LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 30. júlí 2021. Mál nr. 491/2021 : A (Brynjólfur Eyvindsson lögmaður ) gegn v elferðarsvið i Reykjavíkur borgar ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögræði. Sjálfræðissvipting. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var svipt sjálfræði í tvö ár. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 20. júlí 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 29. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júlí 2021 í málinu nr. L - /2021 þar sem sóknaraðili var svipt sjálfræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðis laga nr. 71 /199 7 . 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissviptingu hennar verði markaður skemmri tími. Þá krefst sóknaraðili þóknunar til handa verjanda sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins k ærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti sem ákveðin er að me ðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Landsrétti, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 167.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júlí 2021 Með kröfu, dags. 1. júlí 2021, sem móttekin var sama dag, gerir sóknaraðili, vel ferðarsvið Reykjavíkurborgar, þá kröfu að A , kt. , , Reykjavík, verði svipt sjálfræði tímabundið í tvö ár, sbr. a. og b. lið 4. gr. og 1. mg r. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Varnaraðili A mótmælir framangreindri kröfu en krefst til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Af hennar hálfu er þess og krafist að þóknun skipaðs talsmanns verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 1 7. gr. lögræðislaga. Um aðild og fyrirsvar sóknaraðila er vísað til d - liðar 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga nr. 79/1997. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar stendur að beiðni þessari og hefur enn fremur upplýst dóminn um að sóknaraðili sé nú almennt ekki í samski ptum við fjölskyldu sína. Dómari fékk málinu úthlutað þann 5. júlí sl. Málið var þingfest og síðan tekið til úrskurðar þann 7. júlí 2021 í fram haldi af skýrslu töku af B yfirlækni á deild LSH, sem einnig lét í té læknisvottorð í málinu, dags. 29. júní sl. Enn fremur fóru dómari og verjandi varnaraðila og vitjuðu varnaraðila, degi áður en málið var flutt, á deild LSH þar sem hún er nú innlögð og könnuðu afstöðu hennar til kröfunnar, en hún mætti svo enn fremur í fylgd við aðalmeðferð og gaf þar aðil askýrslu að eigin ósk. I Svo sem rakið er í kröfu þá er varnaraðili ára gömul kona, , greind með , , , og fíknisjúkdóm. Hún lauk stúdentsprófi frá og að loknu stúdentsprófi starfaði hún í ár í en flutti til Íslands árið 2000. Frá 2001 hefur varnaraðili þegið örorkulífeyri sér til framfærslu en hún leigir nú ásamt með sínum í Reykjavík. Varnaraðili hóf neyslu áfengis og neyslu vímuefna á unglingsaldri. Þegar hún var ára hætti hún ney slu áfengis en hélt áfram neyslu vímuefna. Fyrsta innlögn varnaraðila á geðdeild LSH var árið 2000 vegna . Næstu árin á eftir var hún í reglulegu eftirliti hjá geðlækni þar sem hún var greind með , og fíknisjúkdóm. Árið 2006 veiktist varnaraðili af og breyttist þá sjúkdómsgreining hennar í . Varnaraðili á nokkrar innlagnir að baki á geðdeild LSH og hefur hún til þessa verið sjálfræðissvipt fjórum sinnum, þ.e. árin , en síðasta sjálfræðissvipting varnaraðila rann út í 2020. Varnaraði li hefur afar takmarkað innsæi í veikindi sín og sé meðferð því nauðsynleg. Eftir að varnaraðili öðlaðist sjálfræði að nýju hætti hún fljótlega að þiggja lyfjameðferð. Varnaraðili er með ýmsar ranghugmyndir og er hún núna inniliggjandi á geðdeild LSH. Varn araðili hefur enn ekki öðlast innsæi í eigin veikindi né sér hún nauðsyn meðferðar. Í núverandi innlögn var varnaraðili æst við komu, öskrandi og ógnandi. Varnaraðili var metin mjög alvarlega og í geðrofi þannig að ekki var unnt að ná sambandi við han a. Í dvöl sinni hefur hún verið með ranghugmyndir og verið mjög atferlistrufluð. Varnaraðili kom þá í lögreglufylgd á bráðamóttöku Landsspítalans þann júní sl. Hún var þá upphaflega nauðungarvistuð í 72 klst. og í framhaldi stóð velferðarsvið Reykjav íkurborgar að nauðungarvistun í 21 dag, sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 20. og 21. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, með beiðni, dags. júní 2021, sem samþykkt var með bréfi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu samdægurs og fallist var á af Héraðsdómi Reykjavíkur með úrskurði, dags. 23. júní 2021. Varnaraðili er nú nauðungarvistuð í allt að 21 dag til og með 6. júlí 2021, en krafa um sjálfræðissviptingu lögð fram 1. júlí 2021. 3 II Krafa sóknaraðila um sviptingu sjálfræðis til tveggja árs grundvallast á heimild í 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 og byggist á því að varnaraðili eigi við geðsjúkdóm að stríða samfara fíknisjúkdómi tengt kanabis neyslu og sé af þeim sökum sjálf ekki fær u m að ráða persónulegum högum sínum í bráð, sbr. a. og b. lið 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Í fyrirliggjandi læknisvottorði B sérfræðings í geðlækningum og yfirlæknis á bráðageðdeild LSH með langa sögu um alvarlegan sjúkdóm og tíðar innlagnir á geðdeildir. Hún er ekki meðferðarheldin og hefur lítið innsæi í skaðsemi og áhrif fíkniefna á hennar geðheilsu. Hún hefur hingað til verið sjálfræðissvipt fjórum sinnum, síðasta sjálfræðissviptin g rann út í 2020. A hætti á forðalyfjum stuttu eftir að sjálfræðissviptingin rann út, eða í 2020 og kaus að taka inn töflur af sama lyfi. Nú í vor dregur síðan úr meðferðarheldni og hún hættir að taka lyfin og veikist illa af með geðrofseinkenn um. Það er klárt mynstur í hennar fyrri sjúkrasögu að hún hættir ráðlagðri lyfjameðferð þegar hún hefur útskrifast af deildum og þegar fyrri sjálfræðissviptingar hafa runnið sitt skeið á enda. Bestum tíma hefur A náð þegar hún hefur verið undir stífum meðf erðarramma og á forðalyfjum. A er nú á 21 dags nauðungarvistun frá 16. júní sl. og fer fram á útskrift nær daglega. Hún er enn verulega og með geðrofseinkenni og það þarf lengri tíma til að ná henni í jafnvægi þar sem hún þiggur engin geðrofslyf í töfl uformi og bíða þarf þess að forðalyf sýni verkun. Það er eindregið mat undirritaðrar að A þurfi lengri tíma í meðferð inniliggjandi á geðdeild. Þegar henni fer að batna af og hún verður fær um að útskrifast er það mat undirritaðrar að það þurfi einnig að tryggja að hún fái forðageðrofslyf með reglulegum hætti og verði undir góðu eftirliti áfram hjá III Varnaraðili hefur andmælt kröfunni, en dómari o g skipaður talsmaður varnaraðila áttu í gær með henni fund á deild LSH, þar sem hún er nú innlögð vegna veikinda sinna og þar lýsti varnaraðili sjálf að nokkru afstöðu sinni til málsins. Enn fremur kom varnaraðili fyrir dóminn og lýsti þar stuttlega af stöðu sinni til kröfunnar. Tjáði varnaraðili þá m.a. að hún vildi mótmæla fram kominni kröfu um sjálfræðissviptingu og yfirgefa geðdeildina. Að öðru leyti lá nokkuð vel á varnaraðila bæði við heimsóknina og fyrir dómi sem þó sýndi af sér nokkuð sérstök geð brigði og virtist hafa lítið innsæi í veikindin. Eins og rakið er nánar hér að framansögðu þá er varnaraðili greind með alvarlegan sjúkdóm og á af þeim sökum að baki ítrekaðar innlagnir á geðdeild síðastliðna tvo áratugi þegar hún heldur ekki nauðsynleg a meðferð og lendir jafnvel í geðrofsástandi. Undanfarið hefur varnaraðili verið nauðungarvistuð í slíku ástandi sem að framan greinir. Fyrir liggur í málinu ítarlegt læknisvottorð, dags. 29. júní sl.. ritað af B , yfirlækni á bráðageðdeild B he fur staðfest hér fyrir dómi, en hún lét í té símaskýrslu í málinu. Var framburður geðlæknisins, sem annast hefur um varnaraðila, mjög afdráttarlaus um þörf á tímabundinni sjálfræðissviptingu varnaraðila til tveggja ára hið skemmsta svo að unnt væri að veit a henni og tryggja nauðsynlega og samfellda læknismeðferð hvað varðar framangreindan geðsjúkdóm hennar. Varnaraðili sé haldinn geðsjúkdómi, en hafi litla innsýn í þann vanda sinn, sem fari síðan jafnan mjög versnandi þegar hún sinni ekki nauðsynlegri lyfja meðferð og því sé nú nauðsynlegt að tryggja meðferðarheldni hennar því ella sé varnaraðili illa stödd og ráði ekki við aðstæður sínar. Nú sé varnaraðili byrjuð í forðalyfjameðferð, sé enn í maníu ástandi, en sé þó ekki hættuleg. Taldi læknirinn tvö ár nauð syn til þess að tryggja megi nauðsynlega meðferð. 4 Ekkert er fram komið í málinu sem varpað getur rýrð á vitnisburð læknisins eða á ítarlegt læknisvottorð hennar sem fyrir liggur og það sem þar kemur fram um heilsufar og ástand varnaraðila. Þar á meðal um þ örf varnaraðila fyrir áframhaldandi lyfjameðferð og læknisaðstoð vegna sjúkdóms sem ekki verði við ráðið nema með sjálfræðissviptingu. Verður að mati dómsins að fallast á að málsgögn og framburður meðferðarlæknis, sem lét í té ítarlegt vottorð, staðfest fyrir dómi, bendi til þess að nauðsynlegt sé að svipta varnaraðila sjálfræði tímabundið. Með þessu verður að telja að fullnægt sé áskilna ði a - og b - liða 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 til að fallast beri á kröfu sóknaraðila um það að svipta varnaraðila sjálfræði í tvö ár og ekki þykja með hliðsjón af framansögðu vera nein skilyrði til þess að marka þeirri ráðstöfun skemmr i tíma en svo. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 150.000 krónur, að meðtöldum virðis aukaskatti. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, A , kt. , , Reykjavík, er svipt sjálfræði tímabundið í tvö ár. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin er þóknun skipaðs verja nda varnaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, alls 150.000 krónur.