LANDSRÉTTUR Úrskurður miðviku daginn 5 . desember 2018 . Mál nr. 890/2018: Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Eyþór Þorbergsson fulltrúi) gegn X (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/20018, um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður H arðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 3. desember 2018 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. nó vember 2018 í málinu nr. R - /2018 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 17. desember 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið. 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Hinn kærði úrskurður er staðfestur með vísan til forsendna. Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. R - /2018. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra krefst þess að varnaraðili, X , kt. , sæti gæsluvarðhaldi allt til 17. desember nk. klukkan 16. 2 Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað en til vara að varðhaldi verði markaður skemmri tími. Þann 3. nóvember sl. lenti varnaraðila og brotaþola, A , saman á , fyrir framan hraðbanka Arion banka. Öryggismyndavél við hraðbankann tók upp hluta af átökunum. Við skoðun upptökunnar er svo að sjá sem varnaraðili hafi í krepptum hnefanum hnífsbl að, sem kemur út á milli fingra hans. Slær hann með hnefanum til brotaþola í efri hluta líkama, háls og höfuð. Sést að brotaþoli verður blóðugur. Skömmu síðar handtók lögregla varnaraðila á dvalarstað hans. Við leit fannst blóðugur hnífur, með um 4 cm löng u blaði. Á honum er ekki venjulegt skefti, heldur eins konar handfang. Fyrir liggur bráðabirgðavottorð um áverka brotaþola, ritað af B skurðlækni. Segir í upphafi að hann hafi við skoðun reynst vera með fjölmarga skurði eftir eggvopn um líkama, í heild 10. Álit læknisins er reifað í lok vottorðsins. Segir þar að brotaþoli hafi haft fjölmarga skurði um andlit og bak. Þeirra markverðastir séu djúpur skurður neðan við vinstra kjálkabarð, sem nái í gegnum munnvatnskirtil og vöðva og liggi því í raun nálægt ,,ex markverður skurður um vinstra gagnauga, djúpur, og virðist hafa flísað úr höfuðkúpu þar undir. Annað höfuðkúpubrot hafi verið á hnakka vinstra megin. Þá segir að áverkar séu alvarlegir og lífshættulegir í eðli sínu vegna staðsetningar og nándar við stórar æðir. Þann 4. nóvember sl. var varnaraðili úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til dagsins í dag. Sóknaraðili telur háttsemi varnaraðila sakbornings falla undir verknaðarlýsingu 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegninga rlaga nr. 19/1940. Telur hann nauðsynlegt að varnaraðili verði í gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna þar til ákært verður í máli þessu og dómur gengur, þó ekki lengur en til 30. nóvember n.k. Sóknaraðili vísar til 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/200 8, þar sem segir að úrskurða megi sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Sterk ur grunur er um að varnaraðili hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað ævilöngu fangelsi. Telur dómurinn brotið þess eðlis að telja verði áfram haldandi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessu verður fallist á kröfu sóknar aðila. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X , sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 17. desember nk., klukkan 16.