LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12 . október 2018. Mál nr. 303 /2018: Ákæruvaldið ( Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari) gegn X (Kristján Stefánsson lögmaður) Lykilorð Útivist. Ómerking héraðsdóms. Heimvísun. Útdráttur X var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti ævilangt og undir áhrifum áfengis. Í héraði var farið með málið sem útivistarmál og X gerð sektarrefsing. Í dómi Landsréttar kom fram að ák æra hefði verið birt á heimili X fyrir lögreglumanni sem en g in tengsl hafði við X , dvaldi ekki á lögheimili hans og hittist þar ekki fyrir, heldur var þar staddur eingöngu í þeim tilgangi að birta ákæru. Þá væri ágreiningslaust að fyrirmælum 4. málsliðar 2. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hefði e kki verið fylgt í kjölfar birtingar. Lögmæt birting ákæru hefði því ekki farið fram og voru því ekki talin skilyrði til þess að leggja dóm á málið að X fjarstöddum samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og málinu v ísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Jón Finnbjörnsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands með áfrýjunarstefnu 18. desember 2017. Gögn málsins bárust Landsrétti 21. mars 2018 . Með vísan til 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 o g 4. gr. laga nr. 53/2017, er málið reki ð fyrir Landsrétti . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra 27. okt . 2 Endanleg kröfugerð ákæruvaldsins er að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað. Til vara er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd og áréttuð verði ævilön g ökuréttarsvipting hans. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. 3 Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði felldur úr gildi og ákæru vísað frá héraðsdómi en til vara að málinu verði vísað frá Landsrétti. Til þrautavara 2 krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Mál þetta var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra 21. júlí 2017, þar sem ákærða er gefið að sök að hafa laugardaginn 24. júní 2017 ekið bifreið sviptur ökurétti ævilangt og undir áhrifum áfengis eftir . Var háttse mi ákærða heimfærð til 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 5 Héraðsdómur gaf út fyrirkall 20. september 2017 til ákærða, sem sagður var til . Þar var tekið fram að málið yrði tekið fyrir á d ómþingi 24. október sama ár þar sem málið yrði þingfest. Var ákærði ,,kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða sótt þing af hans hálfu mætti hann búast við að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann væri ákærður fyrir og dómur lagður á málið að honum fjarstöddum. 6 Ákæra ásamt fyrirkalli var birt á heimil 12. október 2017. Í birtingarvottorði er þess getið að ák æra hafi verið birt fyrir A , en hann gegnir starfi lögreglumanns . Þá er þess getið að sá maður hafi engin tengsl við ákærða. 7 Við þingfestingu málsins 24. október 2017 var bókað í þingbók að ákærði væri ekki h efði ekki boðað forföll . T eldi dómari framlögð gögn nægileg og eigi þörf á að færa fram frekari sönnunargögn í málinu. Var málið dómtekið samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og hinn áfrýjaði dómur kveðinn upp 27. október sama ár. Í dóminum er ranglega hermt að fyrirkall og ákæra hafi verið birt ákærða sjálfum. 8 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var lögð fram af hálfu ákæruvaldsins upplýsingaskýrsla lögreglustjórans á Suðurlandi 27. september 2018 um birtingu ákæru í málinu. Þar grei nir að B rannsóknarlögregl umaður hafi ásamt A lö í þeim erindagjörðum að birta ákærða fyrirkall í máli þessu. En og reynt hafi verið að hafa samband við ákærða símleið is, án árangurs. Hafi því B b irt ákæru fyrir lögreglumanninum sem með honum . Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að afhenda ákærða fyrirkall og ákæru hefði það ekki tekist. Niðurstaða 9 Samkvæmt 1. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 skal ákæra ásamt fyrirkalli birt fyrir ákærða sjálfum, sé þess kostur, en annars fyrir lögmanni hans eða öðrum lögráða manni sem fengið hefur skriflegt umboð frá honum til að taka við birtingu ellegar fyrir heimilismanni eða öðrum sem dvelur eða hittist fyrir á skráðu lögheimili hans. Í 2. mgr. sömu greinar segir að ef ákæra er birt öðrum en ákærða sjálfum beri þeim sem við ákæru tekur að koma afriti ákæru í hendur ákærða, að viðlagðri sekt, en sé þess 3 ekki kostur þá í hendur þess sem telja má líklegasta n til að ko ma afriti til skila í tæka tíð. 10 Í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið svo á um að dóm megi leggja á mál ef ákærði kemur ekki fyrir dóm við þingfestingu þess þótt honum hafi verið löglega birt ákæra og þess getið í fyrirkalli að mál kunni að vera dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laganna, enda sé ekki kunnugt um lögmæt forföll hans og brot þyki ekki varða þyngri viðurlögum en sex mánaða fangelsi, upptöku eigna og svi ptingu réttinda og dómari telji framlögð gögn nægileg til sakfellingar. 11 Eins og fyrr greinir var ákæra birt á heimili ákærða fyrir lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða, dvaldi ekki á lögheimili hans og hittist þar ekki fyrir, heldur var þar staddur eingöngu í þeim tilgangi að birta ákæru. Þá er ágreiningslaust að fyrirmælum 4. málsliðar 2. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 var ekki fylgt í kjölfar birtingar. Lögmæt birting ákæru hafði samkvæmt framangreindu ekki farið fram þegar mál ákæruvaldsins var dómtekið á hendur ákærða og voru því ekki skilyrð i til þess að leggja dóm á málið að ákærða fjarstöddum samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 . Verður hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. 12 Ákvörðun um sakarkostnað í héraði bíður nýs dóms í m álinu. Allu r áfrýjunarkostnaður málsins verður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og í d ómsorði grei nir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til lögleg rar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin m álsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Kristjáns Stefánssonar lögmanns, 496.000 krónur . Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 27. október 2017 I Mál þetta, sem var þingfest og tekið til dóms 24. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans umferðarlagabrot með því að hafa, síðdegis laugarda ökurétti ævilangt og undir áhrifum áfengis í sveitarfélaginu Skagafirði. Telst framangreint varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. g r., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum og til greiðslu alls sakarkostnaðar . II 4 Ákærði sótti ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest 24. október sl. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir ákærða sjálfum á lögmætan hátt 12. októ ber sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og telst sök hans þar með nægilega sönnu ð enda er ákæran í samræmi við gögn málsins og brot hans þar réttilega fært til refsiákvæða. fangelsi fyrir ölvun við akstur, akstur undir áhrifum fíkniefna og svi ptur ökurétti. Þá var hann með mánuð fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Með dóminum var hann sviptur ökurétti ævilangt. Loks ber vottorðið með sér að ákærði var í lok árs 1997 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ölvun við akstur o.fl. Þá var hann jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. ráða að ákærði var þar sakfel ldur fyrir að aka undir áhrifum áfengis í þriðja sinn en brotin sem höfðu ítrekunaráhrif koma ekki fram á sakavottorði sem fyrir liggur í málinu enda eru liðin meira en 10 ár frá því kki annað ráðið en að við það gert að sæta fangelsi í 30 daga. Dómvenja hefur lengi staðið til þess að þegar meira en fimm ár líða milli brota gegn þeim ákvæ ðum umferðarlaga sem ákærði er nú sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn sé refsing gerð eins og um fyrsta brot gegn ákvæðum laganna sé að ræða, sbr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður ákærða því nú gerð refsing eins og brot hans sé ítrekað f yrsta sinni og þar með eru ekki efni til að árétta ævilanga ökuréttarsviptingu hans. Að framangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 280.000 króna sekt til ríkissjóðs en 20 daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjö gurra vikna frá birtingu dómsins.. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar sem nemur samkvæmt yfirliti sækjanda 41.498 krónur en engin sakarkostnaður hlaust af meðferð málsins fyrir dóminum. Af hálfu ákæruva ldsins sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði X greiði 280.000 krónur í sekt til ríkissjóðs en 20 daga fangelsi komi í stað sektarinn ar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði sakarkostnað að fjárhæð 41.498 krónur.