LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 6. mars 2020. Mál nr. 823/2018 : Ákæruvaldið (Óli Ingi Ólason saksóknari ) gegn Ingvar i Árn a Ingvarss yni (Valgeir Kristinsson lögmaður) Lykilorð Hótanir. Vopnalagabrot. Tollalagabrot. Brot gegn lyfsölulögum. Upptaka. Dráttur á máli. Brotasamsteypa. Ákæra. Frávísun frá héraðsdómi að hluta . Útdráttur I var sakfelldur fyrir hótunarbrot gagnvart starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar með því að hafa ritað og birt tiltekin ummæli á Facebook - síðu sinni. Þá var I sakfelldur fyrir tollalagabrot og brot gegn lyfsölu - og lyfjalögum með því að hafa flutt hingað til lands og reynt að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá sjö ampúlum af lyfseðilsskyldu lyfi sem hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Í III. kafla ákæru var I jafn fram gefið að sök brot gegn tolla - og vopnalögum með því að hafa flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Héraðsdómur lagði til grundvallar að um eftirlíkingar væri að ræða en e kki raunveruleg vopn, að piparúðanum undanskildum. Með dómi héraðsdóms var vísað frá dómi þeim þætti III. kafla ákæru er laut að ætluðu vopnalagabroti I vegna innflutnings á öðru en piparúða. Með dómi Landsréttar var einnig vísað frá héraðsdómi þeim þætti III. kafla ákæru er laut að ætluðu tollalagabroti I þar sem verknaðarlýsing í ákæru var talin í ósamræmi við heimfærslu til refsiákvæða og málatilbúnað ákæruvaldsins að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var litið til 1. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var einnig litið til þess að dráttur hefði orðið á málinu án þess að I yrði um kennt. Var refsing I ákveðinn fangelsi í 60 daga en fullnustu hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var I gert að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfseðilsskyldu lyfi og tveim brúsum af piparúða, en kröfu ákæruvaldsins um upptöku var að öðru leyti vísað frá héraðsdómi . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðard óttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 25. október 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. september 2018 í málinu nr. S - 198/2018 . 2 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en því að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing verði milduð. Niðurstaða 4 Ákæra í máli þessu er í þremur liðum. Í fyrsta kafla ákæru eru ákærða gefnar að sök hótanir gagnvart starfsmönnum dýralæknamiðstöðvar með því að hafa í marsmánuði 2016 ritað og birt ummæli á Facebook - síðu sinni sem í ákæru greinir. Í öðrum kafla ákæru er hann sakaður um brot gegn tolla - , lyfsölu - og lyfjalögum með því að hafa í mars 2017 flutt h ingað til lands og reynt að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá sjö ampúlum af lyfseðilsskyldu lyfi sem hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða fyrir þau brot sem honum e ru gefin að sök í þessum köflum ákæru. 5 Sakarefni samkvæmt þriðja kafla ákæru er brot gegn tolla - og vopnalögum en ákærða er gefið að sök að hafa í ágúst 2015 flutt hingað til lands skammbyssu, riffil, magasín ætlað fyrir riffil, tvo brúsa af piparúða og sjö pakka af skotfærum. Var háttsemin í ákæru talin varða við 1. mgr. 170. gr., sbr. 1. mgr. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005, og 5. gr. og 4. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. og 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Með vísan til forsendna hérað sdóms er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða fyrir brot gegn vopnalögum með því að hafa flutt piparúða hingað til lands og varðar brot hans við 4. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. laganna. 6 Með hinum áfrýjaða dómi var þeim hluta ákæru sem laut að ætluð u vopnalagabroti ákærða að öðru leyti vísað frá dómi þar sem verknaðarlýsing í ákæru uppfyllti ekki kröfur um skýrleika samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var um þá niðurstöðu vísað til þess að ákærði hefði frá upphafi borið að ekki hef ði verið um eiginleg vopn að ræða heldur eftirlíkingar og fengi sú staðhæfing að nokkru leyti stuðning í gögnum málsins. Með hliðsjón af játningu ákærða lagði héraðsdómari til grundvallar að um innflutning á eftirlíkingum á vopnum hefði verið að ræða. Var ákærði sakfelldur fyrir brot gegn ákvæðum tollalaga sem vitnað var til í ákæru, þar sem hann hefði ekki við komu til landsins gert tollyfirvöldum grein fyrir varningnum sem hann hafði meðferðis, það er eftirlíkingum af vopnum og framangreindum piparúða . Ák æruvaldið krefst staðfestingar þeirrar niðurstöðu hér fyrir dómi. 7 Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 skal meðal annars greina í ákæru hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Þá verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. málslið 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. 8 Með því sem að framan er rakið verður málatilbúnaður ákæruvaldsins skilinn svo að byggt sé á því að ákærði hafi flutt hingað til lands eftirlíkingar af skotvopnum og skotfærum en það er ekki í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þess er ekki heldur getið í ákæru 3 að ákærða sé gefið að sök a ð hafa ekki gert tollyfirvöldum grein fyrir varningnum við komu til landsins eins og áskilið er í ákvæðum tollalaga sem háttsemin er þar talin varða við. Samkvæmt framangreindu er verknaðarlýsing í þessum lið ákæru í ósamræmi við heimfærslu til refsiákvæða og málatilbúnað ákæruvaldsins að öðru leyti. Er því óhjákvæmilegt að vísa frá héraðsdómi þeim hluta þriðja kafla ákæru sem lýtur að ætluðu tollalagabroti ákærða, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. og 1. málslið 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. 9 Staðfest er ákvæ ði héraðsdóms um ákvörðun refsingar ákærða, sem þykir hæfileg fyrir þau brot sem hann er sakfelldur fyrir. Með vísan til lagaákvæða sem í ákæru greinir er jafnframt fallist á upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG - M 5.000 og tveimur brúsum af piparúða en kröf u ákæruvalds um upptöku er að öðru leyti vísað frá héraðsdómi. 10 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum vir ðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi að því er varðar sakargiftir á hendur ákærða um tollalagabrot samkvæmt III. kafla ákæru og kröfu ákæruvaldsins um upptöku á skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, riffli, magasíni ætluðu fyrir riffil og sjö pökkum af skotfærum af gerðinni Fiocchi 9 mm P.A. Knall Nick. Héraðsdómur skal að öðru leyti vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 524.511 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín s, Valgeirs Kristinssonar lögmanns, 500.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. september 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 11. september 2018, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. apríl 2018, á hendur: Árna Ingvarssyni, kt. 000000 - 0000, [...] Reykjavík I. fyrir hótanir, með því að hafa [...] 2016 skrifað og birt eftirfarandi ummæli á facebook - síðu sinni sem voru til þess fallin að vekja hjá starfsmönnum [...] ótta um líf, heilbrigði og velfe rð sína: vikum og ef svo sem eg mun komast i fyrramálið munuð þið ekki sja mig a faceinu næstu daga,eg ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum og senda 5 sprautusjuklinga til að kveikja i þessari dýranýðsholu til að bjarga hinum dýrunum,EG ER SVO BRJALAÐUR NÚNA AÐ SÉ JAIL TIME FRAMUNDAN,DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ 4 í [...] og er að undirbúa massiver hefndaraðgerðir á morgun,fylgstu með vísir.is og mbl. a morgun vidir minn eg er að fara k þa var það byrjað að gefa sig meira dag fra degi og þes sir nýðingar hefðu getað sett hana a hjartalyf og þá væri hún i goðu lagi i dag en þeir fokkuðu þessu upp og i staðinn ætla eg að kýla dýralækningahóruna sem sinnti henni sundur og saman og siðan ætla ef að senda 5 djönkara sem eg þekki til að brenna þetta skítaplace til að örsamlega geðveikur og sár og i grimmilegum hefndahug og á pottþétt eftir að gera eitthvað af mér sem kemur mer i mikil vandræði but fuck it þetta er litla barnið mitt sem eg elska ut af lífinu og ef einhver læknir fokkar dóttir minni upp þa kála ég honum dýraníðingnum,eg er brjálaður ósofinn og útúr kókaður og gjörsamlega geðveikur gloria min er að deyja og það þýðir refsing og grimmileg hefnd það þýð hinn [...] og ætla að berja þennan dýralæknanýðing sem hefði geta komið i veg fyrir þetta fyrir 3 vikum,B minn eg Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir brot gegn tolla - , lyfsölu - og lyfjalögum, með því að hafa [...] 2017, við komu hans til landsins frá [...] með lyfseðilsskylda lyfinu HCG - M 50 00, sem hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir. Telst þetta varða við 1. mgr. 170. gr., sbr. 1. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005, 1. 2. mgr. og 5. mgr. 51. gr., sbr. 1. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, 1. mgr. 7. gr., sbr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, 1. og 2. gr., sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 212/1998 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota. III. Fyrir tolla - og vopnalagabrot, með því að hafa [...] 2015, flutt inn til landsins frá [...], með flugi [...], 1 stk. skammbyss u af gerðinni Zorak Mod 918, 1. stk riffil, 1. stk. magasín ætlað fyrir riffil, 1. stk. piparúða 80 ml af gerðinni Manergy pepper spray, 1. stk. piparúða 50 ml af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pakka af skotfærum af gerðinni Fiocchi 9 mm P.A. Knall N ick (samtals 350 stk.). Telst þetta varða við 1. mgr. 170. gr., sbr. 1. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005 og gegn 5. gr. og 4 . mgr. 30. gr., sbr. 36. og 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til gr eiðslu alls sakarkostnaðar, og jafnframt að framangreind vopn sem hald var lagt á, verði gerð upptæk samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 16/1998 og að sjö ampúlur af lyfinu HCG - M 5000 verði gerðar upptækar samkvæmt heimild í 1. mgr. 181. gr. tollalaga nr. 88 /2005, 3. mgr. 49. gr. 5 Verjandi ákærða krefst frávísunar II. og III. kafla ákæru en þó að teknu tilliti til þess hluta sem játaður er, til vara er krafist sýknu af öllum ákæruliðum en til þrautavara er krafist vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst verjandi hæfilegra málsvarn arlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. I. I. kafli ákæru Þann [...] 2016 lagði annar eigandi [...] fram kæru á hendur ákærða vegna hótana hans sem beindust að starfsfólki staðarins og voru settar fram í færslum á Facebook - síðu ákærð a daginn áður. Af færslunum væri ljóst að hann kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og teldi það hafa brugðist skyldum sínum. Kvað kærandi tvo starfsmenn [...] hafa komið heim til sín og sýnt sér hvað ákærði hefði skrifað á Facebook - síðu sinni. Kváðu st þeir hafa tilkynnt athæfið til lögreglu. Fram kom að kæranda var brugðið yfir þessu. Skýrsla var tekin af ákærða hjá lögreglu þennan sama dag. Kannaðist hann við að hafa látið umrædd orð falla á Facebook - síðu sinni. Kvaðst hann hafa verið í reiðikasti eftir að hundur hans veiktist eftir meðferð á [...] en hann hefði dáið tveimur vikum síðar. Hafi reiði hans ekki beinst að tiltekinni manneskju heldur staðnum sem slíkum. Engin alvara hafi verið á bak við hótanirnar. Kannaðist hann við að hafa farið þanga ð um morguninn og ætlað að ræða við [...] sem ekki hafi verið við. Á meðal gagna málsins er texti sá sem um ræðir, sem ákærði birti á Facebook - síðu sinni. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi, að því marki sem nauðsynlegt þyk ir til úrlausnar málsins. Ákærði kannaðist við að hafa skrifað þann texta sem í ákæru greinir á Facebook - síðu sína. Hann kvaðst hafa verið miður sín eftir að hundur hans veiktist eftir að hafa verið á [...]. Hann hafi viljað fá útskýringar og hefði farið um morguninn og rætt við konur í afgreiðslunni. Hefði það allt farið vel fram. Ákærði kvaðst nú gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en á þeim tíma sem þau voru sett fram hefði hann ekki áttað sig á því. Kvaðst hann hafa haldið að hann hefði tekið þau strax út af Facebook - veggnum sínum. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að því hvort starfsfólks [...] myndi fá vitneskju um ummælin. Hann kvað sér ekki kunnugt um stillingar á Facebook - síðun ni, þ.e. hvort það sem þar væri skrifað væri aðgengilegt öllum eða bara vinum hans. Borin voru undir ákærða ummæli hans á síðunni þar hefði sagt að svo væri. Ákærði kvaðst iðrast gjörða sinna. E kannaðist við ákærða. Hún hefði meðhöndlað hunda ákærða um nokkurt skeið áður en mál þetta kom upp. Hún hefði verið veik umræddan morgun og því slökkt á símanum sínum. Hefðu tvær samstarfskonur hennar kom ið heim til hennar og skýrt henni frá því að ákærði hefði sett fram hótanir á Facebook - síðu sinni og sýnt henni ummælin á síðunni. Um grófar hótanir hafi verið að ræða og því hafi þær óttast um vitnið þegar hún svaraði ekki í síma. Starfskonurnar hafi veri ð mjög hræddar. Greindu þær henni frá því að ákærði hefði komið á stofuna um morguninn með boxhanska og sagt að hann ætlaði að lemja hana. Þá hefði hann verið með símann sinn og verið að setja tiltekin ummæli inn á Facebook - síðu sína. Vitnið sagði að sér h efði fundist þetta óraunverulegt en þegar hún hefði farið að hugsa um þetta hefði henni ekki liðið vel og því lagt fram kæru hjá lögreglu í kjölfarið. Til að tryggja öryggi starfsfólksins hefðu nákomnir verið á staðnum en þær hefðu einna helst viljað fá lö gregluvernd. Vitnið kvað ummælin hafa verið áfram á síðunni heillengi áður en þau voru tekin út. Vitnið kvað átta starfsmenn hafa verið í vinnu hjá [...] þennan dag en tveir hefðu verið í [...]. Ákærði hafi alltaf leitað til þeirra í [...]. F kvaðst vera meðeigandi E að [...]. Umræddan dag hafi hún verið að störfum í [...] þegar starfsstúlka úr [...] hefði hringt og hálfhvíslað í símann. Hún hafi verið mjög óttaslegin og hefði læst sig inni í þvottahúsi til að tala við vitnið. Ástæðan hefði verið sú að ákæ rði var kominn á [...]. Hefði starfsfólkinu verið kunnugt um færslur hans á Facebook en viðskiptavinur hefði hringt og gert þeim viðvart. Af þessum sökum hafi eiginmenn tveggja starfsmanna verið staddir þar og starfskona hafi rætt við ákærða sem síðan fór. Starfsfólkið hafi hins vegar verið mjög óttaslegið og einnig hrætt um E sem ekki var í vinnunni þennan dag. Vitnið kvaðst hafa séð umræddar færslur á Facebook - síðu ákærða og hún hefði orðið óttaslegin við að lesa þær. 6 G, starfsmaður á [...] , kvað viðskip tavin hafa tilkynnt um hótanir ákærða á Facebook. Færslurnar hafi verið á síðu sem ber heitið [...] en einnig á persónulegri Facebook - síðu ákærða sem hafi verið aðgengileg öllum. Hann hafi komið á staðinn og sagst vera með boxhanska. Hún hefði talað við ha nn og hefði hann þá verið rólegur og síðan farið. Starfsfólkið hafi verið mjög hrætt eftir þetta og vart um sig. Hafi þær fengið utanaðkomandi aðstoð karlmanns við að fylgjast með á staðnum. Niðurstaða Ákærði hefur játað að hafa birt umrædd ummæli á Fac ebook - síðu sinni. Varnir ákærða eru annars vegar reistar á því að háttsemi hans verði ekki heimfærð undir 233. gr. almennra hegningarlaga þar sem skilyrði refsiábyrgðar séu ekki uppfyllt. Ummæli ákærða á Facebook beindust að skýrt afmörkuðum hópi, þ.e. st arfsmönnum á [...], og þá sérstaklega þeim er störfuðu í [...]. Barst þeim vitneskja um ummælin frá þriðja aðila. Breytir hér engu að ákærði setti hótanirnar fram á Facebook - síðu sinni. Ummælin fela í sér ítrekaðar grófar hótanir um að fremja refsiverðan v erknað. Dómurinn telur ótvírætt að þær hafi verið til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra hjá starfsmönnum [...]. Af lestri færslnanna verður ráðið að ákærði hafi ekki verið í andlegu jafnvægi þegar hann setti þær fra m og jafnvel í annarlegu ástandi eins og hann sjálfur ýjaði að, en það ýtti eðli máls samkvæmt undir óttann. Höfðu starfsmennirnir fulla ástæðu til að taka hótanirnar alvarlega, eins og raun bar vitni og glögglega kom fram í vitnisburði þeirra fyrir dóminu m. Mátti ákærða vera ljóst að líklegt væri að starfsfólk [...] fengi vitneskju um hótanirnar og efni þeirra væri slíkt að það væri til þess fallið að valda mikilli hræðslu á meðal þeirra. Samkvæmt framangreindu eru skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt 233. gr . almennra hegningarlaga uppfyllt og verður ákærði sakfelldur fyrir háttsemi sína. Þó að ákærði hafi sett ummæli sín fram í ákveðnu andlegu ójafnvægi eru ekki efni til að beita refsilækkunarheimildum 74. og 75. gr. almennra hegningarlaga. II. kafli ákær u Með bréfi tollstjóra, dagsettu [...] 2017, var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu framsent mál ákærða er varðaði meint brot hans gegn tollalögum, lyfsölulögum og lyfjalögum þann [...] 2017. Í bréfinu segir að um meintan ólöglegan innflutning lyfseði lsskylds lyfs sé að ræða en lyfið hafi ekki markaðsleyfi hér á landi. Segir í gögnum tollstjóra að ákærði hafi sagst ætla að útvega lyfseðil vegna lyfjanna en ekkert hafi orðið úr því. Ákærði kannaðist við að hafa flutt inn til landsins umræddar ampúlur m eð umræddu efni en hann hefði keypt það án þess að hafa lyfseðil. Hann taldi ekki um að ræða ólöglegt lyf, hann hefði keypt það í [...] en kvaðst ekki muna hvar. Vinur hans sem væri læknir hefði sagt að lyfið væri til þess fallið að auka frjósemi en það in nihéldi tiltekin hormón. Ákærði kvaðst aðspurður ekki hafa notað lyfið áður og hann hefði enga reynslu af því. H, [...] - deildar tollstjóra, lýsti aðkomu deildarinnar að máli þessu. I tollvörður kvaðst hafa lagt hald á ampúlur með vökva sem ákærði hefði v erið með í fórum sínum. Ákærði hefði ekki getað framvísað lyfseðli. J, starfsmaður tæknideildar LRH, kvaðst hafa fengið umræddar ampúlur til skoðunar, þær hafi verið innsiglaðar og merktar. Hafi verið kannað hvers eðlis efnið væri út frá merkingunum og hafi komið í ljós að um óþekktan stera væri að ræða. Innihaldið hafi ekki verið rannsakað sérstaklega. Niðurstaða Óumdeilt er að ákærði f lutti inn til landsins sjö ampúlur með lyfinu HCG - M 5000 án lyfseðils. Þá er óumdeilt að lyfið hefur ekki markaðsleyfi hér á landi en samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 93/1994 er það skilyrði fyrir innflutningi. Samkvæmt gögnum málsins er lyfið skilgreint sem anabólískur steri óþekktrar tegundar. Löglíkur eru fyrir því að innihald ampúlanna sé það sem kemur fram á merkingum en því hefur ekki sérstaklega verið mótmælt. Hefur ákærði viðurkennt innflutning lyfsins án þess að hafa haft tilskilið leyfi til þess . Sú háttsemi ákærða er refsinæm og er háttsemi hans réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Í samræmi við tilvitnuð ákvæði í ákæru er fallist á upptöku á framangreindum ampúlum. 7 III. kafli ákæru Með bréfi tollstjóra, dagsettu [...] 2016, var lögreg lunni á höfuðborgarsvæðinu framsent mál ákærða er varðaði meint brot hans gegn tolla - og vopnalögum þann [...] 2015. Í bréfinu segir að um meintan ólöglegan innflutning vopna sé að ræða. Segir í gögnum tollstjóra að ákærði hafi borið því við að vopnin væru leikföng. Hann hafi ekki haft tilskilin leyfi Ríkislögreglustjóra fyrir innflutningnum. Ákærði kannaðist við að hafa flutt til landsins piparúða en kvað K hafa átt hann. Hvað varðar vopnin þá kvaðst hann hafa keypt þau í [...] í verslun [...] en hann hef ði rekist á hana fyrir tilviljun. Þessi verslun hafi selt eftirlíkingar. Riffillinn væri mjög góð eftirlíking af riffli sem hefði verið notaður í seinni heimsstyrjöldinni og magasínið fylgt honum. Um væri að ræða besta gæðaflokk eftirlíkinga. Þá hefði hann keypt skammbyssu og púðurskot. Hann kvaðst ekki hafa lesið á umbúðirnar með skotunum en kvaðst hafa beðið um púðurskot. Þessu hafi öllu verið pakkað inn í versluninni og hann fengið kvittun sem sé að finna í gögnum málsins. Ákærði kvaðst hafa gengið inn u m græna tollhliðið og ekki velt hinum möguleikanum fyrir sér en auk þess hefði verið búið að pakka vopnunum mjög vel inn. Ákærði kvaðst eiga eftirlíkingar af vopnum. Hann kvaðst ekki vera með skotvopnaleyfi og ekki hafa reynslu af notkun skotvopna. H, [.. .] - deildar tollstjóra, og K tollvörður komu fyrir dóminn og lýstu aðkomu sinni. Niðurstaða Ákærði kannast við að hafa flutt inn til landsins tvo stauka af piparúða. Þá hafi hann einnig flutt inn skammbyssu, riffil, magasín ætlað riffli og sjö pakka af skotfærum. Hins vegar hafi verið um eftirlíkingar að ræða en ekki raunveruleg vopn. Verknaðarlýsing ákæru ber ekki með sér hvort honum er gefið að sök að hafa flutt inn vopn eða eftirlíkingar af vopnum og skotfærum. Í upptökukröfu er þó krafist upptöku á Í 1. mgr. 1. gr. vopnalaga nr. 16/1998 er vopn skilgreint sem hvert það tæki eða efni sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanlega, enda sé með tilliti til aðstæðna ástæða til að ætla að fyrirhugað sé að nota tækið eða efnið í slíkum tilgangi. Skotvopn er skilgreint í 2. mgr. ákvæðisins sem vopn eða tæki sem hægt sé með sprengikrafti, samþjöppuðu lofti eða á annan sambærilegan hátt að skjóta úr kúlum, höglum eða öðrum skeytum. Þá eru sk otfæri skilgreind í 3. mgr. sem hvers konar skot eða skeyti sem gerð eru til að skjóta úr skotvopnum. Brot ákærða eru í ákæru talin varða við nánar tilgreind ákvæði tollalaga og vopnalaga. Vísað er til 5. gr. vopnalaga án þess að tilgreina viðeigandi máls grein en gerður er greinarmunur á því hvort um vopn er að ræða eða eftirlíkingu vopna. Samkvæmt 5. og 6. mgr. ákvæðisins er óheimilt að flytja inn nánar tilgreind vopn og samkvæmt 7. mgr. er innflutningur á eftirlíkingum vopna bannaður, enda sé ástæða til að ætla að erfitt sé að greina þær frá fyrirmyndinni. Ákvæði þessi eru meginreglur og undanþága frá tilteknum ákvæðum aðeins veitt með sérstöku leyfi og skilyrðum eins og nánar greinir í ákvæðinu. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðfer ð sakamála skal í ákæru tilgreina hverja þá háttsemi sem ákært er út af, hvar og hvenær brot er framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu til laga og stjórnvaldsfyrirmæla ef því er að skipta. Samkvæmt d - lið skal einnig, ef þörf k refur, geta röksemda sem málsóknin er byggð á, en röksemdafærslan skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hverjar sakargiftir eru. Eins og fram er komið játar ákærði innflutning á eftirlíkingum vopna. Skýringar hans á því hvers vegna hann h efði ekki gert grein fyrir þeim eru að engu hafandi. Verður ákærði á grundvelli játningar sinnar og með vísan til tilvitnaðra ákvæða tollalaga sakfelldur fyrir innflutninginn. Þá verður hann einnig, á grundvelli játningar sinnar og með vísan til 4. mgr. 30 . gr., sbr. 36. gr. vopnalaga, sakfelldur fyrir innflutning á piparúða og skal sæta upptöku á honum eins og nánar greinir í dómsorði. Með vísan til 1. mgr. 181. gr. tollalaga verður fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins að öðru leyti, en ákærði mótmælti þei rri kröfu ekki. Verknaðarlýsing í ákæru uppfyllir hins vegar að mati dómsins ekki framangreindar kröfur um skýrleika hvað varðar vopnalagabrot ákærða að öðru leyti. Verður ekki á það fallist með ákæruvaldinu að ónákvæm tilvísun til lagaákvæðis komi ekki a ð sök eins og hér er ástatt af þeirri ástæðu einni að innflutningur á vopnum og eftirlíkingum af vopnum sé hvoru tveggja refsinæmur samkvæmt ákvæðinu. Þá kom athugasemd ákærða um að ekki væri um raunveruleg vopn að ræða strax fram í skýrslu tollvarðar og þ ví var tilefni til að rannsaka sannleiksgildi þess. Ennfremur afhenti ákærði kvittun fyrir kaupunum og þykir sú fjárhæð er þar kemur fram 8 styðja að um eftirlíkingar vopna hafi verið að ræða, að undanskildum piparúðanum. Verður ekki annað séð en að ákæruval dið hafi haft nægan tíma til að rannsaka málið en brotið er framið í [...] 2015. Með hliðsjón af framansögðu verður þeim þætti ákæru er lýtur að vopnalagabroti ákærða vegna innflutnings á öðru en piparúða vísað frá dómi. Refsiákvörðun Sakaferill ákærða h efur ekki áhrif á refsingu í máli þessu en hann gekkst síðast undir tvær lögreglustjórasáttir á árinu 2012 fyrir sérrefsilagabrot. Hann var síðast dæmdur fyrir hegningarlagabrot árið 2011. Til þyngingar horfir að hótanir þær sem ákærði hefur verið sakfel ldur fyrir samkvæmt I. kafla ákæru voru grófar og heiftúðugar. Þær voru ítrekað settar fram og linnti ákærði ekki látum þó að einn viðmælandi hans hefði reynt að róa hann, eins og sjá má í gögnum málsins. Vísast í þessu sambandi til 1. og 6. tl. 1. mgr. 70 . gr. almennra hegningarlaga. Á móti kemur að ákærði hefur á rannsóknarstigi og hér fyrir dómi iðrast atviksins og er til þess litið að nokkru þó ekkert liggi fyrir um að hann hafi sýnt iðrun sína í verki. Hvað varðar önnur brot sem ákærði hefur verið sak felldur fyrir samkvæmt II. og III. kafla ákæru er litið til þess að ósannað er að ákærði hafi flutt inn til landsins raunveruleg vopn, að undanskildum piparúðanum. Þá var magn hinna innfluttu lyfja óverulegt. Þá er litið til þess að langt er um liðið frá því að ákærði framdi brot sín samkvæmt I. og III. kafla ákæru. Brot ákærða samkvæmt I. kafla voru framin [...] 2016 en brotin samkvæmt III. kafla ákæru [...] 2015. Upplýst var að ákæruvaldinu hefðu ekki borist gögn málsins fyrr en í [...] 2016 en eftir það dróst málið einnig úr hömlu. Ekki hafa komið fram aðrar skýringar á drætti málanna en annir hjá embættinu. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir hæfileg refsing ákærða vera 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stei nbergs Finnbogasonar lögmanns, 527.000 krónur, en annan sakarkostnað leiddi ekki af máli þessu. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákær ði, Ingvar Árni Ingvarsson, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sæti upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG - M 5000, einu stk. skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stk riffli, einu stk. magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stk. piparúða 80 ml af gerðinni Manergy pepper spray, einu stk. piparúða 50 ml af gerðinni Manergy pepper spra y og sjö pökkum af skotfærum af gerðinni Fiocchi 9 mm P.A. Knall Nick (samtals 350 stk.). Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, 527.000 krónur.