LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 12. október 2020. Mál nr. 559/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ásmundur Jónsson saksóknarfulltrúi ) gegn X (Guðni Jósep Einarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Haldlagning . Útdráttur X kærði úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu hans um að L yrði gert að aflétta haldi á nánar tilgreindri bifreið. Í úrskurði Landsréttar kom fram að þegar litið væri til þess að umfang gagna sem L hefði haft til rannsóknar væri ekki mikið og til þess að forræði X yfir eignum hans hefði verið skert þætti aðfinnsluverður sá tími sem hefði liðið frá því rannsókn hófst og þar til skýrsla var tekin af X. Hins vegar mátti ráða af gögnum málsins að rannsókn stæði yfir og væru frekari tafir ekki fyrirsjáanlegar. Var því ekki talið að slíkur dráttur hefði orðið á rannsókn málsins að til greina kæmi að fella haldlagningu bifreiðarinnar úr gildi. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Davíð Þó r Björgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 3. október 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. október 2020 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 1. október 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að sóknaraðila yrði gert að aflétta haldi á bifreiðinni SM - F15. Kæruheimild er í g - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að haldlagningu bifreiðarinnar verði aflétt. Niðurstaða 4 Málsatvikum er lýst í hinum kærða úrskurði. Eins og þar greinir lagði lögregla hald á umrædda bifreið í þágu rannsóknar máls þar sem varnaraðili var grunaður um húsbrot og hótanir. Í kjölfarið hófst sjálfstæð rannsókn á mögulegu peningaþvætti varnaraðila 2 og hefur sóknaraðili neitað að aflétta haldi á bifreiðinni með vísan til þess að skilyrði 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt, en þar segir meðal annars að leggja skuli hald á muni ef ætla megi að þeir hafi sönnunargildi í sakamáli, að þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða að þeir kunni að ver ð a gerðir upptækir . Byggir varnaraðili einkum á því að aflétta beri haldi þar sem óhóflegur d ráttur hafi verið á rannsókn málsins. 5 Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar ber öllum réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli , sbr. einnig 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er í 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 kveðið á um skyldu þess sem rannsakar sakamál að hraða málsmeðferð eftir því sem kostur er. Sérstök þörf er á að málsmeðferð sé hraðað þegar sakborningur sætir þvin gunaraðgerðum eða öðrum íþyngjandi aðgerðum sem takmarka frelsi hans eða forræði yfir eignum sínum, en þeir sem annast rannsókn sakamáls skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert meira tjón, óhagræði eða miski en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur , sbr. 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. 6 Rannsókn þessa máls hófst 16. mars 2020. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness 20. mars 2020 var fjármálastofnunum gert að láta sóknaraðila í té upplýsingar um banka - og kortaviðskipti varnaraðila. Í málinu liggur fyrir greining á þeim gögnum dagsett 10. september 2020, en tekin var skýrsla af varnaraðila 11. september sama ár. Þegar litið er til þess að umfang gagna um fjármál varnaraðila, sem sóknaraðili hefur haft til rannsóknar, er ekki mikið og til þess að forræði va rnaraðila yfir eignum hans hefur verið skert þykir aðfinnsluverður sá tími sem leið frá því rannsókn hófst og þar til skýrsla var tekin af varnaraðila. Hins vegar má ráða af gögnum málsins að rannsókn þess standi nú yfir og eru frekari tafir ekki fyrirsjáa nlegar. Verður því ekki talið að slíkur dráttur hafi orðið á rannsókn málsins að til greina komi að fella framangreinda haldlagningu úr gildi. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðaror ð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 1. október 2020 Mál þetta hófst með því að dómnum barst krafa frá sóknaraðila 22. september sl., og var málið tekið til úrskurðar 24. september sl. að loknum munnlegum málflutningi. S óknaraðili er X, kt. [...], með lögheimili í . Varnaraðili er lögreglustjórinn á Suðurnesjum, kt. 501106 - 0540, Brekkustíg 39, 230 Reykjanesbæ. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að aflétta haldlagningu á bifreið sóknaraðila af gerðinni [ ...], með forskráningarnúmerið [...]. 3 Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila um afléttingu á haldlagningu á framangreindri bifreið sóknaraðila verði hafnað. I Sóknaraðili var handtekinn þann 16. mars 2020 vegna gruns um húsbrot og hótanir í Reykja nesbæ. Við rannsókn málsins, nr. 008 - 2020 - [...], kom í ljós að meintir gerendur höfðu komið á bifreiðunum [...] og [...], báðum í eigu sóknaraðila. Í þágu rannsóknar málsins voru bifreiðarnar haldlagðar og fluttar á lögreglustöð. Við leit í bifreiðunum fun dust meðal annars farsímar, hafnaboltakylfa, afsöguð haglabyssa og haglaskot. Sóknaraðili fékk bifreiðina [...] afhenta en var neitað um afhendingu á bifreiðinni [...], á þeim forsendum að hafin væri sjálfstæð rannsókn lögreglu á meintu peningaþvætti sókna raðila, mál nr. 008 - 2020 - [...]. II Sóknaraðili vísar til þess að frá því að rannsókn á máli nr. 008 - 2020 - [...] hófst hafi lítil sem engin vinna verið lögð í það af hálfu varnaraðila að rannsaka málið. Sóknaraðili hafi í tölvupósti til rannsóknarlögreglumanns þann 28. apríl 2020 óskað eftir því að tekin yrði skýrsla af sóknaraðila, og að honum yrði gefinn kostur á því að leggja fram gögn ef með þyrfti til að sanna uppruna fjármuna sem tengjast bifreiðinni. Þrátt fyrir það hafi ekki verið tekin skýrsla af sóknaraðila fyrr en 11. september sl., eða um sex mánuðum eftir að bifreiðin var haldlögð. Fengin hafi verið heimild Héraðsdóms Reykjaness til þess að skoða fjármál sóknaraðila hér á landi, og fram farið fjármálagreining sem hafi eingöngu náð til bankareikninga og tekna sóknaraðila hér á landi , með greiningu á einu íslensku skattframtali fyrir framtalsárið 2018. Ekki væri að sjá að nokkrar rannsóknaraðgerðir hefðu átt sér stað sem miðuðu að því að upplýsa um fjármál sóknaraðila í , þar sem hann væri búsettur. Sóknaraðili hafi gefið skýringar á öllum þeim innlögnum sem fram komi í gögnum, og að kaup á bifreiðinni hafi verið fjármögnuð með fjármagni sem kom frá föður hans. Um alhæfingu varnaraðila væri að ræða að þær innlagnir tengdust mögulega fíkniefnum, og að hagnaður sóknaraðila vegna þeirr a innlagna nemi 6.926.450 krónum. Sóknaraðili byggir á því að ekkert geti réttlætt þann drátt sem hafi orðið á rannsókn málsins, og sú skýrsla sem liggi fyrir sé haldlítið gagn um raunverulegar fjárreiður sóknaraðila. Fram komi í skýrslu varnaraðila að só knaraðili hafi ekki getað framvísað gögnum um kaup á bifreiðinni. Sóknaraðili hafi hins vegar haft meðferðis skráningargögn bifreiðarinnar frá þar sem fram komi að hann sé eigandi bifreiðarinnar. Honum hafi eftir viðtal við tollverði og lögreglu verið heimilað að halda áfram för sinni til landsins með Norrænu, og ekki verið krafinn um kaupsamning eða kvittanir fyrir kaupum á bifreiðinni. Þá telur sóknaraðili að verðmæti bifreiðarinnar sé allt annað og lægra en varnaraðili telji eða nær fjórum milljónum króna á gengi á kaupdegi, í stað 8 - 9 milljóna eins og varnaraðili miði við. Sé til þess að líta að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu varnaraðila til að renna stoðum undir þær ályktanir varnaraðila að sóknaraðili hafi fjármagnað bifreiðakaupin með hagnaði af skipulagðri brotastarfsemi með sölu á fíkniefnum. Sóknaraðili hafi ekki fengið stöðu grunaðs í slíkum málum, hvorki hér á landi eða í . Sóknaraðili telur ljóst að ef til stendur af hálfu varnaraðila að halda rannsókn málsins áfram með þeim hætti sem áskilið sé í lögum um meðferð sakamála, eigi sú rannsókn eftir að dragast enn frekar, og því ljóst að um óþarfa drátt sé að ræða. Sóknaraðili hafi þurft með miklum eftirgangi að fá gögn afhent, sem hann eigi rétt á samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/200 8, og með því hafi varnaraðili komið í veg fyrir að sóknaraðila gæfist kostur á því að fylgjast með rannsókn málsins eins og réttur hans stæði til, sbr. 5. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. Þannig hafi varnaraðili staðið í vegi fyrir því að sóknaraðila væri g ert kleift að bregðast við með upplýsingum, t.d. um fjármögnum bifreiðarinnar. Þar sem varnaraðili hafi ekki haldið rannsókn málsins áfram með eðlilegum hætti og ekki ráðist í nauðsynlegar aðgerðir hafi varnaraðili brotið gegn rétti sóknaraðila, sbr. 2. mg r. 53. gr. laga nr. 88/2008, en jafnframt beri varnaraðila skv. 3. mgr. sama ákvæðis að gæta þess að sóknaraðila sé ekki gert meira tjón, óhagræði eða miski en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur. Sóknaraðili verði fyrir tjóni þar sem hann þurfi að gr eiða lögboðin gjöld af bifreiðinni, og verðmæti hennar fari lækkandi. 4 Sóknaraðili telur ljóst að sú málsmeðferð sem mál þetta hafi fengið gangi í berhögg við skyldur varnaraðila, sérstaklega þar sem um íþyngjandi rannsóknarúrræði sé að ræða sem skerði rét t sóknaraðila til eigna sinna. Hefði því borið að flýta rannsókn þessa máls, og ekki stoði fyrir varnaraðila að vísa til sumarleyfa eða ástandsins í þjóðfélaginu vegna Covid 19. Vegna dráttar á rannsókn málsins beri að taka kröfu sóknaraðila til greina og leggja fyrir varnaraðila að aflétta haldi á bifreið sóknaraðila, óháð því hvort skilyrði hafi verið til haldlagningar á bifreiðinni við upphaf rannsóknar. Fái réttur sóknaraðila jafnframt stoð í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannrétt indasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. III Varnaraðili ber í sinni greinargerð að við rannsókn máls nr. 008 - 2020 - [...] hafi komið í ljós að sóknaraðili hafi ekki verið með tekjur hérlendis síðustu fimm árin. Í ljósi þessa hafi það vakið athygli lögre glu hvernig sóknaraðili hefði getað fjármagnað kaupin á bifreiðinni [...], en að mati lögreglu megi áætla virði bifreiðarinnar á bilinu átta til níu milljónir króna að teknu tilliti til aldurs og tegundar. Þá hafi legið fyrir að sóknaraðili hafi þann . júní 2019 verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þriggja ára óskilorðbundið fangelsi vegna stórfellds fíkniefnalagabrots, sbr. meðfylgjandi sakavottorð sóknaraðila. Með vísan til þessa hafi verið tekin ákvörðun um að hefja sjálfstæða rannsókn á meintu peni ngaþvætti sóknaraðila á Íslandi, sbr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og um það stofnað mál nr. 008 - 2020 - [...]. Í þágu rannsóknar málsins hafi fyrrnefnd bifreið verið haldlögð og þá hafi fjármálastofnunum verið gert að láta varnaraðila í té al lar upplýsingar um bankareikninga, bankahólf, gjaldeyrisviðskipti og rafrænar peningasendingar, til og frá sóknaraðila, á tímabilinu 1. janúar 2018 til úrskurðardags, með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, dags. 20. mars 2020, í máli nr. R - /2020. Í framhal di þess hafi gögnin verið rýnd af sérfræðingi lögreglu, sbr. framlagða fjármálagreiningu lögreglu. Frumniðurstaða þeirrar greiningar væri sú að lífeyrir sóknaraðila væri neikvæður um 12.302.765 krónur, þar af hafi hreinn hagnaður af innlögnum frá ýmsum aði lum numið 6.926.450 krónum. Þann 11. september sl. hafi sóknaraðili verið yfirheyrður vegna málsins, sbr. meðfylgjandi framburðarskýrslu. Það sé mat lögreglustjóra að sá framburður sóknaraðila sé ekki trúverðugur. Varnaraðili bendir á að sóknaraðili hafi e ngin gögn lagt fram um lögmætan uppruna fjármuna til kaupa á bifreiðinni, þrátt fyrir boð hans um slíkt í tölvupósti þann 28. apríl 2020. Þannig hafi sóknaraðili ekkert lagt fram um það með hvaða hætti og hvað hann hafi greitt fyrir bifreiðina, þrátt fyrir að honum væri það í lófa lagið, til þess að sannreyna fullyrðingar hans og auðvelda rannsóknina, s.s. kaupsamning og/eða upplýsingar um fjármögnun kaupanna. Varnaraðili áréttar að rannsókn málsins snúi að meintu peningaþvætti hér á landi, en ekki í . Varnaraðili kveður rannsókn málsins vera í fullum gangi, og hafi hún ekki legið niðri. Sex mánuðir teljist ekki langur tími, og þá verði að líta til þess að um sumarleyfistíma sé að ræða og einnig verði að líta til almenns ástands vegna Covid - 19, sem hafi einnig komið niður á starfsemi varnaraðila. Varnaraðili telur að háttsemi sóknaraðila kunni að falla undir brot á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, einkum 264. gr. Rannsókn lögreglu beinist að því hvort og að hve miklu leyti það fjármagn sem sóknaraðil i hafi haft í umráðum sínum á tilgreindu tímabili sé ávinningur refsiverðra brota. Verið sé að yfirheyra vitni og bera saman gögn og framburð. Varnaraðili byggir dómkröfu sína á IX. kafla laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, einkum 1. mgr. 68. gr. og 72. gr. laganna. Telur varnaraðili ljóst, sbr. framangreinda umfjöllun, að bifreiðin, sem krafa sóknaraðila lúti að, falli undir öll þau viðmið sem nefnd séu í umræddum lagaákvæðum, þ.e. að bifreiðin kunni að verða gerð upptæk með dómi, hún hafi sönnunargildi í sakamáli, og kunni að hafa verið aflað á refsiverðan hátt. Varðandi heimild til þess að gera muni upptæka með dómi vísar varnaraðili m.a. til 69. gr. og 69. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Varnaraðili telur skýrt miðað við stöðu mála á þessu stigi að sú bifreið sem hér um ræðir falli undir þau viðmið sem í ákvæðunum séu sett fram, og að þau gögn sem sóknaraðili hafi lagt fram, önnur en rannsóknargögn, hafi ekki þýðingu í málinu. Áréttað sé að verjanda sóknaraðila hafi verið afhent öll þau gög n sem unnt sé að afhenda að svo stöddu og þá hafi varnaraðili lagt sig fram við að koma til móts við sóknaraðila, sbr. afrit meðfylgjandi tölvupóstsamskipta. 5 IV Mál þetta barst dóminum með vísan til 3. mgr. 69. gr., sbr. 2. mgr. 102. gr., laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, en samkvæmt þeim ákvæðum getur eigandi eða vörsluhafi munar, sem lögregla hefur lagt hald á, borið lögmæti haldlagningar undir dómara. Sóknaraðili byggir einkum á því að vegna dráttar varnaraðila á rannsókn málsins beri að aflétta ha ldlagningu bifreiðarinnar [...], óháð því hvort skilyrði hafi verið til haldlagningar við upphaf rannsóknar málsins. Vísar sóknaraðili í því sambandi til 2. og 3. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008, um að þeir sem rannsaki sakamál skuli gæta þess að mönnum verð i ekki gert meira tjón, óhagræði eða miski en óhjákvæmilegt sé. Þau sjónarmið koma fram í dómum Hæstaréttar, sbr. mál nr. 682/2011 - 685/2011, að brot á málshraðareglu geti eitt og sér leitt til þess að aflétta beri haldi. Er þá áskilið að dráttur á rannsók n máls sé umtalsverður og með því sé brotið gegn ákvæðum 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Samkvæmt lögregluskýrslu í máli nr. 008 - 2020 - [...] var bifreiðin haldlögð 16 mars sl. Í tengslum við þ að mál var varnaraðila með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness heimilað þann 20. mars 2020 að afla upplýsinga um fjármál sóknaraðila. Mál nr. 008 - 2020 - [...], meint peningaþvætti sóknaraðila, var stofnað upp úr fyrra máli, þótt ekki liggi fyrir nákvæm dagsetning þess. Verður við það að miða að rannsókn þess máls hafi í raun hafist þann 16. mars 2020. Þá þykir ljóst af gögnum málsins að varnaraðili hafi aflað gagna um fjármál sóknaraðila. Fjármálagreining er síðan lögð fram í skýrslu, dags. 10. september 2020, og skýrsla var tekin af sóknaraðila degi síðar. Við þær aðstæður að munir hafa verið haldlagðir í tengslum við rannsókn sakamála, sérstaklega munir sem kunna að rýrna í verði og sóknaraðili ber kostnað af meðan á haldlagningu stendur, verður að gera þá kröfu til þeirra sem rannsaka mál að rannsókn málsins verði flýtt eins og kostur er. Af framlögðum gögnum verður ekki séð að málið, eins og það liggur nú fyrir, sé mjög umfangsmikið. Þá leið nokkur tími frá því að málið hófst og þar til sóknaraðili var kallaður til að gefa framburðarskýrslu. Kann hér að skipta máli sumarleyfi hjá starfsmönnum varnaraðila og aðrar aðstæður eins og Covid 19. Hins vegar verður með vísan til þess sem að framan er rakið að telja að dráttur á rannsókn ætlaðra brota sóknaraðila sé ekki það umtalsverður að í bága fari við fyrrgreind ákvæði stjórnarskrár og laga. Samkvæmt 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008 skal leggja hald á muni ef ætla má að þeir hafi sönnunargildi í sakamáli, að þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða að þeir kun ni að verða gerðir upptækir. Í 72. gr. laganna segir að aflétta skuli haldi þegar þess sé ekki lengur þörf og í síðasta lagi þegar máli er endanlega lokið nema ákvæði a - til c - liðar 1. mgr. greinarinnar eigi við. Varnaraðili byggir á því í sinni greinarge rð að skýrt sé miðað við stöðu mála að öll framangreind tilvik 68. gr. laga nr. 88/2008 eigi við um haldlagningu á bifreið sóknaraðila. Verður því að ætla að sterklega komi til greina af hálfu varnaraðila að gerð verði krafa um að tilgreind bifreið verði g erð upptæk með dómi. Með vísan til þessa verður að hafna kröfu sóknaraðila um afléttingu á haldlagningu á bifreiðinni [...]. Ekki kom fram krafa um greiðslu málskostnaðar. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. ÚRSKURÐARORÐ Kröfu sóknaraðila um að aflétta haldi varnaraðila á bifreiðinni [...] vegna máls nr. 008 - 2020 - [...] er hafnað.