LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 30. júlí 2021. Mál nr. 490/2021 : A (Ómar R. Valdimarsson lögmaður ) gegn velferðarsviði Reykjavíkurborgar ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumanns um nauðungarvistun sem A skyldi sæta. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 20. júlí 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 29. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júlí 2021 í málinu nr. L - /2021 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 12. júlí 2021 um nauðungarvistun sóknaraðila á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðis laga nr. 71 /199 7 . 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að nauðungarvistuninni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann og þóknunar t il handa talsmanni sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 M eð vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í úrskurðarorði greinir, enda verður ekki fallist á að efni séu til að nauðungarvistuninni verði markaður skemmri tími en þar er kveðið á um . 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðil a vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. 2 Úrskurðarorð: H afnað er kröfu sóknaraðila, A , um að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 12. júlí 2021 um nauðungarvistun hans á grundvelli 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila fyrir Landsrétti, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, 167.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júlí 2021 I . Með kröfu dagsettri 15. júlí sl. sem dómari móttók í dag, gerir sóknaraðili, A , kt. , kröfu um að felld verði úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 12. júlí sl., um að hann skuli nauðungarvistaður á sjúkrahúsi í 21 sólarhring á grun dvelli 3. mgr., sbr. 2. mgr., 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Jafnframt krefst hann þess að þóknun skipaðs talsmanns síns verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. Varnaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, krefst þess að kröfu s óknaraðila verði hafnað og að staðfest verði framangreind ákvörðun sýslumanns. Um aðild varnaraðila er vísað til 20. gr. laga nr. 71/1997. Málið var þingfest fyrr í dag og tekið til úrskurðar að lokinni aðalmeðferð. Talsmaður sóknaraðila hefur verið í sam bandi við hann og síðast í dag vegna tilmæla frá dómara til að fara yfir kröfuna og málsmeðferð fyrir dómi. Sóknaraðili lýsti því yfir að hann hefði ekki áhuga á að koma fyrir dóm eða að hitta dómara málsins, en fól talsmanni sínum að fylgja kröfu hans eft ir og kynna hans sjónarmið. II. Í beiðni varnaraðila um nauðungarvistun, frá 12. júlí sl., til Sýslumannsins á höfuð borgarsvæðinu greinir frá því að félagsráðgjafi á Landspítala, hefði haft samband vegna málsins þann sama dag og óskað eftir aðkomu velfer ðarsviðs að nauðungarvistun sóknaraðila. Sóknaraðili dvelji á geðdeild og fyrir liggi vottorð B læknis dagsett 11. júlí 2021 um ástand hans. Sóknaraðili búi í og fái hann stuðning frá starfsfólki þar. Hann sé greindur með frá árinu 2013. Hafi hann frá upphafi sjúkdómsins verið innsæislaus í veikindi sín. Þá sé hann einnig með alvarlegan og virkan fíknivanda sem hafi hamlað meðferð og bata í gegnum árin. Hann hafi sögu um að vera órólegur, hótandi og hafi endurtekið beitt f ólk ofbeldi í bráðum veikindum. Miklar áhyggjur hafa verið af honum og hegðan hans síðustu vikur. A sé ætlað að vera í þjónustu hjá en þiggi hana ekki. Hann hafi verið fluttur í lögreglufylgd á geðdeild Landspítalans eftir mat Héraðslæknis . Hann hafi v erið ósáttur og órólegur og komið því skýrt á framfæri að hann ætti ekki við nein vandamál að stríða. Hann hafi verið með ógnandi hegðun og veist að öðrum sjúklingi. A hafi og kýlt starfsmann i andlit og hafi va rn arteymið verið kallað til og lögregla vegna ofbeldishegðunar. Sé það mat læknis að óhjákvæmilegt sé að vista hann á geðdeild svo hægt sé að koma við nauðsynlegri meðferð. A hafi í gegnum árin fengið nokkra þjónustu hjá Þjónustumiðstöð og síðustu mánuði verið í töluverðu sambandi við sinn félags ráðgjafa. Vottorð B geðlæknis styðst við sjúkraskrá, viðtal við sjúkling og upplýsingar frá meðferðaraðilum sóknaraðila og starfsfólki þjónustukjarna. Í vottorðinu lýsir læknirinn sögu þessa ára gamla karlmanns sem er og . Hann sé metinn til ] vegna geðsjúkdóms síns og búi í og fái þar stuðning frá starfsfólki. Sóknaraðili sé greindur með frá árinu 2013 og mun sjúkdómur hans hafa svarað illa 3 lyfjameðferð. Sóknaraðila skorti innsæi og hafi svo verið frá upphafi og telji hann sig ekki ve ikan. Hann sé einnig með alvarlegan og virkan fíknivanda sem hafi hamlað meðferð og bata. Frá árinu 2013 hafi hann legið sinnum á geðdeildum Landspítala, bæði á móttökugeðdeildum, fíknigeðdeild og á Sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppi . Í vottorðinu er lýst margvíslegum ranghugmyndum sóknaraðila bæði um sjálfan sig og umhverfi sitt. Sóknaraðili hafi sögu um að vera órólegur, hótandi og hafi endurtekið beitt fólk ofbeldi í bráðum veikindum, sérstaklega . Hann hafi endurtekið verið svip tur sjálfræði á síðustu árum til að tryggja lyfjameðferð og eftirfylgd. Hann hafi fengið sjálfræði að nýju í 2020 og þá strax hætt að taka lyf. Síðustu mánuði er sóknaraðili sagður hafa verið í miki lli neyslu f í kniefna og samskipti við og starfsfó lk Reykjavíkurborgar hafi verið erfið. Hefur hann verið hótandi í garð og brotist inn til þeirra og stolið af þeim peningum og munum, ásamt öðrum brotum. og lýst geðrofseinkennum. Vegna ástandsins hafi Héraðslæknir farið á hei mili hans . júlí 2021. Í kjölfarið hafi hann verið fluttur af lögreglu á geðdeild Landspítalans. Þar hafi hann verið ósáttur, órólegur og erfitt a ð ræða við hann, en taldi sig ekki eiga við nein vandamál að stríða. Hann samþykkti þó innlögn, en hafi flj ótlega farið að spennast upp og sýna ógnandi hegðun. Hafi hann átt erfitt með að svara einföldum spurningum og var samhengislaus og hávær í tali og ógnandi. Hann hafi veist að starfsmanni og þurft hafi annan til að ganga á milli. Varnarteymi hafi verið kal lað til en einnig lögregla vegna ofbeldishegðunar hans. Hann hafi fengið sprautu til að róa hann og var síðan nauðungarvistaður í 72 tíma júlí 2021. Í niðurstöðum vottorðs B , kemur fram að sóknaraðili sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og fíknivanda. Ha nn sé innsæislaus og þurfi meðferð. Fái reglulega geðrofseinkenni og geti orðið hættulegur fólki. Honum gangi betur þegar hann fái geðrofslyf í forðasprautum. Mikil versnun hafi orðið undanfarna mánuði, mikil neysla og ofbeldi gagnvart fjölskyldu. Grunur s é um undirliggjandi geðrofseink e nni. B metur A alvarlega veikan af sínum geðsjúkdómi og fíknivanda. Hann sé ekki fær um að sjá um sig sjálfur eða eiga samskipti við annað fólk og sé hættulegur öðrum í þessu ástandi. Því sé nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að hann vistist áfram á geðdeild. III. Eins og að framan greinir flutti skipaður talsmaður sóknaraðila dómnum þau boð frá honum að hann sæi ekki ástæðu til að hitta dómara og teldi það þýðingarlaust en fól lögmanni sínum að koma sjónarmiðum hans á framfæri. C meðferðarlæknir sóknaraðila og yfirlæknir á bráðageðdeild, gaf símaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Hún greindi frá því að hann hafi samkvæmt hennar upplýsingum verið órólegur og æstur við komu. Eftir að hún hafi hitt hann hafi hún greint hjá honum skýr og klár geðrofseinkenni. Sjúkdómsgreining ha ns sé og alvarlegur fíknisjúkdómur. Læknirinn telur sóknaraðila eiga við alvarlegan geðsjúkdóm að etja en sé innsæislaus í veikindi sín og sé því ekki til samvinnu. Metur hún það gríðarlega mikilvægt að sóknaraðili komist á rétta lyfjameðferð eins og s taðan sé og því óhjákvæmilegt að vista hann nauðugan á geðdeild. Talsmaður sóknaraðila mótmælti kröfunni fyrir hans hönd. IV. Það er skilyrði þess að unnt sé að nauðungarvista mann á sjúkrahúsi að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur séu taldar á að svo sé ástatt um hann eða ástand hans sé þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Með vísan til fyrirliggjandi læknisvottorðs B og vættis C geðlæknis og meðferðarlæknis sóknaraðila , við aðalmeðferð málsins, sem og annarra gagna málsins, þykir nægjanlega í ljós leitt að ástand sóknaraðila sé 4 með þeim hætti að hann eigi á þessari stundu við alvarleg geðræn veikindi að stríða. Ljóst er að mati dómsins að sóknaraðili þarf áfram að vera í umsjón lækna og annars sérhæfðs starfsfólks, svo unnt sé að ná utan um veikindi hans og tryggja að hann fái nauð s ynleg lyf sem hætta er annars á að hann taki ekki. Leggja verður þannig til grundvallar að sóknaraðili hafi ekki innsæi nú sem fyrr í eigið s júkdómsástand og sé því ólíklegt að hann þiggi í núverandi sjúkdómsástandi, nauðsynlega lyfjameðferð og læknisaðstoð verði hann útskrifaður. Fyrir liggur jafnfram að sóknaraðili getur verið hættulegur öðru fólki þegar ástand hans er hvað verst. Verður því að telja óhjákvæmilegt að sóknaraðili verði áfram vistaður inn á geðdeild á grundvelli framangreindra ákvæða. Þá bendir ekkert til þess að önnur eða vægari úrræði dugi í máli sóknaraðila eins og ástand hans er í dag til að tryggja heilsu og batahorfur han s ef horft er til fyrri sögu, og sérstaklega að undanförnu, alvarlegs ástands hans í aðdraganda innlagnar nú og í innlögn og innsæisleysis hans gagnvart veikindum sínum. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsin s, þar með talda þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns sem þykir hæfilega ákveðin 170.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Hafnað er kröfu sóknaraðila, A , kt. , um að felld verði úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 12. júlí sl., um að hann skuli nauðungarvistaður á sjúkrahúsi í tuttugu og einn sólarhring á grundvelli 3. mgr., sbr. 2. mgr., 19. gr. lögræ ðislaga nr. 71/1997. Er ákvörðun sýslumanns því staðfest. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns 170.000 krónur.