LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. febrúar 2020. Mál nr. 811/2019 : Sævar Gestur Jónsson og Anna Gréta Sigurbjörnsdóttir (Sævar Þór Jónsson lögmaður) gegn Hallgrími Hallgrímssyni (Guðni Á. Haraldsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Kröfugerð. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Héraðsdómur vísaði frá dómi nánar tilgreindum kröfum S og A í framhaldssök gagnsakar í dómsmáli H gegn S og A og kærðu S og A þá úrlausn til Landsréttar. Í kæru kröfðust S og A þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi og kr öfur þær sem vísað var frá dómi yrðu teknar til greina fyrir Landsrétti. Var talið að kröfugerð með þessum hætti í kærumáli vegna úrskurðar um frávísun fengi ekki staðist og væri af þeim sökum óhjákvæmilegt að vísa málinu frá Landsrétti . Úrskurður Landsré ttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Hjörtur O. Aðalsteinsson, settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 2. desember 2019 , sem barst réttinum degi síðar . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 25. nóvember 2019 í málinu nr. E - 1424/2019 þar sem vara - og þrautavarakröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila, sem fram komu í framhaldsstefnu, var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fallist verði á eftirfarandi dómkröfur sóknaraðila í framhaldssök gagnsakar: Að varnaraðila verði gert til vara að greiða sóknaraðilum kr. 130.133.079, - gegn afhendingu sóknaraðila á fasteigninni Heiðarlundi 19, 210 Garðabæ, fastanúmer , merkt ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og öllu sem fylgir og fylgja ber, og afléttingu sóknaraðila á eftirtöldum veðböndum af fasteigninni Heiðarlundi 19, 210 Garðabæ, fastanúmer , merkt : Láni við Íbúðalánasjóð (áður Frjálsa hf.) upphaflega að fjárhæð kr. 25.000.000 útgefið 7. mars 2005, láni við Í búðalánasjóð upphaflega að fjárhæð kr. 5.531.347 útgefið 28. desember 2011 og tryggingarbréfi útgefnu 26. janúar 2 2005 til handhafa upphaflega að fjárhæð kr. 15.000.000. Að varnaraðila verði gert til þrautavara að greiða sóknaraðilum kr. 105.960.300, - eða l ægri fjárhæð samkvæmt mati dómsins, gegn afhendingu sóknaraðila á fasteigninni Heiðarlundi 19, 210 Garðabæ, fastanúmer , merkt ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og öllu sem fylgir og fylgja ber, og afléttingu [sóknaraðila ] á eftirtöldum veðböndum af fasteigninni Heiðarlundi 19, 210 Garðabæ, fastanúmer , merkt : Láni við Íbúðalánasjóð (áður Frjálsa hf.) upphaflega að fjárhæð kr. 25.000.000 útgefið 7. mars 2005, láni við Íbúðalánasjóð upphaflega að fjárhæð kr. 5.531.347 útgefið 28. desember 2011 o g tryggingarbréfi útgefnu 26. janúar 2005 til handhafa upphaflega að fjárhæð kr. 15.000.000. Þá krefjast sóknaraðilar kærumálskostnaðar . 3 Varnaraðili krefst þess að málinu verði vísað frá Landsrétti, til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur en að því frágengnu sýknu af kröfum sóknaraðila. Þá krefst varnaraðili kæru málskostnaðar. Niðurstaða 4 Í framangreindri kröfugerð sinni til Landsréttar kref jast sóknaraðil ar efnislegrar úrlausnar um þær dómkröfur sínar á hendur varnaraðil a , sem sættu frávísun í h inum kærða úrskurði, en ger a ekki kröfu til þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Kröfugerð með þessum hætti í kærumáli vegna úrskurðar um frávísun fær ekki staðist og er af þeim sökum óhjákvæmilegt að vísa málinu frá Land srétti . 5 Sóknaraðil um verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir . Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Sóknaraðilar, Sævar Gestur Jónsson og Anna Gréta Sigurbjörnsdóttir , greiði óskipt varnaraðila, Hallgrími Hallgrímssyni, 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 25. nóvember 2019 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 28. október síðastliðinn, er höfðað með framhaldsstefnu 13. septe mber síðastliðinn, af Sævari Gesti Jónssyni og Önnu Grétu Sigurbjörnsdóttur, Greniási 8, Garðabæ, á hendur Hallgrími Hallgrímssyni, Hrísmóum 8, Garðabæ. Um er að ræða framhaldssök gagnsakar í máli aðila númer E - 172/2019. Framhaldssökin hefur ekki verið sa meinuð gagnsök þess máls, en stefndi í framhaldssök krefst þess að hafnað verði að sameina framhaldssök gagnsök fyrrnefnds dómsmáls. Vegna frávísunarkröfu stefnda, sem er til meðferðar í þessum þætti málsins, hefur ekki verið leyst úr ágreiningi aðila um h vort framhaldssökin verði sameinuð máli númer E - 172/2019. Endanlegar dómkröfur stefnenda í framhaldssök eru aðallega að stefnda verði, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 100.000 krónur á dag, frá uppkvaðningu héraðsdóms þar til skyldunni er fullnægt, 3 gert a ð gefa út afsal til stefnenda fyrir fasteigninni Heiðarlundi 19, Garðabæ, fastanúmer , ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og öllu sem fylgir og fylgja ber. Til vara er þess krafist að stefndi greiði stefnendum 130.133.079 krónur, eða lægri fjárhæð gegn a fhendingu á fasteigninni að Heiðarlundi 19 í Garðabæ, fastanúmer , ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og öllu sem fylgir og fylgja ber og afléttingu stefnenda á eftirtöldum veðböndum af fasteigninni að Heiðarlundi 19, Garðabæ: Láni við Íbúðalánasjóð, upph aflega að fjárhæð 25.000.000 króna, útgefnu 7. mars 2005, láni við Íbúðalánasjóð, upphaflega að fjárhæð 5.531.347 krónur, útgefnu 28. desember 2011, og tryggingarbréfi, útgefnu 26. janúar 2005, til handhafa, upphaflega að fjárhæð 15.000.000 króna. Til þra utavara krefjast stefnendur þess að stefndi greiði þeim 105.960.300 krónur, eða lægri fjárhæð, gegn afhendingu á fasteigninni að Heiðarlundi 19 í Garðabæ, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og öllu sem fylgir og fylgja ber og afléttingu stefnenda á eftirtöld um veðböndum af fasteigninni að Heiðarlundi 19: Láni við Íbúðalánasjóð, upphaflega að fjárhæð 25.000.000 króna, útgefnu 7. mars 2005, láni við Íbúðalánasjóð, upphaflega að fjárhæð 5.531.347 krónur, útgefnu 28. desember 2011, og tryggingarbréfi, útgefnu 26. janúar 2005, til handhafa, upphaflega að fjárhæð 15.000.000 króna. Loks krefjast stefnendur í framhaldssök málskostnaðar. Auk þess að krefjast þess að hafnað verði að framhaldssök verði sameinuð gagnsök krefst stefndi í framhaldssök þess að hann verði s ýknaður af kröfu stefnenda um útgáfu afsals fyrir Heiðarlundi 19 í Garðabæ að viðlögðum dagsektum. Þá krefst stefndi þess aðallega að vara - og þrautavarakröfu stefnenda verði vísað frá dómi, en til vara að stefndi verði sýknaður af vara - og þrautavarakröfu m stefnenda, eða þær lækkaðar. Loks er krafist málskostnaðar. Stefnendur í framhaldssök krefjast þess að frávísunarkröfu stefnda verði hrundið. Einnig er krafist málskostnaðar. Í þessum þætti málsins er leyst úr ágreiningi aðila um frávísunarkröfu stefnd a. Stefndi í framhaldssök verður eftirleiðis nefndur aðalstefnandi og stefnendur í framhaldssök gagnstefnendur. I A Ágreiningur máls þessa varðar fasteignina að Heiðarlundi 19 í Garðabæ. Aðalstefnandi er afsalshafi eignarinnar. Aðalstefnandi höfðaði aðalsök málsins númer E - 172/2019 á hendur gagnstefnendum með stefnu birtri 5. febrúar 2019. Eru þær kröfur gerðar aðallega að kaupsamningur frá 15. febrúar 2005 um Heiðarlund 19 verði dæmdur ógildur og að hann verði afmáður úr veðmálabókum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Einnig að gagnstefnendur verði in solidum dæmd til að aflétta eftirtöldum veðböndum af fastei gninni Heiðarlundi 19: Láni við Íbúðalánasjóð, upphaflega að fjárhæð 25.000.000 króna, útgefnu 18. júlí 2012; láni við Íbúðalánasjóð, upphaflega að fjárhæð 5.531.347 krónur, útgefnu 28. desember 2011, og tryggingarbréfi útgefnu 26. janúar 2005 til handhafa að fjárhæð upphaflega 15.000.000 króna en til vara gegn greiðslu aðalstefnanda til gagnstefnenda á 6.992.784 krónum. Til þrautavara gegn greiðslu aðalstefnanda til gagnstefnenda að fjárhæð 12.792.784 krónur að viðlögðum 100.000 krónum í dagsektir fimmtán dögum eftir uppkvaðningu dóms. Aðalstefnandi krefst þess til vara að viðurkennd verði með dómi riftun aðalstefnanda á kaupsamningi hans við gagnstefnendur frá 15. febrúar 2005 um einbýlishúsið að Heiðarlundi 19 í Garðabæ, fastanúmer , sem fór fram 2. j anúar 2019, og að hann verði afmáður úr veðmálabókum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur að gagnstefnendur verði in solidum dæmd til þess að aflétta eftirtöldum veðböndum af fasteigninni Heiðarlundi 19, Garðabæ: Láni við Íbúðalánasjóð u pphaflega að fjárhæð 25.000.000 króna útgefnu 18. júlí 2012; láni við Íbúðalánasjóð upphaflega að fjárhæð 5.531.347 krónur, útgefnu 28. desember 2011, og tryggingarbréfi útgefnu 26. janúar 2005 til handhafa að fjárhæð upphaflega 15.000.000 króna en til var a gegn greiðslu aðalstefnanda til gagnstefnenda á 6.992.784 krónum. Til þrautavara gegn greiðslu aðalstefnanda til gagnstefnenda að fjárhæð 12.792.784 krónur að viðlögðum 100.000 krónum í dagsektir fimmtán dögum eftir uppkvaðningu dóms. 4 Til þrautavara kre fst aðalstefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að kaupsamningur milli aðalstefnanda og gagnstefnenda frá 15. febrúar 2005 um einbýlishúsið að Heiðarlundi 19 í Garðabæ, sé ógildur sem eignarréttar - yfirfærslugerningur og að hann verði afmáður úr veðmála bókum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Einnig að gagnstefnendum verði með dómi gert að afhenda stefnanda fasteignina að Heiðarlundi 19 í Garðabæ að viðlögðum 100.000 króna dagsektum fimmtán dögum eftir uppkvaðningu dóms. Þá er þess krafist að viðurkennd verði bótaskylda gagnstefnenda á tjóni aðalstefnanda fyrir það að hafa ekki komist að eign sinni að Heiðarlundi 19 frá og með 15. febrúar 2019. Loks er krafist málskostnaðar úr hendi gagnstefnenda. Með úrskurði dómsins 26. mars 2019 var leyst úr ágreiningi aðila um að stefnu málsins, eða útdrætti úr henni, yrði þinglýst á fasteignina Heiðarlund 19 í Garðabæ. Var kröfu aðalstefnanda um það hafnað. Gagnstefnendur höfðuðu mál til gagnsakar á hendur aðalstefnanda 22. mars 2019 og kröfðust þess að aðalstefnanda yrði með dómi að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 100.000 krónur á dag, frá uppkvaðningu héraðsdóms þar til skyldunni yrði fullnægt, gert skylt að gefa út afsal til gagnstefnenda fyrir fasteigninni að Heiðarlundi 19 í Garðabæ ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og öllu sem fylgir og fylgja ber. Þá kröfðust gagnstefnendur málskostnaðar. Gagnsökin var sameinuð aðalsök við þingfestingu gagnsakar 27. mars 2019. B Atvik málsins eru rakin aftur til ársins 1987 en það ár stofnaði aðalstefnandi ásamt t veimur öðrum félagið Ósey hf. Í stefnu segir að gagnstefnandinn Sævar hafi séð um stofnun félagsins og verið bókari þess frá upphafi. Árið 2005 var aðalstefnandi framkvæmdastjóri félagsins 2005. Var félagið illa statt fjárhagslega og var neitað um lán frá Landsbanka Íslands. Þá mun Sævar hafa lánað félaginu sjö milljónir króna. Gaf aðalstefnandi út tryggingarbréf til handhafa að fjárhæð 15 milljónir króna sem hvílir á Heiðarlundi 19. Í stefnu segir að lánið hafi ekki dugað til að leysa fjárhagsvanda félagsi ns og hafi Sævar boðist til að lána félaginu meiri fjármuni. Tóku gagnstefnendur í því skyni lán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum 7. mars 2005 og setti aðalstefnandi að veði einbýlishúsið að Heiðarlundi 19. Var andvirði lánsins lagt inn á reikning gagnste fnandans Sævars og með því greidd upp lán sem hvíldu á 1. - 7. veðrétti eignarinnar að Heiðarlundi 19, samtals að fjárhæð 12.792.784 krónur. Eftirstöðvar lánsins fóru til greiðslu á skuldum Óseyjar hf. Þá segir í stefnu að til þess að fá lánið frá Frjálsa f járfestingarbankanum hafi verið útbúinn kaupsamningur til málamynda, dagsettur 15. febrúar 2005, þar sem aðalstefnandi hafi selt einbýlishúsið að Heiðarlundi 19 til gagnstefnenda. Segir að það hafi einnig verið gert þar sem aðilar hafi talið að hugsanlega gætu fallið á aðalstefnanda kröfur vegna Óseyjar hf. Kaupverðið hafi verið sagt vera 40 milljónir króna en eignin hafi á sama tíma verið metin á 50 milljónir. Afhending eignarinnar hafi ekki farið fram og hafi aðalstefnandi og fjölskylda hans búið í eignin ni næstu sex árin. Í greinargerð segir að lánið hafi ekki dugað til að vinda ofan af skuldavanda Óseyjar hf. Komið hafi fram í samtali aðalstefnanda við gagnstefnanda Sævar að félagið myndi þurfa að minnsta kosti 12 milljónir til viðbótar til að tryggja r ekstur félagsins. Þá hafi jafnframt allt stefnt í að áhvílandi lán á Heiðarlundi 19 færu í vanskil. Það hafi því ekki verið tilviljun að aðalstefnandi hafi leitað til Sævars um fjármögnun og hafi aðalstefnandi átt frumkvæðið að því og verði að ætlað að ást æða þess hafi verið að horfur í rekstrinum hafi versnað sem hafi haft bein áhrif á greiðslugetu aðalstefnanda. Hafi Sævar látið til leiðast og tekið 25 milljóna króna lán hinn 7. mars 2005 og hafi fasteignin að Heiðarlundi 19 verið sett að veði. Samhliða þ essu hafi verið gerður samningur um kaup gagnstefnenda á fasteign aðalstefnanda. Ennfremur segir að ætlun aðalstefnanda hafi verið að endurskipuleggja fjármál sín með því að losa um eignir, greiða inn á skuldir félagsins sem hann hafi verið í persónulegri ábyrgð fyrir, létta á greiðslubyrði með því að gera upp áhvílandi lán og leysa síðar eignina til sín gegn greiðslu kaupverðsins til gagnstefnenda. 5 Bú Óseyjar var tekið til gjaldþrotaskipta 28. apríl 2005 og gat félagið ekki greitt gagnstefnandanum Sævari það lán sem um ræðir. Í febrúar 2007 hafi aðalstefnandi freistað þess að leysa málið og gera upp eftirstöðvar skuldarinnar að fjárhæð 1.800.000 krónur. Við þá greiðslu skyldi kaupsamningur um fyrrnefnda fasteign falla niður og aðalstefnandi taka við áhvíla ndi veðlánum. Ekki varð af því og hafi Sævar neitað að taka við greiðslu frá aðalstefnanda en krafði hann þess í stað um sjö milljóna króna. Meðal málsgagna eru drög að samkomulagi vegna fasteignarinnar að Heiðarlundi 19 sem gerð voru á árunum 2012 og 201 3 en leiddu ekki til niðurstöðu um ágreining aðila. Með bréfi lögmanns aðalstefnanda til gagnstefnenda 2. janúar 2019 var krafist ógildingar en til vara riftunar á fyrrnefndum kaupsamningi aðila. Lögmaður gagnstefnenda svaraði bréfinu degi síðar og hafnað i kröfum aðalstefnanda. Vísaði lögmaðurinn til þess að kröfur aðalstefnanda væru fallnar niður sökum fyrningar og tómlætis. II Málsástæður og lagarök aðalstefnanda fyrir frávísunarkröfu Af hálfu aðalstefnanda er bent á að með kröfugerð sinni í framhald ssök séu gagnstefnendur að auka við þær kröfur sem þau hafi sett fram í málinu í gagnsök í málinu sem hafi verið þingfest 27. mars síðastliðinn. Kröfðust gagnstefnendur þess í gagnsök málsins að aðalstefnandi yrði dæmdur til þess að gefa út afsal til þeirr a fyrir einbýlishúsinu að Heiðarlundi 19 í Garðabæ. Með framhaldsstefnu hafi gagnstefnendur aukið við kröfur sínar í gagnsök og krefjist þess til vara að aðalstefnandi verði dæmdur til þess að greiða þeim 130.133.079 krónur, eftir leiðréttingu með sókn í m álinu, nái aðalkrafa þeirra ekki fram að ganga. Efni varakröfunnar sé eftirfarandi: 1. Endurgreiðsla kaupverðs, 40.000.000 króna. 2. Greiðsla fyrir mismun á kaupverði og markaðsvirði, 54.000.000 króna. 3. Endurgreiðsla vaxta og afborgana af lánum er hvíla á eigninni, 33.158.671 króna. 4. Endurgreiðsla á fasteignagjöldum, 1.112.030 krónur. 5. Endurgreiðsla á leiðréttingarfjárhæð, 1.862.378 krónur. Aðalstefnandi fullyrðir að ekki séu uppfyllt skilyrði fyrir fra mhaldssök í málinu og verði því vart haldið fram hvað varði töluliði númer 1 - 5 að framan að gagnstefnendur hafi ekki getað komið fram með þær kröfur strax við þingfestingu gagnsakar. Þannig verði að meta það gagnstefnendum til vanrækslu af hafa ekki sett f ram kröfur þessar í einu lagi þegar við þingfestingu gagnsakar, sbr. 29. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé byggt á því af hálfu aðalstefnanda að gagnstefnendur hafi í dag ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um varakröfur í framhaldssök, ógiltur eða hvort hann standi óbreyttur. Því beri að vísa öllum varakröfum gagnstefnenda frá dómi. Þá hafi gagnstefnendur getað sett fram kröfu um endurgreiðslu á kaupverði þegar þau hafi skilað gre inargerð sinni í aðalsök og í síðasta lagi við þingfestingu gagnsakar. Það hafi þau hins vegar ekki gert. Ekkert hafi breyst frá þeim tíma sem réttlæti það að sú krafa sé nú fyrst sett fram. Sé um það vísað til 29. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Gagnstefnendur hafi á engan hátt gert grein fyrir því á hvern hátt þau hafi greitt þær 40.000.000 króna sem þau krefjist í framhaldssök. Fyrir liggi að þau hafi tekið lán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum sem notað hafi verið að hluta til þess að greiða upp skuldir Óseyjar hf. Þannig hafi andvirði þess ekki nema að hluta til runnið til aðalstefnanda. Á engan hátt sé gerð grein fyrir þessu í framhaldssök. Ekki séu lagðar fram greiðslukvittanir eða bankakvittanir því til staðfestingar að þau hafi greitt up sé meðal annars á því byggt að þau hafi greitt kaupverðið með því að yfirtaka tryggingarbréf útgefið af aðalstefnanda til handhafa. Yfirtaka tryggingarbréfs geti aldrei verið greiðsla. Engin grein sé gerð fyrir því hvort einhver s kuld hafi staðið að baki því tryggingarbréfi sem gagnstefnendur hafi yfirtekið. Þá sé heldur ekki gerð grein fyrir því hvernig lokagreiða samkvæmt kaupsamningi hafi verið greidd. Aðalstefnandi hafi lagt fram yfirlit yfir tékkareikning frá árinu 2005. Þar komi engar þær greiðslur fram sem séu hluti af kaupverði frá gagnstefnendum. Þannig hafi gagnstefnendur með engu móti reifað 6 það nægjanlega hvernig þau telji sig hafa greitt kaupverðið. Þá hafi þau engin gögn lagt fram þessu til stuðnings. Sé þetta í andst öðu við e. og d. liði 80. gr. laga nr. 91/1991. Þegar aðalsök hafi verið þingfest hafi legið fyrir að einbýlishúsið að Heiðarlundi 19 hafði hækkað verulega í verði frá árinu 2005 og fram til þingfestingar aðalsakar. Um það sé almenn vitneskja. Enginn fyri rvari hafi verið gerður um það í gagnsök að gagnstefnendur hygðust setja fram slíka kröfu. Full ástæða hafi verið til þess þar sem eignin hafi verið talsvert verðmeiri á þessum tíma. Slík krafa komist því nú ekki að, sbr. 29. gr. laga nr. 91/1991. Umfjöllu n um kröfu þessa uppfylli heldur ekki skilyrði e. og d. liða 80. gr. sömu laga. Þannig sé enga umfjöllun að finna um það hvernig þessi fjárhæð sé fundin, hvernig hún sundurliðist eða hvort hún byggist á reikningum fyrir vinnu sem gagnstefnendur hafi lagt f ram. Engin lagarök séu heldur færð fram til stuðnings kröfunni og einungis fullyrt að um óréttmæta auðgun yrði að ræða ef ekki yrði fallist á kröfuna. Þá sé á engan hátt fjallað um það á hvern hátt hafi verið um óréttmæta auðgun að ræða eða hvert sé hið ór éttmæta atferli af hálfu aðalstefnanda. Ekkert tillit sé heldur tekið til þess að aðalstefnandi hafi búið í eigninni út árið 2011. Gagnstefnendur, sem séu sérfróðir aðilar um bókhald, hafi haft allar upplýsingar um afborganir og vexti af lánum sem hafi hv ílt á einbýlishúsinu þegar skilað var greinargerð í aðalsök. Krafið sé um afborganir og vexti tímabilið 2005 - 2019. Þannig hafi gagnstefnendur við þingfestingu gagnsakar getað komið fram með þessar kröfur en hafi ekki gert og því sé of seint fyrir þau hálfu ári seinna að setja þær fram. Það verði að virða þeim til vanrækslu. Sé um það vísað til reglunnar í 29. gr. laga nr. 91/1991. Þá sé á engan hátt gerð grein fyrir hlutdeild aðalstefnanda í þessum greiðslum en sú hlutdeild sé reifuð í stefnu, þar sem fram komi að aðalstefnandi hafi greitt til gagnstefnenda um 5.800.000 krónur og heldur ekki þeirri staðreynd að stór hluti af þessu láni hafi farið til að styðja við bakið á Ósey hf. sem hafi staðið illa á þessum tíma. Sé hér um verulega vanreifun að ræða með v ísan til e. og d. liða 80. gr. laga nr. 91/1991. Aðalstefnandi kveður að sömu sjónarmið eigi við um fasteignagjöld. Um sé að ræða kröfu vegna fasteignagjalda og trygginga fyrir árin 2005 - 2019. Gagnstefnendur hafi haft allar upplýsingar um gjöld þessi í mars 2019. Því hafi þeim borið að setja fram þessa k röfu við þingfestingu gagnsakar í lok mars 2019. Sú staðreynd að þau hafi ekki gert það verði að virða þeim til vanrækslu. Þá sé á engan hátt gerð grein fyrir hlutdeild aðalstefnanda í þessum greiðslum en sú hlutdeild sé reifuð í stefnu þar sem fram komi a ð aðalstefnandi hafi greitt til gagnstefnendum um 5.800.000 krónur. Sé hér um verulega vanreifun að ræða með vísan til e. og d. liða 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá kveður aðalstefnandi að sömu sjónarmið og rakin séu að framan eigi við um endurgreiðslu leið réttingarfjárhæða. Fjárhæðir þessar komi fram í umsókn gagnstefnenda sem lögð hafi verið fram þegar gagnstefnendur hafi skilað greinargerð sinni í gagnsök 27. mars 2019. Þannig hafi þau getað sett fram kröfu þessa við þingfestingu gagnsakar og geti því ekk i hálfu ári seinna komið með slíka kröfu, sbr. 29. gr. laga nr. 91/1991. Í þrautavarakröfu byggi gagnstefnendur ekki lengur á hækkun markaðsverðs eignarinnar, en krefji þess í stað um kostnað sem þau kalli endurbætur á fasteigninni að fjárhæð 29.827.221 k róna. Nemi fjárhæð þrautavarakröfu gagnstefnenda 105.960.300 krónum og sundurliðist þannig: 1. Endurgreiðsla kaupverðs, 40.000.000 króna. 2. Endurgreiðsla vaxta og afborgana af lánum er hvíla á eigninni, 33.158.671 króna. 3. Endurgreiðsla á fasteignagjöldum, 1. 112.030 krónur. 4. Endurgreiðsla á leiðréttingarfjárhæð, 1.862.378 krónur. 5. Endurbætur á Heiðarlundi 19, 29.827.221 króna. Það sama gildi sem áður sé rakið. Hafi gagnstefnendur haft allar upplýsingar um kröfuliði 1 - 4 þegar gagnsök hafi verið þingfest. Þegar af þeirri ástæðu eigi með vísan til 29. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að vísa kröfunum frá dómi. Verði að virða gagnstefnendum það til vanrækslu að hafa ekki komið fram með þessar kröfur í síðasta lagi við þingfestingu gagnsakar. Þá verði vart talið að gagnstefnendur hafi reifað nægjanlega kröfur sínar samkvæmt 5. tölulið að framan. Enga umfjöllun sé að finna um sundurliðun hennar eða hvaða upplýsingar hafi legið til grundvallar kröfunni. Ekki sé gerður greinarmunur á endurbótum eða lagfæringum . Þá liggi fyrir að stór hluti af þeim endurbótum sem gagnstefnendur hafi staðið fyrir hafi verið fagurfræðilegur og gerður til þess að þóknast 7 þeirra kröfum, eins og rakið sé í matsgerð dómkvaddra matsmanna, en ekki til viðhalds á eigninni. Þá hafi gagnst efnendur vitað að eignarhald þeirra hafi verið umdeilt og háð takmörkunum. Því hafi allar framkvæmdir verið á þeirra ábyrgð. Nauðsynlegt hafi verið að fjalla nánar um þetta í stefnu í framhaldssök en það hafi ekki verið gert. Þá sé enga umfjöllun að finna um það hjá gagnstefnendum hvort um sé að ræða skaðabótakröfu eða kröfu um endurgreiðslu auðgunar. Krafan sé því svo vanreifuð að vísa beri henni frá dómi, sbr. e. og d. liði 80. gr. laga nr. 91/1991. Loks fullyrti lögmaður aðalstefnanda við munnlegan flut ning málsins að með framhaldssökinni væru gagnstefnendur að tefla fram nýjum málsástæðum sem röskuðu grundvelli frumsakar málsins. III Málsástæður og lagarök gagnstefnenda vegna frávísunarkröfu Gagnstefnendur byggja heimild til framhaldsstefnu fyrir kröfum sínum á 29. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Heimilt sé að auka við kröfur eða hafa uppi nýjar kröfur eftir þingfestingu máls ef það er gert fyrir aðalmeðferð. Sett séu tvö skilyrði f yrir höfðun framhaldssakar, það er ef skilyrði 1. mgr. 27. gr. laganna sé fullnægt og að það verði ekki metið aðila til vanrækslu að hafa ekki gert kröfur sínar í einu lagi í upphafi. Telji gagnstefnendur skilyrði greinarinnar uppfyllt. Hvað fyrra skilyrði ð varði þá liggi fyrir að kröfurnar eru allar samrættar í skilningi 1. mgr. 27. gr. laga nr. 91/1991, enda eigi þær rætur að rekja til sama löggernings eða kaupsamnings 15. febrúar 2005. Hvað varði hitt skilyrðið þá liggi fyrir að kröfur í framhaldssök séu að öllu leyti byggðar á gögnum sem hafi ekki verið ekki fyrir hendi við þingfestingu gagnsakar. Gagnstefnendur hafi því ekki sýnt af sér vanrækslu eins og haldið sé fram. Telji gagnstefnendur að þau eigi lögvarða kröfu á hendur aðalstefnanda telji dómurin n að skilyrði séu til að ógilda eða rifta kaupsamningi aðila. Af hálfu aðalstefnanda sé þess krafist að kröfum gagnstefnenda verði vísað frá dómi. Byggt sé á því að gagnstefnendur hafi getað haft kröfurnar uppi í gagnstefnu og að þau hafi sýnt af sér vanr ækslu með því að hafa kröfurnar ekki uppi við þingfestingu gagnsakar. Þessu sé mótmælt og vísað til þess að engar almennar reglur gildi um þetta og sé mat á vanrækslu háð atvikum hverju sinni. Krafa gagnstefnenda um endurgreiðslu kaupverðs að fjárhæð 40.00 0.000 króna sé byggð á því að aðalstefnanda beri að endurgreiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi sem hafi verið ákveðið og greitt eins og samið hafi verið um. Endurgreiðslan sé lögbundin verði fallist á kröfur aðalstefnanda í aðalsök. Krafan sé ógjal dfallin og háð því að fallist verði á ógildingu eða riftun í aðalsök. Riftun eigi að gera aðila eins setta og ef samningur hefði ekki verið gerður, sbr. 2. mgr. 33. gr. laga um fasteignakaup. Hvað varði greiðslu mismunar á kaupverði og markaðsverði fastei gnarinnar sé á því byggt að aðalstefnanda beri að greiða þann mismun sem staðfestur hafi verið með mati dómkvaddra matsmanna. Í matsgerðinni segi að töluverðar endurbætur hafi verið gerðar á húsinu og sé ástand þess mjög gott. Sé núvirði eignarinnar 94.000 .000 króna og geri gagnstefnendur því kröfu um greiðslu að fjárhæð 54.000.000 króna sem sé mismunur á umsömdu kaupverði og verðmati. Sé gagnstefnendum heimilt að hafa þessa kröfu uppi, enda ekki tilefni til þess fyrr og hvað þá við útgáfu gagnstefnu. Matsg erð hafi legið fyrir 9. september síðastliðinn. Þá hafi fyrst legið fyrir endanlegt mat á raunvirði fasteignarinnar sem málið snúist um. Hafi þá fyrst verið tilefni til að hafa uppi þessa kröfu með framhaldsstefnu eða 18. september. Útilokað hafi verið að reikna kröfuna út fyrr, enda hafi þessar forsendur ekki legið fyrir við útgáfu gagnstefnu. Gagnstefnendur hafi því ekki sýnt af sér vanrækslu sem leiða eigi til frávísunar málsins enda hafi ekki verið hægt að hafa kröfuna uppi fyrr. Um tölulið 3 - 5 sé að ö ðru leyti vísað til málsástæðna í framhaldsstefnu og þess sem áður hafi komið fram um endurgreiðslu kaupverðs. Í kröfulið 6 sé metinn kostnaður vegna endurbóta að fjárhæð 29.827.221 króna. Hafi þessi forsenda ekki legið fyrir við útgáfu gagnstefnu og sé g agnstefnendum því nú heimilt að hafa kröfurnar uppi, sbr. 29. gr. laga nr. 91/1991. Engar almennar reglur gildi um mat á vanrækslu í skilningi ákvæðisins. Af dómum megi ráða að dómstólar leggi heildstætt mat á atvik máls hverju sinni. Mat á vanrækslu sé þv í atvikabundið enda sé tekið tillit til þeirra fjölmörgu þátta sem einkenni hvert og eitt dómsmál. Hvað þetta 8 varði beri að hafa í huga að málið sé mjög umfangsmikið að efni til og gagnaöflun tímafrek og hafi teygt anga sína víða og náð yfir langt tímabil. Gagnstefnendur hafi keypt fasteignina 15. febrúar 2005 og frá sama tíma hafi þau greitt af veðlánum, fasteignagjöld og lögboðin tryggingagjöld og annan rekstrarkostnað fasteignarinnar, eða í 14 ár. Aðalsök hafi verið þingfest 24. febrúar 2019. Aðalstefna ndi hafi haft forræði á sakarefninu og lagt grunninn að því og hafi haft til þess nægan tíma. Sama hafi ekki gilt um gagnstefnendur. Kröfurnar séu allar samrættar og sé enginn vafi á að skilyrði framhaldssakar séu fyrir hendi. IV Niðurstaða Aðalstefnand i krefst þess að vara - og þrautavarakröfu gagnstefnenda í framhaldssök verði vísað frá dómi. Byggir aðalstefnandi á því að skilyrði 29. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála séu ekki uppfyllt í málinu til útgáfu framhaldsstefnu og verði að virða það ga gnstefnendum til vanrækslu að hafa ekki komið fram með dómkröfur sínar strax við þingfestingu gagnsakar í málinu. Einnig að umdeildum kröfum í framhaldssök fylgi nýjar málsástæður sem raski grundvelli málsins. Þá bendir aðalstefnandi á að gagnstefnendur ha fi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um varakröfur í framhaldssök, enda liggi ekki fyrir hvort kaupsamningur aðila verði ógiltur eða hvort hann stendur óbreyttur. Loks vísar aðalstefnandi til þess að vara - og þrautavarakrafa gagnstefnenda sé vanreifu ð og fari í bága við d. og e. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Gagnstefnendur hafna sjónarmiðum aðalstefnanda um frávísun málsins og benda einkum á að það verði ekki metið þeim til vanrækslu að hafa ekki sett allar kröfur sínar fram í einu lagi í upp hafi. Telja gagnstefnendur skilyrði 29. gr. laga nr. 91/1991 uppfyllt og fullyrða að kröfur þeirra séu allar samrættar í skilningi 1. mgr. 27. gr. laganna, enda eigi þær rætur að rekja til sama löggernings eða kaupsamnings frá 15. febrúar 2005. Þá liggi f yrir að kröfur í framhaldssök séu að öllu leyti byggðar á gögnum sem hafi ekki verið fyrir hendi við þingfestingu gagnsakar. Því hafi gagnstefnendur ekki sýnt af sér vanrækslu eins og haldið sé fram. Telji gagnstefnendur að þau eigi lögvarða kröfu á hendur aðalstefnanda fari svo að dómurinn telji að skilyrði séu til að ógilda eða rifta kaupsamningi aðila. Samkvæmt þeim reglum sem fram koma í 80. og 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er ljóst að afmarka ber sakarefni og dómkröfur aðila dómsmáls s kýrlega frá upphafi og eru þröngar skorður reistar við því að nýjar röksemdir komi fram á síðari stigum. Um það vitnar 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Í fjölda dómsúrlausna Hæstaréttar Íslands er vísað til reglu einkamálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Af því leiðir að stefnandi máls hefur ekki ótakmarkaða heimild til að auka við kröfur sínar þegar hann hefur á annað borð lagt grundvöll að því og útlistað sakarefnið í stefnu málsins. Er því alla jafna ekki gert ráð fyrir því að stefnandi ge ti aukið við kröfur sínar undir rekstri málsins. Samkvæmt 29. gr. nefndra laga um meðferð einkamála er þó með framhaldsstefnu heimilt að auka við fyrri kröfu eða hafa uppi nýja kröfu í máli eftir þingfestingu en fyrir aðalmeðferð ef skilyrðum 1. mgr. 27. g r. er fullnægt og það verður ekki metið aðilanum til vanrækslu að hafa ekki gert kröfur sínar í einu lagi í öndverðu. Með umdeildum nýjum kröfur gagnstefnenda, það er vara - og þrautavarakröfu í framhaldsstefnu, gera gagnstefnendur þá kröfu að aðalstefnand i greiði þeim 130.133.079 krónur (varakrafa) eða 105.960.300 krónur (þrautavarakrafan). Um er ræða dómkröfur sem eiga það sammerkt að snúa að uppgjöri aðila fari svo að dómkrafa aðalstefnanda um að kaupsamningur um fasteignina að Heiðarlundi 19 í Garðabæ v erði dæmdur ógildur eða riftun samningsins verði staðfest. Segja gagnstefnendur kröfurnar samrættar í skilningi 1. mgr. 27. gr. laga nr. 91/1991 þar sem þær eigi rætur í sama löggerningi. Fjárkröfur gagnstefnenda í framhaldssök eru sundurliðaðar og varða endurgreiðslu kaupverðs að fjárhæð 40.000.000 króna; endurgreiðslu vaxta og afborgana af lánum að fjárhæð 33.158.671 króna; nemur 1.862.378 krónum og loks greiðslu fyrir mismun á kaupverði og markaðsvirði fasteignarinnar að Heiðarlundi 19 að fjárhæð 54.000.000 króna samkvæmt varakröfu gagnstefnenda, eða endurbætur á sömu fasteign að fjárhæð 29.827.221 króna samkvæmt þrautavarakröfu. Að mati dómsins er ljós t að gagnstefnendur vissu um kaupverð það sem þeir gera nú kröfu um að 9 og annan rekstrarkostnað Heiðarlundar 19. Nefndir útgjaldaliðir voru þekktir o g lágu fyrir við þingfestingu gagnsakar 27. mars 2019. Hvað varðar fjárhæð sem gagnstefnendur telja vera mismun á kaupverði og markaðsvirði fasteignarinnar eða vegna endurbóta á henni verður að líta svo á að gagnstefnendur hafi haft nægar upplýsingar til a ð krefjast þeirra fjárhæða samkvæmt eigin áætlun jafnhliða áskilnaði sem er að finna í greinargerð þeirra í aðalsök um dómkvaðningu matsmanns til að sannreyna slíkar fjárhæðir. Til þess er að líta að upplýsingar um markaðsverð fasteigna eru aðgengilegar og þekktar og þá vissu gagnstefnendur hvaða endurbætur voru gerðar á fasteigninni og hvað þær kostuðu gagnstefnendur. Samkvæmt framangreindu verður að mati dómsins að virða gagnstefnendum það til vanrækslu að hafa ekki komið fram með allar kröfur sínar varða ndi fasteignina að Heiðarlundi 19 í Garðabæ þegar í upphafi málsins. Vara - og þrautavarakrafa gagnstefnenda í framhaldsstefnu uppfyllir því ekki fyrrnefnd skilyrði 29. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Það er enn fremur mat dómsins að með umþrættu m vara - og þrautavarakröfum samkvæmt framhaldsstefnu sé upphaflegum grundvelli málsins raskað þannig að slíka breytingu geti gagnstefnendur ekki gert án samþykkis aðalstefnanda, sbr. e. og d. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Með vísan til þessa verðu r vara - og þrautavarakröfu gagnstefnenda í framhaldsstefnu, sem þingfest var 18. september síðastliðinn, vísað frá dómi. Samkvæmt þessari niðurstöðu málsins hefur ekki þýðingu að fjalla um ætlaða vanreifun á kröfuliðum gagnstefnenda í vara - og þrautavarak röfu þeirra. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms. Úrskurð þennan kveður upp Jón Höskuldsson héraðsdómari. Ú r s k u r ð a r o r ð: Varakröfu og þrautavarakröfu gagnstefnenda á hendur aðalstefnanda (gagnstefnda) í framhaldsstefnu, sem þingfest var 18. september síðastliðinn, er vísað frá dómi. Málskostnaður úrskurðast ekki.