LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 19. nóvember 2020. Mál nr. 649/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nálgunarbann. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Ste phensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 14. nóvember 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. nóvember 2020 í málinu nr. R - [...] /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni. Kæruheimild er í 3 . mgr. 15 . gr. laga nr. 8 5 /20 11 um nálgunarbann og brottvísun af heimili . 2 Sóknaraðili krefst staðfes tingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa verjanda sínum. Niðurstaða 4 Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði er í 4. gr. laga nr. 85/2011 er mælt fyrir um heim ild til að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta sé á að viðkomandi muni brjóta gegn brotaþola á sama hátt. Þá segir í 1. mgr. 6. gr. sömu laga að nálguna rbanni verði aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti og skuli þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Við það mat er heimilt samkvæmt 2. mgr. sömu greinar að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og 2 einnig þess hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst er í 4. gr. laganna. 5 Í gögnum málsins kemur fram að varn araðila hefur tvívegis áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem Héraðsdómur Reykjaness hefur staðfest. Annars vegar með úrskurði 19. september 2018 en þá varði nálgunarbannið á tímabili nu 14. september 2018 til og með 16. janúar 2019 og hins vegar með úrskurði 15. apríl 2019 vegna tímabilsins 4. apríl 2019 til og með 25. júlí sama ár. Í báðum tilvikum staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um nálgunarbann varnaraðila. 6 Samkvæmt 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 18. gr. laga nr. 85/2011, hefur úrskurður um nálgunarbann fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til hið gagnstæða er sannað. 7 Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að varnaraðili hefur ítrekað og um langt skeið raskað friði brotaþola með ýmsum hætti, nú síðast frá 10. október síðastliðnum. Þá liggur fyrir að brotaþoli hefur leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi til að takast á við afleiðingar af áreiti varnaraðila og ætluðu ofbeldi h ans. Samkvæmt vottorði sálfræðings glímir brotaþoli við áfallastreituröskun, almenna kvíðaröskun og alvarlegt þunglyndi sem er rakið til líkamlegs og andlegs ofbeldis varnaraðila. 8 Að framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 9 Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. Úrskurðar orð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 124.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. nóvember 2020 Mál þetta, sem barst héraðsdómi mánudaginn 9. nóvember 2020, var þingfest og tekið til úrskurðar 10. nóvember sl. Sóknaraðili er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X , kt. , , Reykjavík. Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómur staðf esti ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. nóvember 2020 þess efnis að X , kt. , skuli á ný gert að sæta áframhaldandi nálgunarbanni frá og með 6. nóvember 2020 til og með 6. maí 2021, þannig að lagt sé bann við því að hann komi á eða í n ámunda við heimili A , kt. , á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimili hennar, mælt frá 3 miðju hússins. Jafnframt að lagt verði bann við því að kærði veiti A eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málsvarnarlauna vegna meðferðar málsins. Af hálfu brotaþola er tekið undir kröfu sóknaraðila. Þá er gerð krafa um þóknun skipaðs réttargæslumanns hennar. I. Í greinargerð s óknaraðila segir að þann 4. nóvember 2020 hafi brotaþoli óskað eftir því við lögreglu að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart sér samkvæmt a. og b. lið 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Þann 5. nóvember s.l. hafi sóknaraðili tekið ákvörðun um að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola í sex mánuði. Hafi ákvörðunin verið byggð á eftirfarandi afskiptum lögreglu af aðilum: Lögreglumál 007 - 2016 - Þann 8. október 2016 hafi lögregla verið kvödd á þáverandi heimili varnaraðila og brotaþola að , , vegna heimilisófriðar. Hafi brotaþoli greint frá því að hún hefði um nokkurt skeið orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu kærða. Lögreglumál 007 - 2017 - Þann 5. maí 2017 hafi lögregla á ný verið kvödd á þáverandi heimili aðila að , , vegna ætlaðs yfirstandandi heimilisofbeldis. Hafi brotaþoli ítrekað að varnaraðili hefði beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Lögreglumál 007 - 2018 - Þann 18. mar s 2018 hafi lögregla aftur verið kölluð á þáverandi heimili varnaraðila og brotaþola vegna heimilisófriðar. Lögregla hafi hitt fyrir brotaþola sem hafi greint lögreglu frá því að hún væri að slíta sambandi sínu við varnaraðila og að hann væri verulega ósát tur við það. Hafi hann skemmt innanstokksmuni og hótað því að skaða sjálfan sig. Lögreglumál 007 - 2018 - Þann 8. ágúst 2018 hafi brotaþoli komið á lögreglustöðina í og lagt fram kæru vegna hótana varnaraðila. Hafi hún óskað eftir því að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart sér og lýst langvarandi andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu varnaraðila. Ekki hafi verið talið tilefni til að fallast á nálgunarbann umrætt sinn. Við skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi varnaraðili fallist á að rita undir yfirlýsingu um að hann myndi ekki koma vera við þáverandi heimili brotaþola eða setja sig í samband við hana. Þann 13. september 2018 hafi brotaþoli aftur mætt á lögreglustöðina og greint frá því að varnaraðili hefði undanfarna daga áreitt sig með ýmsum hætti, m.a. með því að senda henni skilaboð í gegnum samfélagsmiðla undir fölskum nöfnum, biðja hennar og um að koma til hennar skilaboðum og keyra ítrekað fyrir utan vinnustað hennar. Við skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi varnaraðili viðurkennt að mestu umrædda háttsemi. Af þessum sökum og með vísan til fyrri tilvika hafi varnaraðila verið gert að sæta n álgunarbanni 4 gagnvart brotaþola frá og með 14. september 2018 til og með 16. janúar 2019. Sú ákvörðun hafi verið staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli R - - 2018. Lögreglumál 007 - 2018 - Þann 7. nóvember 2018 hafi lögregla hafið rannsókn ve gna meintra brota kærða gegn nálgunarbanninu sem hann sætti gagnvart brotaþola. Hafi brotaþoli greint frá því að hún hefði fengið símtal úr símanúmeri varnaraðila þar sem andað hefði verið í símann án þess að tala. Þá hafi varnaraðili einnig ekið fram hjá brotaþola á þar sem hún hafi búið á þeim tíma þrátt fyrir að varnaraðili hafi þá verið búsettur í . Þá hafi lögreglu borist upplýsingar um að varnaraðili hefði fengið þriðja aðila sem hafi á þeim tíma verið nágranni brotaþola til að senda sér ljósmyndir af bifreið brotaþola og upplýsingar um það hvort að hún væri heima við eða ekki. Hafi umræddur aðili greint frá því að varnaraðili hefði beðið sig um að senda sér upplýsingar um brotaþola. Í málinu liggi fyrir afrit af samskiptum varnaraðila við aðilann. Lögreglumál 007 - 2018 - Þann 17. desember 2018 hafi brotaþoli haft samband við lögreglu og tilkynnt um meint brot varnaraðila gegn nálgunarbanninu sem hann sætti þá gagnvart brotaþola. Brotaþoli hefði orðið vitni að því að varnaraðili hafi í n okkur skipti ekið fram hjá vinnustað hennar. Í eitt skipti hafi varnaraðili verið samhliða henni í bifreið sinni á rauðu ljósi. Hafi hann reynt að ná sambandi við brotaþola en hún ekki gefið færi á samskiptum og loks ekið á brott heim til sín. Við skýrslut öku hjá lögreglu hafi varnaraðili hafnað ásökunum um að hann hefði brotið gegn nálgunarbanninu. Lögreglumál 007 - 2019 - Þann 3. apríl 2019 hafi brotaþoli mætt á ný á lögreglustöðina í í þeim tilgangi að óska aftur eftir því að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart sér. Fyrra nálgunarbanni hafi lokið 17. janúar 2019. Varnaraðili hefði fljótlega eftir að nálgunarbanninu lauk byrjað að setja sig í samband við brotaþola gegn hennar vilja. Hafi hann m.a. elt hana frá vinnustað hennar að be nsínstöð þar sem hann vildi fá að koma inn í bifreið hennar. Þá hafi hann komið á vinnustað hennar og verið að spyrjast fyrir um hana. Hafi hann jafnframt sagt við aðilann sem hann ræddi við að hann myndi sjá til þess að brotaþoli ynni ekki þar framar. Í ljósi alls framangreinds hafi lögreglustjóri tekið þá ákvörðun að fallast á beiðni brotaþola um að kærða yrði gert að sæta nálgunarbanni gagnvart sér frá og með 4. apríl 2019 til og með 25. júlí 2019. Hafi ákvörðun lögreglustjóra verið staðfest með úrskurð i Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - /2019. Lögreglumál 007 - 2020 - Brotaþoli hafi aftur komið á lögreglustöðina í þann 4. nóvember s.l. Hafi hún greint frá því að varnaraðili væri á nýjan leik byrjaður að reyna að setja sig í samband við sig og brotaþola, auk þess sem hann reyndi að fá fólk tengt brotaþola og hennar til að veita sér upplýsingar um brotaþola, dvalarstað hennar o.fl. Hafi áreitið byrjað þann 10. október s.l. með því að varnaraðili hafi reynt að senda brotaþola skilaboð í g egnum Messenger forritið og sent henni fylgjendabeiðni á forritinu Instagram. Þá hafi hann í nokkur skipti reynt að hringja í [...] brotaþola. 5 Enn fremur hafi varnaraðili sett sig í samband við vinnufélaga [...] brotaþola í því skyni að afla upplýsinga um þau. Hafi umræddur einstaklingur staðfest þetta hjá lögreglu. Brotaþoli hafi jafnframt greint frá því að undanfarin ár hefðu reynst henni afar erfið andlega. Hún ætti við kvíðavandamál að stríða, svefnleysi, áfallastreituröskun og alvarlegt þunglyndi sem rekja mætti til háttsemi varnaraðila undanfarin ár. Hafi hún lagt fram vottorð sálfræðings þess efnis. Tekin hafi verið skýrsla af varnaraðila þann 6. nóvember s.l. Þar hafi hann alfarið neitað fyrir að hafa reynt að setja sig í samband við brotaþola. Að mati sóknaraðila þyki sýnt að varnaraðili hafi ítrekað og um langt skeið raskað friði brotaþola með alvarlegum hætti og að miklar líkur séu á að hann muni halda brotum sínum áfram. Því séu skilyrði nálgunarbanns samkvæmt a. lið 4. gr. laganna uppfyllt. Í 6. gr. laganna sé kveðið á um að nálgunarbanni og eða brottvísun af heimili verði aðeins beitt þegar ekki þyki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Við mat á því hvort beita skuli nálgunarbanni og eða brottvísun af he imili skuli m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og eða brottvísun af heimili og þess hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst sé í 4. og 5. g r. laganna. Í tilviki varnaraðila hafi hann einu sinni lýst því yfir skriflega að hann muni ekki setja sig í samband við brotaþola auk þess sem honum hafi tvívegis verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola. Ekki sé talið sennilegt að friðhelgi br otaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Telja verði að réttur brotaþola til að lifa áhyggjulausu lífi án ótta við áreiti varnaraðila gagnvart sér og [...] sínum gangi framar en réttur varnaraðila til að njóta fulls athafnafrelsis. Með vísan til f ramangreinds og framlagðra gagna telji sóknaraðili að skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011 um að varnaraðila verði gert á ný að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola séu uppfyllt og beri því að fallast á kröfuna. II. Af hálfu varnaraðila er kröfu um staðfesti ngu nálgunarbannsins alfarið hafnað. Er byggt á því að um sé að ræða gömul mál og séu hin síðustu frá árinu 2018, með þeim undantekningum sem felist í því að varnaraðili eigi nýlega að hafa sent brotaþola fylgjendabeiðni, hringt í [...] hennar og fjölskyldu og haft samband við samstarfsmann [...] hennar. Þá sé um að ræða eitt tilvik á árinu 2019 sem teljist ekki alvarlegt. Varnaraðili hafni því að hann hafi sett sig í samband við brotaþola eða aðra henni tengdum. Þá sé ekkert af þeim nýl egu tilvikum sem sóknaraðili dragi fram til stuðnings kröfu sinni þess eðlis að nálgunarbann komi í veg fyrir þau. Það sé ekkert í fyrirliggjandi ákvörðun sem segi að varnaraðili megi ekki ræða við fólk úti í bæ. Varnaraðili mótmæli því að hann hafi áreitt varnaraðila eða með öðrum hætti raskað friði hennar. Skilyrði nálgunarbanns séu því ekki uppfyllt. III. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða ef hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola með þeim hætti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 85/2011 kemur fram að við matið verði að líta til fyrri háttsemi þess manns sem krafan beinist gegn og samskipta hans við þann sem banninu er ætlað að vernda. Er í því sambandi vísað til þess að fyrri hótanir, ögranir og önnur samskipti sem veitt geta rökstudda vísbendingu um það sem í vændum sé geti komið til álita. Á hinn bóginn sé ekki nægjanlegt að búast megi við smávægilegum ama af viðkomandi. 6 Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga segir að nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili verði aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Skal þess þá g ætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Við matið sé heimilt að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili sem og þess hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst sé í 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 85/2011 segir að heimilt sé að líta til sömu atriða og nefnd séu í skýringum við 4. gr. frumvarpsins, e n við það mat geti það haft sérstaka þýðingu hvort viðkomandi hafi áður verið gert að sæta nálgunarbanni eða hvort öðrum úrræðum hafi áður verið beitt í stað þess að beita nálgunarbanni eða brottvísun. Af gögnum málsins verður ráðið að varnaraðila hefur t vívegis verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola, fyrst þann 14. september 2018 og síðan 4. apríl 2019. Var í báðum tilvikum um að ræða ákvarðanir sem staðfestar voru með dómi héraðsdóms. Þá liggur fyrir að varnaraðili virti hvorki fyrra nálgun arbannið né stóð hann við yfirlýsingu sem hann gaf hjá lögreglu í ágúst 2018 um að hann myndi ekki koma nálægt heimili brotaþola eða setja sig í samband við hana. Í málinu liggur jafnframt fyrir að varnaraðili hefur reynt að setja sig í samband við brotaþo la á samskiptamiðlum auk þess sem hann hefur reynt að afla sér upplýsinga um hana hjá fólki henni tengdu. Þannig staðfesti samstarfsmaður [...] brotaþola við skýrslugjöf hjá lögreglu að varnaraðili hafi komið á þar sem hann starfar og viljað fá upplýsi ngar um brotaþola og [...] hennar. Varnaraðili hafi gengið hart fram í að fá uppgefið heimilisfang brotaþola og orðið mjög óþægilegur og ágengur þegar talið barst að henni. Loks liggur í gögnum málsins fyrir vottorð C sálfræðings 4. nóvember 2020 sem mun h afa haft brotaþola til greiningar og meðferðar. Kemur þar fram að niðurstöður greiningarviðtala gefi skýrt til kynna að brotaþoli glími við áfallastreituröskun, kvíðaröskun og alvarlegt þunglyndi. Áfallastreituröskunin sé til komin vegna líkamlegs og andle gs ofbeldis af hendi fyrrverandi kærasta og fari einkennin versnandi eftir að varnaraðili fór að setja sig aftur í samband við fólk sem þekki brotaþola. Í ljósi alls framangreinds og rannsóknargagna málsins, sem benda eindregið til þess að brotaþoli hafi mátt sæta ítrekuðu ónæði og röskun á friði vegna háttsemi varnaraðila um nokkurra ára skeið, þykir vera rökstudd ástæða til að ætla að varnaraðili muni halda áfram að raska friði brotaþola í skilningi 4. gr. laga nr. 85/2011 njóti hann fulls athafnafrelsis . Þá verður ekki talið sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og rétt argæslumanns brotaþola sem ákveðinn er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 5. nóvembe r 2020 þess efnis að X , kt. , skuli á ný gert að sæta áframhaldandi nálgunarbanni frá og með 6. nóvember 2020, skv. a og b lið 1. mgr. 4. gr. laga 85/2011 til og með 6. maí 2021, þannig að lagt sé bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A , kt. , á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimili hennar, mælt frá miðju hússins. Jafnframt er lagt bann við því að kærði veiti A eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti. Þóknun skipaðs verj anda varnaraðila, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 148.800 krónur, og Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 99.200 krónur, í báðum tilvikum að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði.