LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 148/2019 : Vegagerðin ( Reynir Karlsson lögmaður) gegn Tryggingamiðstöðinni hf. ( Hjörleifur B. Kvaran lögmaður) Lykilorð Skaðabætur. Vátrygging. Umferðarlög. Munatjón. Bifreiðar. Útdráttur V höfðaði mál gegn TM hf. og krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda TM ehf. úr ökutækjatryggingu K ehf. vegna óhapps sem varð þegar vörubifreið ásamt festivagni í eigu félagsins valt með þeim afleiðingum að möl sem hún flutti dreifðist um stóran hluta vegar og olli V tjóni vegna kostnaðar við hreinsun vegarins. Laut ágreiningur málsins að því hvort bótaskylda samkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 hefði stofnast vegna óhappsins. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæðið tæki ekki til almen ns fjártjóns, það er tjóns sem væri ekki rakið til líkamstjóns né munatjóns. Að virtum atvikum málsins var það mat Landsréttar að ekki stæðu efni til annars en að líta svo á að um munatjón hefði verið að ræða sem félli að öðrum skilyrðum uppfylltum undir f ramangreint ákvæði umferðarlaga. Jafnframt þóttu lög ekki standa því í vegi að V nyti réttar til að sækja bætur úr ábyrgðartryggingu á þeim grunni og með þeim hætti sem hann gerði í málinu. Var krafa V því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæm a Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari og Eggert Óskarsson og Sigríður Ingvarsdóttir, settir landsréttardómarar. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 14. janúar 2019 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2018 í málinu nr. E - 650/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að kröfur hans í héraði verði teknar til greina, en þær eru ð viðurkennd verði skaðabóta skylda stefnda úr ökutækjatryggingu einkahlutafélagsins Karína kt. vegna óhapps sem varð þegar vörubifreið þess, ásamt festivagninum valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík 25. júlí 2015, með þeim afleiðingum að möl sem vörubifreiðin flutti dreifðist u m stóran hluta vegarins sem leiddi til tjóns fyrir 2 áfrýjanda vegna kostnaðar við hreinsun á veginum Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti . 3 Stefndi krefst sýknu af kröfum áfrýjanda og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi tekur ágreiningur málsaðila til þess hvort bótaskylda samkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 hafi stofnast vegna þess umferðaróhapps sem lýst er í kröfugerð áfrýjanda. Liggur fyrir að bætur sem hann hygg st krefja stefnda um að fengnum viðurkenningardómi nema 354.077 krónum en um er að ræða kostnað vegna aðkeyptrar þjónustu við hreinsun vegarins. 5 Með héraðsdómi var stefndi sýknaður af kröfum áfrýjanda á þeim grundvelli að lögbundið hlutverk stefnda við v eghald eins og það væri afmarkað samkvæmt vegalögum nr. 80/2007 og skortur á skýrri lagaheimild til gjaldtöku leiddi til þess að ekki væri unnt að fallast á að umræddur kostnaður félli undir tjón í skilningi tilvitnaðs ákvæðis umferðarlaga. 6 Samkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga skal sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla í tækinu eða ógætni ökumanns. Er hér um að ræða skaðabótaskyldu án sakar. Ef tir 1. mgr. 90. gr. sömu laga er það eigandi eða umráðamaður ökutækis sem ber ábyrgðina á því og er fébótaskyldur samkvæmt 88. gr. laganna. Þá segir í 1. mgr. 91. gr. þeirra að greiðsla á bótakröfu vegna tjóns sem hlýst af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis skuli vera tryggð með ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi. Var bifreið sú sem um ræðir í málinu tryggð lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá stefnda og krefst áfrýjandi bóta beint frá félaginu í skjóli heimildar í 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátry ggingarsamninga og á grundvelli skilmála ökutækjatryggingar þess. 7 Samkvæmt orðanna hljóðan var hlutlæg bótaábyrgðarregla 1. mgr. 67. gr. eldri umferðarlaga nr. 40/1968 bundin við það að slys eða tjón á mönnum eða munum hlytist af notkun vélknúins ökutækis. Var þannig út frá því gengið að almennt fjártjón fengist ekki bæt t samkvæmt ákvæðinu en af því leiddi að lögboðin vátrygging, sbr. 70. gr. laganna, bætti það ekki heldur. Svo sem að framan greinir er ekki um sambærilega takmörkun á bótaskyldu að ræða samkvæmt orðalagi 88. gr. núgildandi umferðarlaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/1987 segir að með því sé alfarið tekin upp hlutlæg ábyrgð á tjóni sem hlýst af vélknúnu ökutæki vegna umferðarslyss eða annars umferðaróhapps. Þannig sé felld niður takmörkun á hlutlægri ábyrgð samkvæmt 2. m gr. 67. gr. þágildandi umferðarlaga en samkvæmt henni gilti ábyrgðarreglan ekki um slys eða tjón á mönnum eða munum sem ökutækið flutti nema flutt væri gegn gjaldi. Í athugasemdunum kemur á hinn bóginn ekkert fram sem bendir til þess að ætlunin hafi verið að víkka gildissvið bótareglna umferð arlaga þannig að þær taki til tjóns sem 3 hvorki megi rekja til líkamsmeiðsla né skemmda á munum og á kvæði 2. og 3. mgr. 88. gr. og 4. mgr. 91. gr. laganna mæla eindregið gegn því að svo hafi verið. Verður að þessu virtu litið svo á að hin hlutlæga ábyrgðarregla 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga taki ekki til almenns fjártjóns, það er tjóns sem hvorki verður rakið til líkamstjóns né munatjóns. 8 Til munatjóns telst beint og óbeint eða afleitt tjón vegna skemmda eða eyðileggingar á hlutum. Með munum í þessu sambandi er vísað bæði til lausafjár og fasteigna. Mörk munatjóns og almenns fjártjóns í skaðabótarétti geta verið óljós. Þegar tekin er afstaða til þess hvort undir munatjón í framangreindum skilningi geti fallið kostnaður áfr ýjanda vegna aðkeyptrar þjónustu í tengslum við það umferðaróhapp sem kröfugerð hans tekur til er til þess að líta að grjót og möl dreifðist yfir stóran hluta vegarins þannig að hann varð nánast ófær en um er að ræða þjóðveg í þéttbýli. Var óhjákvæmilegt a ð loka fyrir alla umferð um hann meðan á hreinsun stóð. Að þessu virtu standa ekki efni til annars en að líta svo á að um sé að ræða munatjón sem að öðrum skilyrðum uppfylltum falli undir ábyrgðarreglu 88. gr. umferðarlaga. Þá hlaust tjónið af notkun vélkn úins ökutækis. 9 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi hvíla margvíslegar skyldur á áfrýjanda samkvæmt vegalögum. Þar sem rekstur áfrýjanda sé kostaður af almannafé og í ljósi lögbundins hlutverks hans samkvæmt lögunum er í dóminum dregin sú ályktun að áfrý jandi eigi sjálfur að standa undir þeim kostnaði sem hann leitast við að fá felldan á stefnda og því hafi ekki verið um tjón að ræða í skilningi tilvitnaðrar ábyrgðarreglu umferðarlaga. Ekki verður á þetta fallist. Þ rátt fyrir að þau margvíslegu verkefni v ið veghald sem ráðist er í af hálfu áfrýjanda séu almennt kostuð af almannafé þykja lög ekki standa til þeirrar niðurstöðu að hann njóti ekki réttar til að sækja sér til handa bætur úr ábyrgðartryggingu á þeim grunni og með þeim hætti sem hann gerir í máli nu. Fær í þeim efnum engu breytt þótt ekki sé að finna í vegalögum sérstaka gjaldtökuheimild sem tekur til kostnaðar af þeim toga sem hér um ræðir. 10 Með vísan til þess sem að framan er rakið verður krafa áfrýjanda um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda tekin til greina á þann hátt sem í dómsorði greinir. 11 Stefnda verður gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Viðurkennd er bótaskylda stefnda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., á grundvelli lög boðinnar ökutækjatryggingar bifreiðarinnar hjá félaginu vegna tjóns áfrýjanda, Vegagerðarinnar, sem rakið verður til umferðaróhapps 25. júlí 2015 og tekur til kostnaðar vegna aðkeyptrar þjónustu við hreinsun vegar. Stefndi greiði áfrýjanda 1.200.000 kr ónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 4 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2018 Mál þetta er höfðað með birtingu stefnu þann 27. febrúar 2018 og dómtekið 22. nóvember 2018. Stefnandi er Vegagerðin, Borgatúni 5 7, Reykjavík og stefndi Tryg gingamiðstöðin hf., Síðumúla 24, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda úr ökutækjatryggingu einkahlutafélagsins Karínu kt. vegna óhapps sem varð þegar vörubifreið þess, með festivagninum valt í Ártúnsbrekku í Reykjavík 25. júlí 2015, með þeim afleiðingum að möl sem vörubifreiðin flutti dreifðist um stóran hluta vegarins og leiddi til tjóns fyrir stefnanda vegna kostnaðar við hreinsun á veginum. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar. I. Þann 20. júlí 2015 valt vörubifreiðin með festivagninum í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Vörubifreiðin var að flytja möl, sem hafði verið mokað upp á festivagninn. Við bílveltuna dreifðist möl um stóran hluta vegarins og varð að loka aðliggjandi götum vegna þessa. Samkvæmt lögregluskýrslu var bifreiðinni miðað við ökuritaskífu hennar, ekið á nálægt 100 kílómetra hraða þegar hún valt. Við bílveltuna voru gerðar ráðstafanir til þess að fjarlægja bifr eiðina og festivagninn af vettvangi. Unnu stefnandi og verktakar sem voru kallaðir til að hreinsun götunnar. Kostnaður stefnanda vegna þessa var 354.077 krónur. Stefnandi sendi stefnda reikning vegna þessa. Stefndi hafnaði greiðsluskyldu með bréfi dagsettu 28. október 2015. Stefnandi skaut málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Með úrskurði nefndarinnar þann 17. október 2016 var því hafnað að stefnandi ætti rétt til greiðslu skaðabóta úr lögboðinn vátryggingu eiganda vörubifreiðarinnar hjá stefnda . Í úrskurðinum er vísað til þess að það sé lögbundið hlutverk stefnanda að annast þjónustu og viðhald vega og engin lagaheimild sé til sérstakrar gjaldtöku vegna kostnaður við hreinsun vega óháð því hvernig til hans sé stofnað. Ágreiningur stefnanda og stefnda snýst um hvor eigi að bera kostnað af hreinsun vegarins. II. Helstu málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að í veghaldi samkvæmt 1. mgr. 13. gr. vegalaga nr. 80/2007 felist forræði yfir vegi og vegsvæði, þ.m.t. þjó nusta og viðhald vega, sbr. 5. tl. 1. mgr. 3. gr. sömu laga. Í því felist hins vegar ekki að stefnandi geti ekki átt einkaréttarlegar kröfur vegna tjóns sem þriðji aðili veldur á vegum. Þvert á móti leiði þetta hlutverk hans til þess að hann geti sótt skað abætur til þriðja aðila, enda séu bótaskilyrði að öðru leyti uppfyllt. Fráleitt sé að að undanþiggja íslenska ríkið eða stofnanir þess rétti til að sækja bætur við slíkar aðstæður. Stefnandi vísar til þess að réttur til að sækja skaðbætur til þeirra sem v aldi tjóni á vegum sé óháður því hvort heimild sé í lögum til sérstakrar gjaldtöku. Krafa stefnanda sé ekki slík krafa, heldur skaðabótakrafa sem hafi stofnast vegna notkunar á skráningarskyldu ökutæki. Eigandi ökutækisins sem ber ábyrgð á því, sbr. 1. mgr . 90. gr umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 88. gr. laganna, hafi keypt lögbundna ábyrgðartryggingu hjá stefnda í samræmi við a - lið 1. mgr. 91. gr sömu laga. Stefnandi vísar til þess að skilmálar ökutryggingarinnar, sbr. grein 2.1 taki til sérhverrar skaðabótakröfu samkvæmt umferðarlögum sem hljótist af notkun ökutækisins, þ.m.t. tjóns sem stefnandi varð fyrir vegna hreinsunar á veginum sem er bein afleiðing af notkun ökutækisins í skilningi 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, enda bifreiðin í eðlilegri notkun sem vörubifreið þegar óhappið varð. Stefnandi vísar til þess að hraði vörubifreiðarinnar hafi verið nálægt 100 km á klukkustund þegar slysið varð og því hafi verið um stórkostlegt gáleysi að ræða hjá ökumanni hennar, sem ekki hafi haft réttindi til að aka bifreið af þessari stærð. Háttsemi hans hafi því verið saknæm og ólögmæt og bótaskilyrði almennu skaðabóta - reglunnar uppfyllt, enda tjón stefnanda sennileg afleiðing þessarar háttsemi. 5 Stefnandi telur að möl á vegi sem raski öryggi umferðar og rekj a megi til venjulegrar notkunar ökutækis falli undir 2. mgr. 47. gr. vegalaga sem heimili stefnanda að fjarlægja óviðkomandi hluti af vegi eða vegasvæði á kostnað eiganda. III. Helstu málsástæður stefnda Stefndi byggir á því að sá sem höfðar mál til viður kenningar skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, í hverju tjón hans felst og hver tengsl þess séu við atvik málsins. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að þau lagaákvæði sem stefnandi vísar til, þ.e. 88. gr. og 90. gr. umferðarlaga nr 50/1987, eigi ekki við um það tilvik sem krafist er að verði viðurkennt sem bótaskylt. Stefnandi vísar til skrifa fræðimanna þar sem með orðinu tjón, í skilningi laganna, sé átt við tjón á mönnum eða munum. Þetta hafi komið skýrt f ram í eldri lögum og í greinargerð með núverandi lögum sé sérstaklega tekið fram að ekki hafi staðið til að víkka gildissvið laganna þannig að orðið taki einnig til tjóns sem hvorki má rekja til líkamsmeiðsla né skemmda á munum. Stefndi byggir sýknukröfu sína jafnframt á því að stefnandi sé opinber aðili sem sé ekki heimilt að taka gjald fyrir veitta þjónustu nema lög heimili það sérstaklega. Stefnandi hafi lögbundna tekjustofna og megi nefna sem dæmi 2. mgr. 23. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald nr. 87/2004, en skattur sem þar er sérstaklega lagður á eldsneyti rennur til stefnanda. Stefndi vísar til þess að veghald þjóðvega er eitt helsta verkefni stefnanda samkvæmt vegalögum nr. 80/2007. Í lögunum er veghald þjóðvega skilgreint sem forræði yfir vegi og vegsvæði, þ.m.t. vegagerð, þjónusta og viðhald vega. Í vegalögum sé hvergi að finna heimild til sérstakrar gjaldtöku fyrir að sinna lögbundnu hlutverki við veghald eða sækja greiðslur til þriðja aðila, þó að ítarlega sé fjallað um hlutverk stefnanda se m veghaldara í IV. kafla vegalaga. Í 46. gr. laganna sé kveðið á um að veghaldari beri ábyrgð á því að vegir sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar uppfylli kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar, ástands vega, merkinga og annarra þátta sem kveðið er á um í lögunum. IV. Niðurstaða Samkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 ber þeim sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki að bæta tjón sem hlýst af notkun þess. Samkvæmt 1.mgr. 90. gr er það eigandi ökutækis sem b er ábyrgðina. Skráður eigandi bifreiðarinnar keypti ábyrgðartryggingu hjá stefnda í samræmi við 1. mgr. 91. gr. og 93. gr. laga nr. 50/1987. Enginn ágreiningur er um að kröfunni sé því réttilega beint að stefnda. Samkvæmt 12. gr. vegalaga nr. 80/2007 ber stefnandi sem veghaldari ábyrgð á veghaldi vegar. Við veghaldið skal gæta umferðaröryggis og að umferð eigi greiða og góða leið um vegi. Með veghaldi er átt við forræði yfir vegi og vegsvæði, þ.m.t. vegagerð, þjónustu og viðhald vega, samanber 5. tl. 3. g r. vegalaga nr. 80/2007. Samkvæmt 15. gr. vegalaga hefur veghaldari eftirlit með því að veghaldi allra vega sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar og kostaðir eru af fé ríkisins sé sinnt í samræmi við ákvæði laganna og ber honum að hlutast til um úrbætur ef út af bregður. Samkvæmt 46. gr. vegalaga skulu vegir sem opnir eru almenningi uppfylla kröfur sem gerðar eru með tilliti til öryggis umferðar, ástands vega og annarra þátta sem veghaldari ber ábyrgð á. Skyldur stefnanda samkvæmt vegalögum eru því ótvíræðar. Í vegalögum er ekki að finna heimild til gjaldtöku til handa stefnanda fyrir að sinna lögbundnu hlutverki sínu sem veghaldari, að öðru leyti en því að veghaldara er samkvæmt 47. gr. vegalaga nr. 80/2007 heimilt að fjarlægja á kostnað eigand a óviðkomandi hluti eða muni sem skildir hafa verið eftir á eða við vegsvæði og geta valdið hættu á slysum. Ekki verður fallist á að undir ákvæðið heyri afleiðingar slyss sem leiðir til þess að brak eða munir sem nauðsynlegt er að fjarlægja falla á vegsvæð i. Slys eru óhjákvæmilegur fylgifiskur umferðar og geta leitt til þess að nauðsynlegt verði að hreinsa vegsvæðið til að tryggja greiðfæra umferð. Það hlutverk er í höndum stefnanda sem þarf að standa straum af þeim kostnaði. Afleiðingar slysa geta óhjákvæm ilega leitt til útgjalda ýmissa stofnana ríkisins sem reknar eru fyrir almannafé á grundvelli lögbundinna tekjustofna. Þessar stofnanir geta ekki framvísað þeim kostnaði sem fellur til af þessum 6 ástæðum til þriðja aðila án lagaheimildar. Sá kostnaður sem s tefnandi varð fyrir við hreinsun vegarins eftir að vörubifreiðin fór á hliðina er því þáttur í lögbundnu hlutverki stefnanda við veghald eins og það er ákveðið í vegalögum. Þetta lögbundna hlutverk og skortur á skýrri lagaheimild til gjaldtöku leiðir til þ ess að ekki er unnt að fallast á að kostnaður við hreinsun á möl eftir að bifreiðin valt á hliðina falli undir tjón í skilningi 1. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1987. Með hliðsjón af framangreindu verður því að hafna kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda úr ökutækjatryggingu vegna kostnaðar við hreinsun á veginum Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu stefnanda flutti máli ð Reynir Karlsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Hjörleifur Kvaran lögmaður. Helgi Sigurðsson, héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., er sýknaður af kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður.