LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 12. febrúar 2020. Mál nr. 32/2020 : A (Lára Valgerður Júlíusdóttir lögmaður ) gegn B ( enginn ) Lykilorð Kærumál. Börn. Faðerni. Stefnubirting. Frávísunarúrskurður staðfestur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem faðernismáli A á hendur B var vísað frá dómi þar sem ekki var uppfyllt skilyrði 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að lögmætt hefði verið að birta stefnu málsins í Lögbirtingablaði. Úrskur ður Landsréttar L andsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Björg Thorarensen , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 13. janúar 2020 , sem barst réttinum sama dag . Varnaraðili lét málið ekki til sín taka fyrir Landsrétti . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. janúar 2020 í málinu nr. E - /2019 þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimi ld er í j - lið 1. mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Skilja verður kröfu sóknaraðila fyrir Landsrétti á þann veg að hún krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnisme ðferðar. Þá krefst hún þess að ákvörðun um málskostnað fyrir héraðsdómi og Landsrétti bíði endanlegs dóms í málinu en til vara krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 3 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 4 Samkv æmt 11. gr. barnalaga nr. 76/2003 greiðist málskostnaður sóknaraðila úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður sóknaraðila greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Láru Valgerðar Júlíusdóttur, 186.000 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. janúar 2020 Þetta mál, sem tekið er til úrskurðar í dag, var höfðað með stefnu bi rtri 26. ágúst 2019 í Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi sé faðir stefnanda, C Þá krefst stefnandi málskostnaðar auk virðisaukaskatts, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi sótti ekki þing við þingfestingu málsins þann 5. nóvember 2019. Aðstoðarmaður dómara boðaði til þinghalds 13. og 20. desember 2019 og var málið tekið til úrskurðar í þinghaldi 20. desember 2019, að kröfu lögmanns stefnanda. Málavextir, málsástæður og lagarök stefnanda nda og þau verið í sambandi í nokkra mánuði í upphafi árs stefnanda og hafi stefnda verið kunnugt um það. Samskipti aðila eftir að sambandi þeirra hafi l okið hafi verið lítil sem engin, og einungis með tölvupósti. o að hafa uppi á stefnda í því skyni að fá hann til að viðurkenna faðerni stefnanda. Það hafi ekki tekist en á meðal gagna málsins sé ítarleg skýrsla um ti svarað tölvupóstum og ætlað að mæta í blóðprufu í árslok 2013, sem hann hafi svo ekki staðið við. Móðir Stefndi ha fi ekki ekki svarað neinum tölvupóstum frá móður stefnanda nú síðustu árin og því Af meðfylgjandi gögnum kemur fram að 25. júní 2019 hafi móðir stefnanda lagt fram beiðni um faðernisviðurkenningu og greiðslu meðlags hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hinn 16. júl í 2019 hafi lögmaður stefnanda sent tölvupóst til stefnda, á þau netföng sem móðir stefnanda hafi undir höndum, og óskað eftir því að stefndi undirritaði faðernisviðurkenningu sem hafi fylgt sem viðhengi. Þar sem stefndi hafi ekki svarað þeim tölvupóstum h afi móðir stefnanda höfðað mál þetta með því að birta stefnu málsins í Lögbirtingablaði hinn 26. ágúst 2019. Stefnandi byggir kröfu sína um faðerni á 3. gr., sbr. II. kafla barnalaga nr. 76/2003. Stefnandi byggir kröfu sína um málskostnað á 129. og 130. g r. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en stefnandi eigi rétt á gjafsókn á grundvelli 11. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. einnig 2. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991. 3 Niðurstaða Af hálfu stefnda hefur ekki verið sótt þing og ber því að dæma málið eftir kröfum og málatilbúnaði stefnanda eftir því sem samrýmanlegt er fram komnum gögnum, nema gallar séu á því, sem varða frávísun þess án kröfu, sbr. 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í þinghaldi 13. desember 2019 beindi aðstoðarmaður dóm ara því til lögmanns stefnanda að hann teldi vafa leika á um hvort skilyrði laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, hafi verið uppfyllt til birtingar stefnu í Lögbirtingablaði. Framangreind staða gæti að mati aðstoðarmanns dómara varðað frávísun málsins án kröfu, sbr. 100. gr. sömu laga. Lögmanni stefnanda var veittur kostur á að tjá sig um framangreint í þinghaldi 20. desember og var málið að því loknu tekið til úrskurðar. Í málflutningi hjá lögmanni stefnanda kom fram að stefnanda sé ókunnugt um dvalarst að stefnda en hann geti verið hvar sem er í heiminum. Kom fram að móðir stefnanda telji óvíst að stefndi i, þegar samband móður stefnanda og stefnda stóð yfir og ]. Í ljósi þess að engin gögn liggja fyrir um að stefndi sé ekki lengur búsettur á Englandi og engar vísbendingar eru fyrir hendi í málinu þess efnis að stefndi sé sannanlega fluttur þaðan, verður i, en sé þar með óþekkt heimilisfang. Í stefnu er fullt nafn stefnda tilgreint sem og fæðingardagur, fæðingarár, starfstitill og síðasti þekkti vinnustaður hans. Í gögnum málsins kemur fram að móðir stefnanda hafi undir höndum bæði vinnu - og einkatölvupós hafi komist í samband við stefnda, þegar reynt var að staðreyna faðerni stefnanda, á þeim tíma er efnandi hafi flutt lagði móðir stefnanda fram beiðni um faðernisviðurkenningu og greiðslu meðla gs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu síðar eða hinn 16. júlí sl. sendi lögmaður stefnanda tölvupóst til stefnda í því skyni að fá hann til að undirrita faðernisviðurkenningu. Kemur fram í þeim pósti að þar sem stefndi svaraði ekki þeim tölvup ósti hafi ekki verið um aðra leið að ræða en að höfða mál þetta með birtingu í Lögbirgingablaði 26. ágúst 2019. Um birtingu stefnu fyrir aðila sem á heimili eða dvalarstað í tilteknu erlendu ríki og birting hér á landi samkvæmt almennum reglum er ekki mögu leg, gilda þær reglur sem tilgreindar eru í 90. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í greinargerð með ákvæðinu er sérstaklega tiltekið að skilyrðum 89. gr. laganna sé ekki fullnægt með því einu að stefndi eigi heimili í öðru ríki, jafnvel þótt ekki sé vitað hvar í því ríki heimilisfang hans sé. Ef vitað er að stefndi er búsettur í tilteknu ríki en á óþekktum stað þar, leiðir af fyrirmælum 90. gr. sömu laga, að birta verður stefnu í því ríki, eftir þeim almennu reglum sem þar gilda um birtingu stefnu fyrir manni sem hefur óþekkt heimilisfang. Með hliðsjón af framangreindu leiðir af meginreglu 90. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að stefnanda var skyl t að birta stefnu málsins í því ríki eftir þeim almennu reglum sem þar gilda um birtingu stefnu fyrir manni sem hefur óþekkt heimilisfang. Ekki hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að stefnandi hafi uppfyllt eða reynt að uppfylla framangreind skilyrði meginreglu 90. gr. laga nr. 91/1991, eða gert tilraunir til að birta stefnuna fyrir stefnda meðal annars með atbeina utanríkisráðuneytisins eða sendiráðs Íslands í London. Þá hafa heldur ekki verið lögð fram gögn sem sýna hvaða reglur gilda um stefnubirti ngu á Englandi, þegar heimilisfang aðila er óþekkt. Raunar verður ekki séð af gögnum málsins að stefnandi hafi gert nokkurn reka að því að reyna að hafa uppi á stefnda með aðstoð yfirvalda í Englandi eða hér á landi eða gera tilraun til að birta stefnu mál sins í Englandi eftir þeim reglum sem þar gilda, t.d. á síðasta þekkta vinnustað, og að sú birting hafi ekki borið árangur, áður en stefnan var birt í Lögbirtingablaði 26. ágúst 2019. Þá verður ekki séð af gögnum 4 málsins að yfirvöld í Englandi hafi neitað eða látið hjá líða að verða við óskum stefnanda um að birta stefnu eftir reglum 90. gr. laga nr. 91/1991. Þá er ekki unnt að fallast á að stefnandi hafi fullnægt framangreindu skilyrði 90. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, um birtingu stefnu erle ndis eftir þeim reglum sem þar gilda, með því afri ti tölvupósts frá lögmanni stefnanda til stefnda hinn 16. júlí sl., þar sem óskað er eftir því að stefndi undirriti faðernisviðurkenningu, enda geta slík gögn ekki talist ígildi vottorðs um að erlend yfirvöld hafi neitað eða látið hjá líða að verða við ósk um birtingu erlendis í skilningi laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þá er heldur ekki unnt að fallast á með stefnanda að þar sem stefndi hafi ekki svarað framangreindum tölvupósti hafi ekki verið um aðra leið að ræða en að birta stefnuna í Lögbirting ablaði, enda er 89. gr. laga nr. 91/1991, undantekning frá 90. gr. sömu laga, ákvæðið er því ákveðin þrautalending, þegar aðrar leiðir eru ekki mögulegar. Með hliðsjón af öllu framangreindu liggur ekki annað fyrir en að upplýsingar um heimilisfang verið reynd í Englandi samkvæmt lögum þess ríkis þegar aðili hefur óþekkt heimilisfang og ekki verður séð með hvaða hætti reynt hafi verið að hafa uppi á stefnda í Englandi eða hvort óskað hafi verið eftir aðstoð yfirvalda þar í landi við þá leit, sbr. fyrirmæli 90. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Að fr amangreindu virtu verður ekki séð að skilyrðum 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, hafi verið fullnægt til að lögmætt hafi verið að birta stefnu málsins í Lögbirtingablaði. Stefnda hefur því ekki verið stefnt með löglegum hætti. Verður því með hliðsjón af því sem rakið er hér að framan ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi án kröfu, sbr. 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Eins og atvikum er háttað í þessu máli þykir rétt að málskostnaður á milli aðila falli nið ur. Með vísan til 11. gr. barnalaga nr. 76/2003 greiðist gjafsóknarkostnaður stefnanda úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Láru V. Júlíusdóttur, sem þykir hæfilega ákveðin 350.000 krónur. Við ákvörðun þóknunar lögmanns stefnanda hefur veri ð tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi án kröfu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsók narkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanns hennar, Láru V. Júlíusdóttur, 350.000 krónur.