LANDSRÉTTUR Úrskurður föstu daginn 30 . nóvember 2018 . Mál nr. 879/2018 : Ákæruvaldið ( Halldór Rósmundur Guðjónsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Leifur Runólfsson lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Farbann. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr., sbr. b - lið 1 . mgr. 95. gr., laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. nóvember 2018 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. nóvember 2018, í málinu nr. R - /2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni allt til fimmtudagsins 27. desember 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en ti l vara að farbanni verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - 632/2018. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kl. 16:00. 2 Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að borist hafi tilkynning 30. ágúst 2018 frá að farþeginn hefði þegar keypt fjögur flug hjá fyrirtækinu sem reyndust vera keypt með stolnu greiðslukortanúmeri. Þegar X varnaraðili hafi komið til landsins fimmtudaginn 30. ágúst 2018 hafi hann verið han dtekinn grunaður um umtalsverð fjársvik og færður á lögreglustöð þar sem hann hafi verið færður í fangaklefa. Fram hafi komið hjá honum að hann hafi afhent einhverjum einstaklingi peninga og sá útvegað honum flugmiða á lægra verði. Hann hefði gert þetta ma rgoft áður. Upplýsingar hafi borist frá flugfélaginu að um væri að ræða sex tilvik þar sem keyptir hafi verið farseðlar með stolnu greiðslukortanúmeri á nafni varnaraðila. Tilvikin væru 3. febrúar 2018, þar sem keyptur hafi verið farmiði frá Bandaríkjunu m til Spánar og bankinn hafi tilkynnt um greiðslukortasvik, farmiði 1. mars frá Hollandi til Bandaríkjanna, farmiði 19. júlí sem náðst hafi að afturkalla, farmiði 23. ágúst frá Bandaríkjunum til Hollands sem náðst hafi að afturkalla, farmiði 20. september frá Banadríkjunum til Hollands sem hafi verið keyptur með greiðslukortasvikum, farmiði 30. ágúst 2018 frá þessari að auk þess hafi nokkrar tilrau nir verið gerðar til farmiðakaupa á mismunandi tímum þar sem ekki hafi reynst heimild til kaupanna á greiðslukorti. Varnaraðili segi að hann sé og verið þar í þrjá daga en hann sé hrifinn eða á hóteli. Hann hafi keypt miða af manni í hverfinu sínu, gefið upp nafn aðilans og sagt að maðurinn reki bílaleigu. Varnaraðili hafi rætt við hann augliti til auglitis en ekki í gegnum síma eða samskiptamiðla. Varnaraðili og aðrir í hverfinu noti alltaf þennan mann og hann bjóði flugmiða á hálfvirði. Hann hafi greitt 400 evrur í reiðufé fyrir miðann. Hann hafi sagt að hann gerði sér grein fyrir því eftir á að verðlagningin væri ekki eðlileg. Varnaraðili hafi verið með tvo farsíma og fartölvu meðferðis. Hann hafi sagt að hann væri saklaus. Hann gefi manninum upp upplýsingar um vegabréf og aðrar upplýsingar og maðurinn komi svo miðanum til hans útprentuðum. Í skýrslutöku 4. september 2018 hafi v arnaraðili neitað sök. Að mati lögreglu eru skýringar kærða á flugmiðakaupum hans ótrúverðugar og að í raun sé um að ræða greiðslukortasvik þar sem verið sé að kaupa farmiða með greiðslukortaupplýsingum án heimildar korthafa. Rannsókn málsins sé lokið og hafi ákæra verið send dómstólnum. Fyrir liggi ótrúverðugar skýringar á því hvernig varnaraðili hafi aflað sér farmiða. Telja verði að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir hendi um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing sé lögð við, sbr . 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þá megi ætla að hann reyni að komast úr landi eða leynast með öðrum hætti málsókn eða fullnustu refsingar, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, verði honum ekki gert að sæta far banni meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til framangreinds, b - liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 1., 2., og 3. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 248. gr. og 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, telur lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta farbanni eins og að ofan greinir. Eins og rakið hefur verið hefur verið gefin út ákæra á hendur varnaraðila fyrir brot sem fangelsisrefsing liggur við. Varnaraðili er erlendur ríkisborgar i sem hefur engin tengsl við landið. Er fallist á að áfram sé nauðsynlegt að tryggja nærveru varnaraðila meðan máli hans er ekki lokið, enda skilyrðum 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b - liður 1. mgr. 95. gr. sömu laga, fullnægt til þess að honum ver ði bönnuð för úr landinu. Verður því fallist á kröfu lögreglustjóra eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurð þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. Úrskurðarorð: Varnaraðila, X , er bönnuð för frá Íslandi allt til fimmtudagsins 27. desember 2018, kl. 16:00.