa í félagslegar aðstæður. Þá sé innsæi hennar að aukast. Hún sé hrekklaus og auðvelt sé a ð plata hana. Vitnið sagði að erfitt væri að vera einstaklingur sem ætti bágt með að lesa í félagslegar aðstæður og gæti mistúlkað þær. Eftir atvikið hefði brotaþoli orðið fyrir bakslagi og byrjað í neyslu og sæi vitnið mikinn mun eftir það. Brotaþoli hafi orðið fyrir miklu áfalli og treysti sér ekki til að fara inn í atvikin og vinna úr þeim og vilji loka á þetta. Hún eigi erfitt með að tjá sig um þetta en hafi sýnt einkenni streitu þegar þær reyndu að ræða þetta. Hún hafi orðið mjög stíf og skelkuð og far ið í vörn. Kvaðst vitnið hafa séð hjá henni líkamleg einkenni. Sagði vitnið að brotaþoli hefði síðast komið til hennar í vor og telja að hún þyrfti áframhaldandi aðstoð. Það að vera r komi áhrifin seinna. Um það mál þetta kom upp, vegna annarra brotaþola hafi hætt án þess að henni væri lokið. Vitnið hafi ekki náð að fara í mikla faglega vinnu með henni þar sem hún hafi átt erfitt með að yfirfæra það sem þær ræddu yfir á daglegt lí f. Hún hafi líka átt við fíknivanda að stríða og ítrekað drukkið of mikið og það hafi gert allt erfiðara. Í meðferðinni hafi vitnið ítrekað verið að vinna með samskiptavanda á heimili og í fjölskyldu brotaþola og hafi meðferðin einkennst af því, án þess að hægt hefði verið að fara mikið og djúpt ofan í alvöru hugræna áfallameðferð. Brotaþoli eigi gríðarlega erfitt með að lesa í aðstæður, hún hafi verið vinalaus og átt erfitt uppdráttar og liðið illa. Hún hafi þráð mikið félagsleg tengsl en upplifað sig eina ngraða og eina. Skilgreining hennar á vinum hafi verið allt önnur en hjá öðrum, jafnvel jafnaldrar sem hún vissi ekki nafnið á. Hömluleysi brotaþola í tengslum við neyslu hafi verið þess eðlis að hún skildi ekki það sem rætt var um í meðferð og hafi því ek ki náð að tileinka sér það. Þá leiði hvatvísi hennar til þess að hún láti leiða sig áfram. Hana vanti allar bremsur eða [ til að átta sig á stöðinni. Þetta sé slæm blanda, versta blanda að vera með hvað varðar greiningar, hvatvísi, eigi erfitt með að skynja og meta hættu og þegar hún sé í einhverri stöðu sem valdi henni erfiðleikum, hræðslu eða ótta, þá vanti hana bjargráð. Hún eigi erfitt með að hugsa sé r hvað hún geti gert næst, hvernig hún geti komið sér út úr stöðunni. Þegar rætt hafi verið við hana um atvikin hafi hún sýnt líkamleg einkenni, svitnað o.fl., en tilfinningagreind hennar sé takmörkuð. Hún upplifi margs konar tilfinningar sem hún viti ekki hvað hún eigi að gera við og hafi lýst þessu sem rússíbana. Þá leiði hvatvísi til þess að hún fari inn í einhver hegðunarmynstur eins og að drekka. Vitnið lögreglumaður nr. 0808 kvaðst hafa hitt brotaþola og móður hennar á slysadeild og rætt þar við þær. Fram hefði komið hjá brotaþola að hún hefði verið að skemmta sér í miðbænum kvöldið áður á einum þeirra og getað lýst því að hinir tveir hefðu ve rið feitlagnir. Í framhaldi af þessu hafi þau fundið húsið þar sem atvik gerðust. Skýrsla hefði verið tekin af brotaþola samdægurs og ákærðu handteknir og vettvangur rannsakaður. Vitnið lögreglumaður nr. 0904 kvaðst hafa hitt brotaþola á slysadeild ásamt öðrum lögreglumanni. Þeir hafi fengið frá brotaþola upplýsingar til að átta sig á vettvangi og aðilum. Brotaþoli hafi svo fengið vinabeiðni á Facebook og í kjölfar þess hafi hjólin farið að snúast. Þeir hafi farið með brotaþola að húsinu þar sem talið var að vettvangur væri. Þá kvaðst vitnið hafa reynt að boða vitnin D og H fyrir dóm til skýrslugjafar og þá gert þeim grein fyrir því um hvað málið snerist. D hafi þá sagt honum að hún vissi af málinu en kannaðist ekki við að hafa fengið skilaboð eða aðstoðarb eiðni frá brotaþola þetta kvöld. Hún vissi að brotaþoli hefði verið dauðadrukkin niðri í bæ. H hefði sagt vitninu að hann muni ekki eftir að hafa fengið skilaboð frá henni þetta kvöld. 19 ] og hafa sérstaklega skoðað læsingar á dyrum á herbergjum ákærðu Tomaszar og Lukaszar. Að utan séu dyrnar opnaðar með lykli og þegar þeim sé lokað skellist í lás. Innan frá þurfi að snúa snerli til að opna dyrnar og sé hægt að læsa þessum snerli. Á hliðin ni sé pinni til að aflæsa að innan og þurfi að snúa snerli til að gera það, ýtt sé á pinnann til að læsa og aflæsa. Skoðun hafi leitt í ljós að pinninn geti verið tregur þegar verið sé að aflæsa honum en hægt að gera það með því að reyna aðeins á. Sambæril egar læsingar séu í báðum herbergjunum, útlit þeirra sé mismunandi en þær virki eins. þögn í húsinu sem sé mjög hljóðbært. Hún hafi síðan orðið vör við að síf ellt væri verið að opna og loka dyrum á herbergjunum í kjallaranum. Hún hafi litið út og séð ungan mann sitja úti að reykja og fara síðan inn aftur og svo aftur út. Síðan hafi hún heyrt hann tala við unga stúlku sem hafi grátið. Eftir smá tíma hafi hún lit ið aftur út og þá séð að maðurinn var að reyna að taka utan um stúlkuna en hún hafi hrist hann af sér og hlaupið af stað og hann á eftir. Einnig hafi hún heyrt að stúlkan var í símanum að biðja einhvern að urinn á eftir en hann komið síðan einn til baka. Vitnið kvaðst síðar þennan sama dag hafa orðið vör við að kjallarinn var fullur af fólki vegna rannsóknar lögreglu. III Niðurstaða Ákærðu eru ákærðir fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við brotaþola án hennar samþykkis, og beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar og yfirburðastöðu sína, þar sem brotaþoli var stödd með þeim, þremur ókunnugum mönnum, fjarri öðrum, auk þess sem ákærðu Lukasz og Tomasz nýttu sér y firburðastöðu sína gagnvart brotaþola sökum aldurs - og þroskamunar, en ákærðu Lukasz og Tomasz höfðu samfarir við brotaþola og ákærði Z lét hana hafa við sig munnmök. Er brot ákærðu talið varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Orðal ag ákæru verður ekki skilið öðruvísi en svo að ekki sé byggt á samverknaði ákærðu, þó svo að aðstæðum sé lýst sameiginlega og brot ákærðu talin hafa átt sér stað á sama stað og tíma. Brotaþola og ákærðu ber saman um atburðarás í meginatriðum. Hún hitti ákæ rða Z í miðbænum og meðákærðu sóttu þau á bifreið að [...] og þaðan fóru þau heim til ákærðu. Á þeim tímapunkti var ekkert fram komið um að brotaþoli hefði neinn kynferðislegan áhuga á ákærðu Lukaszi og Tomaszi, en bæði hún og ákærði Z báru um það að hafa að brotaþoli taldi að hún hefði haft kynmök við ákærða Lukasz áður en hún hafði kynmök við ákærða Tomasz, gagnstætt því sem fram kemur hjá ákærðu. Er ekkert fram komið sem bendir ti l þess að lýsing ákærðu á röð atvika sé röng og verður byggt á samhljóða framburði þeirra hvað það varðar. Þá sagði brotaþoli í framburði sínum fyrir dómi hún muni ekki eftir að hafa haft munnmök við ákærða Z eins og hún lýsti hjá lögreglu. Þá bar ákærði Z um að hann og brotaþoli hefðu fyrst farið inn í hans herbergi eftir komið í málinu sem styður að atvik hafi verið með þessum hætti, heldur má ætla af frambu rði brotaþola og meðákærðu að þau hafi öll farið beint inn í miðherbergið, herbergi ákærða Tomaszar. Lýsing brotaþola á aðstæðum er í samræmi við ljósmyndir af vettvangi, teikningu af húsnæði og það sem sjá mátti við vettvangsskoðun við aðalmeðferð málsins , en vettvangur er í kjallara fjölbýlishúss þar sem herbergi eru til útleigu og ákærðu leigðu allir herbergi þar. Einnig er þar sameiginlegt baðherbergi og má af vettvangi ráða að þrjár útgönguleiðir séu úr kjallara. Þá leiddi vettvangsskoðun og skoðun lög reglu, er fram fór undir aðalmeðferð málsins, í ljós að herbergin eru með hefðbundnum smekklás. Var þannig hægt að opna læst herbergi með lykli utan frá en með snerli að innan og eftir atvikum taka úr lás. Ljóst er að ákærðu töluðu litla íslensku og ákærði Z einnig litla ensku en aðrir ákærðu meira. Samkvæmt framburði brotaþola og ákærðu ræddi brotaþoli aðallega við ákærðu á ensku, sem í einhverjum tilvikum var túlkað fyrir ákærða Z, eða íslensku eftir getu ákærðu. t. Framburður ákærðu hefur verið misvísandi um það hvort þeir hafi vitað réttan aldur hennar. Brotaþoli bar um það bæði í framburði sínum hjá lögreglu í september 2018 og fyrir dómi að ákærðu hefðu vitað hvað hún var gömul og sagði fyrir dómi að ákærðu 20 hef ðu allir verið viðstaddir þegar aldur hennar var ræddur. Er það í samræmi við framburð ákærða Z hjá Fyrir dómi kannaðist hann ekki við þetta og heldur ekki ákærði Tomasz. Enginn ákærðu taldi sig hafa vitað eða einu til tveimur árum yngri. Fyrir liggur upptaka í hljóði og mynd af skýrslu sem brotaþoli gaf h já lögreglu daginn eftir að atvik áttu sér stað og metur dómari það svo að útlit brotaþola hafi þá verið í samræmi við aldur hennar. Fær þetta einnig stuðning í framburði vitnanna K hjúkrunarfræðings og F sálfræðings. Verður breyttur framburður ákærða Z fy rir dómi hvað þetta varðar talinn ótrúverðugur í ljósi atvika. Með vísan til framangreinds er það mat dómsins að ákærðu hafi þegar atvik gerðust mátt vita að Framburður brotaþola og allra ákærðu er samhljóða um að brotaþoli hafi ver ið drukkin umrætt sinn. Ákærðu lýstu ástandi hennar í skýrslu sinni hjá lögreglu sem svo að hún hefði verið mjög drukkinn, ákærði Lukasz taldi að hún væri jafnvel á einhverju meira, ákærði Tomasz sagði að hún hafi verið það hafa verið ástæðu þess að hann vildi að brotaþoli færi með honum heim og gisti hjá honum að hún var svo ölvuð. Ákærðu drógu úr lýsingum sínum á ölvunarástandi hennar í skýrslum sínum fyrir dómi, fyrir utan ákærða Z sem að mestu ítrekaði það sem hann ha fði sagt hjá lögreglu. Hann sagði einnig að hann hefði séð að hún væri mjög ölvuð, hún hefði átt erfitt með gang en verið með meðvitund en ekki alveg meðvituð um það sem hún var að gera. Aðspurður um ástand brotaþola í skýrslu fyrir dómi sagði ákærði Tomas Lukasz sagði að hann hefði örugglega brugðist öðruvísi við þegar brotaþoli kom og byrjaði að kyssa hann ef hann hefði verið allsgáður. Þá sagði ákærði Tomasz einnig að hann hefði metið aðstæður öðruvísi ef hann hefði verið edrú og þá örugglega stöðvað brotaþola. Blóðsýni var tekið úr brotaþola daginn eftir á neyðarmóttöku og reyndist ekki vera alkóhól í blóði hennar við rannsókn á því sýni, enda hefur ekkert fram komið um að hún hafi drukkið áfe á því byggt, í ljósi framangreinds framburðar ákærðu, að brotaþoli hafi verið mjög ölvuð þegar atvik gerðust og að ákærðu hafi mátt vera það ljóst. Þegar litið er til framburðar ákærðu og b rotaþola um tildrög þess að brotaþoli fór með þeim heim er það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið nokkuð á reiki hvað þetta varðar. Verður hann þó ekki skilinn öðruvísi en svo að það hafi verið vilji brotaþola að fara með þeim, hvort sem það va r í því skyni að fara með Z eða fara í samkvæmi. Er þetta einnig í samræmi við framburð ákærðu. Þá er óumdeilt að móðir brotaþola reyndi ítrekað að hringja í hana á meðan hún var hjá ákærðu en brotaþoli hafi vísvitandi ekki svarað símtölum hennar. Sagði br otaþoli fyrir dómi að hún hefði ekki viljað svara þar sem hún var drukkin. Í ljósi þessa verður að ætla að brotaþoli hafi einhvern tímann meðan atvik gerðust getað svarað móður sinni og kallað eftir aðstoð. Ekkert er þó fram komið um að brotaþoli hafi veri ð með símann á sér á meðan hún var í herbergjum ákærðu Tomaszar og Lukaszar og því síður að þá hafi hún haft möguleika á að kalla eftir aðstoð símleiðis. Vísast um það m.a. til framburðar ákærða Z sem bendir til þess að brotaþoli hafi ekki alltaf verið með símann við hendina og framburðar hennar um að atvik hafi gerst hratt. Þá er ekkert fram komið sem styður framburð brotaþola um að hún hafi sent vinum sínum skilaboð í gegnum samskiptaforrit þegar hún var komin í herbergi ákærða Z. Samkvæmt framlögðum gögn byggt í ákæru að ákærðu hafi misnotað sér það ástand hennar. Af framburði brotaþola má ráða að sum atriði mundi hún ekki strax við fyrstu skýrslutöku og kann það að skýrast af ölvunarástandi hennar. Öðru virðist brotaþoli hafa gleymt á þeim tveimur og hálfu ári sem liðin eru frá því að atvik gerðust. Auk þess sem að framan hefur verið nefnt hefur framburður hennar verið á reiki varðandi það hvar hún klæddi sig aftur og í hvaða föt . Framburðu r brotaþoli hefur verið stöðugur um að hún hefði verið ölvuð og því haft litla stjórn á atvikum. Þá hafi hún ávallt borið á sama hátt um að hún muni illa hvernig hún fór á milli herbergja en framburður hennar um það sem hún þó man hvað það varðar hefur ver ið stöðugur og trúverðugur. Á það einnig við um framburð hennar um að upphafið að því að ákærðu Lukasz og Tomasz höfðu mök við hana hafi alfarið verið að þeirra frumkvæði og þeir stýrt henni áfram. Er þetta í andstöðu við framburði þeirra. 21 Ákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga var með 3. gr. laga nr. 61/2007 breytt m.a. á þann veg að fært var inn í upptalningu á verknaðarlýsingu ákvæðisins annars konar ólögmæt nauðung. Í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 61/2007 er ákvæði þetta m eðal annars skýrt svo að aðalatriði kynferðisbrots sé að brotið sé gegn sjálfsákvörðunarrétti manna varðandi kynlíf, frelsi þeirra og friðhelgi. Í samræmi við það sjónarmið sé í frumvarpinu lagt til að dregið verði úr áherslu á verknaðaraðferðir og megináh erslan lögð á það að með brotunum séu höfð kynmök við þolanda án hans samþykkis og þannig brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi hans í kynlífi. Telur dómurinn að líta verði til þessarar athugasemdar þegar metið er hvort verknaðarlýsing ólögmæt rar nauðungar séu sönnuð. Ákærði Tomasz hefur viðurkennt að hafa haft samfarir við brotaþola. Ber hann því við að það hafi verið með vilja brotaþola og hún hafi átt frumkvæðið að kynmökum þeirra. Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði ákærði Tomasz að hafa haft samræði við brotaþola og var það ekki fyrr en honum var kynntur framburður meðákærðu að hann breytti framburði sínum og sagði það hafa verið með fullum vilja brotaþola. Fyrir dómi gat ákærði ekki gefið neina skýringu á því af hverju hann neitaði uppha flega að hafa haft samræði við hana. Þá hefur framburður ákærða verið á reiki um fleiri atriði í gegnum meðferð málsins, svo sem aðstæður þegar brotaþoli fór í herbergi Lukaszar. Framburður ákærða er á þann veg að brotaþoli hafi haft áhuga á að vera með ho num og hafi verið gröð og hafi, eftir að hafa verið með honum, viljað meira kynlíf. Aðrir ákærðu staðfestu ekki fyrir dómi að hafa heyrt brotaþola segja þetta. Bar ákærði um það hjá lögreglu og fyrir dómi að Z hefði farið út að reykja og þá hefði brotaþoli sýnt kynferðislegan áhuga á honum. Er þetta í andstöðu við framburð ákærða Z, sem sagði Tomasz hafa sent sig út að reykja, en framburður Z verður ekki skilinn öðruvísi en svo að þó hann hefði ekki vitað hvað stóð til hefði hann haft áhyggjur af því. Þá ba r ákærði um það sjálfur í framburði sínum fyrir dómi að það hefði verið bankað hjá honum á meðan hann hafði kynmök við brotaþola og taldi hann að það hefði verið Z. Einnig bar ákærði um það fyrir dómi að brotaþoli og Z hefðu verið að kyssast í herberginu á ður en Z fór og að hann hefði sjálfur lokað dyrunum eftir að hann var orðinn einn í herberginu með brotaþola. Með hliðsjón af atvikum metur dómurinn framburð ákærða Z um að ákærði Tomasz hafi sent hann út að reykja trúverðugan og einnig hvað það varðar að hann hafi haft áhyggjur af brotaþola einni með ákærða Tomaszi og verður á þessu byggt við úrlausn málsins. Brotaþoli getur ekki borið um það hvernig það kom til að hún var ein eftir í herbergi með ákærða Tomaszi og taldi einnig að áður hefði hún verið hjá ákærða Lukaszi sem er, eins og rakið hefur verið, gagnstætt þeirri tímaröð sem ákærðu lýsa. Er það mat dómsins að framburður ákærða Tomaszar sé ótrúverðugur hvað varðar vilja brotaþola til kynmaka og frumkvæði hennar. Einnig lýsir ákærði þar ákveðinni stjó rn hans á gerðum brotaþola og þrýstingi eða blekkingu gagnvart henni þegar hann sagði henni að fara og skoða herbergi meðákærða með það í huga að hún hefði kynmök við ákærða Lukasz, án þess að segja það við hana. Sama má segja um þá háttsemi hans, sem lagt er til grundvallar að sé sönnuð með framburði ákærða Z, að senda Z út svo hann gæti verið einn með brotaþola, án þess að brotaþoli hefði haft nokkuð um það að segja en ekkert er fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi haft einhvern kynferðislegan áhuga á ákærða. Þá bar ákærði um að hafa læst hurðinni á meðan brotaþoli var hjá honum og ekki opnað þegar ákærði Z bankaði. Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að hún hefði verið ölvuð og því ekki haft stjórn á atvikum og ákærði haft allt frumkvæði að kynmöku m en hún frosið. Hefði hún óttast hvað mundi gerast ef hún streittist á móti. Þá var hún ein í húsnæði með þremur mönnum og kom skýrt fram í framburði hennar að ákærðu hefðu sýnt henni ofríki þegar hún var orðin ein með þeim og hún ekki þorað að mótmæla ge rðum þeirra af ótta um hvernig þeir brygðust við. að hann hafi mátt halda annað með hliðsjón af útliti hennar. Þá mátti ákærða vera ljóst að brotaþoli var miki ð ölvuð og að aðstæður væru þvingandi fyrir hana. Ákærði var mun eldri en brotaþoli, eða 36 ára gamall, og hann vissi að brotaþoli hafði komið með þeim heim vegna ákærða Z, sem var mun nær henni í aldri, og hún hafði áður verið að kyssa í herbergi ákærða. Ákærði átti vegna aldurs síns að búa yfir þroska til að meta aðstæður, sem brotaþoli hafði ekki vegna ungs aldurs og ölvunarástands. Ákærði bar sjálfur um 22 það fyrir dómi að eftir á mæti hann það svo að hefði hann ekki verið drukkinn þegar atvik gerðust, þá hefði hann metið atvik öðruvísi. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það sem átti sér stað inni herbergi ákærða. Framburður brotaþola um atvik þar er trúverðugur og fær að einhverju leyti stuðning í framburði ákærða Tomaszar um það hvernig hann stýrði aðstæðum og framburðar ákærða Z vegna lýsinga hans á aðdraganda atvika sem leiddu til þess að hann hafði áhyggjur af brotaþola. Dómurinn metur framburð ákærða um þetta ótrúverðugan. Byggist það á því að framburður ákærða hefur tekið miklum breytingu m í gegnum meðferð málsins en einnig vegna ósamræmis við framburð meðákærðu og brotaþola. Ekki síst er framburður hans um frumkvæði og vilja brotaþola til kynmaka ótrúverðugur í ljósi áðurnefndra lýsinga á ölvunarástandi hennar og framburði hennar almennt. Þá styðja framlögð gögn, m.a. vottorð og framburður L og F og framburður foreldra brotaþola og vitnisins E, framburð brotaþola um að hún hafi upplifað að alvarlega væri á sér brotið í umrætt sinn. Er þá sérstaklega vísað til þess að vitnin L og F sögðu br otaþola hafa sýnt líkamleg einkenni vanlíðunar við upprifjun atvika. Einnig er vísað til lýsinga læknis og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku á vanlíðan hennar daginn eftir að atvik gerðust. Er það niðurstaða dómsins að leggja beri frásögn brotaþola til gru ndvallar í málinu. Þykir sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi þvingað brotaþola til kynferðismaka með því að beita hana ólögmætri nauðung, eins og lýst er í ákæru. Þannig hafi á kærði misnotað sér gróflega aðstöðu sína á grundvelli yfirburða sinna í ald ri og þroska, ölvunarástand brotaþola og þeirra aðstæðna sem uppi voru, þar sem brotaþoli var ein með þremur ókunnugum mönnum í óvenjulegu húsnæði og við mjög sérstakar aðstæður. Þó verður ekki talið að af hálfu ákæruvaldsins hafi verið sýnt fram á að atvi k hafi gerst fjarri öðrum. Með vísan til alls framangreinds er það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að til að ná fram kynmökunum hafi ákærði nýtt sér aðstæður eins og að rakið hefur verið. Braut ákærði þannig gróflega gegn kynfrelsi brotaþola og gerðist með háttsemi sinni sekur um ólögmæta nauðung samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða. Ákærði Lukasz hefur viðurkennt að hafa haft samfarir við brota þola. Ber hann, eins og ákærði Tomasz, um að brotaþoli hafi átt frumkvæðið að kynmökum þeirra og hafi bankað á dyr hans með sæng utan um sig en nakin að öðru leyti. Framburður ákærðu um atvik þegar brotaþoli fór yfir í herbergi ákærða Lukaszar hefur verið á reiki í gegnum meðferð málsins. Ákærði Lukasz hefur í sínum framburði verið stöðugur um það að brotaþoli hafi bankað hjá honum þar sem hann var í herbergi sínu. Ákærði Tomasz bar um það hjá lögreglu að þeir hefðu allir verið frammi áður en brotaþoli fór til ákærða Lukaszar en fyrir dómi að meðákærðu hefðu þá báðir verið í herbergjum sínum en breytti svo þeim framburði á þann veg að dyrnar að herbergi Lukazsar hefði verið opnar og Lukasz hugsanlega við dyrnar. Þá sagði ákærði Z hjá lögreglu að hann hefði séð þegar brotaþoli fór inn til Lukaszar, gagnstætt því sem hann sagði fyrir dómi. Framburður ákærðu Tomaszar og Z hjá lögreglu er í samræmi við framburð brotaþola að því leyti að hún taldi að Lukasz hefði þá verið á ganginum og að henni hefði verið stýrt til Lukaszar. Er það í samræmi við framburð ákærða Tomaszar um að hann hefði sagt henni að fara þangað og skoða herbergi ákærða Lukaszar og Lukasz tekið við henni á ganginum, eins og ráða má af framburði Tomaszar hjá lögreglu. Ákærði Tomasz lýsti því fyrir dómi að hann hefði sagt þetta af því að brotaþoli hefði sagt honum að hún væri gröð, og kvaðst hann hafa gert þetta í því skyni að hún hefði kynmök við Lukasz. Ekkert er fram komið sem styður frásögn ákærða Tomaszar um þessi orð brotaþola. Samkvæmt frambu rði brotaþola man hún ekki hvernig hún fór á milli herbergja utan þess að henni hafi verið bent á að skoða herbergi Lukaszar. Þær lýsingar sem hafa komið fram af hálfu ákærðu um atvik þegar brotaþoli fór yfir í herbergi Lukaszar benda allar til þess að bro taþoli hafi verið nakin en með sæng þegar Tomasz benti henni á að fara þangað. Eins og að framan er rakið metur dómurinn framburð ákærða um að hann hafi verið í herbergi sínu ótrúverðugan og leggur til grundvallar að hann hafi annað hvort verið á ganginum eða við herbergisdyrnar. Þetta er í ákveðnu samræmi við framburð brotaþola, sem sagði að sá maður sem hún fór með í herbergið hefði ætlað að sýna henni herbergið, og framburð ákærða Tomaszar. Dómurinn metur þannig framburð ákærða ótrúverðugan um að það ha fi verið vilji brotaþola að hafa við hann kynmök og hún komið til hans í því skyni. Er þannig talið að ákærðu Tomasz og Lukasz hafi ráðskast með brotaþola 23 og ýtt henni inn í þær aðstæður að vera ein með ákærða Lukaszi þar sem hún hafði enga möguleika á því að verja sig án þess að eiga á hættu viðbrögð ákærðu. Þá verður að hafa í huga að ákærði Tomasz var þegar búin að hafa kynmök við brotaþola og mátti því ætla að hann gæti stýrt brotaþola á þennan hátt. Verður að telja að ákærða hafi í ljósi aðstæðna verið fullljóst að brotaþoli hefði verið leidd til hans þar sem hann tók við henni og það sem gerðist í framhaldinu hans ákvörðun. Þá er ekkert komið fram sem bendir til þess að það hafi verið vilji brotaþola að hafa kynmök við hann. Ákærði bar um það í skýrslu sinni fyrir dómi að eftir að bankað var hjá honum meðan hann hafði kynmök við brotaþola sem hefði þá viljað fara og beðið hann að opna, sem bendir til þess að brotaþoli hafi staðið í þeirri trú að hún væri læst inni og kæmist ekki út án atbeina ákærða. Ei nnig kom fram að hann hefði spurt, eftir að þau voru hætt að hafa kynmök, hvort allt væri í lagi og hún þá svarað játandi. Bendir þetta til þess að ákærði hafi þá liðið illa. fallist á það með ákærða að hann hafi mátt halda annað með hliðsjón af útliti hennar. Þá mátti ákærða vera ljóst að brotaþoli var mikið ölvuð og að aðstæður væru þvingandi fyrir hana. Ákærði vissi að brotaþoli kom með þeim heim vegna ákærða Z, sem var nær henni í aldri. Ákærði var 32 ára, mun eldri en brotaþoli, og átti hann að hafa þroska til að meta aðstæður og stýra þeim umfram brotaþola. Þá bar ákærði um að þegar það rann af honum hafi hann hugsað um það hvort þetta hefði verið eðlilegt vegna aldursmun ar og ölvunar brotaþola. Brotaþoli lýsti því fyrir dómi að hún hefði verið ölvuð og því haft litla stjórn á atvikum og hefði óttast hvað mundi gerast ef hún streittist á móti. Þá var hún stödd þarna ein með þremur mönnum. Ákærði og brotaþoli eru ein til fr ásagnar um það sem átti sér stað inni í herbergi ákærða. Hann kvaðst hafa hætt kynmökum þegar brotaþoli vildi hætta en brotaþoli kvaðst hafa sagt ítrekað við ákærða strax í upphafi að þau ættu ekki að gera þetta. Framburður brotaþola er trúverðugur og fær um margt stuðning í framburði ákærða Tomaszar á því hvernig hann stýrði brotaþola áfram til ákærða Lukaszar. Í ljósi þess metur dómurinn framburð ákærða ótrúverðugan hvað þessi atvik varðar og þá ekki síst um frumkvæði og vilja brotaþola til kynmaka í ljós i áðurnefndra lýsinga á ölvunarástandi hennar og framburðar hennar almennt og framburðar ákærða Tomaszar. Eins og að framan er rakið telur dómurinn að framlögð gögn og framburður vitna styðji framburð brotaþola um að hún hafi upplifað alvarlega á sér broti ð í umrætt sinn. Er það niðurstaða dómsins að leggja beri frásögn brotaþola til grundvallar. Þykir sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi þvingað brotaþola til kynferðismaka með því að beita hana ólögmætri nauðung, eins og lýst er í ákæru. Þannig hafi á k ærði misnotað sér gróflega aðstöðu sína á grundvelli yfirburða sinna í aldri og þroska, ölvunarástands brotaþola og þeirra aðstæðna sem uppi voru þar sem brotaþoli var ein með þremur ókunnugum mönnum í óvenjulegu húsnæði og við mjög sérstakar aðstæður. Þó verður ekki, eins og hvað varðar ákærða Tomasz, talið að af hálfu ákæruvaldsins hafi verið sýnt fram á að atvik hafi gerst fjarri öðrum. Með vísan til alls framangreinds er það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að til að ná fram kynmökunum haf i ákærði nýtt sér aðstæður eins og að rakið hefur verið. Braut ákærði þannig gróflega gegn kynfrelsi brotaþola og gerðist með háttsemi sinni sekur um ólögmæta nauðung samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða. Ákærði Z er sakaður um að hafa notfært sér ástand brotaþola til að láta hana hafa við sig munnmök. Bæði brotaþoli og ákærði Z lýstu því svo í gegnum alla meðferð málsins að brotaþoli hefði komið inn í herberg i Z með honum eftir að hún hafði verið bæði í herbergi ákærða Lukaszar og Tomaszar. Brotaþoli lýsti því í framburði sínum hjá lögreglu að hún hefði haft munnmök við ákærða Z í herbergi hans, en fyrir dómi mundi hún ekki eftir og breyttist það ekki eftir að brotaþola var kynntur framburður hennar hjá lögreglu. Ákærði Z lýsti því í framburði sínum hjá lögreglu að brotaþoli hefði haft munnmök við hann í herberginu, en fyrir dómi var framburður hans um þetta nokkuð óljósari og kvað hann sig þá minna þetta. Engu að síður telur dómurinn að ekkert sé fram komið sem dregur sérstaklega úr trúverðugleika hvorki ákærða Z né brotaþola hvað varðar atvik þegar þau voru bæði komin inn í herbergi ákærða. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé 24 fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal dómur reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð málsins fyrir dómi. Verður þannig ekki byggt á framburði brotaþola hjá lögreglu sem hún staðfesti ekki í skýrslu sinni fy rir dómi. Eftir stendur þá framburður ákærða um að brotaþoli hafi haft munnmök við hann. Sá framburður var óljós að því leyti að ákærði orðaði það svo að hann væri ekki viss um að hún hefði gert þetta. Hún hafi viljað þetta og sýnt það með því að nálgast h ann og taka niður buxur hans en hann hjálpað til. Þá bendir framburður brotaþola, sem fær um þetta atriði stuðning í framburði ákærða Z og vitnisins M, um að hún hafi sagst vilja fara og í kjölfar þess hlaupið út, til þess að aðstæður hafi ekki lengur veri ð með sama hætti og byggt er á í ákæru þegar brotaþoli var komin inn í herbergið. Með framburði ákærða einum verður ekki talið sannað að brotaþoli hafi haft munnmök við ákærða umrætt sinn og er ákærði Z þegar af þeirri ástæðu sýknaður af broti því sem honu m er gefið að sök í ákæru. IV Ákærði Lukasz er fæddur árið 1985 og ákærði Tomasz er fæddur árið 1981. Samkvæmt sakavottorði ákærðu hefur hvorugur þeirra verið dæmdur til refsingar. Ákærðu Lukasz og Tomasz eru í máli þessu sakfelldir fyrir nauðgun samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en samkvæmt ákvæðinu getur brot gegn því sætt fangelsi allt að 16 árum. Ákærðu eiga sér engar málsbætur. Þeir misnotuðu sér ástand og aðstæður ungrar stúlku í því skyni að ná fram vilja sínum og skeyttu engu um velferð hennar. Eru brot ákærðu alvarleg og ófyrirleitin. Verður atvik gerðust og brot ákærðu sérstaklega þungbær í ljósi þess h vernig atvikum var háttað. Er því bæði litið til a - og c - liðar 195. gr. laga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærðu Tomaszar og Lukaszar, hvors um sig, hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár. Með hliðsjón af alvarleika br ota ákærðu er ekki efni til að skilorðsbinda refsingu þeirra, þrátt fyrir að meðferð málsins hafi dregist úr hófi. Þannig liðu 27 mánuðir frá því að brotið var framið og þar til ákæra vegna málsins var gefin út en ákærðu verður ekki um þann drátt kennt. V Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða henni miskabætur, in solidum, að fjárhæð 5.000.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta. Ákærðu Tomasz og Lukasz hafa, eins og að framan er rakið, verið sakfelldir samkvæmt ákæru en ákærði Z sýk naður og verður því kröfunni vísað frá dómi hvað hann varðar. Ekki er á því byggt að um samverknað ákærðu Lukaszar og Tomaszar sé að ræða og eru ekki forsendur til að dæma ákærðu sameiginlega bótaskylda vegna þeirra brota sem þeir hafa verið sakfelldir fyr ir. Eins og rakið er að framan hafa þeir báðir verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot gegn brotaþola. Eru brot sem þessi til þess fallin að hafa í för með sér stórfelldan miska fyrir þann sem fyrir því verður. Þá má af málsgögnum ráða að brotin haf haft alv arlegar afleiðingar fyrir líðan brotaþola þó ekki verði greint á milli afleiðinga brota hvors ákærðu um sig. Í ljósi framangreinds þykir brotaþoli eiga rétt á miskabótum úr hendi ákærðu á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin í ljósi framangreinds og dómafordæma 1.300.000 krónur, úr hendi ákærðu hvors um sig, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði og er þá við það miðað að ákærðu var fyrst birt bótakrafa við þingfestingu má lsins. Með vísan til 1. mgr. 234. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála greiðast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Z, Bjarna Haukssonar lögmanns, 2.200.000 króna, úr ríkissjóði. Þá greiði ákærði Lukasz málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gylfa Je ns Gylfasonar lögmanns, er teljast hæfilega ákveðin 2.100.000 króna, og ákærði Tomasz málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þórhalls Hauks Þorvaldssonar lögmanns, er teljast hæfilega ákveðin 2.400.000 króna. Sakarkostnaður sem tilkominn er sérstaklega vegn a réttarlæknisfræðilegra rannsókna á ákærða Z, 70.592 krónur, greiðist úr ríkissjóði, en ákærðu Lukasz og Tomasz greiði hvor um sig helming annars sakarkostnaðar sem samkvæmt framlögðu yfirliti ákæruvaldsins, að teknu tilliti til framangreinds, er alls 1.0 16.185 krónur og helming þóknunar 25 réttargæslumanns brotaþola, Hildar Leifsdóttur lögmanns, sem alls er ákveðin 975.000 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti má lið Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Gætt er ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 við uppkvaðningu dóms þessa. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp d óm þennan. Dómsorð: Ákærði, Z, er sýkn af öllum kröfum ákæruvalds. Ákærði, Lukasz Soliwoda, sæti fangelsi í þrjú ár. Ákærði, Tomasz Walkowski, sæti fangelsi í þrjú ár. Einkaréttarkröfu brotaþola, A, er vísað frá hvað varðar ákærða Z. Ákærði Lukasz greiði brotaþola 1.300.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 4. febrúar 2017 til 27. júní 2019 en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði Tomasz greiði brotaþola 1.300.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 4. febrúar 2017 til 27. júní 2019 en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Z, Bjarna Haukssonar lögmanns, 2.200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Lukasz greiði málsvarnarlaun sk ipaðs verjanda síns, Gylfa Jens Gylfasonar lögmanns, 2.100.000 krónur. Ákærði Tomasz greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þórhalls Hauks Þorvaldssonar lögmanns, 2.400.000 krónur. Ákærðu Lukasz og Tomasz greiði hvor um sig helming sakarkostnaðar, s em er alls 1.016.185 krónur og helming þóknunar réttargæslumanns brotaþola, Hildar Leifsdóttur lögmanns, sem er alls 975.000 krónur. Annar sakarkostnaður, 70.592 krónur, greiðist úr ríkissjóði.