LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 9. september 2021. Mál nr. 358/2021 : Björgólfur T hor Björgólfsson (Reimar Pétursson lögmaður ) gegn Málsóknarfélag i hluthafa Landsba nka Íslands ( Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Skýrslugjöf. Vitni. Aðilaskýrsla. Útdráttur B krafðist þess meðal annars að A, félagsmaður í M, gæfi skýrslu fyrir dómi í máli sem M höfðaði á hendur B. Í úrskurði Landsréttar kom fram að ekki væru lagaskilyrði til að kveða upp úrskurð um kröfu B, enda samrýmdist það ekki forræði aðila á sakarefni að hann væri skyldaður til skýrslugjafar fyrir dómi samkvæmt 48. gr., sbr. 2. mgr. 50. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Brast því heimild til kæru hvað þennan þátt málsins varðaði. Að öðru leyti var úrskurður hérað sdóms, þar sem hafnað var kröfu B um að leiða þrjú nafngreind vitni fyrir dóm við aðalmeðferð málsins, staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararni r Jón Höskuldsson , Símon Sigvaldason og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 1. júní 2021 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 21 . sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 2021 í málinu nr. E - 3653/2016 þar sem hafnað var kr öfu sóknaraðila um að Anna Elín Ringsted, félagsmaður í varnaraðila, yrði kvödd til að gefa skýrslu sem aðili við aðalmeðferð máls varnaraðila gegn sóknaraðila, auk þess sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að fá að leiða sem vitni við aðalmeðferð málsins Á rna Guðmundsson, framkvæmdastjóra hjá Gildi lífeyrissjóði, Kára Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Stapa lífeyrissjóði, og Jóhann Ómarsson, fyrrverandi fyrirsvarsmann Urriðahæðar ehf. Um kæruh eimild er vísað til b - lið ar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa hans verði tekin til greina. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 2 Niðurstaða 4 Í þinghaldi í málinu 20. apríl 2021 gerði lögmaður sóknaraðila þá kröfu að allir félagsmenn í varnaraðila, þar á meðal Anna Elín Ringsted, yrðu kvaddir fyrir dóm til að gefa aðilaskýrslu. Þá krafðist lögmaðurinn þess jafnframt að þeir Árni Guðmundsson, Kári Arnór Kárason og Jóhann Ómarsson yrðu leiddir fyrir dóm til að gefa skýrslu sem vitni. Lögmaður varnaraðila mótmælti þessum kröfum þar sem um væri að ræða tilgangslausar skýrslur. Tók héraðsdómari í kjölfarið ákvörðun um að málið skyldi munnlega flutt um þennan ágreining aðila sem yrði, að því er aðilaskýrslur varðar, bundinn við Önnu Elínu Ringsted. Með hinum kærða úrskurði var kröfum sóknaraðila hafnað. 5 Samkvæmt framansögðu liggur fyrir krafa sóknaraðila um að tilgreindur félagsmaður í varnaraðila verði kvaddur fyrir dóm til skýrslugjafar þrátt fyrir neitun. Samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 48. gr. laga nr. 91/1991 metur dómari hvort rétt sé að kveðja aðila til skýrslugjafar að kröfu gagnaðila. Fram kemur í hinum kærða úrskurði að héraðsdómari taldi skýrsl utöku af málsaðila þarflausa. Ekki voru lagaskilyrði til að kveða upp úrskurð um þetta, enda samræmist það ekki forræði aðila á sakarefni að hann sé skyldaður til skýrslugjafar fyrir dómi samkvæmt 48. gr., sbr. 2. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991 , sbr. einnig dóm Hæstaréttar Íslands 16. febrúar 1994 í máli nr. 74/1994 á blaðsíðu 319 í dómasafni réttarins það ár. Verður þessum þætti hins kærða úrskurðar vísað frá Landsrétti, enda brestur heimild til kæru málsins hvað hann varðar . 6 Með vísan til forsendna hins kæ rða úrskurðar verður hann að öðru leyti staðfestur. 7 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Vísað er frá Landsrétti kröfu sóknaraðila, Björgólfs Thors Björgólfssonar, um að Anna Elín Ringsted, félagsmaður í varnaraðila, Málsóknarfélagi hluthafa Landsbanka Íslands, verði kvödd til að gefa skýrslu sem aðili við aðalmeðferð málsins. Að öðru leyti er hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðila 250.000 krónur í kærumáls kostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 2021 1 Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 29. apríl 2021, höfðaði Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands, Borgartúni 26, Reykjavík, með stefnu birtri 15. nóvember 2016, á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni, [...] , Bretlandi, til viðurkenningar á skaðabót askyldu. 2 Sóknaraðili í þessum þætti málsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, krefst þess , í fyrsta lagi, að Anna Elín Ringsted, félagsmaður í varnaraðila, verði kvödd fyrir dóm til að gefa skýrslu sem aðili við aðalmeðferð málsins. Þá krefst sóknaraðili þess , í öðru lagi, að honum verði heimilað að leiða Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra hjá Gildi lífeyrissjóði, Kára Arnór Kárason, fyrrverandi 3 framkvæmdastjóra hjá Stapa lífeyrissjóði, og Jóhann Ómarsson, fyrrverandi fyrirsvarsmann Urriðahæðar ehf., fyrir dóm til að gefa skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins. 3 Varnaraðili, Málsóknarfélag hluthafa í Landsbanka Íslands, krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hrundið á þeim forsendum að um þarflausar og tilgangslausar skýrslutökur sé að ræða. I 4 Í stefnu geri r varnaraðili, sem er málsóknarfélag samkvæmt 1. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 91/1991 um krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda á tjóni féla gsmanna stefnanda, vegna þess að þeir voru í þeirri stöðu, að hlutabréf sem þeir, eða aðilar sem þeir leiða rétt sinn frá, eignuðust í 5 Samkvæmt því sem fram kemur í stefnun ni er málatilbúnaður varnaraðila meðal annars á því reistur að félagsmenn hans hafi allir átt hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. 27. janúar 2006, þegar ársreikningur bankans fyrir rekstrarárið 2005 var birtur opinberlega. Frá þeim tíma og þar til Fjármálae ftirlitið tók yfir stjórn bankans og skipaði honum skilanefnd þann 7. október 2008 hafi sóknaraðili með saknæmum og ólögmætum hætti staðið því í vegi að hluthafar í Landsbanka Íslands hf. fengju mikilvægar upplýsingar um tengsl sóknaraðila við bankann og u mfangsmiklar lánveitingar bankans til sóknaraðila og félaga tengdra honum. 6 Varnaraðili reisir málatilbúnað sinn einnig á því að sóknaraðili hafi vanrækt að leggja mat á og upplýsa um að Landsbanki Íslands hf. lyti yfirráðum Samsonar eignarhaldsfélags ehf. Því sé það á ábyrgð sóknaraðila að félagsmenn í varnaraðila hafi á grundvelli rangra og ófullnægjandi upplýsinga tekið ákvörðun um að vera áfram hluthafar í bankanum eftir 27. janúar 2006 og allt til þess er bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. 7 Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili hafi vitað eða mátt vita að bæði upplýsingar um tengslin og lánveitingar til hans, sem og yfirráð Samsonar eignarhaldsfélags ehf. yfir Landsbanka Íslands hf., væru mikilvægar fyrir þá ákvörðun félagsmanna í varnara ðila að vera áfram hluthafar í bankanum. Ef réttar upplýsingar hefðu verið veittar hefðu félagsmennirnir selt hlutabréf sín og því ekki verið hluthafar þegar bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og hlutabréfin urðu verðlaus. Tjón félagsmannanna s é því afleiðing saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sóknaraðila. 8 Varnaraðili kveður bótaskyldu sóknaraðila gagnvart félagsmönnum varnaraðila byggða á sömu atvikum og aðstæðum, sbr. 1. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. gr. laga nr. 117/2010. Aðstaða félagsmanna varnaraðila sé því nákvæmlega sú sama og bótagrundvöllur þeirra reistur á sömu málsástæðum. Því sé málatilbúnaður félagsmannanna algerlega einsleitur. 9 Sóknaraðili krefst sýknu á þeim forsendum að málatilbúnaður varnaraðila standist enga skoðun, hvorki hvað varði atvik máls né lagalegar forsendur málatilbúnaðar hans. Horft sé fram hjá meginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa, auk þess sem varnaraðili byggi mál sitt á röngum skilningi á löggjöfum verðbréfaviðskipti og r eikningshald. Forsenda málatilbúnaðar varnaraðila sé þar fyrir utan röng að því leyti til að hann kveði sig ekki þurfa að færa sönnur á að fullnægt sé öllum skilyrðum skaðabótaskyldu. II 10 Í þeim hluta málsins, sem hér er til úrlausnar, krefst sóknaraðili úrskurðar um það, í fyrsta lagi, að dómari kveðji Önnu Elínu Ringsted, félagsmann í varnaraðila, fyrir dóm til þess að gefa skýrslu sem aðili við aðalmeðferð málsins, sbr. 2. mgr. 48. gr. laga um meðferð einkamála. 11 Í öðru lagi, krefst sóknaraðili úrskurð ar um að honum verði heimilað að leiða Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra hjá Gildi lífeyrissjóði, Kára Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Stapa lífeyrissjóði, og Jóhann Ómarsson, fyrrverandi fyrirsvarsmann Urriðahæðar ehf., fyrir dóm til að g efa skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga um meðferð einkamála. 12 Tengsl þessara einstaklinga við sakarefni málsins segir sóknaraðili vera þau að Gildi lífeyrissjóður hafi framselt Urriðahæð ehf., sem er aðili að varnaraðila, hlutafé sitt í Landsbanka Íslands hf., ásamt 4 réttindum og kröfum sem þeir kunni að eiga og þar með talið ætlaðri skaðabótakröfu á hendur sóknaraðila. Árni Guðmundsson sé framkvæmdastjóri hjá Gildi lífeyrissjóði. Kári Arnór Kárason sé fyrrverandi framkvæmda stjóri Stapa lífeyrissjóðs, en Stapi lífeyrissjóður sé félagsmaður í varnaraðila. Jóhann Ómarsson kveður sóknaraðili vera fyrrverandi fyrirsvarsmann Urriðahæðar ehf., sem sé aðili að varnaraðila og hafi meðal annars fengið kröfur framseldar til sín frá Gil di lífeyrisjóði. 13 Varnaraðili andmælir því að framangreindir einstaklingar verði kvaddir fyrir dóm, þar sem skýrslutökur af þeim séu þarflausar eins og mál þetta sé byggt upp af hans hálfu. III 14 Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 117/2010 og leiddi í lög hið sérstaka úrræði lagi mál um kröfur allra félagsmanna. Í þessu felst að peningakröfur félagsmanna verða lagðar saman þannig að úr ve rði ein heildarkrafa sem beint verður að þeim sem málið er höfðað gegn. Ef málsóknarfélag gerir á hinn bóginn aðeins viðurkenningarkröfu er gert ráð fyrir því að sú krafa sé höfð uppi fyrir alla félagsmenn í senn án þess að þar sé gerður nokkur greinarmunu r. Þannig yrði mál ekki rekið á þessum grundvelli ef aðstæður væru með því móti að tíunda yrði sérstaklega réttindi hvers og eins, enda er þá viðbúið að málatilbúnaður þeirra allra sé ekki einsleitur eins og áskilið er í 15 Máli þessu var upphaf lega vísað frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2017, að kröfu sóknaraðila. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 447/2017 var þeirri niðurstöðu snúið við og lagt fyrir héraðsdóm að taka mál þetta til efnislegrar meðferðar. 16 Eins og nánar greini r í dómi Hæstaréttar í máli nr. 447/2017 leiðir það af 1. og 2. mgr. 19. gr. a í lögum um meðferð einkamála, að málsóknarfélagi er heimilt í samræmi við tilgang sinn að höfða mál í eigin nafni og krefjast viðurkenningar í einu lagi á skaðabótaskyldu þess s em stefnt er á tjóni félagsmanna sinna, enda séu uppfyllt skilyrði 1. mgr. 19. gr. og 2. mgr. 25. gr. laganna. Vegna þess að áskilið er í 1. mgr. 19. gr. a að kröfur félagsmannanna verði að vera af sömu rót runnar verður sami bótagrundvöllur að búa að baki kröfunum þannig að málatilbúnaður allra félagsmanna sé einsleitur. Ef kröfur félagsmanna um viðurkenningu á bótaskyldu styðjast við ólíkar málsástæður er ekki unnt að beita því málsóknarúrræði sem hér um ræðir. 1 17 Dómkrafa varnaraðila í málinu er á því reist að sóknaraðili hafi eftir 27. janúar 2006 með saknæmum hætti valdið því að ekki voru veittar upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar Landsbanka Íslands hf. tengdar sóknaraðila og félögum hans. Þá hafi sóknaraðili vanrækt þær skyldur sem á honum hv íldu til að upplýsa opinberlega að Samson eignarhaldsfélag ehf. færi með yfirráð yfir bankanum og væri móðurfélag hans. Félagsmenn í varnaraðila hefðu ekki kært sig um að eiga hlutabréf í bankanum ef þessar upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar og yfi rráð hefðu legið fyrir. Þá hafi sóknaraðili valdið þeim tjóni með því að vanrækja þá skyldu sína sem stjórnarformaður og annar eigandi Samsonar eignarhaldsfélags ehf. að sjá til þess að það félag gerði öðrum hluthöfum í bankanum yfirtökuboð. Byggja félagsm enn í varnaraðila bótakröfu sína á því að þeir hefðu ekki orðið fyrir tjóni ef réttar upplýsingar hefðu verið birtar um yfirráðin og lánveitingarnar í reikningsskilum Landsbanka Íslands hf., enda hefðu þeir þá selt hlutabréf sín. 18 Af því sem hér var rakið e r ljóst að félagsmenn í varnaraðila telja sig allir eiga kröfur á hendur sóknaraðila sem eiga rætur að rekja til sömu atvika og aðstöðu í skilningi 1. mgr. 19. gr. a í lögum um meðferð einkamála. Sami bótagrundvöllur býr samkvæmt framansögðu að baki kröfum allra félagsmanna í varnaraðila, enda taldi Hæstiréttur í dómi sínum í máli nr. 447/2017 fullnægt því skilyrði laga um meðferð einkamála að kröfurnar væru af sömu rót runnar og málatilbúnaður félagsmanna einsleitur í skilningi síðastgreinds lagaákvæðis. 2 5 19 Það er óskráð meginregla í íslensku einkamálaréttarfari að aðilar fara með forræði máls. Í málsforræðisreglunni felst meðal annars að aðili hefur forræði á því hvort mál verði höfðað eða rekið, á hendur hverjum, hvaða kröfur skuli gerðar, á hvaða röksemd um skuli byggt og á hvaða sönnunargögnum og staðreyndum dómur skuli byggður. Málsforræðisreglan á sér víða stoð í lögum um meðferð einkamála. 20 Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga um meðferð einkamála afla aðilar sönnunargagna ef þeir fara með forræði á sakarefni málsins. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar getur dómari meinað aðila um sönnunarfærslu ef hann telur bersýnilegt að atriði, sem aðili vill sanna, skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar. 21 Samkvæmt 1. mgr. 48. gr. laga um meðferð einkamála er aðila máls jafnan heimilt að gefa skýrslu um málsatvik fyrir dómi í máli sínu nema dómari telji sýnilegt að hún sé þarflaus eða tilgangslaus. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er dómara, eftir kröfu gagnaðila og með sama skilorði og segir í 1. mgr., rétt að k veðja aðila fyrir dóm til að gefa skýrslu um málsatvik. 22 Aðili máls verður þó aldrei knúinn með valdi til að gefa skýrslu um málsatvik, en gefi dómari út slíka kvaðningu til aðila, sem aðili verður ekki við eða ef aðili svarar ekki nægilega spurningu sem h onum er ekki rétt að færast undan, getur dómari skýrt vanrækslu hans, óljós svör eða þögn á þann hátt sem er gagnaðila hagfelldast, sbr. 2. mgr. 50. gr. laga um meðferð einkamála. 23 Samkvæmt 1. mgr. 51. gr. laga um meðferð einkamála er hverjum sem orðinn er 15 ára, lýtur íslenskri lögsögu og er hvorki aðili máls né fyrirsvarsmaður aðila skylt að koma fyrir dóm sem vitni til að svara munnlega spurningum sem til hans er beint varðandi málsatvik. Réttur aðila til að leiða vitni sætir þó þeim takmörkunum sem að f raman voru raktar, sbr. einkum 3. mgr. 46. gr. laga um meðferð einkamála. 24 Af framangreindum lagaákvæðum leiðir að skýrslur aðila og vitna geta almennt séð aðeins beinst að málsatvikum sem einstaklingar hafa upplifað af eigin raun og máli kunna að skipta vi ð úrlausn málsins, þ.e. málsatvikum sem þörf er sönnunar á og kunna að hafa áhrif á mat dómara á því hvort fallast skuli á kröfur og málsástæður aðila. Að öðrum kosti væri um þarflausa eða tilgangslausa skýrslutöku að ræða, nema um væri að ræða skýrslutöku af dómkvöddum matsmanni samkvæmt 1. og 2. mgr. 65. gr. laga um meðferð einkamála. Það ræðst annars af mati á atvikum hverju sinni hvort sönnunarfærsla verður talin þarflaus eða tilgangslaus eða ekki. 25 Samkvæmt 1. og 2. mgr. 48. gr. laga um meðferð einkamá la nægir að dómari telji sýnilegt að skýrslutaka aðila sé þarflaus eða tilgangslaus svo að meinað verði um slíka skýrslutöku. Samkvæmt 1. mgr. 51. gr., sbr. 3. mgr. 46. gr., laga um meðferð einkamála er hins vegar gerð sú krafa að dómari telji bersýnilegt að atriði, sem aðili vilji sanna með skýrslugjöf vitnis, skipti ekki máli til sönnunar svo að meinað verði um slíka skýrslugjöf. 3 26 Samkvæmt framansögðu er það á forræði og áhættu varnaraðila hvernig hann byggir mál þetta upp, þ.m.t. á hvaða staðreyndum o g röksemdum hann vill að dómur verði byggður, sbr. til hliðsjónar 1. og 2. mgr. 111. gr. laga um meðferð einkamála. 27 Í kæru sinni til Hæstaréttar í ofangreindu máli nr. 447/2017 lét varnaraðili meðal annars svo um mælt varðandi málatilbúnað sinn í málinu, en ummælin voru tekin óbreytt upp í forsendur réttarins í málinu: [varnaraðila] byggir á þeim grundvelli að úr bótarétti einstakra félagsmanna þyrfti a ð leysa sérstaklega verði fallist á viðurkenningu skaðabótaskyldu. Í slíku máli gæti [sóknaraðili] komið að vörnum við fjárkröfum sem tengjast sérstaklega stöðu viðkomandi félagsmanns, s.s. því hvort honum takist að sanna fjártjón sitt, hvort og þá með hva ða hætti draga skuli frá tjóni viðkomandi hagnað af öðrum viðskiptum með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf., eða hvort hann hafi misst rétt til bóta, s.s. fyrir tómlæti, eigin sök, bætur frá þriðja aðila, eftirgjöf, skuldajöfnun eða fyrningu og hvað annað sem áhrif hefur á ákvörðun bótafjárhæðar þegar upp verður staðið. [Varnaraðili] telur því að úrlausnarefni málsins séu í aðalatriðum þau hvort atvik máls teljist sönnuð og hvort [sóknaraðili] hafi gerst sekur 6 um bótaskylda háttsemi. Málatilbúnaður [varnara ðila] byggir á þeim grundvelli að hagræði af hópmálsókninni felist í því, að til þess að leysa úr framangreindum atvikum og málsástæðum sé ekki nauðsynlegt að í málinu sé gerð grein fyrir viðskiptum hvers félagsmanns fyrir sig. Slík umfjöllun eða gagnafram lagning myndi draga mjög úr hagræði við úrlausn á viðurkenningarkröfu [varnaraðila] og færi ... gegn markmiðum og tilgangi ákvæðis 19. gr. a., um að greiða fyrir aðgengi að dómstólum og fylgja þeirri þróun sem hefur orðið að þessu leyti á hinum Norðurlöndu 4 28 Af framangreindu er ljóst að það hagræði sem fæst með því að höfða mál á grundvelli 1. mgr. 19. gr. a í lögum um meðferð einkamála, sbr. 1. gr. laga nr. 117/2010, grundvallast á því að unnt sé að hafa uppi sömu kröfur, málsástæður og lagarök fyrir hönd allra þeirra sem hafa uppi kröfur í málinu. Kröfur þeirra verða auk þess að eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Að öðrum kosti væri ekki um einsleitan málatilbúnað að ræða og því ekki forsendur til að beita heimild áðurnefnd rar greinar. 29 Af framangreindu leiðir einnig að sé þörf á umfangsmikilli sönnunarfærslu um einstaklingsbundin atvik eða forsendur í máli, þá grefur það undan því hagræði sem að er stefnt með því að reka mál í nafni málsóknarfélags og dregur verulega úr líkum fyrir því a ð markmiðum og tilgangi 1. mgr. 19. gr. a í lögum um meðferð einkamála, sbr. 1. gr. laga nr. 117/2010, verði náð. 30 Sóknaraðili hefur rökstutt kröfur sínar um að framangreindir einstaklingar gefi skýrslu við aðalmeðferð málsins á þann hátt að nauðsynlegt sé að spyrja viðkomandi út í forsendur og ástæður viðskipta þeirra með hluti í Landsbanka Íslands hf., eða eftir atvikum aðila þar sem þeir voru í fyrirsvari fyrir. Vísar sóknaraðili til þess að á því sé byggt af hálfu varnaraðila að félagsmenn varnaraðila h efðu allir selt hlutabréf sín í Landsbanka Íslands hf. ef þeir hefðu fengið réttar upplýsingar um tengsl og lánveitingar bankans til sóknaraðila og því ekki verið hluthafar þegar bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Upplýsing ar um einstaklingsbundnar forsendur og aðstæður hvers og eins skipti þar af leiðandi máli. 31 Varnaraðili hefur á móti afmarkað málatilbúnað sinn með þeim hætti að ekki sé nauðsynlegt að gerð sé grein fyrir viðskiptum hvers félagsmanns fyrir sig. Málið snúist í aðalatriðum um það hvort atvik málsins teljist sönnuð, þ.e. hvort sóknaraðili hafi gerst sekur um bótaskylda háttsemi eða ekki. Varnaraðili hefur sömuleiðis andmælt því að framangreindir einstaklingar gefi skýrslu við aðalmeðferð málsins þar sem um þarf lausa skýrslugjöf sé að ræða, í ljósi þess hvernig málið er byggt upp af hans hálfu. 32 Varnaraðili telur með öðrum orðum að einstaklingsbundnar forsendur hvers og eins félagsmanns varnaraðila hafi enga þýðingu við úrlausn málsins, eins og það liggur fyrir dó minum, enda myndi það draga verulega úr því hagræði sem að er stefnt með því að haga aðild málsins með þeim hætti sem raunin er, sbr. 1. mgr. 19. gr. a í lögum um meðferð einkamála, sbr. 1. gr. laga nr. 117/2010, ef svo væri. 33 Hæstiréttur komst sem fyrr se gir að þeirri niðurstöðu í máli nr. 447/2017 að varnaraðili hefði leitt að því nægar líkur að félagsmennirnir hefðu orðið fyrir fjártjóni yrði komist að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi varnaraðila sem um er deilt í málinu hefði verið ólögmæt. Sagði svo í fenginni slíkri niðurstöðu gæti [varnaraðili] eða eftir atvikum hver og einn félagsmaður krafist bóta úr hendi [sóknaraðila], enda verði þá færðar sönnur á að félagsmaðurinn hafi beðið fjárhagslegt tjón vegna hlutabréfaeignar sinnar í Landsbanka Íslands hf. sem málið tekur til og hver fjárhæð tjónsins 34 Varnaraðili byggir á því að sóknaraðili verði að bera sönnunarbyrði fyrir því að lánveitingar til hans og það að Landsbanki Íslands hf. lyti yfirráðum Samsonar eignarhaldsfé lags ehf. hefði ekki haft neikvæð áhrif á vilja félagsmanna varnaraðila til að vera hluthafar í bankanum, svo og hvaða ákvarðanir þeir hefðu tekið að fengnum réttum upplýsingum eða að fengnu yfirtökutilboði. Vafi um þessi atriði geti þar af leiðandi ekki v erið metinn sóknaraðila í hag. 7 35 Samkvæmt framansögðu er beinlínis gert ráð fyrir því, samkvæmt málatilbúnaði varnaraðila, að ekki verði færðar sönnur á einstaklingsbundnar forsendur og aðstæður hvers og eins félagsmanns í máli þessu, þ. á m. hvað hafi ráði ð viðskiptum viðkomandi með hluti í Landsbanka Íslands hf. Aðila greinir hins vegar á um hvor þeirra eigi að bera halla af þeim sönnunarskorti sem af því leiðir. 36 Hvað sem því líður þá verður málatilbúnaður varnaraðila ekki skilinn á annan veg en þann að f allist dómurinn ekki á sjónarmið hans um að sóknaraðili skuli bera sönnunarbyrði um framangreind atriði, svo og um að einstaklingsbundnar forsendur og aðstæður hvers og eins félagsmanns í varnaraðila skipti ekki máli við úrlausn málsins, þá sé varnaraðili reiðubúinn að bera hallann af því. 37 Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af 3. mgr. 46. gr., 1. og 2. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 51. gr. laga um meðferð einkamála verður ekki séð að það þjóni tilgangi varðandi sönnunarfærslu málsins, eins og það hefur v erið byggt upp af hálfu varnaraðila, að framangreindir einstaklingar gefi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Verður því að telja bersýnilegt að um þarflausar skýrslur yrði að ræða, ef fallist yrði á kröfur sóknaraðila. 38 Í ljósi þess verður að fallast á kröfu r varnaraðila, hvað þessi atriði varðar, og hafna kröfum sóknaraðila um að Anna Elín Ringsted verði kvödd til að gefa skýrslu sem aðili við aðalmeðferð málsins, sbr. 2. mgr., sbr. 1. mgr., 48. gr. laga um meðferð einkamála, svo og að sóknaraðila verði heim ilað að leiða Árna Guðmundsson, Kára Arnór Kárason og Jóhann Ómarsson fyrir dóm til að gefa skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins, sbr. 1. mgr. 51. gr., sbr. 3. mgr. 46. gr., sömu laga. 39 Af hálfu sóknaraðila flutti málið Reimar Snæfells Pétursson lögm aður. 40 Af hálfu varnaraðila flutti málið Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður. 41 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, Björgólfs Thors Björgólfssonar, um að Anna Elín Ringsted, félagsmaður í varnaraðila, verði kvödd til að gefa skýrslu sem aðili við aðalmeðferð málsins er hafnað. Kröfu sóknaraðila um að honum verði heimilað að leiða Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra hjá Gildi lífeyrissjóði, Kára Arnór Kár ason, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Stapa lífeyrissjóði, og Jóhann Ómarsson, fyrrverandi fyrirsvarsmann Urriðahæðar ehf., sem vitni við aðalmeðferð málsins er einnig hafnað.