LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12 . apríl 20 19 . Mál nr. 517/2018 : Þingvangur ehf. (Bjarki Þór Sveinsson lögmaður) gegn Járngrími slf. (Birgir Már Björnsson lögmaður , Gunnar Viðar lögmaður, 1. prófmál ) Lykilorð Verksamningur. Riftun. Skaðabætur. Útdráttur Aðilar deildu um hvort Þ ehf. hefði rift munnlegum verksamningi þeirra á milli eftir að ágreiningur kom upp um einingaverð. Í kjölfar fundar fyrirsvarsmanna aðila fjarlægði J slf. verkfæri sín af verkstað og yfirgaf vinnusvæðið en frásagnir aðil a af aðdraganda þess eru ekki á eina lund. Landsréttur taldi ekki sannað að Þ ehf. hefði með ólögmætum hætti rift verksamningi aðila og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart J slf. Var Þ ehf. því sýknaður af kröfu J slf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæ ma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 22. júní 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. maí 2018 í málinu nr. E - 2887/2017 . 2 Á frýjandi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnda og að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað á báðum dómstigum. 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjanda verði gert að gr eiða honum málskostnað fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Málavöxtum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram tók stefndi að sér árið 2013 járnabindingar á svokölluðum Hljómalindarreit og Lýsisreit fyrir áfrýjanda og hóf stefndi störf þar í ársbyrj un 2014. Samning a r aðila um verki n v oru munnleg i r og ágreiningslaust er að umsamið verð vegna járn abindinga á Hljómalindarreit var 95 krónur á hvert kílógramm járns sem bundið var, en 82 krónur á Lýsisreit. Ágreiningur þessa máls lýtur að járnabindingum á Lýsisreit en samhliða þessu máli er rekið annað 2 mál varðandi vinnu stefnda á Hljómalindarreit. Stefndi fjarlægði verkfæri sín af báðum þessum verkstöðum og yfirgaf vinnusvæðið 6. desember 2014. Aðila greinir á um ástæðu þessa en stefndi heldur því fram að áfrýjandi hafi rift samningi aðila fyrirvaralaust 5. desember 2014. 5 Í skýrslu sem tekin var af fyrirsvarsmanni stefnda fyrir héraðsdómi kemur fram að endurskoða hafi átt verð fyrir járnabindingar á Lýsisreit þegar járnabindingu í kjallar a væri lokið . Hann hafi þ á farið fram á það við áfrýjanda að verðið yrði hækkað meðal annars vegna óánægju starfsmanna hans með laun. Fyrirsvarsmaður áfrýjanda kannaðist við að aðilar hefðu rætt um það í upphafi að endurskoða verðið á Lýsisreitnum. 6 Óumdeilt er að fyrirsvars menn aðila áttu saman fund 27. nóvember 2014 þar sem fyrirsvarsmaður stefnda óskaði eftir því að kílóverð yrði hækkað í 120 krónur og lagði fram skjal þ ess efnis. Í skjalinu kemur fram að verð á Hljómalindarreitnum væri einnig of lágt. Kom þar fram, sem og við skýrslutökur í héraði, að fyrirsvarsmaður stefnda hefði talið að hann myndi eiga erfitt með að halda áfram með verkið ef einingaverðið hækkaði ekki. Fyrirsvarsmaður stefnda lýsti því að hann hefði, með því að setja fram kröfu um hækkun á kílóverði í 1 talið að aðilar myndu koma sér saman um verð. Fyrirsvarsmaður áfrýjanda kvað fyrirsvarsmann stefnda hins vegar hafa upplýst að hann myndi hætta störfum ef verðið héldist óbreytt því hann gæti ekki haldið s tarfsmönnum við verkið. Kvaðst hann hafa skilið fyrirsvarsmann stefnda svo að þetta ætti við um bæði verkefnin. Fyrirsvarsmaður stefnda hafi verið margspurður hvort hann myndi hætta ef verðið hækkaði ekki og hafi hann alltaf játað því. Kvaðst hann hafa tek ið því svo að verið væri að stilla þeim upp við vegg enda hefði verkefnið stöðvast ef stefndi hætti störfum. Fyrirsvarsmaður áfrýjanda hafi í lok fundarins sagt að þeir myndu taka málið til skoðunar. 7 Aðilar hittust að nýju á fundi 5. desember 2014. Eru fr ásagnir þeirra af því sem fram fór á fundinum ekki á eina lund. Greindi fyrirsvarsmaður áfrýjanda svo frá að þá hefði stefnda verið tilkynnt að þeir ætluðu ekki að hækka gjaldið. Fyrirsvarsmenn áfrýjanda bera að fyrirsvarsmaður stefnda hafi þá sjálfur spur t hvort hann ætti að taka verkfæri sín og hafi honum verið sagt að hann mætti það enda hafi fyrirsvarsmaður áfrýjanda skilið það svo að hann væri hættur ef ekki yrði fallist á að hækk un einingaverð s . Fyrirsvarsmaður stefnda telur að fyrirsvarsmenn áfrýjanda hafi óskað eftir því að hann léti strax af störfum og þannig í raun rift samningnum. Niðurstaða 8 Af framburði aðila og vitna liggur fyrir að fyrirsvarsmaður stefnda óskaði eftir því við áfrýjanda að einingaverð yrði hækkað úr 82 krónum í 120 kr ónur og hafði orð á því að hann ætti erfitt með að halda áfram verkinu ef það yrði ekki raunin, þar sem starfsmenn hans myndu þá hætta störfum. Þá liggur fyrir að honum var tilkynnt á fundi 3 5. desember 2014 að ekki yrði orðið við þeirri kröfu hans. Stefndi bauðst aldrei til að halda verkinu áfram á óbreyttum kjörum í samræmi við gildandi samning og því er ekki unnt að líta svo á að með því að hafna kröfu hans um hækkun einingaverðs hafi áfrýjandi rift samningi þeirra . Þá liggur fyrir að stefndi hætti störfu m í framhaldi af fundinum. Ekki liggur fyrir að í samskiptum aðila eftir það hafi falist riftun á samningi num af hálfu áfrýjanda. 9 Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að sannað sé að áfrýjandi hafi með ólögmætum hætti rift verksamningi aðila og b akað sé r þannig skaðabótaskyldu gagnvart stefnda. V erður áfrýjandi því sýknaður af kröfu stefnda. 10 Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu á báðum dómstigum . Dómsorð: Áfrýjandi, Þingvangur ehf., er sýkn af kröfum stefnda, Járngríms slf. Málsko stnaður fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, miðvikudaginn 30. maí 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 8. maí 2018, var höfðað 15. september 2017 af Járngrími slf., Hverfisgötu 11 í Hafnarfirði, gegn Þingvangi ehf., Hlíðarsmára 9 í Kópavogi. Stefnan di krefst þess að stefnda Þingvangi ehf. verði gert að greiða honum 7.339.148 kr. auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. febrúar 2015 til greiðsludags. Stefnandi krefst auk þess málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Mál þetta á rót að rekja til munnlegs verksamnings sem aðilar gerðu með sér síðsumars 2013 þess efnis að stefnandi tæki að sér járnabindingar vegna framkvæmda á vegum stefnda í Reykjavík, en stefndi stóð fyrir framkvæmdum á byggingarreitum sem kenndir voru við Hljómalind annars vegar og Lýsi hins vegar. Heildarmagn járns sem binda átti í v erkunum mun hafa verið 225.375 kílógrömm vegna Hljómalindarreits og 1.144.800 kílógrömm vegna Lýsisreits. Samkvæmt verksamningi mun umsamið verð vegna járnabindinga á Hljómalindarreit hafa verið 95 kr. á hvert kílógramm járns sem bundið var. Umsamið verð v egna járnabindinga á Lýsisreit mun hafa numið 82 kr. á hvert kílógramm af járni. Málið sem hér er til úrlausnar hverfist um járnabindingar á Lýsisreitnum, en samhliða þessu er rekið annað mál er varðar vinnu stefnanda á Hljómalindarreit. Hinn 27. nóvembe r 2014 fundaði Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrirsvarsmaður stefnanda, með Pálmari Harðarsyni, fyrirsvarsmanni stefnda. Á fundi þessum var af hálfu stefnanda farið fram á hærri einingaverð. Í kjölfar þessa fundar mun stefndi hafa tekið sér umhugsunarfrest en st efnandi á meðan haldið áfram með verk sitt. Á fundi 5. desember 2014 tilkynnti stefndi fyrirsvarsmanni stefnanda að ekki væri fallist á óskir um hækkun einingaverðs. Deilt er um hvort líta beri á þessa ákvörðun sem formlega riftun verksamnings aðila. Óumd eilt er að daginn eftir þennan fund hafi stefnandi fjarlægt verkfæri sín af verkstöðum og yfirgefið vinnusvæðin fyrir fullt og allt. Með bréfi stefnanda 12. janúar 2015 var riftun mótmælt og óskað eftir viðræðum um efndir hinna upprunalegu verksamninga eð a bótum úr hendi stefnda og Hljómalindarreits ehf. vegna riftunarinnar. 4 Lögmaður stefnda hafnaði beiðni stefnanda með bréfi 2. febrúar 2015 og hélt því jafnframt fram að um hefði verið að ræða ólögmæta verkstöðvun af hálfu stefnanda. Lögmaður stefnanda rit aði lögmanni stefnda ítrekunarbréf 4. febrúar 2015 varðandi ætlað ólögmæti riftunarinnar. Með matsbeiðni 19. ágúst 2015 óskaði lögmaður stefnanda eftir dómkvaðningu matsmanns til að meta hvert tjón stefnanda væri vegna missis hagnaðar sökum riftunar verks amnings um járnabindingu á Lýsisreit. Einnig var óskað eftir því að matsmaður mæti hvert væri tjón stefnanda vegna missis hagnaðar sökum riftunar verksamnings um járnabindingu á Hljómalindarreit. Hinn 23. október 2015 var Ingvar Sveinbjörnsson, hrl. og jár namaður, dómkvaddur til að framkvæma umbeðið mat. Matsgerð hans liggur fyrir í málinu og er hún dagsett þann 20. febrúar 2017. Niðurstaða matsmanns var sú að tjón stefnanda vegna missis hagnaðar af Lýsisreit næmi 7.339.148 kr. Matsmaður gaf skýrslu fyrir d óminum við aðalmeðferð málsins og staðfesti matsgerð sína. II. Stefnandi byggir á því að fyrirvaralaus riftun stefnda á verksamningi aðila sem fram fór 5. desember 2014 hafi verið með öllu ólögmæt. Í þessum efnum bendir stefnandi á að engar vanefndir hafi orðið af hans hálfu á verktíma og vinna hans að öllu leyti verið í samræmi við verksamning aðilanna. Stefndi hafi aldrei beint kvörtunum til stefnanda. Stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði riftunar hafi verið fyrir hendi. Slíka sönnun hafi ste fndi ekki fært fram og því verði að telja að riftun hafi verið með öllu ólögmæt og tilefnislaus. Með vísan til þess að riftunin hafi verið ólögmæt gerir stefnandi kröfu um greiðslu efndabóta, þ.e. að stefnandi verði jafnsettur og ef samningi aðila hefði ek ki verið rift. Samkvæmt meginreglum skaðabóta - og fjármunaréttar beri að gera tjónþola eins settan og hin bótaskylda athöfn hefði ekki átt sér stað. Tjón stefnanda felist í missi þess hagnaðar sem falist hefði í því að verksamningur aðila hefði verið rétti lega efndur. Öll skilyrði hinna almennu skaðabótareglna um huglæga afstöðu, orsakatengsl og sennilega afleiðingu séu uppfyllt og hafi stefnda mátt vera það ljóst er hann tók ákvörðun um að rifta verksamningi aðila. Ákvörðun stefnda um riftun verksamningsin s sé því saknæm og ólögmæt og öll skilyrði efndabóta uppfyllt. Dómkröfur stefnanda séu byggðar á matsgerð dómkvadds matsmanns. Í matsgerðinni sé stuðst við hefðbundna aðferðafræði við mat á tjóni stefnanda. Í því felist að tekjur stefnanda fyrir hið vanefnda tímabil séu áætlaðar og síðan sé dreginn frá áætlaður kostnaður. Stefnandi telur, í samræmi við niðurstöðu matsgerðar, að tjón vegna tapaðs hagnaðar nemi 7.339.148 kr. Dráttarvaxtakrafa miðist við mánuð frá þeim degi þegar bréf stefnanda 12. janúar 2015 var sent, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hann hafi aldrei rift samning i milli aðila, hvorki á meðan stefnandi hafi verið með starfslið sitt á verkstað, né síðar. Hafi einhver rift samningnum hafi það verið stefnandi með þeirri háttsemi að hætta tafarlaust vinnu og fara með allt sitt starfslið og verkfæri af verkstað. Stefndi telur að gera verði þá kröfu að tilkynning um riftun hafi komið frá aðila sem bær sé til að gefa út slíka riftun af hálfu stefnda. Engu slíku hafi verið lýst yfir af hálfu stefnda. Stefndi telur að gera megi þá lágmarkskröfu til sönnunar að stefnandi haf i sent tölvuskeyti um skilning sinn á ætlaðri riftun og fengið staðfestingu frá aðila sem bær væri til að gefa út slíka staðfestingu af hálfu stefnda. Þetta hafi stefnandi ekki gert. Ásamt því að stefnandi hafi að engu leyti tryggt sér fullnægjandi sönnur fyrir því að riftun hafi átt sér stað séu aðgerðir hans og háttsemi í kjölfar hinnar meintu riftunar til marks um algjört aðgæsluleysi stefnanda. Þannig hafi meira en einn mánuður liðið frá því að stefnandi og hans starfslið hurfu frá verkinu og þar til st efnandi hélt því fyrst fram að samningnum hefði verið rift af hálfu stefnda. Á grundvelli reglna einkamálaréttarfars um sönnun og sönnunarbyrði beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu sinni að samningnum hafi verið rift. Þannig verði að ger a skýra 5 kröfu til stefnanda um að hann sanni þá fullyrðingu að stefndi hafi rift verksamningi aðila. Stefnandi verði að bera hallann af því að sú sönnun hafi ekki tekist. Skuli sýkna stefnda þegar af þeirri ástæðu. Til viðbótar framangreindu telur stefndi að líta skuli til ákvæða ÍST 30/2012. ÍST 30:2012 sé almennur verksamningsstaðall sem saminn sé um háttsemi og samskipti aðila í verksamböndum. Þessi staðall hafi ekki verið umsaminn á milli aðila, en sé engu að síður greinargóð lýsing á eðlilegum samskip tareglum og venjum sem gildi í verksamböndum. Í grein 6.2 í staðlinum segi að um riftun verksamninga fari eftir almennum réttarreglum. Síðan segir: viðvörum veita gagnaðila samningsins sanngjarnan frest á að bæt a úr vanefndunum. Riftun skal vera Setning þessi staðfesti hver venja sé og samskiptareglur í verksamböndum. Engri skriflegri riftun sé fyrir að fara, og ekki munnlegri heldur. Ef dómur kæmist að þeirri niðurstöðu að snúa ætti sönnunarbyrði við með þeim hætti að aðilar þyrftu að sanna að þeir hefðu ekki beitt riftun væri fjölmörgum verksamböndum og í raun kauparéttinum í heild sinni stefnt í mikinn voða. Stefndi hafi aldrei rift samningnum heldur hafi það verið ste fnandi sem kvaðst ekki geta unnið á umsömdum einingaverðum. Sú háttsemi stefnanda að fara með allt sitt starfslið og verkfæri af verkstað með tilheyrandi tjóni fyrir stefnda myndi almennt fela í sér verulega vanefnd sem myndi réttlæta tafarlausa riftun á v erksamningi. Slík riftun myndi þannig teljast vera lögmæt og ekki baka þeim sem rifti bótaskyldu. Stefndi hafnar því að niðurstaða matsgerðar hafi sönnunargildi í málinu. Niðurstaða matsmanns sé sú að eðlilegt hefði verið að stefnandi hefði haft hagnað af verkinu. Staðreyndin sé þó sú að stefnandi hafi sjálfur haft uppi fullyrðingar um að hann gæti ekki unnið á umsömdum einingaverðum, hann fengi einfaldlega ekki starfsmenn til þess. Þannig hafni stefndi því að matsgerðin geti verið sönnunargagn um að stefnandi sjálfur hafi getað vænst hagnaðar úr verkframkvæmdinni. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda. Telji dómurinn að stefnandi eigi rétt á dráttarvöxtum skuli í fyrsta lagi reikna þá frá því að málið var höfðað. IV. Við aðalmeðferð málsins komu fyrir dóm og gáfu skýrslur Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri stefnda og fyrrum fyrirsvarsmaður Hljómalindarreits ehf., og Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrirsvarsmaður stefnanda. Bar þeim saman um að á fundi þeirra 27. nóvember 2014 hefði Pálmar óskað eftir fresti til að íhuga þá hækkun sem Ólafur hafði þá farið fram á samkvæmt yfirliti sem lagt hefur verið fram í málinu. Á fundi sem haldinn var 5. desember sama ár og boðað var til af hálfu stefnda ber mönnum saman um að Pálmar hafi tjáð Ólafi að stefndi myndi ekki hækka verklaun stefnda. Að öðru leyti eru menn ekki einhuga um tjáskiptin sem fram fóru á þessum fundum. Pálmar bar fyrir dómi að á fundinum 5. desember 2014 hefði þann hátt að samstarfinu hefði verið slitið formálalaust af hálfu stefnda þegar við upphaf fundarins og stefnanda gert að hætta störfum og fara með sitt hafurtask. Samkvæmt fr amanskráðu þarf dómurinn að höggva á þann hnút sem málsaðilar hafa bundið með ósamræmanlegum lýsingum á því hvernig skilja hafi mátt orð Ólafs Þ. Kristjánssonar á fundinum 26. nóvember 2014 um hækkun einingaverðs og hvor aðilinn teljist hafa rift verksamni ngi þeirra á fundinum 5. desember 2014. Pálmar kveðst hafa skilið orð Ólafs á fundi þeirra 26. nóvember á þá lund að stefnandi myndi hætta ef verðið yrði ekki hækkað, en Ólafur neitar því. Annars vegar er því haldið fram að verksamningnum hafi verið rift f ormálalaust af hálfu stefnda, en á hinn bóginn hefur verið fullyrt að stefndi hafi aðeins tilkynnt að kröfum stefnanda væri hafnað og að stefndi hafi svo ekki gert annað en að samþykkja uppsögn stefnanda. Við skýrslutökur voru þeir Ólafur og Pálmar sammála um að fundurinn 5. desember 2014 hefði verið mjög stuttur og að honum hefði lokið án þess að rætt væri um þann möguleika að stefnandi ynni áfram fyrir stefnda á óbreyttum verðum. Svo sem fyrr greinir var enginn skriflegur verksamningur gerður milli aðila , heldur grundvallaðist samstarf þeirra á munnlegum samningi. Í skýrslutökum við aðalmeðferð kom raunar fram að málsaðilar hefðu á fyrri stigum unnið saman að öðrum verkefnum og samningar þeirra á milli ávallt verið munnlegir. Með hliðsjón af þessari samni ngstilhögun var hvorum aðila um sig unnt að rifta samningi þeirra án þess 6 að sú yfirlýsing þyrfti að uppfylla sérstök formskilyrði. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem í húfi voru af hálfu beggja aðila og þess sönnunarvanda sem risið hefur í kjölfarið blasir þó við að riftunaryfirlýsingin hefði með réttu átt að vera skrifleg. Með því að ekki var gætt að þessu mikilvæga atriði er dómnum óhægt um vik að slá nokkru föstu um þetta mikilvægasta ágreiningsefni málsins, þar sem orð stendur gegn orði. Af stefnda hálf u hefur í þessu samhengi verið lögð mikil áhersla á að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu að stefndi hafi rift samningi málsaðila. Til sanns vegar má færa að samkvæmt almennum réttarfarsreglum ber þeim sem heldur fram fullyrðingu að færa fram sönnur fyrir henni. Þótt beiting slíkrar meginreglu um sönnun geti iðulega átt vel við verður henni ekki, fremur en öðrum lagalegum meginreglum, beitt án tillits til aðstæðna hverju sinni. Í málinu sem hér er til úrlausnar er sönnunarmat augljósum ör ðugleikum háð þar sem skrifleg gögn um riftun skortir og hlutlausum vitnum er ekki til að dreifa. Af þessu leiðir að framangreindri meginreglu um sönnunarbyrði verður ekki beitt hér vafningalaust. Að áliti dómsins væri slík réttarfarsiðkun til þess fallin að grafa undan sönnunarreglum í víðara samhengi með því beinlínis að birta hvata til þess að hallað væri réttu máli við skýrslutökur fyrir dómi. Skýrslugjöf aðila og vitna fyrir dómi þjónar þeim tilgangi að varpa nánara ljósi á málsatvik og upplýsa hvað ge rðist í raun og sann. Leiðir þetta beint af ákvæði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem fram kemur að dómara beri við upphaf skýrslutöku að brýna alvarlega fyrir vitni skyldu þess til að skýra satt og rétt frá og draga ekkert undan , og leiða athygli vitnisins að þeirri refsiábyrgð sem er samfara vísvitandi eða gáleysislega röngum framburði. Hið sama gildir um skýrslugjöf aðila að breyttu breytanda, sbr. ákvæði 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Eins og mál þetta er vaxið getur dómuri nn ekki útilokað að ólíkar lýsingar á því sem aðilum fór á milli 5. desember 2014 stafi af misskilningi, en hitt verður heldur ekki útilokað að önnur hvor lýsingin sé vísvitandi villandi eða röng. Af öllu þessu leiðir að mál þetta verður ekki til lykta lei tt án þess að horfa til annarra þátta sem málið varða og gætu verið til skýringar fallnir. verkum sem stefnandi við byggingu svonefnds Marína hótels í Reykjavík. Þar er að finna svohljóðandi málsgrein undir veggir með k12) og við tekur [svo] veggir með k10 og engar plötur sem kallast getur er fyrirsjáanlegt að afköstin munu minnka mikið. Þ.e. kíló per klst. Því er einsýnt að verðið verði að h von er um að núna loksins séum við að komast í betri, varanlega aðstöðu þannig að afköstin fara vonandi að aukast. Verðið er ei Að mati dómsins verður ofangreint skjal ekki skilið á annan hátt en sem innlegg í samningaviðræður. Er sú ályktun í samræmi við framburð Pálmars Harðarsonar sem kannaðist við það hér fyrir dómi að þegar í upphafi hafi verið rætt um að e hefði talið umbeðna hækkun stefnanda vera úr hófi fram og að hann hefði skilið það svo að stefnan di væri að biðja um hækkun á báðum byggingarreitum. Í skýrslu Pálma Harðarsonar kom einnig fram að eftir fund fyrirsvarsmanna málsaðila 27. nóvember 2014 hefði stefndi hafið leit að mönnum sem leyst gætu stefnanda af hólmi. Í skýrslu sinni sagði Pálmar jaf nframt að sú leit hefði borið þann árangur að 5. desember 2014 hafi stefndi verið komnir með hafði verið samið um við stefnanda. Afleysingamenn þess ir hefðu svo mætt til starfa á verkstað strax eftir að stefnandi fjarlægði verkfæri sín af staðnum. Pálmar staðfesti fyrir dómi að á fundinum 5. desember hefðu engar aðrar tölur verið ræddar og einnig, svo sem áður greinir, að ekki hefði komið til tals að stefnandi ynni áfram fyrir stefnda á óbreyttum verðum. Við skýrslutökur fyrir dómi staðfestu starfsmenn Þingvangs ehf., Jón Ragnar Magnússon og Brynjar Einarsson, að engar athugasemdir hefðu verið gerðar við verklag eða vinnu stefnanda. Þá staðfesti Jón R agnar að á fundinum 5. desember 2014 hefði ekki verið óskað eftir því af hálfu stefnda að stefnandi 7 efndi skuldbindingar sínar samkvæmt fyrri samningum. Jón staðfesti að stefnandi hafi ekkert unnið fyrir stefnda eftir föstudaginn 5. desember og að stefndi hafi fengið aðra járnamenn til að mæta mánudaginn 8. desember 2014 til að halda verkinu áfram. Skýrslur sem þáverandi undirverktakar stefnanda, Tryggvi Harðarson og Örvar Ásberg Jóhannsson, gáfu við aðalmeðferð málsins samræmast þeim framburði Ólafs Þ. K ristjánssonar að stefnandi hefði ekki haft að neinum öðrum verkefnum að hverfa eftir að samstarfi málsaðila lauk 5. desember 2014 og þeir hafi verið án verkefna í á þriðja mánuð eftir að endir var bundinn á verk stefnanda í þágu stefnda. Í skýrslu Tryggva kom fram að þegar hann, ásamt öðrum mönnum á vegum stefnanda, fór á verkstað til að pakka saman verkfærum 6. desember 2014 þá hafi starfsmönnum stefnda hafi þótt leitt að stefnanda enn stefnda hafi ekki litið svo á að ákvörðun um verklok hafi komið frá stefnanda. Að atvikum málsins heildstætt virtum verður ekki annað ráðið en að stefndi hafi verið því óviðbúinn að samstarfi aðila yrði slitið á fundinum 5. desember 2014, en stefndi h afi á hinn bóginn verið slíku búinn og þegar gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir verkstöðvun vegna brotthvarfs stefnanda. Í ljósi þess að stefnandi hafði engin önnur verkefni að hverfa að og að stefndi hafði tryggt sér þjónustu afleysingamanna á sama tíma og stefnandi hvarf af verkstað er engin skýring nærtækari en að það hafi verið stefndi sem hafi átt frumkvæðið að því að rifta samningi málsaðila. Með riftuninni var stefnanda fyrirvaralaust gert að hætta störfum við þau umfangsmiklu verkefni sem fé laginu höfðu áður verið falin af hálfu stefnda. Stefndi hefur á fyrri stigum hafnað áskorunum stefnanda um efndir samninganna og sömuleiðis hefur stefndi hafnað bótakröfum stefnanda. Samkvæmt niðurstöðu dómkvadds matsmanns nemur tjón stefnanda vegna missis hagnaðar af Lýsisreit alls 7.339.148 kr. Þeirri niðurstöðu matsmanns hefur stefndi ekki hnekkt. Í samræmi við framangreint verða kröfur stefnanda teknar til greina og stefnda gert að greiða stefnanda 7.339.148 krónur með dráttarvöxtum frá 15. september 2 017 þegar mál þetta var höfðað, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Eftir úrslitum málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda 600.000 krónur í málskostnað. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts og þess að annað samkynja mál er rekið fyri r dóminum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Stefndi, Þingvangur ehf., greiði stefnanda, Járngrími slf., 7.339.148 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. september 2017 til greiðsludags. Stef ndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað.