LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 14. júlí 2021. Mál nr. 430/2021 : A (Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður ) gegn B ( Oddgeir Einarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Börn. Lögheimili til bráðabirgða. Umgengni til bráðabirgða. Meðlag . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem skorið var til bráðabirgða úr ágreiningi málsaðila um lögheimili barns þeirra og umgengni. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að lögheimili barnsins skyldi vera hjá B þar til endanlegur dómur í forsjármáli aðila lig gur fyrir. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um tímabundið fyrirkomulag á umgengni A við barnið og að henni yrði gert að greiða einfalt meðlag með barninu. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Hervör Þorvaldsdóttir o g Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. júní 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 13. næsta mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 16. júní 2021 í málinu nr. E - /2020 þar sem skorið var til bráðabirgða úr ágreiningi aðila um lögheimili sonar þeirra, C , og umgengni hans við sóknaraðila. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfum varnaraðila hafnað. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrsku rðar auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Júlíar Óskar Antonsdóttur, 150.000 krónur. Úrskurður Héraðsdómur Norðurlands eystra 16. júní 2021 Mál þetta var höfðað 11. desember 2020 og tekið til úrskurðar 1 að honum verð dæmd forsjá C, að stefndu verði gert að greiða einfalt meðlag með drengnum til 18 ára aldurs og að dómurinn ákveði inntak umgengisréttar þess foreldris sem ekki fer með forsjá. Jafnframt krefst hann þess í stefnu að úrskurðað verði að lögheimili dreng sins verði hjá honum til bráðabirgða á meðan forsjármálið er rekið fyrir dómi og stefndu á sama tíma gert að greiða einfalt meðlag. Þá verði kveðið á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ekki fer með lögheimili sonarins á meðan málið er fyrir dómi. Stefnda krefst sýknu af kröfum stefnanda og að henni verði dæmd forsjá C. Aðilar njóta gjafsóknar og krefjast hvor um sig málskostnaðar úr hendi hins eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Í þinghaldi 15. febrúar sl. lagði stefnandi fram beiðni um dómkvað ningu matsmanns til að meta forsjárhæfni aðila. D sálfræðingur var sama dag dómkvaddur til að framkvæma umbeðið mat og lagt fyrir hann að skila matsgerð eigi síðar en 12. maí. Ráðgert var að matsgerð yrði síðan lögð fram upp úr miðjum maí og aðalmeðferð há ð fyrir fjölskipuðum dómi 11. júní. Í sama þinghaldi var tekin fyrir og munnlega flutt krafa stefnanda um lögheimili, meðlag og umgengni til bráðabirgða. Með úrskurði héraðsdóms 19. febrúar var synjað um breytingu á lögheimili C á meðan óleyst væri úr dei lu aðila en gagnkvæmur umgengnisréttur stefnanda og sonarins festur í sessi þar til dómur gengi í málinu. Var í því sambandi meðal annars vísað til þess að matsvinna væri að hefjast, að drengurinn væri í skóla á , að aðalmeðferð færi að óbreyttu fram 11 . júní og að því mætti vænta dóms í málinu í lok júní. Með úrskurði Landsréttar 26. mars sl. í máli réttarins nr. 148/2021 var framangreind niðurstaða staðfest. Dómkvaddur matsmaður skilaði matsgerð 28. maí sl. og var hún lögð fram á dómþingi 4. júní. Í sa mótmælti því að dómkvaddur yrði nýr undirmats maður og krafðist þess að synjað verði um matsbeiðni stefndu. Í sama þinghaldi krafðist stefnandi breytinga á fyrri dómsúrskurði um lögheimili drengsins og umgengni til bráðabirgða og var þeirri kröfu mótmælt af hálfu stefndu. Var málið munnlega flutt um b æði ágreiningsatriðin 11. júní sl. Í þessum þætti máls er til úrlausnar krafa stefnanda um bráðabirgðaúrskurð. I. Málsaðilar voru í sambúð sem upp úr slitnaði vorið 2014. Á sambúðartímanum eignuðust þau C. Þann 15. september 2015 staðfesti sýslumaðu r samkomulag aðila um forsjá, lögheimili og umgengni. Samkvæmt því skyldi forsjá vera sameiginleg, drengurinn eiga lögheimili hjá móður og dvelja aðra hverja viku hjá föður, frá föstudegi til föstudags. Einnig var samið um jafnar samvistir foreldra og barn s í sumar - , páska - og jólaleyfum. Með munnlegu samkomulagi aðila breyttu þau reglulegri umgengni tímabundið sumarið 2016 á þá leið að drengurinn skyldi dvelja hjá stefnanda aðra hverja helgi frá föstudegi til 3 mánudags. Virðist þetta fyrirkomulag hafa gilt fram á vor 2018 þá er regluleg umgengni færðist aftur í fyrra horf. Haustið 2019 var stirt með aðilum og bætti ekki úr skák þegar stefnda flutti með C úr gar samkvæmt 1. mgr. 51. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þrátt fyrir stirt samband aðila í milli óskaði stefnda eftir því snemma árs 2020 að C dveldi tímabundið meira hjá föður og er ágreiningslaust að frá febrúar/mars til 27. júlí 2020 hafi drengurinn dvalið m eira og minna hjá stefnanda. Stefnandi bjó þá og býr enn í og sótti C óbreytt deildu þau hart um tímalengd samvista við soninn. Fór svo að stefnda flu tti lögheimili C til , skráði fram án samráðs við stefnanda og í andstöðu við fyrirmæli 1. mgr. 51. gr. barnalaga. II. Áður gerðist það 27. júlí 20 20 að stefnandi lagði fram beiðni hjá sýslumanni um breytingu á lögheimili barnsins. Er í beiðninni vísað til þess að C hafi verið hjá föður frá því í mars vegna andlegra veikinda móður, að hún hafi vanrækt umönnun og uppeldi drengsins; hann gangi ýmist sj álfala eða sé sinni ekki aðstoð við heimanám, aðbúnaður á heimili hennar sé ekki boðlegur og hafi málið verið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Þann 1 7. ágúst lagði sóknaraðili síðan fram beiðni um breytingu á forsjá og studdi hana sömu rökum. Lögum samkvæmt var leitað sátta vegna þessa ágreinings og lauk þeirri meðferð 3. desember 2020 með útgáfu vottorðs um árangurslausar sættir. Áður ræddi sérhæfður sáttamaður við C 19. nóvember. Er í vottorðinu haft eftir drengnum að hann eigi tvö heimili, annað hjá móður og hitt hjá föður og sé hann mjög sáttur við það og eigi vini á báðum stöðum. Hann myndi þó gjarnan vilja fá meiri tíma hjá föður þar sem helgarnar hjá honum líði allt of fljótt. Þá mætti móðir hlusta betur á hann og virða skoðanir hans. III. Eftir að stefnda flutti bárust barnaverndaryfirvöldum fleiri tilkynningar um meinta vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit með C, meðal annars frá og [ . Tilkynningarnar eiga það sammerkt að lýst er áhyggjum af aðstæðum drengsins hjá móður, sem glími við geðræn vandamál og sé ekki í stakk búin að sinna grunnþörfum hans. Þá sé og grunur um að stefnda sé í neyslu. Föstudaginn 9. október sl. gerði stefnand i sér ferð til og taldi sig vera að sækja son sinn í umgengni. Þegar hann kom að heimili stefndu hleypti hún honum ekki inn og varð stefnandi frá að hverfa. C varð vitni að samskiptum foreldra sinna og mun hafa verið miður sín að fá ekki að hitta stefn anda. Fyrir tilstilli lögmanna aðila náðist samkomulag um að stefnandi sækti drenginn föstudaginn á eftir og hefði hann í helgarumgengni . Hélst síðan það fyrirkomulag óbreytt að C dveldi hjá föður aðra hverja helgi, ýmist frá föstudegi til sunnudagskvö lds eða mánudagsmorguns. Þá var drengurinn í umgengni hjá föður frá 18. desember 2020 til 2. janúar 2021. Með úrskurði héraðsdóms 19. febrúar var svo fest í sessi að C dveldi hjá föður aðra hverja helgi frá skólalokum á fimmtudegi til sunnudagskvölds á með an óleyst væri úr forsjárágreiningi aðila. Jafnframt var úrskurðað að drengurinn dveldi hjá föður í páskaleyfi 2021. Var sú niðurstaða staðfest í landsréttarmáli 148/2021. IV. Meðal framlagðra gagna er umsögn E sálfræðings frá 8. október 2020 en samkvæmt henni ræddi E í 2 - 3 skipti við stefndu og C í janúar/febrúar það ár vegna áhyggna stefndu af því að heimilisaðstæður stefnanda hefðu slæm áhrif á drenginn og yllu streitu og kvíða. Þá átti E langt símtal við stefnanda og kom hann sínum sjónarmiðum á framfæ ri. Segir í umsögninni að C sé flottur og brosmildur drengur sem komi vel fyrir. Hann hafi verið fljótur að segja að honum liði vel og væri ávallt glaður, ætti marga vini og væri fengi stundum magaverk og ætti erfitt með svefn. Þrátt fyrir þetta liði honum vel, bæði á heimili móður og föður. Það hafi því nánast komið E á óvart þegar drengurinn lýsti áhuga á að sækja skóla í hverfi föður. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að C virðist eigi erfið samskipti sín á milli. 4 jög félagslyndur, hann ávallt glaður og spenntur fyrir frístundinni og hafi starfsmenn ekki tekið eftir neinu athugaverðu varðandi aðbúnað drengsins. Þá liggur fyrir dagnóta barnaverndaryfirvalda á frá 17. nóvember 2020 vegna símtals við F skólastjóra C á meðan drengurinn var þar í skóla en stefnandi í nokkur skipti haft samband og greint frá því að búið væri að tilkynna móður til barnaverndar. Þess utan hafi skólastjórnendur helst orðið varir við hvaða áhrif það hafði á drenginn hvernig foreldrar hans l étu. Aðbúnaður drengsins hafi hins vegar verið góður, hann verið nestaður að heiman og virst hafa allt til alls. V. 2020 og 14. maí 2021, en samkvæmt þeim hóf C þar skólagöngu 6. október. Segir í umsögnunum að andlegur og líkamlegur þroski drengsins virðist eðlilegur og aðlögunarhæfni góð; hann hafi strax fallið inn í bekkjarhópinn og virðist glaður og ánægður. Drengurinn sé ágætlega staddur námslega, hafi gott vald á lestri en vinna gangi hægt og virðist hann fljótt missa einbeitingu. C komi alltaf hreinn og snyrtilegur í skólann og með gott nesti. Þá sé heimalestri vel sinnt og ekkert sem bendi til annars en að vel sé að honum búið á heimili móður. VI. Eftir að C flu tti til hafa fagaðilar fyrir ítrekað rætt við drenginn um líðan hans og hagi í , sem fram fór í 21. október 2020. Segir þar að C hafi verið snyrtilegu r til fara og viðræðugóður. Haft er eftir drengnum að honum líki vel að búa á , sem og að hann væri örugglega til í að búa hjá föður því þeir ha nn gerði með hvoru foreldri um sig. Aðspurður hvort hann myndi vilja breyta einhverju sagði drengurinn svo ekki vera, nema þá helst að fullorðna fólkið sé ekki reitt. Þá vildi hann að allir sem áður bjuggu hjá I sálfræðingur og talsmaður C skilaði viðtalsskýrslu 24. nóvember 2020. Segir þar að tilkynningar hafi borist vegna áhyggna af aðstæðum drengsins í umsjá móður vegna veikinda hennar. Þá væri talið að hann hafi lent á milli í deilu foreldra sinna. Talsmaður ræddi við C 20. nóvember. Tók viðtalið 45 mínútur , sagði það ágætt og nefndi strax í framhaldi að hann myndi vilja búa meira hjá föður; hann væri of lítið þar og vildi vera meira hjá honum, t.d. eina eða tvær vikur í röð. Hann kvaðst eiga erfitt með að fara að sofa á báðum heimilum og vera hræddur við myrkrið og skrímsli . Hann sagði að sér fyndist mjög gaman að fara til útlanda, í sund og tívolí og vera með fjölskyldu sinni. Aðspurður hverjir væru í fjölskyldunni nefndi hann fyrst móður og föður og því næst systkini sín, sem hann taldi upp með nöfnum. Hann kvaðst oftast g era skemmtilega hluti með föður; þeir færu t.d. í sund og til útlanda þegar kórónaveiran setti ekki strik í reikninginn. Hann kvaðst ekki gera mikið með móður; hún væri oftast heima, mikið í símanum og þá færi hann til vina sinna, aðallega J, sem byggi í n æsta nágrenni; væri eiginlega alltaf hjá honum og borðaði oft þar, því hann væri stundum svangur. Þeir félagar æfðu líka saman. C rifjaði upp atvikið 9. október 2020 þegar stefnandi ætlaði að sækja hann og stefnda brást illa við og meinaði þeim feðgum að hittast. Það hafi honum þótt afar miður. C sagði að framhaldi var drengurinn spurður hvernig honum liði í raun að búa hjá móður fyrst hann vildi bú a hjá hann leita til föður og segja honum frá. Faði r hans gæti alltaf hjálpað honum og móðir hans stundum en n segði oft stundum með honum í skólann; stundum kæmi hann seint og það þætti honum leiðinlegt. Hann kvaðst 5 alltaf vera með nesti í skólanum. Í lok viðta það er bróðir drengsins, sem stefnandi og K sambýliskona hans eignuðust [...] . Hann sagði að K væri góð. Næst ber að nefna tölvupóst L hjúkrunarfræðings 4. febrúar 2021 til H ráðgjafa barn averndar en samkvæmt póstinum ræddi hjúkrunarfræðingurinn sama dag við C. Drengurinn hafi komið mjög vel fyrir hvað varðar fatnað umhirðu og slíkt en virst þreytulegur og alvörugefinn undir glaðlegu yfirborði. Hann kvaðst oft gleyma að bursta tennur, sagði móður gleyma að minna hann á þetta, sagðist yfirleitt vakna á undan henni og veki hana. Þá kvaðst hann oft sleppa morgunmat heima sökum tímaskorts og ekki vera með nesti að heiman heldur í ávaxtaáskrift í skólanum. Aðspurður um líðan sína á skalanum 0 - 10 sagði hann 8 í skólanum, 9 hjá móður og 10 hjá föður. Hann vilji frekar búa í , eins og hann áður gerði, því þar sé hann nær vinum sínum þar og í og einnig styttra að fara til föður í . Hann kvaðst einnig sakna systkina sinna fyrir . Póstinum H segir meðal annars hann lýsir góðri líðan en hann langi líka að búa í og tilgangur viðtals þennan dag. VII. Fyrir liggja upplýsingar úr s júkraskrá stefndu 2. nóvember 2020. Þar kemur fram að hún hafi greinst með fyrir nokkur árum, sé undir handleiðslu M geðlæknis og og fái sálfræðimeðferð, læknaviðtöl og annan stuðning. Stefnt sé að því að þessi þjónusta færist til . Stefnda sé e innig greind með . Þess utan sé almennt heilsufar gott. Fram kemur að stefnda taki ávísuð geðlyf stopult, sundum ekki og stundum bara lyf. Verið sé að skoða lyfjamál hennar. Einnig kemur fram að stefnda hafi farið í í ársbyrjun 2020 og um . Lí ðan hennar hafi svo batnað smátt og smátt og sé hún í góðum bata en þurfi stuðning við gerð bakslagsvarna og bjargráða. Meðferðaraðila gruni að stefnda hafi misnotað lyfið en geðlæknir hennar geti svarað fyrir það. Fyrir liggi að hún fái ávísað 70 mg. + 30 mg. af nefndu lyfi en hámarksdagskammtur sé 70 mg. VIII. Einnig liggur fyrir bréf M geðlæknis til H ráðgjafa velferðarsviðs 13. nóvember 2020 en stefnda var til meðferðar hjá M með hléum í sjö ár. M fer fögrum orðum um dugnað og hæfileika stefndu þrátt fyrir andlega erfiðleika og segir hana hafa flúið vegna ofbeldis af hálfu stefnanda. Hún eigi . Stefnda sé . Í bréfinu segir M að hann hafi aldrei hitt stefndu með börnunum en í huga M sé klárt að hún hafi börnin í fyrirrúmi og leitist við að gera allt sem hún geti fyrir þau. Þá segir í bréfinu að eftir að stefnda hafi sá borið sögur í stefnanda um lyfjamisnotkun stefndu og vanrækslu á börnum sínum, stefnandi haldið hinu sama á lofti og með fulltingi móður stefndu sett fram ásakanir til barnaverndaryfirvalda og gert lítið úr henni sem móður. Þetta segir M að séu þeir einstaklingar sem til margra ára hafa sýnt stefndu ofbeldi og hún þurft að setja skýr mörk við. N geðlæknir á hefur annast um stefndu frá því í janúar 2021. Í vottorði N 10. júní 2021 segir að hún hafi skoðað matsgerð dómkvadds matsmann í forsjármáli aðila, gagnrýnir prófanir og niðurstöður matsmanns að því er varðar meint einkenni um stefndu o.fl. og segir klínískt mat sitt ekki gefa sömu útkomur og matsmanns. Í vo ttorðinu kemur einnig fram að stefnda hafi í janúar sl. byrjað lyfjameðferð vegna greindrar , sú lyfjagjöf verið aukin smátt og smátt og við skoðun og eftirlit 10. júní komið í ljós IX. Barnave rndaryfirvöld á hafa haft málefni stefndu og C á sínu borði frá septemberlokum 2020 þá er málið fluttist frá barnavernd Reykjavíkur. Í bókun barnaverndaryfirvalda 25. nóvember sl. segir að málið teljist fullkannað. Staðfest sé að stefnda glími við andl eg veikindi en ekkert bendi til annars en að hún sinni nauðsynlegri meðferð vegna síns sjúkdóms. Góðar upplýsingar hafi borist frá skólum C og ekkert sem bendi til þess að stefnda sé að vanrækja drenginn eða að öryggi hans sé ógnað í umsjá hennar. Ekki sé unnt að staðfesta hvort stefnda misnoti lyf eða fíkniefni. Heimili hennar og drengsins sé hlýlegt og snyrtilegt að mati starfsmanna barnaverndar, hún hafi verið hreinskilin í samskiptum og tekið ábendingum 6 vel. Vegna veikindasögu stefndu sé þó brýnt að fyl gja málinu eftir og gera meðferðaráætlun til næstu þriggja mánaða í því skyni að styðja stefndu og styrkja samband hennar við drenginn. Liggur fyrir í þessu sambandi meðferðaráætlun frá 27. nóvember 2020. Einnig liggur fyrir bókun barnaverndar 30. nóvember en samkvæmt henni höfðu nýlega borist Ekki þótti tilefni til könnunar vegna þessara tilkynninga en ákveðið var að ræða við stefnanda og Úr gögnum barnaverndaryfirvalda ber loks að nefna bókanir 11. desember 2020 og 4. og 11. janúar 2021. Varða tvær fyrstu óundirbúnar heimsóknir til stefndu. Í þeirri fyrri var C hjá föður, stefnda að vinna og heimilið mjög snyrtilegt. Í seinni heimsók ninni var C heima og virtist allt í góðu lagi. góða r og virtist stefnda allsgáð og í góðu jafnvægi. X. Eins og áður segir skilaði D sálfræðingur matsgerð í málinu 28. maí sl. og telur hún 55 blaðsíður. Matsmaður kom fyrir dóm í þessum þætti málsins og staðfesti matsgerð sína. Þá komu aðilar fyrir dóm og k om fram í máli þeirra að ekki hafi tekist að semja um samvistir C við foreldra sína nú í sumar. Matsmaður bar fyrir dómi að af viðtölum við drenginn væri ljóst að hann vilji fá að búa hjá stefnanda. Drengurinn sé vel meðvitaður um að báðir foreldrar vilji hafa hann hjá sér, hann engu að síður sagt með skýrum og ótvíræðum hætti hvar hann vilji eiga heima og teldi matsmaður að þessi afstaða drengsins sé marktæk. Þá kom fram í svörum matsmanns að hann teldi það ekki myndu raska stöðugleika í lífi drengsins eða hafa önnur neikvæð áhrif á drenginn þótt hann flytti til föður og byggi hjá honum á meðan óleyst væri úr forsjármálinu. Taldi matsmaður að slík breyting myndi ganga vel og sagði í framhaldi brýnt að drengurinn fái að flytja . Tiltók matsmaður í þessu s ambandi að greina mætti sorg og söknuð hjá drengnum vegna aðskilnaðar frá föður og systkinum sínum, ömmu, stjúpmóður og öðrum nánustu aðstandendum sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Ef til þessa kæmi myndi C vissulega sakna móður sinnar en á móti kæmi að allir aðrir fjölskyldumeðlimir búi . Taldi matsmaður að líta bæri til þessa við heildarmat á því hvaða búsetufyrirkomulag þjóni best hagsmunum drengsins. XI. Stefnandi byggir kröfu sína um lögheimili C til bráðabirgða sem fyrr á því að brýn nauðsyn sé á að færa lögheimili drengsins frá stefndu á meðan forsjármálið er rekið fyrir dómi en hún glími við andleg veikindi og hafi vanrækt daglega umönnun og uppeldi drengsins. Fyrir liggi að mætingum drengsins í skóla hafi verið ábótavant, meðal annars vegna þess a ð stefnda eigi erfitt með að vakna á morgnana og leiki grunur á að hún misnoti lyf og sé farin að neyta áfengis að nýju. Þá hafi stefnda einangrað sig frá eigin fjölskyldu, hennar hrökklast af heimili hennar og lýsi þau með trúverðugum hætti óboðlegum aðstæðum á meðan þau bjuggu hjá stefndu og hafi þungar áhyggjur af bróður sínum í umsjá hennar. Þá hafi stefnda svipt C viku - viku umgengnisrétti við stefnanda með því að flytja lögheimili drengsins fyrirvaralaust til , án haldbærs tilefnis, án vitundar stefnanda og í berhöggi við fyrirmæli 1. mgr. 51. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sé þetta í annað skipti á skömmum tíma sem stefnda brjóti gegn þeirri lagagrein og grunnsjónarmiðum sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. laganna. Matsgerð D sálfræðings og önnur málsgögn sýni að C sé ósáttur við flutninginn , enda búi hann nú fjarri æskuslóðum, föður, systkinum og öðrum nánustu aðstandendum. Þá hafi drengurinn lýst því yfir með skýrum og ótvíræðum hætti að hann vilji eindregið búa hjá stefnanda og sækja þar skóla. Sé þetta meðal annars stutt skýrslu talsmanns drengsins og nú síðast matsgerð dómkvadds sérfræðings og vitnisburði fyrir dómi, sem taki af öll tvímæli um að það þjóni b estu hagsmunum C, ekki síst með tilliti til stöðugleika í umönnun, einlægs vilja drengsins og nánum tengslum hans við föður - og móðurfjölskyldur fyrir , að hann fái að eiga lögheimili hjá stefnanda á meðan óleyst er úr forsjárdeilu aðila. Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af efnisatriðum 2. mgr. 34. gr. og 1. og 2. mgr. 35. gr. barnalaga beri dómara nú að verða við kröfu stefnanda í þessum þætti málsins og breyta þannig fyrri úrskurði á grundvelli heimildarákvæðis 3. mgr. 35. gr., enda f orsendur verulega breyttar frá því sem var 7 þegar Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu 26. mars sl. Tilraunir stefndu til að tefja meðferð forsjármálsins með beiðni um dómkvaðningu nýs undirmatsmanns geti hér engu breytt og sýni glöggt að stefnda setji ekk i í öndvegi hagsmuni sonar þeirra og þörfina fyrir að ágreiningi foreldra hans ljúki. Vegna þeirrar afstöðu stefndu sé nú brýnt að dómurinn skeri á hnútinn og leyfi C að flytja , enda sé það honum fyrir bestu eins og sakir standa. Samhliða beri lögum sa mkvæmt að úrskurða stefndu til greiðslu meðlags til bráðabirgða og ákvarða til bráðabirgða umgengni hennar við drenginn. Í því sambandi telur stefnandi að þar til dómur gangi í málinu sé best fyrir C að dvelja hjá stefndu aðra hverja helgi frá föstudegi ti l sunnudags, eða eftir atvikum frá fimmtudegi til mánudags, þó þannig að þegar hann byrji aftur í skóla í haust verði helgarumgengni frá föstudegi til sunnudags. Við munnlegan flutning málsins gagnrýndi lögmaður stefnanda sérstaklega að lögmaður stefndu v æri jafnframt á , taldi að hún væri af þeim sökum vanhæf til að gæta hagsmuna stefndu og að tengsl lögmannsins við starfsmenn barnaverndar væru til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni sömu starfsmanna við meðferð málsins á barnaverndarstigi. X II. Af hálfu stefndu er á því byggt að ekkert sé fram komið í málinu sem bendi til þess að C sé í brýnni hættu í umsjá hennar eða að brýna nauðsyn beri til að breyta lögheimili hans af öðrum ástæðum á meðan óleyst er úr forsjárdeilu aðila. Breyti þar engu matsgerð D sálfræðings, enda sú matsgerð haldin augljósum og verulegum annmörkum og hafi því ekkert sönnunargildi í málinu. Það þjóni því enn sem fyrr bestu hagsmunum C að búa á sama stað uns dómur gengur í málinu, enda annist stefnda vel um drenginn og ha fi búið honum öruggt og gott heimili á . Þar sé drengurinn ánægður, líði vel í nýjum skóla og hafi eignast góða vini. Vísar stefnda í þessu sambandi til gagna frá barnaverndaryfirvöldum og tveimur sérfræðilæknum, sem beri öll að sama brunni og sýni að s taða stefndu sé á uppleið síðustu mánuði, lyfjameðferð skilað góðum árangri, hún verið dugleg að sækja sér stuðning og aðstoð barnaverndar og annarra fagaðila og sé nú í . Að öllu þessu gættu beri að stíga varlega til jarðar í málefnum sonar aðila, rask a ekki þeim stöðugleika sem hann býr við á og hafna alfarið niðurstöðum dómkvadds matsmanns, Stefnda byggir og á því að í kjölfar ítarlegrar könnunar barnaverndaryfirvalda á hafi ekker t það komið í ljós sem veki efasemdir um forsjárhæfni hennar og að daglegri umönnun og uppeldi C sé vel í umsjá hennar. Hluti vandans sé að stefnandi blan di syni þeirra inn í forsjárdeiluna og hafi matreitt ofan í hann að móðir hans sé veik og þurfi því að vera ein. C sé þannig í hollustuklemmu milli foreldra sinna og skýri það frásögn hans um að vilja jafnvel búa hjá stefnanda. Sú afstaða sé þó óljós, svo sem viðtalsskýrslur við drenginn beri með sér. C vilji auðvitað hitta föður sinn oftar og verja meiri tíma með honum og því hafi stefnda gert sér far um að umgengni feðganna sé eins mikil og kostur er. Stefnda mótmælir staðlausum áburði stefnanda um að hún misnoti lyf og sé fallin á bindindi en falskar ásakanir hans um þetta og fleira og almennt ofríki hafi verið ein helsta ástæðan fyrir því að hún flúði til . Sökum þessa hafi því miður reynst ómögulegt að tilkynna stefnanda um þá ákvörðun með lögmæltum sex vikna fyrirvara. Þá hafnar stefnda því alfarið að ummæli og umsagnir tveggja eldri barna hennar geti haft þýðingu við úrlausn málsins, enda þekki þau ekkert til forsjárhæfni hennar í dag. Með hliðsjón af öllu framansögðu telur stefnda að enn beri að synja kröfu stefnanda um lögheimili C til bráðabirgða. Við munnlegan flutning málsins kom fram af hálfu stefndu að þar sem ekki hafi tekist að semja við stefnanda um fyrirkomulag sumarumgengni hafi hún tekið af skarið og sé búin að skipuleggja fjölda spen nandi námskeiða og annað skemmtilegt fyrir drenginn í júní og vænti þess að hann fari svo til stefnanda í júlí og verði hjá honum í mánuð. Ekki kom annað fram en að stefnda væri sátt við núverandi fyrirkomulag á reglulegri umgengni feðganna. Við munnlegan málflutning svaraði lögmaður stefndu fyrir gagnrýni lögmanns stefnanda á lögmannsstörf hennar í þágu stefndu, kvaðst hafa vikið sæti sem í málefnum stefndu og sonar hennar og enga aðkomu átt að meðferð barnaverndarmálsins frá því að það fluttist ha ustið 2020. XIII. 8 Forsjármál aðila er rekið á grundvelli 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 og segir þar í 2. mgr. að dómari skuli kveða á um forsjá eða lögheimili barns eftir því sem barni er fyrir bestu. Beri dómara í því sambandi að líta meðal annars til hæf is foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið fyrir ofbeldi eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að tek nu tilliti til aldurs og þroska. Eins og áður er rakið var ráðgert að aðalmeðferð í forsjármálinu færi fram 11. júní sl., að fenginni matsgerð dómkvadds sérfræðings. Áður en til aðalmeðferðar kom lagði stefnda fram beiðni um dómkvaðningu nýs matsmanns til að meta forsjárhæfni aðila. Sökum þessa varð að fresta aðalmeðferð og mun hún fyrst geta farið fram í haust. Verður þá tekist á um forsjárhæfni aðila, tengsl þeirra við soninn C og önnur þau atriði 2. mgr. 34. gr. barnalaga sem máli skipta við úrlausn fors jár - og lögheimilismála fyrir dómi. Í þessum þætti máls kemur eingöngu til skoðunar hvort þær aðstæður séu uppi í málinu sem kveðið er á um í 35. gr. barnalaga. Samkvæmt 1. mgr. 35. gr. hefur dómari heimild til að úrskurða til bráðabirgða undir rekstri for sjármáls hvernig fara skuli um lögheimili barns eftir því sem barni er fyrir bestu. Þá segir í 3. mgr. 35. Með lögum nr. 61/2012 var 1. gr. b arnalaga breytt og lögfestur nýr upphafskafli og tekur hann mið af meginreglum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmálans), sem lögfestur var hér á landi með samnefndum lögum nr. 19/2013. Í 2. mgr. 1. gr. barnalaga, svo breyttri, seg ir að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Er sömu grundvallarreglu að finna í 1. mgr. 3. gr. barnasáttmálans. Í þessu felst að ákvarðanir dómstóla um ráðstafanir á hagsmunum barna í heild og s érhvers barns verða að mótast með hliðsjón af því lögmæta markmiði að þjóna hagsmunum barns. Þá segir í 3. mgr. 1. gr. barnalaga að barn eigi rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsi ns í samræmi við aldur og þroska. Sömu grundvallarreglu má finna í 12. gr. barnasáttmálans. Af reglunni leiðir að börn skuli njóta stigvaxandi réttinda miðað við aldur og þroska. Í frumvarpi til laga nr. 61/2012 er fjallað um börn á skólaaldri og segir þar að því eldri sem börn eru því hæfari séu þau til að ráða við mismunandi umönnun og breytingar á umhverfi sínu. Sérstaklega er fjallað um börn á aldrinum 9 - 12 ára og segir í því sambandi að börn á þessum aldri ráði við aukna ábyrgð í samskiptum, sem haldis t meðal annars í hendur við vitsmunaþroska og hafi þau meiri getu til að tjá sig um hvað þeim líkar og mislíkar en yngri börn. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. barnalaga skal veita barni, sem náð hefur nægilegum þroska, kost á að tjá sig um mál nema telji megi að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit máls. Getur dómari í þessu sambandi falið sérfróðum aðila að kynna sér viðhorf barnsins og gefa skýrslu um það samkvæmt ákvæðum 42. gr., meðal annars með dómkvaðningu sérfróðs matsma nns. Af 12. gr. barnasáttmálans leiðir ennfremur að hlutaðeigandi barn þarf ekki að hitta dómara með beinum hætti til að láta í ljós skoðanir sínar um mál heldur megi ná sama markmiði til verndar réttindum barnsins með því að það láti skoðanir sínar í ljós fyrir milligöngu talsmanns og/eða dómkvadds matsmanns. Hefur hvoru tveggja verið gætt við meðferð þessa máls. Með úrskurði dómsins 19. febrúar 2021 var synjað kröfu stefnanda um breytingu á lögheimili C á meðan óleyst væri úr forsjármáli aðila. Var sú nið urstaða staðfest í Landsrétti 26. mars sl. Af 3. mgr. 35. gr. barnalaga leiðir að þær aðstæður kunni að koma upp sem réttlæti breytingu á fyrri ákvörðun dómstóla í sama máli, þó aðeins vegna sérstakra ástæðna og að því gefnu að þær þyki vera hlutaðeigandi barni fyrir bestu. Stefnandi hefur nú öðru sinni krafist þess að lögheimili C verði fært til hans á meðan óleyst er úr forsjárdeilu aðila. Til stuðnings þeirri kröfu byggir stefnandi sérstaklega á því að drengurinn hafi nú með ótvíræðum hætti lýst ein lægum og eindregnum vilja til að hafa fasta búsetu hjá stefnanda í stað stefndu, svo sem fram komi í matsgerð dómkvadds sérfræðings 28. maí 2021. Telur stefnandi að þannig séu fram komnar verulega breyttar forsendur frá því sem uppi var þegar Landsréttur k vað upp úrskurð sinn í málinu. 9 Stefnda vilji ekki sætta sig við þá afstöðu sonar síns og freisti þess nú að tefja framgang forsjármálsins með beiðni um dómkvaðningu nýs matsmanns. Við þeirri stöðu verði dómstólar að bregðast og taka nýja ákvörðun um löghei mili drengsins til bráðabirgða, enda ljóst hvað honum sé fyrir bestu. samkvæmt áðursögðu virðist bera saman um að drengurinn sé vel gefinn, vel þroskaður miðað við aldur o g hafi ríka aðlögunarhæfni. Eins og áður er rakið hefur stefnda tvívegis flutt lögheimili sonar síns án samráðs við stefnanda og að því er virðist fyrirvaralaust, fyrst frá til haustið 2019 og síðan frá til haustið 2020. Því til samræmis he Í viðtölum dómkvadds matsmanns við C greindi drengurinn óspurður frá því að hann hafi ekki vitað að hann væri að flytja þegar hann settist um borð í flugvél með móður s inni síðastliðið haust. Mun stefnda hafa staðfest þetta í viðtali við matsmann, greint frá því að hún hafi sagt drengnum að þau væru að fara í ævintýraferð, hún síðan farið með hann í felur, ráðið sér lögfræðing og komið drengnum í matsmanni frá því að fyrra bragði að hann vildi eiga heima hjá föður, að þeir geri mun meira saman, að honum líði þar betur, þætti það betri kostur en að búa hjá móður og nefndi í því sambandi að systkini hans, föður - og móðurfjölskylda og vinir byggju fy rir . Aðspurður kvaðst C hafa sagt móður sinni frá þessu, hún þá farið að gráta, honum liðið illa út af því og samtalið ekki orðið lengra. Einnig kom fram hjá C að honum fyndist í góðu lagi að fljúga á milli landshluta, eins og verið hefur, en vilji snú a því við og dvelja lengri tímann fyrir og styttri tímann á . Í framhaldi kvaðst drengurinn óska sér helst að móðir hans flytji aftur og hann fái að búa hjá foreldrum sínum á víxl, viku og viku í senn, eins og áður var. Eins og rakið er í X. ka fla að framan kom matsmaður fyrir dóm vegna málsins, staðfesti matsgerð sína og sagði C hafa skýrt frá því með skýrum og ótvíræðum hætti að hann vildi búa hjá stefnanda. Taldi matsmaður þá frásögn drengsins marktæka með tilliti til aldurs og þroska og að þ að myndi ekki hafa neikvæð áhrif á líðan og hagi drengsins að flytja til föður á meðan óleyst væri úr forsjármálinu. Frásögn C Más hjá matsmanni rennir stoðum undir það sem fram kom í viðtalsskýrslu I talsmanns drengsins 24. nóvember sl. Af matsgerðinni má og ráða að sterk og jákvæð tengsl séu á milli stefnanda og sonar hans og að stefnandi geti búið drengnum aðstæður sem veita honum stöðugleika, öryggi og ánægju í það minnsta til jafns við móður. Áður en stefnda ákvað að flytja með drenginn til hafði h ann lengst af búið á höfuðborgarsvæðinu, var hagvanur aðstæðum í , og og á þar, auk vinahóps, systkini og stórfjölskyldur í föður - og móðurætt sem virðast skipta hann verulegu máli. Verður litið til þessara atriða við heildarmat á því hvað best þ ykir henta hagsmunum C í dag og þau metin í samhengi við vilja og óskir hans, sbr. 1. og 3. mgr. 1. gr. barnalaga. Dómurinn telur á þessu stigi ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að afstaða C til eigin búsetu mótist af hinni harðvítugu forsjárde ilu foreldra hans og að skoðanir hans á málinu feli í sér neikvæða afstöðu til móður eða óeðlileg áhrif af hálfu föður. Framangreind ákvæði barnalaga og barnasáttmálans væru lítils virði ef dómstólar litu án haldbærs rökstuðnings framhjá ótvíræðum óskum o g vilja barns sem náð hefur þeim aldri og þroska að hlýða beri á í alla staði vel gerður drengur. Sú staða er uppi í forsjármáli foreldranna að því verður ekki lokið í þessum mánuði eins og gert var ráð fyrir þegar úrskurðir héraðsdóms og Landsréttar voru kveðnir upp og verður ólokið þegar drengurinn byrjar aftur í skóla í haust. Að virtum þessum atriðum og öðrum sem að framan eru rakin, sem og því a ð ekkert í gögnum málsins gefur ástæðu til að ætla að drengurinn muni ekki aðlagast hratt og vel hjá föður í , er það niðurstaða dómsins að réttast sé með tilliti til hagsmuna C að lögheimili hans flytjist tímabundið til stefnanda á meðan óleyst er úr f orsjármálinu. Því úrskurðast svo. Sem fyrr er brýnt að drengurinn haldi sem mestum tengslum við báða foreldra undir rekstri forsjármálsins svo draga megi úr líkum á því að annað foreldrið öðlist betri stöðu en hitt ef mál dregst á langinn. Því til samræmis skal umgengni stefndu við drengin n hagað á þann veg, uns lyktir fást í forsjármálinu, að regluleg umgengni verði aðra hverja helgi, frá miðjum degi á fimmtudegi til sunnudagskvölds. Auk þess skal C dvelja hjá stefndu í yfirstandandi skólaleyfi frá 15. júlí til 15. ágúst. 10 Stefnda skal til bráðabirgða greiða einfalt meðlag með syni sínum eins og það er ákveðið á hverjum tíma af Tryggingastofnun ríkisins og miðast upphaf meðlagsgreiðslna við úrskurðardag. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms í forsjármáli aðila. Jónas Jóhannsson héraðsdóm ari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: hefur verið úr um forsjá drengsins og lögheimili með dómi. Umgengni við stefndu skal til bráðabirgða vera með þeim hætti að drengurinn dvelji hjá henni aðra hverja helgi frá miðjum degi á fimmtudegi til sunnudagskvölds. Þess utan skal drengurinn dvelja hjá stefndu í yfirstandandi skólaleyfi frá 15. júlí til 15. ágúst. Stefnda greiði til bráðabirgða einfalt meðlag með syni sínum frá uppkvaðningu úrskurðar þessa að telja. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms í málinu.