LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 19. október 2021. Mál nr. 610/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn A , B , C , D og E (Sara Pálsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál . Réttargæslumaður . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem varnaraðilum var synjað um skipun réttargæslumanns . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðil ar skutu málinu til Landsréttar með kæru 14. október 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. október 2021 í málinu nr. R - /2021 þar sem h afnað var beiðni varnar aðila um að þeim yrði skipaður réttargæslumaður vegna rannsókn ar lögreglu á andláti F . Kæruheimild er í e - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili gerir ekki sérstakar kröfur í málinu. 3 Varnaraðilar krefjast þess að hinu m kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið að kröfur varnaraðila um skipun réttargæslumanns og málskostnað verði teknar til greina. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. október 2021 Með bréfi dagsettu 29. september 2021, var af hálfu Söru Pálsdóttur lögmanns, fyrir hönd aðstandenda F , kt. [...], vísað til dómsins ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem fram kemur í tölvupósti lögreglustjóra frá 28. september 2021, um að fella niður tilnefningu lögmannsins sem réttargæslumanns F , vegna rannsóknar lögreglu á andláti hennar, mál nr. [...]. Sóknaraðilar, A , kt. [...], [...], Mosfellsbæ, B , kt. [...], [...], Reykjavík, C , kt. [...], [...], Reykjanesbæ, D , kt. [...], [...], Reykjavík og E , kt. [...], [...], Kópavogi, sem allir eru aðstandendur F heitinnar, krefjast þess að þeim verði skipaður réttargæslumaður. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu. Varnara ðili, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Brekkustíg 39, Reykjanesbæ, gerir engar kröfur í málinu. I Með svarbréfi dómsins, dagsettu 30. september 2021 var beiðni sóknaraðila um skipun réttargæslumanns hafnað. Með kæru, dags. 1. október 2021 var sú ákvörðun d ómsins kærð til Landsréttar. Með úrskurði Landsréttar 6. október 2021, í máli nr. 579/2021, var málinu vísað frá Landsrétti. Með bréfi sóknaraðila til Héraðsdóms Reykjaness, dagsettu 8. október 2021, var þess farið á leit að efni bréfsins, um höfnun skipu nar réttargæslumanns, yrði af dómara fært í úrskurðarform, í því skyni að kæra mætti úrlausnina til Landsréttar. II Um lagaheimild vísar sóknaraðili til 2. mgr. 42. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en þar kemur fram að ef lögregla neiti eða láti hjá líða að tilnefna brotaþola réttargæslumann skv. 41. gr. sömu laga, geti hann leitað atbeina dómara og óskað eftir því að sér verði skipaður réttargæslumaður. Í bréfi sóknaraðila frá 8. október sl., kemur nánar fram að samkvæmt e - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sé hægt að kæra synjun um skipun réttargæslumanns til Landsréttar en samkvæmt orðanna hljóðan verði slík ákvörðun að vera í formi úrskurðar. Þann skilning hafi Landsréttur nú staðfest með frávísun sinni í máli nr. 579/ 2011. Það leiði af framangreindum ákvæðum að úrlausn skv. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 88/2008 verði að vera í formi úrskurðar, ella sé fyrir borð borinn sá kæruréttur sem borgurum sé tryggður með lögum. III Með vísan til e - liðar 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ágreiningur málsins tekinn til úrskurðar. Í svarbréfi dómsins frá 30. september 2021 var eftirfarandi rökstuðningur um höfnun á beiðni sóknaraðila: réttargæslumaður brotaþola, F heitinnar, þann 12. ágúst 2021. Af hálfu lögreglustjóra var um framangreinda ákvörðun hans, um niðurfellingu tilnefningar, vísað til þess að ekki vær u lagaskilyrði fyrir tilnefningu réttargæslumanns fyrir hönd F , og um nánari rökstuðning var vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 11/2020. Í beiðni til dómsins kemur fram að leitað sé atbeina dómara með ósk um að nánar tilgreindum aðstandendum F heitinna r verði skipaður réttargæslumaður, á þeim forsendum að þeir hafi stöðu brotaþola við rannsókn framangreinds lögreglumáls, enda verði þeir taldir brotaþolar í skilningi 1. mgr. 39. gr. laga nr. 88/2008. Dómurinn getur í mörgu tekið undir það sem fram kemur í beiðni, svo sem um eðli máls. Úrlausn dómara getur hins vegar ekki byggst á eðli máls ef ekki teljast vera lagaskilyrði fyrir hendi. Í tilvísuðum dómi Hæstaréttar í máli nr. 11/2020, kemur fram í forsendum Landsréttar, að lögmenn náinna aðstandenda brot aþola í því máli hafi verið skipaðir sem réttargæslumenn, án þess að lagaskilyrði væru til þess samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 41. gr. sömu laga. 3 Þá má jafnframt vísa til dóms Hæstaréttar í máli nr. 665/2015, en þar ke mur eftirfarandi fram: völdum afbrots. Enn fremur sá maður sem telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af refsiverðri háttsemi, enda hafi hún bein st að honum sjálfum. Eins og fram kemur í lögskýringargögnum verður gagnályktað frá ákvæðinu á þann veg að aðrir en þeir, sem afbrot hefur beinlínis beinst að, verða ekki taldir Dómu rinn telur að sömu forsendur eigi við í því máli sem hér er til úrslausnar og fram koma í framangreindum dómum Hæstaréttar, á þann hátt að aðstandendur F heitinnar teljist ekki brotaþolar í skilningi 1. mgr. 39. gr. laga nr. 88/2008. Því séu ekki lagaskily rði skv. 1. mgr. 42. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 41. gr. sömu laga til þess að dómurinn skipi sóknaraðilum réttargæslumann, og með vísan til þess verði að hafna framkominni beiðni. Málskostnaður ákvarðast ekki. Bogi Hjálmtýsson héraðsdó mari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er beiðni sóknaraðila, A , B , C , D og E , um að þeim verði skipaður réttargæslumaður við rannsókn lögreglu á andláti F , mál nr . [...]. Málskostnaður ákvarðast ekki.