LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. mars 2021. Mál nr. 464/2020 : Ákæruvaldið (Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn Þr esti Thorarensen (Björgvin Þorsteinsson lögmaður , Helga Björg Jónsdóttir lögmaður, 2. prófmál ) ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir réttargæslumaður ) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sönnun. Miskabætur. Ómerkingarkröfu hafnað. Útdráttur Þ var sakfelldur fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði við A sem gat ekki spornað vi ð verknaði hans sökum svefndrunga og ölvunar og eftir að hún vaknaði beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis hennar haft við hana endaþarmsmök. Var refsing Þ ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði auk þess sem honum var gert að greiða A 2. 000.000 króna í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen og Hildur Briem , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 7. júlí 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 2020 í málinu nr. S - [...] /2020 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi. Að því frágengnu krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og verulegrar lækkun ar á einkaréttarkröfu brotaþola. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. apríl 2016 til 7. júní 2020 en með d ráttarvöxtum samkvæmt 1. 2 mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms um greiðslu miskabóta. 5 Við aðalmeðferð málsins voru að ósk ákæruvaldsins spilaðar skýrslur ákærða og brotaþola í héraði í hl jóði og mynd. Engar óskir komu fram af hálfu ákærða um sönnunarfærslu fyrir Landsrétti. Málsatvik 6 Í máli þessu er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa að næturlagi eða snemma morguns í apríl 2016, á þáverandi heimili brotaþola að [...] , haft samræði við hana þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu en hún hafi ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar og eftir að hún vaknaði beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis hennar haft við hana endaþarmsmök, meðal annars me ð því að halda henni fastri. 7 Atvikum málsins er lýst skilmerkilega í hinum áfrýjaða dómi auk þess sem framburður ákærða og vitna fyrir héraðsdómi er ítarlega rakinn. Líkt og þar kemur fram lýsa ákærði og brotaþoli með ólíkum hætti aðdraganda þess að ákærði fór heim með brotaþola og því sem þar gerðist. Brotaþoli heldur því fram að hún hafi boðið ákærða ásamt öðrum starfsmanni gistingu þar sem þeir hafi þurft að fara um langan veg heim en aðeins ákærði þegið boðið. Hún hafi búið um ákærða í stofunni og farið sjálf að sofa inni í svefnherbergi. Hún hafi svo vaknað við að ákærði var að hafa við hana samræði. Hafi hún beðið ákærða að stoppa og sagt honum að hún vildi þetta ekki. Þrátt fyrir það hafi ákærði haldið samförunum áfram og meðal annars haft samræði við hana um endaþarm. Ákærði kveður á hinn bóginn tilefni þess að hann fór endaþarmsmök. Niðu rstaða 8 Kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms byggir ákærði á því að honum hafi í upphafi skýrslutöku hjá lögreglu ekki verið kynnt með fullnægjandi hætti hvert sakarefnið væri, honum hafi ekki gefist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á rannsóknar stigi og þá hafi skort verulega á að rannsókn málsins væri fullnægjandi. Þar af leiðandi hafi skilyrði til útgáfu ákæru ekki verið fyrir hendi. Jafnframt hafi mat héraðsdóms á trúverðugleika framburðar brotaþola og samstarfsmanna hennar verið rangt. 9 Ákærði kaus sjálfur að tjá sig ekki við skýrslutöku lögreglu um framkomnar ásakanir brotaþola svo sem honum var frjálst að gera, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að því gættu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er því hafnað a ð þau frávik hafi verið við tilhögun skýrslutöku lögreglu af ákærða að frávísun frá héraðsdómi varði. Verður hinn áfrýjaði dómur ekki ómerktur á þeim grunni. Ákæruvaldið mat jafnframt framkomin rannsóknargögn nægileg til útgáfu 3 ákæru í málinu. Sú ákvörðun um meðferð valdheimilda ákæruvalds sætir ekki endurskoðun dómstóla við úrlausn máls, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 26. október 2011 í máli nr. 578/2011. Þá sætir mat héraðsdómara á sönnunarfærslu endurskoðun Landsréttar og getur af þeim sökum ekki vald ið því að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur. Samkvæmt framansögðu er ómerkingarkröfu ákærða hafnað. 10 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Dómari metur hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsa mlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 109. gr. sömu laga. Í máli þessu nýtur ekki við sýnilegra sönnunargagna sem varpað geta ljósi á atvik þau sem ákæran lýtur að. Ráðast lyktir málsins þannig af mati á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar brotaþola annars vegar og ákærða hins vegar fyrir héraðsdómi en einnig hjá lögreglu. Við þetta mat geta skýrslur vitna, sem ekki hafa skynjað atvik af eigin raun, einnig haft þýðingu að því marki sem un nt er að draga ályktanir um sakarefnið af framburði þeirra. 11 Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um atvik á heimili brotaþola. Svo sem fram er komið greinir þau á um hvernig það bar til að ákærði fór heim með brotaþola, hvort samræði hafi verið með sa mþykki brotaþola sem og um hvort það hafi meðal annars falið í sér endaþarmsmök. Brotaþoli hefur verið samkvæm sjálfri sér í frásögn sinni og er framburður hennar trúverðugur sem og skýringar hennar á því hvers vegna hún dró svo lengi að kæra málið til lög reglu en hún lagði fram kæru á hendur ákærða 4. júní 2019. Á hinn bóginn skorti á að ákærði svaraði spurningum ákæruvalds í héraði um mikilsverð atriði með afgerandi hætti sem er til þess fallið að draga úr trúverðugleika framburðar hans. Er ákærði var spu rður að því hvort frásögn brotaþola, um að hún hefði sofnað og vaknað við að hann var að hafa við hana samræði, væri talað saman. Hann hefði kysst hana og hún kysst han n til baka. Þegar ákærði var ég meina ég held það, ég get ekki sagt að ég muni alla svona minnstu díteilana núna sem áður gefið langa og ítarlega lýsingu á því í hverju kynlíf hans og brotaþola hefði falist. Þegar ákærði var svo spurður hvort hann hefði haf t endaþarmsmök við samdrætti milli sín og brotaþola í aðdraganda atviksins, utan þess sem fyrr greinir um einnig úr trúverðugleika framburðar hans. Fram er komið að ákærði kaus að tjá sig ekki við lögreglu um það sem honum er gefið að sök. Af því leiðir að ek ki er unnt að leggja mat á stöðugleika framburðar ákærða, hvorki honum í hag né óhag. 4 12 Framburður brotaþola fær jafnframt stoð í framburði vitna. Framburður hennar um að hún hafi boðið ákærða og vitninu B gistingu þar sem þeir hefðu um langan veg að fara fæ r stoð í framburði B boðin ekki stoð í framburði B sem sagðist ekki hafa orðið var við samdrátt á milli ákærða og brota þola um kvöldið. Framangreind frásögn brotaþola er einnig í samræmi við framburð ákærða að því leyti að hann staðfesti að brotaþoli hefði skilið við hann í uppbúnum svefnsófa í stofunni er hún fór inn í svefnherbergi sitt. 13 Þá fær sá framburður brotaþola, a ð ákærði hafi, eftir jólahlaðborð starfsfólks 2016, gengið að henni drukkinn og beðið hana ítrekað afsökunar, stoð í framburði vitnisins D sem bar fyrir héraðsdómi að hann hefði séð er ákærði, eftir starfsmannapartí ndi og [sagt] á ensku sorrý, sorrý. Og sagðist fyrir héraðsdómi ekki muna eftir þessu en staðfesti að hann hefði farið á þetta . 14 Vitnin E og F staðfestu báðar að brotaþoli hefði greint þeim frá því fyrir utan [...] haustið 2016 að ákærði hefði nauðgað henni við eftir skemmtun starfsmanna. Þá báru þær báðar um að hafa merkt breytingu á líðan brotaþola eftir atvikið. Hafi þær merkt þá breytingu áður en hún greindi þeim frá atvikinu og bar vitnið E meðal annars um að brotaþoli hefði ítrekað greint frá því eftir að hún hóf störf að henni liði illa og fyndist erfitt að mæta í vinnuna. Vitnið D staðfesti jafnframt að brotaþoli hefði gre int honum frá því að ákærði hefði nauðgað henni í framhaldi af skemmtun starfsmanna í tengslum við opnun nýrrar skrifstofu. Brotaþoli bar að hún hefði gert það í janúar t 15 Þá staðfesti vitnið C , framkvæmdastjóri og yfirmaður brotaþola, að hún hefði leitað til hans milli jóla og nýárs 2017 og greint honum frá því að ákærði hefði brotið gegn henni og hefði hann skilið það svo að um kynferðisbrot hefði verið að ræða. Han n hefði í framhaldinu kallað ákærða til viðtals og sagt honum upp störfum vegna trúnaðarbrots. Fjármálastjóri fyrirtækisins, vitnið G , hefði einnig verið viðstödd. Báru bæði vitnin um að þótt ákærði hefði ekki gengist við verknaðinum á fundinum hefði hann ekki þrætt fyrir hann og vitað til hvers var verið að vísa þótt framkvæmdastjórinn hefði ekki nafngreint brotaþola. 16 Einnig gaf fyrrum kærasta ákærða, vitnið H , skýrslu í héraði og bar um að ákærði hefði greint sér frá því að hann hefði brotið kynferðisleg a gegn samstarfsmanni en þau einhverju , líkamstjáningu eða eitthvað svoleiðis , sem samþykki og hefði þá haft 5 samfarir með henni og já, og hefði ekki í rauninni vitað að þetta væ ri kynferðisbrot Er þessi framburður vitnisins í samræmi við skilaboð þess á samskiptamiðlinum Facebook til brotaþola 28. október 2019 þar sem meðal annars rt í mér til Þá hafa brotaþoli og ákærði bæði borið um að hún hafi forðast ákærða á vinnustað þeirra sem samræmist framburði vitnisins C um að brotaþola hafi gengið betur í vinnunni eftir að ákærði hætti störfum. Þá játaði vitnið D því aðspurt að hafa tekið eftir óeðlilegum samskiptum milli ákærða og brotaþola á vinnustaðnum áður en brotaþoli greindi honum frá broti ákærða. 17 Framburður brotaþola hefur jafnframt stoð í vottorðum sem liggja fyrir í málinu. Samkvæmt vottorði I geðlæknis 26. september 2019 greindi brotaþoli frá því í viðtali 3. júlí 2017 að brotið hefði verið á henni kynferðislega af karlkyns samstarfsmanni depurð vegna þessa og að henni f yndist mjög erfitt að þurfa að umgangast viðkomandi héraði. Samkvæmt vottorði J , ráðgjafa hjá Stígamótum, 27. ágúst 2019 leitaði brotaþoli til Stígamóta 15. maí 2018 vegna kynf erðisofbeldis. Í skýrslu ráðgjafans fyrir héraðsdómi staðfesti hún þessa komu brotaþola til samtakanna og að brotaþoli hefði greint frá miklum kvíða og vanlíðan í vinnunni. Fyrir héraðsdóm mætti einnig vitnið K sálfræðingur og staðfesti vottorð sitt 9. okt óber 2019 þar sem fram kemur að brotaþoli h afi greint vitninu frá kynferðisbrotinu 7. mars 2019. Einnig segir þar að brotaþoli uppfyll t i greinilega öll greiningarskilmerki áfallastreituröskunar. Fyrir Landsrétt var jafnframt lagt vottorð L , sálfræðings og sérfræðings í klínískri sálfræði , 7. mars 2021 þar sem fram kemur að brotaþoli hafi greint frá kynferðisofbeldi í apríl 2016 af hálfu þáverandi vinnufélaga síns og niðurstaða klínísks mats væri að brotaþoli væri greind með óyndi og áfallast reituröskun, þar sem hún hafi uppfyllt greiningarskilmerki áfallastreituröskunar vegna ætlaðs kynferðisofbeldis. 18 Eins og að framan er rakið hefur brotaþoli frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér . F ær trúverðugur framburður hennar stoð í framburði vitna svo sem að framan greinir , svo og í vottorðum sem renna stoðum undir það að atvikið hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti er framburður ákærða um að kynmökin hafi átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvik um málsins eins og þau teljast sönnuð eða óumdeild. Að öllu framangreindu virtu ber að leggja trúverðuga frásögn brotaþola til grundvallar í málinu. Samkvæmt því þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefi n að sök í ákæru. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur um sakfellingu ákærða, refsingu hans og sakarkostnað í héraði. 19 Brot ákærða var til þess fallið að valda brotaþola miska. Þykja bætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 2.000.000 króna með vöxtum ei ns og í dómsorði greinir. 6 20 Ákærði verður dæmdur til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins svo sem greinir í dómsorði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum vir ðisaukaskatti. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða, Þrastar Thorarensen, og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði brotaþola, A , 2.000.000 króna í miskabætur ásamt vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.870.594 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Þorsteinssonar lögmanns, 1.178.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 471.200 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 22. júní sl., er höfðað á hendur með ákæru útgefinni af Héraðssaksóknara, dagsettri 2. apríl 2020, fyrir nauðgun, með því að hafa að næturlagi eða snemma morguns í apríl 201 lá sofandi í rúmi sínu, en hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar, og eftir að A vaknaði beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft við hana endaþarmsmök, meðal annars með því að halda henni fastri. Er þetta talið varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 26. apríl 2016 þar til mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærði greiði málskostnað. Verjandinn krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarþóknun, verði greiddur úr ríkissjóði. Þriðjudaginn 4. júní 2019 mætti brotaþoli á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisb rot. Við það tækifæri gaf brotaþoli skýrslu hjá lögreglu. Í framburði brotaþola kom m.a. fram að rtækisins. Eftir að hafa skoðað húsnæðið hafi ýmsir af verið farnir hafi brotaþoli verið eftir ásamt ákærða og B. Í samtali við þá tvo hafi brot aþoli komist að því að þeir ættu báðir um langan veg að fara heim. Hafi brotaþoli því boðið þeim að gista heima hjá sér um nóttina. B hafi ekki þegið það en það hafi ákærði gert. Þau hafi farið heim til brotaþola þar sem hún hafi búið um ákærða á sófa í st ofu. Brotaþoli hafi síðan farið að sofa. Hafi hún síðan vaknað við það að ákærði var að hafa við hana samræði um leggöng. Brotaþoli hafi beðið ákærða að hætta en hann ekki gert það heldur þvingað 7 brotaþola til áframhaldandi kynferðismaka og m.a. haft samræ ði við hana um leggöng. Eftir að þessu lauk hafi brotaþoli sagt ákærða að fara. Brotaþola hafi liðið illa eftir þetta. Hafi hún ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði og sótt sér ýmiss konar aðstoð, m.a. hjá sálfræðingum og geðlæknum. Ákærði hafi höfð að vitnamál á hendur brotaþola vegna þessa máls og brotaþoli þá ákveðið að ekki væri hægt að lifa með þessu lengur og lagt fram kæru á hendur ákærða fyrir brotið. Ákærða hafi í desember 2017 ákveðið að tilkynna málið til lögreglu ef vera kynni að hún myndi síðar leggja fram kæru í málinu. Á meðal gagna málsins er yfirlit úr dagbók lögreglu frá 18. desember 2017. Samkvæmt færslu í dagbók kom brotaþoli á lögreglustöð þann dag og óskaði eftir að bókað yrði að hún hefði kynnst ákærða í samkvæmi hjá fyrirtæki s em hún hefði verið að byrja að vinna hjá. Hafi ákærði verið glaður og skemmtilegur. Áfengi hafi verið í samkvæminu. Hafi brotaþoli síðan ætlað heim og verið orðin drukkin. Hafi brotaþoli boðið tveimur mönnum í samkvæminu að gista heima hjá sér á svefnsófa í stofu. Ákærði einn hafi komið og sofið á svefnsófanum í stofunni. Hafi brotaþoli vaknað um nóttina við það að ákærði hafi verið að hafa samfarir við hana. Hafi brotaþoli viljað að ákærði hætti en hann ekki gert það. Hafi ákærði haft samfarir um endaþarm og brotaþola blætt. Næsta dag hafi brotaþoli hringt í ákærða, en hún hafi skammast sín mjög mikið vegna þessa. Hafi brotaþoli sagt við ákærða að hún hefði beðið hann að hætta en hann ekki gert það og þetta væri ekki í lagi. Hún væri að fara að vinna á þess um nýja stað og þyrfti vinnuna og peningana svo að hún ætlaði ekki að segja frá þessu. Í jólafríinu 2016 hafi ákærði komið til brotaþola ölvaður og beðist afsökunar. Brotaþoli hafi þá sagt að hún vildi ekki tala við hann eða sjá hann. Hafi ákærði reynt að forðast brotaþola en vinnustaður þeirra sé lítill. Í kjölfar metoo - bylgjunnar hafi brotaþoli hugsað sitt mál. Ákærði hafi þá sent brotaþola á vinnusnappi ing, misnotað aðstöðu sína og talað við brotaþola, en hún hafi beðið hann að láta sig í friði. Vildi brotaþoli ekki kæra verknaðinn heldur að þetta yrði skráð ef fleiri stúlkur myndu tilkynna um brot af hálfu ákærða. Hafi brotaþoli óttast að enginn myndi t rúa henni. Brotaþoli sé hjá sálfræðingi vegna þessa og hún hafi sagt vinum sínum frá þessu. Samkvæmt yfirlýsingu frá Stígamótum frá 27. ágúst 2019 kom brotaþoli fyrst til Stígamóta 15. maí 2018 og mætti í samtals átta skipti vegna kynferðisofbeldis sem hú n hafði orðið fyrir. Stígamót séu ráðgjafarmiðstöð fyrir fólk sem beitt hafi verið kynferðisofbeldi. Á meðal gagna málsins er læknisvottorð frá geðlækni dagsett 26. september 2019. Fram kemur að brotaþoli hafi verið skjólstæðingur læknisins á tímabilinu 3 . júlí 2 0 17 til 4. apríl 2019. Hafi brotaþoli komið alls ellefu sinnum. Þá hafi brotaþoli gengið til stofugeðlæknis frá árinu 2015 en viðkomandi læknir sé hættur störfum. Hafi brotaþoli greint frá því í tíma 3. júlí 2017 að karlkyns samstarfsmaður hefði br otið á henni kynferðislega. Hafi hún lýst reiði, sárindum, kvíða og depurð vegna þessa og að sér hefði fundist mjög erfitt að þurfa að umgangast viðkomandi á vinnustað þeirra. Hafi maðurinn látið sem ekkert hefði í skorist. Hafi brotaþolið íhugað hvort hún gæti unnið á vinnustaðnum áfram en niðurstaða hennar verið sú að hún, [...] í þessari góðu vinnu og með marga góða vinnufélaga, gæti ekki fengið aðra eins góða vinnu áður en hún lyki viðbótarnámi. Hafi verið augljóst að upplifun brotaþola ylli henni vanlí ðan. Á meðal gagna málsins er vottorð sem sálfræðingur hefur ritað 9. október 2019. Fram kemur meðal annars að brotaþoli hafi fyrst komið í viðtal 7. mars 2019 og mætt í 10 viðtöl til viðbótar. Frásögn brotaþola hafi verið trúverðug og hafi hún nefnt atri ði sem hafi mátt sannreyna. Greiningarskilmerki áfallastreituröskunar hafi samkvæmt greiningarkerfinu DSM verið 5, að þolandi hefði upplifað mjög erfitt atvik, að þolandi hefði endurtekið upplifað mjög truflandi minningar eða sterka andlega vanlíðan eða lí kamleg viðbrögð þegar eitthvað hefði minnt á atvikið og að þolandi hefði forðast aðstæður eða atriði sem gætu minnt á atvikið. Þá þyrfti þolandi að bregðast við atvikinu á neikvæðan hátt hvað varðaði sjálfan sig, umhverfi sitt eða náungann, kenna sér um og upplifa neikvæðar minningar. Einnig þyrftu líkamleg viðbrögð að vera ýktari eftir atvikið. Framangreind atriði þyrftu að vera til staðar lengur en í einn mánuð og vera mjög truflandi fyrir líf þolandans. Brotaþoli hafi greinilega uppfyllt öll þessi greini ngarskilmerki í tengslum við hið ætlaða kynferðisbrot. Hafi það komið skýrt fram í viðtölum og sálfræðilegum matslistum. Ákærði hefur greint svo frá að umrætt atvik hafi átt sér stað á föstudegi. Samstarfsfólkið hafi ákveðið sem hafi verið ætlað undir starfsemina. Brotaþoli hafi verið að byrja að vinna 8 með þeim og ákærði verið í sambandi við brotaþola um það hvernig hún kæmist til að skoða húsnæðið og Áfengi hafi verið í boði í húsnæðinu. Ákærði hafi byrjað að drekka áfengi um kl. 16:00 þennan dag. Húsnæðið hafi verið skoðað. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, C, hafi lýst því hvernig húsnæðið yrði innréttað. Að skoðun lokinni hafi allir farið á veitingast að Stemmningin hafi verið góð. Á einhverjum tímapunkti hafi tequila - skot verið drukkin. Ákærði hafi reglulega farið út til að reykja og þar hafi brotaþ oli verið ásamt fleirum. Hafi ákærði verið að kynnast brotaþola þarna. Samkvæmið hafi síðan lognast út af og ákærði hringt á leigubíl. Kvaðst ákærði muna eftir því að hafa boðið brotaþola í Netflix og chill, en brotaþoli sagt nei við því. Slíkt boð jafngil ti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök. Hafi ákærði þá spurt brotaþola hvort hún vildi kúra og hún sagt já við því. Þau hafi síðan farið heim til brotaþola. Ákærði hafi greitt fyrir bílinn og því komið aðeins á eftir brotaþola inn. Er ákæ rði hafi komið inn hafi verið búið að kveikja á sjónvarpinu og setja Netflix af stað. Íbúð brotaþola hafi verið lítil, með sófa í stofu. Sófinn hafi staðið þannig að snúa hafi þurft höfði til að horfa á sjónvarpið. Ákærði hafi horft á sjónvarpið nokkra hrí ð og síðan tekið eftir því að brotaþoli var komin inn í rúm. Hafi ákærði farið inn til brotaþola þar sem hann hafi talið að þau ætluðu að kúra saman, og reynt við brotaþola. Honum hafi fundist brotaþoli gera lítið úr sjálfri sér og vera hissa á því að ákær ði hefði áhuga á henni. Hafi ákærði reynt að láta brotaþola hætta slíku tali. Ákærði hafi reynt að kyssa brotaþola og fundist brotaþoli kyssa sig til baka. Þau hafi haldið áfram að gera meira og meira og ákærði tekið um brjóst brotaþola og strokið þau. Hon um hafi fundist brotaþoli gefa frá sér hljóð sem bentu til þess að hún nyti þessa. Hafi ákærði þá veitt brotaþola munnmök og heyrst hún stynja. Ákærði hafi verið orðinn þreyttur, farið í trúboðastellinguna og síðan í hundastellingu. Sökum þreytu hafi ákærð i síðan lagst á hliðina. Ákærði hafi ekki haft endaþarmsmök við brotaþola. Hann hafi ekki verið með smokk og við sáðlát hafi sæðið farið í rúmið. Síðan hafi ákærði sofnað. Nokkru síðar hafi brotaþoli vakið ákærða og sagt að hann þyrfti að fara. Hafi það ko mið ákærða á óvart. Ákærði hafi fundið fötin sín og klætt sig. Því næst hafi hann hringt á leigubíl. Þau hafi farið saman niður í anddyri og reykt saman á meðan þau biðu eftir bifreiðinni. Þar hafi ákærði sennilega haldið utan um brotaþola. Ákærði hafi far ið heim til sín og sofnað þar en vaknað síðar þennan sama dag og séð sms - skilaboð frá brotaþola um að þau þyrftu að tala saman. Ákærði hafi hringt í brotþola og þau rætt saman. Hafi brotaþoli sagt að þetta hefði ekki farið eins og hún hefði ætlað og að hún hefði drukkið mikið áfengi. Hafi þau ákveðið að segja samstarfsfólki sínu ekki frá því sem gerðist. Brotaþoli hafi spurt ákærða hvort hann hefði verið með smokk við samræðið. Hafi ákærði sagt svo ekki hafa verið og að honum hefði orðið sáðlát í rúmið. Haf i ákærði beðist afsökunar á því að hafa ekki verið með smokk. Að öðru leyti hafi brotaþoli verið nokkuð hress í þessu samtali. Hafi ákærða fundist frekar leiðinlegt að ekki yrði meira úr sambandi þeirra. Þau hafi síðan byrjað að vinna saman. Í upphafi hafi allt verið í góðu lagi en þegar frá leið hafi andinn versnað. Hafi ákærði fundið að brotaþoli forðaðist hann. Á vinnustaðnum hafi verið fótboltaspil. Einu sinni hafi ákærði ætlað að leika það spil með vinnufélaga en ekki tekið eftir því að brotaþoli hafði hallað sér þar sem spilið var. Brotaþoli hafi staðið á fætur er þeir komu inn og farið. Hafi andinn ekki verið góður á milli þeirra þá. Næst þegar vinnustaðarsamkvæmi hafi verið hafi andinn milli þeirra ekki verið góður. Hafi ákærði reynt að ræða við brot aþola en brotaþoli sagt að hún vildi ekki fara heim með ákærða. Samstarfsfélagar hafi komið til þeirra og ákærði því ekki getað rætt þetta frekar. Eftir þetta hafi brotaþoli forðast ákærða. Töluvert löngu síðar hafi framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagt að h ann vildi ræða við ákærða. Hafi ákærði talið að um launaviðtal væri að ræða. Hafi framkvæmdastjórinn sagt í upphafi að samtalið yrði leiðinlegt. Fjármálastjóri fyrirtækisins hafi einnig verið viðstödd. Hafi framkvæmdastjórinn sagt að þau hefðu frétt af atv ikinu og að ákærði hefði brotið gegn samstarfsfélaga. Væri um trúnaðarbrest að ræða. Hafi verið rætt um starfsmannasamkvæmi þar sem umrætt atvik hefði átt að eiga sér stað. Hafi ákærða þá grunað að atvikið tengdist brotaþola og fengið sjokk. Framkvæmdastjó rinn hafi sagt að ákærða yrði sagt upp störfum vegna þessa. Ekki hafi verið hægt að ræða um hlutina, ákærði hafi verið niðurbrotinn og ekki tjáð sig um málið. Hann hafi spurt hvað hann ætti að segja við vini sína og framkvæmdastjórinn sagt að uppsögnina mæ tti skýra með því að um skipulagsbreytingar væri að ræða. Ákærði hafi tekið saman dótið sitt og sagt B vinnufélaga sínum að hann væri að hætta, en þeir hafi deilt skrifstofu. Ákærða hafi síðan verið fylgt út úr fyrirtækinu. Nokkru síðar hafi ákærði fengið vinnu en síðan fengið tölvupóst frá fyrirtækinu um að hann fengi 9 síðan verið kallaður á fund og honum tjáð að fyrrverandi vinnufélagi ákærða hefði bo rið á hann alvarlegar sakir. Spjall í lokuðum hóp hafi farið af stað þar sem ásakanir brotaþola á hendur ákærða hafi verið efnið. Hafi ákærða verið tjáð að hann gæti ekki verið áfram í þessari vinnu. Þetta hafi verið ömurlegt og hafi ákærði leitað til lögf ræðings til að skoða hvað hann gæti gert til að rétta sinn hlut. Hann hafi höfðað vitnamál á hendur brotaþola í því skyni og í kjölfar þess hafi brotaþoli kært ákærða fyrir kynferðisbrot. Ákærði kvaðst ekki hafa brotið gegn brotaþola umrætt sinn. Hann hefð i ekki beitt brotaþola nauðung. Brotaþoli greindi frá því að í lok apríl 2016 hefði hún ráðið sig í vinnu hjá tilteknu fyrirtæki. Áður en hún byrjaði að vinna hefði henni verið boðið að vera með í heimsókn í nýja vinnuaðstöðu fyrirtækisins í fi farið þangað og verið viðstödd þegar aðstaðan var skoðuð. Eftir veruna þar hafi starfsmenn hjá fyrirtækinu. Áfengi hafi verið drukkið þett a kvöld. Eftir að gestir tíndust heim hafi brotaþoli boðið B og ákærða að gista heima hjá sér því brotaþola hafi verið kunnugt um að báðir ættu heima talsvert í burtu og leigubifreið hefði orðið þeim dýr. B hafi ekki viljað gista og ákærði þá verið einn. H afi brotaþola fundist erfitt að segja þá við ákærða að hann gæti ekki gist. Auk þess hafi ákærði talað um að hann ætti kærustu og það hafi róað brotaþola. Þau hafi farið heim til brotaþola. Ákærði hafi verið mjög ör á leiðinni og talað mikið en brotaþoli h afi verið orðin þreytt og viljað fara að sofa. Hafi brotaþoli því strax búið um sófann í stofunni fyrir ákærða til að hann gæti sofið þar og sagt honum að fara að sofa. Brotaþoli hafi sjálf farið að sofa en hún hafi síðan vaknað upp við það að ákærði var a ð hafa við hana samfarir. Hafi hún þá verið orðin nakin. Hún hafi beðið ákærða að stoppa og sagt honum að hún vildi þetta ekki. Þrátt fyrir það hafi ákærði haldið samförunum áfram og meðal annars haft samræði við brotaþola um endaþarm þar sem ákærði lá á b akinu með brotaþola ofan á sér á bakinu. Um tíma hafi hann haldið höndum brotaþola föstum fyrir ofan höfuð hennar Hafi brotaþoli ákveðið að bíða þar til ákærði hefði lokið sér af. Eftir að samræðinu lauk hafi brotaþoli beðið ákærða að fara. Síðar sama dag hafi brotaþoli hringt í ákærða og spurt hann hvort hann myndi hvað hann hefði gert. Hafi ákærði sagt að hann myndi ekki eftir því og beðið brotaþola afsökunar á hegðun sinni. Brotaþoli hafi spurt hann hvort hann hefði notað smokk og sagt honum að það sem h ann hefði gert hefði verið rangt. Brotaþoli hafi verið nýbúin að fá vinnuna og ekki viljað að ákærði greindi neinum frá því sem hefði gerst. Lán hafi hvílt á húsnæði brotaþola og hún þurft á laununum að halda. Hafi hún ekki viljað að neitt spyrðist út. Um átta mánuðum síðar, eða á jólagleði starfsmanna, hafi ákærði komið upp að brotaþola og beðið hana fyrirgefningar á hegðun sinni. Hafi brotaþola fundist ákærði verið miður sín. Hann hafi síðan reynt að faðma brotaþola, en verið mjög ölvaður. Brotaþoli kvaðs t ekki hafa farið til læknis eftir þetta atvik þótt blætt hefði úr endaþarmi hennar. Hafi brotaþoli verið með sár þar lengi á eftir. Þá hafi brotaþoli fengið mar um úlnliði þar sem ákærði hafi haldið henni. Brotaþoli kvaðst hafa sagt vinkonu sinni frá atvi kinu. Vinkonan hafi sagt brotaþola að og eins hafi hún sagt vini sínum, D, frá atvikinu. Brotaþoli kvaðst hafa verið hrædd við að leggja fram kær u. Bakland hennar hafi ekki verið gott á þessum tíma, hún hafi gömul. Eftir atvikið hafi hún verið mjög brotin og einmana og ekki getað rætt við neinn um það. Hafi hún aldrei lent í neinu viðlíka áður. Þá h afi vinnan skipt hana miklu máli vegna framfærslunnar. Brotaþoli hafi svo ákveðið að fara til lögreglunnar árið 2017 og láta bóka um atvikið, en ekki viljað leggja fram kæru þá. Loks hafi brotaþoli ákveðið að hætta í vinnunni því hún hafi ekki lengur getað unnið í návist ákærða. Vinnan hafi verið mjög góð og því hafi brotaþoli átt erfitt með að hætta. Hafi hún viljað segja vinnuveitendum sínum raunverulega ástæðu fyrir því að hún væri að hætta en ekki hafi vakað fyrir henni að ákærði myndi missa vinnuna. Fr amkvæmdastjóri fyrirtækisins, C, hafi átt erfitt með að hlusta á þessa sögu og nokkru síðar sagt brotaþola að ákærða yrði sagt upp vinnunni. Brotaþoli hafi í kjölfar þessa fengið aðra vinnu. Málið hafi haft mikil áhrif á allt líf hennar og hafi útskrift he síðan reynt að koma höggi á brotaþola með því að höfða vitnamál á hendur henni. Það hafi fyllt mælinn og brotaþoli ákveðið að leggja fram kæru. Lífið hafi verið algjör martröð. Nú eigi brotaþol Hún kvaðst innan kynnu að vera ungar stúlkur sem ákærði kynni að brjóta gegn. Framkvæmdastjóri lýsti því að brotaþoli hefði komið að máli við vitnið milli jóla og nýárs 2017 og skýrt frá því að ákærði hefði brotið gegn henni í samkvæmi sem hefði verið haldið í vinnunni. Hafi vitnið spurt 10 brotaþola af hverju hún væri núna að segja frá atvikinu og hafi brotaþoli sagt að hún vildi einungis láta vita af atvikinu. Viku síðar hafi vitnið boðað ákærða á sinn fund og haft fjármálastjóra fyrirtækisins á þeim fundi. Hafi vitnið greint frá því að hafa fengið tilkynningu sem hann liti á sem trúnaðarbrot. Ákærði hafi engu neitað en strax sagt að hann vildi fá að ræða við brotaþola. Hafi það verið áður en vitnið nefndi nafn brotaþola. Fundurinn hafi endað á því að ákærða hafi verið sagt upp störfum. Ákærði hafi ekki mótmælt uppsögninni. Vitnið kvað brotaþola hafa gengið illa í vinnunni eftir þetta tilt ekna samkvæmi. Þegar brotaþoli hafi upplýst um brot ákærða hefði vitnið fengið þá samtengingu sem hafi vantað inn í myndina og um leið skýringu á því af hverju brotaþola hefði gengið svona illa. Brotaþoli hafi verið mjög langt niðri þegar hún sagði vitninu frá brotinu. Hafi hún ekki óskað eftir því að ákærða yrði sagt upp störfum. Henni hafi farið að ganga betur í starfi eftir að ákærði fór af vinnustaðnum. Ákærði hafi spurt hvaða skýring yrði gefin á brotthvarfi hans og hafi vitnið sagt að sú skýring yrði gefin að um væri að ræða skipulagsbreytingar. Hafi vitninu fundist sem ákærði vissi upp á sig sökina. Fjármálastjóri kvaðst hafa frétt af máli ákærða og brotaþola þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefði í upphafi árs 2018 greint vitninu frá málinu. Ha fi framkvæmdastjórinn lýst því þannig að ákærði hefði brotið kynferðislega gegn brotaþola. Þau hafi velt framhaldinu fyrir sér innan fyrirtækisins. Ákveðið hafi verið að segja ákærða upp störfum. Hafi vitnið verið á fundinum þegar það var gert. Hafi vitnið setið með framkvæmdastjóranum þegar rætt var við ákærða. Framkvæmdastjórinn hafi opnað fundinn með því að segja að starfsmaður innan fyrirtækisins hefði sagt ákærða hafa brotið gegn sér. Ákærði hafi brugðist við með því að segja að hann hefði vitað að han n væri í slæmum málum. Hafi hann ekki andmælt ávirðingunum. Ekki hafi þá verið búið að nefna brotaþola á nafn. Hafi ákærði viljað fá að ræða við brotaþola fyrir brottför en það hafi ekki verið heimilað. Rætt hafi verið um að skýra brotthvarf ákærða með ski pulagsbreytingum. Brotaþoli hafi ekki farið fram á að ákærða yrði sagt upp störfum. Vitnið E, að hún hefði verið í því að ákærði hefði verið sér samferða heim þar sem hann hefði átt að fá að gista. Hafi brotaþoli greint frá því að hún hefð i búið um ákærða á sófa og síðan farið að sofa. Hafi hún síðan vaknað við það að ákærði hefði verið að hafa við hana samfarir, gegn vilja hennar. Ákærði hafi ekki hætt þrátt fyrir að brotaþoli hefði beðið hann um það heldur haldið samræðinu áfram, meðal an nars um endaþarm. Vitnið og F hafi hvatt brotaþola til að kæra. Vitnið kvaðst hafa kynnst brotaþola á árinu 2014 og séð breytingu á henni á þessum tíma. Hafi brotaþoli verið langt niðri og tjáð sig um að sér liði oft illa. Þá hafi henni fundist erfitt að m æta í vinnuna þar sem ákærði væri einnig. Vitnið bar að brotaþola liði illa enn í dag. Vitnið F i lýst því þannig að maður hefði brotið gegn sér kynferðislega eftir skemmtun í vinnunni. Maðurinn hafi átt að gista í sófa í stofunni en brotaþoli vaknað upp við að hann hefði verið að hafa samræði við hana. Um hafi verið að ræða samræði um leggöng og end aþarm. Vitnið D , vinur brotaþola, bar að vitnið hefði unnið með brotaþola í fyrirtæki sem brotaþoli hefði ráðið sig til í apríl 2016. Brotaþoli hafi greint vitninu frá umræddu atviki. Brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi á þeim tíma. Samtalið hafi farið fram á skrifstofu vitnisins. Vitnið kvaðst hafa haft samband við Stígamót til að leita upplýsinga um hvernig best væri að styðja þolendur kynferðisafbrota. Í framhaldi hafi vitnið reynt að styðja brotaþola með því að vera í meira sambandi og hjálpa eins og unnt væri. Hafi vitnið fengið þau ráð að þrýsta ekki á brotaþola. Vitnið hafi tekið eftir ákveðnum breytingum í háttum brotaþola áður en hún greindi frá atvikinu. Hafi það komið heim og saman við að brotaþoli hefði lent í einhverri lífsreynslu eins og kyn ferðisbroti. Hafi það verið hlutir eins og óvenjuleg samskipti á milli ákærða og brotaþola á kaffistofu í vinnunni. Til að mynda hafi ákærði eitt sinn beðið brotaþola að rétta sér salt og hafi hún gert það án þess að horfa á ákærða. Á jólagleði sem hafi ve Hafi ákærði verið bæði ölvaður og grátandi. Vitnið B kvað ákærða og brotaþola hafa unnið á sama stað og vitnið. Einhverju sinni hafi starfsmenn verið að skoða nýjar skrifstofur fyrirtækisins og þá hafi brotaþoli ekki verið byrjuð að vinna hjá fyrirtækinu. 11 Starfsfólkið hafi farið á veitingastað eftir skoðuni na. Þegar vitnið og annað starfsfólk hafi verið að fara heim og verið að bíða eftir leigubíl hafi brotaþoli spurt vitnið hvort hann vildi gista. Hafi vitnið afþakkað boðið en ákærði þá gefið sig fram og sagt að hann vildi þiggja boðið. Myndi vitnið eftir þ ví að hafa á sínum tíma þótt framkoma ákærða óviðeigandi því vitninu hefði verið boðin gistingin. Ári eftir þetta hafi brotaþoli lýst fyrir vitninu hvað hefði gerst þessa nótt. Fyrrverandi kærasta ákærða kvaðst hafa hætt með honum sumarið 2019. Ákærði haf i lýst því fyrir vitninu að hann hefði brotið gegn fyrrverandi samstarfsmanni sínum. Hafi ákærði verið drukkinn eftir samkvæmi og tekið líkamstjáningu brotaþola sem samþykki fyrir samræði. Hafi ákærða ekki orðið ljóst fyrir en síðar að samþykki hefði ekki legið fyrir. Ráðgjafi hjá Stígamótum staðfesti vottorð vegna komu brotaþola til Stígamóta. Brotaþola hafi liðið mjög illa við komu. Hafi hún verið með mikinn kvíða, sem einkenni oft mál af þessum toga. Geðlæknir sem ritaði vottorð vegna brotaþola kom fyr ir dóminn. Fram kom að brotaþoli hefði tjáð sig um brotið. Hafi kvíði og þunglyndi einkennt líðan hennar. Henni hafi liðið mjög illa. Sálfræðingur sem ritaði vottorð vegna brotaþola lýsti því að brotaþoli væri enn í viðtölum. Alls hefði brotaþoli komið sautján sinnum til vitnisins, en um væri að ræða sjö skipti eftir að vottorðið var ritað. Umrætt kynferðisbrot ætti stærstan þátt í vanlíðan brotaþol a. Á sínum tíma hafi vitnið talið að eldra samband brotaþola hefði haft töluverð áhrif á líðan hennar en væri þess fullviss nú að kynferðisbrotið vægi þyngst. Væri brotaþoli með áfallastreituröskun vegna þess. Líðanin vegna fyrra sambands væri liðin hjá en eftir sæti líðanin vegna kynferðisbrotsins. Brotaþoli hafi verið trúverðug í frásögn sinni og samkvæm sjálfri sér. Niðurstaða: Samkvæmt ákæru er ákærða gefið að sök að hafa að næturlagi eða snemma morguns í apríl 2016, ], haft samræði við brotaþola, sem hafi legið sofandi í rúmi sínu og ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar, og eftir að brotaþoli hafi vaknað beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft við hana endaþarmsmök, meðal annars með því að halda henni fastri. Er þetta talið varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði krefst aðallega frávísunar. Reisir ákærði frávísunarkröfuna á því að málsmeðferðin hafi verið ámælisverð og farið gegn rétti ák ærða til réttlátrar málsmeðferðar. Í 1. málsl. 2. mgr. 53. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé kveðið á um að ákærendur skuli vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós. Markmið rannsóknar samkvæmt 53. gr. laganna s é að afla nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til saka, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar fyrir dómi. Ákærði hafi verið boðaður þrisvar í skýrslutöku, sem hann hafi mætt í með lögmanni sínum. Í fyrri tvö skiptin hafi lögreglufulltrúi ákveðið að hætta við að láta skýrslutöku fara fram þegar sakborningur hafi krafist þess að fá að vita sakarefnið. Í þriðju yfirheyrslunni hafi verið lögð fram bókun af hálfu verjanda. Þrátt fyrir þa ð hafi ákærða ekki verið kynnt sakarefnið með tilhlýðilegum hætti. Í ákvæði 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, komi skýrlega fram í a - lið að sá sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi skuli án tafar, á máli sem hann skilj i, fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sæti. Þá komi fram í ákvæði 28. gr. laga nr. 88/2008 sá réttur sakbornings að fá upplýsingar um sakarefnið áður en skýrsla verði tekin af honum og í samræmi við það sé lögreglu skylt að g era honum grein fyrir því við upphaf skýrslutöku, sbr. 1. mgr. 64. gr. sömu laga. Ekki hafi verið gætt að þessum lágmarksrétti við meðferð málsins hjá lögreglu og ákæranda. Í 108. gr. laga nr. 88/2008 sé mælt fyrir um þá meginreglu að sönnunarbyrði hvíli að jafnaði á ákæruvaldinu. Rannsókn eigi að vera að fullu lokið þegar ákæra sé gefin út, sbr. 1. mgr. 53. gr. og 1. og 2. mgr. 57. gr. sömu laga. Málið hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Hafi ákærða ekki gefist færi á að koma að sínum sjónarmiðum við ra nnsókn málsins. Sá háttur að vísa einungis í hegningarlagaákvæði við upphaf yfirheyrslu sakbornings geti ekki talist fullnægjandi. Ákærða hafi aldrei verið kynnt sakarefnið með fullnægjandi hætti, þrátt fyrir að hann hafi ítrekað reynt að fá upplýsingar um það. Ákæruvaldið hefur mótmælt frávísunarkröfu ákærða. Hafi ákærða verið kynnt sakarefnið með nægjanlega greinargóðum hætti í yfirheyrslu 16. ágúst 2019. 12 Samkvæmt gögnum málsins mætti ákærði til skýrslugjafar hjá lögreglu 19. júlí 2019. Í skýrslu lögre glu er skráð að heiti brots sé kynferðisbrot, nauðgun. Skýrslutaka hefst kl. 14:18 og er lokið kl. 14:22. Óskar ákærði eftir því að tilgreindur lögmaður verði tilnefndur verjandi ákærða. Næst mætti ákærði á lögreglustöð 26. júlí 2019 og mætir þá með ákærða Einar Gautur Steingrímsson lögmaður. Skýrslutaka hefst kl. 14:20 og er lokið kl. 14:24. Aftur óskar ákærði eftir því að tilgreindur lögmaður verði tilnefndur verjandi hans. Aftur er fært í skýrsluna að brotið sé kynferðisbrot, nauðgun. Ákærði er í þriðja sinn mættur í skýrslutöku hjá lögreglu 16. ágúst 2019. Þá mætir með ákærða hinn tilgreindi lögmaður sem tilnefndur er verjandi ákærða. Skýrslutaka hefst kl. 09:02 og er lokið kl. 09:11. Í upphafi skýrslutökunnar er ákærða gerð grein fyrir því að málið varð i kæru brotaþola á hendur ákærða frá 4. júní 2019 vegna kynferðisbrots sem framið hafi verið þann 20. apríl 2019 að heimili brotaþola í . Í skýrslutökunni áréttar rannsóknarlögreglumaður að umrætt brot sem sé til rannsóknar geti varðað við 194. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði svaraði engum spurningum rannsóknarlögreglumanns heldur nýtti sér rétt sinn til að tjá sig ekki. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr., sbr. 1. mgr. 64. gr., laga nr. 88/2008 á sakborningur rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur. Ákærða var kynnt sakarefnið í upphafi skýrslutökunnar 16. ágúst 2019. Engin skýrsla var tekin af ákærða í hin tvö skiptin. Að því verður að gæta að skýrslutaka af sakborningi fer jafnan þannig fram að hann gefur sjálfstæða frásögn í upphafi, en síðan er framburður brotaþola borinn undir hann á síðari stigum. Verður ekki séð að um slíkt frávik hafi verið að ræða frá rétti sakbornings í máli þessu til að fá upplýsingar um kæruefnið að varði frávís un málsins frá dómi. Ákærði neitar sök og krefst sýknu á þeim grundvelli að hann hafi ekki brotið kynferðislega gegn brotaþola og hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna sök ákærða. Kveðst ákærði hafa farið heim með brotaþola umrætt sinn, í hennar boði, og um nóttina haft samræði við hana með hennar vilja. Þau hafi ekki haft endaþarmsmök. Brotaþoli hefur lýst því fyrir dóminum að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi verið að hafa samræði við hana. Brotaþoli hafi beðið ákærða að hætta, en hann hafi ekki g ert það. Hafi ákærði beitt brotaþola þvingunum og m.a. haldið um hendur hennar. Hann hafi þvingað brotaþola til endaþarmsmaka. Brotaþoli lýsti því að hún hefði ætlað að reyna að lifa með þessum atburði án þess að kæra hann til lögreglu og sótt sér margs ko nar aðstoð í því tilliti. Að endingu hafi hún ákveðið að kæra, en það hafi verið eftir að ákærði höfðaði vitnamál á hendur henni til að gera tilraun til að hreinsa sig af orðrómi um að hann hefði brotið gegn brotaþola. Brotaþoli var trúverðug undir meðför um málsins og var innbyrðis samræmi hjá henni um öll meginatriði þess. Var augljóst við skýrslutökuna fyrir dómi að mjög fékk á brotaþola að lýsa atvikinu. Ýmis atriði, sem fram hafa komið undir rannsókn og meðförum málsins, styðja framburð brotaþola. Þann ig voru ákærði, brotaþoli og öll þau vitni sem komu fyrir dóminn á einu máli um að töluvert áfengi hefði verið drukkið á veitingastaðnum þetta kvöld og þessa nótt og því velflestir undir áhrifum áfengis. Vitnið B kvað brotaþola hafa boðið vitninu að gista, en þegar vitnið hefði ekki þegið boðið hefði ákærði gengið inn í boðið á hátt sem vitninu hefði þótt óviðeigandi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem brotaþoli var að byrja að vinna hjá bar um að brotaþola hefði gengið illa í vinnu eftir að hún hóf störf þ annig að framkvæmdastjórinn hefði tekið eftir því. Eftir að brotaþoli hefði greint framkvæmdastjóranum frá umræddu atviki hefði hann fundið tenginguna við slæmt gengi brotaþola í vinnunni. Eftir að ákærði hætti störfum hefði brotaþola farið að ganga betur. Framkvæmdastjórinn bar síðan að ákærði hefði ekki neitað þessum ávirðingum er hann hefði borið þær upp við hann, eins og hann hefði vitað upp á sig skömmina. Fjármálastjóri fyrirtækisins sem einnig var stödd á sama fundi staðfesti þetta. Þá hafa komið fyr ir dóminn þrjú vitni sem öll voru vinir brotaþola. Báru þau um breytta líðan brotaþola eftir atvikið og hefði henni farið að líða mjög illa. Þá lýsti vitnið D því að hafa tekið eftir stirðum samskiptum ákærða og brotaþola í vinnunni og hefði brotaþoli t.a. m. ekki litið til ákærða er hún hefði, að beiðni hans, rétt honum salt á kaffistofunni. Loks bar þetta vitni um að ákærði hefði beðið brotaþola afsökunar á jólaskemmtun sem haldin var í fyrirtækinu í lok þess árs sem atvikið átti sér stað. Að síðustu er þe ss að geta að sálfræðingur hefur rakið áfallastreituröskun er brotaþoli greindist með til þessa atburðar. 13 Ákærði var í sjálfu sér ekki ótrúverðugur þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi, þó svo sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ. Hann kaus að tjá sig e kki hjá lögreglu. Til hins er að líta að þau sönnunargögn sem vísað er til hér að framan styðja eindregið framburð brotaþola, sem lagður verður til grundvallar niðurstöðu í málinu. Með því er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft samræði við bro taþola umrætt sinn þar sem brotaþoli lá sofandi í rúmi sínu og gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar og eftir að brotaþoli vaknaði beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft við hana endaþarmsmök. Fyrri hluti háttsem innar varðar við 2. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940, en sá síðari við 1. mgr. sama ákvæðis. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur [...] 1991. Hann hefur ekki áður gerst sekur um ref siverða háttsemi svo kunnugt sé. Ákærði hefur hér fyrir dómi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Á hann sér engar málsbætur. Með hliðsjón af þessu, sbr. og 1., 2., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940, og því að nokkuð er um liðið síðan brotið var fra mið er refsing ákærða ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 5.000.000 króna, auk vaxta. Um bótagrundvöll er vísað til 26. gr. laga nr. 50/1993. Miðað við framlögð vottorð hefur brotaþoli glímt við mikinn miska eftir atvikið. Þurfti hún meðal annars, vegna nærveru ákærða, að hætta í vinnu sem hún nýlega hafði ráðið sig í. Þá er tímabil þjáninga langt, en fram kom fyrir dóminum að hún glímir enn við afleiðin gar brotsins. Á hún því rétt á miskabótum vegna saknæmrar og ólögmætrar hegðunar ákærða. Eru miskabætur ákveðnar 3.000.000 króna. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti og málsvarnarþóknun verjanda og þóknun rétt argæslumanns sem í dómsorði greinir. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Katrín Hilmarsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Þröstur Thorarensen, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Ákærði greiði A miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 26. apríl 2016 til 7. júní 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. söm u laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 3.677.362 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Þorsteinssonar lögmanns, 2.156.360 krónur, verjandaþóknun Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns 321.160 krónur og r éttargæsluþóknun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 1.018.970 krónur.