LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 22. nóvember 2021. Mál nr. 614/2021 : A (Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður ) gegn B (Sævar Þór Jónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Börn. Sáttameðferð. Frávísun frá héraðsdómi staðfest. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem máli A á hendur B var vísað frá dómi með vísan til þess að aðilar máls hefðu ekki undirgengist sáttameðferð í samræmi við 5. mgr. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 14. október 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 2. nóvember 2021 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 7. október 2021 í málinu nr. E - /2021 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar en til vara að hinum kærða úrskurði verði hrundið að hluta, þannig að staðfest verði frávísun á kröfu sóknaraðila um umgengni, en lagt verð i fyrir héraðsdóm að taka aðrar dómkröfur til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003, sem lögfest var með 12. gr. laga nr. 61/2012, er það ófrávíkjanleg skylda foreldra að undirgangast sáttameðferð áður en mál er höfðað um forsjá eða lögheimili barns. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar er markmið sáttameðferðar að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn máls s em er barni fyrir bestu. Skulu foreldrar mæta sjálfir á þá sáttafundi sem sáttamaður boðar 2 til auk þess sem gefa skal barni sem náð hefur nægilegum þroska kost á að tjá sig. Í 5. mgr. 33. gr. a barnalaga er kveðið á um að sáttamaður gefi út vottorð um sátt ameðferð ef foreldrum tekst ekki að gera samning. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að gefa út slíkt vottorð ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa fengið kvaðningu tvívegis. Þá segir í 6. mgr. að í vottorði um sáttameðferð skuli gera grein fyrir þv í hvernig meðferðin fór fram, helstu ágreiningsatriðum, afstöðu aðila og sjónarmiðum barns, nema það sé talið ganga gegn hagsmunum þess. 5 Í athugasemdum við 12. gr. frumvarps til laga nr. 61/2012 segir að rétt þyki að gera foreldrum almennt að leita sátta í hvert sinn sem krafist sé úrskurðar eða höfðað sé mál um tiltekin ágreiningsefni enda megi ganga út frá því að æskilegt sé að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra er fólginn í hvert sinn og hvort unnt sé að hjálpa þeim að sætta mál. Nauðsynlegt sé að foreldrar taki sjálfir fullan þátt í öllu ferlinu svo að þeir átti sig á þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar, taki þátt í og axli ábyrgð á þeirri sátt sem er gerð. Enn fremur segir í almennum athugasemdum að skyldan til að taka þátt í sáttam eðferð hafi þó ekki í för með sér að unnt verði að knýja foreldra til að gera tiltekinn samning og að gert sé ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur ekki unnt að ná sáttum og að hann geti til dæmis gefið út vottorð um að sáttameðferð sé lokið ef fo reldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa fengið kvaðningu tvívegis. 6 Í málinu liggur fyrir vottorð um sáttameðferð 13. nóvember 2020. Þar kemur fram að aðilar hafi verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 23. nóvember 2020 á . Áður en sáttameðferð hófst hafi móðir afþakkað hana í tölvupósti 13. sama mánaðar. Enn fremur segir að virk sáttameðferð hafi ekki farið fram. 7 Samkvæmt framangreindu var vottorð um sáttameðferðina gefið út tíu dögum áður en fyrirhugaður sáttafundur skyldi fara fram. Ekkert lá þá fyrir um afstöðu sóknaraðila til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta í því. Í stað þess að gefa honum kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni gaf sáttamaður út vottorð um að sættir hefðu ekki tekist með aðilum áður en sáttameðferðin hófst í raun og veru og án þess að boðað væri aftur til sáttafundar. Er þetta í andstöðu við fyrirmæli 5. mgr. 33. gr. a barnalaga. Samkvæmt þessu er ekki unnt að líta svo á að í málinu hafi farið fram sáttameðferð í skilningi framangreinds ákvæðis barnalaga. Ber af þeim sökum að staðfesta niðurstöðu hins kærða úrskurðar um frávísun málsins frá héraðsdómi. 8 Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað er staðfest. 9 Kærumálskostnaður verður felldur niður. Úrskurðarorð: Hin n kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. 3 Úrskurður Héraðsdóms Austurlands 7. október 2021 1. Mál þetta, sem höfðað var 30. mars 2021, var tekið til úrskurðar 27. september sl. Stefnandi er A , kt. , , Stefnda er B , kt. , , 2. Dómkröfur stefnanda eru þær að lögheimili barna hans og stefndu, þeirra C , kt. , og D , kt. , verði skráð hjá honum til 18 ára aldurs þeirra. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði með dómi gert að greiða honum einfalt meðlag með börnunum, eins og það er skilgreint í 2. mgr. 55. gr. barnalaga nr. 76/2003, frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs hvors þeirra. Þá krefst stefnandi þess að dómurinn ákveði hvernig umgengni barnanna skuli háttað við það foreldri sem ekki hefur lögheimili þ eirra, og jafnframt að verði fallist á nefndar kröfur hans verði í dómsorði mælt fyrir um að áfrýjun fresti ekki réttaráhrifum dómsins. Loks krefst stefnandi málskostnaðar að mati dómsins, eins og eigi sé um gjafsóknarmál að ræða. 3. Stefnda, sem skilaði greinargerð í þinghaldi þann 3. júní sl., krefst þess að máli þessu verði vísað frá dómi, en jafnframt krefst hún málskostnaðar. Um nefnda kröfugerð er vísað til 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 4. Í þessum þætti málsins er til úrlaus nar frávísunarkrafa sóknaraðila, hér eftir nefnd stefnda. Varnaraðili, hér eftir nefndur stefnandi, krefst þess að kröfum stefndu, þ. á m. um frávísun verði hafnað. I. 1. Málsatvik eru í stuttu máli þau að eftir að aðilar máls slitu samvistum í ársbyrjun 2016 gerðu þau með sér samkomulag um sameiginlega forsjá barna sinna, en einnig um lögheimili þeirra hjá stefndu, og um að umgengni barnanna við hvort foreldri skyldi vera með svokölluðu viku/viku - fyrirkomulagi. Haustið 2017 hö fðaði stefnda dómsmál og krafðist m.a. fullrar forsjár barnanna og takmarkaðri umgengni stefnanda við börnin en verið hafði. Eftir sáttaferli og gagnaöflun, þ. á m. öflun forsjármats, krafðist stefnda þess að dómsmálið yrði fellt niður. Varð það raunin sam kvæmt úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar, sbr. mál réttarins nr. . 2. Samkvæmt gögnum óskaði stefnandi þess hjá sýslumanni, sbr. beiðni, dagsetta 12. maí 2020, að hann fengi lögheimili beggja barnanna flutt til sín. Af þes su tilefni liggur fyrir vottorð um sáttameðferð samkvæmt ákvæði 33. gr. a í barnalögum nr. 76/2003. Í vottorðinu segir frá því að máli málsaðila hafi af ofangreindu tilefni verið vísað til meðferðar hjá sáttamanni þann 19. maí 2020, en um ágreiningsefnið e , en síðan segir í 4 sáttameðf grundvelli reglna innanríkisráðuneytis frá 14. febrúar 2013 um ráðgjöf og sáttameðferð samkvæmt 33. og 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003, með síðari breytingum skv. lögum nr. 61/2012 og 144/2012. Sáttavottorðið Í kjölfar framangreindrar atburðarásar höfðaði stefnandi mál þett a, en eins og fyrr sagði hefur hann í málatilbúnaði sínum uppi dómkröfur um breytingu á lögheimili nefndra barna, en einnig um umgengni, meðlag og málskostnað. Gjafsóknarleyfi liggur ekki fyrir í málinu. II. 1. Stefnda reisir frávísunarkröfu sína á því að s amkvæmt ákvæði 1. mgr. 33. gr. a í barnalögum nr. 76/2003 sé foreldrum skylt að leita sátta áður en krafist sé úrskurðar eða mál höfðað um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Að þessu leyti vísar hún m.a. til athugasemda sem fylgdi frumvar pi til breytinga á barnalögunum og þá um nefnt lagaákvæði, en í því samhengi einnig til þess að samkvæmt efni áðurrakins vottorðs sáttamanns sýslumanns taki það eingöngu til ágreinings málsaðila um lögheimili. Vottorðið fjalli þannig ekki um ágreining aðil a vegna umgengni barnanna. Stefnda bendir á að í öðrum gögnum málsins sé heldur engar vísbendingar að finna um að leitað hafi verið sátta vegna ágreinings aðila um umgengni barnanna, og fullyrðir hún að svo hafi ekki verið. Við flutning málsins var af hál fu stefndu vísað til þess að hið síðastgreinda ágreiningsatriði varðaði hana miklu, og hún af þeim sökum haft vilja til þess að ræða og leita sátta þar um. Í boðun sáttamanns sýslumanns hafi á hinn bóginn í engu verið getið um umgengnisþáttinn. Af þeim sök um hafi hún ekki talið tilefni til þess að mæta á boðaðan fund sáttamannsins. Stefnda byggir á því að í ljósi ofangreinds og málatilbúnaðar stefnanda hafi umrætt sáttavottorð ekki uppfyllt skilyrði tilgreinds lagaákvæðis um sáttameðferð fyrir höfðun máls og þá um ágreining málsaðila um umgengnisþáttinn, sbr. að því leyti dóm Hæstaréttar frá 30. apríl 2015 í málinu nr. 283/2015. Stefnda byggir á því að engu breyti í þessu sambandi þótt hún, sem annað foreldri, hafi hafnað sáttameðferðinni og ekki mætt. Vísa r hún til þess að sáttamaður geti í slíkum tilvikum, að uppfylltum skilyrðum, gefið út sáttavottorð, en þá þannig að þar komi fram hvaða kröfur hafi verið gerðar af hálfu þess aðila sem hafi beðið um slíka meðferð, sbr. að því leyti til hliðsjónar dóm Hæst aréttar frá 17. janúar 2017 í málinu nr. 5/2017. Stefnda bendir á að í slíkum tilvikum geti málsaðili höfðað dómsmál um það atriði sem fjallað hafi verið um í sáttameðferðinni, en ekki um önnur þau ágreiningsefni sem ákvæði 1. mgr. 33. gr. a í barnalögum á skilji að leita þurfi sátta sérstaklega um. Samkvæmt öllu ofangreindu segir stefnda einsýnt að vísa beri máli þessu frá dómi. 2. Við munnlegan flutning um frávísunarkröfu stefndu mótmælti stefnandi kröfunni. Stefnandi byggir á því að við höfðun málsins haf i hann lagt fram gilt sáttavottorð að því er varðaði atriði sem tók til lögheimils barna málsaðila. Hann staðfesti að í beiðni til sýslumanns hefði einungis verið vikið að ágreiningi málsaðila um lögheimili barnanna, og því eigi um umgengnisþáttinn. Stefna ndi staðhæfir að í raun hafi ekki verið ágreiningur um síðastnefnda þáttinn, enda hefði verið í gildi samkomulag þar um millum aðila. Vegna þessa hafi ekki verið nein þörf fyrir sáttameðferð sýslumanns um umgengi barna og málsaðila, en aftur á móti hefði d ómurinn í efnisúrlausn sinni þurft að ákvarða þar um, þ.e. ef fallist yrði á dómkröfur hans og þá vegna breytinga á lögheimilisskipaninni. 5 Stefnandi byggir á því að í ljósi ofangreinds sé það til hagræðis fyrir báða aðila að dæma um kröfur hans, og þá í þ eim búningi, sem hann hafi sett þær fram í málinu, enda hafi ágreiningur aðila verið langvinnur, eða allt frá árinu 2017. Við flutning andmælti stefnandi röksemdum stefndu, og þ. á m. tilvísunum hennar til málsatvika í eldri dómum, sem hann sagði að hefði varðað önnur en hér séu til umfjöllunar. Stefnandi byggir á því að frávísunarkrafa stefndu sé í raun í andstöðu við hagsmuni barna þeirra. Hann byggir á því, og þá m.a. í ljósi þessa, að fært sé við úrlausn málsins að horfa til þess að dómkrafa hans um l ögheimili barnanna geti staðið ein, þ.e. ef kröfu hans um umgengni verði vísað frá dómi, enda sé í raun um eðlisólíkar kröfur að ræða. Að þessu leyti vísar stefnandi m.a. til ákvæðis 5. mgr. 34. gr. barnalaganna, en til ákvæða 1. mgr. og 2. mgr. 40. gr. sö mu laga um sáttameðferð undir rekstri málsins fyrir dómi. III. 1. Í máli þessu hljóða dómkröfur stefnanda m.a. um að lögheimili tveggja barna málsaðila verði skráð hjá honum og að dómurinn ákveði hvernig umgengni barnanna skuli háttað til framtíðar við það foreldri sem ekki hefur lögheimili þeirra hjá sér. 2. Í 5. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, með síðari breytingum, er kveðið á um að dómara beri í ágreiningsmálum um forsjá barns eða lögheimli, en þá samkvæmt kröfu annars eða beggja foreldra, að kveða m.a. á um inntak umgengnisrétttar barns og foreldris. Í 33. gr. a í lögunum, sbr. breytingarlög nr. 61/2012 og 144/2012, er kveðið á um sáttameðferð í forsjármálum. Segir í 1. mgr. ákvæðisins að áður en krafist sé úrskurðar eða mál höfðað um forsjá, löghe imili, umgengni, dagsektir eða aðför sé foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein. Í 2. mgr. segir að sýslumenn skuli bjóða aðilum sáttameðferð en aðilar geti einnig leitað til annarra sem hafi sérþekkingu í sáttameðferð og málefnum barna. Í 3. mgr. segir að markmið með sáttameðferð sé að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn máls sem sé barni fyrir bestu og er mælt fyrir um að foreldrar skuli mæta sjálfir á þá sáttafundi sem sáttamaður boðar til. Einnig segir að veita skuli barni, sem ná ð hefur nægilegum þroska, kost á að tjá sig við sáttameðferð. Í 5. mgr. ákvæðisins segir að ef foreldrum tekst ekki að gera samning gefi sáttamaður út vottorð um sáttameðferð og í 6. mgr. segir að í slíku vottorði skuli gera grein fyrir því hvernig sáttame ðferð fór fram, helstu ágreiningsatriðum, afstöðu aðila og sjónarmiðum barns. Í athugasemdum með 12. gr. frumvarps, sem varð að fyrrnefndum lögum nr. 61/2012, segir að í ákvæðinu sem varð að 33. gr. a í barnalögum sé að finna það nýmæli að skylda foreldra til að undirgangast sáttameðferð í ákveðnum málum. Í 1. mgr. sé mælt fyrir um skyldu til að undirgangast sáttameðferð áður en unnt sé að krefjast úrskurðar eða höfða mál um tiltekið ágreiningsefni, m.a. um forsjá, lögheimili og umgengni. Þá segir að rétt þyki að gera foreldrum almennt að leita sátta í hvert sinn sem krafist er úrskurðar eða mál höfðað enda megi ganga út frá því að æskilegt sé að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra sé fólginn hverju sinni og hvort unnt sé að hjálpa þeim að sætta mál. Og í almennum athugasemdum með frumvarpinu segir m.a. með hliðsjón af kostum sáttameðferðar fyrir börn og samskipti foreldra í framtíðinni telji frumvarpshöfundar ótvíræðan kost að foreldrar fái skýr skilaboð um að þeim beri að reyna þessa leið áður en unnt sé að krefjast úrskurðar eða höfða mál. Jafnframt segir að færa megi rök fyrir því að skylda foreldra til að undirgangast sáttameðferð sé ein af hinum almennu forsjárskyldum, þ.e. liður í því að annast barn á þann hátt sem best hentar hagsmunum þess. 3. Með hliðsjón af framangreindu er að mati dómsins ljóst, og þá bæði af orðalagi 1. mgr. 33. gr. a í barnalögum og af ummælum í greinargerð, að það sé ófrávíkjanlegt skilyrði að foreldrar undirgangist 6 sáttameðferð áður en mál er höfðað og að það sé lágmarksinntak slíkrar meðferðar að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra komi fram. Þykir vilji löggjafans að þessu leyti alveg skýr. 4. Eins og að framan greinir höfðaði stefnandi mál þetta þan n 30. mars sl., en það var þingfest 6. maí sama ár. Eins og áður segir gerir stefnandi í stefnu m.a. kröfu um breytingu á lögheimili barna málsaðila, en einnig um umgengni þeirra og um meðlagsgreiðslur. 5. Samkvæmt efni áðurrakins vottorðs sáttamanns sýslumanns, en einnig því sem fram hefur komið í málinu hér fyrir dómi, liggur fyrir að stefnda mætti ekki á boðaðan sáttafund, en misritast hefur að hann hafi átt að fara fram 23. nóvember 2020. Í athugasemdadálki vottorðsins er skráð að stefnda hafi afþa kkað sáttameðferðina. Sáttavottorðið var gefið út 13. nóvember nefnt ár og þá um árangurslausar sættir að því er varðaði ágreining málsaðila um lögheimili barna þeirra. Í almennum athugasemdum við 12. gr. frumvarps til breytingarlaga nr. 61/2012 segir m.a. að sáttamaður meti hvenær hann telji ekki unnt að ná sáttum og geti t.d. gefið út sáttavottorð ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa fengið kvaðningu tvívegis. 6. Að áliti dómsins verður ráðið, af því sem hér að framan hefur verið rakið, að bei ðni stefnanda til sýslumanns um sáttameðferð hafi aðeins varðað ágreining um lögheimili barna hans og stefndu, sbr. það sem tiltekið er í umræddu sáttavottorði. Þar er þannig ekki vikið að öðrum þeim kröfum, sem stefnandi hefur uppi í stefnu sinni, og þá e kki að því er varðar ágreining um umgengni. Að því leyti þykir ekki unnt að horfa fram hjá sjónarmiðum stefndu, sbr. það sem hér að framan hefur að nokkru verið vikið að. Þegar ofangreint er virt er að áliti dómsins ekki uppfyllt áðurgreind skilyrði barnal aganna nr. 76/2003 til höfðunar máls á milli málsaðila, og þá um þann ágreining sem vísað er til í stefnu. Verður því ekki hjá því komist að vísa frá dómi kröfum stefnanda í heild, og þá um lögheimili, umgengni og meðlag. 7. Í ljósi dómvenju og eins og hér stendur á þykir, þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 38. gr. barnalaga, rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður, en af hálfu stefndu Lárus Sigurður Lárusson lögmaðu r. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður.