LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 30. apríl 2021. Mál nr. 146/2020 : A ( Steingrímur Þormóðsson lögmaður, Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður, 1. prófmál ) gegn íslenska ríkinu og (Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður , Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður, 1. prófmál ) Sjóvá - Almenn um trygging um hf. ( Kristín Edwald lögmaður) Lykilorð Skaðabótamál. Viðurkenningarkrafa. Vinnuslys. Útdráttur A, sem var starfsmaður B ehf., höfðaði mál á hendur Í og SA hf. og krafðist viðurkenningar á óskiptri bótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir á heilbrigðisstofnun þegar hann var þar við störf sem rafvirki, en B ehf. var með frjálsa ábyrgðartryggingu hjá SA hf. Hafði A notast við tréstiga sem var fyrir á heilbrigðisstofnuninni en stiginn rann eða féll undan h onum með nánar tilgreindum afleiðingum. Aðilar deildu um hvort slysið hefði átt sér stað vegna galla eða vanbúnaðar á stiganum og ófullnægjandi aðbúnaðar á heilsugæslunni eða vegna óhappatilviljunar og eigin sakar A. Í dómi Landsréttar var talið að A hefði ekki sýnt fram á að orsök slyssins væri að rekja til saknæms og ólögmæts galla eða vanbúnaðar á stiganum eða í húsnæði heilbrigðisstofnunarinnar. Með hliðsjón af því en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var staðfest niðurstaða hans um sýknu Í og SA hf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Hildur Briem , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 12. mars 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. febrúar 2020 í málinu nr. E - [...] /2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að viðurkennd verði óskipt skaðabótaskylda íslenska ríkisins og Sjóvár - Almennra trygginga hf. vegna þess líkamstjóns sem hann varð fyrir í vinnuslys i 23. mars 2016. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 2 3 Stefndi , íslenska ríkið, krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik , sönnunarfærsla og málsástæður 5 Málsatvikum og málsástæðum aðila er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram varð áfrýjandi fyrir slysi 23. mars 2016 er hann notaði tréstiga til að ko mast upp á háaloft um loftlúgu í húsnæði Heilbrigðisstofnunar á [...] en þ angað hafði áfrýjandi verið fenginn til að sinna rafvirkjastörfum sem starfsmaður B ehf., vátryggingartaka hjá stefnda Sjóvá - Almennum tryggingum hf. 6 Óumdeilt er að s tiginn, sem haf ði um langa hríð verið notaður er fara þurfti upp á háaloft heilbrigðisstofnunarinnar , rann eða féll undan áfrýjanda með þeim afleiðingum að áfrýjandi féll í gólfið og slasaðist á vinstri handlegg og öxl. Annar kjálki stigans reyndist brotinn eftir slysið, án þess þó að kjálkinn eða þrep stigans færu í sundur. Greinir aðila á um hvort það brot hafi leitt til þess að stiginn féll undan áfrýjanda eða sé afleiðing þess atburðar. 7 Fyrir Landsrétti hefur stefndi íslenska ríkið lagt fram tvö myndbönd sem sýna trés tigann, brotið í stigakjálkanum og þann þröskuld inn í geymslu eða kyndiklefa sem vant mun hafa verið að stilla stiganum upp við. Sést á öðru myndbandinu maður klífa upp stigann og standa meðal annars í þrepi sem nemur við brotið í kjálkanum, án þess að br otið gliðni svo sjáanlegt sé. Af málbandi sem lagt er við þröskuldinn í myndbandinu sést að hann er þrír sentimetrar á hæð. Ekki er um það deilt að myndbönd þessi sýna þann stiga sem áfrýjandi var að klífa er hann slasaðist og að aðstæður á vettvangi hafi að öðru leyti verið þær sömu við slysið og myndböndin sýna, þar á meðal gólfefni og þröskuldur. 8 Á frýjandi byggir í megindráttum á því að stiginn hafi brotnað undan þunga hans er hann var á leið upp stigann, sem hann fullyrðir að hann hafi stillt upp þannig að stiginn nyti stuðnings af fyrrnefndum dyraþröskuldi . Við það hafi stiginn skekkst svo að fætur hans runnu eða færðust yfir þröskuldinn . Beri stefndu sönnunarbyrði fyrir því að atvik hafi verið með öðrum hætti en hann lýsi , enda hafi slysið ekki v erið rannsakað með viðhlítandi hætti. Þá er á því byggt að stiginn hafi verið vanbúinn og ófullnægjandi til þeirra nota sem hann var hafður . 9 Stefndu byggja báðir í megindráttum á því að ósannað sé að orsök slyssins sé sú að stiginn hafi brotnað undan áfrýj anda . Líklegra sé að áfrýjandi hafi stillt stiganum upp án þess að skorða hann við þröskuldinn og stiginn því runnið undan honum á hálu gólfinu og brotnað við fallið . Vísa stefndu um þá ályktun til skýrslu um rannsókn lögreglu sem fram fór að beiðni áfrýja nda í janúar 2017 . Mótmælt er öllum málsástæðum áfrýjanda sem lúta að vanbúnaði stigans og húsnæði 3 heilbrigðisstofnunarinnar og um sönnunarbyrði um atvik málsins vegna skorts á rannsókn. Niðurstaða 10 Engir sjónarvottar urðu að slysinu og því hvernig áfrýja ndi stillti upp stiganum áður en hann hóf að klífa stigann . Vinnueftirlit ríkisins rannsakaði ekki slysið en samkvæmt gögnum málsins var slysið ekki tilkynnt því fyrr en viku síðar, 30. mars 2016 , sem bar upp á miðvikudag eftir páska. Að beiðni áfrýjanda r annsakaði lögregla slysavettvang og stigann og tók skýrslur af tveimur starfsmönnum heilbrigðisstofnunarinnar í janúar 2017 , eins og nánar er lýst í héraðsdómi . Sú rannsókn leiddi ekki í ljós hvort stiginn brotnaði fyrir eða eftir að áfrýjandi féll í gólfi ð og heldur ekki h voru m megin þröskuldar áfrýjandi stillti upp stiganum áður en hann steig upp í þrep hans, þótt lögregla ályktaði að meiri líkur væru á því að stiginn hefði ekki haft stuðning af þröskuldinum og því runnið af stað og brotnað er hann skall á þröskuldinum. 11 Jafnvel þótt lagt yrði til grundvallar að áfrýjandi hafi stillt stiganum upp þannig að hann hafi notið stuðnings af þröskuldinum þá er óútskýrt hvernig kjálkar stigans gátu færst eða runnið yfir þriggja sentimetra háan þröskuldinn. Verður hvorki s éð að unnt hefði verið að leiða það í ljós með neinni vissu með rannsókn Vinnueftirlitsins né með sjálfstæðri rannsókn af hálfu vátryggingartaka eða heilbrigðisstofnunarinnar . Verða stefn d u því ekki látnir bera hallann af sönnunarskorti um atvik má ls. Ber áfrýjandi, í samræmi við almennar reglur, sönnunarbyrði fyrir því að slysið hafi atvikast með þeim hætti sem hann heldur fram . 12 Staðfest verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að vinnuveitanda áfrýjanda hafi ekki borið að tryggja að áfrýjandi nyti gæslu annarra starfsmanna, sbr. 7. tölulið 37. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Ákvæði c - liðar 43. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hefur ekki þýðingu fyrir málstað áfrýjanda en ákvæðið kveður á um heimil d ráðherra til að setja reglur um fyrirkomulag fastra og bráðabirgðavinnustaða, meðal annars neyðarútgang og umferðarleiðir, svo sem stiga. 13 Að öllu framangreindu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að áfrýjandi verði að bera hallann af því að ósannað er að orsök slyssins sé að rekja til saknæms og ólögmæts galla eða vanbúnaðar á stiganum eða í húsnæði heilbrigðisstofnunarinnar s em stefndu, annar hvor þeirra eða báðir, beri ábyrgð á . 14 Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um að hver aðili skuli bera sinn málskostnað í héraði. Rétt þykir að hver aðili beri sinn málskostnað fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 4 M álskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur 18. febrúar 2020 Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 5. nóvember 2018, var dómtekið 21. janúar sl. Stefnandi er A , [...] í [...] . Stefndu eru íslenska ríkið og Sjóvá - Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5 í Reykjavík. Stefnan di krefst þess að viðurkennd verði óskipt skaðabótaskylda stefndu vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í vinnuslysi 23. mars 2016. Auk þess krefst hann greiðslu málskostnaðar óskipt úr hendi þeirra. Stefndi, íslenska ríkið, krefst sýknu af kröfum stefnand a og greiðslu málskostnaðar úr hendi hans en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., krefst aðallega frávísunar málsins frá dómi en til vara sýknu af kröfum stefnanda auk greiðslu málskostnaðar úr hendi h ans. Frávísunarkröfu stefnda, Sjóvár - Almennra trygginga hf., var hafnað með úrskurði dómsins 13. maí sl. Atvik máls Stefnandi slasaðist við vinnu sína þann 23. mars 2016 þegar hann féll úr stiga á heilsugæslustöðinni á [...] . Stefnandi, sem er rafvirki að mennt, var á slysdegi starfsmaður B ehf., sem hafði tekið frjálsa ábyrgðartryggingu hjá stefnda Sjóvá - Almennum tryggingum hf. Umræddan dag hafði honum verið falið að setja upp farsímaendurvarpa í húsnæði heilsugæslunnar. Til þess að koma því við þurfti hann að komast upp á háaloft um loftlúgu sem var á gangi inn af afgreiðslu heilsugæslunnar. Lúgan var í loftinu á ganginum á móts við dyr inn í kyndiherbergi eða geymslu. Á milli þessara tveggja rýma var þröskuldur. Stefnandi v ar ekki með stiga meðferðis heldur notaði stiga sem fyrir var í heilsugæslunni og honum hafði verið bent á að hann gæti notað. Þegar stefnandi hafði reist stigann upp og var kominn upp í hann miðjan eða þar um bil féll stiginn undan honum með þeim afleiðin gum að stefnandi féll á gólfið og slasaðist á vinstri handlegg og öxl. Stefnandi var fluttur á sjúkrahúsið á [...] þar sem gert var að meiðslum hans. B ehf. sendi Vinnueftirlitinu tilkynningu um slys stefnanda 30. mars 2016 og jafnframt stefnda, Sjóvá - Alm ennum tryggingum hf., þar sem félagið var með ábyrgðartryggingu. Vinnueftirlitið rannsakaði slysið ekki frekar og kemur fram í bréfi þess til lögmanns stefnanda 15. júní 2016 að ástæða þess hafi verið sú að slysið hafi ekki verið tilkynnt fyrr en löngu eft ir að atvik urðu. Að beiðni lögmanns stefnanda rannsakaði lögregla slysið í janúar 2017. Teknar voru skýrslur af tveimur starfsmönnum heilsugæslunnar á [...] , þeim C og D . Í skýrslunum kemur fram að hvorug þeirra hafi verið sjónarvottur að slysinu en báða r komið að stefnanda eftir að hann féll í gólfið. Í skýrslum þeirra beggja er greint frá þeirri ályktun þeirra að stefnandi muni líklega hafa stillt stiganum upp fyrir innan þröskuldinn á kyndiherberginu í stað þess að stilla honum upp framan við þröskuldi nn til að koma í veg fyrir að hann rynni. Í niðurstöðu skýrslu lögreglu er það jafnframt talin líklegasta orsök slyssins, þ.e. að stiganum hafi verið stillt upp fyrir innan þröskuldinn á gólfi kyndiherbergisins. Greint er frá því að yfirborð gólfsins í því rými hafi verið málað og nokkuð hált. Þá skoðaði lögreglan stigann og lýsti honum á þann veg að um ómerktan 288 cm langan tréstiga hefði verið að ræða, án skriðvarna að neðanverðu eða búnaðar til að festa hann að ofanverðu. Annar kjálkinn hafi verið broti nn án þess að vera í sundur. Ekki væri ljóst hvort stiginn hefði brotnað á meðan stefnandi stóð í honum eða þegar hann skall í gólfið en lögregla ályktaði, út frá því hvar brotið var, að meiri líkur en minni væru á að stiginn hefði brotnað þegar hann skall á þröskuldinum. 5 E læknir var dómkvaddur til að leggja mat á afleiðingar slyssins. Í fyrirliggjandi matsgerð hans, dagsettri 5. febrúar 2018, er því lýst að röntgenrannsókn á slysdegi hafi sýnt liðhlaup á öxlinni og brot á nærenda upparmsleggjarins. Þá sý ni taugalífeðlisfræðilegar rannsóknir sem gerðar voru í maí og nóvember 2016 áverka á armtaugaflækjum og merki um klemmu á ölnartaug um olnbogann, sem reynt var að losa um með aðgerð í desember það ár, án mikils árangurs. Framangreindur taugaskaði hafi val dið stefnanda miklum verkjum og ofurviðkvæmni, sem greint hafi verið sem langvinn verkjaheilkenni, en verkjaástand hafi þó farið batnandi með tímanum. Matsmaður taldi tímabundna óvinnufærni vera frá slysdegi til 30. september 2016 en varanlega læknisfræðil ega örorku vera 35%. Báðir stefndu hafna bótaskyldu og byggja á því að orsök slyss stefnanda sé ekki að rekja til atvika eða aðstæðna sem íslenska ríkið eða vátryggingartaki geti borið skaðabótaábyrgð á. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi aðilaskýrslu. Auk hans gáfu skýrslu vitnin C, vaktstjóri hjúkrunar hjá [...] , F , lögreglufulltrúi, G , forstöðumaður tæknideildar hjá [...] , og H , framkvæmdastjóri B ehf. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á því að hann hafi orðið fyrir vinnuslysi vegna galla eða bilunar í tæki þar eð stiginn sem hann notaði hafi ekki uppfyllt áskildar kröfur samkvæmt lögum og reglum sem gildi um slík tæki. Hvorki hafi verið unnt að festa stigann að ofan - né neðanverðu, að öðru leyti en því að skorða hann við þröskuld við dyrnar inn í kyndiherbergi á heilsugæslustöðinni, svo sem stefnandi hafi gert. Neðri endar á kjálkum stigans hafi verið ávalir og þeir hafi auðveldlega getað runnið yfir lágan þröskuldinn, sem hafi verið eina vörnin gegn því að stiginn ry nni. Stiginn hafi brotnað undan stefnanda og sú litla skriðvörn sem hafi verið í þröskuldinum hafi ekki komið í veg fyrir að hann rynni undan honum. Varðandi vanbúnað stigans vísar stefnandi til 1. málsliðar greinar 4.2.2 í reglugerð nr. 367/2006, um notku n tækja, og greinar 2.6 í I. viðauka við reglugerðina og greinar 1.1, 4.1.1, 4.1.2, 4.1.4, 4.2.1, 4.2.2 og 4.2.3 í II. viðauka. Jafnframt vísar hann til 5. og 7. gr. nefndrar reglugerðar og 47. gr. laga nr. 46/1980. Auk þess hafi eftirliti með ástandi stig ans verið áfátt, sbr. 2. mgr. 10. gr. framangreindrar reglugerðar nr. 367/2006 Byggir stefnandi á því að slysið hafi atvikast þannig að vinstri kjálki stigans hafi brotnað, við það hafi hann skekkst og fætur stigans hafi runnið yfir þröskuldinn og stiginn síðan runnið undan stefnanda með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og annar kjálki stigans hafi rekist upp í vinstri handarkrika hans með þeim afleiðingum sem lýst sé í matsgerð E læknis. Jafnvel þótt ekki sé í ljós leitt að stiginn hafi brotnað undan honum þá hefðu fullnægjandi skriðvarnir og festingar á stiganum getað komið í veg fyrir slys stefnanda. Í þessu efni geti þröskuldur einn og sér ekki talist vera fullnægjandi skriðvörn, sbr. reglur vinnueftirlitsins nr. 1/1991. Stefnandi reisir kröfur sín ar á hendur stefndu á því að þeir beri óskipta skaðabótaábyrgð á tjóni því sem hann varð fyrir í framangreindu vinnuslysi og vísar í því efni til 1. mgr. 17. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá beri að snúa sönnunarb yrði við í málinu gagnvart báðum stefndu þar sem slys stefnanda hafi ekki verið tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins strax eftir slysið. Telja verði að með tafarlausri rannsókn Vinnueftirlitsins hefði verið unnt að leiða í ljós orsakir slyssins og hvort re glur um vinnuöryggi starfsmanna hefðu verið brotnar. Stefnandi byggir á því að húsnæði heilsugæslunnar hafi ekki fullnægt reglum nr. 581/1995, um húsnæði vinnustaða. Stefnandi hafi unnið í þröngri og erfiðri vinnuaðstöðu og hefði hann því átt að njóta gæs lu annarra starfsmanna, sbr. 7. tölul. 37. gr. reglugerðarinnar, sbr. einnig 3. og 6. gr. sömu reglugerðar. Varðandi ófullnægjandi aðstæður í húsnæði heilsugæslunnar vísar stefnandi einnig til 4., 5., 12., 13., c - liðar 43. og 1. töluliðar 52. gr. laga nr. 46/1980. Auk þess hafi staðsetning lúgunnar sem hann þurfti að 6 fara um brotið í bága við ákvæði framangreindrar reglugerðar, sbr. 1., 3., 4. og 5. tölulið 3. gr. og 37. gr. hennar. Jafnframt byggir stefnandi á því að húsnæði heilsugæslunnar uppfylli ekki á skilnað greinar 8.2 í byggingarreglugerð nr. 292/1979, sem í gildi hafi verið þegar húsið var byggt, þar sem aðgangur að þakrými hússins, þar sem ýmis tæknibúnaður hafi verið geymdur, hafi ekki verið öruggur. Til skýringar vísar stefndi til 10. kafla byggi ngarreglugerðar nr. 441/1988, einkum 199. og 202. gr. hennar, sbr. c - lið 43. gr. laga nr. 46/1980. Bótaábyrgð stefnda, íslenska ríkisins, byggir stefnandi á því að sá stefndi hafi verið atvinnurekandi á þeirri starfsstöð sem stefnandi var að störfum á þega r slysið varð og verið eigandi bæði fasteignarinnar og stigans, en galli eða bilun hans sé meginorsök slyssins. Beri að beita rýmkaðri sakarreglu eða sakarlíkindareglu í því tilviki þegar galli eða bilun í tæki sé meginorsök slyss. Bótaskyldu stefnda, Sjóv ár - Almennra trygginga, byggir stefnandi á því að B , sem var vátryggingartaki, hafi verið vinnuveitandi hans og beri ábyrgð á því að aðstæður hans í vinnu hafi ekki verið öruggar. Möguleg eigin sök stefnanda geti ekki firrt hann bótarétti þar sem reglur um ábyrgð vinnuveitanda á að tryggja öryggi á vinnustað næðu ekki markmiðum sínum ef sú yrði niðurstaðan. Vísar stefnandi í þessu efni til 3. mgr. 5. gr. tilskipunar 89/391/EBE og dóms EFTA - dómstólsins í máli nr. E - 2/10. Ef öllum öryggisreglum hefði verið fyl gt hefði stefnandi einfaldlega ekki orðið fyrir tjóni. Í öllu falli hafi stefnandi ekki sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, sbr. 23. gr. a í skaðabótalögum nr. 50/1993. Málsástæður og lagarök stefnda íslenska ríkisins Stefndi, íslenska ríkið, reisir sýknukr öfu sína á því að ósannað sé að tjón stefnanda hafi orðið vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á vinnustað. Hann hafi uppfyllt allar skyldur sem á honum hvíli á grundvelli laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað, og reglna nr. 581/1995, um húsnæði vinnustaða. Staðhæfingum um annað sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Þá sé því mótmælt að stiginn hafi bilað og þannig orsakað slysið enda séu öll þrep hans heil. Stiginn sé í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 367/2006, um notkun tækja, og vi ðauka hennar. Stefnandi sjálfur hafi kosið að nota stigann þegar hann kom til að vinna tiltekið verk á heilsugæslustöðinni. Stefnandi hafi ekki verið starfsmaður þessa stefnda og hafi hann því ekki haft neitt boðvald yfir stefnanda. Þá hafi C starfsmaður þ essa stefnda, sagt í skýrslutöku hjá lögreglu, að hana minnti að hún hefði boðið stefnanda aðstoð, sem hann hafi afþakkað. Geti stefnandi af þessum sökum ekki borið fyrir sig 7. tölulið 37. gr. reglugerðar nr. 581/1995. Í ljósi reynslu sinnar og fagþekking ar hafi stefnanda mátt vera ljóst að stiginn kynni að vera óstöðugur. Stiginn hafi runnið til vegna þess að stefnandi hafi stillt honum upp með ófullnægjandi hætti. Slysið sé því að rekja til eigin sakar stefnanda. Jafnframt sé því mótmælt sem ósönnuðu að húsnæði heilsugæslunnar á [...] standist ekki byggingarreglugerð þess tíma er það var byggt auk þess sem hagsmunir sem slíkum reglum sé ætlað að vernda taki ekki til þessa tilviks. Óhappið hafi orðið á stað sem almennt sé engin umferð um. Líkt og gildi þe gar iðnaðarmenn þurfa að fara upp á þak húsa hafi stefnanda sjálfum borið að tryggja eigið öryggi við þessar aðstæður. Loks mótmælir þessi stefndi því að honum hafi borið að tilkynna slys stefnanda til vinnueftirlitsins og að skortur á slíkri tilkynningu h afi þær afleiðingar fyrir sönnunarstöðu í málinu sem stefnandi haldi fram. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980 beri atvinnurekanda að tilkynna slys án ástæðulausrar tafar. Stefnandi hafi ekki verið starfsmaður þessa stefnda heldur B ehf., sem staðið hafi nær að tilkynna slysið. Auk þess hafi verkið verið unnið að beiðni þriðja aðila, I ehf. Því sé líka mótmælt að tilkynning hafi borist Vinnueftirlitinu of seint enda séu tímafrestir til slíkrar tilkynningar matskenndir. Tilkynning hafi borist Vinnuefti rlitinu viku eftir slysið. Aðstæður á slysstað hafi þá verið óbreyttar og ekkert því til fyrirstöðu að Vinnueftirlitið rannsakaði slysið með fullnægjandi hætti eftir að því barst tilkynning um það. 7 Málsástæður og lagarök stefnda Sjóvár - Almennra trygging a hf. Stefndi, Sjóvá - almennar tryggingar hf., byggir sýknukröfu sína á því að ósannað sé að tjónið sé að rekja til vanbúnaðar eða mistaka vinnuveitanda stefnanda, B ehf. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir staðhæfingum sínum um hið gagnstæða og hafi ekki ax lað þá sönnunarbyrði. Sérstaklega sé því mótmælt að snúa beri sönnunarbyrðinni við eða slaka með einhverjum hætti á henni. Skortur á rannsókn Vinnueftirlits ríkisins breyti engu í þessu efni enda hefði rannsókn Vinnueftirlitsins ekki leitt neitt frekar í ljós um atvik eða orsök slyssins. Þá vísar þessi stefndi til þess að vinnuveitandi stefnanda hafi ekki haft nein umráð þess húsnæðis sem stefnandi slasaðist í og geti því ekki borið ábyrgð á ætluðum vanbúnaði þess eða tækja sem þar kunni að hafa verið. Því sé sérstaklega mótmæl t að heilsugæslan á [...] teljist hafa verið vinnustaður stefnanda í skilningi laga nr. 46/1980 eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Stefnandi, sem sé rafvirkjameistari með langa starfsreynslu á því sviði, hafi verið fullfær um að meta sjálfur hvort umdei ldur stigi væri öruggur og þá eftir atvikum að ákveða að nota annan stiga. Vinnuveitandi hans hafi ekki gefið honum fyrirmæli um að nota þennan tiltekna stiga. Því sé ekki unnt að líta svo á að slys stefnanda megi rekja til slælegrar verkstjórnar eða mista ka starfmanna vinnuveitanda hans. Þá vísar stefnandi til skýrslu lögreglu um orsakir slyssins og byggir á því að þær megi rekja til aðgæsluleysis stefnanda sjálfs við að setja upp stigann en hvorki til ástands stigans né aðbúnaðar á slysstað. Sérstaklega sé því mótmælt sem fráleitu að vinnuveitanda stefnanda hafi borið að kanna aðstæður á slysstað áður en stefnanda var falið að vinna tiltekið verk á þeim stað Hvort sem litið verði svo á að stiginn hafi brotnað undan stefnanda eða runnið undan honum verði s lys stefnanda ekki rakið til vanbúnaðar sem vinnuveitandi hans geti borið ábyrgð eða saknæmra mistaka starfsmanna á hans vegum. Niðurstaða Í máli þessu er deilt um það hvort stefndu beri bótaábyrgð á slysi sem stefnandi varð fyrir þegar hann féll úr stig a. Slysið varð á starfsstöð heilsugæslunnar á [...] þangað sem stefnandi fór til að inna af hendi verk í þágu vinnuveitanda síns, B ehf. Svo sem fram kemur í atvikalýsingu dómsins þá var slys þetta ekki rannsakað af Vinnueftirliti ríkisins. Hins vegar lig gur fyrir niðurstaða rannsóknar lögreglunnar sem rannsakaði málið að beiðni stefnanda í janúar 2017. Af lýsingum í skýrslu lögreglunnar og myndum af vettvangi má sjá að umdeildur stigi er 288 cm langur tréstigi og hvert þrep er skrúfað í kjálkann með tveim ur skrúfum. Sjá má að annar kjálki stigans er brotinn, en þó ekki í sundur, við eitt þrepanna þar sem þrep hefur verið skrúfað í kjálkann. Stiginn er ekki útbúinn með neinni skriðvörn á neðri enda kjálkanna og engar festingar eru heldur á efri hluta stigan s til að unnt sé að festa hann þeim megin. Deilt er um það hvort stiginn hafi brotnað undan þunga stefnanda eða þegar hann skall í gólfið með stefnanda og lenti á þröskuldinum á milli herbergja. Engir sjónarvottar voru að því þegar stefnandi féll, heldur k omu starfsmenn heilsugæslunnar fyrst að stefnanda eftir að þeir heyrðu hann detta. Í samræmi við almennar sönnunarreglur verður stefnandi að bera sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu að stiginn hafi brotnað á meðan hann stóð enn í honum. Rannsókn Vinnuef tirlits ríkisins hefði í engu getað varpað frekara ljósi á atvik að þessu leyti. Er því ekki fallist á það með stefnanda að slaka beri á sönnunarbyrði eða snúa 8 henni við á þeim forsendum að vinnuveitandi stefnanda hafi vanrækt að tilkynna slys stefnanda í tæka tíð til Vinnueftirlitsins. Svo sem áður greinir var umdeildur stigi hvorki með sérstökum búnaði til að unnt væri að festa efri enda hans við brún loftlúgu né sérstakri skriðvörn að neðanverðu. Í grein 4.2.2 í viðauka II við reglugerð nr. 367/2006, um með því að festa efri eða neðri enda hans, með búnaði sem hindrar að hann renni til eða með einhverjum am var unnt að stilla stiganum upp við þröskuld á milli herbergja en stefnandi byggir á því að það hafi ekki verið fullnægjandi skriðvörn. Í þessu efni er þess að gæta að stefnandi sjálfur er reyndur rafvirkjameistari sem starfað hefur við iðn sína í 15 ár . Þegar slysið varð var hann við vinnu utan starfsstöðvar vinnuveitanda síns, þar sem honum hafði verið falið að sinna tilteknu verkefni án frekari verkstjórnar. Í ljósi eðlis þess viðfangsefnis sem honum var falið og reynslu hans og fagmenntunar er eðlile gt að gera þá kröfu til hans sjálfs að hann tryggði að stigi sem hann sjálfur ákvað að nota við vinnu sína væri nægjanlega öruggur og jafnframt að hann mæti sjálfur hvort stiginn væri tryggilega skorðaður áður en hann steig upp í hann. Fyrir liggur að honu m var boðið að nota stiga sem var til á heilsugæslunni og notaður þá sjaldan að þurfti að fara upp á háaloft húsnæðisins. Einnig kom fram í skýrslu H , framkvæmdastjóra B ehf., fyrir dómi að stefnanda hefði verið unnt að útvega sér stiga til að taka með sér til verksins en hann hefði ákveðið að gera það ekki. Stefnandi sjálfur ákvað að nota umræddan stiga og bar honum að gera viðeigandi ráðstafanir til að honum stafaði ekki hætta af því. Þótt stiginn sjálfur hafi ekki verið búinn sérstökum festingum að ofanv erðu og jafnvel þótt fallist væri á að þröskuldurinn sem unnt var að skorða hann við hafi ekki verið nægjanleg skriðvörn var stefnanda í lófa lagið að grípa til frekari öryggisráðstafana, kysi hann þrátt fyrir framangreint að nota stigann. Það var honum un nt með einföldum hætti, svo sem með því að kalla til aðstoðar starfsmenn heilsugæslunnar sem voru á staðnum til að halda við stigann eða festa hann tryggilegar með öðrum hætti. Ekki er unnt að fallast á það með stefnanda að stefndi, íslenska ríkið, hafi sý nt af sér saknæma háttsemi með því að bjóða honum afnot af umræddum stiga enda er ekki fallist á að stiginn sjálfur, jafnvel þótt hann sé ekki búinn þeim öryggisbúnaði sem ýmsir aðrir nýrri stigar hafa, hafi verið óforsvaranlegur til þeirra nota sem hann v ar ætlaður. Vísast til þess sem áður er rakið um þær varúðarráðstafanir sem gera verður kröfu um að stefnandi sjálfur gripi til og þess að stiginn var ekki ætlaður til daglegra nota heldur einungis í þeim undantekningartilvikum þegar þurfti að fara upp á h áaloft húsnæðisins. Staðhæfingar stefnanda um ágalla stigans fá heldur ekki stuðning í þeim ákvæðum laga og reglugerða sem stefnandi vísar til í stefnu. Jafnframt er hafnað málsástæðum stefnanda sem lúta að því að húsnæði heilsugæslunnar hafi ekki uppfyll t skilyrði byggingarreglugerðar nr. 292/1979, sem stefnandi byggir á að hafi gilt á byggingartíma hennar. Grein 8.2 í þeirri reglugerð, sem stefnandi vísar til til stuðnings þessari málsástæðu, mælir ekki fyrir um aðgengi að rými af því tagi sem stefnandi hugðist fara um þegar slysið varð. Ákvæði c - liðar 43. gr. laga nr. 46/1980, sem stefnandi vísar einnig til í þessu sambandi, eiga heldur ekki við um stiga eða lúgur upp á háaloft húsnæðis. Þá hefur stefnandi ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að aðbúnaður í húsnæði heilsugæslunnar hafi að öðru leyti verið í andstöðu við ákvæði laga eða reglugerða né heldur leitt líkur að því að orsakatengsl séu milli aðbúnaðar húsnæðisins og slyss stefnanda. Með framangreindum röksemdum er því hafnað að orsök slyss stefnan da sé að rekja til saknæms eða ólögmæts vanbúnaðar á vinnustað sem stefndu geti borið ábyrgð á. Ekki er unnt að fallast á að aðstæður hafi verið hættulegar eða vanbúnaður stigans hafi verið orsök slyss stefnanda. Jafnframt er því hafnað að sú skylda hafi h vílt á vinnuveitanda stefnanda að tryggja að stefnandi nyti gæslu annarra starfsmanna, sbr. 7. tölul. 27. gr. laga nr. 581/199, enda varð slys stefnanda ekki á slíku vinnusvæði sem það ákvæði tekur til. Því er ekki fyrir hendi saknæm háttsemi stefndu sem e r forsenda þess að til álita komi að fallast á bótaskyldu annars þeirra eða beggja. 9 Að mati dómsins verður slys stefnanda ekki rakið til annars en óhappatilviljunar sem rekja má til aðgæsluleysis hans sjálfs. Verða stefndu því sýknaðir af kröfu hans um vi ðurkenningu á bótaskyldu þeirra vegna tjóns þess sem hann varð fyrir í vinnuslysi 23. mars 2016. Rétt er að málskostnaður milli aðila falli niður. Ingibjörg Þorsteinsdóttir kveður upp þennan dóm. Dómsorð: Stefndu, íslenska ríkið og Sjóvá - almennar trygginga r hf., eru sýknir af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður.