LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. nóvember 2021. Mál nr. 338/2020 : Suðurgafl ehf., Sigríður Vilhjálmsdóttir, Þórir Sigurðsson ehf . , Hrönn Greipsdóttir, Sigurður Haukur Greipsson, Minningarsj óður Ársæls Jónassonar kafara, Svava Loftsdóttir, Marta Loftsdóttir, Pétur Guðfinnsson, Margrét Sigríður Pálsdóttir og Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir ( Hjörleifur B. Kvaran lögmaður ) gegn í slenska ríki nu ( Ívar Pálsson lögmaður) Lykilorð Kaupsamningur. Fasteign. Fasteignakaup. Túlkun samnings. Matsgerð. Yfirmat. Vextir. Verðbætur. Sératkvæði. Útdráttur Áfrýjendur og stefndi áttu land í óskiptri sameign á svokölluðu Geysissvæði í Haukadal. Þann 7. október 2016 sömdu áfrýjendur og stefndi um kaup stefnda á eignarhlut áfrýjenda og stóð hann stefnda til ráðs töfunar frá þeim degi. Í kaupsamningnum var ákveðið að leggja það í mat matsmanna að meta sanngjarnt kaupverð landspildunnar. Skyldi niðurstaða matsmanna vera endanlega bindandi um kaupverð og yrði ekki endurskoðað. Samkvæmt yfirmatsgerð 17. apríl 2019 kom st meirihluti yfirmatsmanna að þeirri niðurstöðu að sanngjarnt kaupverð fyrir matsandlagið væri 1.009.278.000 krónur miðað við 7. október 2016. Í niðurstöðukafla matsgerðarinnar sagði að ef kaupverðið væri framreiknað miðað við breytingu á byggingarvísitöl u frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmats næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Þá kom þar fram að kaupverðið skyldi bera almenna vexti samkvæmt II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá kaupsamningsdegi til greiðsludags. Áfrýjen dur byggðu málatilbúnað sinn á því að í niðurstöðu meirihluta yfirmatsmanna fælist að kaupverð landspildunnar skyldi verðbætt og vaxtareiknað með framangreindum hætti. Væri stefndi bundinn við þá niðurstöðu samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins. Í dómi Landsrét tar kom fram að af reglu samningaréttar um samningsfrelsi leiddi meðal annars að samningsaðili gæti 2 að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja á um efndir skyldu sem ekki væri kveðið á um í samningi. Kom fram að í kaupsamningi aðila hefði ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta af kaupverði en fyrirsjáanlegt hefði verið við frágang kaupsamningsins að umtalsverður tími kynni að líða þar til endanleg matsgerð lægi fyrir. Var talið að ef áfrýjendur teldu sig eiga rétt til greiðslu verðbóta eða vaxta hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að kveðið yrði á um það í samningnum. Hið sama var talið gilda um viðmiðunartíma verðmatsins ef þeir teldu að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Eins og atvikum málsins væ ri háttað hefði verið alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á það hefði reynt. Þar sem skylda stefnda til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverðið var ekki talin verða leidd af kaupsamningnum, lögum eða venju var niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu stefnda staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Ásmundur Helgason og Kristín Benediktsdóttir dósent. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 29. maí 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. maí 2020 í málinu nr. E - 4668/2019 . 2 Áfrýjendur krefjast þess aðallega að stefnda verði gert að greiða áfrýjendum 1.100.113.020 krónur með vöxtum samkvæmt 2. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggin gu frá 7. október 2016 til 17. maí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, 7. október ár hvert og nýir vextir reiknaðir af samanlagðri fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 krónum sem stefndi innti af hendi 20. júní 2019. Til vara er þess krafist að stefnda verði gert að greiða áfrýjendum 1.009.278.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. október 2016 til 17. maí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, 7. október ár hvert og nýir vextir reiknaðir af samanlagðri fjárhæð, sbr. 12. g r. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 krónum sem stefndi innti af hendi 20. júní 2019. Til þrautavara krefjast áfrýjendur þess að stefnda verði gert að greiða áfrýjendum 1.009.278.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38 /2001 frá 7. október 2016 til 1. júní 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, 7. október ár hvert og nýir vextir reiknaðir af samanlagðri fjárhæð, s br. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 krónum sem stefndi innti af hendi 20. júní 2019. Til þrautaþrautavara krefjast áfrýjendur þess að stefnda verði gert að greiða áfrýjendum 1.009.278.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 7. 3 október 2016 til 5. júlí 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. nr. laga 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, 7. október ár hvert og nýir vextir reiknaðir af samanla gðri fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 krónum sem stefndi innti af hendi 20. júní 2019. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi áttu áfrýjendur og stefndi land í óskiptri sameign á svokölluðu Geysissvæði í Haukadal. Nánar tiltekið áttu áfrýjendur 74,72% eignarhlut í landinu en stefndi 25,28%. Samið va r um kaup stefnda á landinu með kaupsamningi 7. október 2016. Þar sem ekki náðist samkomulag um kaupverð var í 5 Samkvæmt 3. gr. kaupsamningsins á ttu matsmenn að skila rökstuddri niðurstöðu við landspildunnar í heild utan séreignaspildu stefnda innan svæðisins. Átti stefndi að 6 Kveðið var á um það í 3. gr. kaupsamningsins að ef stefndi eða meirihluti áfrýjenda vildi ekki una niðurstöðu matsmanna væri heimilt að óska e ftir yfirmati sem skyldi unnið af fimm yfirmatsmönnum. Skyldi beiðni um yfirmatsmenn send Héraðsdómi Reykjavíkur innan 30 daga frá því að niðurstaða undirmats lægi fyrir en ella yrði smönnum að vera með sama hætti og við undirmat og niðurstaða matsgerðarinnar að vera niðurstaðan læg i fyrir. 7 8 Í matsbeiðni áf rýjenda og stefnda til Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2017 var þess farið á leit við dómstólinn að dómkvaddir yrðu þrír matsmenn til að meta: séreignarspildu matsbeiðanda i hæfilegri þóknun lögmanns áfrýjenda vegna reksturs matsmálsins. Í ljósi þess að héraðsdómur taldi sér óheimilt að dómkveðja fleiri en einn matsmann varð samkomulag milli aðila um að einn tilgreindur matsmaðu r yrði dómkvaddur en aðrir 4 9 Samkvæmt matsgerð 1. desember 2017 mat framangreindur matsmaður, ásamt tveimur aðstoðarmönnum, verðmæti sameignarlandsins í heild 1.490.000.000 króna og hlutdeild áfrýjenda í því 1.113.000.000 króna. Um kaupverðið segir í matsgerðinni: læg ra eða 977.000.000 króna. 10 Stefndi vildi ekki una niðurstöðu matsgerðarinnar og lagði af því tilefni fram beiðni um dómkvaðningu yfirmatsmanna 29. desember 2017. Voru fimm matsmenn dómkvaddir 4. maí 2018 til að framkvæma matið. Í yfirmatsbeiðni sagði um ver kefni hér með farið á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að dómkvaddir verði fimm hæfir og óvilhallir matsmenn til að meta yfirmati; 1. Verðmæti alls sameignarlands innan gir ðingar á Geysis[s]væðinu í Haukadal, utan séreignarspildu [stefnda] innan svæðisins. 2. Hæfilega þóknun lögmanns matsþola vegna reksturs matsmálsins eins 11 Samkvæmt matsgerð 17. apríl 2019 komst meirihluti yfirmatsmanna að þeirri kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmats nemur kaupverð alls kr. 1.100.113.020. Kaupverðið skal bera almenna vexti samkvæmt II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá kaupsamningsdegi til greiðsludags, enda verði kaupverðið ekki greitt síða væri 540.298.600 krónur miðað við 7. október 2016. 12 Ágreiningslaust er að stefndi tók við yfi rmatsgerðinni 21. maí 2019 en hann greiddi áfrýjendum 1.009.278.000 krónur 20. júní 2019. Áfrýjendur töldu þá greiðslu ekki samræmast kaupsamningi aðila þar sem í yfirmatsgerð hefði jafnframt verið kveðið á um greiðslu verðbóta og vaxta. Varðar sakarefni m álsins það álitaefni hvort stefnda sé skylt að greiða áfrýjendum umræddar verðbætur og vexti. Niðurstaða 13 Áfrýjendur byggja málatilbúnað sinn á því að í niðurstöðu meirihluta yfirmatsmanna felist að kaupverð landspildunnar skuli verðbætt með fyrrgreindum hæ tti og almennir vextir reiknaðir frá kaupsamningsdegi til greiðsludags. Verðbætur og vextir sem kveðið sé á um í niðurstöðukafla matsgerðarinnar séu hluti þess kaupverðs sem matsmenn telji sanngjarnt að greitt sé fyrir landið. Stefndi sé bundinn við þá nið urstöðu þar sem hann hafi skuldbundið sig í kaupsamningi til að una niðurstöðu 5 yfirmatsmanna. Málatilbúnaðurinn byggist þannig á því að kaupsamningurinn skuli efndur samkvæmt aðalefni sínu miðað við ólíkar forsendur um greiðslu vaxta og verðbóta sem nánar eru tilgreindar í málsgrein 2 hér að framan. 14 tilgreint við hvaða tímamark skyldi miða verðmat ið en matsmenn tóku mið af afhendingartíma landspildunnar sem var sem fyrr segir við undirskrift kaupsamningsins 7. október 2016, sbr. 4. gr. hans. Í niðurstöðukafla meirihluta óber framreiknað miðað við tilgreinda vísitölu sé það 1.100.113.020 krónur. Loks segir að framangr eint orðalag matsgerðarinnar ekki skilið á annan hátt en að matsmenn hafi talið að sanngjarnt kaupverð fyrir landið væri 1.009.278.000 krónur. Af matsgerðinni og skýrslu oddvita yfirmatsmanna fyrir héraðsdómi má síðan ráða að meirihluti matsmanna hafi liti ð svo á að sanngjarnt væri að reikna verðbætur á kaupverðið miðað við dagsetningu matsgerðar og reikna almenna vexti á kaupverðið á þann hátt sem fyrr er rakið. 15 Af reglu samningaréttar um samningsfrelsi leiðir meðal annars að samningsaðili getur að meginst efnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja á um efndir skyldu sem ekki er kveðið á um í samningi. Frá þessari meginreglu gilda undantekningar eins og til dæmis þegar lög eða venja kveða á um annað, sbr. til hliðsjónar 3. gr. laga nr. 38/2001. Allar undantekningar frá fyrrgreindri meginreglu verður eðli máls samkvæmt að túlka þröngt. 16 Fjallað er um skuldbindingargildi yfirmatsgerðar fyrir áfrýjendur og stefnda í 5. mgr. i fyrir alla aðila um kaupverð alls eignarhluta [áfrýjenda] í sameignarlandinu hljóðan verður þetta ákvæði ekki skilið á annan hátt en að niðurstaða yfirmatsmanna bindandi fyrir samningsaðila. Verður ekki fallist á að af þessu orðalagi verði leidd sú skylda stefnda að greiða vexti eða verðbætur til viðbótar við það kaupverð sem matsmenn komust að niðurstöðu um að teldist sanngjarnt miðað við afhendingartíma eignarin nar 7. október 2016. Getur fyrrgreint viðhorf meirihluta yfirmatsmanna sem kemur fram í niðurstöðukafla matsgerðarinnar ekki breytt þeirri niðurstöðu. Að teknu tilliti til fyrrgreindrar meginreglu verður skylda til greiðslu verðbóta eða vaxta ekki heldur l eidd af samningnum á grundvelli reglna samningaréttar um túlkun eða fyllingu samninga. Um síðastnefnt er meðal annars til þess að líta að sérstaklega var samið um það í lokamálslið 5. mgr. 3. gr. kaupsamningsins að kaupverðið skyldi greiða innan 45 daga fr á því að niðurstaða yfirmatsmanna lægi fyrir þótt landspildan hefði verið afhent stefnda strax við 6 undirritun samningsins. Var þar ekkert minnst á skyldu stefnda til greiðslu vaxta eða verðbóta frá afhendingardegi eignarinnar fram að fyrrgreindum gjalddaga kaupverðsins. Eðli máls samkvæmt lá þá ljóst fyrir að umtalsverður tími kynni að líða þar til endanleg niðurstaða matsmanna um sanngjarnt kaupverð lægi fyrir. Hefðu áfrýjendur talið að þeir ættu rétt á greiðslu verðbóta eða vaxta bar þeim að eiga frumkvæð i að því að koma því til leiðar að kveðið væri á um það í samningnum. Hið sama verður talið gilda um viðmiðunartíma verðmats ef þeir töldu að hann ætti að vera annar en afhendingardagur landspildunnar 7. október 2016. Verður ekki ráðið af gögnum málsins að þeir hafi gert reka að þessu fyrr en eftir gerð kaupsamningsins, nánar tiltekið í greinargerð til yfirmatsmanna 20. ágúst 2018. Verða þeir að bera hallann af því að hafa ekki gert þetta í aðdraganda kaupsamningsgerðar en telja verður í ljósi atvika málsin s alls óvíst hvort samkomulag hefði náðst um það milli áfrýjenda og stefnda ef á það hefði reynt, meðal annars vegna mjög ólíkra verðhugmynda þeirra um landspilduna. 17 Samkvæmt öllu framangreindu verður skylda stefnda til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupv erðið ekki leidd af kaupsamningnum 7. október 2016 og verður slík skylda ekki heldur leidd af lögum. Hafa áfrýjendur auk þess ekki leitt sönnur að því að venja kveði á um slíka skyldu í tilviki samninga af þeim toga sem hér er fjallað um. Sem fyrr greinir innti stefndi kaupverðið af hendi innan 45 daga frá því yfirmatsgerðin var móttekin af hans hálfu. Var kaupverðið þannig innt af hendi innan þeirra tímamarka sem kveðið var á um í 5. mgr. 3. gr. kaupsamningsins. Ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjað a dóms um sýknu stefnda. 18 Niðurstaða hins áfrýjaða dóms um málskostnað er staðfest. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Sératkvæði Ásmundar Helgasonar 1 Ég er ósammála niðurstöðu meirihluta dómenda um að staðfesta beri hinn áfrýjaða dóm. Tel ég að fallast beri á aðalkröfu áfrýjenda að hluta með þeim rökum sem hér greinir. 2 Með kaupsamningi aðila 7. október 2016 var samið um kaup stefnda á eigna rhlutum áfrýjenda í sameignarlandi innan girðingar á Geysisvæðinu í Haukadal. Þar sem ekki náðist samkomulag um kaupverð var samið um að matsmenn, sem átti að velja 7 landsins. Heimilt var að leita yfirmats og kom fram í samningi aðila að niðurstaða endurskoðað. Hvíldi sú skylda á stefnda að inna kaupverðið af hendi ekki seinna en 45 dögum eftir að niðurs taða yfirmatsmanna lægi fyrir. Matsmönnum voru ekki settar aðrar efnislegar skorður við mat á sanngjörnu kaupverði en að þeim bæri að sem tilgreindu við hvaða dag skyldi miða v erðmæti landsins og þar með sanngjarnt kaupverð þess. 3 Við gerð kaupsamningsins lá fyrir að langur tími gat liðið frá því að samningur komst á og stefndi tók við umráðum landsins þar til sanngjarnt kaupverð lægi fyrir. Þar sem kaupsamningur mælti ekki fyrir um viðmiðunardag verðmatsins verður að líta svo á að bæði seljendur og kaupandi hafi látið matsmönnum eftir að ákveða það atriði sem og aðrar forsendur verðmatsins. Þær forsendur urðu þó að samrýmast ákvæðum kaupsamningsins þar sem fram kom að matsmenn sk yldu einungis meta sanngjarnt kaupverð út frá verðmæti landsins í heild. 4 Í yfirmatsgerð 17. apríl 2019 segir að til að meta sanngjarnt kaupverð sé rétt að leggja til grundvallar sömu aðferðafræði og beitt er við mat á fjárhæð fullra bóta við eignarnám, sbr . 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þar er einnig vísað til þess að það sé meginregla við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta að miða við verðgildi hins eignarnumda á þeim tíma sem eignarnám fer fram. Því næst er vísað til 4. gr. kaupsamnings aðila um að s tefndi taki við umráðum landsins við undirritun kaupsamnings. Við mat á verðmæti landsins yrði því að miða við þann tíma sem kaupsamningurinn var undirritaður líkt og gert hafi verið í undirmati. Síðan segir miðað við vísitölu byggingarkostnaðar og reikna skal almenna vexti skv. II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kaupverði frá kaupsamningsdegi til dagsetningar a þannig að sanngjarnt kaupverð nemi verðmæti landsins við gerð kaupsamnings tryggt með vísitölu byggingarkostnaðar eða 1.100.113.020 krónur á þeim degi er yfirmatsgerð lá fyrir. Eins og að framan greinir kvað kaupsamningur aðila á um að niðurstaða yfirmat s um sanngjarnt kaupverð væri bindandi og endanleg fyrir aðila samningsins. Á stefnda hvíldi samkvæmt framansögðu afdráttarlaus samningsskylda til að greiða áfrýjendum framangreinda fjárhæð í síðasta lagi 45 dögum eftir að niðurstaða yfirmatsmanna lá fyrir 17. apríl 2019. Þar sem ekki var í kaupsamningi aðila samið um að sanngjarnt kaupverð bæri vexti frá gerð kaupsamnings þar til niðurstaða yfirmats lægi fyrir var stefnda aftur á móti heimilt að virða þá afstöðu yfirmatsmanna að vettugi. 5 Samkvæmt framansög ðu tel ég að fallast beri á aðalkröfu áfrýjenda þannig að stefndi greiði þeim 1.100.113.020 krónur en að hafna beri kröfu þeirra um vexti frá 8 7. október 2016 til gjalddaga 1. júní 2019. Aftur á móti ber að fallast á dráttarvaxtakröfu áfrýjenda samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Til frádráttar komi greiðsla stefnda 20. júní 2019 að fjárhæð 1.009.278.000 krónur. Þá tel ég að dæma eigi stefnda til að greiða áfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðs dóms Reykjavíkur, þriðjudaginn 5. maí 2020 Þetta mál, sem var tekið til dóms 27. apríl 2020, höfða Suðurgafl ehf., kt. 460112 - 0870, Vorsabæ 1, Reykjavík, Sigríður Vilhjálmsdóttir, kt. , Hauka dal 4, Bláskógabyggð, Þórir Sigurðsson ehf., kt. 700606 - 1040, Haukadal 3, Blá skóga byggð, Hrönn Greipsdóttir, kt. , Frostaskjóli 95, Reykjavík, Sig - urður Haukur Greipsson, kt. , 2542 Manor Walk, Decatur, Georgíu, Banda ríkjunum, Minningarsjóður Ársæls Jónssonar, kt. 690695 - 2359, Réttar holti 6, Sel fossi, Sva va Loftsdóttir, kt. , Hljóðalind 16, Kópavogi, Marta Lofts dóttir, kt. , Lundi 13, Kópavogi, Pétur Guðfinnsson, kt. , Strik inu 2, Garðabæ, Margrét Sigríður Pálsdóttir, kt. , Sléttuvegi 11, Reykja vík og Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir, kt. , Skúlagötu 20, Reykja vík, með stefnu birtri 9. september 2019 á hendur íslenska ríkinu. Stefnendur greina kröfur sínar í aðalkröfu og þrjár varakröfur. Stefnendur krefj ast þess aðallega að stefnda verði gert að greiða þeim 1.100.113.020 kr. með vöxtum sam kvæmt 2. málslið 4. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001 frá 7. okt ó ber 2016 til 17. maí 2019 en með dráttarvöxtum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuð stól á 12 mán aða fresti, 7. október ár hvert, og nýir vextir verði reiknaðir af saman lagðri fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 kr. sem stefn di greiddi 20. júní 2019. Stefnendur krefjast þess til vara að stefnda verði gert að greiða þeim 1.009. 278.000 kr. með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001 frá 7. októ ber 2016 til 17. maí 2019 en með dráttarvöxtum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuð stó l á 12 mán aða fresti, 7. október ár hvert, og nýir vextir verði reiknaðir af sam an lagðri fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 kr. sem stefn di greiddi 20. júní 2019. Það er önnur varakrafa stefnenda að stefnda verði g ert að greiða þeim 1.009.278.000 kr. með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001 frá 7. okt ó ber 2016 til 1. júní 2019 en með dráttarvöxtum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ve xtir leggist við höfuð stól á 12 mán aða fresti, 7. október ár hvert, og nýir vextir verði reiknaðir af saman lagðri fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 kr. sem stefn di greiddi 20. júní 2019. Það er þriðja varakrafa st efnenda að stefnda verði gert að greiða þeim 1.009.278.000 kr. með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001 frá 7. október 2016 til 5. júlí 2019 en með dráttarvöxtum sam kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim d egi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuð stól á 12 mán aða fresti, 7. október ár hvert, og nýir vextir verði reiknaðir af saman lagðri fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 kr. sem stefn di greiddi 20. júní 2019. St efnendur krefjast jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda, svo og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi hvers þeirra um sig. 9 Málsatvik Aðilar að kaupsamningi um fasteign gátu ekki náð samkomulagi um verð. Þeir sömdu því um að matsmenn skyldu meta sanngjarnt kaup verð eignarinnar eins og það var á kaupsamningsdegi. Það er ágreiningsefni þessa máls hvort kaupandinn sé bund inn af þeim þætti í niðurstöðu yfirmatsmanna þar sem tilgreint er verð bætt kaup verð eign arinnar frá kaupdegi fram að dagsetningu yfirmats, svo og þeim þætti í niður stöð - unni þar sem yfir mats menn mæla fyrir um að greiða skuli vexti af kaup verðinu frá kaup samningsdegi til greiðsludags. Atvik málsins eru þau að stefnendur og stefn di áttu sameiginlega landspildu, 176.526 m 2 , innan girð ingar á svo köll uðu Geysissvæði í Haukadal í Bláskógabyggð. Stefnendur áttu 74,72% en stefndi átti 25,28% sameignarlandsins. Stefndi hafði lengi sýnt því áhuga að kaupa hlut stefnenda í sameignarland inu og höfðu málsaðilar rætt það um ára bil, með hléum þó. Kaupin tókust árið 2016 og var kaup samn ingur undir rit aður 7. októ ber það ár. Með honum eignaðist stefndi allt landið (100%). Land spildan var honum til ráðstöfunar við undirritun kaup samn ing s ins og honum var heim ilt að hefja þar fram kvæmdir í samræmi við deiliskipulag svæð is ins. Aðilar kaupsamningsins höfðu ólíka sýn á sanngjarnt kaupverð svæðisins. Svo mikið bar á milli að þeir sáu fram á að geta ekki á eigin spýtur náð samkomulagi um v erðið. Þeir settu því svohljóðandi ákvæði í 3. gr. samningsins. Aðilar hafa ekki orðið sammála um söluverð fyrir sameignarlandið og hafa því ákveðið að leggja það í mat þriggja matsmanna að meta sanngjarnt verð land spild unnar. Aðilar hafa sammælst um að óska dómkvaðningar þriggja mats manna hjá Héraðs dómi Reykjavíkur. Aðilar skulu leitast við að koma sér saman um hvaða mats menn skuli dómkvaddir og gera tillögu þar um til dómsins. Nái aðilar ekki saman til lögu um þrjá matsmenn skal hvor aðili tilnefna einn mats mann sem stungið skal upp á við héraðsdóm en fela héraðsdómi að tilnefna þann þriðja. Skulu matsmenn skila rökstuddri niðurstöðu við fyrsta tækifæri. Vinna skal matið eins og hefðbundið mat dómkvaddra matsmanna með sömu málsmeðferð og tíðk ast í slíkum mötum. Lögmönnum seljenda og kaupanda skal þó gefinn kostur á að kynna afstöðu umbjóðenda sinna fyrir matsmönnum með grein ar gerðum og fylgi skjölum. Þá skal lögmönnum aðila gefinn kostur á að flytja mál sitt munnlega fyrir mats mönnum og leiða sér fræðinga til skýrslugjafar um matsefnið áður en mats menn skila mati sínu. [...] Matsmönnum ber að meta verðmæti landspildunnar í heild þ.e. allt sam eign ar land innan girðingar á Geysissvæðinu í Haukadal, utan séreignarspildu kaupanda innan svæðisins. [. ..] Kaupverð alls eignarhluta seljenda skal vera hlutfall miðað við eignarhlut selj enda í heild 74,72% af verðmæti sameignarlandsins. Kaupandi skal greiða kaup verðið eigi síðar en 60 dögum eftir að niðurstaða matsmanna liggur fyrir inn á [...]. Telst kau p verðið greitt þegar það hefur verið greitt inn á þann reikning. Vilji kaupandi eða meirihluti seljenda, miðað við hlutfallslega eign, ekki una niður stöðu matsmanna, er þeim heimilt, innan 30 daga frá því að niðurstaðan var send lög mönnum aðila, að óska eftir yfirmati sem unnið skal af fimm yfir mats mönnum, dóm kvöddum af Héraðsdómi Reykjavíkur. [...] Málsmeðferð fyrir yfir mats mönnum skal vera með sama hætti og við undirmat. Niðurstaða yfirmatsgerðar er endanlega bindandi fyrir alla aðila um kaupverð alls eignarhluta seljenda í sameignarlandinu samkvæmt kaupsamningi þessum og verður ekki endurskoðuð. Skal kaupverð spildunnar greitt ekki seinna en 45 dögum eftir að niðurstaða yfirmatsmanna liggur fyrir. [...] Seljendur gefa kaupanda út afsal fyrir eigna rhluta sínum í landspildunni og réttindum við greiðslu kaupverðs. 10 Eins og mælt er fyrir um í kaup samningnum var þremur matsmönnum falið að leggja mat á það hvað teldist sanngjarnt kaupverð fyrir eignarhlut stefnenda í land spild unni. Til starfans völdust hæstaréttarlögmaður, rekstrarhagfræðingur og verk fræð ingur. Matsbeiðni sem lögmenn málsaðila rituðu báðir undir barst héraðsdómi eftir miðjan janúar 2017. Matsmenn hófu störf í byrjun mars 2017. Eins og samið var um afhentu lögmenn máls aðila mats mönnu m skriflegar greinargerðir, gengið var á vett vang og matsand lagið skoðað. Lög menn leiddu fyrir matsmennina sérfræðinga sem reiknað höfðu út verðmæti landsins út frá ýmsum forsendum. Loks fluttu lög menn mál sitt munn lega fyrir mats - mönnum 19. október. Mats menn afhentu stefnda sem mats beiðanda sameiginlega mats gerð 1. des ember 2017. Meirihluti mats manna taldi að virði sameignarlandsins í heild væri 1.490.000.000 kr. og hlutdeild matsþola í því, 74,72%, næmi 1.113.000.000 kr. Sú fjár hæð væri því kau p verð sam kvæmt kaup samn - ingi málsaðila miðað við 7. október 2016. Einn matsmanna taldi að sanngjarnt kaupverð væri 977.000.000 kr. Stefndi felldi sig ekki við niðurstöðu matsmanna og ákvað, eins og honum var heimilt samkvæmt kaupsamningnum, að óska yfir mats. Í byrjun maí 2018 voru dóm kvaddir fimm yfir mats menn, einn sem er hæstaréttarlögmaður og löggiltur fast eigna sali, tveir fyrrverandi hæstaréttardómarar, einn hagfræðingur og sá fimmti er við skipta fræðingur og löggiltur endurskoðandi. Eins og sa mið var um í kaupsamningnum var máls með ferð fyrir yfir mats mönnum sú sama og fyrir undirmatsmönnum. Lögmenn stefnenda og stefnda afhentu yfir mats mönnum skrif legar greinargerðir, gengið var á vettvang og mats and lagið skoðað. Lögmenn málsaðila leiddu sem vitni sérfræðinga sem lagt höfðu fram sér fræði álit sem voru hluti málsskjala. Eins og þegar undirmatið var unnið skiptust yfir mats - menn í meiri hluta og minnihluta. Álit meirihluta yfirmatsmanna er dagsett 17. apríl 2019 en álit minnihlutans er dag sett 18. apríl 2019. Niðurstöðu sína orðaði meirihluti yfirmatsmanna þannig: Með vísan til alls ofanritaðs telja yfirmatsmenn að sanngjarnt kaupverð fyrir mats and lagið sé þann 6. október 2016 alls kr. 1.009.278.000. Ef kaup verðið er fram reiknað miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaup samn ings degi til dag setn ingar yfirmats nemur kaupverð alls kr. 1.100.113.020. Kaup verðið skal bera almenna vexti samkvæmt II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verð tryggingu frá kaup samningsdegi til greiðs ludags, enda verði kaup verðið ekki greitt síðar en innan eins mánaðar frá yfirmati. Það var álit yfirmatsmanna í minnihluta að sanngjarnt kaupverð eign ar hluta stefn enda væri 540.298.600 kr. miðað við 7. október 2016. Í byrjun maí, að liðnum tveimur vik um frá dagsetningu yfirmats, tilkynnti full trúi yfir mats manna fulltrúa stefnda að yfirmatsgerð væri tilbúin til afhendingar gegn greiðslu þóknunar yfir mats manna. Tekið var fram að reikn ingar vegna tveggja mats manna hefðu ekki enn bor ist og yrðu sen dir fulltrúa stefnda beint. Síðustu reikningar vegna yfir mats ins bárust full trúa stefnda 14. maí 2019 og voru sendir stefnda til greiðslu sama dag. Ekki gekk að greiða reikn ing eins mats mannsins vegna rangrar kenni tölu ríkisins. Sá reikn ingur var gr eiddur þegar kenni talan hafði verið leiðrétt 21. maí 2019. Sama dag var mats gerðin afhent fulltrúa stefnda, sem afhenti lög manni stefn enda mats gerð ina á fundi sam dæg urs. Stefndi taldi sig hvorki bundinn af verðbótaútreikningi matsmanna né tilvísun þeirra til þess að kaupverðið bæri vexti. Stefndi greiddi 1.009.278.000 kr. inn á vörslu reikn ing lögmanns stefnenda 20. júní 2019, þ.e. 30 dögum eftir að matið var afhent stefnda. Stefnendur telja stefnda bundinn af niðurstöðu yfirmatsmanna í heild sinn i. Þar eð hann hafi ekki orðið við áskorun þeirra um að greiða þeim í samræmi við orðalag niður stöðu meirihluta yfirmatsmanna telja þau sig ekki eiga annan kost en þann að höfða mál til þess að fá niðurstöðu meirihluta yfir mats manna efnda. 11 Málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur byggja á því að kaupsamningurinn hafi ekki verið hefðbundinn kaup samn ingur um fasteign þar sem kaup - og sölutilboð ganga á milli viðsemjenda sem að lokum komast að sameiginlegri niður stöðu um kaupverð. Þess í stað hafi þr iðja aðila, mats mönnum, verið falið að ákveða kaup verðið. Kaupsamningurinn líkist því fremur sam komu lagi um gerðardómsmeðferð en hefðbundnum kaupsamningi í fast eigna kaupum. Stefnendur vísa til þess að í kaupsamningi milli þeirra og stefnda sé ekki kv eðið á um það við hvaða tíma eigi að miða ákvörðun kaupverðsins. Í grein ar gerð yfir matsþola, stefnenda í þessu máli, til yfirmatsmanna hafi þess verið krafist að kaup verðið yrði ákvarðað á grundvelli þeirra forsendna sem lægju fyrir á matsdegi. Það vær i í samræmi við það sem tíðkist í matsmálum. Yrði ákveðið að miða verðmatið við þær forsendur sem voru fyrir hendi á kaup samn ingsdegi væri nauðsynlegt að kveðið yrði á um þá vexti sem yfir mats beið anda, stefnda í þessu máli, bæri að greiða af kaupverði nu frá kaupsamningsdegi til greiðslu dags kaup verðs ins. Yfirmatsbeiðandi, stefndi, hefði haft umráð alls sameign ar landsins frá kaup samn ingsdegi 7. október 2016. Stefnendur árétta að í 5. mgr. 3. gr. kaupsamningsins segi: Niðurstaða yfirmatsgerðar er endanlega bindandi fyrir alla aðila um kaupverð alls eign ar hluta seljenda samkvæmt kaupsamningi þessum og verður ekki endur skoðuð. Skal kaupverð spildunnar greitt ekki seinna en 45 dögum eftir að niður staða yfirmatsmanna liggur fyrir. Stefnendur vísa t il þess að samkvæmt niðurstöðu meiri hluta yfir matsmanna skuli kaup verðið annars vegar felast í tilgreindri fjárhæð sem miðist við undir ritunar dag kaup samningsins, verðbættri til dagsetningar yfirmats, og hins vegar almennum vöxtum samkvæmt II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verð trygg ingu frá kaup samn ingsdegi til greiðsludags. Vextir séu því hluti af kaup verðinu sam kvæmt niður stöðu yfirmatsmanna, án þess þó að vera hluti hinnar til greindu fjár hæðar eða verð bóta á hana. Í kaupsamningnum sé kveðið á um að mats menn skuli meta sann gjarnt kaup verð landspildunnar. Þeir hafi því ekki verið bundnir af lög - og ólög festum reglum fjár munaréttar í störfum sínum þótt þeir hafi vafa laust haft megin reglur þeirra til hlið sjónar. Yfirmatsgerð meiri hlutans sé dagsett 17. apríl 2019. Stefnendur árétta að stefndi hafði þá átt landið og haft yfir ráð þess frá 7. október 2016, eða í tvö og hálft ár. Yfir mats - menn hafi sýni lega talið það sanngjarnt að kaupverðið bæri vexti frá kaup samn ings degi, þegar vörslu skipti fóru fram, til greiðsludags. Í niðurstöðu meirihluta yfirmatsmanna sé kveðið á um það að kaupverðið skuli greitt innan eins mánaðar frá yfirmati. Í kaupsamningnum segi hins vegar að kaup verðið skuli greitt eigi síðar en 45 dögum eftir að ni ðurstaða yfirmatsmanna liggi fyrir. Í kaupsamningnum segi ekkert um það hvort kaupverðið skuli bera vexti á þeim greiðslu fresti, en í niðurstöðu yfirmatsmanna sé sú skylda lögð á stefnda að greiða vexti á þeim tíma, rétt eins og allan þann tíma sem leið f rá kaupsamningsdegi til greiðslu dags. Í niðurstöðu yfirmatsmanna felist því, þrátt fyrir orðalag hennar, ekki stytt ing greiðslufrests stefnda heldur það eitt að fyrstu 30 daga frestsins skuli greiða almenna vexti eins og fram að því tímabili, en á síðust u 15 dögum greiðslufrestsins skuli greiða dráttarvexti. Stefnendur telja að yfirmatsmönnum hafi verið fullkomlega heim ilt að haga vaxtaákvörðun sinni á greiðslufrestinum á þennan hátt í ljósi þess mikla svigrúms sem fólst í því að þeir skyldu meta sanngja rnt kaupverð land spild unnar. Eins og komi fram í kaupsamningnum sé niðurstaða yfirmatsgerðar endan lega bind andi fyrir alla aðila um kaupverðið, þar með talinn vaxtahluta þess, og verði ekki end ur skoðuð. Stefnendur og stefndi hafi því samið um það að dóm stólar geti ekki breytt niðurstöðu meirihluta yfirmatsmanna. Varnir stefnda í þessu máli séu því með öllu haldlausar. Dómkröfur stefnenda 12 Stefnendur setja dómkröfur sínar fram sem aðalkröfu og þrjár varakröfur. Aðal krafan tekur mið af niðurstöðu meiri hluta yfirmatsmanna þar sem höfuðstóllinn, 1.009.278.000 kr., er framreiknaður með byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dag setningar yfirmats. Sú upphæð, 1.100.113.020 kr., beri vexti samkvæmt 2. málslið 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/ 2001 frá kaupsamningsdegi 7. október 2016 til 17. maí 2019, þegar liðinn var einn mánuður frá dagsetningu yfirmatsgerðar. Drátt ar vextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 reiknist frá þeim degi til greiðslu dags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 m ánaða fresti, 7. október ár hvert, og nýir vextir verði reikn aðir af samanlagðri fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frá dregnum 1.009.278.000 kr. sem stefndi greiddi 20. júní 2019. Fyrsta varakrafa tekur mið af niðurstöðu meirihluta yfirmatsm anna þar sem kaup verðið er ákveðið 1.009.278.000 kr. miðað við kaupsamningsdaginn 7. október 2016. Höfuðstóllinn beri vexti samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001 frá 7. október 2016 til 17. maí 2019, þegar liðinn var einn mánuður frá dag setn ingu yfirmatsgerðar. Dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 reikn ist frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mán aða fresti, 7. októ ber ár hvert, og nýir vextir verði reiknaðir af samanlagðr i fjárhæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 kr. sem stefndi greiddi 20. júní 2019. Önnur varakrafa tekur mið af niðurstöðu meirihluta yfirmatsmanna þar sem kaup verðið er ákveðið 1.009.278.000 kr. miðað við kaupsamningsdaginn 7. október 2016. Höfuðstóllinn beri vexti samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001 frá 7. október 2016 til 1. júní 2019, þegar liðnir voru 45 dagar frá dag setningu yfir matsgerðar, 18. apríl 2019, sbr. 5. mgr. 3. gr. kaupsa mningsins. Drátt ar - vextir sam kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 reiknist frá þeim degi til greiðslu dags. Vextir legg ist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, 7. október ár hvert, og nýir vextir verði reikn aðir af sam an lagðri fjárhæð, sbr. 12. gr. lag a nr. 38/2001, allt að frá dregnum 1.009.278.000 kr. sem stefndi greiddi 20. júní 2019. Þriðja varakrafa tekur mið af niðurstöðu meirihluta yfirmatsmanna þar sem kaup verðið er ákveðið 1.009.278.000 kr. miðað við kaupsamningsdaginn 7. október 2016. Höfuð s tóllinn beri vexti samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001 frá 7. október 2016 til 5. júlí 2019, þegar liðnir voru 45 dagar frá afhend ingu yfir matsgerðar, 21. maí 2019. Dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/200 1 reikn ist frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mán aða fresti, 7. október ár hvert, og nýir vextir verði reiknaðir af samanlagðri fjár hæð, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001, allt að frádregnum 1.009.278.000 kr. sem stefndi greid di 20. júní 2019. Málsástæður og lagarök stefnda Kröfu sína um sýknu byggir stefndi á því að hann hafi efnt kaupsamning máls aðila að fullu enda sé hann hvorki bund inn af útreikningi yfirmatsmanna sem hafi fram reiknað kaupverð, miðað við bygg ing ar vísi - tölu, né þeirri fullyrðingu yfir mats manna að kaupverðið skuli bera vexti sam kvæmt II. kafla laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001. Stefndi telur sig því eiga skilyrðis lausan rétt til útgáfu afsals fyrir eign inni án frekari greiðslu og skorar á stefndu að gefa þegar út afsal fyrir hinu selda. Stefn endur eigi ekki frekari kröfur á hendur honum. Stefndi byggir á því að hvorki í kaupsamningi né sameiginlegri matsbeiðni, dag settri 19. janúar 2017, sé gert ráð fyrir því að stefnda beri að greiða ve rðbætur eða vexti til við bótar metnu kaupverði. Slík skylda, þ.e. til greiðslu vaxta eða verðbóta af kaup verði í fast eigna við skiptum, sé ekki heldur tilgreind í lögum né verði hún leidd af venju. Vegna kröfu stefnenda um vexti vísar stefndi máli sínu til frekari stuðnings til 3. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, sem fjallar um almenna vexti. Í greininni sé tekið fram að aðeins skuli greiða vexti af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Hvorki samningur aðila, lög, né venja mæli fyrir um grei ðslu vaxta af kaup samn ings greiðslum í fasteignaviðskiptum. Þvert á móti sé almenn venja fyrir því að greiða ekki vexti af kaupsamningsgreiðslum í þeim viðskiptum þótt gjald dagi þeirra sé síðar en við gerð kaupsamnings. 13 Hinu sama gegni um verðbætur. Eng in venja sé fyrir greiðslu verðbóta til við bótar við kaupverð í fasteignaviðskiptum, þótt gjalddagi kaupverðs sé eftir gerð kaup samn ings. Dómkvaddir matsmenn séu bundnir af þeim matsspurningum sem séu lagðar fyrir þá. Niðurstaða matsmanna um annað en ó skað var mats á sé ekki bindandi fyrir aðila. Mats menn hafi eingöngu verið beðnir að meta sanngjarnt kaupverð. Þeir hafi hvorki verið beðnir að láta í ljós afstöðu sína til þess hvort verðbæta bæri kaup verðið né hvort greiða bæri af því vexti. Sú ákvörðu n meirihluta yfirmatsmanna að gera grein fyrir fjárhæð kaup verðs, upp reikn aðri miðað við byggingarvísitölu, og kveða á um að kaup verð skuli bera almenna vexti frá tilteknum tíma sé ekki bindandi fyrir stefnda. Af þessum sökum beri að sýkna stefnda af ö llum kröfum stefnenda. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnenda að samningur aðila hafi ekki verið hefð bund inn kaupsamningur heldur líkist hann samkomulagi um gerðardóms með ferð. Stefndi byggir á því að kaupsamningurinn hafi verið hefðbundinn þótt fengnir hafi verið dóm kvaddir matsmenn til þess að ákveða kaupverðið. Stefndi mót mælir því að þeir hafi haft stöðu dómenda í gerðardómi. Stefndi byggir á því að um samn ing inn gildi lög og venjur í fasteignakaupum enda hafi málsaðilar ekki samið um neit t annað, sbr. meðal annars 1. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Jafnvel þótt talið væri að mat á sanngjörnu kaupverði hefði verið ein hvers konar gerðardóms með ferð breyti það ekki þeirri grunn stöðu, að mati stefnda, að matsmönnum hafi ekki verið he imilt að fara út fyrir samn ing aðila eða mats beiðni í niður stöðu sinni. Stefndi áréttar að matsmönnum hafi hvorki verið falið að ákveða vexti eða verð bætur né taka afstöðu til þess hvort það væri sanngjarnt. Þeim hafi ein göngu verið falið að ákveða sa nn gjarnt kaupverð. Þeim hafi því hvorki verið heimilt að vísitölu binda kaupverð né kveða á um það að kaup verðið skyldi bera vexti. Stefndi mótmælir sérstaklega þeirri fullyrðingu stefnenda að ekki sé ákveðið í kaup samningi aðila við hvaða tíma mark eig i að miða kaupverðið. Í fasteigna við skiptum sé kaup verð miðað við kaupsamningsdag nema annað sé tekið fram. Fyrir því sé löng venja. Engin þörf hafi því verið á að tilgreina sérstaka dagsetningu sem miða ætti kaup verð við nema ætlunin hefði verið að ví kja frá framangreindri venju. Stefndi mótmælir enn fremur þeirri fullyrðingu stefnenda að í þeirri beiðni til mats manna að meta sann - gjarnt kaupverð felist heimild fyrir þá til þess að kveða á um að verð tryggja beri kaupverð og ákveða að greiða skuli af því vexti, sbr. það sem áður greinir. Sú afstaða meirihluta matsmanna í yfirmati að kaupverð skuli greitt innan mán aðar frá niðurstöðu yfirmatsmanna og áhrif þess á vexti sé sama marki brennd. Hún sé þýðingarlaus og ekki bindandi fyrir stefnda. Í kaupsamn ingnum hafi máls aðilar samið um að heimilt væri að greiða kaupverðið innan 45 daga frá því að niður staða yfir mats manna lægi fyrir. Yfirmatsmenn hafi ekki haft neina heimild til þess að breyta því. Stefndi mótmælir vaxtakröfum stefnenda, eins og áður sé rökstutt. Þá mót mælir stefndi kröfum um dráttarvexti enda telji hann sig þegar hafa greitt kaupverð hinnar seldu eignar að fullu. Stefndi áréttar að hann hafi ekki fengið yfirmatsgerð afhenta fyrr en 21. maí 2019. Það sé því fyrsti dagur sem hægt sé að m iða upphaf greiðslu frests hans við. Samkvæmt kaupsamningi aðila hafi stefndi haft 45 daga frá þeim degi til þess að greiða kaup verðið. Dráttarvextir verði því, hvað sem öðru líði, í það minnsta ekki felldir á stefnda fyrr en að liðnum 75 dögum frá þeim d egi, sbr. III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefndi vísar til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, m.a. 16. gr., 80. gr. og IX. kafla, laga um fasteignakaup nr. 40/2002 og laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Þá vísar stefndi til meginreglna íslensks réttarfars og meginreglna íslensks samn inga - og kauparéttar. Málskostnaðarkrafa stefnda byggist á 130. gr. laga nr. 91/1991, einkum 1. og 2. mgr., sbr. og 129. gr. sömu laga. Niðurstaða 14 Kaupandi og seljendur eignar fólu matsmönnum að meta sanngjarnt kaupverð hennar. Meirihluti yfirmatsmanna taldi sanngjarnt kaupverð fyrir eignina á kaup samn ings degi, 7. október 2016, vera 1.009.278.000 kr. Í niðurstöðu sinni létu yfir mats menn þess getið að væri kaupverðið framreiknað miðað við byggingar vísitölu frá kaup samn ings degi til dagsetningar yfirmats, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið 1.100.113.020 kr. Í niðurstöðunni tilgreindu þeir einnig að kaupverðið skyldi bera almenna vexti skv. II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , frá kaup samn ings degi til greiðslu dags, enda yrði það ekki greitt síðar en innan eins mán aðar frá yfir mati. Í þessu máli er dóminum falið að svara því hvort stefndi sé bundinn af niður stöðu matsmanna í heild sinni eða einungis mati þeirra á sanngj örnu kaupverði eign ar innar á kaup samn ingsdegi. Stefnendur, sem telja stefnda bundinn af niðurstöðu yfirmatsmanna í heild sinni, byggja í fyrsta lagi á því að þau fyrirmæli í kaupsamningi máls aðila að fela beri dóm kvöddum matsmönnum að meta sanngjarnt kaupverð geri eðli samningsins líkara sam komulagi um gerðardómsmeðferð en venjulegum kaup samn ingi um fasteign. Dómurinn telur að hefðu málsaðilar viljað veita matsmönnum þá réttarstöðu sem dómendur í gerðardómi hafa hefði þurft að kveða skýrt á um það í texta kaup samn ings ins. Miðað við texta kaup samningsins telur dómurinn hann eðlislíkastan kaup samn ingi um fasteign. Um hann gilda því lög og venjur í fasteignakaupum. Dóm ur inn telur því að mats menn hafi haft það hlutverk sem er mælt fyrir um í IX . kafla laga nr. 91/1991 um með ferð einka mála en ekki dómsvald sambærilegt því sem dóm endur í gerðar dómi hafa. Eins og áður greinir var það niðurstaða meirihluta yfirmatsmanna að sann gjarnt kaupverð fyrir mats and - lagið á kaupsamningsdegi 7. október 2 016 væri 1.009.278.000 kr. Síðan segir í niðurstöðu þeirra: Ef kaup verðið er fram reiknað miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaup samn ings degi til dag - setningar yfirmats nemur kaupverð alls kr. 1.100.113.020. Það er venja í fasteignakaupum að kaupverð miðist við þann dag þegar kaup samn ingur kemst á með undirritun. Heimilt er að semja svo um að ógreiddur hluti kaup verðs ins hækki í samræmi við tiltekna vísitölu. Um slíka hækkun sömdu máls aðilar ekki og matsmenn voru ekki beðnir að reikna það út hvert kaupverðið yrði á þeim degi þegar matsgerð var dagsett væri það bundið tiltekinni vísitölu. Þar fyrir utan fær dómurinn ekki annað séð af orðalaginu en að þetta séu upp lýs ingar sem yfir matsmenn hafi talið rétt að veita málsaðilum án þess að ma ts menn irnir hafi litið svo á að upplýsingarnar ættu að hafa réttaráhrif á sama hátt og mat þeirra á sann gjörnu kaupverði á kaupsamningsdegi. Stefndi er því ekki bundinn af upplýs ingum yfirmatsmanna um þá hækkun. Það orðalag í niðurstöðu yfirmatsmanna s em stefnendur leggja mesta áherslu á og styrinn stendur um er þetta: Kaup verðið skal bera almenna vexti samkvæmt II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verð tryggingu frá kaup samningsdegi til greiðsludags, enda verði kaup verðið ekki greitt síðar en inna n eins mánaðar frá yfirmati. Með vísan til 5. mgr. 3. gr. kaupsamningsins telja stefnendur stefnda bundinn af þessum fyrirmælum yfirmatsmanna um að kaupverðið beri vexti. Stefndi kveðst hins vegar óbundinn af þessum þætti niðurstöðunnar því yfir mats menn hafi farið út fyrir það verkefni sem þeim var falið, að meta sanngjarnt kaup verð landspildunnar á kaupsamningsdegi. Þar fyrir utan sé samkvæmt 3. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 því aðeins skylt að greiða almenna vexti af pen inga kröfu að það leiði af samn ingi, venju eða lögum. Málsaðilar hafi ekki samið um að kaupverðið bæri vexti. Lög mæli ekki fyrir um greiðslu vaxta af kaupverði fast eigna og enn síður sé venja fyrir slíku. 15 Stefnendur vísa á hinn bóginn til þess að 3. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 sé efnislega samhljóða 4. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Í greinargerð með frum varpi til þeirra laga segi um 4. gr.: Það er aðalregla samkvæmt frumvarpinu eins og verið hefur að engir vextir greið ist fram að gjalddaga kröfu nema um þá sé berum orðum samið eða það leiði af eðli legri skýr ingu eða fyllingu samningsins, svo sem ef lán veiting er til all langs tíma og láns fjár hæð ekki smávægileg. Stefnendur leggja áherslu á síðasta málslið setningarinnar og benda á að kaup verðið sé hátt og þeir hafi ekki fengið það í hendur fyrr en 20. júní 2019, ríflega tveimur og hálfu ári eftir að kaupsamningur var undirritaður, 7. október 2016. Sam kvæmt þessum ummælum í greinar gerð með eldri vaxtalögum beri að túlka kaup samn inginn þannig a ð kaupverðið beri almenna vexti frá kaup samn ings degi fram að greiðslu - degi. Fasteignakaup varða oft afar háar fjárhæðir. Engu að síður er jafnan samið svo að kaupandi þurfi ekki að greiða vexti af þeim hluta kaupverðsins sem á að greiða með reiðufé, jaf nvel þótt greiðslufrestur sé nokkur. Í fræðum hefur verið miðað við að aðstæður í fasteignakaupum þurfi að vera mjög óvenjulegar til þess að kaupanda verði gert að greiða vexti á þann hluta kaupverðsins sem er inntur af hendi í reiðufé. Þær óvenju - legu aðs tæður þyrftu að varða bæði fjárhæðina og lánstímann. Eins og áður greinir höfðu málsaðilar svo ólíkar hugmyndir um verðmæti land spild unnar að þeir töldu útilokað að þeir gætu samið um kaupverð sem báðir sættu sig við. Af þeim sökum sömdu þeir um hvaða að ferð skyldi beitt við að komast að niður stöðu um kaupverðið. Það fyrirkomulag sem samið var um samsvarar svo gott sem máls meðferð hefðbundins dómsmáls á tveimur dómstigum. Báðir máls aðilar lögðu fram ítarlegar, skriflegar greinargerðir, og viðbótargrein argerðir svo og umfangs mikil gögn, gengið var á vettvang, báðir málsaðilar leiddu sérfræðinga fyrir mats menn ina, lög menn fluttu ræður og veittu andsvör og gagnsvör. Undir mats menn voru til kvaddir í byrjun mars 2017 og luku mati sínu 1. desember það á r. Sá málsaðili sem vildi ekki una undir mati hafði samkvæmt kaupsamningnum mánuð til þess að gera upp hug sinn. Í lok árs 2017 ákvað stefndi að leita yfirmats. Yfirmatsmenn voru kvaddir til í byrjun maí 2018 og jafnítarleg málsmeðferð og hafði farið fram fyrir undirmatsmönnum fór fram fyrir yfirmatsmönnum. Eiginleg máls meðferð þeirra hófst um miðjan júní og hittust þeir og lögmenn reglubundið mán að ar lega þar til gengið var á vettvang 6. september 2018 og málið flutt 7. september. Yfir matsmenn höfðu lo kið mati sínu um miðjan apríl 2019, tæpu ári eftir að þeir voru kvaddir til starfans. Það tafðist að afhenda stefnda réttar upplýsingar til þess að hann gæti greitt öllum yfirmatsmönnum þóknun fyrir störf sín. Því var ekki unnt að afhenda máls aðilum yfirm atsgerðina fyrr en 21. maí. Stefndi greiddi stefnendum 30 dögum síðar, 20. júní 2019. Ekki einasta sömdu málsaðilar um afar ítarlega málsmeðferð fyrir mats mönnum heldur nutu þeir einnig aðstoðar mjög reyndra lögmanna. Í því ljósi telur dómur inn að það he fði ekki átt að koma málsaðilum á óvart að málsmeðferð fyrir undir - og yfir matsmönnum tæki þann tíma sem raun bar vitni um. Dómurinn telur því að sá tími sem leið frá því að ritað var undir kaupsamninginn og fram að því að yfir mats menn höfðu lokið verki sínu hafi verið fyllilega fyrirsjáanlegur. Dómurinn telur fram lögð gögn ekki sýna það að stefndi hafi tafið það að matsmenn fyndust. Undir mats menn voru dómkvaddir í byrjun mars 2017 og níu mánuðum síðar, 1. desember 2017, höfðu þeir lokið mati sínu. Yf irmatsmenn voru dómkvaddir í byrjun maí 2018 og um réttu ári síðar tilkynntu þeir stefnda að matsgerðin væri tilbúin. Þó var ekki unnt að afhenda hana fyrr en 21. maí. Af þeim tíma sem leið frá því að kaup samn ing urinn var undirritaður og þar til kaup ve rðið var innt af hendi tók því sú máls með ferð sem málsaðilar höfðu samið um 21 mánuð. Vegna reynslu sinnar máttu lögmenn máls aðila einnig gera ráð fyrir að það tæki nokkurn tíma að finna matsmenn til þess að vinna verkið. Það er því mat dómsins að aðstæ ður í þessu máli séu ekki svo sérstakar og afbrigðilegar að skýra beri kaup - samn inginn þannig að telja verði, þrátt fyrir að þess sé ekki getið í texta hans, að samið hafi verið um að kaupverðið bæri almenna vexti frá undirritun kaup sam ningsins að greið sludegi. 16 Matsmönnum var falið að meta: Verðmæti alls eignarlands innan girðingar á Geysissvæðinu í Haukadal, utan sér eign ar spildu matsbeiðanda innan svæðisins. Að mati dómsins var matsmönnum með þessari matsbeiðni einvörðungu falið að meta höfuðstól kau pverðsins. Þeim var ekki falið að meta svokallaða aukaliði kröfu, svo sem vexti og verðbætur, enda var ekki einu orði minnst á þessa aukaliði í kaup samn ingi málsaðila og, eins og fram er komið, var ekki tilefni fyrir þá til þess að túlka efni samningsins þannig að samið hefði verið um að kaupverðið bæri vexti. Með því að tiltaka í niðurstöðu sinni að höfuðstóll kaupverðsins skyldi bera vexti fóru þeir út fyrir matsspurninguna. Því er stefndi ekki bundinn af þeim þætti í niðurstöðu yfir mats manna. Að mati dómsins er stefndi einvörðungu bundinn af þeim þætti í niðurstöðu yfir matsmanna þar sem þeir tilgreina kaupverð landspildunnar á kaupsamningsdegi. Það verð innti stefndi af hendi innan umsamins greiðslufrests. Dómurinn hefur því hafnað þeim málsástæðum s em stefnendur færðu fyrir kröfum sínum og verður stefndi því sýknaður af þeim. Með vísan til atvika málsins og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að hvorir tveggja, stefnendur og stefndi, beri sinn kostnað af mál inu. Ingiríður Lúðvíksdóttir héra ðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnenda, Suðurgafls ehf., Sigríðar Vil hjálms dóttur, Þóris Sigurðssonar ehf., Hrannar Greipsdóttur, Sig urðar Hauks Greips sonar, Minningarsjóðs Ársæls Jónssonar, Sv övu Loftsdóttur, Mörtu Lofts dóttur, Péturs Guðfinnssonar, Margrétar Sigríðar Pálsdóttur og Ingu Ingibjargar Guð munds dóttur. Málskostnaður milli aðila fellur niður .