LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. október 2021. Mál nr. 351/2020 : SJ fasteignafélag ehf . ( Einar Hugi Bjarnason lögmaður ) gegn dánarbúi Birgis H. Þórissonar ( Lára V . Júlíusdóttir lögmaður Halldór Kristján Þorsteinsson lögmaður, 1. prófmál ) Lykilorð Lánssamningur. Aðildarskortur. Útdráttur Dánarbú B höfðaði mál gegn S ehf. til heimtu skuldar samkvæmt lánssamningi milli B sem lánveitanda og S ehf. sem lántaka. S ehf. hélt því fram að um málamyndagerning hefði verið að ræða, að andvirði lánsins hefði a ldrei runnið til félagsins og ætti það því ekki aðild að málinu. Í dómi Landsréttar kom fram að gögn málsins bæru með sér að lánið hefði hvorki verið greitt til S ehf. né nýtt á nokkurn hátt í þágu félagsins sem væri forsenda þess að lögvarin krafa geti ta list hafa stofnast á hendur því. Af þeim sökum var S ehf. sýknað af kröfum dánarbúsins með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdó ttir og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 5. júní 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2020 í málinu nr. E - 3258/2018 . 2 Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda en til vara að kröfur stefnda verði lækkaðar verulega. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Ágreiningur aðila lýtur að því hvort áfrýjandi beri greiðsluskyldu samkvæmt lánssamningi 28. september 2006, þar sem lánveitandi, Birgir H. Þórisson, lofaði að lána og áfrýjandi, sem lántakandi, að taka að láni 35.000.000 króna í íslenskum krónum og/eða erlendum myntum með þeim skilmálum sem greindi í samningnum. 2 5 Áfrýjandi byggir aðallega á því að um málamyndagerning hafi verið að ræða, að andvirði lánsins hafi aldrei runnið til hans og eigi hann því ekki aðild að málinu. 6 Efni samningsins er nánar lýst í hinum áfrýjaða dóm i en eins og þar kemur fram ritaði Birgir H. Þórisson, sem nú er látinn, undir samninginn bæði fyrir sína hönd og fyrir hönd áfrýjanda sem lántaka. Auk þess ritaði eiginkona Birgis, Anna Laufey Sigurðardóttir, undir lánssamninginn fyrir hönd áfrýjanda. Á þ eim tíma Anna Laufey í stjórn áfrýjanda og Birgir gegndi þar stöðu framkvæmdastjóra en hann hafði skömmu áður gengið úr stjórn félagsins. Í 6. grein samningsins segir að til tryggingar á skilvísri og skaðlausri greiðslu á láninu setji lántaki fram trygging arbréf á 2. veðrétti að höfuðstólsfjárhæð 40.000.000 króna í fasteigninni að Engjateig 19, Reykjavík. Í 7. grein samningsins er kveðið á um að skilyrði fyrir útborgun lánsins séu þau að lántaki afhendi lánveitanda skrifleg útborgunarfyrirmæli og undirritað a handveðsyfirlýsingu samkvæmt 6. grein. Þrátt fyrir þessi ákvæði lánssamningsins bera gögn málsins ekki með sér að gengið hafi verið frá tryggingum fyrir endurgreiðslu lánsins. 7 Samkvæmt samningnum skuldbatt lántaki sig til að endurgreiða lánið með einni greiðslu 6. október 2008 og var lánveitanda heimilt að skuldfæra reikning lántaka hjá lánveitanda, nr. 513 - 26 - 787283 í Glitni banka hf., fyrir greiðslum samkvæmt samningnum . 8 Í beiðni um útborgun lánsins var óskað eftir því að lánið yrði greitt 2. október 2 006 inn á tékkareikning nr. 513 - 26 - 787283 í eigu lánveitanda Birgis í Glitni banka hf. , sem er sami reikningur og tilgreindur er í samningnum og sagt er að sé í eigu lántaka. Meðal gagna málsins er yfirlit reiknings Birgis nr. 5409 í Glitni banka hf. sem n ær yfir tímabilið frá 2. september 2006 til 20. nóvember sama ár . Ágreiningslaust er að daginn eftir að lánið var greitt inn á fyrrgreindan reikning lánveitanda nr. 787283 var nánast sama fjárhæð , 34.825.000 krónur, millifærð inn á bankareikning Birgis nr. 5409. Samkvæmt yfirlitinu voru daginn eftir 50.000.000 króna millifærðar af honum á reikning í eigu Sigurjóns Sighvatssonar en upplýst er að á þeim tíma hafi hann hvorki verið hluthafi né fyrirsvarsmaður áfrýjanda. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að lánið hafi runnið til lánveitanda sjálfs en ekki til áfrýjanda. H efur stefndi hvorki sýnt fram á að það hafi verið greitt til áfrýjanda né að það hafi verið nýtt á nokkurn hátt í hans þágu sem er forsenda þess að lögvarin krafa geti talist haf a stofnast á hendur honum . Ber því þegar af þeim sökum að sýkna áfrýjanda af kröfum stefnda með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 9 Eftir þessari niðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað á báðum dómst igum eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, SJ fasteignafélag ehf., er sýkn af kröfum stefnda, dánarbús Birgis H. Þórissonar. Stefndi greiði áfrýjanda 1.200.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Dómur Héraðsdóms Reykjavíku r 11. maí 2020 Mál þetta var höfðað 5. október 2018 og dómtekið 16. apríl sl. Stefnandi er dánarbú Birgis H. Þórissonar, Laugavegi 3, Reykjavík. Stefnt er SJ Fasteignafélagi ehf., Skipholti 50 d, Reykjavík. Af hálfu stefnanda er þess krafist að hið stefn da félag verði dæmt til að greiða skuld samkvæmt lánssamningi milli SJ Fasteignafélags sem lántaka og Birgis H. Þórissonar sem lánveitanda, útg. 28. september 2006, að upphæð 35.000.000 kr., þar sem lántaki skuldbatt sig til þess að endurgreiða lánið með e inni greiðslu þann 6. október 2008. Stefnuskjal inniheldur engar aðrar dómkröfur og með því að stefndi andmælti við aðalmeðferð viðbótarkröfum stefnanda sem fram komu þá er þarflaust að reifa þær hér enda koma þær ekki til úrlausnar í dómi þessum. Stefndi krefst sýknu, auk þess sem gerð er krafa um málskostnað úr hendi stefnanda. Í öndverðu krafðist stefndi þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi. Þeirri kröfu var hafnað með úrskurði dómsins 5. mars sl. I. Mál þetta hefur stefnandi höfðað til innheimtu á skuld samkvæmt fyrrnefndum lánssamningi 28. september 2006, en stefnandi vísar til þess að engin endurgreiðsla hafi borist og stefnandi höfði málið til að rjúfa fyrningarfrest kröfunnar, sbr. 5. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. II. Krafa stefnanda er á því byggð að stefndi hafi samkvæmt áðurnefndum samningi 28. september 2006 skuldbundið sig til að endurgreiða lánsfjárhæðina í einni greiðslu 6. október 2008. III. Sýknukröfu sína reisir stefndi á því að krafa stefnanda sér fyrnd, en um l ögskipti aðila fari samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 150/2007. Samkvæmt 2. tölulið 4. gr. laga nr. 14/1905 hafi krafan fyrnst á 10 árum og sá frestur hafi því verið liðinn Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á því að félagið standi ekki í skuld við stefnanda þar sem engin kröfuréttindi hafi stofnast á milli málsaðila á grundvelli lánssamningsins sem hér um ræðir. Augljóslega hafi verið um einhver s konar sýndarviðskipti að ræða. Lánsfjárhæðin hafi aldrei borist til stefnda og aldrei komið fram í ársreikningum félagsins. Stefndi hefur undir rekstri málsins skorað á stefnanda að leggja fram gögn sem sýna fram á ráðstöfun andvirðis lánsins. IV. Í gre inargerð stefnda er málshöfðunardagur ranglega tilgreindur sem 6. október 2018. Stefnuvottorð ber með sér að stefna hafi verið birt 5. október 2018. Stefndi hefur tekið til varna og ekki sýnt fram á að slíkir annmarkar hafi verið á stefnubirtingu að skilyr ði laga nr. 91/1991 teljist ekki uppfyllt. Verður sjónarmiðum stefnda um 10 ára fyrningu því hafnað. Lánveitandi samkvæmt lánssamingi þeim sem stefnandi byggir kröfu sína á er, svo sem fyrr segir, tilgreindur sem Birgir H. Þórisson, en stefndi er sagður vera lántaki. Birgir heitinn ritaði undir samninginn bæði fyrir sína hönd og fyrir stefnda sem lántaka, en auk þess ritaði Anna Laufey Sigurðardóttir undir lánssamninginn fyrir hönd stefnda. Í viðauka 1 með lánssamningnum er að finna beiðni til Glitnis ban ka hf. 28. september 2006 um útborgun láns þar sem vísað er til 1. gr. framangreinds lánssamnings og var óskað eftir því að lánið yrði greitt út með þeim hætti að fjárhæðin rynni í tvennu lagi inn á tilgreindan bankareikning Birgis H. Þórarinssonar. Þá ber þess einnig að geta að lánssamningurinn tilgreinir í 5. gr. hverjar tryggingar tryggingarbréf á 2. veðrétti að höfuðstólsfjárhæð 40.000.000 kró Fastanúmer veðsettrar eignar er 201 - Meðal gagna málsins er yfirlit um reikning Birgis H. Þórissonar hjá Glitni banka, sem nær yfir tímabilið 2. september 2006 til 20. nóvember 2006. Þar má sjá að 3. október 2006 hafi verið millifærðar 34.825.000 krónur inn á reikning þennan í nafni sama reikningseiganda og að 16.000.000 króna hafi verið lagðar inn á reikninginn 4. október 2006. Síðar þann sama dag, þ.e. 4. október 2006, voru 50.825.000 krónur 4 millifærðar af reikni ngi Birgis yfir á reikning nr. 576, sem samkvæmt framlögðum tölvupósti Kjartans Odds Jóhannssonar, starfsmanns Íslandsbanka, 29. nóvember 2017 tilheyrði Sigurjóni Sighvatssyni, en Sigurjón er samkvæmt vottorði Fyrirtækjaskrár framkvæmdastjóri og prókúruhaf i stefnda, auk þess að vera þar stjórnarmaður, en áðurnefnd Sigríður Jóna Þórisdóttir er skráð varamaður í stjórn stefnda. Af hálfu stefnda var við upphaf aðalmeðferðar málsins lagt fram afrit veðskuldabréfs sem stefndi gaf út til handhafa 9. október 2008 , að fjárhæð 50.000.000 króna, sem greiða átti með 30 afborgunum með 12 mánaða millibili, í fyrsta sinn 7. október 2009. Skjal þetta ber með sér að hafa verið áritað um móttöku hjá sýslumanni 9. október 2008 og fært í þinglýsingabók degi síðar. Þessu afrit i greinds skuldabréfs fylgdi þessu veðskuldabréfi er að fullu greidd og hefur verið afhent skuldara, S.J. fasteignafélagi ehf. til aflýsingar. Bréfið afh Sighvatssyni fyrir hönd stefnda, ber jafnframt með sér að hafa verið árituð af sýslumanni 23. mars 2020 með egna skal tekið fram að þessi yfirlýsing lögmannsins ber ekki með sér í hvers umboði hún er undirrituð, en auk þess verður ekki fram hjá því horft að skjalið sem yfirlýsing lögmannsins lýtur að og aflýst var í kjölfarið er annað að formi og efni en tryggin garbréfið sem lýst er í áðurnefndri 5. gr. lánssamningsins. Í greinargerð stefnda til héraðsdóms kemur fram að áðurnefnd Anna Laufey Sigurðardóttir, sem ritaði, ásamt Birgi heitnum, undir títtnefndan lánssamning 28. september 2006 fyrir hönd stefnda, hafi verið eiginkona Birgis og setið með honum í stjórn stefnda á þessum tíma. Í ljósi 1. mgr. 45. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður ekki annað lagt til grundvallar við úrlausn málsins en að lánssamingurinn hafi verið í reynd verið grundvöllur þ eirra greiðslna sem síðar runnu frá Birgi H. Þórarinssyni til fyrirsvarsmanns stefnda á árinu 2006 samkvæmt framansögðu. Undir rekstri málsins hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að stærstur hluti þeirra fjármuna sem greiddir voru fyrirsvarsma nni stefnda hafi verið lánsfé til stefnda samkvæmt lánssamningnum, sem stefndi var skuldbundinn til að endurgreiða svo sem þar greinir. Með því að stefndi hefur ekkert lagt fram sem sýnir að þessir fjármunir hafi verið endurgreiddir eða skuldin samkvæmt tí ttnefndum lánssamningi gerð upp með öðrum hætti verður dómkrafa stefnanda, eins og hún er sett fram, tekin til greina. Með því að stefnandi hefur hvorki gert kröfu um vexti né málskostnað verður í dómsorði ekki kveðið á um annað en greiðslu stefnufjárhæðar . Arnar Þór Jónsson héraðdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, SJ fasteignafélag ehf., greiði stefnanda, dánarbúi Birgis H. Þórissonar, 35.000.000 krónur.