LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 24. júní 2020. Mál nr. 372/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nálgunarbann. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu L um að staðfest yrði ákvörðun hans um að X sætti nánar tilgreindu nálgunarbanni í 12 mánuði á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Í úrskurði Landsréttar kom fram að X hefð i sætt nálgunarbanni gagnvart A í tvígang. Fyrir lægi að X hefði allt frá árinu 2011 ítrekað raskað friði A með því að senda henni SMS - skilaboð. Þá hefði X enn á ný raskað friði A í skilningi a - liðar 4. gr. laga nr. 85/2011 með því að senda henni SMS - skila boð í janúar, febrúar og maí á þessu ári. Þegar litið var til þess langa tíma sem háttsemi X hafði staðið yfir taldi Landsréttur ekki sennilegt að friðhelgi A yrði vernduð með öðrum og vægari hætti en með nálgunarbanni. Var ákvörðun L staðfest. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. júní 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum samdægurs . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að staðfest yrði ákvörðun hans um að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni í 12 mánuði þannig að lagt yrði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A að í Reykjavík, vinnustað hennar á og leikskólann og veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti. Kær uheimild er í 3 . mgr. 15 . gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili . 2 Sóknaraðili krefst þess að framangreind krafa hans verði tekin til greina. 2 3 Varnaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að nálgunarbann verði stytt verulega og að bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili brotaþola að í Reykjavík á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimili hennar, vinnus tað hennar á og leikskólann verði takmarkað. Þá krefst varnaraðili þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Niðurstaða 4 Samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refs ivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta sé á að viðkomandi muni brjóta gegn brotaþola á sama hátt. Fram kemur í 1. mgr. 6. gr. laganna að nálgunarbanni verði aðeins beitt þegar ekki þyki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð m eð öðrum og vægari hætti og skuli þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber i til. Við það mat er heimilt samkvæmt 2. mgr. sömu greinar að líta til þess hvort sakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni sem og þess hvort háttse mi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst er í 4. gr. 5 Eins og greinir í hinum kærða úrskurði hefur varnaraðila tvívegis verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola með úrskurðum Héraðs dóms Vesturlands 16. október 2017 og Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2018. Nálgunarbann samkvæmt fyrri úrskurðinum varði frá 11. október 2017 til 11. apríl 2018 en samkvæmt þeim síðari frá 27. október 2018 til 27. apríl 2019. Með dómi Héraðsdóms Vesturl ands 22. mars 2018 var varnaraðili dæmdur til greiðslu sektar til ríkissjóðs að fjárhæð 120.000 krónur fyrir brot gegn nálgunarbanni samkvæmt fyrri úrskurðinum með því að hafa sent brotaþola SMS - skilaboð 27. janúar 2018. 6 Í fyrri úrskurðinum kemur fram að varnaraðili hafi viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa allt frá árinu 2011 sent brotaþola fjölda SMS - skilaboða og geti verið að þau hafi verið allt að 1.000 talsins. Taldi héraðsdómur mega ráða af mörgum þessara skilaboða að brotaþoli hefði ítrekað gert varnaraðila ljóst að hún vildi ekki eiga nein persónuleg samskipti við hann. Þá tók héraðsdómur fram að samkvæmt fyrirliggjandi dagbókarfærslum og skýrslum lögreglu hefði varnaraðili ítrekað lýst því yfir að hann myndi láta af háttsemi sinni í garð b rotaþola. Í síðari úrskurðinum var meðal annars tekið fram að samkvæmt brotaþola hefði varnaraðili ítrekað og í óþökk hennar sett sig í samband við hana og fylgst með ferðum hennar og sonar hennar við heimili þeirra. Þá lægi fyrir að varnaraðili hefði ítre kað lýst því yfir við lögreglu að hann myndi láta af háttsemi sinni í garð brotaþola. 7 Samkvæmt 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 18. gr. laga nr. 85/2011, hefur úrskurður um nálgunarbann fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða er sannað. 8 Samkvæmt þessu liggur fyrir að varnaraðili hefur allt frá árinu 2011 ítrekað raskað friði brotaþola með því að senda henni SMS - skilaboð. Þá er fallist á það með 3 héraðsdómi að með því að senda brotaþola SMS - ski laboð í janúar, febrúar og maí á þessu ári hafi varnaraðili enn á ný raskað friði hennar í skilningi a - liðar 4. gr. laga nr. 85/2011. Geta þær ástæður sem varnaraðili færði fram fyrir héraðsdómi ekki breytt þessari niðurstöðu. Þegar litið er til þess langa tíma sem háttsemi varnaraðila hefur staðið yfir þykir ekki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti en nálgunarbanni. Er þá litið til þess að varnaraðili hefur ekki staðið við fyrri yfirlýsingar sínar um að láta af háttsemi sinni. Verður krafa sóknaraðila því tekin til greina. 9 Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 14. gr. laga n r. 85/2011. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á þann veg að varnaraðili, X , sæti nálgunarbanni samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili, í 12 mánuði frá og með birtingu ákvörðunarinnar , þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A , kt. , að í Reykjavík, vinnustað hennar á og leikskólann og veiti henni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, Guðbjargar Benjamínsdóttur lögmanns, 195.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 19. júní 2020 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykja víkur staðfesti þá ákvörðun lögreglustjóra frá 11. júní 2020, sem var sama dag birt sak nálg un ar banni í tólf mán uði þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í nám unda við heim ili A, Reykja vík, að vinnu leikskólanum við því að X eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í sam band við hana á annan hátt. Í greinargerð lögreglustjóra segir að það sé forsaga ákvörðunarinn ar að áður hafi verið lagt bann við því að sakborningur nálgaðist beiðanda, A. Með úrskurði Héraðs dóms Vestur lands hafi honum vegna ítrekaðs ónæðis verið bannað frá 16. októ ber 2017 til 16. apríl 2018 að nálgast hana. Hann hafi ekki virt það nálgunarban n. Af þeim sökum hafi hann 22. mars 2018 í Héraðsdómi Vesturlands verið dæmdur til greiðslu sektar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2018 hafi honum verið bannað að nálgast beiðanda frá 27. okt óber 2018 til 27. apríl 2019. Samkvæmt gögnum hafi sakborningur á ný haft samband við beiðanda í óþökk hennar ásamt því að hann hefði fylgst með ferðum hennar og fjölskyldu. Í ljósi framburðar beiðanda, skilaboða sem sakborningur hafi sent henni nýlega, og þess að honum hafi tvívegis áður verið bann að að nálgast beiðanda og verið dæmdur fyrir að brjóta gegn öðrum af tveimur úrskurðum um nálgunarbann telji lög regla að á sak borningi hvíli rökstuddur grunur um að hafa raskað á annan hátt friði brota þola. Lög reglu stjóri telur einnig hættu á að sakbo rningur muni endurtekið raska friði beið anda í skiln ingi ákvæðisins. Með vísan til málsatvika og framlagðra gagna telji lögreglustjóri skilyrði 4 4. gr. laga nr. 85/2011 upp fyllt svo og ekki sé sennilegt að friðhelgi beiðanda verði vernduð á annan og væga ri hátt eins og sakir standa. Þess sé því krafist að ákvörðun embætt isins verði stað fest. Lögreglustjóri tók ákvörðunina 11. júní sl. og var hún birt sakborningi sama dag. Þriðjudaginn 16. júní sl. óskaði sakborningur eftir því að lög reglu stjóri bær i ákvörðun um beit ingu nálgunarbanns undir dómstóla, sbr. heim ild í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 85/2011. Lög reglustjóri sendi dóm inum ákvörðun sína og gögn máls ins sam dægurs með tölvu skeyti, kl. 14.48. Fyrirtaka var ákveðin föstu daginn 19. júní, kl. 1 3.00. Fyrirkall var birt varn araðila 16. júní. Form - og frest skil yrða 12. og 13. gr. laga nr. 85/2011 um nálg un ar - bann og brott vísun af heimili hefur því verið gætt. Til stuðnings kröfu sinni lagði sækjandi fram a) úrskurð Héraðsdóms Vestur lands d ags. 16. október 2017, um nálgunarbann til 11. apríl 2018, b) dóm Héraðsdóms Vestur lands 22. mars 2018 þar sem sakborningur var dæmdur til þess að greiða sekt vegna brots gegn nálg un ar banni, c) úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2018 um nálg un ar bann til 27. apríl 2019, d) skýrslu sem var tekin af beiðanda 10. júní sl. ásamt yfir liti yfir tilkynningar hennar til lögreglu og afrit af smáskilaboðum sem sak borningur sendi beið anda í lok maí 2020 og e) skýrslu sem var tekin af sak born ingi 11. júní sl. Samkvæmt gögnum málsins hefur sakborningur í það minnsta frá árinu 2013 sent beið anda skilaboð í síma. Það ár kom hún til lögreglu og til kynnti áreitið en taldi hann hafa fylgst með henni allt frá árinu 2011. Árið 2016 leit aði beiðandi aftur til lög reglu og bar þá að sakborningur sendi henni smáskilaboð nán ast daglega, héldi sig fyrir utan heim ili hennar og elti hana. Árið 2017 hafði beiðandi fjórum sinnum sam band við lög reglu vegna smáskilaboða frá sakborningi og annars ónæðis. Í fram haldi af því lagði Lögreglustjórinn á Vesturlandi, 11. október 2017, bann við því að sak - borningur nálgaðist beiðanda eða heimili hennar allt til 11. október 2018. Jafn framt var lagt bann við því að sakborningur veitti henni eftirför, nálgaðist hana á alm anna færi, vinnustað hennar, hringdi í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, sendi henni orð sendingar, bréf, smáskilaboð eða tölvuskeyti, ritaði á síður hennar á sam félags miðlum eða setti sig á annan hátt í samband við hana á sama tímabili. Með úrskurði 16 . október 2017 staðfesti Héraðsdómur Vesturlands þessa ákvörðun þó þannig að henni var einungis markaður tími til 11. apríl 2018. Sakborningur braut gegn banninu með því að senda beiðanda smáskilaboð 21. janúar 2018. Í því fólst brot gegn 1. mgr. 232. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og var sakborningur dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð vegna brotsins. Árið 2018 kom beiðandi enn á ný til lögreglunnar vegna áreitis frá sak born ingi. Af því tilefni lagði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, 27. október 2018, bann við því að sakborningur nálgaðist beiðanda, heimili hennar, vinnustaði eða aðra dvalarstaði allt til 27. október 2019. Jafnframt var lagt bann við því að sakborn ingur veitti beiðanda eftir för, nálg aðist hana á almannafæri eða sett i sig í samband við hana á annan hátt. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur var ákvörðunin staðfest þó þannig að henni var mark aður skemmri tími, til 27. apríl 2019. Miðvikudaginn 10. júní 2020 kom beiðandi á lögreglustöð og greindi frá því að sak bornin gur væri aftur farinn að ónáða hana með smáskilaboðum. Hún kvaðst einnig hafa séð hann nálægt leikskóla barns síns. Enn fremur hefði fjölskylda sakbornings tjaldað skammt frá tjaldi hennar á tjaldstæði úti á landi í lok maí en hún hefði ekki séð sak bornin g þar. Hann hefði sent henni skilaboð 28. febrúar sl. og í lok maí hafi hann á einni nóttu sent henni um tuttugu smáskilaboð. Sakborningur gaf skýrslu hjá lögreglu 11. júní sl. Hann staðfesti að hafa sent beið anda smáskilaboð í janúar, febrúar og maí. Fr am kom að hann vildi beiðanda ekk ert illt en hann hefði viljað ræða við hana vegna þess að hann vildi að þau gerðu með sér sam komu lag í votta viðurvist eins og þau hefðu gert áður. Fyrir dómi innti dómari sakborning eftir því í hvaða samkomulag hann h efði verið að vísa í lögregluskýrslu. Að hans sögn höfðu vinir beggja, hans og beiðanda, komið á fundi með þeim þar sem þau sam mæltust um það að kveða niður gróusögur hvort um annað ef þau heyrðu þær og hvorugt myndi eftir þetta ónáða hitt. Þetta sam komu lag hafi þau handsalað. Beið andi hafi ekki haldið samkomulagið því hún 5 hafi nokkru síðar farið í við tal við fjöl miðla þar sem hann hafi verið aðal umfjöll un ar efnið án þess þó að vera nafn greindur. Sakborningur kvaðst hafa reynt, bæði með aðstoð g eðlæknis og sálfræðings, að úti loka beiðanda alfarið úr huga sínum. Það hefði gengið að nokkru leyti. Hins vegar bær ust honum stöðugt til eyrna gróusögur um sig sem hann teldi koma úr vinahópi beið anda. Hann gæti ekki haldið það út að beiðandi og fjölsk ylda hennar litu á hann sem það skrímsli sem honum væri lýst í þessum gróusögum. Þá gripi um sig mjög sterk löngun hjá honum til þess að hafa samband við beiðanda og leiðrétta þær sögur sem um hann gengju. Þessar sögur og löngunin til þess að leiðrétta þá mynd sem beið andi og fjölskylda hennar virtist hafa af honum yllu því að hann gripi í símann og sendi henni smáskilaboð. Það væri það sem hann vildi ræða við hana en hann vildi henni ekki neitt illt. Sakborningur kvaðst jafnframt gera sér grein fyrir þv í að það væri einungis á hans valdi að koma í veg fyrir að beiðandi héldi áfram að biðja um að hann yrði settur í nálgun ar bann. Hann viðurkenndi þó að sögur þar sem ýmsu svæsnu væri logið upp á hann kæmu honum alltaf úr jafnvægi. Hann gengi reglulega til sálfræðings og kvaðst myndi leita til hans eða náins persónulegs vinar þegar löngunin til þess að hafa sam band við beiðanda gerði vart við sig. Ef hann heyrði einhverja sögu um sig, komna frá vinum beiðanda, sem hann teldi óhjá kvæmilegt að leiðrétta kva ðst hann myndi biðja lög mann sinn að hafa sam - band við lögmann beiðanda. Hann kvaðst gera sér grein fyrir því að sjálfur mætti hann ekki hafa samband við hana. Fram kom hjá sakborningi að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að áreiti hans ylli bei ðanda kvíða og vanlíðan fyrr en þau hittust á fund inum sem vinir þeirra komu í kring. Þá fyrst hefði hann áttað sig á því. Eins og áður segir var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 2018 fall ist á að sak - born ingur sætti nálgunarbanni í s ex mánuði talið frá 27. október 2018. Það nálg un ar bann rann út 27. apríl 2019. Samkvæmt fram lögðum gögnum hafði sakborningur eftir að það nálgunar bann rann út samband við brota þola í janúar 2020, aftur í lok febrúar 2020 og svo í lok maí 2020 þega r hann sendi henni all mörg smáskilaboð. Í þeim flestum stóð: . Tveimur dögum síðar sendi hann henni smá skila boð þar sem hann baðst afsök unar á öllum þeim skilaboðum sem hann hefði sent henni. Eins og sérhver maður á beiðandi rétt á njóta friðhelgi einkalífs síns, heim ilis og fjölskyldu. Í því felst meðal annars á hún á ekki að þurfa að þola ónæði frá þeim sem hún vill ekki hafa samskipti við. Embætti lögreglustjóra lagði 11. júní sl. bann við því að sakborningur kæmi á eða í nám unda við heim il i beiðanda, að vinnu stað hennar og leikskóla barns hennar. Jafn framt var lagt bann við því að hann veitti beiðanda eftirför, nálgaðist hana á almanna færi eða setti sig í sam band við hana á annan hátt. Þetta bann á að gilda í ár, til 11. júní 2021. Í lögregluskýrslu sem tekin var af beiðanda 10. júní sl. kemur ekki fram að hún hafi séð sak - borning við heimili sitt hér í Reykjavík eftir að nálgunarbannið rann út í apríl 2019. Hún greinir ekki heldur frá því að hann hafi verið á ferðinni nálægt vinnu sta ð hennar. Hún tiltók ekki að hann hefði veitt henni eftirför síðan í apríl 2019 né heldur að hann hefði reynt að nálgast hana á almannafæri. Hún kvaðst hafa séð hann nálægt leik skóla barns síns og hafi hún í örygg is skyni látið starfsmenn leikskólans haf a mynd af sak borningi. Lögregla innti sak born ing hins vegar ekki að því hvort hann hefði verið á ferð inni nálægt leikskólanum. Á dómþingi spurði sækjandi hann ekki út í það heldur. Þar eð honum hefur ekki gefist færi á að svara því hvort það sé rétt ge tur dóm ur inn ekki litið svo á að það sé staðfest. Að sögn beiðanda áreitir sakborningur einnig foreldra hennar með því að fá sér ætíð starf á sama stað og faðir hennar. Þessu mót - mælti sakborningur en kvaðst hafa fengið laun frá sama aðila og faðir beiða nda en þeir hefðu ekki unnið á sama stað. Ekkert liggur fyrir um að sakborningur hafi brotið gegn nálgunarbanni sem hann var í 27. október 2018 til 27. apríl 2019. Það sem telst sannað að sakborningur hafi gert frá því að síðasta nálgunarbann rann út og getur varðað við lög nr. 85/2011 er að hann sendi beiðanda smáskilaboð í janúar, febrúar og maí sl. Það er ekki 6 refsivert. Dómurinn fellst hins vegar á að með því hafi sak born ingur raskað friði beiðanda á annan hátt en með refsiverðu broti, sbr. a - lið 4. gr. laga nr. 85/2011. Því er heimilt, að öðrum skilyrðum laga uppfylltum, að beita nálg un ar banni. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 skal nálgunarbanni því aðeins beitt að ekki þyki sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð á annan og v ægari hátt. Ákvæði 6. gr. var breytt með lögum nr. 12/2019 og bætt við 3. mgr. þar sem ríkis sak sókn ara var veitt heimild til þess að gefa út almenn fyrirmæli um vægari úrræði skv. 1. mgr., þar á meðal hver slík úrræði geti verið, hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi og hvernig staðið skuli að framkvæmd þeirra. Ekki verður séð að ríkissaksóknari hafi gefið út slík almenn fyrir mæli. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að ýmis lögregluembætti hafi nýtt óform festar yfirlýsingar sakbornings um að halda sig frá brotaþola og setja sig ekki í sam band við hann sem vægara úrræði. Dómurinn dregur ekki í efa að beiðanda sé ami af því að fá smáskilaboð frá sak borningi. Hún vill ekki eiga samskipti við hann og hún hefur borið að orð send ingar ha ns og stundum eftirlit hans með henni, einkum á árum áður, valdi henni mikilli van líðan, veki með henni kvíða og jafnvel hræðslu. Þegar hins vegar er litið til þess á hvaða hátt sakborningur hefur raskað friði beið anda frá því í apríl 2019, þegar nálgu narbann rann út, með smáskilaboðum í þrjú til greind skipti, telur dóm ur inn það nálgunarbann sem embætti lögreglustjóra setti hann í 11. júní sl. allt of víðtækt. Dóm urinn telur þvert á móti að beita megi vægari úrræðum við ama sem þessum. Það hafa önnu r lögregluembætti gert. Til þess er að líta að þótt beiðandi sé hrædd við sakborning og óttist það versta af hans hendi liggur ekkert fyrir um að hann hafi nokkru sinni ógnað henni eða hótað eða komið nær henni en góðu hófi gegnir, þótt hann sýni henni mei ri áhuga en hún kærir sig um. Við fyrirtöku málsins 19. júní sl. óskaði s akborningur bókað í þingbók að hann héti því og lýsti því yfir að hann myndi haga ferðum sínum og gerðum eins og hann væri í nálgunarbanni gagnvart beiðanda. Hann hét því jafnframt og lýsti yfir að hann myndi ekki koma á eða í námunda við heim ili hennar, vinnustað hennar og leik skóla barns hennar. Hann hét því enn fremur og lýsti yfir að hann myndi ekki veita beiðanda eftir för, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband vi ð hana á annan hátt. Auk þess var bókað eftir honum að hann myndi leita sér aðstoðar um leið og hann fengi löngun til eða teldi sig hafa ástæðu til þess að hafa samband við beiðanda þannig að koma mætti í veg fyrir að hann hefði samband við hana sjálfur enda áttaði hann sig á því að því fylgdi ný krafa beiðanda um nálgunarbann. Dómurinn fellst ekki á þau rök að engu breyti fyrir þann sem hefur gefið yfir lýs ingu sem þessa þótt hann sé með úrskurði dómstóls settur í sambærilegt nálgunar bann. Opin beru valdi á því aðeins að beita að ekki verði hjá því komist og þá jafnan af eins miklu hófi og aðstæður framast leyfa. Dómurinn telur þá yfir lýsingu sem sak born ingur gaf fyrir dómi ekki síður bindandi fyrir hann en þvingunarúrræði ríkis valds ins því dóm u r inn gat ekki annað ráðið af framburði sakbornings en að hann vildi reyn ast maður orða sinna. Þar fyrir utan fær dómurinn ekki séð að opinber valdbeiting sé lausn við þeim vanda sem sakborningur glímir við en hann hefur síðastliðna mánuði leitað til sérf ræðinga vegna vanda síns. Dómurinn telur sennilegt að tryggja megi friðhelgi brota þola með vægara úrræði en nálgunarbanni, það er með því að láta reyna á yfirlýsingu sak born ings fyrir dómi. Af þeim sökum verður felld úr gildi sú ákvörðun embættis lögr eglustjórans á höfuð borg ar svæðinu 11. júní sl. sem sakborningur skaut til dómsins. Þóknun skipaðs verjanda sakbornings, Guðbjargar Benjamínsdóttur lög manns., 200.000 kr. greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, um með ferð sa kamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. Tekið hefur verið tillit til virðis auka skatts. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Felld er úr gildi sú ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 11. jú ní 2020 að sakborningi, X ar banni. 7 Þóknun skipaðs verjanda sakbornings, Guðbjargar Benjamínsdóttur lög manns, 200.000 krónur, greiðast úr ríkissjóði. Virðisaukaskattur er innifalinn í þókn un inni.