LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 3. september 2018. Mál nr. 480/2018: NLL Recycling Ltd. (Guðmundur Óli Björgvinsson lögmaður ) gegn Sindraportinu hf. (Einar Þór Sverrisson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Innsetningargerð. Aðför. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu N Ltd. um að nánar tilgreindur tækjabúnaður yrði tekinn með beinni aðfarargerð úr vörslum S hf. og afhentur N Ltd. Í úrskurði Landsréttar kom fram að N Ltd. hefði fært sönnur á að hann væri einn umráðamaðu r þeirra tækja sem mál þetta lyti að. Var það ekki talið standa í vegi fyrir beinni aðfarargerð að dómsmál væri rekið milli S hf. og móðurfélags N Ltd., A Inc., er lyti að réttarsambandi þeirra á grundvelli kaupa A Inc. á hlutafé í N Ltd. og uppgjöri vegna þeirra viðskipta. Var réttur N Ltd. til að fá umráð tækjabúnaðarins talinn nægilega skýr svo fullnægt væri skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989, um aðför, og ekki talið varhugavert að gerðin næði fram að ganga á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyri r í málinu, sbr. 3. mgr. 83. gr. sömu laga. Var því fallist á kröfu N Ltd. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Ásmundur Helgason og Hervör Þorvaldsdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknara ðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 5. júní 2018. Kærumálsgögn bárust réttinum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. maí 2018, í málinu nr. A - 435/2017, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að nánar tilgreind tæki yrðu t e kin með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila og afhent sóknaraðila. Kæruheimild er í 4. mgr. 84 . gr. laga nr. 90/1989, um aðför . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verið felldur úr gildi og að tekin verði til greina krafa hans um að tækin verði tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila og fengin sóknaraðila. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi auk kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 3 Varnaraðil i krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk málskostnaðar fyrir héra ðsdómi og kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Gerð er grein fyrir málavöxtum og röksemdum aðila í úrskurði héraðsdóms. Eins og þar kemur fram er ágreiningslaust að þau tæki, sem krafa sóknaraðila lýtur að, eru í eigu HSBC Bank Canada (HSBC) sa mkvæmt samningi hans við bankann 1. apríl 2014. Með samningnum leigir sóknaraðili umrædd tæki gegn greiðslu leigugjalds en á rétt á því að kaupa þau á kaupréttardegi 1. apríl 2019 fyrir tiltekið verð. Þangað til á sóknaraðili einn afnotarétt að tækjunum me ð þeim takmörkunum sem leiða af samningnum. Eins og ráðið verður af 9. og 15. gr. samningsins er sóknaraðila meðal annars óheimilt að afhenda öðrum tækin á samningstímanum. 5 Eins og nánar er gerð grein fyrir í úrskurði héraðsdóms var sóknaraðili í eigu varnaraðila uns hann seldi American Iron & Metal Company Inc. (AIM) allt hlutafé í sóknaraðila með kaupsamningi 12. desember 2016. Áður höfðu sömu aðilar undirritað viljayfirlýs ingu um viðskiptin 25. apríl 2016. Fyrir liggur að varnaraðili lét flytja tækin til Íslands áður en kaupin áttu sér stað og er ágreiningslaust að þau eru nú í vörslu varnaraðila. Varnaraðili telur að þau, ásamt öðrum tækjabúnaði sem hafi tilheyrt sóknaraði la, hafi ekki átt að fylgja við söluna á hlutafénu til AIM. Dómsmál er nú rekið í Kanada milli varnaraðila og AIM um það hvaða skilning eigi að leggja í kaupsamninginn að þessu leyti. 6 Samkvæmt 78. gr. laga nr. 90/1989 er manni, sem er með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda, sem hann tjáir sig eiga og telur svo ljós, að sönnur verði færðar fyrir þeim með gögnum, sem aflað verður samkvæmt 83. gr. laganna, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að skyldu þess efnis, sem getur í 72. eða 73. gr. laga nna, verði fullnægt með aðfarargerð, þótt aðfararheimild samkvæmt 1. gr. laganna liggi ekki fyrir. Samkvæmt þessu getur sóknaraðili, sem telur sig réttan umráðamann umræddra tækja, leitað heimildar dómstóla fyrir því að fullnægja megi réttindum hans með be inni aðfarargerð, þannig að þau séu með valdi tekin úr umráðum varnaraðila og afhent sóknaraðila, sbr. 73. gr. laganna. Að jafnaði ber þó að hafna aðfararbeiðni ef varhugavert verður talið að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra sönnunargagna sem h eimilt er að byggja á í slíku máli, sbr. 1. og 3. mgr. 83. gr. laganna. 7 Með fyrrgreindum samningi sóknaraðila og HSBC, sem samkvæmt efni sínu er enn þá í gildi, hefur sóknaraðili fært sönnur á að hann sé einn umráðamaður þeirra tækja sem mál þetta lýtur a ð. Varnaraðili hefur með þeim skriflegu gögnum sem hann hefur lagt fram í máli þessu aftur á móti ekki fært sönnur á að umráða - og notkunarréttur þeirra hafi síðar færst til hans. Í því efni verður að líta til þess að sóknaraðila er óheimilt að ráðstafa tæ kjunum til annars aðila, þar á meðal varnaraðila, án heimildar HSBC sem eiganda þeirra. Ekkert liggur fyrir um að slíkrar heimildar hafi verið aflað. Þvert á móti liggur fyrir að HSBC styður viðleitni sóknaraðila til að endurheimta 3 tækjabúnaðinn. Þá er í f ramlögðum skjölum um viðskipti með hlutafé í sóknaraðila ekki að finna ákvæði er lúta að yfirfærslu umráðaréttar yfir tækjabúnaði félagsins. 8 Af framlögðum gögnum um dómsmálið, sem rekið er í Kanada milli varnaraðila og AIM, verður helst ráðið að það lúti a ð réttarsambandi þessara aðila á grundvelli kaupa síðar greinda félagsins á hlutafé í sóknaraðila og uppgjöri þeirra viðskipta. Þessi málarekstur breytir engu um að með sönnunargögnum, sem heimilt er að byggja á í máli samkvæmt 78. gr. laga nr. 90/1989, he fur verið sýnt fram á umráðarétt sóknaraðila yfir umræddum tækjum og að með vörslu varnaraðila á þeim sé sóknaraðila aftrað að neyta þeirra réttinda sinna. Verður ekki séð að það raski grundvelli málareksturs í Kanada þó að heimilað verði að taka tækin með valdi úr umráðum varnaraðila og afhenda þau sóknaraðila í samræmi við þann rétt sem hann á samkvæmt framlögðum gögnum. Stendur það ekki í vegi fyrir beinni aðfarargerð þó að það dómsmál sé rekið milli móðurfélags sóknaraðila og varnaraðila, sbr. til hliðs jónar 79. gr. laga nr. 90/1989. 9 Í málatilbúnaði varnaraðila er lögð áhersla á að um það hafi verið samið milli AIM, móðurfélags sóknaraðila, og varnaraðila, með samkomulagi 23. febrúar og 6. mars 2017, að hafi einhver tæki verið fjarlægð, sem með réttu haf i átt að tilheyra sóknaraðila, skuli varnaraðili bæta úr því með greiðslu skaðabóta. Verði það niðurstaða hins kanadíska dómstóls að tækin tilheyri sóknaraðila komi því ekki til álita að hann fái þau afhent heldur skuli bæta tjónið með skaðabótum. Það útil oki að sóknaraðili eigi rétt á því að fá þau afhent með beinni aðfarargerð hér á landi. 10 Fyrri hluti ákvæðisins sem hér um ræðir er svohljóðandi í íslenskri þýðingu löggilts endanlegu sam ninganna eigi enn eftir að ákvarða með tilliti til ágreiningsatriðanna, nákvæmlega (a) hvaða kröfu hvor aðili um sig eigi vegna sölu NLL hlutabréfanna til AIM, og (b) hvort samið hafi verið um að búnaðurinn sem deilt er um skyldi verða eftir hjá NLL Recycl ing. Með dómsmeðferð ágreiningsatriðanna þarf því að skera úr um hvaða leiðréttingar þurfi að gera á fjárhæðinni sem hvor aðili um sig skuldar eða hvaða úrræðum sé rétt að beita sökum þess að búnaðurinn sem deilt er um sé enn á hendi annars aðilans eftir a ð salan er gengin í gegn. Ef niðurstaðan er til dæmis sú að aðilar hafi samið um að tiltekinn búnaður skyldi verða eftir hjá NLL Recycling eftir sölu NLL hlutabréfanna, en að Sindraportið hafi fjarlægt búnaðinn fyrir dagsetningu samnings þessa, þá ætti AIM kröfu um bætur á hendur Sindraportinu sem væri bótaskylt vegna þess tjóns. Að sama skapi, ef ekki var samið um að tiltekinn búnaður skyldi vera innifalinn og verða eftir hjá NLL Recycling eftir sölu NLL hlutabréfanna, þá þyrfti AIM að greiða Sindraportinu bætur og/eða afhenda því búnaðinn og AIM 11 Með þessum orðum afmörkuðu varnaraðili og AIM ágreininginn sem fyrirhugað var að leysa annaðhvort með sátt eða úrlausn dómstóla í Kanada. Þar er í dæmaskyni vikið að mögulegu vanef ndaúrræði vegna tækjabúnaðar sem er í vörslu annars en þess sem 4 á samningsbundið tilkall til hans. Ekki er unnt að leggja þann skilning í ákvæðið að með því hafi AIM fyrir hönd samstæðunnar afsalað sóknaraðila rétti til þess að endurheimta vörslur þess tæk jabúnaðar sem mál þetta lýtur að með beinni aðfarargerð hér á landi. 12 Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið þykir réttur sóknaraðila til að fá umráð tækjabúnaðarins vera skýr. Skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 er því fullnægt og þykir ekki varhug avert að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja í málinu, sbr. 3. mgr. 83. gr. sömu laga. Því ber að taka til greina kröfu hans um að heimilt sé að taka tækin með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila og að þau verði fengin sóknaraðila. 13 Með vísan til þessarar niðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Sóknaraðila, NLL Recycling Ltd., er heimilt að fá endurvinnslutæki af gerðinni Lefort Conkeror Metal Baller, Model 500, árgerð 2013, raðnúmer N1152, og krana af gerðinni Terex, TM350, árgerð 2009, r aðnúmer 350M301437, tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila, Sindraportsins ehf., og fengin sóknaraðila. Varnaraðili greiði sóknaraðila 700.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. maí 2018 Með aðfararbeiðni 23. júní 2017 sem móttekin var í dómnum 27. s.m. hefur NLL Recycling Ltd., 340 East White Hills Roads, St. John´s NL, A1A 5J7, Kanada, krafist dómsúrskurðar um að eftirtalin tæki verði tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila, Sin draportsins Skútuvogi 8, 104 Reykjavík og fengin lögmanni sóknaraðila fyrir hönd NLL Recycling: Endurvinnslutæki af gerðinni Lefort Conkeror Metal Baller, Model 500, árgerð 2013, raðnúmer (e. serial number) N1152. Krani af gerðinni Terex, TM350, árgerð 200 9, raðnúmer (e. serial number) 350M301437. Í greinargerð, sem skilað var til dómsins 21. nóvember 2017, var jafnframt gerð krafa um málskostnað að skaðlausu. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hrundið, þannig að gerðin fari ekki fram og að sóknaraðila verði gert að greiða honum málskostnað. 5 I. Málavextir eru að langmestu leyti óumdeildir. Þann 1. apríl 2014 undirritaði sóknaraðili leigusamning við HSBC Bank Canada. Með samningnum tók sóknaraðili tiltekin tæki á leigu af bankanum sem talin eru upp í viðauka við samninginn, þ. á m. þau tæki sem eru andlag aðfararbeiðni málsins. Samkvæmt leigusamningnum tók sóknaraðili að láni alls 1.245.969 kanadadollara sem greiða skyldi með 60 afborgunum, í fyrsta sinn þann 1. apríl 2014. Síðasta greiðsla lánsins samkvæmt samningnum er fyrirhuguð 31. mars 2019. Varnaraðili er fyrrum móðurfélag sóknaraðila. Hinn 25. apríl 2016 var undirritað s.k. viljayfirlýsing (e. letter of intent) um kaup American Iron & Metal Company Inc. (AIM) á öllu hlutafé sóknaraðil a. Kaupverð hlutafjárins var einn kanadadollari og var við það miðað að skuldir gerðarbeiðanda væru ekki meiri en 2.269.367 kanadadollarar. Samkvæmt skjalinu laut það lögum Nýfundnalands og Kanada. Skilningur varnaraðila var sá að eignir myndu ekki fylgja re kstrinum. Í þriðju grein yfirlýsingarinnar, sem ber fyrirsögnina Yfirtaka skulda, kemur fram hvernig kaupverðið var í raun greitt. Þar lofaði AIM að sjá til þess að ábyrgðir fyrirsvarsmanna varnaraðila yrðu felldar niður. Þá var mælt fyrir um að ef skuldir félagsins sem stofnað hefði verið til fyrir 1. maí 2016 væru minni en sem næmi 2.269.367 bandaríkjadölum þá myndi kaupandinn greiða varnaraðila mismuninn en að sama skapi myndu varnaraðili og hluthafar hans greiða mismuninn ef skuldirnar væru meiri. Kaupandinn AIM tók sem sagt að sér að aflétta ábyrgðum og yfirtók félagið í raun með því að ábyrgjast skuldirnar fyrir sitt leyti. Lögð er fram í málinu staðfesting þess frá HSBC - bankanum að ábyrgðir hluthafa og fyrirsvarsmanna varnaraðila hafi verið felldar niður. Enda nlega var gengið frá kaupunum með kaupsamningi um hlutina 12. desember 2016 að sögn sóknaraðila. Af samningi aðila um lausn ágreiningsmála sem risu vegna viðskiptanna, sem gerður var 23. febrúar 2017, verður hins vegar ráðið að enn þurfi að hnýta nokkra la usa enda. Kaupandi tók hins vegar yfir allan rekstur sóknaraðila 1. maí 2016. Eftir það kom til ágreinings milli AIM og varnaraðila um það hvernig samningurinn skyldi túlkaður. Eitt af þeim atriðum sem ágreiningur er um er hvernig fara skuli með eignir og skuldir sóknaraðila, en skilningur varnaraðila er að hans sögn sá að skuldir hafi fylgt rekstrinum en ekki eignir. Vegna þessa var gerður samningur milli aðila 23. febrúar 2017 um það hvernig með ágreininginn skyldi fara. Í inngangskafla samningsins er þv í lýst að sögn varnaraðila hver ágreiningur aðila er, en þar kemur m.a. fram að ágreiningur sé um eignarhald á tækjum, sem hafi verið flutt til Íslands. Með samningnum hafi eignarhald hlutafjárins í sóknaraðila að hans sögn verið fært með formlegum hætti yfir til AIM, auk þess sem ábyrgðir hluthafa varnaraðila vegna sóknaraðila hafi verið felldar niður. Í grein 5 í meginmáli samningsins hafi síðan verið kveðið á um að reynt skyldi að leysa allan ágreining á milli aðila. Gengi það ekki gæti varnaraðili farið með málið fyrir dómstól fram til 31. mars. Yrði það gert gæti AIM gagnstefnt málinu, sbr. 6. gr. meginmáls samningsins. 6 Dómsmál var rekið vegna ágreinings aðila og í ágúst 2017 féll dómur í máli þessara aðila í Kanada þar sem falli st var á að AIM skyldi hafa vörslur þeirra tækja sem deilt var um. Framangreindur leigusamningur milli HSCB - bankans og sóknaraðila skiptist í almenna skilmála sem eru síðan hinum sérstaka hluta samningsins til fyllingar. Í gr. 5 segir, í lauslegri þýðingu er hægt að segja upp þessum samningi eða sérstökum leigusamningi nema með þeim hætti sem gerð er vallt hafa og halda hverskonar eignarrétti á tækjunum sem leigusali hefur fengið frá söluaðila eða framleiðanda eða frá leigutaka. Leigutaki hefur engan rétt, eignarréttindi eða hagsmuni tengda tækjunum annan en rétt til að hafa vörslur tækjanna og heimild eignarréttarfyrirvara hér að ofan eða annarra trygginga sem leigusa li nýtur (i) veitir leigutaki leigusala Í gr. 9 er síðan skilgreint hvaða not eru gerðarbeiðanda heimil, sem leigutaka. Í gr. 15 er fjallað um vanefndatilv það vanefnd á samningi þessum: (b) Ef leigutaki flytur einhver tæki án samþykkis leigusala (önnur en þau tæki sem skilgreind eru í flytur einhver hreyfanleg verðmæti frá Kanada; eða (c) Ef leigutaki án skriflegrar heimildar leigusala, skilur við eða leitast við að / eða selur, framselur, framleigir eða með öðrum hætti l eyfir kvöð af hvaða tagi sem er á hvaða réttindum sem er sem felast í Í gr. 18 segir svo í lauslegri þýðingu: Kaupréttur. Ef viðauki gerir ráð fyrir einum eða fleiri kaupréttum leigutaka vegna tækja undir þeim viðauka, og engi n vanefnd eða fyrirsjáanleg vanefnd hefur orðið, nema að leigusali hafi gefið eftir rétt sinn vegna slíkra vanefnda, á þeim degi sem leigutaki tilkynnir í samræmi við neðangreint um nýtingu kaupréttarins eða á þeim sem hann á að greiða kaupverðið, (og sérs taklega án þess að dregið sé úr gildi því sem að framan var sagt svo lengi sem allar leigugreiðslur hafa verið greiddar á þeim degi), getur leigutaki með því að senda skriflega tilkynningu til leigusala sem berst að minnsta kosti 30 dögum fyrir þann dag se m er skilgreindur sem Í hinum sérstaka hluta samningsins segir að kaupréttardagurinn sé 1. apríl 2019 og kaupréttarverð CAD 200. 7 II. Sóknaraðili byggir á því að ágreiningur varnaraðila og AIM sem sé til umfjöllunar hjá dómstólum í Kanada hafi engin áhrif á niðurstöðu þess máls sem hér sé til umfjöllunar. Hvorki sóknaraðili né HSBC - bankinn séu aðilar þess máls. Ágreiningur varn araðila og AIM um uppgjör vegna kaupsamnings um hluti í sóknaraðila verði leystur fyrir kanadískum dómstólum. Það sé ágreiningslaust að tækin sem um ræði hafi fallið undir leigusamning sóknaraðila og HSBC - bankans. Um þetta vísar sóknaraðili til yfirlýsing ar í greinargerð varnaraðila fyrir kanadískum dómstólum. Í skjalinu komi skýrt fram að það sé viðurkennt af hálfu varnaraðila að fyrra tækið sem krafist er innsetningar í hafi verið háð réttindum HSBC - bankans þó að talað sé um veðréttindi en ekki eignarrét tindi í skjalinu. Sóknaraðili vísar til þeirra greina í leigusamningi aðila sem raktar eru undir málsatvikum. Sóknaraðili byggir á því að hvort sem komist verði að þeirri niðurstöðu að AIM hafi lofað að skuldbindingar samkvæmt leigusamningnum yrðu greiddar og/eða að samningur þessara aðila gerði ráð fyrir að varnaraðila væri heimilt að slá eign sinni á tækin eða ekki þá breyti það ekki því að fallast verði á kröfur sóknaraðila. Staðreyndin sé sú að skuldbindingarnar hafi ekki verið greiddar að fullu. Þá sé einnig ljóst að sóknaraðili geti ekki leyst til sín tækin nema með því að nýta sér kaupheimild í leigusamningnum. Sóknaraðili kveðst ekki hafa nýtt sér þessa heimild enda séu skilyrði þess að nýta hana ekki uppfyllt. Á meðan skuldbindingar séu ógreiddar samkvæmt samningnum og kaupréttur hefur ekki verið nýttur geti sóknaraðili, varnaraðili og AIM ekki ráðstafað eignarrétti eða vörslum tækjanna nema með samþykki HSBC - bankans. Bankinn hafi ekki veitt slíkt samþykki og hafi staðfest samkvæmt framlögðu skjal i í málinu að hann styðji sóknaraðila í því að fá vörslur tækjanna, til að tryggja rétt sóknaraðila og rétt bankans sem eiganda tækj anna. Flutningur á tækjunum til Íslands sé ótvírætt samningsbrot en sérstaklega sé tekið fram í gr. 15 b í leigusamningnum að leigutaka sé óheimilt að flytja hin leigðu tæki frá Kanada, þ. á m. þau tæki sem krafist er innsetningar í. Þau tæki hafi engu að síður verið flutt frá Kanada, í trássi við ákvæði leigusamningsins og að frumkvæði varnaraðila. Réttur sóknaraðila til þess að hafa vörslur á tækjunum með höndum í umboði HSBC - bankans sé skýr. Varnaraðili hefur vörslur tækjanna sem getið er í kröfugerð en í því sambandi er vísað til ljósmynda af tækjunum sem teknar voru á athafnasvæði varnaraðila. Sóknaraðili vísar máli sínu t il stuðnings til laga um aðför nr. 90/1989, einkum 78. gr. laganna. Hvað varðar kröfu um málskostnað er vísað til 21. kafla laga nr. 91/1991. 8 III. Varnaraðili krefst þess að synjað verði um að hin umbeðna gerð fari fram og færir fyrir því eftirfarandi rö k. Í fyrsta lagi liggi fyrir að dómsmál um það hvaða aðila tækin tilheyra sé rekið fyrir dómstól í Kanada, en í gögnum málsins verði séð að þessi tæki séu m.a. sérstaklega tilgreind í málarekstrinum í Kanada sem eitt andlag ágreinings aðila. Um það hafi að ilar samið og á því verði ekki gerð breyting nema með samþykki beggja aðila. Úrlausn þess dómstóls liggi ekki fyrir. Það sé ekki fyrr en að niðurstaða fæst í því máli og að því gefnu að AIM vinni málið í Kanada, sem hægt verði með þá dómsúrlausn í hendi að krefjast afhendingar tækjanna með beinni aðfarargerð hér á landi. Þangað til slík niðurstaða liggur fyrir beri að synja um að gerðin fari fram. Vinni varnaraðili málið í Kanada sé ljóst að á honum muni engin skylda hvíla til að afhenda tækin. Í öðru lagi byggir varnaraðili á því að við sölu NLL í Kanada hafi engar efnislegar eignir átt að fylgja með, heldur hafi þær verið eign varnaraðila. Um þetta sé m.a. rekið dómsmál í Kanada, eins og bent hafi verið á. Vegna þess liggi fyrir að réttur sóknaraðila sé la ngt frá því að vera svo skýr og ótvíræður að skilyrði 12. kafla laga nr. 90/1989 séu uppfyllt. Eins og staðan sé á milli aðila megi ljóst vera að bein aðfarargerð sé ekki tækt úrræði fyrir gerðarbeiðanda. Í þriðja lagi er byggt á því að sóknaraðili eigi ek ki þá hagsmuni sem hann krefst afhendingar á. Eins og skjöl málsins beri með sér sé það HSBC - bankinn sem sé fjármögnunaraðili tækjanna og eigandi þeirra þar til leiguverð hefur verið greitt. Yfirlýsing HSBC - bankans þar sem sóknaraðila er tilkynnt að bankin n styðji að einhverju leyti aðgerðir sóknaraðila til að vernda hagsmuni HSBC - bankans í tækjunum og aðgerðir sóknaraðila til að komast yfir þau, taki engan veginn til þess að sóknaraðili geti sett fram kröfur fyrir dómstóli á Íslandi um að tækin verði tekin úr vörslum varnaraðila. Yfirlýsing HSBC - bankans sé því engan veginn nægjanlega skýr og ótvíræð til að þess að sóknaraðili geti komið fram fyrir hönd bankans í dómsmáli hér á landi, þar sem fyrir liggi að aðildin sé HSBC - bankans en ekki sóknaraðila. IV. E kki er ágreiningur um eignarhald á þeim tækjum sem sóknaraðili krefst innsetningar í. Eigandi tækjanna er HSBC - bankinn eins og rakið er hér að framan. Krafa gerðarbeiðanda sóknaraðila byggir á því að hann eigi lögvarinn rétt sem hann leiði af eiganda tæk janna til að hafa vörslur þeirra á grundvelli leigusamnings við bankann. Það er einnig ágreiningslaust að fyrir kanadískum dómstóli er rekið ágreiningsmál sem varðar eignarrétt á þeim tækjum sem hér er krafist innsetningar í og þar með hver það er sem ráð i í raun vörslum tækjanna. Varnaraðili var, eins og lýst er í gögnum málsins, móðurfélag sóknaraðila, en seldi allt hlutafé félagsins til American Iron & Metal Company Inc. (AIM). Af þeim gögnum sem lögð hafa verið fyrir dóminn, 9 bæði um þau viðskipti og sí ðan þær deilur sem spruttu upp í kjölfarið á milli aðila, er í fljótu bragði ekki hægt að greina með afdráttarlausum hætti á hverju varnaraðili byggir þá kröfu sína gagnvart AIM að tilteknar eignir sóknaraðila hafi verið undanskyldar þegar félagið var selt í heild sinni. Í grunninn byggir varnaraðili það mál sitt á því að við sölu hlutafjárins hafi fylgt skuldir sóknaraðila en ekki eignir. Verður litið svo á að slíkt frávik frá því sem vafalaust er tíðkanlegt við sölu alls hlutafjár í félagi, a.m.k. samkvæm t íslenskum lögum, verði alla jafnan að vera tíundað með skýrum hætti í samningi aðila, en því er ekki að heilsa hér eftir því sem næst verður komist. Í greinargerð sóknaraðila er reyndar vísað til þeirrar málsástæðu varnaraðila fyrir kanadíska dómstólnum að AIM hafi skuldbundið sig til að greiða upp skuldbindingar samkvæmt leigusamningnum við eiganda tækjanna, HSBC - bankann, og það hafi átt að hafa í för með sér að varnaraðili hefði þá eignast tækin. Ekki verður séð að til þess að virkja slíkt samkomulag ha fi í öndverðu þurft beina aðkomu sóknaraðila, eins og hann virðist byggja á, heldur hljóti að duga samningur á milli varnaraðila og AIM, þá eiganda alls hlutafjár í sóknaraðila, þótt væntanlega þurfi hins vegar formlega aðkomu sóknaraðila til frágangs á þv í máli ef þessi hefur verið raunin. Það vekur athygli að í samningi sem varnaraðili og AIM gerðu 23. febrúar 2017, þar sem ágreiningi aðila sem upp kom eftir viðskipti aðila var lýst og lagðar línur um framhald málsins, þ.e. til að leita lausna, kemur fram að AMC gerir kröfu, að því er virðist til þess eins að fá viðbótargreiðslu á grundvelli samnings aðila fyrir þau tæki sem félagið taldi fylgja með í kaupunum en hefðu verið fjarlægð af onal payment for equipment that it states was agreed upon as being included in the sale of the NLL Shares, but had been removed by hlutabréfin, a.m.k. þegar samkom ulagið var gert, en um þetta er sem fyrr segir rekið ágreiningsmál. Af greinargerðum aðila til kanadíska dómstólsins (Supreme Court of Newfoundland and Labrador) verður glögglega ráðið að á milli aðila er sannanlega ágreiningur um m.a. þau tæki sem hér er krafist innsetningar á og eignarrétt á þeim. Jafnframt er ljóst að báðir aðilar tefla fram rökum í málinu sem a.m.k. verður ekki, miðað við framlögð gögn og þau viðskipti sem búa þarna að baki, vísað án frekari skoðunar á bug af þessum dómstól eða fram hj á þeim horft. Dómurinn telur jafnframt að ekki geti skipt máli sú staðreynd að sóknaraðili er að forminu til ekki aðili að ágreiningsmáli því sem rekið er í Kanada um m.a. þau tæki sem hér er krafist innsetningar í. Ágreiningslaust er þannig að sóknaraðili er að fullu í eigu AIM sem á ásamt varnaraðila aðild að ágreiningsmálinu, og ekki er hægt að fallast á að sóknaraðili sem er eign AIM geti látið sem svo að hann varði ekkert um þennan málarekstur í Kanada eða úrslit þess máls og þau hafi þannig engin áhri f á kröfu hans hér. Þegar kemur að aðild málsins þá má, miðað við framlögð gögn, einnig færa rök fyrir því að HSBC - bankinn hafi jafnvel þurft að eiga aðild að þessu máli, sem og raunar ágreiningsmáli aðila í Kanada, enda varða málin beina og óumdeilda, a.m .k. að óbreyttu, hagsmuni bankans. Yfirlýsing bankans um að hann styðji sóknaraðila í þessum málarekstri hér dugi jafnframt ekki til. Dómurinn telur 10 þó ekki ástæðu til að skera úr um þetta með vísan til þess sem nú þegar er að framan rakið, um þær deilur s em sannanlega eru uppi um eignarhald á þeim tækjum sem krafist er innsetningar á. Vegna þess málareksturs, þar sem a.m.k. miðað við framlögð gögn og á þessu stigi er alls ekki hægt að slá því föstu að málatilbúnaður varnaraðila fyrir kanadískum dómstól sé að ófyrirsynju, telur dómurinn slíkan vafa leika á réttarstöðu aðila að varhugavert sé að fallast að svo stöddu á kröfur sóknaraðila eins og málið hefur verið lagt fyrir dóminn. Ekki hefur verið gerður ágreiningur um að verði niðurstaða dómsmálsins í Kana da varnaraðila í vil sé botninn dottinn úr kröfu sóknaraðila. Er því sá réttur sem sóknaraðili kveðst eiga ekki svo skýr og ótvíræður sem áskilið er í ákvæðum laga um aðför nr. 90/1989 til að aðfarargerð megi fara fram og verður því kröfu sóknaraðila hafna ð, sbr. 3. mgr. 83. gr. laganna. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Það athugist að öll dómskjöl málsins þingmerkt frá 1 19, fyrir utan aðfararbeiðni og greinargerðir aðila, eru á ensku. Það var ekki fyrr en í þinghaldi 14. mars sl. sem lagðar voru fram þýðingar á nokkrum skjölum málsins eða hluta þeirra en aðstoðarmaður dómara hafði beint því til lögmanna aðila í þinghaldi 21. nóvember 2017 að leggja fram þýðingar á dómskjölum sem væru á ensku að því leyti sem byggt væri á þ eim. Verður að gera athugasemdir við þennan hátt, sbr. 1. og 3. mgr. 10. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Nokkrar málsbætur felast þó í því að allt fram til ákvörðunar um aðalmeðferð málsins töldu aðilar góðar líkur á því að tækist að sætta málið . Guðmundur Óli Björgvinsson lögmaður flutti málið fyrir sóknaraðila og Einar Þór Sverrisson lögmaður fyrir varnaraðila. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Kröfu sóknaraðila, NLL Recycling Ltd ., um beina innsetningargerð í tvö endurvinnslutæki, annars vegar af gerðinni Lefort Conkeror Metal Baller, Model 500, árgerð 2013, raðnúmer (e. serial number) N1152, og hins vegar krana af gerðinni Terex, TM350, árgerð 2009, raðnúmer (e. serial number) 35 0M301437, er hafnað. Málskostnaður milli aðila fellur niður.